Tíminn - 17.10.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.10.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: \ FRAMSÓKN ARtTiOKKURINN. \ RITSTJ ÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNIIEIMTA OG A UGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 Sím! 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Símar 3S48 og 3720. D. \ 23. árg. Rcykjavík, þriðjudagiim 17. okt. 1939 120. blað Framkvæmd inn- flutningshaftanna Þau rangindi verða að hverfa úr sögunni að kaupiélögín þurfi að kaupa vötur af heildsölum til að fullnægja þörfum fé- lagsmanna sínna íhaldsblöðin hafa í skrif- um sínum um innflutnings- liöftin seinustu daga beitt margvíslegum blekkingum eins og þeirra er vandi. Þyk- ir sérstök ástæða til að vekja athygli á einni þeirra, þar sem hún varpar skýru ljósi yfir misrétti, sem kaupfélög- in hafa verið beitt. íhaldsblöðin hafa í fyrsta lagi haldið því fram, að höfðatölu- reglan væri röng. Hefir þeim fullyrðingum verið hrundið svo oft hér í blaðinu, að ekki þykir þörf að gera þao' einu sinni enn, enda reyna blöðin ekki að sanna þessa kenningu sína með rök- um. í öðru lagi hafa blöðin haldið því fram, að ekki væri rétt að fara eingöngu eftir höfðatölureglunni, þar sem í kaupfélögunum væri aðallega sveitafólk, sem notaði miklu minna af ýmsum varningi en kaupstaðabúar. Þessi fullyrðing íhaldsblað- anna sýnir bezt, að þau eru ger- samlega ófróð um það skipulag, sem þau eru að reyna að níða piður, Til þessara mismunandi yerzlunarþarfa landsmanna hefir verið tekið fullt tillit við úthlutun innflutningsleyfanna, jafníramt höfðatölureglunni. Hefir þetta sjónarmið verið meiru ráðandi en sanngjarnt getur talizt, eins og gleggst má marka á eftirfarandi stað- reyndum: í árslok 1938 voru 11,500 fé- lagsmenn í sambandsfélögunum, að undanskildu Sláturfélagi Skagfirðinga, Sláturfélagi Hún- vetninga og Kaupfélagi Reykja- víkur, sem gekk í S.Í.S. á árinu. Þar sem félagsmenn þessir eru yfirleitt heimilisfeður, má gera ráð fyrir, að hver félagsmaður hafi 4 menn á framfæri. Verð- ur þá tala félagsmanna og skyldullðs þeirra 45 þús. manns eða rúmlega 38% af öllu lands- fólkinu. Kossiíog-ín til stúdentaráðs Á laugardaginn síðastliðinn fóru fram kosningar til stú- dentaráðs háskólans. Var kosið um þrjá lista, er félag frjáls- lyndra stúdenta, félag róttækra stúdenta og félag lýðræðissinn- aðra stúdenta stóðu að. Hið sið- astnefnda félag er skipað sjálf- stæðismönnum og naut það stuðnings nazista við stúdenta- ráðskosninguna. Úrslit kosninganna urðu þau, að kosningu náðu tveir menn af lista frjálslyndra stúdenta með 56 atkvæðum, tveir af lista rót- tækra stúdenta með 49 atkvæð- um og fimm af lista sjálfstæð- ismanna og nazista, er hlaut 101 atkvæöi. Þetta er í fyrsta skipti i sögu stúdentaráðskosninganna, sem sjálfstæðismenn og nazistar innan háskólans í sameiningu hljóta ekki meira hluta atkvæð- anna. Fyrir Framsóknarmenn eru úrslit atkvæðagreiðslunnar mjög ánægjuleg, þar eð þeir mynda félag frjálslyndra stú- denta að meginþræði. En eins og kunnugt er var það stofnað á síðastliðnu vori og tók nú þátt í kosningunum í fyrsta skipti. Sala sambandsfélaganna á brýnustu nauðsynjavörum, sem litlum eða engum innflutnings- takmörkunum hafa verið háð- ar, virðast fullkomlega stað- festa framangreinda tölu um fjölda þess fólks, sem skiptir við kaupfélögin. Árið 1938 nam innflutningur sambandsfélag- anna 53% af öllu rúgmjöli, sem flutt var til landsins, 49% af hrísgrjónum, 45% af hafra- grjónum, 37% af molasykri, 34% af hveiti o. s. frv. Hinsvegar var innflutnings- leyfum þannig skipt milli sam- bandsfélaganna og annarra verzlana, að þau fengu ekki nema 22% af vefnaðarvöruleyf- unum, 25% af búsáhöldum og 27% af byggingarvörum. Var þessi ákvörðun gjaldeyrisnefnd- ar byggð á því, að verzlunarþröf landsmanna væri mismunandi eftir því, hvar þeir byggju, og því talið, að kaupfélögin þyrftu hlutfallslega minni innflutn- ings þessara vara, en félags- mannafjöldi þeirra og sala þeirra á brýnustu nauðsynja- vörum benti til. Niðurstaða þessa varð sú, að félögin fengu mun minna af þessum vörum, en þarfir félags- manna þeirra kröfðu, og urðu þau þess vegna að kaupa fram- angreindar vörur í allstórum stíl af heildsöium og einka- verzlunum til þess að geta full- nægt þörfum félagsmanna sinna. Sannleikurinn er þess vegna sá, að því hefir ekki verið sleppt að taka tillit til mismunandi verzlunarþarfa landsmanna eins og íhaldsblöðin fullyrða, heldur hefir þetta sjónarmið verið svo miklu ráðandi, að ranglega hef- (Framh. á 4. siöuJ Þýzkur kafbátur sökkti síðastl. föstudag enska orustuskipinu Royal Oak. Skipshöfnin var um 1200 manns og bjargaðist réttur þriðj- ungur herniar. Royal Oak var 29.150 smál. Það var smíðað 1914—16, en var endur- bætt fyrir 90 millj. kr, fyrir þremur árum. — Mynd sú, sem hér fylgir, var tekin af því síðastl. haust, er það flutti lík Maud drottningar til Noregs. Um síðustu áramót áttu Bretar 12 orustuskip. Stærst þeirra voru Rodney (33.900 smál.) og Nelson (33.500 smál.), smiðað á árunum 1922—27. Hin voru frá 29.150—31.100 smál. og voru smíðuð á árunum 1913—16, en hafa verið endurbætt síðan. Auk þessa höfðu Englendingar þá sjö orustuskip í smíðum, 35 þús. smál. hvert. Munu sum þeirra nú fullgerð. Orustuskip er stærsta gerð her- skipa. Stærsta skip enska flotans, Hood (42.100 smál.), smíðað 1918— 1920, er þó orustu-beitiskip. Um seinustu áramót áttu Banda- ríkin 15 orustuskip og 2 í smíðum, Japanir 9, Þýzkaland 5 og 4 í smíð- um, Frakkland 5 og 4 í smíðiun, Ítalía 4 og 4 f smfðum. Sátfmáli Rússa og Lítháa Lltháar Sá Vilna, en missa frelsið Fyrir nokkru síðan var und- irritaður í Moskva hernaðar- sáttmáli milli Rússa og Litháa. Samkvæmt honum er Rússum heimilt að hafa setulið í land- inu, þar sem þeir telja æskilegt. Er afleiðing þessa samnings því raunverulega sú, að Rússar geta ráðið því í landinu, sem þeim þóknast. í einskonar sárabætur fær Lithauen Vilnahéraðið, sem áð- ur laut Póllandi. En Rússum má vitanlega vera sama hvort það heyrir undir þá eða Lithauen að nafninu til, þar sem þeir geta eftir sem áður ráðið þar öllu því, sem þeir vilja. Lithauen er það Eystrasalts- ríkjanna, sem nánasta sambúð hefir haft við Rússa á undan- A. KROSSGOTUM Rafstöðin við Laxá tekin til starfa. — Nunnuklaustrið að Jófríðarstöðum. — íþróttasvæðið við Öskjuhlíð. — Verzlunin við útlönd. — Úr Skagafirði. Virkjun Laxár í Þingeyjarsýslu er nú að fullu lokið og var rafstraumi hleypt á til Akureyrarbæjar hinn 14. októbermánaðar. Voru bæjarfuiltrúar Akureyringa viðstaddir þá athöfn, á- samt bæjarstjóra, forstöðumanni raf- veitunnar á Akureyri og Jakobi Gísla- syni forstöðumanni rafmagnseftirlits ríkisins. Frá sjálfri hinni nýju rafveitu, aðdragandanum að henni og fram- kvæmdum öllum hefir áður verið greint i viðtali við Stein Steinsen bæjarstjóra á Akureyri, er birtist fyrir skömmu hér í blaðinu. f t r Fyrir fáum dögum var lokið við að reisa nokkurn hluta hins fyrirhugaða nunnuklausturs að Jófríðarstöðum í Hafnarfirði. Næsta hluta þess er ráð- gert að ljúka víð á vori komanda. Verður þá komin upp tveggja hæða bygging, sem alls er 247 fermetrar að flatarmáli og í eru 25 íbúðarherbergl. Kostnaður við þessa byggingu er á- ætlaður 100 þúsund kiónur. Alls á nunnuklaustrið að vera 1400 fermetrar að flatarmáli, fjórar álmur er lokast saman og opinn garður á milli. Alls mun klaustrið hafa til unii'áða einn hektara lands og verður það umgirt tveggja metra háum múr. Þrjár hol- lenzkar nunnur, sem eiga að setjast hér að, eru þegar komnar til lands- ins og hafast þær enn sem komið er við í kaþólska barnaskólanum í Hafn- arfirði. Nunnur þessar eru úr hópi svo- nefndra Karmel-systra, en þær láta byggja klaustrið. Suiman við Óskjuhlíðina við Reykja- vík hefir, sem kunnugt er, allstórt land- svæði verið ætlað til íþróttavalla og og fyrir leikvang. Á undanförnum ár- um hefir nokkuð verið unnið að fram- ræslu hínna fyrirhuguðu íþróttasvæða. Nú nýlega skrifaði stjóm íþróttasam- bandsins bæjarráði bréf, þar sem þess var farið á leit, að Reykjavíkurbær léti vinda að því bráðan bug, að brjóta þetta land. Tíminn hefir átt um þetta tal við Benedikt G. Waage, forseta 1- þróttasambandsins, og sagðist honum svo frá: — Það, sem fyrir stjórn í- þróttasambandsins vakir, er að stuðla að þvi að þetta land verði brotið og unnið i haust og er lienni það kappsmál að byrjað verði á því verki áður en tiðarfar spillist. Síðan hugsum við okk- ur, að landið verði mælt út og látið fé- lögunum í té. Þar eð hætt er við, að framkvæmdir farist fyrir um skeið, ef ekki verður hafizt handa bráðlega, viljum við fá úr því skorið sem allra fyrst, hvort bæjarstjórnin hyggst að sinna málaleitun okkar. — Bréf í- þróttasambandsstjórnarinnar var lagt fyrir bæjarráðsfund siðastliðinn föstu- dag og vísað til bæjarverkfræðings til athugunar. t t t Bráðabirgðaskýrsla hagstofunnar um útfluttar, íslenzkar afurðir í septem- bermánuði siðastliðnum sýnir, að alls hafa verið fluttar út vörur fyrir 6572 þúsundir króna. Á tímabili frá árs- byrjun til septemberloka liafa verið fluttar út vörur fyrir 39633 þúsundir kr. Hefir útflutningur þenna tíma árs- ins eigi orðið meiri um fjögurra ára skeið nema 1937. í fyrra var hann tæp- ar 37 milljónir. Af útflutningi þessa árs eru síldarafurðirnar langstærsti liður- inn. Saltsíld hefir verið flutt út fyrir 8453 þúsund krónur, síldarolía fyrir 4558 þúsund og síldarmjöl íyrir 3233 þúsund krónur. Aðrir stærstu liðírnir eru óverkaður saltfiskur fyrir 4857 þús- und, verkaður saltfiskur fyrir 3283 þús- und, ísfiskur fyrir 2203 þúsund, freð- flskur fyrir 1626 þúsund, lýsi fyrir 4962 þúsund, fiskimjöl fyrh' 1021 þúsund, ull fyrir 1098 þúsund og freðkjöt fyrir 972 þúsund krónur. Af útflutningslið- um, sem telja má til nýjunga hin síðustu ár, eru hvalafurðir fyrir 263 þúsundir kr., loðskinn fyrir 60 þúsund kr. og vikur fyrir 13 þúsund krónur. Innflutningur útlendra vara nemur orðið 44533 þúsund krónum á þessu ári og er það mun meira en verið hefir hin síðustu ár. t r r Samkvæmt fregn, er blaðinu hefir borizt úr Skagafirði, er slátrun þar að verða lokið. Hefir fé reynzt í vænzta lagi. Fram að miðjum mánuðinum hefir kúm verið beitt og mjög lítið gefið, er svo jafnvel enn sums staðar. Er það mjög óvenjulegt, að svo mild og góð tíð haldist þetta lengi fram eftir haustinu. Umtal er manna á meðal um að setja nú gætilega á, svo að fénaði sé sem bezt borgið, þótt harðan vetur beri að. Fundir hafa verið haldnir í (Framh. á 4. siðu) förnum árum. Valda því deilur þess viö Þjóðverja um Memel og við Pólverja um Vilna. Þessi samningur mun þó áreiðanlega ekki vera Litháum neitt fagn- aðarefni og hátíðahöldin, sem haldin voru í tilefni af innlim- un Vilnahéraðsins, hafa því fyrst og fremst verið til þess að sýnast. Litháar eru sú Eystrasalts- þjóðin,.sem aftast hefir staðið í menningarlegum efnum. Or- sakirnar eru þær, að þeir hafa notið handleiðslu Pólverja í þeim málum, en hinar þjóðirn- ar handleiðslu Þjóðverja. Þeir eru skyldir Lettum og hinum gömlu Austur-Prússum. Mál þeirra er mjög gamalt. Um 1200 var fyrsta litháiska ríkið stofn- sett og 1323 var Vilna gerð höf- uðborg þess. Var Lithauen sjálf- stætt stórfurstadæmi á þessum tímum. Árið 1383 giftist lithá- iski stórfurstinn pólskri drottn- ingu og var Lithauen hluti pólska ríkisins eftir það. Lengst- um hafði landið þó sjálfstjórn og var sérstakt stórfurstadæmi, en pólsk áhrif og menning settu svipmót sitt á allt þjóðfélagið og pólskir aðalsmenn urðu þar mikils ráðandi. Um 1400 náði Lithauen alla leið milli Eystra- saltsins og Svartahafs eða yfir stóran hluta núveranda Rússa- veldis. Var það þá mörgum sinn- um stærra en Pólland. En pólska þjóöin var hinsvegar miklu fjöl- mennari en Litháar, þegar undanskildir voru hinir ýmsu þjóðflokkar, er lutu þeim, og var þeim fremri i mörgum meninngarlegum og verklegum efnum. Þess vegna urðu Pól- verjar yfirþjóðin. Sökum sambandsins við Pól- land eru Litháar katólskir, en hinar Eystrasaltsþjóðirnar eru mótmælendatrúar eins og Þjóð- verjar. Við skiptingu Póllands 1795 komust Litháar undir stjórn Rússa og voru háðir þeim þang- að til 1918, er þeir endurheimtu sjálfstæði sitt. Eftir heimsstyrjöldina urðu miklar deilur milli Litháa og (Framh. á 4. síðu> Aðrar fréttir. Samningamenn Finnlands í Moskva komu til Helsingfors á sunnudaginn til að ráðgast við finnsku stjórnina, en munu fara aftur til Moskva. Er sagt að ekki sé vonlaust um friðsam- legt samkomulag. Rússar gera þrjár kröfur: um hernaðar- bandalag, afhendingu nokkurra eyja í finnska flóa og óbreytt ástand á Álandseyjum. Fullvíst þykir að Finnar muni aldrei fallast á hernaðarbandalag við Rússa. Hernaðarundirbúningn- um í Finnlandi er haldið áfram af fullu kappi. Ekki er gert ráð fyrir verulegum tíðindum fyrr en eftir konungafundinn, sem byrjar í Stokkhólmi á morgun. Mikið umtal hefir verið um samningaviðræður Rússa og Tyrkja undanfarna daga og var um helgina látið í veðri vaka, að samkomulag hefði názt. Sú frétt er nú borin til baka og sagt að tyrkneski utanríkis- málaráðherrann muni enn dvelja í nokkra daga í Moskva. Þýzkar flugvélar gerðu í gær árás á ensk herskip í Forthfirði og viðurkenna Bretar, að um 40 manns hafi farizt á skipunum af völdum sprengjubrota og eitt skipið laskast. Er þetta í fyrsta sinn, sem Bretar viðurkenna að flugvélaárásir á herskip þeirra hafi gert usla. Þeir segjast hafa skotið niður fjórar þýzkar flug- vélar. Þjóðverjar hófu sókn á vest- urvígstöðvunum við Moselfljót í gær og viðurkenna Frakkar, að þeir hafi komizt yfir frönsku landamærin. A viðav&ngi Rektor háskólans, dr. Alex- ander Jóhannesson hefir komið með þá tillögu, að háskólinn keypti Gamla Bíó, sem verið hefir til sölu, og væri það rekið til ágóða fyrir háskólann. Mun ekki af veita því að hin nýja háskólabygging verður þung byrði. Háskólaráðið og stúdent- ar standa fast með rektor í máli þessu. Einn þingmaður, Garðar Þorsteinsson, hefir verið að hugsa um að eignast húsið og náð nokkrum samningum um það, en ekki fengið reksturs- leyfi. Telja má sjálfsagt að hann falli frá öllum kaupakröf- um, og styðji háskólann í mál- inu. Það er óhugsandi, að þing- maðurinn vinni á móti almanna hag. Auk þess gæti rekstur húss- ins orðið ólán í höndum manns, sem fengi fyrirtækið með óvin- sældum, þó að gróði yrði að und- ir stjórn vinsællar almanna stofnunar, * * * Mjög þykir fara vaxandi rangur framburður og mállýti hér á landi. Þar gæti útvarpið komið að góðum notum. Kennslumálastjórnin ætti að beita sér fyrir því, að hinir fremstu málfræðingar yrðu fengnir til að ákveða hvað skyldi talinn réttur framburður ís- lenzkra orða. Síðan væri þessi nýi framburður settur á hljóm- plötur og þær síðan leiknar í útvarpinu og á grammofóna í skólum og heimilum. Erlendis eru þjóðleikhúsin sá staður, sem menn gista til að heyra hinn viðurkennda framburð. Hér verður hljómplatan að koma í staðinn. * * * í Kanada er bannað að búa til smjörlíki. Þar boröa allir smjör. Hér á landi mun vera gerðar um 1300 smálestir af smjörlíki á ári, og mest af efn- unum, sem í það fara flutt inn frá útlöndum. Hér þarf að verða breyting á. Smjörlíki er raun- verulega óhollt og dýrt. Og fyrir efnin í það eru goldnar stórar fjárhæðir úr landi. En ísland er fyrirtaksland til mjólkurfram- leiðslu. Nóg eru túnstæðin. Nóg- ur bithaginn. Og nógur er vinnu- krafturinn, sem reikar atvinnu- laus á ströndinni. Notum stríðs- tímann til að gera smjörlíkið útlægt úr landinu. Látum í þess stað koma íslenzkt smjör. Treystum þannig heilsu þjóðar- innar. * * * Furðu merkilegur vanmáttur kom fram í sumu starfsfólki Esjunnar I síðustu strandferð austan lands. Skipið komst létti- lega og með góðum hraða milli hafna. En á höfnum var líkast eins og skipsmenn væru hrædd- ir við uppskipunartækin. Á einni smáhöfn lá skipið 4 tíma við að afferma þrjá báta. íslendingar hafa lært sérstaklega fljótt að fara með síldarnet, botnvörpu, gufuvélar og allskyns hreyfivél- ar á sjó og landi. Það má því telja líklegt, að starfsmenn Esj- unnar læri sitt verk engu síður en aðrir íslenzkir sjómenn, sem yfirleitt eru öðrum til fyrir- myndar um myndarleg vinnu- brögð. * * * Merkiskona að norðan kom nýlega til dómsmálaráðherra og lagði til að drykkjuskapur á samkomum í sveitum yrði upp- rættur með því, að koma upp sjálfboðaliði röskra ungra manna í hverri sveit. Ríkis- stjórnin sendi síðan lögreglu- þjón til að þjálfa sjálfboðalið- ana, svo að þeir kynnu öll nauð- synleg handtök við að hreinsa ölvaða menn burtu af opinber- um samkomum. Sennilegt má telja að þetta mál verði tekið til meðferðar á næsta þingi. Til- lagan hefir fengið góðar undir- tektir, þar sem málinu hefir verið hreyft.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.