Tíminn - 17.10.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.10.1939, Blaðsíða 2
478 TtMSNN, hrlgjwdagum 17. okt. 1939 120. blað Blekkingaruar uni beinu Nkattana Eins og kunnugt ex, hefir ríkisstjórnin ákveðið að leggja til við Alþing, að viss hluti þeirrar kaupuppbótar, sem sjó- mönnum hlotnazt vegna sigl- inga á svokölluðum áhættu- svæðum, skuli vera undanþeg- inn skatt- og útsvarsgreiðslu. Mál þetta mun hafa verið leyst ágreiningslaust innan stjórnarinnar og ber á það að líta sem einn lið í hinum mörgu ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar til lausnar þeim vandkvæðum, sem af stríðinu leiðir. Áhættu- féð, sem sjómaðurinn fær um ófriðartímann, getur eigi talizt venjulegar tekjur, og hefir þótt rétt að hann fengi að njóta þess sjálfur að sem mestum hluta. Slík viðurkenning heild- arinnar sjómönnunum til handa, eins og sakir standa, snertir á engan hátt afstöðuna til skattamála almennt. sökum hins breytta ástands. Margvísleg óunnin störf bíða líka eftir fólki, bæði í sveitum og ýmsum sjóþorpum landsins. En fyrst og fremst þarf þá al- menningur allur að skilja nauð- syn þessara ráðstafana og starfa í samræmi við þær. Það verður að auka notkun innlendra af- urða, bæði til matar, fatnaðar og annars þess, þar sem unnt er að koma því við. Kjörorðin verða að vera: Spara alt, sem erlent er. Ef þjóðin er nógu staðráðin og samhent i þessum ásetningi mun henni veitast létt að ná tak- markinu. Þær þjóðir, sem þátt taka í styrjöldinni, heyja baráttu fyrir sjálfstæði sínu og frelsi. Þær verða að fórna þúsundum af beztu sonum sinum á vígvöllun- um. Samskonar hörmungar bíða einnig barna og kvenna á bak við víglínurnar. íslenzka þjóðin heyir einnig í þessari styrjöld baráttu fyrir frelsi sínu. En hún þarf engum mannslífum að fórna og hefir engar árásir að óttast. Það eitt, sem hún þarf að gera, er að nota meira íslenzkan mat og íslenzk- an fatnað en hún hefir gert á undanförnum árum, og hagnýta betur auðlindir landsins. Ef hún skilur hlutverk sitt rétt, hjálpar styrjöldin henni beinlínis til að gera það, sem hún hefir vanrækt sjálfri sér til tjóns, óhollustu og vanvirðu á undanförnum ára- tugum. Hver sá, sem á einn eða annan hátt skerst úr leik í þessari frels- isbaráttu þjóðarinnar er sann- kallaður vargur í véum. Hvort sem hann er hátt eða lágt settur í mannfélagsstiganum á al- menningsálitið að kveða yfir honum þann dóm, að aðra langi ekki til að feta í fótspor hans. En í sambandi við þetta mál hafa þó blöð Sjálfstæðisflokks- ins, eða vissir aðilar innan þess flokks, fundið sér tilefni til þess að hefja áróður gegn nú- gildandi skattalöggjöf og að endurnýja gamlar árásir á Ey- stein Jónsson, fyrir afstöðu hans og Framsóknarflokksins í skattamálum. Og málfærsl- unni um þessi atriði er, sem stundum fyrr, hagað þannig, að varla getur talizt sæmilegt. Er málið þannig sett fram, að allur almenningur hlýtur að fá stór- ýktar hugmyndir um hæð skatta, og þegar umgetin blöð eru að sýna fram á, hve mikill hluti af tekjum manna fari í skatta og útsvör, er venjulegast aðeins talað um skatt, eins og um væri að ræða hinn lögboðna tekjuskatt eingöngu, en engin grein er gerð fyrir því, hve mikl- um hluta útsvarið nemur af þessum „skatti“. Síðan er því slegið föstu, eingöngu í blekk- ingarskyni, að sameinaðar skattaálögur ríkis og bæjarfé- laga séu þær skattaálögur, sem ákveðnar hafa verið með lög- gjöf síðustu ára. Áður en fótunum er kippt undan þessari rökfærslu, og sýnt hvernig málum er háttað í raun réttri, skal í fáum orðum rifjað upp, hverjar voru þær höfuðbreytingar, sem Fram- sóknarflokkurinn gerði á skattalöggj öf inni. Framsóknarflokkurinn hefir frá upphafi talið, að beinir skattar, stighækkandi eftir tekjum og eignum, væru hið réttlátasta skattaform. Flokk- urinn fékk því til vegar komið, að hækkaðir voru verulega skattar á háum tekjum og eignum, einkum þó háum tekj- um. Hefir afstaða flokksins eigi breyzt í þeim málum að neinu leyti. En jafnframt því að tekju- skattsstiginn var hækkaður, var með ýmsum ákvæðum leit- azt við að hlífa atvinnufyrir- tækjum við verulega auknum skattgreiðslum til ríkissjóðs. Má þar til nefna, að hlutafélögum og samvinnufélögum er leyft að hafa skattfrjálsan helming þeirrar fjárhæðar, sem þau leggja í varasjóð til tryggingar rekstrinum, auk margra ann- arra ívilnana, sem félög njóta. Mjög mikill hluti af öllum meiriháttar atvinnufyrirtækj - um í landinu hefir þannig helming af árstekjum sínum, eða meira, alveg skattfrjálsan. Þá er og öllum atvinnurekend- um leyft að flytja milli ára töp, sem þeir kunna að verða fyrir á rekstrinum, og draga töpin frá seinni ára tekjum. Þá má og benda á þriggja ára skattfrelsi nýrra iðnfyrirtækja, skattfrelsi útgerðarfyrirtækja o. s. frv. Allur þorri smáatvinnurekenda í landinu mun hinsvegar eigi svo tekjuhár, að þeir verði verulega fyrir barðinu á há- tekjuskatti. Hverjir eru það þá, sem hátekjuskatturinn bitnar á fyrst og fremst? Það eru launamennirnir, fólk 1 föstum stöðum með jafnar tekjur, og þeir sem hafa eignatekjur, ýmsar lausatekjur og þeir, sem hagnast á verzlun og annarri slíkri starfsemi. En samtímis því sem tekju- skatturinn var hækkaður, og næstum árlega síðan, hafa út- svörin í kaupstöðum landsins, ekki sízt í Reykjavík, farið sí- hækkandi, og þar með þeir á- lagningarstigar, sem niðurjöfn- unarnefndir á hverjum stað hafa farið eftir við niðurjöfnun útsvaranna. Og svo ör hefir þessi hækkun verið, að bæjar- stjórnir eða niðurjöfnunar- nefndir yfirleitt munu eigi hafa séð sér fært að veita atvinnu- fyrirtækjum neinar ívilnanir í líkingu við það, sem gert er í tekjuskattinum, nema þar sem Alþing hefir skorizt í leikinn (útsvarsfrelsi iðnaðar- og út- gerðarfyrirtækja). Og hvort sem litið er til heildarupphæð- ar skatta og útsvara á hverjum stað, eða skattstiginn og út- svarsstigarnir bornir saman, eru það útsvörin, sem eru langt- um þyngri á metunum. í Reyk- javík nema útsvörin í ár um 5 milj. króna, en tekju- og eign- arskatturinn mun nema lítið yfir iyz milj. kr. Við samanburð á tekjuskatts- stiganum og útsvarsstiganum fyrir Reykjavík, sézt að á lág- tekjum er tekjuskatturinn að- eins lítið brot af útsvarinu, og tekj uskattsstiginn kemst ekki til hálfs við útsvarsstigann fyrr en komið er yfir 6000 kr. hrein- ar tekjur. Eftir það þokast stig- arnir nær hvor öðrum og eru svipaðir á tekjum milli 8000— 11000 kr., en úr því veitir út- svarsstiganum mun betur, og eykst mismunurinn eftir því sem ofar dregur. Það verður því að teljast litt skiljanleg málfærsla, að taka útsvarsstigann fyrir Reykj avík, bæta honum ofan á tekjuskatts- stigann og telja síðan stigana samanlagða tákna „skattakerfi Framsóknarflokksins og E. J.“ Þeir, sem slíku halda fram, verða þá fyrst að telja mönn- um trú um, að það sé Eysteinn Jónsson og Framsóknarflokkur- in, sem á síðasta áratug hefir meira en þrefaldað útsvörin í Reykjavíkurbæ. Þá skal vikið nokkrum orð- um að þeim dæmum, sem Vísir og Morgunblaðið birta til þess að sýna hvað tekið sé samtals í skatta af vissum tekjum. Við dæmi þessara blaða er það að athuga, að þau sýna hvað tekið er samtals í útsvar og skatt af einhverju vissu tekjubili, eða á- kveðnum heildartekjum, án þess að taka nokkurt tillit til þess skattafrádráttar sem menn hafa, en eins og allir vita, eru greiddir skattar og útsvör dreg- in frá tekjum manna, áður en skattar eru á lagðir. Dæmin gefa því alskakka hugmynd um hinar raunverulegu skatt- og útsvarsgreiðslur manna. Blöðin taka sem dæmi skattgreiðslu manns, sem hefir I tekjur eða laun 20 þús. kr. Sé um ein- hleypan mann að ræða, greiðir hann í tekjuskatt 5407 kr. og í útsvar 6470 kr„ samtals 11.877 kr„ og hefir hann þá eftir af tekjunum 8.123 kr. til eigin af- nota, að sköttum frádregnum. Og ef þessi maður hefir ein- hverjar tekjur umfram þessar 20 þús. kr„ t. d. 1000 kr„ greið- ir hann af þeirri tekjuviðbót 57% í útsvar og 43% í tekju- skatt, eða m. ö. o. um 100% af tekjunum. Eins og dæmið er sett fram, gætu menn haldið að maður, sem hefði árlega 20 þús. kr. i laun eða tekjur, gæti aldrei fengið að halda eftir af tekjum sínum meira heldur en ofan- greindum 8123 kr„ og enda þótt hann bætti einhverju við tekj- urnar, færi viðbótin öll í út- svar og skatt. Slíkt er hugsan- legt með því eina móti, að mað- urinn hefði þessar tekjur að- eins 1 ár, en væri tekjulaus og skattlaus bæði árið á undan og árið á eftir, en þesskonar er sjaldan til að dreifa. Eðlilegast er að halda dæminu áfram á þeim grundvelli, að maðurinn hafi næstu ár svipaðar tekjur, og eru þá skattar fyrir hvert ár dregnir frá næsta árs tekjum. Lítur þá dæmið þannig út: 1. ár. Tekjur kr. 20.000.00 Skattur og útsvaT kr. 11.877.00 2. ár. Tekjur — 20.000.00 -r- skattar — 11.877.00 kr. 8.123.00 Skattur og útsvar — 2.133.00 3. ár. Tekjur — 20.000.00 -4- skattar — 2.133.00 kr. 17.867.00 Skattur og útsvar — 9.813.00 4. ár. Tekjur — 20.000.00 -f- skattar — 9.813.00 kr. 10.187.00 Skattur og útsvar — 3514.00 Samtals skattur og útsvar á 4 árum kr. 27.337.00 eða að meðaltali um 6800 kr. á ári. Til þess að dæmið verði sem næst raunveruleikanum, ætti að miða við sama eða svipaðan skattafrádrátt öll árin, og verð- ur hann í þessu tilfelli um 6.200 kr„ þ. e. maður, sem hefir í laun 20 þús. kr. og hefir greitt í skatta 6.200 kr„ fær þá á næsta ári aftur 6200 kr„ og svo svipaða upphæð ár frá ári, að öllum á- stæðum óbreyttum. Hann hefir því árlega úr að spila 13.800 kr., í staðinn fyrir þær 8.123 kr., sem hann ætti að hafa eftir sam- kvæmt dæmum íhaldsblaðanna. Af því, sem hér hefir verið sagt, sézt eftirfarandi: Að tekjuskattur til ríkisins er ekki nema nokkur hluti þess, sem íhaldsblöðin kalla „skatta" og hér í Reykjavík til dæmis eru skattarnir ekki nema iyz milj. á móti 5 miljónum, sem bærinn tekur. Að það er þar af leiðandi hin frekasta ósvífni að taka skatt og útsvarsgreiðslur í heild sinni, kalla þær í blekkingarskyni „skatta“, án frekari skýringa, og halda því fram að útsvars- plágan sé þáttur í skattakerfi Framsóknarflokksins. Það kemur auðvitað ekki til mála á tímum eins og þessum, að lækka tekjuskattinn, enda fróðlegt að sjá hvort ihaldsmenn þora að koma sameiginlega með tillögur um slíkt, þegar hvaðan- æfa koma fregnir frá nágranna- löndum vorum um stórfelldar hækkanir beinna skatta. Óh æfj Ég heyri sagt, að Sláturfélag Suðurlands sé nú hætt að nota skotvopn við deyðingu sauð- fjár í sláturhúsi sínu í Reykja- vík, en þess í stað sé notað plsl- arfæri nokkurt, sem kallað er helgríma. Hvers vegna er þessi breyting upp tekin? Á það að vera sparn- aðarráðstöfun eða hvað? Sumir segja, að kindinni blæði betur, ef helgríman er notuð, heldur en ef skotið er. Þetta getur veT- ið; ég veit það ekki. Sennilega er það þó aðeins ímyndun. En spyrja má: Er „blóðþorsti" Reykjavíkurbúa svo mikill, að þörf sé að saklausu lömbin bíði kvaladauða þess vegna? Það mun sagt, að rothögg sé ekki kvalameira eða taki lengri tíma en skot. Þetta kann að vera rétt að vissu leyti, ef öll vandvirkni er við höfð; annars ekki. Eftir áreiðanlegum heimild- um hefi ég það, að oft þurfi að slá 2 og jafnvel 3 högg áður en rotgaddurinn stendur í heila og kindin fellur. Þetta sá heimild- armaður minn með eigin aug- um og meira, hann sá og heyrði, að kind jarmaði eftir að höggið var greitt. Þetta er svo svívirði- legt, að ekki er hægt að láta óá- talið. Helgríman getur verið (Framh. á 4. siðu) GuBni Þ. Ásgeirsson: Hraðlrystingf grænmctis, berja og tómata ‘gíminn I*vlðjzidtifiinn 17. okt. F relsí sbarátta Píódarinnar Fregnir frá Ameríku segja, að Bandaríkin séu líklegri til að veita Finnum stuðning en nokk- urri annarri smáþjóð í Evrópu. Ástæðan til þess er sú, að það hefir aflað Finnum sérstakrar athygli og vinsælda í Bandaríkj - unum, að þeir eru eina þjóðin, sem skilvíslega hefir endurgreitt striðsskuidir sínar. Má glöggt á þessu marka, hversu mikilvægt það er fyrir smáþjóðirnar að reynast heiðar- legar og skilvísar í viðskiptum sínum við aðrar þjóðir. Það mun öllum ljóst, að ís- lendingar hafa staðið mjög höll- um fæti i því, að geta fullnægt fjáThagslegum skyldum sínum á undanförnum árum, sökum hins stórfellda markaðshruns fiskaf- urðanna. Hefði ekki verið grip- ið til þess ráðs, að takmarka innflutninginn, myndi þjóðin hafa stóraukið skuldir sínar i útlöndum og þess orðið skammt að bíða, að hún fengi ekki undir þeim risið. Fyrir tilstuðlan innflutningshaft- anna hefir sá árangur náðst, að verzlunarjöfnuðurinn hefir verið langtum hagstæðari síðari árin en hann var til jafnaðar áð- ur fyr og auk þess hafa verið reist mörg ný atvinnufyrirtæki í landinu, án þess að þær fram- kvæmdir hækkuðu heildarskuld- ina við útlönd. Það má alveg hikiaust fullyrða, að þessar ráðstafanir hafa bjargað fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar og forðað henni frá þeirri undirokun, sem leiða myndi af yfirráðum erlendra f.iárdrottna hér á landi. Hin nýbyrjaða styrjöld legg- ur þjóðinni langtum þyngri byrðar á herðar, ef hún ætlar að gæta vel fjárhagslegs frels- is síns og virðingar meðai ann- arra þjóða, heldur en örðug- leikar þeir, sem hún hefir átt i höggi við á undanförnum ár- um. Styrjöldin hlýtur að hafa þau áhrif, að flestar innflutnings- vörurnar hækka í verði. Flutn- ingsgjöld hafa þegar hækkað stórkostlega, jafnvel margfald- ast. Hinsvegar eru ekki miklar líkur fyrir verulegri verðhækkun á islenzkum afurðum og mjög torsýnt með sölu á ýmsum þeirra. Það eru því engir möguleikar sjáanlegir til þess, að hægt verði að halda sama innflutningi og imdanfarið, þótt flutningsskil- yrði leyfðu það, nema með stór- felldri söfnun vöruskulda. Þetta viðhorf þarf þjóðin að gera sér ljóst til hlítar. Framtíð hennar veltur á þvi, hvernig hún bregst við þessum nýju kringum- stæðum. Heilbrigð dómgreind hennar hlýtur að krefjast þess, að gerðar verði ráðstafanir til að takmarka ínnfiutningurinn það mikið, að nýjar skuldir safnist ekki. Þessu takmarki verður að ná, jafnvel þótt skorða verði innfiutninginn við þrýnustu vörur til neyzlu- og framleiðsluþarfa og stöðva þurfi innflutning á ýmsum varningi, sem talizt getur nauðsynlegur á yenjulegum tímum (byggingar- efni, kaffi, sykur, ýms fatnaöur ,o. s. frv.). Menn verða að gæta þess, að þjóðin á lengri framtíð fyrir höndum en þann tíma, sem styrjöldin stendur. Þegar al- þjóðamálin komast í venjulegt horf aftur hverfa hin háu flutn- ingsgjöld og viðskiptin verða aft- ur hagkyæmari. Það gæti þá reynzt þungbært athafnalífi þjóðarinnar, ef hún þyríú að standa straum af miklum vöxt- um og afborgunum skulda, sem hún hefði getað komist hjá að safna á styrj aldarárunum. Öll rök mæla þannig með því, að þjóðin geri sitt ítrasta til að takmarka innflutninginn á styrjaldarárum. Stjórnarvöld landsins þurfa að starfa í anda þeirrar stefnu. Þau verða að gera nauðsynlegar ráð- stafanir til slíkrar takmörkunar. Jafnhliða þurfa þau að reyna að skapa nýja atvinnumöguleika fyrir þá, sem verða fyrir tjóni, Nú í mörg ár hafa húsmæður hér á landi velt fyrir sér spurn- ingunni: „Hvernig get ég geymt grænmeti mitt, tómata og ber vetrarlangt, án þess að það breyti bragði, né missi bætiefni, sem fæða þessi hefir að geyma.“ Ýmsar leiðir eru þegar fundn- ar, en þær leysa alls ekki vand- ann til fulls, því að bragð og efnasamsetningar fæðunnar breytist all verulega við allar þær aðferðir, er notaðar hafa verið hér á landi, að því er ég bezt veit. Við íslendingar stöndum ver að vígi en margar aðrar þjóðir, þar sem við eigum við svo mikla örðugleika að stríða með öflun nytjajurta og ávaxta mikinn hluta ársins og verðum við þann tíma að fara þessa heilnæma og ljúffenga fæðis á mis. Að vísu eru vonir vorar að glæðast all verulega, þar sem reynsla er fengin fyrir mjög glæsileg'um árangri á ræktun nytjajurta við hvera- og raf- magnshita, en langt er því mið- ur í land, þar til allur almenn- ingur í landinu getur hagnýtt sér þessa nýjung að nokkru veru- legu leyti. Ræktunarskilyrði eru því nær ótakmörkuð í landi voru og ættu menn því að hagnýta sér vel hina góðu mold landsins, til ræktunar nytjajurta og að tína meir af berjum en gert hefir verið á undanförnum árum, þar sem svo alvarlegir timar, sem raun ber vitni um, eru fram undan. Þá kemur þessi sama spurn- ing fram, sem svo oft áður: Hvernig á að geyma vöru þessa óskemmda? Einnig bætist við, að sykurskortur er líklegur á ófriðartímum, svo að ekki verða ber sultuð. Ég hefi kynnt mér frystiað- ferðir Breta á ýmsum fæðuteg- undum, og standa þeir nú því nær jafnfætis Ameríkumönnum í öllum nýjungum frystitækn- innar. Á Englandi fást nú hrað- fryst epli og ýmsir aðrir ávextir og reynast vel. Ég hefi borðað epli, sem voru hraðfryst fyrir þrem árum og síöan geymd í frostklefa, og gat ég varla fundið nokkurn mun á þeim og nýjum, og epli, sem geymd höfðu verið í eitt ár, voru alveg sem ný, enda höfðu þau verið efnarannsökuð og reynd- ust þau halda öllum eðlilegum efnum sínum. Þar sem ég hafði séð þessi undur, fýsti mig að gera tilraun- ir með íslenzkar nytjajurtir, hvort takast mætti að frysta og geyma á sama hátt og epli, per- ur, banana o. fl. Mér er ánægja að segja, að ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Ég hefi gert tilraunir með fryst- ingu á ýmsu kálmeti, einnig á bláberjum, aðalbláberjum, krækiberjum, tómötum, rabar- bara,kartöfium og rófum og hef- ir ekki verið finnanlegur mun- ur á vörum þessum frystum og nýjum. Hefi ég látið ýmsa bragða, hvorttveggja, ferskt og hraðfryst og hafa menn sjaldan geta fundið nokkurn mismun. Mér er kunnugt um, að áður hefir verið reynt að loftfrysta ýmsar fyrrnefndar fæðutegund- ir, en illa tekizt, og er það eðli- legt. Skal ég hér reyna að gera grein fyrir ástæðunum. Reynslan sýnir, að því skemmri tíma, sem tekur að gegnfrysta hlut, því líkari er hann sínu upprunalega ástandi þegar hann er þýddur upp. Þetta gildir þó aðallega um lík- ami jurta og dýra. Loftfrysting fer fram á þann hátt, að loft er kælt og leikur um hlut þann, er frysta skal. Þegar hluturinn er settur í frost, myndast þegar í stað ut- an á hann móða, sem breytist í sömu svipan í íslag, en eins og flestum er kunnugt, er ís lé- legur hita- eða kuldaleiðari, og fer nú fram, ef ég mætti svo að orði komast, bardagi milli tveggja afla, hitans í hlutnum og frostsins fyrir utan, sem herjar og krefst inngöngu i stað hins fyrra íbúa. Hitinn stendur í fyrstu vel að vígi, því að nú hefir verið byggður varnarvegg- ur, en smátt og smátt vinnur hinn sterki óvinur á og tekur að þrengja að íbúanum. Er hann nú píndur frá öllum áttum inn í miðju hlutarins, en þá er kuldinn farinn að iamast mjög og sóknin tekin að linast, því að ennþá eru tálmanir að auk- ast, þar sem frostið er enn meir fyrir utan en innan. Nú fer þenslan að verða meiri og frostsellurnar æ stærri eftir því, sem innar dregur. Að lokum sigrar hinn aðkom- andi óvinur að fullu, en viður- eignin skilur eftir menjar, sem koma fram í því, að mikill hluti orustuvallarins, og þá sérstak- lega síðasta bækistöð íbúans, er sundurtætt. Þetta kemur þó greinilegast í ljós, þegar hlutur- inn er þýddur upp. Greinilegast sjást með berum augum um- merki umgetinna viðureigna á fiski. Tökum loftfrystan fisk, þýð- um hann upp, skerum hann síð- an sundur, kreistum annað stykkið í hendinni. Kemur þá í ljós, að vökvi rennur úr sárinu eins og verið væri að kreista vatn úr svampi. Hafi fiskurinn verið frystur við lítið frost, t. d. 10—12 stig á Celsíus, getum við því nær þurkreist hann. Vefir fiskjarins hafa sprungið, vegna hinnar miklu þenslu safans, því að eins og við vitum, þenjast vökvar margfalt meir út við frost, heldur en fast efni. Frostsellurnar hafa náð að sprengja vefina svo að vökvinn rennur í burt en trefjarnar einar verða eftir. Sama gerist og með jurtir og ávexti. Margir munu hafa séð kartöflur, sem hafa náð að frjósa, að þær linast upp og súrna, og ef þær eru skornar í sundur kemur í ljós, að i miðju eru þær mun gljúpari en utar og jafnvel er þar hol fullt af vökva. Loftið hefir greiðan að- gang og sýrir kartöfluna. Aiftur á móti eru þess mörg dæmi, að kartöflur frjósa í görðum um vetur og hafa legið frosnar í jörðu mikinn hluta vetrar, og þegar þær eru svo reyndar, reynast þær sem nýjar væru. Dæmi þetta er hliðstætt hrað- frystingu, sem ég mun nú lýsa að nokkru. Hraðfrysting fer fram á þann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.