Tíminn - 10.10.1939, Qupperneq 1

Tíminn - 10.10.1939, Qupperneq 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (á,bm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐVR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu l D. Simi 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3943 og 3720. 23. árg. Reykjavík, þriðjudaglnn 10. okt. 1939 117. folaO Tíminn birtir hér mynd af hesti, sem Vopni heitir og er að öllum líkindum elzti hestur landsins. Hann fœddist vorið 1900 eða 1901 að Bessastaðagerði í Fljótsdal. Þar var hann alinn upp af hinum alkunna hestamanni, Hálla Sigmundssyni, sem þar bjó allan sinn búskap og talinn var einn hinn bezti tamningamaður þar um slóðir á sinni tíð. Nafn sitt lilaut hann eftir góðhesti œttuðum úr Vopnafirði, er Halli hafði áður átt. Vel var vandað til uppeldis hestsins, bœði um fóðrun og tamningu. Fimm eða sex vetra gamlan seldi Hálli hann Sigurði Magnússyni, bróður núverandi eiganda hans, Einars S. Magnússonar á Valþjófsstað. 1915 dó Sigurður og eignaðist þá Magnús Ólafs- son, faðir hans, hestinn. Við lát Magnúsar, komst hann í eigu þeirra mœðgina, Einars S. Magnússonar og móður hans. Hefir hann því verið í eigu fjölskyld- unnar í 33 ár. Byrjáð var að temja folann, er hann var á fjórða vetri, og hefir liann því verið trúr og þarfur þjónn mannsins í 35—36 ár. Ekki hefir hann nema einu sinni fatlazt frá notkun; var það vegna þess að hann togn- aði í afturfœti. Fram yfir tuttugu vetra áldur var hann einvörðungu notaður til reiðar, en siðan jöfnum höndum til dráttar, reiðar og áburðar, en þó ein- göngu til dráttar síðustu árin. í sumar hefir hann safnað dágóðum holdum, virðist hafa fulla sjón, en tennumar eru fállnar úr efra gómi. Merkilegar mjólk- urran nsóknir C-bætíefni mjólkurinnar skemmast ekki við gerilsneyðingu eða flutning Rannsóknarstofa Háskól- ans hefir síðan um áramót framkvæmt mánaðarlega C- fjörvismælingar á mjólk frá mjólkursamsölunni og hafa þær þegar leitt margt at- hyglisvert í ljós. Samkvæmt heimildum, sem Tíminn hefir aflað sér, hafa þær m. a. leitt eftirfarandi í ljós. 1. Gerilsneyðingin (í Stassano- vél) rýrir ekki finnanlega C- bætiefnamagn mjólkurinnar. Sýnishorn af sömu'mjólk á und- an og eftir gerilsneyðingu sýndu sama C-bætiefnamagn. Þá hafa verið tekin sýnishorn af flösku- mjólk í búðum, gerilsneyddri og ógerilsneyddri, og bentu þær at- huganir til svipaðrar niðurstöðu. 2. Eftir niðurstöðum frá síð- astl. sumri að dæma hefir lang- ur flutningur mjólkur ekki nein verulega spillandi áhrif á C- bætiefnamagn mjólkurinnar. Sérstaklega bar sama og ekkert á slíku, ef þess er gætt að hafa brúsana nógu fulla, því að fátt eyðileggur C-bætiefnið meira, en loft, sem hristist saman við mjólkina. Er þeirri reglu líka yf- yfirleitt vel fylgt. Ef bornar eru saman niðurstöður af mælingum á tveimur búum 1 nágrenni Reykjavíkur, Nesi og Lækjar- hvammi, og tveimur öðrum bú- um langt 1 burtu, Melum i Mela- sveit og Mjólkurbúi Flóamanna, verður niðurstaðan þessi: í sýn- ishornum frá Lækjarhvammi fundust 93.8 mg., frá Nesi 103.9 mg., frá Melum og Mjólkurbúi Flóamanna 91.3 mg. Um jafn- stór sýnishorn var að ræða í öll skiptin og sýnir þessi niðurstaða, að munurinn er tiltölulega mjög lítill. 3. Þörf mannsins fyrir bætiefni er talin vera 30—50 mg. á dag, þannig að 30 mg. er álitinn minnsti skammtur, sem nægi manninum til að halda fullri heilsu, og sami skammtur er ætlaður börnum, sem þurfa til- tölulega meira C-fjörefni en full- orðið fólk. Athugun rannsóknar- stofunnar á C-bætiefni mjólkur- innar í síðastliðnum mánuði sýn- ir, að maður, sem neytir eins liters af mjólk á dag, hefir fengið allri þörf sinn fyrir C- bætiefni fullnægt með mjólkinni einni saman. Geta má þess, að mjólkin er einna auðugast af C- bætiefni á haustin, og að það er heldur minna í mjólk síðari hluta vetrar. Mega þessar rannsóknir telj- ast hinar merkilegustu, þar sem þær kveða niður þann ugg, sem verið hefir í ýmsum hér í bænum við gerilsneyðingu og flutning mjólkurinnar. Jafnvel sýna þær glöggt hversu mikil bætiefna- gjafi mjólkin er og ætti það að vera mönnum ný hvatning til að auka mjólkurneyzluna, því að Á. zesz: Verzlunarjöfnuðurinn. stríðstryggingar Samkvæmt bráðabirgðayfirlitl hag- stofunnar nam allur innflutningur til landsins til septemberloka 44.5 milj. kr. og útflutningur 39.6 milj. kr. Á sama tíma í fyrra nam innflutningurinn 38.5 milj. kr. og útflutningurinn 36.9 milj. kr. í septembermánuði voru fluttar út síldarafurðir fyrir 4.6 milj. kr. og tveir allstórir saltfiskfarmar til Portúgals. — Samkvæmt framansögðu hefir verzlun- arjöfnuðurinn verið óhagstæður i sept- emberlok um 5.1 milj. kr. en var óhag- stæður um 1.5 milj. kr. á sama tíma i fyrra. r r t Barnavinafélagið SumargjÖf starf- rækir nú i vetur vistarheimili fyrir börn í Vesturborg við Kaplaskjólsveg og veitir ungfrú Bryndís Zoega því forstöðu. Tók það til starfa í síðustu viku. Er þetta I annað skipti, sem fé- lagið ræðst í að starfrækja barna- heimili vetrarlangt. í fyrra vetur, þegar þessi nýbreytni var fyrst upp tekin, var þó barnaheimilið frábrugðið því, sem nú er, að þvi leyti, að nokkuð af börnunum var þar aðeins til dag- dvalar, en önnur voru þar að öllu leyti. Nú verða öll börnin þar til fullr- ar vistar. í þetta sinn er gert ráð fyrir, að 15—20 börn verði til vistar í Vesturborg og hefir Reykjavíkurbær forgangsrétt að dvölinni fyrir þau börn, er hann þarf að koma þar að af ein- hverjum orsökum. Að nokkru leyti verður vistarheimilið rekið á vegum bæjarins í vetur. Flest bömin, sem Sjálfstæðí Fínnlands í hættu Svíar og Norðmenu óttast fyrirætlanir Rússa Kolaverðíð hækkar í blaðinu í dag birtist til- kynning frá kolaverzlunum i bænum um verðhækkun á kol- um. Kostar smál. af kolum hér eftir 77 kr. og er það 19 kr. meira en verið hefir að undan- förnu. Kolaverzlanirnar hafa á- kveðið þessa verðhækkun í samráði við verðlagsnefnd og hefir nefndin sent blöðunum eftirfarandi skýringu á verð- hækkuninni: „Þar sem horfið hefir verið að því ráði að hækka verð á fyr- irliggjandi kolabirgðum í bæn- um, vill verðlagsnefnd hér með gefa þá skýringu, að verðhækk- un þessi er ákveðin til þess að jafna verð birgðanna og nálega helmingi meira magns af kolum, sem væntanleg eru hingað inn- an skamms. Kemur því verð- hækkun birgðanna beinlínis til með að halda niðri verði hinna nýkeyptu kola“. Geta má þess, að nýlega komu kol til Keflavíkur og kostaði smál. 90 kr. Myndu kol- in, sem síðar koma, sennilega hafa kostað um 100 kr. smál., ef framangreind ákvörðun hefði ekki verið tekin. Jón í Stóradal tapar meíðyrðamáli í bæjarþingi Reykjavíkur var í morgun kveðin upp dómur i meiðyrðamáli, sem Jón Jónsson í Stóradal hafði höfðað gegn Páli Zóphóniassyni alþm. fyrir ummæli í grein, sem Páll skrif- aði í Tímann á síðastl. hausti. „Framsókn með barlómsbumb- una“. Niðurstaða dómsins var sú, að Páll Zóphóniasson ætti að vera sýkn af öllum kröfum Jóns. Mun það ekki hafa komið fyrir um langt skeið, að stefnandi hafi tapað meiðyrðamáli. Sækjandi fyrir Jón var Magn- ús Thorlacius cand. jur., en verj- andi Páls Egill Sigurgeirsson héraðsdómsmálaflutningsmaður. ekki er heldur völ ódýrari fæðu- tegundar, þegar miðað er við notagildið. verða í Vesturborg í vetur, hafa kom- ið úr sumardvöl utan af landi. r r r Samkomulag hefir nú komizt á um stríðstryggingar og stríðsáhættufé til handa farmönnum. Samkvæmt þess- um samningum er höfnum og siglinga- leiðum skipt 1 hættusvæði, þannig að yfirmenn skipanna fá 100—200% kaup- hækkun sem áhættufé, þegar siglt er um tiltekin svæði, svo sem Eystrasalt, Norðursjó, Atlantshaf og Miðjarðarhaf, en hásetar og kyndarar 125—250%. Ekkert áhættufé er greitt í strand- siglingum við ísland. — í samninginum eru þessi ákvæði um örorkubætur og dánarbætur: Örorkubætur skulu sam- kvæmt hinni sérstöku striðstryggingu ekki vera minni en 22 þúsundir króna, ef um fulla örorku er að bæta. Lægstu dánarbætur skulu vera 12 þúsund kr. til ekkju, 17 þúsund krónur til ekkju með eitt barn og 21 þúsund krónur til ekkju með tvö börn eða fleiri. Skulu fjölskylduástæður i byrjun ferða lagð- ar til grundvallar tryggingunum. Að samningum þessum standa Eimskipafé- lag íslands, Skipaútgerð ríkisins, Eim- skipafélag Reykjavíkur, Útgerðarfélag Kaupfélags Eyfirðinga, Eimskipafélag- ið ísafold, Sjómannafélag Reykjavíkur, Vélstjórafélag íslands, Stýrimannafé- lag íslands, Matsveina- og veitinga- þjónafélag íslands og Félag Islenzkra loftskeytamanna. Samningunum má segja upp með mánaðar fyrirvara. Síð'an styrjöldin hófst hefir enginn atburður vakið jafn- mikla athygli á Norðurlöndum og sú krafa rússnesku stjórnar- innar á hendur finnsku stjórn- inni, að hún sendi sérstakan fulltrúa til stjórnmálalegra viðræðna í Moskva. Krafa þessi mun hafa borizt á föstudag eða laugardag síð- astliðnum. Mun hafa verið lát- in fylgja henni sú ósk, að Erkko utanríkismálaráðherra kæmi sjálfur. Stjórnin mun þó ekki hafa talið rétt að full- nægja þeirri beiðni, þar sem það gæfi til kynna, að hún teldi viðræðurnar mjög alVarlegs eðl- is. Hinsvegar áleit hún ekki rétt að skorast undan því að senda fulltrúa og hefir sendiherra Finna í Stokkhólmi, Paasikivi, verið valinn til fararinnar, en hann er þaulkunnugur Rússum. Mun hann koma til Moskva í dag. Enn er ekki kunnugt um fyr- irætlanir Rússa í sambandi við þessar viðræður, en sá grunur er almennur, að þeir ætli að gera svipaðar kröfur á hendur Finnum og þeir hafa neytt Eystrasaltsríkin til að full- nægja. Sá orðrómur gengur jafnvel, að þeir muni krefjast aðgangs að Álandseyjum fyrir herskip sín og flugvélar, og vekur það talsverðan ugg í Svíþjóð, því frá Álandseyjum er auðvelt að sækja Svía heim. Norðmenn óttast hinsvegar, að Rússar muni krefjast af Finnum, að þeir láti sig fá hluta af strandlengju Finnlands að norðan og muni þeir þá smám- saman færa sig upp á skaftið og krefjast hafna í Norður- Noregi. Fregnir herma, að Rússar hafi þegar um 300—400 þús. manna her við finnsku landamærin. Finnar hafa í varúðarskyni kvatt aukið lið til vopna. Margt bendir til, að Finnar muni frekar kjósa að berjast en að ganga sjálfviljugir að nokkrum afarkostum. Stjórnin Villtra minka hefir, svo sem kunnugt er, orðið vart á nokkrum stöðum hér í grenndinni í sumar. Svo fullar sönn- ur séu á færðar, hefir þeirra orðið vart í Hafnarfirði og þar i grennd, og hafa þar verið handsamaðir fjórir minkar, við Elliðaár og við Leirvogsá i Mosfellssveit. Samkvæmt fyrirmælum landbúnaðarráðherra hefir H. J. Hólm- járn loðdýraræktarráðunaut verið falið að hafa hönd í bagga um eyðingu villtra minka. Hefir hann ráðið fjóra menn til þess að framkvæma útrým- ingu þeirra. Hefir þegar farið fram nákvæm leit að minkum við ár og læki, vötn og tjarnir 1 Mosfellssveit. Framkvæmdi hana Ingvar Þorláksson frá Dilksnesi i Skaftafellssýslu, en hann skaut fjóra minka við Leirvogsá í sumar, er hann var þar í vegavinnu. Varð hann hvergi minka var. — Við Elliðaárnar á Úlfar Bergsson á Litlu- Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd að vinna að eyðingu minkanna. Hefir hann þegar leitað meðfram ánum og Elliðavatni. Fann hann spor eftir minka, en hefir eigi enn reynt að vinna dýrin, og mun bíða þar til snjó- föl kemur og hægara verður að rekja spor. — í Hafnarfirði og þar í kring mun Sigurður Eyjólfsson leita minka, er snjór fellur — í grennd við Vífils- staði, einkum meðfram læknum og vatninu, mun hinn norski minkahirðir I Minkagerði, Edvard Röd, grennslast eftir minkum og vinna þá, ef þeirra verður vart þar um slóðir. hefir tilkynnt, að hún muni ekki gera neinn samning við Rússa, sem máli skiptir, án samþykkis þingsins. í skrifum sínum um þessi mál leggja finnsku blöðin á- herzlu á það, að Finnland eigi samstöðu með Norðurlöndum og Rússland þurfi ekki að ótt- ast að önnur stórveldi myndi geta gert Finnland að vettvangi hernaðarlegrar starfsemi, sem beindist gegn Rússum. Þess vegna hljóti afstaða Rússa að vera önnur til þess en Eystra- saltsríkjanna. Blöð í Svíþjóð, Noregi og Danmörku taka ein- dregið í sama streng. Aðrar fréttlr. Danir eru mjög áhyggjufull- ir yfir því, að heita má að stöðvast hafi nær allir flutn- ingar milli Danmerkur og Eng- lands. Hefir þess vegna verið á- kveðið að hætta allri svína- slátrun í Danmörku fyrir ensk- an markað, en Danir hafa viku- lega 7 millj. kr. tekjur af svina- kjötsútflutningi sínum til Eng- lands. Einkum veldur þetta miklum á h y g g j u m meðal danskra bænda, þar sem Eng- land hefir verið bezti markað- urinn fyrir afurðir þeirra. — Enski sendiherrann í Kaup- mannahöfn hefir látið þá skoð- un í ljós, að vonandi verði fljót- lega hægt að ráða bót á þess- um flutningserfiðleikum. Franskir hernaðarsérfræð- ingar, sem fylgzt hafa með styrjöldinni í Póllandi, fullyrða að allstaðar, þar sem pólskum og þýzkum fótgönguliðssveit- um hafi lent saman, hafi Pól- verjar borið hærra hluta. Telja þeir að framganga þýzku fót- gönguliðssveitanna sýni að þýzki herinn sé lakari nú en 1914. Þjóðverjar eigl sigurinn eingöngu að þakka betri stór- skotaliðsvopnum, bryndrekum og flugvélum. Þeir telja einnig að Pólverjar hafi verið búnir að koma sér fyrir á tryggum varnarstöðvum inni í landinu, þegar Rússar komu Þjóðverj- um til hjálpar. Fréttaritari frönsku Havas- fréttastofunnar í Genf skýrir frá því, að hann hafi heimild- ir fyrir því, að samningavið- ræður þjóðverja og Rússa hafi byrjað síðastl. vor. Hafi Stalin átt frumkvæði þeirra og boð- izt til þess í upphafi að leggja starfsemi Alþjóðasambands kommúnista að mestu leyti á hilluna gegn því að Þjóðverjar hættu öllum undirróðri í Ukra- inu og lofuðu því, að ráðast ekki á hana. Enski landbúnaðarráðherr- ann, Dorman Smith, hefir skýrt frá því, að 1 y2 milj. ekrur lands verði teknar til ræktunar í Englandi á næsta ári umfram það land, sem hefir verið í ræktun á þessu ári. Fjárlagafrumvarp fyrir næsta fjárhagsár hefir verið lagt fram í danska þinginu. Gert er ráð fyrir að mörg útgjöld hækki vegna stríðsins og eru því lagðir á ýmsir aukaskattar, sem nema samtals 81 milj. kr. Tollar hafa þegar verið hækkaðir á öli, brennivíni, tóbaki og súkku- laði. Þjóðverjar i Eystralantslönd- um eru nú kvaddir unnvörpum heim til Þýzkalands, og er þeim, sem ekki hafa þýzkan ríkisborg- ararétt, gefinn kostur á því, að taka sér bólfestu i Þýzkalandi. Er þetta talin greinileg yfirlýs- ing frá Þjóðverja hálfu um það, að þeir hafi afsalað sér allri í- hlutun á þessum slóðum og líti á Eystrasaltsríkin sem yfirráða- |svið Rússa. — Barnaheimilið í Vesturborg. — Samningar um og stríðsáhættufé. — Eyðing villtra minka. — Á víðavangi Allir vita, að einhver sú heilsusamlegasta fæðutegund, sem völ er á í þessu landi, er mjólkin, þrátt fyrir allan þann góða mat, sem hér er að fá, kjöt, garðávöxt, fisk og svo fram- vegis. Aldagömul reynsla og nýjar vísindalegar rannsóknir vitna um ágæti mjólkurinnar. Frá landnámstíð til þessa dags hefir hún verið mesta heilsulind íslenzku þjóðarinnar. Þar sem skortur hefir verið á mjólk, hafa sjúkdómarnir verið skæð- ari en annars staðar, og viö- námsþrótturinn minni. Löngum hafa verstöðvar og kaupstaðir verið afskipt um mjólk og tíðum verið erfitt að bæta úr þeirri vöntun. Þurrabúðarfólkið var illa sett í þessu efni og vöntun á nauðsynlegustu lífefnum, sem mjólkin hefir að geyma, reið oft mörgum að fullu. Nú fara þeir tímar í hönd, að liklegt er, að íslendingar verði að mestu eða jafnvel nær eingöngu að lifa á íslenzkum matvælum. Þá er mjólkin ein sú fæðutegund, sem fólk á allra helzt að auka við sig. Hún er ódýrasta fæðuteg- undin, sem hér er völ á, miðað við næringargildi. Hún er heilsusarnlegasta fæðutegundin og hér á landi eru hin ágætustu skilyrði til mjólkurframleiðsl- unnar, jafnvel þótt hana þyrfti að auka til stórra muna. Það, sem fólk á nú að gera, þegar af- leiðinga styrjaldarinnar er byrj- að að gæta, er því að auka mjólkurneyzlu stórlega. Jafnt í ka*ipstað sem sveit á mjólkin, hinn hvíti drykkur, að skipa öndvegið á matborðinu. * * * Sýslumenn sitja nú að boði ríkisstjórnarinnar á ráðstefnum með forðagæzlumönnum. Er gott til að vita. Forðagæzlulögin munu upphaflega vera einskon- ar viðspyrna þjóðfélagsins gagnvart horfellinum. En gagn- vart honum voru menn að von- um orðnir æði sljóvir, ekki færri manneskjur en orðið hafa hungurmorða í okkar „kalda og fátæka landi“. En beinn hor- dauði á skepnum er nú sem bet- ur fer orðinn fremur sjaldgæf- ur, en búfjárkvillum þá jafn- framt kennt um, þegar út af ber. En nú þarf forðagæzlan að komast á æðra stig. Hún á ekki að hafa horfelli að viðmiðun. Hún á að snúast gegn vanfóðr- un. En vanfóðrun er því miður allt of algeng enn sem komið er. Hún á sér stað í hverri sveit. Þess vegna þurfa forðagæzlu- menn nú að snúast gegn henni. Sanna með dæmum úr lífinu, að betra er að hafa 45 ær og fá undan þeim 69 lömb, heldur en að hafa 90 ær og fá undan þeim 42 lömb. Hvað þá að hafa 119 ær og geta ekkert lamb lagt inn á haustnóttum. En þetta eru dæmi úr lífinu! Yfirleitt veit maður ekki betri skilgreiningu á búmanni og búskussa en þessa: Búmaðurinn veit að betra er að hafa skepnurnar færri og fara vel með þær, en búskussinn hyggur að allt sé undir fénaðarfjöldanum komið og freistast síðan til að setja á guð og gaddinn. En af þvi að eiga verður eftirkaup við þessi máttarvöld, er byrjað að spara heyin fyrr en varir, hálfsvelta fénaðinn. Afurðarýrnun verður afleiðingin, jafnvel þótt guð geri sitt bezta og gaddurinn veiti grið. * * * Sú stjórnarráðsstöfun,að herða nú á framkvæmd forðagæzlu- laganna, er fullkomlega tíma- bær. Annars vegar er voðinn umfram það venjulega, sem fólginn er í því, að ekki þarf að „setja á“ erlendar fóðurtegund- ir, en hins vegar sú óvenjulega nauðsyn, sem þjóðinni er nú á því, að lífsbjargarverðmætin spillist ekki fyrir handvömm. Þess vegna er hér í raun og veru verið að stefna fyrir herrétt. Mætti þykja líklegt að opinberir (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.