Tíminn - 28.10.1939, Síða 4

Tíminn - 28.10.1939, Síða 4
TÍMIM, lawgardaginn 28. okt. 1939 125. blat* 500 é Yfir landamærin 1. Aðalgrein Morgunblaðsins I morg- un væri afsakanleg, ef hún birt- ist í ábyrgðarlausu stjórnarand- stöðublaði eins og t. d. kommúnista- blaðinu. En i blaði, sem styður ríkis- stjórn á óvenjulega erfiðum tímum, er hún bæði heimskuleg og illgjörn í mesta máta. 2. Efni greinarinnar er það, að vegna þess að kaupmönnum hafi ekki verið leyft að birgja sig upp með vefnaðar- vörur í sumar verði þjóðin að kaupa þær miklu dýrara verði í framtíðinni. Reynir blaðið að benda á þetta sem sönnun þess, að höftin séu og hafi verið til bölvunar. Því er þó mæta vel kunn- ugt um, að þjóðin hefir tæpast haft gjaldeyri til að greiða með daglega notkun hinna brýnustu nauðsynja eins og matvara, kola, olíu, salts o. s. frv. og hefir litlum birgðum getað safnað af þeim vörum. Mun þó öllum koma saman um, að slíkar vörur eigi að ganga fyrir meira og minna óþarfri vefnaðarvöru, sem þjóðin verður að spara við sig, ef enn harðnar í ári. Er það því í mesta móti furðulegt og ósvífið, að blað, sem veit um þetta ástand, skuli reyna að verja tortryggni gegn gjaldeyrisnefnd fyrir að hafa ekki látið birgja landið upp af vefnaðar- vöru, meðan ekki var hægt að safna birgðum af vörum, sem eru margfalt nauðsynlegri, og ekki munu síður hækka í verði. 3. Eigi væri þó gjaldeyrisástandið betra, ef farið hefði verið að ráðum Mbl. og vefnaðarvöruinnflutningurinn hafður frjáls. Hefðu vefnaðarvöru- kaupmennirnir fengið að flytja inn jafnmikið af vefnaðarvörum síðan höftin komu til framkvæmda og þeir gerðu áður, hefði þjóðin eytt röskum 20 millj. kr. meira í erlendum gjald- eyri á undanförnum 8 árum. Enginn hefir orðið var við neina neyð, þótt þessar 20 millj. kr. hafi verið sparaður, og hennar myndi áreiðanlega ekki verða vart, þótt sparnaðurinn yrði mikiu meiri. x+y. Aukinn samdrátiur (Framh. af 1. síðu) samhljóða ummæli hafa verið í yfirlýsingum þýzku stjórnarinn- ar og þýzkum blöðum. Siglinga- bann Breta byggist á viður- kenndum alþjóðlegum reglum og hefir auk þess mjög lítil áhrif á hagsmuni Rússa, þar sem þeir flytja lítið af vörum til Þýzkalands sjóleiðina. Þessi mótmæli Rússa eru því auðsjá- anlega gerð eftir „pöntun“ frá Berlín og eiga að veita Þjóðverj- um siðferðilegan stuðning í á- róðri þeirra gegn siglingabann- inu, ekki sízt innan Þýzkalands. Bandalag Þýzkalands og So- vét-Rússlands er enn það nýtt af nálinni, að margir eru enn vantrúaðir á það. Þetta kemur til af því, að mönnum gleym- ist að lýðræðið og vestræn menning er kommúnismanum erfiðari þrándur í götu en naz- isminn; að það er margfalt minna bil milli rússnesku ein- ræðisstefnunnar og þýzku ein- ræðisstefnunnar en milli rúss- nesku einræðisstefnunnar og lýðræðisins. Það er lýðræðis- skipulagið og vestræn menning, sem kommúnistar innst inni og réttilega telja höfuðandstæðing sinn. Þess vegna hraðar Stal- in sókn sinni til Norðurlanda, sem halda merkjum lýðræðis- ins einna glæsilegast á lofti. Samvinna hans við Þjóðverja hefir það markmið, að tortíma lýðræðinu og öðrum beztu ein- kennum vestrænnar menning- ar. Án slíkrar eyðileggingar er ÚB BÆNUIH Einar Jónsson myndhöggvari. Af vangá hafði gleymzt að geta þess í síðasta blaði, að grein J. J. um Einar Jónsson myndhöggvara væri ekki lokið. Mun niðurlagið birtast í næsta blaöi. Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. 11, ferming, séra Bjarni Jónsson; kl. 2, ferming, séra Friðrik Hallgrímsson. í Laugarnesskóla kl. 5, séra Þorgeir Jónsson í Neskaup- stað í Norðfirði. — í kaþólsku kirkjunni kl. 6,30 lágmessa, biskupsmessa kl. 9 ár- degis, guðsþjónusta með prédikun kl. 6 síðdegis. M. A. kvartettinn syngur í Gamla bíó á morgun, sunnu- dag, klukkan 3 síðlegis. Búast má við mikilli aðsókn. Á söngskránni eru mörg ný lög, meðal annars lög úr myndinni Mjallhvít, sem sýnd var hér í sumar. Stúdentafélag Reykjavíkur heldur fyrsta fund sinn á þessum vetri í Oddfellowhúsinu á mánudags- kvöldið kemur. Hefst hann klukkan 8,30 síðdegis. Verða sjálfstæðismál íslend- inga þar til umræðu og er Jónas Jóns- son alþingismaður frummælandi. Er- indi sinn kallar hann: Sjálfstæðismál- ið og fáninn. Að lokinni ræðu frum- mælanda fara fram umræður um mál- ið. Ríkisstjórn og þingmönnum hefir verið boðið á fundinn. Falsarar dæmdir enn. í gær var kveðinn upp í hæstarétti dómur yfir fjórum mönnum, sem á- kærðir. voru fyrir fölsun ávísana. Hinir ákærðu voru Þórarinn Vigfússon og Magnús Jónsson, er voru hvor um sig dæmdir til tveggja ára betrunarhúss- vinnu, Karl Kristensen, er dæmdur til 18 mánaða betrunarhúsvinnu, og Ragn- ar Pálsson, sem dæmdur var til 4 mán- aða fangelsisvistar, skilorðsbundið. Leikfélag Reykjavíkur sýnir sjónleikinn Brimhljóð á morg- un. — Frumsýning á næsta viðfangs- efni félagsins, sem er sjónleikurinn „Á heimleið", verður á fimmtudag í næstu viku. Sigurvin Einarsson kennari er fertugur á mánudaginn. Klukkunni seinkað. Ákveðið hefir verið að klukkunni verði seinkað um eina stund eftir mið- nætti í nótt. Verður þar með horfið frá sumartímanum, sem gilt hefir frá því í vor, og tekinn upp hinn venju- legi tímareikningur. Oddur Sigurgeirsson hinn sterki af Skaganum, biður Tím- ann að skila því til vina og kunningja, að á morgun, þann 29. þ. m., á hann sextugsafmæli og að þá vanti ekki nema tíu ár þangað til hann verði sjö- tugur. Oddur býr hjá Guðmundi Sig- urðssyni fyrrverandi skipstjóra og unir sér þar ljómandi vel. barátta kommúnismans fyrir heimsyfirráðunum vonlaus. Sig- ur Bandamanna í styrjöldinni þýðir, að ekki aðeins sókn naz- ismans heldur líka sókn komm- únismans verður stöðvuð. Magi- notlínan er nú jafnt varnar- veggur lýðræðisins gegn naz- ismanum og kommúnismanum, eins og hinn snjalli ritstjóri sænska blaðsins, Göteborgs Sjö- farts- og Handelstidning, hefir komizt að orði.Þess vegna liggur nú leið Stalins með Hitler, en hitt er þó víst, að ef hann sér að Hitler muni tapa, þá mun hann svíkja þennan nýja vin sinn og reyna að bjarga sjálfs síns skinni eins og bezt hann getur. Fari leikarnir þannig er ekki ótrúlegt að rússneski ein- valdurinn dragi á sig lýðxæðis- grímuna í annað sinn. Hversvegna hefír innSiutmngur kaup- Sélaga aukízt? (Framh. af 1. síðu) á, að hér kemur annað til greina, sem veldur engu minna um það, að innflutningsþarfir kaupfélag- anna hlafa aukizt. Viðskiptamenn kaupfélag- anna eru að yfirgnæfandi meira hluta bændur og smáút- gerðarmenn. Árin 1931 og fram á árið 1934 áttu bændur við meiri fjárþröng að búa en dæmi höfðu verið til áður um langa hríð. Útflutningur landbúnað- arafurða var þessi ár á milli 3—4 milj. kr. að vexðmæti, og verðlag á innlendum markaði, a. m. k. á sláturfjárafurðum, eftir því. Af þessu leiddi um skeið hina mestu örbirgð og kyrrstöðu í sveitunum. Bygg- ingar féllu að miklu leyti niður. Nýjum framkvæmdum var frestað og menn höfðu ekki einu sinni efni á, að kaupa bygging- arefni til þess að dytta sóma- samlega að húsum sínum. Allt var sparað, sem unnt var að vera án. T. d. munu fatakaup og allskonar áhaldakaup hafa ver- ið felld niður, svo sem frelcast var kostur á. Jafnvel brýnustu nauðsynjar, eins og kaffi, syk- ur og kornvara, voru áreiðan- lega einnig sparaðar mjög frá því, sem venja hafði verið. Rétt um sama leyti og' inn- flutningshömlurnar voru settar í sinni núverandi mynd, þ. e. ár- ið 1935, fer þetta ástand að breytast til batnaðar og síðustu árin, 1936—1938, er fjárhagsaf- koma landbúnaðarins alveg gerbreytt frá því, sem var. Út- flutningsverðmæti landbúnaðar- afurða er orðið að meðaltali þessi ár á milli 8—9 milj. króna, og hefir því meira en tvöfald- azt frá því, sem var fyrir 1935. Verðlagi á innlendum markaði hefir þá einnig verið breytt stór- um í vil bændastéttinni. Á sama tíma hefir verið veitt ^llverulegu nýju fjármagni til bygginga í sveitum landsins, bæði endurbygginga á eldri hús- um og til nýbýla. Það verður ekki nákvæmlega mælt né vegið hver áhrif þessi gerbreyting verðlagsins hefir haft á afkomu bændanna og þeirra skylduliðs, og þá um leið á eftirspurnina eftir nauðsynja- vörum hjá kaupfélögunum. En það er víst, að breytingin er gíf- urleg frá því sem áður var. Allt hafði verið sparað. Menn höfðu orðið að stöðva eðlilega þróun landbúnaðarins og fresta inn- kaupum nauðsynja svo sem frek- ast var unnt. Nú sköpuðust möguleikar til þess að bæta úr sárustu vandræðunum og til þess að gera nauðsynlegar end- urbætur á íbúðarhúsum og úti- húsum, ásamt nýjum fram- kvæmdum, t. d. byggingu safn- gryfja, hlaða, súrheysgryfja o. s. frv. AÖstaffan var gerbreytt, og svo framarlega, sem ekki átti að meina bændunum aff afla sér þeirra nauðsynja til fatnaffar og nauffsynlegra framkvæmda á búum sínum, sem þeir höfffu orff- 314 William McLeod Raine: bara hræddur um að hann reyni það, mér sýnist helzt að hann sé að hugsa um það. — Þú hefir gert allt fyrir mig, Molly, sem í þínu valdi stendur, sagði Barnett lágt en ákveoið. Oakland hló grimmdarlega. Ykkur finnst það kannske, þér og henni, en ég verð að segja að ég er þar á annarri skoðun. Hann leit á Molly: — Alveg eins og þú vilt, stúlka mín, ég vil ekki neyða þig til neins. Jæja Tex- asbúi, nú förum við af stað, þú og ég. Gerðu engin axarsköft. Þú ert hættu- legur maður og taugar mínar eru á viss- an hátt óstyrkar. Ég gæti á hverri stundu orðið hræddur um að þú ætlaðir að flýja og skotið þig. Ég vona að þú skiljir mig, svo að þú verðir góða barn- ið. Molly skildi þá ógurlegu ógnun, sem lá að baki þessara orða. Hann myndi myrða Barnett þegar honum sýndist og segja svo að hann hefði reynt að flýja. Sú afsökun myndi sennilega reynast næg, þar sem Barnett var flóttamaður. — Hvað áttir þú við þegar þú sagðir að ég gæti fengið þig til að skipta um skoðun viðvíkjandi herra Barnett? spurði hún utan við sig. Oakland yppti öxlum. — Ég held að mér hafi fundizt, að ef FlóttamaSurinn frá Texas 315 ég væri hamingjusamur maður, sem ekki hugsaði um annað en hjónaband og hefði hjá mér elskandi konu, sem ætlaði að verða brúður mín, ja, þá myndi ég tæplega hafa tíma til þess að líta eftir undansloppnum glæpamanni. — Hvað myndir þú gera við hann? — Það gæti jafnvel verið að ég tæki af honum armböndin og sleppti honum. Ég var ekki kosinn sýslumaður hvort sem var og mér finnst í raun og veru lítil ástæða til þess fyrir mig, að gera skítverkin, sem Steve Walsh á að gera. — Allt saman lygi, sagði Barnett með ákefð. — Trúðu ekki einu orði af því, sem hann segir. Hann myndi ekki sleppa mér fyrir nokkurn mun. Hann myndi drepa mig eftir sem áður, þegar hann hefði þig á valdi sínu. Getur þú ekki séð það sjálf? — Myndir þú sleppa honum núna? — Undir eins og klerkurinn hefði plægt okkur saman, jómfrú góð, svar- aði Oakland. — Þetta sagði ég þér, sagði Barnett. — Ég fæddist ekki í gær, sagði Oak- land. — Enginn getur látið mig fá rauð- an belg fyrir gráan. Ég sendi til bæjarins eftir klerki og við verðum gift í kvöld. Þá getur Barnett lagt af stað. Er þetta ekki sanngjarnt? — Hvers vegna getur þú ekki verið iff aff neita sér um undanfariff, þá hlaut hlutfallsleg þátttaka þeirra í heildarinnflutningnum aff aukast. Ef menn viðurkenna stað- reyndir og játa, að þátttaka bændanna í innflutningnum hlaut að vaxa, þá er aðeins eftir að svara því, hvort efflilegra var, að þeir hefðu leyfi til þess aff kaupa inn vörur sínar hjá sín- um eigin félögum eins og verið hafffi, effa hvort þaff átti að neyffa þá til þess aff kaupa þær hjá öðrum, og þá um leiff lama og sundra félagsskap þeirra. Það eiu þær ástæður, sem nú hafa verið raktar, sem hafa valdið því, að innflutningur kaupfélaganna hefir farið nokk- uð vaxandi hlutfallslega hin síð- ari ár miðað við innflutning annarra verzlana. Vöxtur kaupfélagsviðskipt- anna er ekki til orðinn þannig, að þau hafi vegna aukinna inn- flutningsleyfa eftir „höfðatölu- reglunni" verið þess megnug, að draga til sín viðskipti á óeðli- legan hátt frá kaupmönnunum, og að menn hafi horfið til þeirra í allsnægtir, þegar kaupmanna- verzlanirnar hafa ekki getað sinnt óskum manna um vöru- kaup. „Höfðatölureglan" hefir þvert á móti verið framkvæmd þann- ig, að hlutfallsleg aukning inn- flutningsleyfanna til kaupfé- laganna hefir aldrei orðið til jafns við vaxandi vöruþörf þeirra. Þarf mönnum ekki að koma sú niðurstaða á óvart, þegar menn athuga þær breytingar, sem orðið hafa á afkomu og kaupgetu í sveitum landsins annars vegar, sem bent hefir verið á að framan, og hina til- tölulega litlu aukningu á hlut- fallslegum innflutningi kaupfé- laganna hins vegar. Það virðist því ekki vafa undirorpið, að ein- mitt framkvæmd innflutnings- haftanna hefir orðið til þess að draga úr hlutfallslegum við- skiptum kaupfélaganna, en ekki til þess að auka þau óeðlilega. Er rétt að víkja enn nánar að þessu aðalatriöi í ágreiningi þeim, sem verið hefir um þessi mál. Mestum ágreiningi hefir ætíð valdið skipting innflutnings á vefnaðarvörum, skófatnaði, bús- áhöldum og byggingarefni, enda hefir allmikið verið dregið út innflutningi allra þessara vara. Hafi hlutur kaupfélaganna því verið dreginn óeðlilega fram við framkvæmd haftanna, ætti það fyrst og fremst að koma fram í því, að þau hefðu átt eða ættu að eiga auðveldara með að sjá viðskiptavinum sínum fyrir þessum vörum heldur en kaup- menn, og gætu með því móti dregið viðskiptin óeðlilega mik- ið til sín. Þessu er hinsvegar ekki til að dreifa, heldur þvert á móti hinu gagnstæða, og liggja fyrir þær upplýsingar því til stuðnings, er nú skal greina. Á árinu 1938 var svo mikili skortur á vefnaðarvöru hjá kaupfélöguþum, að þau gátu hvergi nærri fullnægt eftir- spurninni, og má segja, að það út af fyrir sig gefi ekki verulega tii kynna, hvort þau hafi’ verið betur eða verr farin en kaup- menn. En hitt virffist skera alveg úr um þaff, að kaupmenn voru betur settir, að á því ári keyptu kaupfélögin af kaupmanna- verzlunum í Reykjavík vefnaff- arvörur fyrir tugi þúsunda króna. Á sama hátt hafa kaup- félögin orðiff að kaupa gúmmí- skófatnaff hjá verzlunum í Reykjavík til þess að bæta úr brýnustu þörfum félagsmanna sinna. Búsáhöld hafa félögin einnig orðið að kaupa á sama hátt frá kaupmönnum í Reykjavík, og það er því rniður ekki óalgengt, aff á sama tíma, sem verzlanir í Reykjavík gera ítrekaffar til- raunir, sumar meff árangri, til þess aff koma inn dýrum gler- vörum upp í búsáhaldaleyfi sín, þá er ógerningur aff fá nauffsyn- leg bollapör og affra leirvöru í kaupfélögunum úti á landi. Um byggingarefni er það að segja, og er á almanna vitorði, að þrátt fyrir nokkuð aukin byggingarefnisleyfi til kaupfé- laganna hlutfallslega frá því sem áður var, er þaff ekki óal- gengt aff viffskiptamenn kaup- félaganna hafi neyffst til þess aff kaupa byggingarefni hjá kaupmönnum, einkanlega í Reykjavík. Jafnvel S. í. S. keypti < — —gamla bíó ———■ Hver var „refurmn44? Framúrskarandi spennandi Cow- boy-mynd, gerð eftir einni af hinum frægu Vesturheimsskáld- sögum Clarence E. Mulford, um afreksverk Hopalong Cassidy. AÐALHLUTVERKIN LEIKA: WILLIAM BOYD, JIMMY ELLISON, STEPHAN MORRIS. NÝJA BÍÓ— id.i rísatrjáama Amerísk stórmynd frá Warner Bros. Aðalhlutv. leika: CLAIRE TREVOR og WAYNE MORRIS. ! Öll myndin er tekin í j eðlilegum litum. j Grula bandið er bezta og ódýrasta smjörlíkið. Í heildsölu hjá Samband iaLsamvinnufélaga Síml 1080. á árinu 1938 byggingarefni í Reykjavík fyrir 44 þús. kr. án þess að leggja til innflutnings- leyfi. Má geta nærri, að slíkar ráðstafanir eru ekki gerðar nema út úr neyð. Eftir að þessi reynd lá fyrir var að vísu gerð breyting til þess að leiðrétta þetta að nokkru, en þó mun sagan hafa endurtekið sig á þessu ári. Það er því áreiðanlegt, að á sama tíma, sem kaupfélögunum hefir verið það um megn að fullnægja eftirspurn eftir þess- um nauðsynjum, hafa kaup- mannaverzlanir talið sig af- lögufærar. Það ætti að vera ó- þarfi að taka það fram, að yfir þessu er ríkjandi óánægja með- al þeirra manna, sem eru í kaup- félögum, og sem líta þannig á, að það sé óheilbrigt, að þeir ekki geti fengið þessar höfuðnauð- synjar hjá félögunum, fyrst á annað borð er leyft að flytja þær til landsins. Það, sem hér hefir verið rak- ið, ætti að nægja til þess að sýna það, að hlutfallsleg aukn- ing á innflutningi kaupfélag- anna hefir verið leyfð af brýnni nauðsyn, og að því fer fjarri að þeim hafi verið sköpuð skilyrði til óeðlilegs vaxtar á kostnað annarra. Ennfremur ættu menn að geta orðið sammála um, að ókleift er að standa á móti þeirri eðlilegu kröfu að framkvæmd innflutningshaftanna sé hagað svo, að menn geti valið um það, hvort þeir vilji heldur hafa við- skipti sín við kaupfélög eða kaupmenn. Esja fer vestur um land þriðju- dag 31. þ. m. kl. 9 s. d. Pantaðir farseðlar óskast sóttir og flutningi skilað á mánudag. I '■■■■ 1 Leihfélag Reyhjjwvíkur „Brímhljóð1 Sýniiig á morgnn kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. A krossgötum. (Framh. af 1. síðu) skógræktaráhugann. Einnig hafa skóla- börn plantað skógarplöntum við Varmahlíð og Birkihlíð í Staðarhreppi. Gáfu hjónin, er þar búa, dálítinn reit til skógræktar og hafa verið settar þar niður skógplöntur. Loks hafa verið frið- aðar, með tilstyrk skógræktar ríkisins, þær einu skógarleifar, sem eftir voru í héraðinu. Eru þær í Hrolleifsdal, upp af Sléttuhlíð. Hefir þegar verið unnið allmikið í þágu skógræktarmálanna I Skagafirði, þótt vonandi verði meira gert í framtíðinni. Meðfylgjandi mynd hefir birzt í þýzkum blöðum. Er hún frá máltíð pólskra hermanna, sem Þjóðverjar hafa tekið til fanga. Mjög hefir farið tvennum sögum um meðferð fanganna. Ætlunin mun, að nota þá, sem ekki verða sendir heim, til ýmsrar erfiðisvinnu þar sem þeir hafa ekki aðstöðu til að valda tjóni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.