Tíminn - 28.10.1939, Page 3

Tíminn - 28.10.1939, Page 3
125. blað TÍMIWM, laaigardagiim 28. okt. 1939 499 A N N A L L Gullbrúðkanp. 25. þ. m. áttu gullbrúðkaup hjónin Jón Eyjólfsson og Sig- ríður Guðmundsdóttir, nú til heimilis í Langholti í Anda- kílshreppi í Borgarfjarðar- sýslu. Þau byrjuðu búskap á Litla-Kroppi, en bjuggu síðar, og lengst af, á Kópareykjum í Reykholtsdal. Fyrir um 10 ár- um hættu þau þar búskap, og eftirlétu jörðina eldri dóttur sinni, Helgu, og manni hennar, Sigurjóni Jónssyni, sem síðan hafa búið þar. Fóru þau þá til yngri dóttur sinnar, Jóneyjar, og tengdasonar, Einars Sig- mundssonar, sem þá byrjuðu búskap í Langholti, og hafa búið þar síðan. Um 40 ára skeið hefir Jón verið leitarforingi á Arnar- vatnsheiði, hestageldingamaður og aðal dýralæknir héraðsins, þótt ólærður sé. Hefir það starf hans heppnazt með afbrigðum vel, enda er hann dýravinur mikill og natinn við skepnur. Vegna þessara starfa sinna ut- an heimilis hefir forsjá þess oft lent mikið á Sigríði konu hans, en þar hefir líka verið kona, sem hefir getað tekið til höndum til flestra verka. Þau hjón eru nú bæði komin fast að áttræðu, og á Sigríður áttræð- isafmæli 30. okt. n. k. Þó eru þau bæði ung og hress í anda og starfi, og gegna störfum sín- um enn, með sömu elju og á- stundun og þau hafa alla tíð gert. Margt vina- og ættfólk þess- ara heiðurshjóna mun minn- ast þessa hátíðisdags í lífi þeirra. Fá hjón eiga því láni að fagna að fá að dvelja svo lengi saman, og enn færri njóta þeirrar hylli guðanna, að halda svo lengi jafnlítið óskertum kröftum andlega og líkamlega, sem þau hjón hafa enn í dag. Friðarhlýjar árnaðaróskir hér- aðsmanna og annarra sem þekkja þau, munu streyma til þeirra óskir um það, að æfi- kvöld þeirra verði jafn ánægju- og gæfusamt, sem hálfrar aldar samvera þeirra hefir alla tið verið. G. I. B Æ K TJ R nmrmnifflBrrmmiii ' ii i iim i i 11 m imi11 i Andvari, 130 bls. Verð í lausasölu 3 krónur óbundinn. Hinn 64. árgangur Andvara, tímarits Hins íslenzka þjóðvina- félags, hefir inni að halda nokkrar fróðlegar og góðar greinar, eftir ýmissa mennta- menn þjóðarinnar. Fyrsta greinin í ritinu er um Tryggva Þórhallsson, rituð af dr. Þorkeli Jóhannessyni. Rekur hann í upphafi ritgerðar sinnar ýmsa þætti úr sögu þjóðarinnar og aðdragandanum að breyting- um og menningarumbótum síð- ustu áratugi. Víkur hann siðan að uppeldi Tryggva, námsferli hans, lífsstarfi og æfiafrekum. í lokakafla ritgerðarinnar rifj- ar Þorkell upp minningar frá alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930, er „hinn glæsilegi formað- ur íslenzku ríkisstjórnarinnar lýsti friði og helgi alþingis yfir nær þriðjung alls landslýðs, er þá var viðstaddur,“ segir Þor- kell. Og hann heldur áfram: „Af starfi og afrekum liðinna ára hafði þjóðin eflzt til trúar á sjálfa sig og framtíð sína. Á þessu augnabliki var hún frjáls af öllu því, sem fyrrum hafði þjakað henni þyngst. Þessa daga var ekki til einn einasti hallær- ismaður á öllu íslandi, kannske í fyrsta sinn í þúsund ár. Þeim hefir fjölgað aftur síðan, og hermönnum vorsins fækkað, þótt að vísu sé æðrulaust haldið í horfið enn sem fyrr í barátt- unni miklu, sem kraftana eflir og slítur þeim, lífgar og deyðir: Hinni miklu baráttu fyrir frelsi og gengi þjóðar vorrar — fram- tíð íslands.“ Aðrar greinar í tímaritinu eru eftir Guðmund Friðjónsson um ferðalag um jól og ýmsar hug- leiðingar er spinnast út af því er fyrir ber, Baldur Bjarnason stud. mag. ritar um Clemenceau, Steindór Steindórsson mennta- skólakennari skrifar ítarlega og skemmtilega grein um blóm og aldini, Barði Guðmundsson ræð- ir um kenningar sínar um ætt- erni íslendinga og dr. Björn K. Þórólfsson ritar um verzlunar- einokunina á árunum 1733— 1758. Hreinar léreftstuskur kaupir I'**eiiísmlðjan Edda Lindargötu 1 D. BRYNJÓLFUR ÞORLÁKSSON stillir og gerir við piano og or- gel. — Sími 4633. áður en hann legði af stað, á- sóttu hann sjúkdómar, tauga- veiki, lungnabólga og brjóst- himnubólga, hver af öðrum, og varð hann þvi að hætta við ferðina, sér til mikils angurs, og fela hana öðrum. Hér hefir verið stiklað á því stærsta og að eins drepið á það helzta, er umskiptum olli, svo lesendur geti rámað í hve stór- merkilegum atburðum Ferða- bækur hans segja af. Því skal að eins bætt við, að ferðasagan er prýðilega rituð og hin fróð- legasta og man ég ekki eftir ferðabók, sem veitir aðra eins þekkingu og hún á sínu sviði, rétt eins og höfundurinn hafi ætlað sér að kenna mönnum að ferðast um íslöndin eða „Heimsskautslöndin unaðslegu", sem hann kallar og sjálfsagt er réttnefni frá sjónarhól þrek- mennisins. Frágangur allur er hinn prýðilegasti og á útgef- andinn, Ársæll Árnason, miklar þakkir fyrir. í síðara kafla þessarar grein- ar mun svo sagt nokkuð af, hve miklu meir afrek hans skiptir vora landa en aðrar þjóðir og hvernig hann kemur lesandan- um fyrir sjónir. II. Sakir legu landsins, svo að segja í skugga falljöklanna grænlenzku, og nafngiftarinnar, sem flest illt hefir oss gert, hef- ir oss jafnan veitt erfitt að koma öðrum þjóðum í skilning um, að hér byggi menningar- þjóð með fullrétti til að lifa sínu lífi, en það er og verður jafnan hornsteinninn undir sjálfstæði landsins, því á öðru tilkalli höf- um við veslingar ekki að byggja. í þeim efnum hefir oss vissu- lega mest dregið ljómi sá, er stafar af afrekum forfeðra vorra. Austan áls, og þá einkum með bláa kyninu, er það Snorri, sem skærust birtan stendur af, en vestan hafs eru það fyrst og fremst Eiríkur rauði, Leifur heppni og Þorfinnur karlsefni, er lýsa sem stjörnur um nótt. Og við þann fríða hóp hefir nú Vilhjálmur bætzt og sýnt alþjóð manna að enn stöndum vér á gömlum merg, þar hann hefir rutt sér rúms meðal afreks- manna með frændþjóðum vor- um, er ágætastir þykja með norðurförum og með því sett „föðurland“ sitt við hlið þeirra þjóða, er þar skipa fremsta bekk. En það hefir þá þýðingu að ekki er unnt að rita sögu ís- hafsferðanna án þess ísland fái þar sinn þátt. Við það berst hróður landsins um allar álfur, því slíkar ferðir þykja jafnan frægastar. Vestmenn hafa lengstum verið vel til íslendinga, og því meir, er fram líða stundir. Og nú eru dá- leikar þeirra á vorum löndum það áberandi að ekki er laust við að sumum frændþjóðum vorum leiki nokkur öfund á. Að vísu þykist ég vita, að þeir vestur- landar vorir eigi sjálfs sín fram- kvæmd fyrir að þakka og skal sízt úr því dregið, en þó verður að hafa það fyrir satt, að hinir fornu landafundir íslendinga hafa blásið þar meir undir en menn gera sér ljóst. M. A. kvartettlnn syngtir í Gamla Bíó suimud. 29. okt. kl. 3 síðd. Garnir. ESJAltxM ÞÓRÐARSON aðstoðar. Eins og að tmdanförun eru vel verkaðnr Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun ísafoldar og Bókaverzl- un Sigfúsar Eymundssonar, eftir hádegi í dag. —- Fjölbreytt söngskrá. — garnir úr heiniaslátruðu fé keyptar í Garna- stöðinni 2 Heykjavík. Greiðsla við móttöku. Til þess eru þau rök, að Vest- mönnum er það metnaöarmál að frændur þeirra og kynbræð- ur njóti frægðarinnar af fundi álfunnar og halda því þá fast fram, að Columbus hafi stuðst við sagnir um þær ferðir, enda mun það mála sannast að þeirri staðhæfingu verði seint hrundið eftir að haft er fyrir satt, að hann hafi dvalið í Bristol, aðsetri hvalveiðaleiðangranna, þar er sjómannasögur um þær æfin- týraferðir gengu þá fjöllum hærra. En það leggur sig sjálft, að hvenær, sem nafn Vilhjálms er nefnt, minnir það á landa- fundina gömlu og er það trúa mín, að að því sé og verði þjóð- arbrotinu vestan hafs meiri styrkur en nú órar þá fyrir. Þá er það alkunna, að Vest- menn leggja manna mest upp úr því að geta rakið fram ættir sínar til sæmilegra manna og er þeim það vorkunn, jafnmiklu og þar ægir saman af kynflokkum hnattarins. Þar standa íslend- ingar vel að vígi, því kyn vort mun þykja hreinna og fastara en flestra annara, enda hefir engin þjóð neitt lík tök á að rekja ættir sínar til langfeðga þeirra, sem hverjum manni er sómi að. En vitanlega kemur það eigi að haldi til lengdar nema verkin sýni merkin um að stofninn sé góður. Veit ég að vesturlandar vorir hafi þar vel haldið uppi stönginni en hitt engu síður, að Vilhjálmur verð- ur þeim í þeim efnum margra manna maki, og mætti þeim vera það ómetanleg stoð í lífs- baráttu sinni. Að því nákunnugur maður Vilhjálmi hefir sagt mér, er hann boðinn og búinn til að rétta löndum sínum hjálpar- hönd hvenær sem á þarf að halda og þarf ekki að orðlengja það, hvílíkur styrkur þeim er í trausti manns, sem er í talfæri við merka stórhöfðingja og get- ur flutt mál sitt fyrir þeim, enda íslendingar notið þess og nú síðast á heimsýningunni í New York. Er gott til þess að vita, að þar eigum við hauk í hoi’ni, hvenær sem til þarf að taka. Meðan bændur voru aðal- stéttin hér á landi og héldu uppi leifunum af hinni fornu göfgi hennar voru það órituð lög, að þeim væri skylt að halda uppi virðingu sveitar sinnar í öðrum héruðum, og man ég það vel að þeir, sem út af því brugðu, sættu meinhörðum ákúrum fyrir. Og í útlöndum var öllum sæmileg- um íslendingum raun að þeim löndum, er þar reyndust miður sín, og það svo, að þeir af litlum efnum hjálpuðu þeim til að komast heim eða hverfa í þjóða- hafið í Vesturheimi. Slíkur metnaður hefir auðsæilega ver- ið samgróinn Vilhjálmi og hef- ir styrkt hann, einstæðinginn, sem engan átti að, innan um mannval mestu og mikilhæfustu þjóðarinnar, til að vanda róður sinn sem bezt hann kunni, rétt eins og landarnir, er hófust til þess að verða ráðamenn Noregs- konunga, svo sem Úlfur stallari. Og þar hefir Vilhjálmur notið einskis fremur en manngöfgi sinnar. Hún skín sem leiðarljós um allar Ferðabækurnar og fyr- ir hana tókst honum að laða fé- laga sína til þess að leggja sig alla fram í starfi sínu og brjóta sig alla til þess að bæta úr þeim skyssum, sem þá hafði hent. Að þessu leyti er Vilhjálmur og hin fegursta fyrirmynd og því tel ég að hollari lestur en Ferðabæk- urnar sé ekki unnt að fá æsku- lýð vorum í hendur. Við íslendingar eigum enga allsherjar sögu og því býsna snautt um allsherjar minningar, ex vermi henni um hjartaræt- urnar. Og til þess má því víst rekja að önnur þjóð hefir ekki lagt meiri rækt við mannfræði sína en hún, enda sumum þótt smátt til tínt nú á síðustu tím- um. En þótt svo kunni að vera, Læríð að synda. Sundnámskeið í Sundhöll- inni hefst að nýju mánudaginn 30. þ. m. Þátttakendur gefi sig fram í dag og á morgun kl. 9 til 11 f. h. og 2 til 4 e. h. Upplýsingar á sömu tímum i síma 4059. Simdliöll ISeykjavíkm* Dvöl segir ekki sjálf að hún sé bezta tímarit lands- ins, en mörgum vand- látum bókamönnum þykir vænt um að eiga hana alla frá byrjun í bókaskápn- um sínum. Kaupendur Tíuians. Gjalddagi Tímans var 1. júní sl. Margir hafa enn ekki gert nein skil til blaðs- ins fyrir yfirstandandi árg. Væri æskilegt að kaupend- ur greiddu blaðið hið fyrsta, annaðhvort í póstá- vísun beint til innheimt- unnar í Reykjavík eða til innheimtumanna blaðsins, sem eru í nær öllum hrepp- um og kaupstöðum. Þeir kaupendur, sem ekki greiða yfirstandandi á r g a n g blaðsins, mega búast við að hætt verði að senda beim blaðið um næstu áramót. ÚtbreiðiS TÍMANN má þjóðin þó eiga það, að hún kann aö gera sér mannamun. Hnígur það til þess, að þeim mönnum, sem íslendingar hafa mesta elsku á, Forseta og Jón- asi, hafa verið gerð sæmilegustu skil með útgáfu rita þeirra, eftir því sem geta var til og við mátti búast. Slík skil ber oss að gera Vilhjálmi Stefánssyni og því skal bundinn endir á þessar línur línur með því að skora á stjórn Menningarsjóðs að gangast fyrir því að aðalrit þessa frægasta landa vors verði, meðan hans nýtur við, gefin út í fagurri út- gáfu, enda eiga þau skilið að prýða bókaskáp hvers þess ó- svikins íslendings, er eitthvað þykist vera að manni. Og með því getum við þá líka sýnt lit á því að höggva smálítið í þakk- arskuld þá hina miklu, er við stöndum við vesturlanda vora. Magnús Torfason. Meðferð garoanna. Þegar görnin er rakin, er náð í báða endana (slitið frá vinstr- inni og langanum) og görnin rakin tvöföld ofan í ílát með vatni í. Þá er gorið strokið úr göminni (tvöfaldri, jafnþættri) og hún um leið gerð upp í hespum um eitt fet á lengd og brugðið utan um (eitt bragð), með báðum endunum eða lykkjunni. Síðan er salti nuddað inn í hverja hespu og vel undir bragðið. Þá eru garnim- ar lagðar niður í lagarhelt ílát og saltað vel í hvert lag. Ef ekki myndast svo mikill pækill, að fljóti yfir lagið, þá verður að láta vel sterkan pækil á garnirnar (24 gráðu). Þegar garnirnar eru sendar, má taka þær úr lagarhelda ílát- inu og senda í kassa. Slitnar garnir. Garnirnar má helzt ekki slíta. Þær garnir, sem slitna og eru í tvennu eða þrennu lagi, má hirða og láta spottana (2 eða 3) í sömu hespuna. Þær garnir, sem eru slitnar meira en í þrennt, eru ónýtar. Garnastöðin. - Sími 4241. For eldrar! Klæðið börn yðar Gef j unas’f ötum. Jafnan fyrirliggjandi gott úr- val af Frakka- og fataefimm. Saumum allskonar drengja- fatnaði fljótt og vel. Drengj af rakkar á 10—11 ára fyrirliggjandi. Athugið verð og vörugæði hjá okkur áður en þér festið kaup annarsstaðar. Verksmiðjuútsalan Aðalstræti ---- Sími 2838. ÚTBREIÐIÐ TÍMANN 316 William McLeod Raine: eins og maður? hrópaði Molly. — Ég skal gera allt sem ég get. Ég á 8000 dollara eftir móður mína. Ég skal láta þig hafa það allt undir eins og ég get komið því í kring. — Þú getur gefið mér það sem heim- anmund með þér þegar við erum gift. — Hvaða gagn er að því að segja slikt? Þú veizt að ég get ekki gifzt þér! Faðir minn myndi aldrei leyfa það, jafn- vel þó ég vildi fórna lífi mínu þannig. — Þú ert myndug. Allt sem Clint gæti, væri að halda okkur laglega brúð- kaupsveizlu á eftir. Við myndum láta hjónavígsluna fara fram í kyrrþey og Texasmaðurinn hérna yrði svaramaður. Glott Oaklands stöðvaði blóðið í æð- um Molly. Hann var ekki mannlegur. Hann vildi hafa það, sem hann krafð- ist, hvernig sem hún bæði hann. — Þetta hefir ekkert að þýða, Molly, sagði Barnett lágt en mjög ákveðið. — Þú getur ekki átt nein kaup við hann. Ég myndi aldrei þola að þú fórnaðir sjálfri þér. En það hefði ekkert að segja, þó að þú gerðir það. Hann héldi aldrei orð sín, því að hann er lygari, engu síður en heigull. — Hvað á þetta að þýöa? öskraði Oak- land. Barnett leit gráum og stöðugum aug- Flóttamaðurinn frá Texas 313 hlaupandi. Hann vissi líka, að það var satt, sem Barnett hafði sagt honum. Honum var alls ekki óhætt, ef hann snerti þessa konu, nema ef hún væri konan hans. Hann lézt ekki heyra uppástungu hennar. — Þetta ex engin þvingun eða hót- anir, eins og þú getur skilið. Þú getur sagt já eða nei. Þitt er valið. — Ég get ekki einu sinni hugsað til þess. Það er ófyrirgefanlegt að minn- ast á það. — Ágætt! Mér fellur það vel ef þér sýnist svo. Hann leit íbygginn á fangann: — Þú ættir að kveðja herra Barnett. Við leggjum af stað nú þegar, þar eð við eigum langa leið fyrir höndum. — Ég kem með ykkur, hrópaði Molly. — Nei, sagði Oakland og glotti illi- lega. — Ég tek hann á bak fyrir framan mig og þú getur ekki fylgt okkur. Þér er bezt að kveðja hann núna, það er ó- líklegt að þú sjáir hann aftur. — Hvað ætlar þú að gera við hann? hrópaði Molly í örvæntingu. — Ég fer með hann til Tincup, svar- aði Oakland glottandi. — Ég vona bara að hann reyni ekki að komast undan, það væri ekki gott fyrir hann. Ég er

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.