Tíminn - 10.10.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.10.1939, Blaðsíða 2
TlMIM, þrigjndaglim 10, okt. 1939 117. blað 166 ‘gímtnn Þriöjjudaginn 10. okt. Heímílamyndun í sveítunum Fyrir nokkru síðan var vitn- að hér í blaðinu í þau ummæli aldraðs bónda, að „ef bóndinn reisir sér ekki burðarás um öxl með skuldum, þá er bóndastað- an einhver frjálsasta staðan hér á landi.“ Því fer ver að margir bænd- ur eru mjög skuldum hlaðnir og liggja vitanlega til þess mis- munandi ástæður. í allmörgum tilfellum er þeirri ástæðu til að dreifa, að bóndinn hefir orðið að hefja búskapinn með skulda- söfnun. Hann hefir orðíð að kaupa jörð, bústofn o. s. frv. Slík ástæða er ekki síður fyrir hendi, ef um nýbýli er að ræða. Þessi upphaflega skuldasöfn- un hvílir síðan eins og mara á búskapnum um langt skeið, og jafnvel alla búskapartíð bónd- ans. Það hlýtur að vera hverjum ljóst, að fyrir efnalitla unga menn, er það miklu kostnaðar- meira og umstangsfrekara að mynda heimili í sveit en kaup- stað. — í kaupstöðum þarf lít- ið annað til að mynda heim- ili en að kaupa húsgögn og bús- áhöld og fá leigða litla íbúð. í sveitinni þarf að kaupa eða taka á leigu allan þann stofn, sem afkoma heimilisins byggist á. Er vert að geta þess í sam- bandi við þetta mál, að í mörg- um tilfellum mun auðveldara fyrir kaupstað',mann að „slá“ .íxil í bönkurum til að geta keypt rándýrt stofustáss en fyr- ir bónda að fá lán til búpen- ingskaupa. Sýnir þetta meðal annars það öfugstreymi, sem nú er ríkjandi í peningamálum þjóðarinnar. Ástæðan til flótta unga fólks- ins á mölina er ekki að óveru- legu leyti sú, hversu heimila- myndunin er þar langtum auð- veldari en í sveitinni. Hins er minna gætt, að grundvöllurinn, sem menn byggja á afkomu sína í bæjunum, er oft og tíð- um mjög fúinn og svíkur óðara, ef eitthvað ber af leið. Það verkefni, sem blasir fram- undan í þessum efnum, er að skapa jafnvægi milli sveita og kaupstaða með þeim hætti, að gera heimilamyndunina í sveit- um auðveldari og torfseruminni en hún hefir verið seinustu árin. Með lögum um erfðaábúð þjóðjarða, jarðakaupasjóð og óðalsrétt, en þau gengu í gildi íyrir fám árum, var stigið veru- legt spor í þessa átt. Það verður að stefna meira að því en gert hefir verið hingað til að dýr jarðakaup leggist ekki eins og mara á bóndann, þegar hann byrjar búskapinn, og hvíli á honum jafnan síðan. Með lögum um nýbýlabygg- ingar var stigið stórt spor til að létta fyrir heimilamyndun í sveitum með stofnun nýrra býla, en vafalaust mun reynslan leiða í ljós, að gera þurfi ýmsar end- urbætur á þeirri löggjöf. Til þess er ekki hægt að ætlast að slík löggjöf verði það fullkomin í upphafi, að hún þarfnist ekki einhverra breytinga. M. a. gæti það komið til athugunar að gerð yrði tilraun á þann hátt, að rlkið léti reisa nýbýli að meira eða minna leyti og byði þau síðan gegn erfðafestu. Mörg fleiri atriði koma vit- anlega til athugunar í þessu sambandi. Það er t. d. ekki veigalítið atriði, að hafizt verði handa um framleiðslu ódýrra og hentugra húsgagna fyrir sveitaheimilin cvo framarlega sem styrjaldarástandið leyfir innflutning á efnivörum til þess. Það hefir mikið að segja fyrir húsfreyjuna, að hún geti látið heimilið vera snoturt og þægi- legt. Samkeppni bæjanna í þeim efnum hefir hænt fleiri konur þangað en margan grunar. Eins og högum þjóðfélagsins er nú háttað er það bein þörf þess, að unnið sé að heimila- fjölgun í sveitunum. Þess vegna ber því — sjálfs sín vegna — að létta undir með heimilamynd- un unga fólksins þar og hjálpa Tiðikiptamál Eftir SkúlaGuðmundsson ftlþmgism. FRAMHALD III. Gjaldeyrisleyfin. Blöð og tímarit kaupmanna hafa fundið að þeirri ákvörðun gjaldeyris- og innflutnings- nefndar, að veita Sambandi ísl. samvinnufélaga heimild til að verja nokkru af þeim erlenda gjaldeyri, sem það fær fyrir útfluttar íslenzkar afurðir, til greiðslu á vörum, sem það hef- ir fengið leyfi til að flytja til landsins. Er því haldið fram, að með þessu sé S. í. S. veitt þýð- ingarmikil sérréttindi og þess krafizt, að nefndin hætti að veita slíkar greiðsluheimildir. Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, hafa fleiri en S. í. S. fengið slíkar heimildir til notkunar á eigin gjaldeyri. Allmargir kaupmenn, sem að staðaldri hafa haft bæði út- flutnings- og innflutningsverzl- un eins og Sambandið, hafa fengið samskonar leyfi til að verja andvirði seldra afurða til greiðslu á erlendum vörum. Flestir síldarútflytjendur hafa fengið leyfi til að nota hluta af andvirði síldarinnar til greiðslu á nauðsynjum til útgerðarinn- ar. Einnig má benda á, að út- gerðarmennirnir hafa á undan- förnum árum fengið leyfi til að nota verðið fyrir ísfiskinn til kaupa á margskonar nauðsynj- um utan lands, svo sem kolum, veiðarfærum, matvælum til skipanna o. fl. Svipaða heimild mun Eimskipafélag íslands hafa haft til notkunar á flutn- ingsgjöldum og fargjöldum, sem það hefir fengið greitt í erlendri mynt. Þrátt fyrir þetta hefir aðeins verið birt gagn- rýni um gjaldeyrisheimildir S. í. S., en annarra ekki verið get- ið í því sambandi. íslenzkir bankar hafa ekki fullnægt veltufjárþörf allra þeirra, sem hafa fengizt við framleiðslu á útflutningsvörum og sölu á þeim. Þannig hafa t. d. margir síldarútflytjendur fengið fé að láni utan lands til starfsemi sinnar, gegn loforði um að endurgreiða lánsféð af verði síldarinnar, þegar sala til að það þurfi ekki í byrjun búskaparins að reisa sér burðar- ás um öxl og komast í skuldir, sem þjaka þvi stöðugt síðan. Slík hjálp er engin ölmusa og engin þarf að óttast að hún leiði til iðjuleysis og leti. Með því ger- ir þjóðfélagið sér sjálfu mestan greiðan og hjálpar stétt, sem getur verið sterk og frjáls, til að búa við heilbrigð starfsskil- yrði. hennar færi fram. Ef gjaldeyr- is- og innflutningsnefnd hefði synjað um leyfi til slíkra við- skipta, má gera ráð fyrir, að það hefði hindrað framkvæmd- ir margra af þeim, sem hafa starfað að síldarverkun og síld- arsölu, og óvíst hvort aðrir hefðu tekið að sér verkefni þeirra. Áður hefir verið skýrt frá því, að auk þeirra fjárhæða, sem Sambandið notaði til að borga með innfluttar vörur, afhenti það íslenzkum bönkum um 4y2 milj. króna í erlendum gjald- eyri á síðastliðnu ári. í fyrra hluta þessarar greinar,.þar sem skýrt er frá þessu, hefir mis- prentazt að S. í. S. hafi afhent bönkunum 4—5 miljónir króna í „íslenzkum gjaldeyri" en á vitanlega að vera „erlendum gjaldeyri“. Þessi upphæð mun vera um 40% af því fé, sem Sambandið fékk fyrir útfluttar afurðir árið 1938, og þar sem svo stór hluti af gjaldeyri þess fer til að mæta þörfum ann- arra, þ. á m. til að borga vörur, sem kaupmennirnir flytja til landsins, geta allir séð, að S. í. S. er veitandi en ekki þiggj- andi í þessum efnum. Að nokkru leyti stafar þetta af því, að Sambandið hefir fengið of lítinn innflutning á ýmsum vörum, eins og áður er að vikið. Sennilega hafa kaupmennirn- ir ekki gert sér þetta ljóst, og þess vegna bera þeir fram ó- sanngjarnar kröfur um að fá í sínar hendur enn meira af gjaldeyri sambandsfélaganna. Um mörg undanfarin ár hefir S. í. S. haft rekstrarlán hjá er- lendum bönkum. Þessi banka- lán hafa verið endurgreidd af andvirði útfluttra afurða. Ekki myndi auðveldara fyrir íslenzku bankana að fullnægja gjaldeyr- isþörfum kaupmannanna þó að komið væri í veg fyrir, að Sam- bandið gæti haft slík viðskipti við banka í öðrum löndum. Þrátt fyrir mikinn niðurskurð á innflutningi ýmsra vöruteg- unda undanfarin ár, hefir oft komið fyrir að bankarnir hafa ekki getað afhent erlendan gjaldeyri á réttum gjalddögum gegn öllum þeim gjaldeyrisleyf- um, sem viðskiptamenn þeirra hafa haft í höndum. Þetta hefir að sjálfsögðu valdið óþægind- um, og má réttilega halda því fram, að gjaldeyris- og inn- flutningsnefnd eigi ekki að gefa út meiri ávísanir á erlendan gjaldeyri heldur en vissa sé fyrir að hægt sé að fullnægja. En nefndin hefir þá afsökun, aö mjög erfitt er að gera áætlanir fyrirfram um magn og verð- mæti útflutningsframleiðslunn- ar, og meðan hagur innflytj- enda og bankanna er þannig, að þeir geta ekki greitt innfluttar vörur við móttöku, er sú hætta alltaf yfirvofandi að fé skorti til greiðslu á réttum tíma. IV. Áhrif stríð’sins. Vegna þeirrar styrjaldar, sem nýlega er hafin hér í álfunni, og sem vel má búast við að standi lengi, er allt í meiri óvissu en áður um viðskiptin við önnur lönd. Enginn veit hvort hægt verður að ná í þær nauð- synjar til framleiðslunnar, sem landbúnaður og sjávarútvegur þarfnast, og allt er óvíst um af- urðasöluna. Sérstaklega má gera ráð fyrir erfiðleikum í sambandi við vöruflutninga milli landa. En þar sem útflutn- ingsvörur landsmanna eru aðal- lega matvæli og aðrar nauð- synjar, er þess að vænta, að markaðir fyrir þær lokist ekki, ef hægt verður að koma vörun- um til þeirra, er vilja kaupa. Fastlega má gera ráð fyrir að dragi úr fiskveiðum ófriðar- þjóðanna meðan stríðið stend- ur, bæði hér við land og annars- staðar. Gæti það leitt til þess að meiri fiskur aflaðist á íslenzk skip, og að auðveldara yrði að selja þá vöru heldur en verið hefir síðustu árin. Ein af afleiðingum ófriðarins er sú, að margar gamlar við- skiptaleiðir lokast, svo að leita þarf til nýrra staða til kaupa á erlendum varningi og sölu á ís- lenzkum afurðum. Um leið má búast við að fækki tækifærum til þess að fá vörur með gjald- fresti, og á það sérstaklega við um nauðsynlegustu vörurnar. Það er því mjög áríðandi, að reynt verði að tryggja, að sá er- lendi gjaldeyrir, sem þjóðin hefir yfir að ráða á hverjum tíma, verði fyrst og fremst not- aður til kaupa á brýnustu nauð- synjum. Er það furðulegt, að blöð Sjálfstæðismanna og tíma- rit kaupmanna skuli heimta af- nám innflutningshaftanna nú, þegar þeirra er jafnvel meiri þörf en nokkru sinni áður. í greinum um afnám inn- flutningshaftanna hafa kaup- mennirnir lagt áherzlu á, að vegna viðskiptaerfiðleika af völdum ófriðarins, sé mjög þýð- ingarmikið að þeir, sem vilja kaupa nauðsynjar til landsins, hafi sem frjálsastar hendur og þurfi ekki að vera háðir af- skiptum gjaldeyris- og inn- flutningsnefndar. Þeir, sem þannig skrifa, virðast hafa gleymt því í svipinn, að ýmsar helztu nauðsynjavörutegiundir er nú heimilt að flytja til landsins án leyfis nefndarinn- ar, svo sem nauðsynlegustu kornvörur, kol, salt, olíu o. fl. og geta því kaupsýslumenn tekið sér fyrir hendur að út- vega þessar vörur, hvenær sem tækifæri bjóðast. Er undarlegt að þeim skuli sjást yfir þetta, þar sem þessir sömu menn töldu það mikils virði þegar sú ákvörðun var tekin, að leyfa frjálsan innflutning á þessum vörum. Eins og áður hefir verið að vikið, getur vel svo farið, að Öhjákvæmilegt verði að auka opinber afskipti af verzlun landsmanna vegna ófriðarins. Kaupmennirnir halda því hins- vegar fram, að engin þörf sé lengur fyrir starfsemi gjald- eyris- og innflutningsnefndar, því að vel megi banna alger- lega kaup á einstökum vöru- tegundum, en gefa innflutn- inginn frjálsan að öðru leyti. Þessi kenning er röng, því að margar vörutegundir eru þess eðlis, að erfitt er að vera án þeirra með öllu, þó að hægt sé að minnka notkun þeirra, og því er sú leið ein fær, að tak- marka kaup á slíkum vörum með innflutningshöftum, eins og gert hefir verið að undan- förnu. Þess er vitanlega enginn kostur að reikna út áhrif styrj- aldarinnar á viðskipti og fjár- hagsafkomu íslenzku (þjóðar- innar, því að framtíðin öll er þoku hulin og ekki hægt að vita hvernig útsýnin verður af næsta leiti. En sem betur fer virðist nú almennt viðurkennd nauðsyn þess að auka notkun íslenzkra afurða og spara kaup á útlendum vörum svo sem mögulegt er, enda mun sú leið verða farsælust til bjargar í þeim erfiðleikum, sem kunna að bíða þjóðarinnar á næstu tím- um. ONNUR ATHU GASEMD Vegna athugasemdar Krist- jáns Bergssonar í 113. tbl. Tím- ans, 30. f. m., viðvíkjandi af- skiptum „síldarverksmiðju- nefndar“ af Raufarhafnarverk- smiðjunni, þykir mér ástæða til að benda á eftirfarandi: 1. Til þess að sýna afskipti mín og áhuga viðvíkjandi Rauf- arhafnarverksmiðjunni, vitn- ar Kr. B. í nefndarálit dags. 7. maí 1934, sem ég undirskrif- aði ásamt þremur öðrum nefndarmönnum (nafn Sveins Benediktssonar hefir fallið úr undirskriftinni) og fjallar um stað fyrir „nýja síldarverk- smiðju“. En hann þegir alger- lega um nefndarálit dags. 17. apríl 1934, sem ég stóð að ásamt tveimur öðrum nefndarmönn- um, þar sem lagt var til að Raufarhafnarverksmiðj an yrði keypt. Með því að taka þannig upp tillögur þess nefndarálits, sem ekki fjallar um Raufar- Lo ð s kinnaverzhmin í hættu Á undanförnum árum hefir Jón Árnason framkvæmdar- stjóri, nálega einn af löndum sínum, varað við of mikilli bjartsýni um framtíð loðdýra- ræktunarinnar. Hann hefir ver- ið mjög mótfallinn því, að bændum væru gefnar ýktar og áróðurskenndar fregnir um af- komu refabúanna og framtíð- arskilyrði þeirra. Hann hefir talið, að þróun refaeldis á ís- landi yrði að vera hægfara og studd við reynslu landsmanna sjálfra. Norðmenn hafa byrjað fyrr en íslendingar á loðdýrarækt, og virtist fordæmi þeirra að mörgu leyti vera hvetjandi fyr- ir íslendinga. En nú kveður við annan tón eftir nýjustu fregn- um frá Noregi. í blaðinu Dags- posten frá 18. september, er samtal við formanninn í silfur- refafélagi Noregs. Segir hann útlitið hið versta með þessa at- vinnugrein í Noregi. Hann tel- ur tapaða markaðina í Pól- landi, Þýzkalandi, Frakklandi og Englandi. Hann telur Norð- menn muni reyna að koma meira en áður af skinnum á markað í Norður- og Suður- Ameríku, en það mun nú skárst. Að dómi þessa forgöngu- manns í refaeldi Norðmanna, er við því búið, að í haust verði að drepa mikið af refastofnin- um, og geyma skinnin. En það sé aftur áhættumikið, því að i Noregi sé engin reynsla um það, hversu geyma skuli skinn- in missirum og árum saman. Að lokum telur hann, að líkur séu til, að silfurrefaeigendur verði að biðja norska ríkið um allt að 10 miljóna styrk, til að bjarga atvinnuvegi þessum frá algerðu hruni. Mér hefir þótt rétt að segja frá aðalefni greinar þessarar, bæði til að benda á, að vel má svo fara að íslenzkir loðdýra- eigendur lendi í miklum vanda með skinnasölu á næstu miss- irum, og þá ekki síður hitt, að mjög sé varhugavert að eggja menn á að stofna ný refabú, meðan ekki raknar fram úr meir en orðið er. En fyrir refa- eigendur verður full ástæða til að reka bú sín með mikilli gætni um tilkostnað og vera viðbúnir að geyma nokkuð af skinnum ■ missirum og árum saman. J. J. hafnarverksmiðjuna, en geta hins að engu, segir Kr. B. að sjáist „bezt afstaða nefndar- manna til málsins“. Slíkar að- ferðir mega, sem betur fer, heita eins dæmi. 2. Kr. B. barðist harðvítug- (Framh. á 4. síSu) BandalagÞjóðverjaogRússa Fáir atburðir hafa komið al- menningi meira óvart en bandalag Þjóðverja og Rússa. Höfuðástæðan til þess er sú, að yfirlýsingar forráðamanna þessara ríkja um óbrúanlegt bil milli nazismans og kom- múnismans hafa glapið mönn- um sýn og komið þeim til að gleyma mörgum þýðingarmikl- um staðreyndum. Það hefði t. d. alveg átt að geta nægt mönnum til að glepj- ast ekki á þessum yfirlýsingum, að gera sér ljósa þá staðreynd, að starfsaðferðir beggja stefn- anna byggjast á sama aðallög- málinu: Tilgangurinn helgar meðalið. Báðar telja það ekki aðeins réttlætanlegt heldur beina skyldu, að bregðast yfir- lýsingum, rjúfa samninga og beita ofbeldi, ef það greiðir á einhvern hátt fyrir framgangi stefnunnar. Þegar við þetta bættist, að mörg skilyrði voru til þess, að ríki þessi gátu haft sameigin- legra hagsmuna að gæta og náin samvinna hafði verið milli þeirra fyrstu árin eftir heims- styrjöldina, var það ranglega ályktað, að telja samvinnu milli þeirra óhugsandi, sökum framangreindra yfirlýsinga for- ráðamanna þeirra. Það virðist ftullkomlega af- sökunarvert fyrir óbreyttan al- menning, þótt hann hafi látið þessar yfirlýsingar villa sér sýn, þar sem þaulreyndir stjórnmálamenn, sem auðveld- ast hafa átt að fylgjast með málum, eins og leiðtogar Breta, hafa ekki síður látið sér skjátl- ast í þessum efnum. í eftirfarandi greinarköflum verður getið nokkurra atriða, sem ásamt fleirum mynda að- draganda hinnar nýbyrjuðu samvinnu Þjóðverja og Rússa. Það er rétt, að Kynþátta- baráttan g e g n kenning kommúnisma er nazismans. eitt helzta mark- mið nazismans. Hinsvegar væri rangt að telja það aðalatriði hans. Ef nefna ætti eitthvað sérstakt aðalat- riði nazismans, væri það kyn- þáttakenningin. Hún er í stuttu máli sú, að Germanir sé full- komnasti kynþáttur jarðar- innar og það myndi tryggja mesta farsæld í heiminum, ef aðrir kynþættir lytu stjórn þeirra. Þar sem Þjóðverjar séu helzta þjóð germanska kyn- stofnsins, beri þeim forystan í því, að koma þessari skipun á heimsmálin. Undirstaða þess- arar baráttu sé því samstilt og voldugt þýzkt ríki. Um það skal ekki dæmt hér, hvort þetta er bjargföst sann- færing forráðamanna nazista eða hvort þetta er aðeins við- leitni til að búa heimsveldis- draum Þjóðverja áferðarfallegri búning. í bók sinni Fyrirætlanir ,Mein Kampf', Hitlers í sem orðin er „Mein Kampf“. einskonar bib- lía nazismans, víkur Hitler ítarlega að því, hvernig Þjóðverjar hefðu átt að vinna að því markmiði fyrir heimsstyrjöldina, að auka veldi sitt. Þótt þær ráðagerðir hans hafi fyrst og fremst miðazt við þann tíma, hafa þær ekki síður getað samrýmst kringumstæð- unum síðan Hitler kom til valda. Hitler segir, að Þjóðverjar hafi átt tvo möguleika til að efla veldi sitt, en báðir hafi verið látnir ónotaðir. Fyrri möguleikinn var sá, að reyna að vinna land í Evrópu á kostnað Rússa og er augljóst að Hitler telur þessa leiðina langt- um æskilegri. En hann tekur það mjög greinilega fram, að slíkir landvinningar séu óhugs- andi, án góðrar samvinnu við Englendinga, sem hindraði á- rásir á Þjóðverja að vestan, meðan þeir færu sínu fram í Austur-Evrópu. Seinni möguleikinn var sá, að reyna að ná undir Þýzka- land nýlendum í öðrum heims- álfum og auka hlutdeild þe§s í heimsverzluninni. Þessa leið telur Hitler ekki nærri eins heppilega og hina. „En hafi aðeins verið hægt“, segir Hitler ennfremur, „að framfylgja evrópiskri land- vinningastefnu, sem beindist gegn Rússlandi, með aðstoð Englands, þá var nýlendu- og heimsverzlunarstefna, sem beindist gegn Englandi, ófram- kvæmanleg nema með aðstoð Rússlands . . . Þegar einu sinni var búið að taka þá ákvörðun, að fylgja ný- lendu- og heimsverzlunarstefn- unni, var ekki lengur minnsta ástæða til styrjaldar við Rúss- land. Aðeins féndur beggja ríkj- anna gátu notið góðs af slíkri styrjöld“. Eins og kunnugt er, valdi þýzka keisarastjórnin síðari leiðina. En keisarinn reyndi að framkvæma hana með aðstoð Austurríkis—Ungverj alands, en af því leiddi fjandskap við Rússa. Þess vegna var hún að dómi Hitlers fyrirfram dæmd til þess að misheppnast. Margt bendir til Stefna Hitl- þess, að Hitler ers eftir hafi eftir valda- valdatökuna. töku sína ætlað að freista þess, að ná vináttu Englandinga í því augnamiði, að hafa frjáls- ar hendur í Austur-Evrópu. Þessu til sönnunar má nefna ensk-þýzka flotamálasamning- inn, sem gerður var 1935, en með honum viðurkenndu Þjóð- verjar raunverulega yfirráð Breta á hafinu. Slíkan samning myndi Hitler tæpast hafa gert, ef hann hefði ekki ætlazt til að fá veruleg fríðindi í staðinn. Þá gerði hann um skeið helzta ráðunaut sinn í utanríkismál- um, von Ribbentrop, að sendi- herra Þjóðverja í London. Vafa- laust hefir Hitler ætlað Rib- bentrop það hlutverk að skapa nánari samvinnu Breta og Þjóðverja. Jafnhliða þessu stofnaði Hit- ler andkommúrfistiska banda- lagið og lét mjög ófriðlega í garð Rússa. Með því var raun- verulega lýst yfir því áformi hans, að brjóta Þýzkalandi leið austur á bóginn. En þótt Hitler leit- Skoðun aði þannig eftir sam- Stephen vinnu Breta, lokaði Roberts hann aldrei mögu- 1937. leikanum til sam- komulags við Rússa. Meðan ekki dró saman með honum og Englendingum, lét hann halda nýlendukröfunum til streitu og gat því, þegar hon- um þóknaðist, tekið upp utan- ríkismálastefnu Vilhjálms keis- ara, sem beindist gegn Eng- lendingum, en féll saman við hagsmuni Rússa. Ástralski prófessorinn, Step- hen Roberts, sem dvaldi í Þýzkalandi fyrra hluta ársins 1937 og ritaði síðan einhverja fróðlegustu bókina, sem skrif- uð hefir verið um Hitler-Þýzka- land (The house that Hitler built), sá þennan möguleika. í sérstökum kafla, sem hann skrifar um sambúð Þjóðverja og Rússa, rekur hann fyrst hina stóryrtu baráttu Hitlers gegn Sovét-Rússlandi, en bendir þar- næst á þá staðreynd, að við- skipti landanna hafi blómgast seinustu árin. Síðan segir hann: „Margir segja, að þýzkir her- foringjar líti hinn nýja rúss- neska her með velþóknun og telji, að þýzk-rússneskt banda-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.