Tíminn - 10.10.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.10.1939, Blaðsíða 3
117. blað TtMBVIV, þrlðjndajginn 10. okt. 1939 467 A IV IV A L L lljúskapiir. Hinn 21. fyxri mánaðar voru gefin saman í hjónaband að Holti í Önundarfirði af séra Jóni Ólafssyni sóknarpresti þar Guðrún kennslukona Jónsdóttir frá Stóradal, Jónssonar, og Hjörtur Hjartar kaupfélags- stjóri á Flateyri. Afmæli. Guðrún Hafliðadóttir á Strandseljum við ísafjarðar- djúp varð sextug 1. október. Þar byrjuðu þau búskap fyrir fjórum áratugum, hún og mað- ur hennar, Ólafur Þórðarson. Jörðin var lítil, grýtt og illa ræktuð, húsakynni léleg, en efni engin. Bóndinn stundaði sjó og land af miklum dugnaði og smám saman stækkaði bú- ið og greiddist úr um efnahag- inn. Börnin fæddust, stækkuðu og hjálpuðu til að yrkja jörðina og nytja gæði hafsins. Hjónin á Strandseljum unnu baki brotnu fyrir framtíð og gengi barna sinna og þeim varð vel ágengt. En um haustið 1934 dró ský fyrir sólu. Bóndinn hafði lengi átt við vanheilsu að stríða, sem nú dró hann til dauða. Nú stóð húsfreyjan ein eftir, en börnin voru komin á fullorð- insaldur og öll hin mannvæn- legustu. Þeim hafði orðið níu barna auðið, en tvö þeirra dóu í æsku. Hin sjö eru: Guðrún húsfreyja í Unaðsdal, Hafliði bóndi á Garðsstöðum, Þórður sjómaður í Ögurvík, Sólveig húsfreyja á ísafirði, Árni bóndi á Strandseljum, Kjartan verzl- unarmaður við Kaupfélag Ár- nesinga og yngsti sonurinn, Friðfinnur, er stundar nám við viðskiptaháskóla íslands. Auk þess hafa þau alið upp 3 fóst- urbörn. — Af þessu geta menn séð, að starf þessara hjóna á þessu litla býli hefir ekki ver- ið árangurslaust. Starf Guðrúnar hefir verið ó- venju mikið, en dugnaður henn- ar og andlegir hæfileikar eru líka óvenju miklir. — Hún er ein af þessum konum, sem lítið ber á, en vinna sitt mikla og göfuga starf, hlé- drægar og hljóðar. Það er aldrei blásið í básúnur fyrir þeim, nöfn þeirra prýða ekki dálka blaðanna, en þrátt fyrir það leggja þær grundvöllinn að framtíð og giftu þjóðarinnar. Nú leikur haustgolan um vanga og lokka húsfreyjunnar á Strandseljum. Lokkarnir eru farnir að grána, og brá hennar að blikna, — en ennþá er hún ung í anda, bjartsýn og bros- mild, eins og hún var fyrir 40 árum. Erfiðum hluta langs vinnudags er lokið. Vinur. lag myndi gera þessum tveim- ur löndum mögulegt að stjórna heiminum. Þeir bera mikla virð- ingu fyrir Rússum, en hafa ekkert traust til ítala. Auk þess eru þeim herferðir um mýrar- flæmi Austur-Evrópu lítið til- hlökkunarefni. Sökum framangreindra á- stæðna er það ljóst, að það er engan veginn réttmæt skoðun, að núverandi fjandskapur milli þessara landa mundi haldast til frambúðar. Einræðisherra, sem ræður yfir öllum áróðurstækj- um þjóðfélagsins, getur leyft sér hin víðtækustu skoðana- skipti. Hitler getur sýnt fram á hina viðskiptalegu og stjórn- málalegu afstöðu til Rússlands og tilkynnt Þjóðverjum, þegar honum býður svo að horfa, að rússneska stjórnin viðurkenni ekki lengur kommúnistaflokk- inn í Þýzkalandi. Með því að benda á hlunnindi slíkrar sam- vinnu og hætta hinni spillandi áróðursstarfsemi, gæti Hitler fært þessar þjóðir nær hvor annarri og jafnvel túlkað það sem stjórnmálalegan sigur, að hafa fjarlægt Rússland frá Frakklandi og Tékkóslóvakíu. Sagan sýnir margar langtum mikilvægari stefnubreytingar i alþjóðamálum og Hitler hefir enn ekki bundið sig svo fastan við einhverja ákveðna stefnu í utanríkismálum, að honum séu allar aðrar leiðir lokaðar". B Æ K IJ R 16 0 fiskréttir, eftir Helgu Sigurðardóttur. 106 bls. Verð 3 kr. heft. Mámikeið fyrir eftirlitsmenn fóðurbirgða- og nautgriparæktarfélaga heldur Búnaðarfélag íslands í haust. Námskeiðið verður haldið í Reykjavík og hefst mánudaginn 12. nóvember. Búnaðarfélagið greiðir þeim þátttakendum, sem fóður- birgðafélög eða nautgriparæktarfélög senda á námskeiðið, 3 kr. Bifreiðasmiðja vor liefir nú tekið til starfa af fullum krafti. Tökum að oss viðgerðir á Þessi bók kemur í góðar þarf- ir nú á þessum timum, þegar nauðsyn ber til að lifa sem mest á innlendri fæðu. Bókin byrjar á því að tala um það, hvernig matreiða skuli síld, og leggur áherzlu á það, að neyta hennar sem mest, án þess að sjóða hana, sem er lika að öllu leyti ákjósanlegt. Bókin segir frá 18 síldarréttum og helmingurinn eru leiðbeiningar um kryddun og söltun síldar, sem borðuð er hrá. Sú meðferð mun öllum falla bezt, sem vanir eru að neyta síldar. Öðru máli er að gegna með nýja síld. Hana verður að steikja eða sjóða. En það má telja frekar fágætt, að ný síld sé á boðstólum, nema á síldarstöðvunum yfir sumarið. Söltuð síld þyrfti helzt að vera á hverju heimili. Það er holl, nærandi og ódýr fæða. Þar næst eru í bókinni 13 upp- skriftir af þorskréttum. Þeir, sem afla mikið af þorski verða jafnan leiðir á því að neyta hans ávallt í sama formi, og ætti fyr- irsögn þessara 13 rétta að geta hjálpað margri húsfreyjunni með það að hafa tilbreytingu í matreiðslu þorsksins. Siðan koma 8 fyrirsagnir um meðferð hrogna. Er ekki van- þörf á því, að vekja eftirtekt á þeim og verðmæti þeirra. Þau eru auðug af C vitamin efnum, og ættu því að verða mikið eft- irsótt fæða, þvert á móti því, sem á sér stað í raun og veru, því allflestir munu frekar sneiða hjá þeim. En ég gæti bú- izt við því, væri meðferð þeirra á þann veg, sem ungfrú Helga seg- ir fyrir, mundi útkoman geta orðið önnur en almennt gerist. Ekki gleymir höfundurinn að minnast á kverksigina úr fisk- inum, „gellurnar“. Þær þykja venjulega ekki lystugar, en allt verður þetta að fínum réttum men hennar fyrirsögnum. Sund- maganum eru gerð góð skil, og hefir bókin þrjár fyrirsagnir um meðferð hans. Þá kemur ýsan okkar ágæta, matreidd á sjö vegu. Höfunaur- inn hvetur til þess að borða með henni njóla- og spínatjafning og ennfremur söl. Má það í fyllsta máta teljast innlend fæða. Saltfiski og reyktum fiski er einnig gerð góð skil. Mættu þó vera fleiri fyrirsagnir um salt- fiskinn, því mikið mun hann notaður um allt land, en þær eru aðeins sex. Hér má finna fyrirsagnir um meðferð á heilagfiski, rauð- maga, upsa og áli, laxi og sil- ung, hverja fisktegund, sem fyr- Hinsvegar munu Önnur skoö'un enskir stjórn- enskra stjórn- málamenn hafa málamanna. yfirleitt verið á annarri skoðun. Þeir hafa talið, að Hitler væri ómögulegt, sökum áróðurs síns gegn kommúnismanum, að gera bandalag við Rússa, og Stalin væri, sökum áróðurs síns gegn nazismanum, ógerlegt að semja við Þjóðverja. Þess vegna hafa þeir flestir litið á Rússa sem sjálfsagðan bandamann gegn Þýzkalandi, sem þeir vildu þó ógjarnan hafa samneyti við, nema brýn nauð- syn krefði. Sú ásökun á hendur enskum stjórnmálamönnum, að þeir hafi reynt að hleypa Þjóðverj- um austur á bóginn, er alger- lega röng. Þeir létu Tékkósló- vakíu af hendi, sökum þess, að England var þá ekki viðbúið styrjöld. En hefðu þeir viljað sleppa Þjóðverjum í austurátt, var þeim það áreiðanlega í lófa lagið. Hitler myndi þá hafa strax verið fús til samninga. Það, sem fyrir þeim hefir vak- að, var að kyrrsetja Þjóðverja bæði að austan og vestan. Það var Þjóðverjum fyrst ljóst, þegar England og Frakkland lofuðu Pólverjum og Rúmenum aðstoð síðastliðinn vetur. Hitler sá þá, að sú stefna hans, að „fylgja evrópiskri landvinn- ingastefnu með aðstoð Eng- lendinga“, var fullkomlega mis- heppnuð. Hann átti þá síðari í dagpeninga meðan námskeiðið stendur yfir, og þeim sem lengst eiga að, einhvern ferðastyrk. Umsóknir sendist BúnadarSélagi íslands fyrir lok októbermán. Garnir. BIFREIÐITM, TRAKTORIJM, FISKIB ÍTA- MÓTORIJM, og allskonar verkfærnm. Rennismíði - eldsmídi - brætt í legur Rcimdar og slípaðar cylinderblokkir. Abyggi- leg vinna. Fljót afgreiðsla. — Verkstjóri bif- reiðasmiðjunnar er hinn góðkunni bifreiða- viðgerðamaður IVICOLAI ÞORSTFEVSSOIV. Kaupiélag Árnesinga. Fins og að undanförnu erai vel verkaðar garnir úr heimaslátruðu fé kcyptar í Garna- stöðinni í Reykjavík. Greiðsla við móttöku. Meðferð garnanna. Þegar görnin er rakin, er náð í báða endana (slitið frá vinstr- inni og langanum) og görnin rakin tvöföld ofan f ílát með vatni í. Þá er gorið strokið úr görninni (tvöfaldri, jafnþættri) og hún um leið gerð upp í hespum um eitt fet á lengd og brugðið utan um (eitt bragð), með báðum endunum eða lykkjunni. Sfðan er salti nuddað inn í hverja' hespu og vel undir bragðið. Þá eru garnirn- ar lagðar niður í lagarhelt ílát og saltað vel í hvert lag. Ef ekki myndast svo mikill pækill, að fljóti yfir lagið, þá verður að láta vel sterkan pækil á garnirnar (24 gráðu). Þegar garnirnar eru sendar, má taka þær úr lagarhelda ílát- inu og senda í kassa. Slifnar garnir. Garnirnar má helzt ekki slíta. Þær gamir, sem slitna og eru í tvennu eða þrennu lagi, má hirða og láta spottana (2 eða 3) í sömu hespuna. Þær garnir, sem eru slitnar meira en í þrennt, eru ónýtar. Garnastöðín. - Sími 2441. Húðir og skinn. 1 Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar HÚÐIR og SKINN, sem falla til á heimilum þeirra, ættu þeir að biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessum vörum í verð. — SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA selur NAUTGRIPAHÚÐIR, HROSSHÚÐIR, KÁLFSKINN, LAMBSKINN og SELSKINN til útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUR TIL SÚTUNAR. — NAUTGRIPA- HÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KÁLFSKINN er bezt að salta, en gera verður það strax að lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinnunum, bæði úr holdrosa og hári, áður en saltað er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrum, borgar sig. — ir hendi er. Meðferð allra þess- ara fisktegunda má finna í þess- ari handhægu bók. Við lestur bókarinnar fannst mér ég vera auðugri af góðum mat en áður, og allt þjóðarbúið. Það er einkenni góðrar mat- reiðslukennslu, að húsmóðurinni finnst hún eiga meira en áður, eftir að hafa notið kennslunnar. Fróðleikurinn, sem þessi bók veitir, virðist mér vera á þann veg og mundi hún vera góð- ur gestur hvers heimilis á þeim tímum, sem nú fara í hönd. Hafi höfundurinn beztu þökk fyrir bókina. Jónína Sigurðardóttir Líndal. möguleikann eftir, að taka upp samvinnu við Rússa. Þá leið valdi hann. En allt bendir til þess, að Hitler hafi talið það verri kost- inn. í „hvítri bók“, sem enska stjórnin hefir gefið út um að- draganda styr j aldarinnar, er sagt að Hitler hafi 28. ágúst síðastliðinn látið í ljós við Henderson, sendiherra Breta í Berlín, ósk um að semja við Breta og sagt, að samningur hans við Sovét-Rússland væri Bretum sjálfum að kenna, en fyrst þeir hefðu neytt sig til að taka þá stefnu, myndi hann gera bandalag við Rússa til langs tíma. Þegar Chamberlain Ótti Lloyd tilkynnti enska George. þinginu, að Bret- land hefði tekið á- byrgð á landamærum Póllands, lét þingheimur allur, jafnt stjórnarsinnar og stjórnarand- stæðingar, ánægju í ljós. Blöð- in lýstu einnig eindregnu sam- þykki sinu. Aðeins einn maður, sem nokk- ur gaumur var gefinn, gagn- rýndi þessa ákvörðun stjórnar- innar. Það var Lloyd George, sigur- vegarinn í seinustu heimsstyrj- öld. Hann sagði, að Bretar hefðu ekki átt að taka á sig slíka skuldbindingu á undan Rúss- um. Hjá Lloyd George kom fram (Framh. á 4. síSu) Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Mðursuðnverksmiðja. - Bjúgnagerð. Rcykbús. — Frystlbús. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niðursoðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútíma- kröfum. Egg frá Eggjasölusamlagi Reykjavíkur. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. 284 William McLeod. Raine: hvor yfir annan, unz þeir stönzuðu á nokkrum runnum. Mosby var undir, en honum tókst brátt að ná andanum, svo hann gat gef- ið skipun: — Hypjaðu þig ofan af mér, Texas- búi! — Rétt strax, sagði Taylor og glotti, en leit svo upp og kallaði til stúlkunn- ar. — Ertu meiddur? kallaði Molly um leið og hún kom til þeirra. — Ekki alvarlega, svaraði fanginn glaðlega. — Getur þú náð í byssuna hans? Skotið gæti hlaupið úr henni og meitt hann. Mosby brauzt um á hæl og hnakka til þess að ná byssunni, en hann gat aðeins fundið til skeftisins með góm- . unum, en ekki náð að halda því. Hand- leggir fangans klemmdu svo fast að síðum hans, að hann gat ekki hreyft hendurnar. Hann brauzt um eins og hann gat. Hann skyldi sannarlega hindra vélabrögð þessa náunga, ef hann aðeins gæti komið hægri hendinni þrem þumlungum neðar og náð til byssunnar. Taylor beindi þunganum á vinstri hlið- ina, svo hann hvíldi á handleggnum, sem var að teygja sig í byssuna. — Kom þú ekki of nálægt, kallaði hann til Molly. — Bíddu! Flóttamaöurinn frá Texas 281 hefir ónáðað okkur, ef við getum. Þau lögðu af stað upp skoruna, Molly á undan, síðan handjárnaði maðurinn og Mosby rak lestina. Leiðin var klett- ótt, brött og skógi vaxin. Stundum varð Molly að brjótast áfram milli runn- anna. — Haldið áfram, skipaði litli maður- inn. — Þegar ég get, sagði stúlkan. — Þetta er erfitt yfirferðar. Þú vildir kannske fara á undan, ef þú heldur að þér gangi betur? — Nei, nei. Ég er ekkert að kvarta, þér gengur vel. Nú heyrðu þau skot, og svo tvö eða þrjú önnur, með nokkru millibili. Tay- lor heyrðist síðari skothvellirnir tveir koma úr meiri fjarlægð. Hann var fullviss um þetta þegar þau heyrðu eitt skotið enn. Einhver var á flótta. Molly leit á fangann til trausts. — Þeir eru að berjast, sagði hún. — Pabbi og Bob eru þar sennilega. — Ekkert að óttast, svaraði fanginn. — Þeir eru ríðandi og gætu eytt miklu blýi án þess að nokkur meiddist. — Ég geri ráð fyrir að Clem og Brad séu að beina þeim burtu. Þeir koma bráðum og ná okkur, strákarnir, sagði Mosby. — Nema þú farir með okkur til Tin-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.