Tíminn - 28.10.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.10.1939, Blaðsíða 2
TlMIHTO, langardaginn 28. okt. 1939 125. blað 498 ‘gíminrt Laufittrtlafjinn 28. «tht. E! tekjur ríkíssjóðs mínnka Eftir athugunum, sem gerðar hafa verið á skattstofnum rík- isins, má gera ráö fyrir, að þeir gefi mjög mikið minni tekjur heldur en verið hefir á undanförnum árum. Sama mun vitanlega verða sagan í hinum stærri kaupstöðum, enda má heita að í þeim öllum séu fyrir- sjáanleg vandræði um rekst- urinn. Ef til þess kemur, að ríkis- tekjur af núverandi skatt- stofnum minnki, getur verið um þrjár leiðir að ræða: 1. Að hækka eldri skattstofna eða finna nýjar tekjulindir. 2. Að taka lán til daglegra þarfa. 3. Að lækka útgjöld ríkis- sjóðs. Um fyrstu leiðina er það að segja, að í bili er ekki sýnilegt, að hún sé fær. Styrjöldin hefir enn sem komið er gert afstöðu framleiðenda til sjávar og sveita erfiðari en hún áður var. í síðasta stríði var það yfir- sjón fjármálastjórnarinnar að hækka ekki skatta, þegar marg- ar atvinnugreinir urðu alveg ó- venjulega arðsamar. En þar sem alls ekki bólar á þvílíkri vel- gengni atvinnuvegum til handa nú sem stendur, þá virðist þar lítil fjárvon. Aftur á móti mætti ef til vill gera tóbak og áfengi dýrara, ef tollgæzla er örugg. Lánaleiðin er ekki heldur álit- leg. Fyrst og fremst munu eyðslulán mjög torfengin og sennilega ófáanleg, þegar mið- að er við erfiðleika hitaveit- unnar í þeim efnum. Þá er eftir síðasta leiðin, sú að spara. Sjálfsagt þykir mönnum hún erfið. En hún er þó þrautaúr- ræðið. Og óneitanlega mun flestum þykja sá kostur betri, að vinna meira og spara meira, heldur en sá, sem mikill hluti ágætra þjóða á nú við að búa, í styrjöldum, eða undir kúgun- arhættum erlendra harðstjóra. Það virðist alveg óhjákvæmi- legt, að Alþing, bæjarfélög og einstök fyrirtæki verði að spara í stórum stíl á næstu árum. En jafnframt því þarf að finna nýjar leiðir til að framleiða mat, til neyzlu í landinu, og til sölu utan lands. Fólk í Reykja- vík og stærri kaupstöðum þarf að auka garðræktina næsta sumar. Aukinn garðmatur og aukinn sparnaður verða senni- lega beztu dýrtíðaruppbæturn- ar, sem fólkið á mölinni getur fengið, eins og nú er um af- komu atvinnuveganna. Alþing mun vafalaust gefa gott fordæmi bæði um sparnað og um einföld úrræði til al- mennra bjargráða. Reykjavíkur- bær hefir 5—6000 styrkþega á framfæri sínu og ríkissjóðs. Svipuð hlutföll eru víðar á land- inu. í einu kauptúninu er meiri hluti hreppsnefndarinnar þurfa- menn sinnar sveitar. í iðnaðar- og atvinnumálum er víða alveg fráleit eyðsla. Verkamanna- og iðnfélögin hafa knúð atvinnurekendur til að hafa miklu fleiri starfsmenn á skipum hér við land, heldur en Norðmenn hafa. Alveg ný tegund eyðslu á skipum gerist nú, þegar þjóna- og brytafélögin halda óþörfu fólki á Eimskipafélags- skipunum og Súðinni, aðeins til að láta það fá atvinnu. Um hitt er ekki skeytt, að stríðsvátrygg- ingin og kaupið eru algerlega ó- þörf útgjöld fyrir skipin. Þessi óþarfa kostnaður legst síðan á alla framleiðslu í landinu. Við erum ekki í stríði. Mæður og konur hér á landi þurfa ekki að sjá eftir sonum sínum og mönnum í skotgrafir og gaseitr- anir. Okkar stríðserfiðleikar eru tiltölulega einfaldir. Þeir eru í því fólgnir, að allir vinni og haldi eyðslu sinni innan skynsamlegra takmarka. Ef Alþing neyðist til að spara ýmiskonar útgjöld, af því að þjóðin hefir ekki efni á að eyða eins og á friðartímum, þá er það aðeins einn þáttur af mörgum. Stórkaupmenn lands- ins mega ekki láta sér koma til hugar, að nú sé tími fyrir þá að bregða á leik, og leggja nýja Crjaldeyrismálin i. Það mun vera almennt við- urkennt að viðskiptamálin hafi nú um nokkurra ára skeið ver- ið og séu enn eitt erfiðasta við- fangsefni þjóðarinnar. Um þessi mál hefir um skeið snúizt verulegur þáttur þess ó- friðar, sem háður hefir verið milli stjórnmálaflokkanna á undanförnum árum með öllum þeim ummerkjum, sem ein- kennt hafa íslenzka stjórn- málabaráttu að öðru leyti og gerðu hana sérstæða fyrir okk- ar þjóð, þangað til forustumenn flokkanna komust að raun um, að þegar miklir erfiðleikar og hættur steðja að, eru vissulega takmörk fyrir því, hve langt er hægt að ganga í tillitslausri baráttu innbyrðis, án þess að þjóðfélagið í heild sinni bíði tjón af því eða það geti jafnvel orðið því að falli. — Það sama gildir vitanlega um verzlunarmálin. Hlutverk gjald- eyrisnefndarinnax hefir verið mjög erfitt og aðstaða hennar til þess að ná góðum árangri hefir orðið enn erfiðari vegna þess ófriðar, sem verið hefir um hana. Þeir, sem til þekkja, vita, að viðskiptahöftin hafa verið og eru enn óhjákvæmileg, því miður, enda hafa deilurnar hingað til snúizt um sérstök framkvæmdaratriði, en ekki um nauðsyn haftanna út af fyrir sig. Þeir, sem unnið hafa að fram- kvæmd þeirra, hafa áreiðanlega miðað starfsemi sína við það, að bæta ástandið til þess að þjóð- in geti sem allra fyrst losnað við þá erfiðleika, sem höftin hafa í för með sér. Heilbrigð gagnrýni á vitanlega fyllsta rétt á sér á þessu sviði eins og öðru og er því ekkert við því að segja út af fyrir sig, þótt rætt sé opinberlega um þessi mál og skatta á landsfólkið. Iðnaðar- fólkið má ekki búast við að það geti lokað iðngreinum, og hrund- ið æsku landsins frá að læra framleiðslustörfin. Forráðamenn bæjarins mega ekki ímynda sér, að hægt sé að halda þar þúsund- um af iðjulausu fólki á framfæri annarra, meðan alls staðar vant- ar starfslið við nauðsynlega framleiðslu. Ef til vill finnst íslendingum ægilegt að verða að vinna, og að leyfa öðrum að vinna, og að hætta óþarfa eyðslu. En striðið heimtar af íslendingum að fara í þessar skotgrafir. Og undan þeirri kvöð virðist engin leið fær fyrir íslendinga að losa sig. Hér verður að vinna, leyfa að vinna og eyða í hófi. J. J. deilt á þá, sem fyrir fram- kvæmdum standa, eftir því sem hver og einn telur réttmætt, ef þessar umræður að öðru leyti beinast að því að leita hyggi- legra úrlausna á þessum vanda- málum, sem snerta alla þjóðina, og sameina hana til þeirra á- taka, sem gera þarf til viðreisn- ar. Það er því síður en svo, að ástæða sé til að sakast um slík- ar umræður. En það, sem á- stæða er til að sakast um, — vegna þeirra áhrifa, sem það hefir haft, — eru þær ádeilur, sem fluttar hafa verið með þeim hætti, að þær hafa miðað að því að vekja tortryggni og úlf- úð um þessi mál, og að því er virðist beinlínis í þeim tilgangi að spilla góðum árangri af starf- semi gjaldeyrisnefndar. Þetta atriði er svo veigamik- ið vegna þess, hve árangurinn á hverjum tima hlýtur að vera kominn undir samhug og þegn- skap borgaranna. Þótt þýðing- arlaust sé að sakast um það, sem orðið er, er hins vegar ekki hægt að ganga fram hjá því, þegar athuguð er öll aðstaða í þessu máli. II. Þrátt fyrir það samtakaleysi og aðra erfiðleika inn á við, sem bent hefir verið á hér að fram- an, hefir árangurinn af fram- kvæmd haftanna orðið vonum betri þegar þess er gætt, hve stórkostlega og sívaxandi við- skiptaerfiðleika þjóðin hefir þurft að stríða við á síðustu ár- um. — Nægir í því sambandi að benda á opinberar skýrslur um inn- flutninginn til landsins fyrir höftin og á haftaárunum. Við athugun á þeim kemur í Ijós, að innflutningurinn hefir á þeim 7 heilu árum, sem viðskiptahöft- in hafa staðið, í mismunandi formi, verið að meðaltali rúml. 18 milj. króna lægri en hann var að meðaltali síðustu 4 árin fyrir höftin. — Þessi sparnaður hefir náðst þrátt fyrir það, að sam- tímis þurfti að stofna til stór- kostlegs innflutnings vegna nauösynlegra breytinga á fram- leiðsluháttum til þess að tryggja útflutninginn, vegna opinberra framkvæmda og til þess að byggja upp innlendan iðnað á ýmsurn sviðum. Munu rækileg- ar skýrslur um þetta verða birt- ar innan skamms. Er þetta allt kunnara en svo, að ástæða sé til að ræða það frekar að þessu sinni, enda munu þeir fáir, sem í alvöru hafa haldið því fram, að landið hefði efni á því að flytja inn erlendar vörur, hverj- ar sem væru, án takmörkunar. III. Nú hefir það hins vegar skeð nýlega, að blöð Sjálfstæðis- flokksins, hafa tekið upp bar- áttu fyrir afnámi haftanna og það um sama leyti og Evrópu- styrjöldin hófst. Krefjast blöðin þess, að gjaldeyrisnefndin og öll starfsemi hennar verði lögð niður. Skal þessi krafa athuguð stuttlega. Enda þótt mikill árangur hafi náðst undanfarið af fram- kvæmd haftanna eins og bent hefir verið á, og að það er þeim að þakka að unnt hefir verið að halda í horfi með innkaup á brýnustu nauðsynjum og aðrar óhjákvæmilegar greiðslur, er gjaldeyrisástandið eigi að síður mjög erfitt. Gjaldeyrisnefndin hefir, því miður, ekki getað ráðið við það, að aflabrestur hefir orðið hér ár eftir ár. Þorskveiðarnar hafa brugðist 4 ár í röð — en kostn- aðurinn við þessar veiðar hefir hins vegar ekki brugðizt. Hún hefir heldur ekki getað ráðið við það, að sumar viðskiptaþjóð- ir hafa hætt að kaupa afurðir landsins, sem þær keyptu áður fyrir tugi miljóna. Ástandið er þannig, í stuttu máli sagt, að stefna þjóðarinnar í viðskiptamálunum verður að vera: 1. Að vinna að því, eftir því sem unnt er, að tryggja innkaup á óhjákvæmilegum nauðsynj- um til fæðis og klæðis lands- fólkinu og til framleiðslu út- flutningsverðmæta. Kaupgeta landsins út á við verður að beinast að þessu. En til þess að þetta megi takast, verður að gera tvennt: 2. Að takmarka mjög og enn meira en áður innkaup á öll- um þeim vörum, sem mögu- legt er að vera án. 3. Að hafa fullkomið eftirlit með því, að sá gjaldeyrir, sem til fellur fyrir útfluttar vörur og annað, komi til skila. Þetta eru nú einmitt höfuð- þættirnir í starfi gjaldeyris- nefndarinnar. Það verður að gera ráð fyrir að ekki orki tví- mælis um fyrsta atriðið, urn það, hvaða vörur nauösynlegast er að flytja til landsins. Að því er snertir þann inn- flutning, sem óþarfur er eða miður nauðsynlegur, hafa komið fram þær skoðanir, að innflytj- endur mundu ekki kaupa slíkar vörur, þótt heimilt væri og að bankarnir myndu ekki láta gjaldeyri til greiðslu á þeim, þótt keyptar væru. Um þetta er það að segja, að þótt vissulega séu til innflytj- endur, sem trúa mætti til þess að kaupa ekki óþarfavörur, er það svo um flesta, að þeir kaupa fyrst og fremst það, sem þeir geta hagnazt á að verzla með, og hagnaðarvonin er mest í sam- bandi við slíkan varning. FERDABÆKUR Vilhjálms Stefáossonar I. í upphafi máls míns læt ég þess getið, að ég hefi hvorki séð h'öfundinn eða heyrt og svo að segja gleymt því litla, sem ég hafði lesið eftir hann, áður „Ferðabækur" fóru að berast mér. En því er ritfregn þessi samin, að furðu lítið hefir enn verið minnst á Fb. og þá búið að ritið nái ekki til eins margra og vert er. Vilhjálmur er fæddur i Nýja íslandi 1879, en ólst upp í veðravítinu Dakota, ,sem veður- barinn kúasmali, efndi þar 18 ára til baslbús, er fór út í veð- ur og vind i einum hriðarbyln- um og vatt sér þá inn á mennta- brautina, féslyppur einstæðing- ur. Lagði hann sig fyrst eftir skáldskap og fitlaði eitthvað við ljóðagerð, en kom brátt auga á, að miklu merkilegast væri að gjörast athafnaskáld. Því til undirbúnings nam hann fyrst samanburðar guöfræði, en snéri sér síðan að öðrum greinum mannfræðinnar, las allt um Suðurálfu, sem hann náði til og ætlaði sér í leið- angur til Mið-Afríku þegar er færi gæfist. En þá tók forsjón- in í taumana og leiddi hann af þeirri braut. Vilhjálmur hafði ritað grein um fund Grænlands og við- skipti hinna fornu Grænlend- inga við Skrælingja, en hún hafði komið fyrir augu eða eyru foringja íshafsleiðangurs, sem þá var á döfinni. Leit hann svo til, að Vilhjálmur mundi hafa áhuga á þeim fræðum og vildi því fá hann í leiðangur- inn. Lét Vilhjálmur ekki á sér standa og réðist þegar til ferð- arinnar. Leiðangursmenn fluttust á skipi vestur um Beringssund og norður í íshaf, en Vilhjálmur fór einn síns liðs landveg frá Winnipeg og norður eftir Mack- enziefljóti um óbyggðir og ís- fláka Norður-Kanada. Hann gat því hagað ferðinni nokkuð að vild sinni og fékk þegar fæiá á að kynnast Eskimóum norður þar og siðum þeirra. Og er leið- angursskipið komst eigi á á- kvörðunarstað sinn, varð hann alfrjáls ferða sinna. Tók hann þá þegar það ráð að semja sig sem mest að háttum Skræl- ingja, vera á vist með þeim og lifa þeirra matlífi. Með því vann hann það tvennt, að kynnast þjóðháttum þeirra og máli og bjargast við þeirra kost og á þeirra vísu og varð við þaö miklu óháðari þægind- um hvítra manna. Fyrir það tókst Vilhjálmi ferðin það vel, að það þótti sýnt, að hann væri þá þegar snjallari norðurfari en nokkur annara. Þetta varð til þess, að for- stjóri Náttúrugripasafnsins vestheimska fól honum að vera fyrir leiðangri til Viktoríueyjar og landa þar umhverfis, til þess að leita uppi Skrælingja, er þá höfðu eigi komizt í tæri við menninguna og þá einkum til að hafa uppi á kynflokk, er sagður var mun bjartari yfir- litum en Skrælingjar eru al- mennt og komast fyrir hverju það sætti. Leiðangurinn heppnaðist Vil- hjálmi í bezta lagi, hann kynnti sér siðu fólksins og málfar og sýndi að ferðast má um ís- breiðurnar jafnt sumar sem vetur með smálitlu af menn- ingartækjum nútímans og að á þann hátt gengi íerðalagið stórum betur. Auk glæsilegs á- rangurs annars, færði hann, svo sem frægt er orðið, rök að þvi að björtu Eskimóarnir mundu vera blendingur af ís- lendingum og Skrælingjum, sem síðan hafa styrkzt svo að nálgast vissu. Svo mikið þótti til þeirrar ferðar koma, að stjórn Kanada fól honum forstöðu nýs íshafs- leiðangurs og merkilegs, með miklum og vönduðum útbúnaði valinna vísindamanna. Var ætlunarverk hans að kanna úthafið norður af ströndum Al- aska og Hudsonsflóalöndunum, er ókunnugt var um, og leita nýrra landa. Sá leiðangur hófst með þungu áfalli. Aðalfarkost- urinn með mestu af forða og farangri leiðangursins fórst í ís og var það óbætanlegt tjón. En við það bættist, að Vilhjálm- Um yfirfærsluna er það að segja, að kröfurnar myndu safn- ast upp og verða greiddar fyrr eða síðar, einnig án þess að gjaldeyririnn væri sóttur til bankanna, ef ekkert væri gert til þess að tryggja að hann gengi til þeirra. Loks kemur hér til greina að auðveldast yrði að kaupa óþörfustu vöruna, vegna þess að aðrar þjóðir eru fúsari að leyfa útflutning á henni en nauðsynjavörunum. Reynslan hefir sýnt og sannað, aff þaff er ekki unnt aff útiloka eyffslu á gjaldeyri til ónauffsynlegra innkaupa, nema meff því aff úti- loka innflutninginn. Ennfremur hefir reynslan sýnt það ótvírætt, áð litið er á vöru- skuldir, sem ekki er hægt að greiða, eingöngu vegna gjald- eyrisskorts, sem skuldir þjóffar- innar og það án tillits til þess, hvort þær eru stofnaðar til kaupa á nauðsynlegum eða ó- nauðsynlegum vörum. Um þriðja atriðið er það að segja, að eftirlitið með gjaldeyr- isskilunum er óhjákvæmilegt til þess að bankarnir fái þann gjaldeyri, sem þeir þurfa í óhjá- kvæmilegar greiðslur. IV. Það er erfitt að sjá hvernig blöð Sjálfstæðisflokksins hugsa sér að landið geti eins og nú er ástatt verið án gjaldeyrisnefnd- arinnar og starfsemi hennar. — Hitt er annað mál, að nefndin verður að sjálfsögðu í starfshátt- um sínum að taka fullt tillit til þess sérstaka ástands, sem skap- azt hefii' nú vegna ófriðarins. Þegar athugað hefir verið hvernig gjaldeyrisástandið er og hvaða ástæður það eru,sem gera viðskiptahöftin óhjákvæmileg, eins og gert hefir verið hér að framan, virðist tæplega ástæða til að taka kröfu Sjálfstæðis- blaðanna um afnám viðskipta- haftanna þannig að hún sé sett fram í alvöru. Hitt er líklegra, að hún sé framkomin vegna ó- ánægju sérstakra innflytjenda með þeirra hlut af innflutningn- um. Nú er það svo, að allir innflytj- endur virðast óánægðir með sinn hlut og bendir það til þess, að nefndin hafi í skiptingu inn- flutningsins ekki verið fjarri því, sem sanngjarnt er. En það er ástæða til að benda áhrifamönnum þeim, sem deila á nefndina fyrir sérstök fram- kvæmdaratriði, svo sem skipt- ingu innflutningsins, að þótt ágreiningur sé og hljóti alltaf að verða um slíkt, þá sannar það ekki að starfsemin sé gagnslaus fyrir heildina eða jafnvel til tjóns. Um helztu deiluatriö- in, skiptingu innflutningsins í helztu vöruflokkum og fleira í framkvæmd nefndarinnar, ætti að vera hægt að koma á sam- komulagi í aðalatriðum fyrir á- ur mátti sjálfum sér um kenna, að því hann segir, og dregur enga dul á. Svo stóð á, að aust- ur með íslöndunum var farið ýmist innleið, lengri og örugg- ari, eða útleið, styttri en hættu- legri. En með því, að leiðang- urinn hafði tafizt meira en ráð var fyrir gert, kaus Vil- hjálmur að fara styttri leiðina ofan í ráðlegging kunnugasta mannsins um þær slóðir. Missti leiðangurinn þar obbann af farangrinum og flest hjálpar- tækin og varð því að snarbreyta ferðaáætluninni .En það, sem þó mestu munaði, var það, að Vilhjálmur missti af trausti sumra félaga sinna og þar á meðal mannsins, sem næstur honum gekk og mest traust hafði sakir afburða gáfna, at- gerfis og þekkingar. Gerðist hann forsprakki að uppsteyt gegn Vilhjálmi, svo mögnuðum, að hann neitaði að láta af hendi við Vilhjálm útbúnað til áætlaðrar ferðar hans. Svo stóð á, að Vilhjálmur hafði á- kveðið að fara yfir svonefnt Beauforthaf á sleðum og lifa á gæðum hafsins á þeirri leið. Þetta töldu allir hið mesta ó- ráð sakir þess, að snautt mundi um dýralíf á íshafsbreiðunum er frá landi drægi og því óverj- andi að hjálpa honum til að leggja í slíka hættuferð. Með harðfylgi yfirburðamannsins tókst þó Vilhjálmi að eyða mót- spyrnunni, en fyrir tafirnar urðu honum ferðirnar miklu erfiðari, enda útbúnaður lak- ari en vera þurfti. Samt tókst honum með langþreki sínu og AfmæHsvísur tíl Bjarna Bjarnasonar skólastjóra. Það var haust og fölvuð fjöllin, foldar sölnuð blóm, fuglasöngur fagur búinn, fegurð, auðn og tóm. Þeytti lúður Þverá forna þungan, stríð og köld. Þar við flauminn fæddist Bjarni fyrir hálfri öld. • Þar við flauminn fæddist Bjarni fyrir réttri hálfri öld. Óx að viti og vizku drengur, vafinn móðurarm, hæli tryggt var honum búið hlýjan upp við barm. Ungur steig á stolck og mælti: — streymdi æskublóð — „Ég skal verða stór og sterkur, styrkur landi og þjóð. Ég skal verða stór og sterkur, styrkur landi mínu og þjóð.“ Efndi heitin hraustur drengur, hugumstór og knár, skólamenntun hlaut að höppum hann um fjölmörg ár. Safnaði góðum andans arði, efldi fjör og þrótt, sund og fangbrögð frækinn þreytti fram á rauða nótt. Sund og fangbrögð frækinn þreytti fram á rauða, rauða nótt. Sittu heill sem heiðursgestur, hjá oss nú í dag, æska landslns einum rómi ymur sama lag. Enn er dagur hár og heiður hálfnað æfistarf. Gefðu öruggt eftirdæmi. Ungur hjálpar þarf. Gefðu öruggt eftirdæmi. Ungur maður hjálpar þarf. Sittu heill við héraðsskóla . hæstan þessa lands, Snúi héðan hrund og halur hæf til betri manns. Sittu heill á þjóðarþingi, þegar vandast ráð, renni undan rifjum þínum ráð, sem duga í bráð. Renni undan rifjum þínum ráð, sem duga í lengd og bráð. Þökk frá byggðabúum dalsins beinist að þér góð, til þín rétta hlýjar hendur héraðsmenn og fljóð. Konu þinni og börnum báðum bindum heiðurskrans. Sértu jafnan sómi þjóðar, sómi þings og lands. Sértu jafnan sómi þjóðar, sómi þings og föðurlands. Páll Guðmundsson, Hjálmsstöðum. kveffið tímabil t. d. eitt ár í senn, svo að ekki þurfi stöðugt að standa um þetta harðvítugar deilur til tjóns fyrir alla. En grundvallarskilyrði fyrir því að slíkt samkomulag geti náðst er það, að þeim, sem að því standa, sé ljóst, að ákvarðanir gjaldeyrisnefndar um innkaup á vörum hljóta að miðast við það að tryggja landsfólkinu óhjá- kvæmlegar nauðsynjar á jafn- réttisgrundvelli, en ekki við það að tryggja einstaklingum eða einstökum fyrirtækjum aðstöðu til að hagnazt á verzluninni með þessar nauðsynjar. — y. stakri einbeitni, nákvæmustu forsjá og fyrirhyggju að koma fram ferðinni óhappalaust, þótt oft lægi við slysi. Með ferð þessari við þriðja mann, austmanna tveggja, um hafísinn, alla leið frá Alaska að Bankslandi, sem tók fulla 3 mánuði (22/4.-25/6. 1914), unz Vilhjálmur náði aftur landi, sannaði hann kenningu sína, þá, að í íshafinu væri engu minna dýralíf en með löndum, svo að um þau mætti vel fara nestislítið og eyddi þar með fyrri kenningum um, að þar væri ördeyða eða „líflaust haf“. Til manna komust þeir félagar ekki fyr en 11. septem- ber og voru þá taldir af fyrir löngu, en það varð aftur til þess, að fyrirmælum hans um hjálparleiðangra var ekki hlýtt og olli það stöðugum örðugleik- um og dró úx árangri leiðang- ursins. En þrátt fyrir það varð för hans hin frækilegasta. Fann hann og kannaði ný lönd, þris- var sinnum stærri en ísland eða meir og leiðrétti fyrri mælingar á stórum svæðum, auk þess sem hann jók þekkingu á lífs- háttum og málfari Eskimóa og þá sérstaklega þeirra, sem lifðu sínu sæla steinaldarlífi, meir en nokkur annar fyrr og síð- ar, en ferð hans þótti svo fræki- leg, að hann var sæmdur heið- ursmerki því, er pólförunum Peary og Amundsen einum manna hafði hlotnazt, enda flaug frægð hans um allar jarð- ir. — Vilhjálmur hafði búizt í nýj- an leiðangur útnorður í höf, en

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.