Tíminn - 10.10.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.10.1939, Blaðsíða 4
468 TÍMlNrc, |»rið jntlaginn 10. okt. 1939 117. blað önnur athugasemd (Framh. af 2. síðu) lega gegn því í nefndinni dag- an 10.—13. apríl 1934, að mælt yrði með því, að ríkið keypti Raufarhafnarverksmiðj - una, enda gerir hann enga beina tilraun til þess að bera á móti þeim mjög svo vægilegu ummælum mínum um þetta, sem ekki fylla nema um eina linu í athugasemd minni. Hitt er óátalið af mér, að Kr. B. fer nú að trana því fram, að mán- uði síðar, eða þ. 12. maí, hafi hann verið kominn á þveröfuga skoðun, því að þá hafi hann, að nefndarfundum loknum, lagt til að verksmiðjan yrði keypt. Þetta gat Kr. B. beðið Tímann að flytja, án þess að þyrla upp um leið augljósum blekkingum um afstöðu annarra nefndar- manna. Annars er það um tillögu Kr. B. að segja, að henni fylgdi sá agnúi, að hún hefði aldrei stuðlað að kaupum Raufar- hafnarverksmiðjunnar. í fyrsta lagi af því, að áframhald varð á rekstri verksmiðjunnar í höndum fyrri eigenda, hið um- rædda sumar, 1934, en tillaga Kr. B„ um kaupin, var bundin því skilyrði, að vissa væri fyrir því, að rekstur stöðvaðist, ef ríkið ekki keypti og starfrækti verksmiðjuna. í öðru lagi vegna þess, að fé það, sem Kr. B. gerði ráð fyrir að notað yrði í þessu skyni, undir vissum kringum- stæðum, varð aldrei fyrir hendi. Trausti Ólafsson. Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu) trúnaðarmenn skildu það, að nú verður ekki sætzt upp á þótt forðað yrði frá hordauða, nú er ætlazt til að sérhver íslenzkur bóndi geri skyldu sína. En hún er hún er ekki minni en það, að hverfa að fullu frá hinni þjóð- hagslega háskalegu vanfóðrun á fénaði, sem til þessa hefir ver- ið svo sorglega algeng! Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir i LANDSSMIÐJUNNI. Kaupendur Tímans Tilkynnið afgr. blaðsins tafar- laust ef vanskil verða á blaðinu. Mun hún gera allt, sem í hennar valdi stendur til þess að bæta úr því. Blöð, sem skilvísa kaup- endur vantar, munu verða send tafarlaust, séu þau ekki upp- gengin. AFGREIÐSLAN. ÚB BÆIVUM Leikfélag Reykjavikur biður blaðið að vekja athygli á því að Brimhljóð eftir Loft Guðmundsson verður sýnt á morgun (miðvikudag) en ekki á fimmtudag eins og venja er. Að þessari sýningu verða nokkrir að- göngumiðar seldir á kr. 1.50. Bandalag Þjóðverjja og Rússa. (Framh. af 3. síðu) sá ótti, að Rússar myndu treg- ari til samninga við Breta eftir en áður, því hér eftir vissu þeir, að ef Þjóðverjar ætluðu austur á bóginn, hefðu þeir líka Bret- um og Frökkum að mæta. Samningaafstaðan hefði verið auðveldari, ef Rússar hefðu átt á hættu, að þurfa að verjast Þjóðverjum einir. Til þessarar skoðunar Lloyd George hefði enska stjórnin átt að taka fullt tillit í tíma. Orð hans voru töluð af reynslu. Eft- ir heimsstyrjöldina hafði hann lagt sig í framkróka til að hindra samvinnu Þjóðverja og Rússa, sem hann áleit þá hættulegasta fyrirbrigðið í al- þjóðamálum. En enska stjórnin trúði því, að milli þýzkra nazista og rúss- neskra kommúnista væri engin samvinna hugsanleg. Hún trúði því, að stjórn Sovét-Rússlands, sem á seinustu árum hafði tal- ið sig vörð friðarins og höfuð- andstæðing nazist'a, myndi taka því tilboði opnum örmum að hjálpa til að afstýra styrjöld og hamla frekari yfirgangi fas- ismans. Það er ekki ólíkleg tilgáta, að rás viðburðanna væri nú önn- ur, ef maður með skarpskyggni Lloyd Georges hefði skipað æðsta valdasess Breta seinustu árin. Framh. Þ. Þ. M.s. Hclgi hleður til Vestmannaeyja n. k. fimmtudag. Tekur einnig farþega. Vinnið ötullega fyrir Tímann. Miðstjórn F ramsóknarílokksins heldur fuud í Edduhiisinu á morgun (mlð* vikudag) kl. 5 e. h. STJÓRNIN. Hjartkær móðir okkar, Malene J. Sigurhjörnsson, andaðist sunnudaginn 8. þ. m. að heimili sínu, Freyju- götu 25 C. Rörn hinnar látnu. HÚSMÆÐUR! ,\ú er rétti tíminn r< I i er mjólkin kostameiri og næringar- jjdiQall rlkari en síðari hluta sumars. Og n j < hefir mjólkin hér reynzt auðugri r\. IU i 61 a{ c-bætiefni en einmitt nú. Þannig hafa rannsóknir þær, sem gerðar voru í þessu skyni í síðastliðnum septembermánuði, sýnt, að ef miðað er við að neytt sé eins iítra á dag er mjólkin þá nægilega auðeig af þessu bætiefni til þess að menn geti fcngið allri C-bætiefnaþörf sinni fullnægt í mjólkinni einni. .. " «*>- • . * ■» Þá munu það þykja góðar fréttir, að við rannsóknir þær, sem gerðar hafa verið mánaðarlega, allt frá síðastliðnum áramótum, hefir það komið í ijós, að gerilsneyðingin (I Stassanovél) rýrir ekki finnanlega C-f jörvismagn mjólkurinnar. Sýnishorn af sömu mjólk á uuduii og eftir stassaniser- ingu sýndu sama C-fjörvismagn eftir gerilsneyðinguna og fyrir hana. Mjólkursamsalan. Vegna erfíðleíka á efnisinnkaupum sjáum vér oss ekki fært að veita gjaldfrest á vinnu né efni meðan núver- andi ástand helzt. Þetta tilkynnist heiðruðum viðskiptamönnum vorum hér með. S. f. Stálsmiðjan. Landssmiðjan. II. f. Hamar. Vélsmiðjan Héðinn. Salurinn I K.R.-húsinu uppi fæst leigður fyrir fundi, samkvæmi og skóladansæfingar, laugardaga, sunnudaga og ef til vill fleiri daga. Simi 3130 og 3553. ÚTBREIÐIÐ TÍMANN ■GAMLA BÍÓ * Olympíu- leikarnir 1936 Hin heimsfræga kvikmynd LENI RIEFENSTAHL Fyrri hlutinn: „Hátíð þjóðanna" sýndur í kvöld. NÝJA BÍÓ* Æskudagar. Amerísk tal- og söngva- mynd um æskugleði og æskuþrá. Aðalhlutverkið leikur og syngur hin óviðjafnanlega DEANNA DURBIN. Aðrir leikarar eru: MELVYN DOUGLAS, JACKIE COOPER o. fl. FJÖIRITUM og VÉIRITUX. Fjölritun á allskonar eyðublöðum, skýrslum, tækifærisljóð- um prýddum með teikningum, verðlistum, umburðarbréfum, auglýsingabréfum o. fl. — Ýmsir 1 i t i r. Fjölrituuarstofa FRIEDE PÁLSDÓTTLR RRIEM. Tjarnargötu 24. simi 2250. Auglýsing irá fjármálaráðuneytinu, Með því að ákveðið hefir verið að leggja niður Raftækjaeinkasölu ríkisius frá næstu áramótum að telja, er liér með skorað á þá, er kynnu að hafa í hyggju að verzla með vör- ur þær, er Raftækjaeinkasalan hefir nú einkasölu á, að gera ráðstafanir til að tryggja sér innflutning á þeim vörum hið fyrsta. Fjármálaráðuneytið, 9. október 1939. Aðvörim. Húseigendur og húsráðendur í Reykjavík eru alvarlega aðvaraðir um að tilkynna Manntals- skrifstofu bæjarins, Pósthússtræti 7, eða Lögreglu- varðstofunni, þegar í stað, ef fólk hefir flutt úr húsum þeirra eða í þau nú um mánaðamótin. Vanrækzla varðar sektum. Borgarstjórínn í Reykjavík. Tilkynnín Frá og með deginum í dag verður verð á kolum hjá undirrituðum kr. 77,00 pr. tonu. Orsök nefndrar hækkunar á útsöluverði kola er að sjá í orðsendingu frá verðlagsnefnd í sama blaði. Reykjavík, 9. okt. 1939. 282 William McLeod Raine: cup og hirðir þessi verðlaun sjálfur, sagði Taylor. — Hver heldur þú að ég sé? sagði Mosby og leit undrandi á Taylor. — Ennþá hefi ég aldrei svikið félaga mína og ég ætla ekki að fara að byrja á þvi núna. Suðurríkjabúinn hló háðslega. — Clem Oakland myndi auðvitað ekki svíkja þig. — Ég er ekkert að hugsa um Clem, sagði Mosby stuttur í spuna. Taylor vissi að hann var að hugsa um uppástunguna, en taldi víst, að hann myndi hafna henni. Það væri of hættu- legt að svíkjast að baki Clem. Skoran varð brattari er þau nálguð- ust brúnina. Handjárnaða manninum veittist erfitt að klifra upp, þar sem hann gat ekki haft handanna nein not. Hann hrasaði oftar en einu sinni og var næstum dottinn og einu sinni rann hann til og slengdist á Mosby. — Bratt hérna, sagði hann. — Ég hefi aldrei tekið eftir því fyrr en núna, hvað handleggirnir gera mikið til þess að halda manni í jafnvægi. — Þú kemst upp, sagði Mosby hug- hreystandi. — Já, ég kemst upp ef ég ekki dett og handleggs- eða fótbrotna. Nú komu þau að klettasnös og þar lá Flóttamaðurinn frá Texas 283 önnur skora að þeirri, sem þau gengu eftir. Stór björg höfðu fallið þarna nið- ur frá brúninni milljónum ára áður en fyrsti íbúi landsins fæddist í heiminn. Molly snéri við. — Kannske að ég geti hjálpað þér? Þú kemst varla upp án þess að nota hendurnar, eða heldur þú það? Augu þeirra mættust og hún las augu hans. — Ég kemst upp ef ég dett ekki, sagði hann. — Ég þakka, en ég býst ekki við að þú getir neitt hjálpað mér. — Þetta fer nú að styttast, sagði litli maðurinn. ' Taylor hélt varlega áfram og steig þungt á lausan stein, rúmlega hnefa- stóran. Steinninn hrökk til og fótur Taylors rann á hallri klöppinni. Hann rak upp lágt óp um leið og hann steypt- ist aftur á bak á gæzlumanninn. Mosby reyndi að halda honum uppi með báðum höndum, en fanginn virtist ekki ná neinni öruggri fótfestu. Sam- anbundnir handleggir hans luktu um háls Mosbys og runnu niður á bakið, utan yfir handleggina. — Nei, nei! Reyndu að hypja þig, lágs- maður, sagði Mosby og barðist við að halda jafnvæginu. Þeir féllu báðir, ultu niður brekkuna Leikféluy Reyhjjavíkur „Brimhljóð(( sjónleikur í 4 þáttum eftir Loft Guðmundsson. H.f. Kol & Salt. S.f. Kolasalan. Kolaverzlun Signrðar Ólafssonar. Kolaverzlun Ólafs Ólafssonar. Kolaverzlun Guðna Einarssonar & Einars. BJÉPNAVEIÐI Sýning á morgun kl. 8. (miðvikudag). Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. og annað fugladráp er stranglega bannað í Þingvallalandi, bæði fyrir utan sem innan takmörk friðlýsta landsins. Þingvelli 7. okt. 1939. Lmsjónarmaðnr. A t h. Nokkrir aðgöngnmiðar verða seldir á 1,50 að þessari sýningu. í. s. I. s. R. Sundmeistaramótið R. M.s. Dronníng Alexandríne hleður væntanlega í Kaup- mannahöfn næstk. fimmtudag og föstudag. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Tryggvagötu. Sími 3025. heldur áfram í kvöld i Sundhöllinni kl. 8%. — Aðgöngumiðar verða seldir þar í dag. Sundráð Reykjavíkur. Tílkynníng irá Oddfellowhúsínu. Þeir, sem ætla sér að halda fermingarveizlur í haust eru vin- samlega beðnir að ákveða sig sem fyrst. Félög og aðrir þeir, sem ætla að fá húsið leigt fyrir afmælis- fagnaði eða aðrar skemmtisamkomur í vetur, eru einnig beðnir að tilkynna það sem fyrst. Restaurationin í Oddfellowhúsinu, sími 3553.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.