Tíminn - 17.10.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.10.1939, Blaðsíða 3
120. blað TÍMINN, þrigjiidaginn 17. okt. 1939 479 B Æ K U R Föruinenn I, 322 bls. — Verð 10 lcrónur í bandi, 8.50 ób. Fyrir skömmu síðan er komin út stór, ný bók eftir Elínborgu Lárusdóttur, fyrsta hefti af þriggja binda ritverki, er skáld- konan mun hafa nær lokið að semja. Elinborg er áður vel kunn öll- um þeim, er nokkuð fylgjast með á sviði íslenzkrar sagnagerðar. En skemmst er það af þessari nýju bók að segja, að með henni hefir skáldkonan aukið veg sinn drjúgum og mun hún hiklaust verða talin bezta bók hennar. Og ef framhaldið verður eigi síðra en byrjunin, hefir hún hér skap- að sérkennilegt ritverk, sem mun lengi í metum haft. Sagan gerist líklega á þriðja fjórðungi nítjándu aldar eða þar um bil og margar höfuðpersónur hennar eru umrenningar eins og nafnið bendir til. Af förumönn- unum, sem bókin lýsir, má glögg- lega kenna ýmsa þá, er nafn- kenndastir eru í þeirra hópi á sinni tíð og enn lifa i minning- unni á vörum fólksins, svo sem listamanninn stolta, Sölva Helgason, og Jóhann bera, er eitt sinn var vel efnum búinn bóndi og sveitarhöfðingi. Inn i frásagnirnar um förumennina vefast glöggar og trúar lýsingar á ýmsum þáttum hins daglega lífs á þeim tímum, átrúnaði fólks og hugarheimum. Sú persóna bókarinnar, sem mest sópar að, er Þórdis á Bjargi, skapmikil, traust og stjórnsöm og gjafmild við snauða. Hún er af Efri-Ásætt- inni, sem ávallt hefir fætt af sér sterkgeðja konur, heiiar í hverj- um leik, og færar um að bera það, sem þeirra beið. Samkvæmt arfsögninni var þó veiklyndi fal- in í ættinni. Manni skilst, að ættleggur Efri-Áskvenna verði höfuðuppistaða ritverksins. íslenzkir rithöfundar hafa til þessa lítil skil gert förumönnun- um og hefir Elínborg Lárusdóttir þess vegna því víðara land að nema á þessum vettvangi en ella myndi. En þó mun það eitt ekki hafa ráðið vali hennar, heldur miklu fremur, að slíkt viðfangs- efni er þeim að skapi, sem ríkir eru að samúð og hlýhug til smæl- ingjanna í þjóðfélaginu og þeirra, sem lent hafa á ógæfu- vegum. Hingað til hefir það vilj- að snúast á þá sveif, að þessi samúð Elínborgar yfirskyggði listræna meðferð efnisins, að boðunin í ritverkum hennar yrði of bein og áróðurskennd, í stað þess aðvera falin undir yfirborð- inu, svo að hún grípi lesandann tökum án þess, að hann veitti því í rauninni eftirtekt. En í þessari bók fellur þetta tvennt meira í sama farveg og þess vegna nær boðunin betur sínu marki en annars hefði orðið. Hér er einnig A N N A L L Dánardægur. Hinn 4. október _ andaðist að heimili sonar síns ekkjan Ingibjörg Sveinsdóttir. Ingi- björg var ættuð vestan úr Eyr- arsveit á Snæfellsnesi. Til Reykjavíkur fluttist hún 25 ára gömul og bjó þar síðan. Hún hafði fyrir skemmstu (17. ág.), átt 85 ára afmæli, var þá hin hressasta og gladdist í hópi barna sinna, barnabarna og annarra vina. Ingibjörg sáluga var afbragðs kona, hún varrn starf sitt í kyrr- þey, glaðlynd var hún, söngeisk og hafði á yngri árum prýðis- fallega rödd. Af bókum hafði Ingibjörg mikið yndi, enda kunni hún feiknin öll af göml- um sögnum, kvæðum og göml- um lögum. Mann sinn, Þórð Breiðfjörð Þórðarson, missti hún fyrir rúmum 6 árum eftir langa sam- búð. Börn Ingibjargar þrjú, eru öll á lífi. Eru þau Áslaug for- stöðukona, Haraldur stýrimað- ur og Sveinn bankafulltrúi. Börnum sínum var Ingibjörg allt, vakin og sofin bar hún hag þeirra fyrir brjósti. Eins og hún hafði lifað, eins bar dauða hennar að höndum. Hún tók æfinlega mjúkum móð- urhöndum á mönnum og mál- efnum, lagði alltaf til hið bezta, mildaði, þar sem hún kom því við. Eins fór dauðinn að við hana, hún lá aðeins 4 daga, sofnaði að þeim loknum eins og þreytt barn. Hennar er gott að minnast. meira stillt i hóf um óeðlilega rómantík en í fyrri sögum Elín- borgar. Árbók Ferðafélagsins. 216 bls. Árbók Ferðafélagsins er að þessu sinni frábrugðin því, er títt hefir verið um árbækurnar, að nú fjallar hún einvörðungu um íslenzka fugla, í stað þess að hingað til hafa þær alltaf haft inni að halda héraðalýsingar. Fuglabók þessa hefir Magnús Björnsson náttúTufræðingur ritað og tekizt að gera hana einkar aðlaðandi öllum al- menningi, lýsingar og frásagn- ir glöggar, en þó er einhver gam- ansamur og hlýr blær yfir öllu ritinu. Ferðafélagið hefiT gert hana vel úr garði að sínu leyti, papp- írinn er sérstaklega vandaður og bókin prýdd mörgum mynd- um, af fuglum, hreiðrum þeirra og eggjum, þar á meðal nokkr- um litmyndum. Þetta rit mun af mjög mörg- um gripið fegins hendi og með þakklæti til beggja aðila, höf- undarins og Ferðafélagsins. Það hátt, að málmur eða vökvi er kældur, en þó ekki svo mikið, að vökvinn nái að frjósa. Fryst- ing þess, er frysta á, fer fram með því, að vökvinn eða málm- urinn umlykur og snertir það, sem frysta á og snertingin helzt, þar til hluturinn er gegn fros- inn, en sá tími, sem til þess þarf, fer skiljanlega eftir þver- máli hans. Við það að snerting fyrr- nefndra efna fer fram, mynd- ast ekki klakalag utan um hlutinn, sem frystur er, og við snertinguna er því greið leið inn. Frystingin verður örari, frost- ið fær langtum fyrr yfirtökin í hlutnum, heldur en við loft- frystingu. Frostsellurnar verða smærri, séu áðurnefnd efni nægjanlega köld, og ná þær ekki að sprengja vefina. Munurinn verður sá, að t. d. ef við tökum fisk, kartöflu eða aðrar safavörur hraðfrystar og þýðum þær upp í köldu, helzt rennandi vatni, kemur í ljós, að þær halda nákvæmlega sínu fyrra ástandi, þ. e. a. s. þær eru eins og þær voru áður en þær voru frystar. Við náum ekki meiri safa úr þeim, en náðst hefði með því að kreista þær nýjar. Menn verða að hafa hugfast, að ekki má þýða hraðfrystan mat í heitu lofti eða vatni, því að þá verður of ör útgufun úr honum og verður hann þurr á bragðið og missir mikið af efn- um sínum. Sama gildir og urn hægfrystan mat. Sumir kunna e. t. v. að segja, að ég komi nokkuð seint með kenningar mínar, að þær hefðu átt að vera komnar það tíman- lega að menn hefðu getað hrað- fryst öll sín ber o. s. frv. Ástæðan fyrir því, að ég birti þessa grein mína ekki fyrr er sú, að ég hafði ekki fullkomnað tilraunir mínar fyrr, en nú get ég hiklaust ráðlagt hverjum einasta manni, sem tækifæri hefir til, að láta hraðfrysta ber sín, tómata og grænmeti, ef ekki í ár, þá næsta ár. Allflest hraðfrystihús hafa tækifæri til þess að hraðfrysta grænmeti, og öll geta hraðfryst ber. Ástæðan fyrir því, að öll hraðfrystihús geta ekki hrað- fryst t. d. kálhöfuð í heilu lagi er sú, að þau hafa ekki öll salt- pækilsfrystikör, en þau sem það hafa ekki, geta fryst sund- urtekin kálhöfuð. Ég vona, að þessi nýjung eigi eftir að verða landsmönnum til mikils gagns og gróða, og ég veit að það verða fleiri en ég, sem hlakka til þess að fá ný blá- ber og rjóma á jólunum og páskunum og hvítkálsböggla á þorranum. P.t. Bíldudal 15/9. 1939 Guðni Þ. Ásgeirsson frá Flateyri. Vdur er nú knnnugt 1. Að útvegun erlendra vara og allir að- drættir til landsins eru miklum erfiðleik- um bundnir. 2. Að lækiiar og aðrir heilsufræðingar telja MJÓLK og MJÓUKURAFURÐIR einhverj- ar þær hollustu fæðutegundir, sem völ er á. 3. Að mjólkin er nú frábær að g’æðum, bæði hvað næringargildi og hætiefni snertir. Dragið því ekki stundinni lengur að stórauka neyzlu yðar á ofan- greindum fteðutegundum. Y'ður er það sjálfum fgrir beztu, og hags- munir þjóðarinnar krefjjtist þess. Garnir. Uins og að undanförnu eru vel verkaðar garnir úr heimaslátruðu fé keyptar í Garna- stöðinni í Reykjavík. Greiðsla við móttöku. Meðferð garnanna. Þegar görnin er rakin, er náð í báða endana (sUtið frá vinstr- inni og Ianganum) og görnin rakin tvöföld ofan í ílát með vatni í. Þá er gorið strokið úr görninni (tvöfaldri, jafnþættri) og hún um leið gerð upp í hespum um eitt fet á lengd og brugðið utan um (eitt bragð), með báðum endunum eða lykkjunni. Síðan er salti nuddað inn i hverja hespu og vel undir bragðið. Þá eru garnim- ar lagðar niður f lagarhelt ílát og saltað vel í hvert iag. Ef ekki myndast svo mikill pækiil, að fljóti yfir lagið, þá verður að láta vel sterkan pækil á garnirnar (24 gráðu). Þegar garnirnar eru sendar, má taka þær úr lagarhelda ílát- inu og senda í kassa. Happdrætti Háskóla tslands. Slitnar garnir. Tilkynnin Garnirnar má helzt ekki slíta. Þær gamir, sem slitna og eru í tvennu eða þrennu lagi, má hirða og láta spottana (2 eða 3) í sömu hespuna. Þær garnir, sem eru slitnar meira en í þrennt, eru ónýtar. Vinninga þeirra, sem féllu árið 1938 á neðantalin númer, hefir ekki verið vitjað: Garnaslödin. Símí 4241. 1. flokkur. A 7073, B 19389, B 24285. 10. — A 11171, C 22608. B 8609, A 12640, C 18133. B 8069, B 11621, A 16609, C 18164, B 19460, A 23063, B 23307. 15365, C 18073, D 18433, CD 19649, CD 19975, A 22412. A 8340, A 13998, C 19840, B 23304, B 24520. D 4116, C 8713, B 9562, B 11901, C 14710, A 17297, C 18053. B 1600, C 3345, A 3890, C 8685, C 9446, C 9587, 10441, B 10929, C 13369 A 17551, C 18133, C 18149, A 22439. C 1583, A 4124, D 4252, C 6826, C 9139, A 11512, C 12823, D 16534, C 16867, C 18151, A 19017, A 20935, A 22542, C 23009, A 23093. A 1322, C 1583, C 1782, AC 1990, C 2165, C 2175, A 2834, B 2849, A 3140, C 3186, C 3239, C 3708, A 4055, B 4580, B 5851, A 6386, B 6755, C 6818, C 6820, B 6987, B 7310, A 7535, A 7822, C 7957, B 8015, C 8133, C 8182, B 8773, C 8961, A 9307, A 9529, ABC 9665, 10448 B 10839 A 10947, A 11640, C 11934, C 11948, A 12334, A 12796, A 13169, A 13203, B 14517, C 14719, C 14894, B 14970, 15434, A 16364, C 16594, A 16624, A 16931, C 17253, B 17329, C 17837, C 17908, B 18017 B 18042, C 18131, C 18142, C 18145, C 18155, C 18159, C 18165, C 18427, D 18791, A 19306, C 19321, C 19475, B 20946, B 20980, A 21416, D 22552, A 22701, B 23139, D 23387, B 23647, B 24471. Samkvæmt 18. gr. reglugerðar Happdrættisins verða þeir vinningar eign Happdrættisins, sem ekki er vitjað innan 6 mán- aða frá drætti. Happdrættið vill þó að þessu sinni greiða vinn- inga þá, sem að ofan getur til 1. des. 1939. Eftir þann tíma verða vinningarnir ekki greiddir. Vinningsmiðar séu með áritun um- boðsmanns, eins og venja er til Reykjavík, 27. sept. 1939. HappdrætÉf ISáskóla íslands. er hið líklegasta til þess að opna augu fólks og leiða til auk- ins skilnings á fuglunum og lifnaðarháttum þeirra, leiða það til sjálfstæðra og hugþekkra at- hugana á mörgum fyrirbrigðum náttúrunnar, og gefa því ást á fuglunum, gróðrinum og öllu hinu villta lífi. Enn er tilfinn- ingum svo margs íslendings gagnvart fuglum og dýrum harla ábótavant, að ekki veitir af of- urlítilli siðabót. Meðan viðskipti margra manna við náttúruna ganga helzt á þann veg að tor- tíma, drepa og eyða, er fyllilega tímabær hver sú viðleitni sem hnígur að því að sporna við slíku, á einn eða annan hátt. Ekki sízt þyrfti sú siðabót að ná til kaupstaðarmannanna, sem leggja það í vana sinn að nota helgidagana að haustinu til þess að flæmast víða vegu upp til fjalla i þeim erinda- gerðum að elta og drepa rjúpur, tiðast í leyfisleysi eða jafnvel banni þeirra, er umráð hafa yf- ir rjúpnalöndunum. Vinnið ötullega fgrir Tímann. VlOlækjirsfgeymir ACCUMULATOREN-FABRIK, DR. TH. S0NNENCHEIN. Bókaútgáfa S. U. F. biður umboðsmenn sína að leggja sig fram um söfnun á- skrifenda að næsta bindi ritgerðasafns Jónasar Jónssonar. Alla áskriftalista þarf að senda innan skamms til Jóns Ilelgasonar, pósthólf 961, Reykjavík. Verð bókarinnar er 5 krónur óbundin, 7,50 í bandi. 296 William McLeod Raines Flóttamaðurinn frá Texas 293 Kaupendur Tímans Tilkynnið afgr. blaðsins tafar- laust ef vanskil verða á blaðinu. Mun hún gera allt, sem í hennar valdi stendur til þess að bæta úr því. Blöð, sem skilvísa kaup- endur vantar, munu verða send tafarlaust, séu þau ekki upp- gengin. get ég mér til um töluvert, svaraði hún. — Ef við hefðum áhuga á því að láta okkur hann skipta minna, sagði Barnett, og var var um sig. — Hann lenti í slæmum félagsskap og komst undir áhrifavald sér eldri manna, sem ekki höfðu neitt á móti glæpum siðferðilega, sagði hún. — Ég býst við að nafn eldra mannsins hafi verið Lewis. Barnett varð svo undrandi, að hann gætti sín ekki. — Hvað veizt þú um Le- wis? spurði hann. — Hann hét Buck Lewis og var um fertugt. Hann hafði áður verið kúreki og var hermaður í heimsstyrjöldinni. Lögreglumenn drápu hann nálægt Good Cheer daginn eftir að bankinn var rændur í Somerton. — Ég heyri að þú lest blöðin, sagði Barnett og nú brá biturleika aftur fyrir í rödd hans. — Við geymum mikið af gömlum blöðum i skáp heima, ég gróf þau upp og las um bankaránið í Somerton. — Og gazt þér til um eitt og annað í viðbót, sagði hann brosandi. — Sumt gat ég mér til um nú síðustu fimm mínúturnar og þú getur ekki neit- að því að ég hafi rétt fyrir mér. Mað- urinn, sem þú hjálpaðir inn í vagninn þinn í Somerton, var Alan frændi þinn. yrði drepinn ef ég væri kyrr. Ég stökk því yfir veginn, á bak hesti, sem þar var bundinn og hleypti burt úr bænum. Þá var of seint að reyna að leiðrétta mis- gripin. — Ó, hve hræðilegt! Það vildi aðelns svo til að þú varst staddur 1 bænum og svo flæktist þú inn í þetta. Var það þannig? — Onei, svaraði hann, en valdi orðin með gætni, er hann hélt áfram. — Ég fékk upplýsingar, sem komu mér til þess að óttast um vin minn og hraðaði mér til Somerton, til þess að hindra hann í að taka þátt í brjálæði, en varð of seinn. — Þú verður að fara til baka og segja allt af létta, sagði Molly. — Vinir þínir munú trúa þér og sannleikurinn kem- ur í ljós, hann hlýtur að gera það. — Hvernig? spurði hann blátt áfram. — Tveir ræningj anna hafa verið drepn- ir og sá þriðji er í felum. Menn myndu aðeins hlægja að sögu minni. — Þannig hugsaðir þú einnig, þegar þú sagðir að þú hefðir ekki skotið á Steve. Þú bjóst ekki við því að þér yrði trúað, en við lögðum tvo og tvo saman. Nú erum við viss um að Clem Oakland skaut á hann, Steve heldur það jafn- vel sjálfur. — Kraftaverk gerast ekki tvisvar í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.