Tíminn - 02.11.1939, Page 3
127. folað
TÍMIIVIV, flmmtudagiim 2. nóv. 1939
507
r
A IV IV Á L L
Afmæli.
Jón Ólafsson kaupfélagsstjóri
er sextugur í dag.
Foreldrar hans voru hin góð-
kunnu sæmdarhjón, Ólafur Egg-
ertsson hreppstjóri og Þuríður
Runólfsdóttir, sem lengi bjuggu
á Valshamri í Geiradal og síðan í
Króksfjarðarnesi með miklum
myndarbrag, sem kunnugt er.
Með foreldrum sínum ólst Jón
upp og naut hins bezta uppeld-
is. Hann gekk, er hann fékk
aldur til, í lýðskólann á Hey-
dalsá, en starfaði annars að al-
gengri sveitavinnu á sumrum.
Gekk síðan í Möðruvallaskól-
ann og útskrifaðist þaðan 1906.
Þá um haustið fór hann svo til
Hafnar í þeim vændum að
kynna sér samvinnumál þar, og
liefir það spor orðið happa-
drjúgt fyrir verzlun og sam-
göngur í þessum sveitum, sem
þá voru í megnasta ólagi. En um
störf Jóns í þágu samvinnunnar
hefi ég áður skrifað um í tíma-
ritið „Samvinnan" fyrir stuttu,
og skal það ekki endurtekið hér.
En önnur störf Jóns vildi ég
drepa á lítillega, því öll eru þau
unnin með sömu trúmennskunni
sem verzlunarmálin.
Jón hefir alla tíð verið mikill
áhugamaður um landbúnað og
starfað mikið á því sviði. Árið
1911 reisti hann bú á Svarfhóli
í Geiradal, rýrðar jörð. Var hún
þá í mestu niðurníðslu bæði að
húsum og túni, enda var nú þeg-
ar tekið til óspilltra mála í um-
bótaáttina. Girti hann nú túnið
og mikið land annað og ræsti að
nokkru. Túnið sléttaði hann að
mestu og stækkaði svo, að það
mátti heita að mestu véltækt.
Mun það síðustu ár hans þar
hafa gefið af sér um 200 hest-
burði, en 40 hesta er hann tók
við því. Öll hús jarðarinnar
byggði hann frá grunni, traust
og vel járni varin, bæði íbúðar-
og peningshús flest, svo þarna
er nú risið upp hið snotrasta býli
og mjög þægilegt umgöngu. Ak-
fær vegur liggur heim i tún af
þjóðvegi, fast að einum km. að
lengd og lagði Jón drjúgum fé
í hann, meðan hann bjó þarna.
Allt þetta starf í þágu jarðar-
innar innti hann af hendi á lið-
ugum 20 árum og er slíkt meir
en meðal manns verk, og mun
þessi jörð lengi bera menjar at-
hafna Jóns og umbóta.
Jón var kvæntur Þuríði
Bjarnadóttur frá Ásgarði, Jens-
sonar, hinni ágætustu konu. Var
hún búsýslukona mikil og skör-
ungur í sjón og raun eins og
hún átti kyn til. Var og heimili
þeirra viðbrugðið fyrir reglu-
semi, frábæra gestrisni við alla,
æðri sem lægri, og háttprýði í
hvívetna, og hafa þessir kostir
einkennt heimili Jóns alla tíð.
Var kona hans honum mjög
samhent um þessa hluti, og svo
hjartagóð að ekki mátti svo
aurnt sjá, að eigi vildi bæta eft-
ir mætti. Ekki varð þeim hjón-
um barna auðið, en tvö fóstur-
börn tóku þau. Annað dó á unga
aldri, en hitt lifir og dvelur nú
með fóstra sínum. En konu sína
missti Jón eftir 10 ára farsæla
sambúð, 24/6. 1931, og tregaði
hana löngum þaðan af, sem
vænta má um svo trygglyndan
og vinfastan mann, sem hann
er.
Þegar Jón fluttist að Króks-
fjarðarnesi var systir hans,
Bjarney Ólafsdóttir, nýbúin að
missa mann sinn frá fjórum
börnum í ómegð, tók Jón hana
og börnin þegar til sín og hefir
alið upp og farist pi’ýðilega við
þau á allan hátt. Er nú það
elzta, Ólafur Ólafsson, orðinn
önnur hönd frænda síns við
Kaupfélag Króksfjarðar eftir
tveggja vetra nám á Samvinnu-
skólanum. Líkar mönnum prýði-
lega við hann þar, enda er hann
lipurmenni, og hyggja félags-
menn hið bezta til hans í fram-
tíðinni, þar sem hann líka nýt-
ur nú forsjár Jóns í starfinu til
að byrja með.
Eins og að líkindum lætur
hlóðust á Jón ýms trúnaðarstörf
í þágu sveitar og héraðs. Hrepps-
nefndaroddviti var hann um
skeið, og alltaf í hreppsnefnd
síðan hann lét af oddvitastörf-
um. Sýslunefndarmaður var
hann um eitt kjörtímabil, en gaf
síðan eigi kost á sér til þess
starfs. Formaður skóla- og
sóknarnefndar hefir hann og
lengst af verið, og hreppstjóri
síðan faðir hans lét af því starfi.
Frá Svarfhóli flutti Jón árið
1932 og að Króksfjarðarnesi og
hefir búið þar síðan rausnarbúi
með systur sinni Bjarneyju, og
eru þau samtaka í að gera garð-
inn frægan að gestrisni og fram-
kvæma allskonar umbætur á
hinu fagra óðalssetri.
Síðan Jón fluttist að Króks-
fjarðarnesi hefir á hann hlaðizt,
auk þess er áður greinir, bæði
III.
Háskóllnn í Grand Forks tel-
ur sér nú mikinn sóma, að Vil-
hjálmur Stefánsson hefir verið
þar lærisveinn, og hefir gert
hann að heiðursdoktor við þessa
menntastofnun. En æfintýri
hans i sambandi við vagn rekt-
ors og fleiri gáskamerki í fari
hins unga íslendings, urðu þess
valdandi, að honum var vísað
sem námsmanni úr skólanum.
Vilhjálmur Stefánsson lét það
ekki á sig fá, og flutti sig í
annan háskóla, og fékk þar leyfi
til að taka próf jafn skjótt og
hann væri nægilega undirbú-
inn. Tók hann þá fjögur próf á
eínu ári, og þótti sú námsraun
vasklega gerð. Skömmu síðar
fór hann til framhaldsnáms í
elzta og frægasta háskóla
Bandaríkjanna, en það er Har-
vard í Boston. Dvaldi hann þar
í þrjú ár og stundaði mann-
fræði og samanburðartrúfræði.
Á þessum árum kom Vilhjálmur
Stefánsson tveim sinnum, sum-
urin 1904 og 1905 til íslands og
stundaði mannfræðirannsókn-
ir, að nokkru leyti með styrk
frá Harvard-háskóla. Á þessum
ferðum rannsakaði Vilhjálmur
höfuðkúpur í gömlum kirkju-
görðum, og fann allmargar lítt
skemmdar og með heilum tönn-
um, frá kaþólsku öldunum.
Hafði hann af þessum rann-
sóknum mikinn stuðning síðar
í sambandi við hinar frumlegu
kennisetningar sínar um mat-
arhæfi og heilsufar.
Vilhjálmur Stefánsson stóð á
þessum árum á vegamótum.
Hann hafði frá æskuárurn feng-
izt nokkuð við skáldskap. í blaði
stúdenta i Grand Forks hafði
hann á æskuárum birt kvæðið
Heimspeki tvítugs manns, sem
ber ótvíræð merki um skáldgáfu
á háu stigi. Á íslandsferðum
sínum kynnti hann sér islenzka
ljóðagerð og þýddi þá á ensku
nokkur íslenzk lcvæði. Óhætt er
að fullyrða, að þessar þýðingar
eru óvenjulega góðar. Þær eru
í einu afar nákvæmar, en um
leið léttar, myndríkar og ein-
faldar. Það má telja fullvíst, að
Vilhjálmur Stefánsson hefði
getað orðið mikið Ijóðskáld á
enska tungu, ef hann hefði
haldið áfram á þeirri braut.
Hin meðfædda skáldgáfa varð
honum samt að ómetanlegu
gagni í sambandi við landkönn-
uðarstarf sitt. Hann er bæði
mikill rithöfundur og mikill
ræðumaður. Er mikið sótzt eftir
honum sem fyrirlestrarmanni
við háskóla og vísindastofnanir
hvarvetna í Bandarikjunum.
Veldur því bæði landkönnunar-
frægð hans, og þó ekki síður al-
veg óvenjulegir ræðumanns-
hæfiieikar.
IV.
Skömmu eftir að Vilhjálmur
Stefánsson kom heirn til Har-
vard úr hinni síðari íslandsför
sinni, var leitað til hans um
þátttöku í rannsóknarför norð-
ur í íshaf. Áður hafði hann
lagt mikla stund á að búa sig
undir ferðalög í Afríku, en nú
0stur-0stur-0stur
Mjólkurbú Flóamanna hefur kynningarsölu á ostum í
Ostakjallaranum á Laugaveg 30.
Ódýr utalarkaiigi. Selt £ heiliim osiuiti.
Verö frá kr. 2.60 pr. st.
Ostur er hollasta, næringarrikasta og ódýrasta áleggið.
Ostakjallariflin
Laugaveg 30.
Utsvör - Fasteígnagjald --
Dráttarvextír.
Allt útsvarlð til foæjarsjóðs Reykjavíkur
árið 1939 er fallifo í gjalddaga og mi um mán-
aöamótiia falla dráttarvextir á fjórfoa hluta
þess. Ilúseigendur eru og enn miuntir á fast-
cignagjöldin, er féllu í gjalddaga 2. janúar
1939.
RORGARRITARLVN.
ÓhæSa hjá SláturSél.
(Framh. af 2. síðu)
eða rota með helgrimu, eða öðru
þvílíku áhaldi.
Byssan og helgríman eru því
jafn lögmæt aflífunartæki,
enda mun það álit þeirra, er til
þekkja, að hvorttveggja sé
jafn góð aflífunartæki fyrir
sauðfé. Mr. Bedson, forstöðu-
maður fyrir námskeiðum þeim í
sauðfjárslátrun, sem Samband-
ið gekkst fyrir undanfarin ár,
lét svo um mælt, að helgríman
væri eitt hið bezta aflífunar-
tæki, er hann hefði kynnzt.
Taldi hann, að það tæki skotum
fram að því leyti, að með not-
kun helgrímunnar blæddi bet-
ur, svo að kjötið yrði blóðminna,
blæfallegra og betri markaðs-
vara. Ein ástæða til þess að
taka helgrímu fram yfir skot-
vopn, er því sú, að fullnægja
betur kröfum Englendinga og
annarra kjötkaupenda um
vöndun kjötsins, — en ekki að
fullnægja „blóðþorsta“ Reyk-
vikinga, eins og greinarhöfund-
ur virðist ætla.
Hinu vil ég mótmæla, sem
algerlega rakalausu, að starfs-
menn Sláturfélagsins, sem með
þessi tæki fara, séu svo kæru-
lausir og óvandvirkir, að ástæða
sé til umkvörtunar, og stað-
festir eftirfarandi vottorð frá
eftirlitsmanni Dýraverndunar-
félagsins þau ummæli mín:
símavarzla og póstafgreiðsla.
Jón Ólafsson er meðalmaður
á hæð en þrekinn vel, hægur og
stilltur jafnan, en heldur með
gætni fast á skoðunum sínum,
þegar svo ber undir. En fjarri er
honum allur hávaði og æsingar
í hverju máli, sem er. Hann á
fjölda vina og kunningja víðs-
vegar, sem munu senda honum
hlýjar og einlægar vinakveðjur
á þessum merkisdegi hans, og
óska honum allrar blessunar á
ófarna áfanganum; og trúað
gæti ég því, að héraðsbúar fjöl-
menntu að Nesi daginn þann,
og sú væri heitasta óskin þeirra
að fá að njóta hans enn um
langt skeið.
Guðjón frá Brekku.
opnaðist honum nýtt viðfangs-
efni, rannsókn heimskautaland-
anna í Ameríku. Hann tók þessu
boði og stóð hin fyrsta norður-
för hans eitt ár, frá 1906—07.
En af framgöngu sinni í þess-
um fyrsta rannsóknarleiðangri
sínum var hann orðinn svo
nafnkenndur maður, að árið
eftir gat hann fengið fé í
aðra og meiri ferð. Var hann þá
í norðurhöfum og Eskimóa-
byggðum í fjögur ár, og kom
heirn 1912. — En ekki leið nema
eitt ár, þar til lagt var af stað
að nýju. Var sá leiöangur mann-
margur og voru þá í fylgd og
samstarfi með Vilhjálmi vís-
indamenn frá mörgum þjóðum.
Voru þeir félagar á norðurveg-
um frá 1913 og öll árin meðan
heimsstyrjöldin geisaði í Ev-
rópu. Á báðum þessum löngu
ferðum gerðu Vilhjálmur Stef-
ánsson og félagar hans margar
uppgötvanir, og söfnuðu meiri
vitneskju en áður var til um
öll hin víðáttumiklu heim-
skautalandflæmi, sem tilheyra
Kanada. Auk þess hafði Vil-
hjálmur Stefánsson sannað á
þessum ferðum, að hvítir menn
gátu lifað heilsusamlegu lífi á
hinni einhæfu fæðu úr dýra-
ríkinu, sem kostur er á í heim-
skautabyggðum. Studdist hann
í fræðilegum deilum um þetta
efni við rannsóknir sínar á
beinum íslendinga frá miðöld-
unum. Þeir höfðu vitanlega lif-
að að langmestu leyti á íslenzkri
framleiðslu og þó haft þann
þrótt, að höfuðskeljar og tenn-
ur voru heilar eftir margar
aldir. Frh. á 4. síðu.
„Ég undirritaður, sem hefi
undanfarin haust haft á hendi
daglegt eftirlit hjá Sláturfélagi
Suðurlands, fyrir hönd Dýra-
verndunarfélags íslands, vil að
gefnu tilefni votta, að aflífun
sauðfjár hjá Sláturfélaginu
hefir ávallt farið fram á prýði-
legan hátt, og allur söguburður
um mistök í því efni algerlega
tilhæfulaus.
Reykjavík, 24. október 1939.
Steinn Jónsson“ (sign.).
Góðar og ódýrar bækur:
Frfmann B. Arngrímsson:
Mimiingar fa*á LeaEdmt og Farís. - Ak. 1932.
F. B. A. dvaldi í London og París á árunum 1896—1914. Frá-
sögn hans er fjörleg og lifandi, efnið margvíslegt og æfintýrin,
sem hann rataði í, hin merkilegustu. Æfiágrip höf. og mynd
fylgir bókinni. — Bókin hlaut beztu viðtökur hjá ritdómendum.
Verð: 6.00 kr. ób. í bandi: 8.00.
Þótt ég telji aðalefni grein-
arinnar hér með svarað, vil ég
þó svara hinum ýmsu spurning-
um greinarhöfundar nokkru
nánar, að því leyti, sem þeim er
ekki svarað hér að framan,
enda þótt nokkuð sé nú um lið-
ið, þar sem ég tók ekki eftir
umræddri grein fyrr en nú, að
mér var bent á hana.
Það var mjög æskilegt að
losna við skotfærin úr slátur-
húsinu, því að þrátt fyrir ítr-
ustu aðgætni hafa hlotizt af
þeim smávægileg slys á mönn-
um hjá Sláturfélaginu og þó
alvarlegri annarsstaðar. Mun
óþarft að tilgreina þau hér. Af
helgrímu er engin slík slysa-
hætta og meðal annars af þeirri
ástæðu hefir félagið nú tekið
hana fram yfir byssuna og not-
að hana, að noklcru leyti haust-
ið 1938 og eingöngu á yfirstand-
andi hausti, í fullu samráði við
formann og eftirlitsmann Dýra-
verndunarfélags íslands.
Ekki virðist það ámælisvert,
þótt af þessu hefði hlotizt ein-
hver sparnaður fyrir félagið, —
en svo er ekki. Við aflífun
hverrar kindar þarf tvo menn
þegar helgríma er notuð, en
ekki nema einn til að skjóta
kindina. Hér er því um að ræða
aukinn vinnukostnað en spöruð
skotfærakaup, sem nokkuð mun
vega hvort á móti öðru fyrir fé-
lagið. — En fyrir almenning
gildir breytingin aukna atvinnu
og sparaðan erlendan gjaldeyri
þó í smáu sé, og mun hvorugt á-
mælisvert, eins og nú er ástatt
í landinu.
Óhapp getur vitanlega allt af
komið fyrir, alveg jafnt hvort
notuð er helgríma eða byssa.
En sem betur fer, er það sjald-
gæft og því sjaldgæfara, sem
menn eru starfinu vanari. En
komi það fyrir, að afiífun kind-
ar mistakist, er það í augum
uppi, að slysahætta á mönnum
er meiri, ef byssa er notuð.
Reykjavík, 25. október 1939.
Helgi Bergs.
Jóhann J. E. Kúld:
ísluiissefmtýri. — Ak. 1939.
Bókin segir frá Norðuríshafsferðum höfundar, á norsku
hvalveiðaskipi. Guðm. G. Hagalín segir um bókina:
„Hún er prýðilegt rit. Frásögnin er fjörleg og skemmtileg,
málið yfirleitt gott og lipurt, og setninga- og hugsanasambönd
óvenju skýr og rökrétt. Er bókin hinn bezti skemmtilestur, en
auk þess er yfir henni eitthvað af töfrum Norðurhafs, heillandi
hetjublær“. (Skutull 13. maí 1939).
Verð: kr. 4.00 ób. í bandi 6.00.
Guy de Maupassant:
Flóttameim. — Ak. 1939.
Saga frá fransk-þýzka stríðinu 1870—71. Ein af fyrstu sög-
um skáldsins, en með henni skipaði hann sér í fremstu röð
franskra rithöfunda. — Verð: kr. 1.50.
Steingrímur Matthíasson:
Frá Japau og Kíaa. — Ak. 1939.
Bókin segir frá ferðalagi höfundar til Japan og Kína árið
1903—04. Bezt skrifaða bók hins vinsæla höf. — Þorst. M. Jóns-
son skrifar í N.-Kv.: „í bókinni er feikna fróðleikur. En hún
er skrifuð af eldmóði þeim, lífsfjöri og gamansemi, sem ein-
kennir Steingrím, svo að jafnvel þeir, sem ekki hafa skemmt-
un af neinum fróðleik, munu lesa hana sem spennandi skáld-
sögu“. — Verð: 4.80 ób. í bandi 6.80.
Björgvin Guðmundsson:
Ténheiidiir — nýtí safn. — Ak. 1939.
Vinsælustu lög tónskáldsins, 12 að tölu, fyrir einsöng, karla-
kór og blandaðar raddir. Vönduð útgáfa.. — Verð aðeins: 5.00.
Allar þessar bækur fást hjá flestum bóksölum eða beint frá
útgefanda, sem er
R ÓKAÍJTG Á F A A: EDDA, Akureyri.
íslenzkir námsmenn erlendis*
Með bréfi dags. 26. þ. mán. hefir kennslumálaráðherra falið
upplýsingaskrifstofu Stúdentaráðsins, að annast söfnun skýrslna
um nám og námskostnað allra íslenzkra námsmanna erlendis.
Skýrslur þessar munu síðan verða hafðar til hliðsjónar við út-
hlutun gjaldeyris til náms erlendis. Eyðublöð til skýrslugerðar
fást í Upplýsingaskrifstofunni í Stúdentagarðinum, sem er opin
fyrst um sinn daglega ,kl. 4—5% e. hád., og hjá sendiherra ís-
lands Ny-Vestergade 21, Kaupmannahöfn,
Skýrslurnar afhendist Upplýsingaskrifstofunni hið fyrsta og
eigi síðar en 15. des. n. k.
Reykjavík, 31. okt. 1939.
F. h. Upplýsingaskriístofu Stúdentaráðs.
Lúðvig Gisðinumisson.
324 Willíavi McLeod Raine:
— Ég er heill á húfi. Ég þvæ mér
þegar við náum í vatn. Hann vék henni
mjúklega til hliðar og hélt svo áfram.
— Alvarleg störf fyrst, við skulum sjá
fyrir Oakland. Hann náði í skothylkin
og hlóð skammbyssurnar aftur. Síðan
greip hann handjárnin og setti þau á
úlfliöi Oaklands.
Hin bláu augu Molly leiftruðu;
— Ég hefi aldrei séð annað eins og
það, hvernig þú barðist. Það var stór-
kostlegt, en ég var svo hrædd. Ég hélt
hann myndi merja þig. Það hefir eng-
inn slegið hann út fyrr en þú, og ég sé
ekki ennþá hvernig þér eiginlega tókst
það.
— Hann sigraðí sig sjálfur, bruölaði
kröftunum. Hann skeytti ekki um rétta
stöðu. Hann gat ekki haldið áfram leng-
ur, því að fæturnir höfðu fengið nóg.
— Þú ert viss um að þú sért ekki
meiddur?
— Ég er viss um, að ég verð allra
stirðasti maðurinn í héraðinu innan ör-
lítillar stundar, þ. e. a. s. að herra Oak-
land undanteknum, sagði hann og hló.
— En við skulum leggja af stað.
Þau lögðu af stað út í mýrina, sem
þau höfðu gengið yfir kvöldið áður.
Oakland opnaði það augað, sem ekki
var sokkið, rétt í því er þau voru að
hverfa á bak við hæðina. Hann var sér
Flóttamaðurinn frá Texas 321
bólgið og blóðstorkið og á því mátti sjá
æðisgengna reiði.
— Komdu ef þú þorir, hrópaði hann
hranalega. Barnett svaraði ekki. Hann
horfði í blóðstokkin augun til þess að
lesa ætlan mannsins. Hann stóð á t-án-
um til þess að láta ekki grípa sig á
flötum fæti og vaggaði mjúklega til
hliðanna.
Oakland kastaði sér á hann og barði
i blindni með báðum hnefum. Webb
varðist og tók ógurlegt hnefahögg á oln-
bogann og komst þannig með naum-
indum undan því. Hann beygði sig og
smaug til hliðar, en fékk þá hnefa Oak-
lands á kinnina. Hann var ekki við
þessu búinn og féll við höggið.
Clem þaut áfram til þess að „negla
hann niður“, en hann var sloppinn!
Hann hafði velt sér við, komizt á fjóra
fætur og þannig til hliðar. Höfuð hans
var samt ruglað eftir höggið.
Molly horfði á þá og náði varla and-
anum fyrir ákafa. Hún hafði óttazt
mjög þegar hún sá hann falla, en hún
rak upp gleðióp, er hún sá hann kom-
inn aftur á fætur og varð þess ekki vör,
að hann væri neinu verri eftir höggið.
Hún sá hann víkja sér undan og beygja
sig, en datt auðvitað ekki í hug, að hann
væri þá að gefa höfðinu tíma til þess
að jafna sig eftir höggið.