Tíminn - 28.10.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.10.1939, Blaðsíða 1
' RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: E3DDXTirÖSI, Undargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSX, Llndargötu 1 D. Slmt 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hX. Símar 3948 og 3720. RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNS8ÓN. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. 23. árg. £ fiteykjavík, laugardagmn 23. okt. 1939 befir iniBflutn- Ingur kaupfélaga auklzt? Aukinn samdráttur míllí Þjóðverja og Rássa Verzlunaa’árierðid hefir stórbatnað VHdi SjálfsiæðisHokk- í SVeltum landsÍUS Og SélagSmÖnn» urinn, þegar kaupgeta Stalín er hræddan við lýðræðíð en nazismann um kaupfélaganna fjölgað Frásögn viðskiptamálaráðherra í tilefni af þeim umræð- um, sem undanfarið hafa átt sér stað um það, að innflutningur kaupfélag- anna hafi aukizt á undan- förnum árum, sökum mis- beitingar innflutningshaft- anna, hefir Tíminn átt við- tal við Eystein Jónsson viðskiptamálaráðherra, og óskað eftir því, að hann gæfi blaðinu yfirlit um afstöðu kaupfélaga og kaupmanna til innflutningshaftanna. Frásögn ráðherrans fer hér á eftir: í starfsreglum gjaldeyris- og innflutningsnefndar, sem sett- ar voru á árinu 1935, segir m. a.: „Þó skulu neytendafélög þau, er nú starfa og síðar verða mynduð, yfirleitt fá leyfi til innflutnings hlutfallslega eftir tölu félagsmanna og heimilis- manna þeirra, miðað við fjölda landsmanna, nema sérstakar á- stæður mæli gegn því.“ Ennfremur segir, þar sem fram er tekið hversu framfylgja skuli hinum almennu reglum um inn- flutning, að frá þeim beri þó að víkja, ef nefndin komizt að raun um að innflutningur ein- stakra verzlunarfyrirtækja eftir þeim reglum, sem settar eru, vexði ekki i samræmi við heil- brigða eftirspurn og vöruþörf. Regla þessi, sem kölluð hefir verið „höfðatölureglan“, á að tryggja það, að innflutningur kaupfélaga og kaupmanna minnki eða aukist hlutfallslega, Samhandsmálið Ályktun fundar í Fél. eftir því hvort menn kjósa held- ur að vera félagsmenn og verzla við kaupfélög eða hafa viðskipti sín við kaupmenn. Síðan er það lagt á vald nefndarinnar, að sjá um að bæði þessi og aðrar reglur um skiptingu innflutn- ingsins, verði í sem beztu sam- ræmi við heilbrigða eftirspurn og vöruþörf. Gjaldeyris- og innflutnings- nefnd hefir fxamkvæmt þessa reglu þannig, að jafnhliða því, sem f ylgzt hefir verið með breytingum á félagatölu kaup- félaganna, hefir einnig verið litið sérstaklega eftir sölu þeirra á þeim nauðsynjavörum, sem lítið eða ekki hafa verið tak- markaðar, aðallega korn- og ný- lenduvörum, og þannig fenginn mælikvarði til samanburðar um það, hvort viðskipti hlutaðeig- andi félags og vöruþörf hafi raunverulega vaxið. Því hefir verið og sézt enn haldið fram, að framkvæmd þessaxar framangreindu reglu hafi orðið til þess að efla kaup- félögin á kostnað kaupmanna, og það fært fram þessari full- yrðingu til stuðnings, að þar sem innflutningsleyfi til kaup- félaganna hafi verið aukin, hafi viðskiptin leitað þangað. Það er þessi fullyrðing, sem er höf- uðatriðið í ádeilu kaupmanna á framkvæmd innflutnings- haftanna. Það er rétt, að innflutningur kaupfélaganna hefix vaxið nokkuð hlutfallslega síðustu ár- in. Árið 1935 voru innflutn- ingsleyfi Sambandskaupfélag- anna 10.27% af heildarinn- flutningsleyfum það ár. — Árið 1938 voru innflutnings- leyfi Sambandskaupfélaganna 13.03% af heildarleyfunum, og innflutningsleyfi Kaupfélags | landbunaðarins jókst eftir kreppuna 1931-34, hafa innflutning kaup- félaganna óbreyttan, svo baendur neyddust tíl að hætta viðskipt- um við félög sín? Reykjavíkur og nágrennis 1.16% af heildarleyfunum. Þannig höfðu innflutningsleyfi Sam- bandsfélaganna fyrix utan Kron, hækkað um ein 2.76% á þessum þremur árum. Rétt er þó að taka það fram, að inn- flutningsleyfi Sambandskaup- félaganna munu hafa hækkað meira hlutfallslega, ef miðað væri einungis við • innflutning til kaupmanna og kaupfélaga, en innflutningi til iðnaðarfyr- irtækja og annarra sleppt. Liiggur það í því, að þátttaka iðnaðarfyrirtækja í innflutn- ingnum hefir farið mjög vax- andi allra síðustu árin. Nú kann einhver að segja, að þar sem fyrir liggi að innflutn- ingur kaupfélaganna hefir vax- ið nokkuð hlutfallslega, miðað við innflutning kaupmanna, þá sé þar með sannaö, að kaup- félögin hafi hlotið einhvex sér- réttindi. En því fer fjarri. Kem- ur þá að aðalatriði málsins. Það kemur greinilega fram, að hlutfallsleg innkaupaþörf kaup- félaganna hefir vaxið mjög veru- lega á þessum árum, vegna vax- andi þátttöku manna í kaupfé- lögunum en eins og siðar er rakið til hlítar, hefir sá vöxtur ekki orsakazt af því að menn hafi oröið að leita þangað, til þess að fá vörur, sem eigi voru fáanlegar annars staðar. Jafnframt vil ég leggja áherzlu (Framli. á 4. síðu) í samningi Rússa og Þjóðverja, sem var undirritaður í Moskva 28. sept. síðastl., sagði m. a„ að þessar þjóðir myndu stuðla að því, að styrjöldinni yxði hætt, en ef þær tilraunir misheppnuðust myndu „stjórnir Þýzkalands og Sovétríkjanna ráðgast um nauð- synlegar ráðstafanir.“ Þar sem hinu svokallaða „frið- artilboði" Hitlers, sem fékk ein- dregin meðmæli rússneskra blaða, hefir verið hafnað af stjórnum Bretlands og Frakk- lands, ætti þetta ákvæði samn- ingsins að vera komið til fram- kvæmda, enda bendir margt til þess að svo sé. Annars ex það athyglisvert fyrir hina fávísu þjóna Stalins utan Rússlands, sem reyna að halda því fram að fyrir Rússum vaki að kollvarpa nazismanum í Þýzkalandi, að stjórnendur Rússlands og blöð þeirra mæltu eindregið með „friðarboði“ Hitl- ers. Aðalatxiði „friðartilboðsins" voru þau, að yfirráð Þjóðverja yrðu viðurkennd í Póllandi og Þýzkaland fengi aftur nýlend- urnar. Hefði verið gengið að þessum „friðarkostum" myndi aðstaða nazismans í Þýzkalandi hafa styrkzt um allan helming. Meðmæli rússnesku valdhafanna með þessu „fxiðartilboði“ virðast því síður en svo benda til þess, að fyrir þeim vaki að steypa Hitler af stóli. Það, sem einkum þykir benda til nánari samvinnu Rússa og Þjóðverja og að framangreind ákvæði samkomulagsins frá 28. sept. séu að byrja að koma til framkvæmda, er m. a. þetta: 1. Tilkynnt hefir verið að stóx- felld vöruskipti séu að hefjast milli Þýzkalands og Rússlands. Rússar selja Þjóðverjum við allra fyrstu hentugleika mikið af kornvörum, olíu, timbri o. s. frv. í stað þess selja Þjóðverjar Rússum mikið af vélum, en sumt af vörunum fá þeix með gjald- A KROSSGÖTTJM Dilkar vænni nú en mörg undanfarin ár. — Vatnsskortur í Eyjafirði. — Hrútasýningarnar á Suðurlandi. — Skógræktarfélag Skagfirðinga. uagra Framsóknar- rnanna í Reykjavik Félag ungra Framsóknar- manna i Reykjavík hélt fyrsta fund sinn í haust síðastl. mið- vikudag. Aðalumræðuefnið var samband íslands og Danmerkur. Allmiklar umræður urðu um málið og var að þeim loknum samþykkt með samhljóða at- kvæðum eftirfarandi tillaga: „Fundurinn lýsir sig eindreg- ið fylgjandi því viðhorfi til sambandsins milli íslands og Danmerkur, sem ltemur fram í ávarpi þvf til íslenzkrar æsku, er samþykkt var á aðalfundi stjómar S. U. F. á Akureyri 11.—16. júní síðastliðinn. Beinir fundurinn þeirri áskorun til stjórnar S. U. F„ að hún vinni eftir fyllstu getu að framgangi málsins. Fundurinn lítur svo á, að styrjöld sú, sem nú er hafin, auki nauðsyn þess, að haldið sé sleitulaust uppi kröfum íslands um fullkomið sjálfstæði. Ef þetta verður ekki gert telur fundurinn talsverða hættu á því, að sú skoðun geti skapazt meðal er- lendra þjóða, að íslendingar treysti sér ekki til að fara með öll sín mál, og gæti það álit orð- ið sjálfstæði landsins hættulegt á yfirstandandi tímum.“ Á öðrum stað I blaðinu (Á víðavangi) er sagt nokkuð frá umræðum á fundinum. Næsti fundux, sem haldinn verður í félaginu, er aðalfundur og verður hann haldinn fljót- lega eftir mánaðamótin. Samkvœmt upplýsingum kjötverö- lagsnefndar, hefir í ár verið slátrað 20—30 þúsund færri dilkum heldur en í fyrra. Fullkomnar og ábyggilegar skýrslur um þunga meginhluta slátur- fjárins eru þegar fyrir hendi. Hefir meðal kroppsþungi dilka á öllu land- inu reynzt 14.42 kgr., en í fyrra var meðalþunginn 14.21 kgr. Hefir reyndin því orðið sú, að þótt dilkar væru í fyrrahaust langt um venju fram að vænleika, þá hafa verið enn vænni í haust. Öll þau ár, sem kjötverðlags- nefnd hefir starfað, og fullkomnar heildarskýrslur eru til um þunga slát- urdilka, hefir meðalþyngd farið hækk- andi ár frá ári. Af einstökum slátrun- arstöðum, reyndust dilkarnir bezt á Hvammstanga, þar var meðalþyngdin 17,34 kgr., á Borðeyri 17.30 kgr. og á Hólmavík 17.21 kgr. Við þetta er þó að athuga, að nýrmörinn er hér talinn með kroppþunganum. í Búðardal var meðal kroppþyngd sláturdilka 16.45 kgr. og 16.17 kgr. á Króksfjarðarnesi. Á þessum tveim stöðum er nýrmörinn ekki meðtalinn, svo að raunverulega hafa dilkarnir ekki reynzt lakar á þessum stöðum, heldur en hinum þrem- ur fyrsttöldu. Undanfarin ár hafa dilk- arnir einnig reynzt bezt á þessurn stöðum. i r t Timinn hefir átt símtal við Jóhann Valdimarsson bónda á Möðruvöllum í Eyjafirði. Þar um slóðir hefir svo vikurn skiptir verið sífelldir þurrkar, svo að til mestu vandræða horfir á mörgum bæj- uin, ef ekki rignir til nokkurra muna innan skamms. Hefir vindátt tíðast verið suðlæg eða vestlæg. Lindir, brunnar og vatnsleiðslur eru víða löngu þrotnar að vatni og verða menn sums- staðar að sækja langar leiðir vatn á vögnum til neyzlu, þvotta og annarra þarfa. Mjög erfitt er um kælingu mjólkur. Kýr eru víða leystar út á mál- um og brynnt í Eyjafjarðará. Menn eru einkum kvíðnir, ef frysta kynni áður en úr rætist um vatnsvandræðin. t t t Halldór Pálsson sauðfjárræktarráðu- nautur er nýkominn til bæjarins úr hrútasýningaferð um Suðurland. Hefir hann lokið við að halda hrútasýningar í Vestur-Skaftafellssýslu, Rangárvalla- sýslu og Árnessýslu, nema í Þingvalla- sveit. Eftir mánaðarmótin næstu mun hann halda hrútasýningar í Gull- bringu- og Kjósarsýslu og verður öll- um sýningum lokið nokkru fyrir miðj- an mánuðinn. í viðtali við Tímann hefir Halldór látið svo um mælt, að sýningarnar hafi yfirleitt verið vel sóttar, sérstaklega þó í Vestur-Skafta- fellssýslu. Þótt Halldór hafi eigi farið um þessi héröð áður í þessum erinda- gerðum, þá telur hann sýnilegt, að auk- inna kynbóta gæti talsvert og féð sé yfirleitt að batna. Þótt ennþá sé í Rangárvallasýslu, Vestur-Skaftafells- sýslu og sumum sveitum Árnessýslu mikill fjöldi gallaðra hrúta, þá er þar að finna ágæta einstaklinga innan um. í sumum þessara sveita eru nú til miklu betri hrútar en áður. Þótt til sé í uppsveitum Vestur-Skaftafellssýslu sæmilega vænt fé, virðist víðast tiltölu- lega lítið hafa verið gert til þess að kynbæta það með tilliti til nútima markaðar. í Hvammssveit í Mýrdal er að komast upp mjög góður fjárstofn af Kleifakyni, ættað frá Ólafsdal og Ósi í Steingrímsfirði. Kynstofn þessi heíir að nokkru borizt austur þangað frá Núpstúni í Hrunamannahrepi og er kominn út af Óðni frá Ólafsdal, forföð- ur hrútanna, er silfurskjöldinn hafa hlotið á sýningunum i Hrunamanna- hreppi. Út af þessum hrút hefir komið mikið af sérstaklega góðum kindum, þar á meðal nokkrir af beztu hrútun- um, sem finnast á Suðurlandi. Eins og frá var skýrt hér í blaðinu nýlega, fengu 15 hrútar alls fyrstu verðlaun í Hvammssveit, þar á meðal 4 hrútar frá Suður-Vík. t t t Skógræktarfélag hefir verið í Skaga- firði síðustu sjö árin. Telur það nú um 80 meðlimi. Ýmsar framkvæmdir hefir félagið ráðizt í. Meðal annars keypti það á sinum tíma landsvæði, tíu dag- sláttur að stærð, í grennd við Varma- hlíð. Liggur það beggja megin vegar- ins upp á Vatnsskarð. í þetta lands- svæði hefir verið gróðursett talsvert af trjáplöntum, haldin þar skógarræktar- námskeið og á annan hátt verið hlynnt að reitnmn og miðað að því að glæða (Framh. á 4. síSu) Voroschilow, yfirhershöfðingi rússneska hersins. Lausafregnir herma, að hann muni bráðlega fara í opinbera heimsókn til Berlínar. fresti. Rússnesk sendinefnd er komin til Berlínar til að greiða fyrir þessum viðskiptum, sem verða mörgum sinnum stór- felldaxi en nokkur dæmi eru áð- ur til í viðskiptasögu þessara þjóða. 2. Þjóðverjar tóku nýlega am- erískt vöruflutningaskip, City of Flint, og fóru með það til rúss- nesku Hvítahafshafnarinnar Murmansk. Fengu þeix þar að skoða farm skipsins og haga sér á allan hátt eins og þeir væru í þýzkum hafnarbæ. Er það full- komið einsdæmi, að hafnarbæir landa, sem telja sig hlut- laus, séu notaðir þannig af ó- friðarþjóð. Mótmælum Banda- ríkjastjórnar gegn þessari óhæfu hafa Rússar svarað með útúr- snúningum. Atburður þessi hef- ir vakið feikna gremju í Banda- rikjunum, bæði í garð Þjóðverja og Rússa, og er talið að hann muni mjög greiða fyxir afnámi hlutleysislaganna. 3. Rússneska stjórnin hefir nýlega mótmælt siglingabanni Breta með næstum sama orða- lagi og verið hafa á yfirlýsingum þýzku stjórnarinnar um þessi mál. Segir hún t. d. að siglinga- bannið, sem hafi það markmið að svelta konux og börn, sé engu mannúðlegra en loftárásir, en (Framh. á 4. síðu) Aðrar fréttlr. Tilkynnt hefir verið, að Paa- sikivi muni fara aftur til Moskva á morgun með svör finnsku stjórnarinnar við kröf- um rússnesku stjórnaxinnar. Ekkert hefir verið opinberlega birt um kröfur Rússa, en flest bendir til, að Finnum þyki á- standið mjög ískyggilegt, því hernaðarlegur viðbúnaður hef- ir verið stóraukinn seinustu dagana. í undirbúningi er gagnkvæm- ur öryggissáttmáli milli Tyrk- lands, Iraks, Iran og Afghan- istan. Þykja þetta merkileg tíð- indi, því afstaða þessara landa getur orðið mikilvæg fyrir Bandamenn í styrjöldinni og Rússax hafa gert sitt ítrasta til að vinna hylli þeirra. Píus páfi XII. hefir sent út fyrsta heimsbréf sitt. Segir þar m. a„ að lítilsvirðing fyrir samningum og gefnum loforð- um sé höfuðorsök þess hörmu- lega ástands, sem nú ríkir. 125. blað JF A viðav&ngi Bóndi, sem nýlega kom á rit- st j órnarskrif stof u Tímans, lét svo um mælt, að sér virtist fjár- málastefna Sjálfstæðisflokksins næsta kynleg um þessar mundir, ef marka mætti blöð flokksins. Þau segöu að tolltekjur ríkisins myndu lækka stórum, sökum minnkandi innflutnings. En þær einu ákveðnu tillögur, sem þau hafi borið fram vegna þessa nýja ástands, væru afnám ríkisverzl- ana, lækkun skatta á hátekju- mönnum og heyrzt hafi að kaup- menn vildu ennfremur láta draga úr tollgæzlunni! Þessi stefna virtist sér einna líkust því, að bóndi, sem þyrfti að þrengja að sér vegna aukinna fjárhags- erfiðleika, byrjaði á því að skera arðsömustu mjólkurkýrnar! * * * Vísir segir í gær að útgerðar- menn fái ekki að ráðstafa er- lendum gjaldeyristekjum sínum líkt og S. í. S. í sambandi við þetta þykir rétt að taka það fram, að Framsóknarflokkurinn bauðst til þess í vetur, þegar samningar stóðu yfir milli flokk- anna um stjórnarmyndun, að stuðla að því, að innkaupafélög útgerðarmanna fengju frjálsan gjaldeyri til greiðslu á nauð- synjavörum útgerðarinnar. Enn hefir ekkert verið gert til að þiggja þetta boð, þótt það væri útgerðarmönnum sjálfum fyrir beztu. Ástæðan til þess er sú, að þetta myndi svipta nokkxa kaupmenn talsverðum gróða. í þessu, eins og flestu öðru, ráða kaupmannahagsmunirnir í Sjálfstæðisflokknum mestu, og fyrir þeim verða framleiðend- urnir að beygja sig. Þetta er ein af mörgum sönnunum þess, að hagsmunir framleiðenda og kaupmanna fara ekki saman. * * * Á öörum stað hér í blaðinu er getið samþykktar um sambands- málið, sem nýlega var gerð á fundi Félags ungra Framsóknar- manna í Reykjavík. Þeirrar skoðunar virðist gæta nokkuð, að ekki sé tímabært að ræða þetta mál meðan styrjöldin standi yfir og fullkomin óvissa ríki um rás heimsviðburðanna í náinni framtíð. Á fundinum færði for- maður S. U. F. rök að því, að þessi skoðun væri byggð á full- komnum misskilningi. Það varð- aði einmitt mjög miklu, að ís- lendingar létu nú engan bilbug á sér finna í sjálfstæðismálum sínum og sýndu það skýrt og skorinort, að það væri samhuga vilji þeirxa, að taka öll sín mál í sínar hendur við fyrsta tæki- færi. * * * Ræðumaður byggði þessa skoð- un sína á því, að annars gæti það álit skapazt meðal erlendra þjóða, að íslendingar treystu sér ekki til að fara með öll mál sín og teldu sig þurfa að hafa stjórn- arfarslegan stuðning af annari þjóð. Þar sem reynslan sýndi, að að hin litilvægustu tilefni væri nú notuð af yfirgangssömum stórveldum til að undiroka smá- þjóðirnar, gæti slíkur bilbugur hjá íslendingum hæglega orðið þess valdandi, að eitthvert stór- veldið gerði tilkall til valda hér á landi með þeirri forsendu, að fs- lendingar treystu sér hvort eð er ekki til að vera fullkomlega sjálfstæðir og þeir gætu þá alveg eins verið í stjórnarfarslegu sam- bandi við sig og Danmörku. Með því að halda fast fram kröfunni um fullkomið sjálfstæði íslands væri þessari hættu afstýrt, og enginn gæti réttlætt erlenda yf- irgangsstefnu hér á landi með slíkri forsendu. „Athafnir og æfintýri". Að gefnu tilefni skal það tekið fxam, að Bergur Jónsson bæjarfógeti er ekki höfundur greinarinnar „Athafnir og æf- intýri“, sem nýlega birtist í Tímanum og var honum með öllu ókunnugt um greinina fyrr en hún var komin í blaðinu. Ritstj. Tímans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.