Tíminn - 07.11.1939, Qupperneq 3
129. blað
TÍBglNN, þHHjiidagmm 7. nóv. 1939
515
A N IV Á L L
Afmæll.
Ástríður Stefánsdótir ekkja
á Björk í Grímsnesi varö 90 ára
3. þ. m. Hún fylgist enn vel með
því sem gerist, enda er hún vel
greind kona og stálminnug eins
og hún á kyn til, því hún er
systkinabarn við Hannes heit.
þjóðskjalavörð og þá bræður.
Ástríður missti mann sinn,
Guðmund Þorleifsson, fyrir 4
árum, hinn mesta dugnaðar- og
sómamann. Var það haft fyrir
satt um þau hjón, að ef þau
neituðu ekki bón manna litu
þau á það sem loforð, svo voru
þau hjónin vönd að orðum sín-
um og athöfnum.
Ástríður dvelur hjá börnum
sínum, Gísla og Friðsemd, sem
búa að Björk. Hún hefir ekki
klæðst tvö seinustu árin.
Á hcimleið.
(Framh. aj 2. síöu)
bjargar henni úr eldinum.
Benda leikslokin til þess, að þau
muni nú sameinast sem lífs-
förunautar.
Leikur Vals Gíslasonar, sem
Guðmundar i Múla, var athygl-
isverður og góður. Gunnþórunn
lék prestmóðurina alltaf vel og
stundum snilldarlega. — Gestur
Pálsson leikur prestinn og Þóra
Borg hjúkrunarkonuna. Með-
ferð þessara hlutverka og ann-
ara var yfirleitt ekki þannig að
sérstaka eftirtekt mætti vekja.
Aðalviðfangsefni þessa leiks
eru trúmál. Þau málefni voru
líka höfundinum mjög hugstæð.
En það er jafnan erfitt að
breyta skáldsögu í leik. Þessi
saga nýtur sín heldur eigi á
leiksviði. Lárusi virðist þó yfir-
leitt hafa vel tekizt að fylgja efni
sögunnar og sýna þannig sem
bezt stefnu og skoðanir höfund-
arins. — J. E. G.
B Æ K U R
Getuns við byggt
isr torfi?
(Framh. af 2. síðu)
Aðalhúsið er baðstofa í þrennu
lagi. Þar eru svefnherbergi sitt
í hvorum enda með stofuglugg-
um móti austri og vestxi. í mið-
baðstofunni færi fram eldun
máltíða og þar yröi borðað. Mið-
húsa er þvottahús og þar gæti
einnig verið vatnssalerni og
handlaug. Loks er geymsla og
forstofa eða bæjardyr. Bær
þessi ætti að geta verið hlýr og
þægilegur til íbúðar, þó ekki sé
stór, ef skynsamlega er til hans
vandað. Með nægri fyrirhyggju
um undirbúning og útvegun ís-
lenzkra byggingaefna ætti ekki
Tvær bækur eftir Margit
Raf n: Sýslumannsdæt-
urnar 150 bls. Verð: kr.
4.00 ób., 5.50 í bandi. —
í sumarsól, 194 bls. Verð
kr. 4.00 ób., 5.50 í bandi.
Þorsteinn M. Jónsson bókaút-
gefandi á Akureyri hefir í haust
gefið út tvær bækur eftir norsku
skáldkonuna Margit Ravn. Sú
skáldkona er íslendingum orð-
in að góðu kunn, og hefir Þor-
steinn þegar gefið út margar
bækur eftir hana í íslenzkri
þýðingu Plelga Valtýssonar
kennara. Hann hefir og þýtt
þessar tvær sögur, sem nú fyr-
ir skömmu eru út komnar.
Léttur og skemmtilegur blær
er einkennandi fyrir allar sögur
Margit Ravn. Þær bera allar
með sér eitthvað þýtt og aðlað-
andi, en bak við þann hjúp er
aðdáun á heilbrigðu, þrótt-
miklu, starfsömu lífi. Þess
vegna er það ánægjulegt, að
bækur Margit Ravn skuli hafa
hlotið þau ítök í hugum margra
íslendinga, og þá einkum ungs
fólks, sem raun ber vitni um.
Þær dá allar fjör og starfslöng-
un, en hengilmænum og upp-
skafningum er á góðlátlegan
hátt skipað til óæðra borðsins.
Það er almennt litið svo á af
mönnum, sem þekkja til bóka-
útgáfustarfsemi hér á landi, að
það sé veruleg trygging þess, að
bókin sé góð og gagnleg, ef
Þorsteinn M. Jónsson á Akur-
eyri hefir gefið hana út. Á sínu
sviði standast þessar bækur það
álit. Fram hjá því verður þó
ekki séð, að þýðingin er fxem-
ur hroðvirknislega af hendi
leyst, þar úir og grúir af orðum,
sem ekki eru af íslenzkum upp-
runa, og mörg orðatiltæki og
setningar eru með útlendum
blæ. Þetta ex hálfu viðsjárverð-
ara en ella, vegna þess, að
þessar bækur eru mest lesnar
af unglingum. Nóg er málspill-
ingin orðin, þótt reynt sé í bók-
um að hamla á móti henni.
Ostur-Ostur-Ostur
Mjólkurbú Flóamanna hefur kynningarsölu á ostum í
Ostakjallaranum á Laugaveg 30.
Ódýr matarkaup. Selt í heilum ostum.
Verð frá kr. 2.60 pr. st.
Ostur er hollasta, næringarríkasta og ódýrasta áleggið.
Ostak|ellarinii
Laugaveg 30.
ACCUMULATOREN-F ABRIK,
DR. TH. S0NNENCHEIN.
að þurfa háa lánsupphæð til
þess að koma honum upp.
Vafalaust þykir sumum skorta
nokkuð á myndarbrag húsa,
sem þessara. Þó mun það sann-
ast, að við eigum enga bygging-
arlist náttúxlegri og fegurri en
vel hirtan torfbæ í túni.
Þórir Baldvinsson.
GÚMMÍ, til bætinga.
Sendum gegn póstkröfu um allt land.
Gúmmískógerðin, Laugiav. 68.
Sími 5113.
Kaupum kanínuskinn, lambskinn og
selskinn.
M A G NI, Þingholtsstræti 23.
valda ríki i konungssambandi
við Danmörku.
ísland hafði nú fengið viður
kennt, að það væri sjálfstætt
ríki. En sumpaxt sökum fátækt-
ar og sumpart sökum ágengni
Dana, var stjórn Dana enn fal-
in forusta um 25 ára skeið í
allmörgum þýðingarmiklum
málum. En þann samning gátu
íslendingar upphafið á árun-
um 1941—43, ef þeir höfðu til
þess manndóm og þor.
Reynslan varð hin sama og
fyrr. Aukið frelsi íslendinga
þýddi auknar framfarir. Aldrei
síðan á þjóðveldistímanum hef-
ir þjóðin sýnt manndóm sinn
við jafn mörg viðfangsefni og
með jafn glæsilegum árangri,
eins og á þessum undangengnu
20 árum síðan fullveldi landsins
var viðurkennt. — Danir veittu
þessu eftirtekt. Þeir héldu að
flestu leyti vel sættina, og létu
íslendinga að mestu afskipta-
lausa. Um leið og íslendingar
voru að miklu leyti orðnir
frjálsir, hættu þeir að vera hjá-
lenda. íslendingar eru óvenju-
lega viðkvæmir og hörunds-
sárir í skiptum vlð aðrar þjóðir.
Nú byrjuðu Danir í mörgum
efnum að líta á íslendinga sem
jafningja sína, en við það dró
úr gömlum væringum.
IV.
Af sarnbúð Dana við Norð-
menn og íslendinga er hægt að
draga ljósar og óhxekjanlegar
staðreyndir. Danir geta ekki
verið forustuþjóð fyrir aðrar
þjóðir. Þar sem þeir hafa feng-
ið þá aðstöðu, hefir það orðið
til óláns og ófarnaðar. En ef
Danir eru jafningjar frænd-
þjóða sinna og vita að þeir geta
ekki verið annað, þá koma fram
hinir sönnu kostir þessarar
merkilegu þjóðar. Þeir íslend-
ingar, sem kynnu að óska að
framlengja vald Dana yfir ís-
landi, gera báðum þjóðum mik-
ið tjón. Jafnréttið eitt, fullt og
hiklaust, tryggir góða og eðli-
lega sambúð milli þessara
frændþjóða, og gefur þeim báð-
um tækifæri til að njóta sinna
mörgu, meðfæddu kosta.
Sjálfstæðisbarátta íslendinga
hefir nú staðið í 110 ár eða frá
1830. Jón Sigurðsson, Baldvin
Einarsson og Fjölnismenn hefja
þá sókn fyrir pólitísku og and-
legu sjálfstæði, sem heldur á-
fram til þessa dags. Fjölnis-
menn unnu tiltölulega fljótt
sinn sigur, að endurfæða móð-
urmálið og grundvalla sterkar,
þjóðlegar bókmenntir. Árangur-
inn af hinni pólitísku baráttu
kom ekki í ljós fyrr en eftir 1874
eða um það bil, sem Jón Sig-
urðsson hverfur af sjónarsvið-
inu.
Framfarir Norðmanna hefj-
ast með frelsistöku þeirra 1814.
Framfarir Dana hefjast um
1850, þegar þeir fá þingstjórn.
Ef Danir hefðu lyft sinni dauðu
hönd af íslandi 1851, þegar Jón
Sigurðsson stöðvaði ofsa þeirra
á þjóðfundinum, hefði forset-
inn haft aldarfjórðung til að
stjórna íslandi og rétta hag
þess úr aldagömlum dróma. En
Danix neituðu þessu. Þeir létu
kalda og dauða hönd ffamandi
stjórnar hvíla á þjóðinni þar til
1874. Þá loks létu Danir undan
síga. ísland fékk nokkra heima-
stjórn. Alþing fékk í hendur
fjárxáð landsins. Það gat lagt
skatta á hina fátæku þjóð til
sameiginlegra þarfa. Það gat
samið lög um íslenzk málefni.
Þau voru send til konungsins í
Kaupmannahöfn, til hins
danska ráðherra og danskrar
stjórnardeildar, sem fór með
íslandsmál. Stundum sam-
þykktu Danir lögin. Stundum
var þeim fleygt í ruslakörfuna.
Helmingur af starfi Alþingis
varð að engu. Dönsk stjórnar-
völd vissu lítið um landið. Að-
gerðir þeirra um íslenzk mál
voru kunnáttulaust fálm.
Þegar ísland fékk sitt fyrsta
vængstýfða frelsi 1874, var hér
enginn vegur, engin brú, enginn
banki, engin skip, sem íslenzkir
menn áttu. k landinu öllu var
einn almennur skóli, latínu-
skólinn, og byrjun að lækna- og
prestakennslu. Samgöngur voru
með þeim hætti, að ef embætt-
ismenn fluttu sig milli héraða,
var þeim varla önnur leið opin
en að senda búslóð sína til
Kaupmannahafnar, og þaðan til
þeirrar hafnar, sem næst var
hinum nýjá bústað þeirra. í
stuttu máli: Þaö land, sem
Danir skiluðu að nokkru leyti í
hendur þeirrar þjóðar, sem þar
bjó, var bláfátækt og vanrækt
með öllum þeim hætti, sem
stjórnarvöldin höfðu náð til.
Tímabilinu, sem íslendingar
hafa haft. verulega hlutdeild um
stjórn landsins, má skipta í
þrennt. Fyxst er tíminn frá
1874 til 1904. Þá er stjórnin í
Danmörku, en Alþing ræður þó
löggjöfinni. Á þessum tíma ger-
ast stórfelldar framfarir og við-
reisn, eingöngu fyrir baxáttu
íslendinga, sem sóttu fram á
öllum sviðum, þrátt fyrir það,
að danska stjórnin var í öðru-
hvoru spori þrándur í götu. Á
miðju þessu tímabili var Ölfus-
árbrúin byggð. Danska stjórnin
hafði hvað eftir annað synjað
málinu framgangs með þeim
rökstuðningi, að ísland hefði
ekki efni á að gera svo dýrt
mannvirki. Að lokum tók
Tryggvi Gu'nnarsson á sig á-
hættuna, og þá kom brúin.
Þessi sigur hafði vekjandi á-
hrif á alla þjóðina. Ölfusárbrú-
in kenndi íslendingum, að þeir
gætu tekið á stórum vexkefnum,
ef þeir mættu nota krafta sína.
Saga íslands kennir börnurn
þjóðarinnar mjög einföld og holl
sannindi. Ef þjóðin er frjáls og
fer vel með frelsi sitt, blómgast
hagur hennar, jafnvel svo að
álitlegt má þykja. En ef þjóðin
glatar einhverju af frelsi sínu,
byrjar hnignunin undir eins þar
sem erlendir menn fá yfirráð.
En sé frelsinu glatað til fulls,
byrjar allsherjar hnignun, al-
mennar hörmungar og niðurlæg-
ing allra landsins barna.
Nú gætu ókunnugir haldið, af
þessum orðum, að frændþjóð
okkar Danir væru sérstaklega
grimmlynd og vond þjóð, úr því
að stjórn Dana á íslenzkum mál-
efnum hefir verið með þvílíkum
ófarnaði. En þeir, sem hafa
nokkur kynni af Dönum, vita að
svo er ekki. Þvert á móti eru
Danir milcl og góðlynd þjóð, vel
gefin og óvenjulega vel mennt.
Mér er nær að halda, að engin
þjóð í heimi hafi farið jafn vel
með sitt eigið land eins og Danir,
síðan nútímalíf hófst þar eftir
1850. Því verður ekki neitað, að
Danir eru mikil menningarþjóð,
og að þeir kunna mjög vel að
fara með málefni sín heima
fyrir.
En allt öðru máli er að gegna
um stjórn þeirra á öðrum lönd-
um. Þeir réðu yfir Svíþjóð, og
misstu hana eftir að hafa líf-
látið marga beztu menn Svía
eftir hræðilegt blóðbað í Stokk-
hólmi. Danir fengu yfirráð yfir
Noregi urn leið og ísland kom
undir Danakonung. Og í Noregi
varð sama reynslan og á íslandi.
Hin forna frægð Noregs fölnaði
því meir, sem Danir stjórnuðu
landinu lengur. Þrándheims-
dómkirkja var áður mest guðs-
hús á Norðurlöndum, en á hnign-
unartíma landsins var hún orðin
eins og flatreftur skúr og notuð
fyrir hesthús. Norðmenn fengu
frelsi sitt 1814 eða 60 árum fyrr
en íslendingar. Og um leið byrj-
aði þar í landi alhliða blómgun,
sem hefir haldizt til þessa dags.
Danir áttu sömuleiðis alla Sles-
vík og Holsetaland, en þrír
fjórðu hlutar þeirra, sem búa í
þessum héruðum, hafa kosið að
fylgja heldur öðru ríki. Um
reynslu íslands er áður talað. Og
ef litið er til Færeyinga', þá vill
svo undarlega til, að dönsku
stjórninni hefir þótt taka þvi að
leggja þunga hönd á mál þessar-
ar fámennu frændþjóðar, eins
og Færeyingar hefðu ekki við
nóga erfiðleika að stríða, þó að
þeir fengju að nota tungu sína
að eigin vild.
Dómur sögunnar um Dani er
sá, að þeir séu ágætlega fallnir
til að beita kröftum sínum
(heima fyrir, en að þeim mistak-
ist alltaf og hafi alltaf mis-
tekizt að stjórna þjóðum í öðr-
um löndum. Meðan þeir eru yfir-
þjóð gerast þeir persónulega ó-
sanngjarnir og yfirlætisfullir. En
um ieið og þjóð, sem þeir hafa
stjórnað, nær fullu frelsi og kem-
ur fram sem jafningi þeirra,
koma strax í ljós hinir góðu eig-
inleikar dönsku þjóðarinnar. Við
jafningja sína eru Danir góðir
og sanngjarnir nábúar. Sú
beizkja, sem enn er til milli
(Framh. á 4. síðu)
MáÍafÍuíníngsskríSstoía.
UndiiTÍtaðir höfum opnað málaflutningsskrifstofu í Sambandshúsinu við
Sölvhólsgötu. Við tökum að okkur málflutning, samningagerðir, innheimtur og
öll önnur venjuleg málaflutningsstörf.
Viðtalstími okkar er frá kl. 1—3 e. h. — Slmi 1080.
Stagiaai* ólafsson. Ólafur Jóhaimesson
lögfræðingar.
I. s. I.
S. R. R.
Sundmót
verður haldið í Sundhöll Reykjavíkur 7. des. n. k., sjá frásögn í
blaðinu. Þátttaka tilkynnist undxirituðum fyrir 1. des.
SumSráð Ileykjavíkur. Rox 546.
í Húðir og skinn.
Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar HÚÐIR
og SKINN, sem falla til á heimilum þeirra, ættu þeir
að biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessum vörum
í verð. — SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA selur
NAUTGRIPAIIÚÐIR, HROSSHÚÐIR, KÁLFSKINN,
LAMBSKINN og SELSKINN til útlanda OG KAUPIR
ÞESSAR VÖRUR TIL SÚTUNAR. — NAUTGRIPA-
ÍÍÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KÁLFSKINN er bezt að
salta, en gera verður það strax að lokinni slátrun.
Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi
og blóð af skinnunum, bæði úr holdrosa og hári, áður
en saltað er. Góð og hreiníeg meðferð, á þessum vörum
sem öðrum, borgar sig. —
;
Ifreinar
léreftstuskur
kaupir
Prentsmiðjan Eslda
Lindargötu 1D.
BRYNJÓLFUR ÞORLÁKSSON
stillir og gerir við piano og or-
gel. — Sími 4633.
1 Það eru nokkur lestr-
arfélög ennþá, er ekki
eiga Dvöl alla frá byrj-
un. Tæplega getur þó eitt lestrarfélag
haft vinsælli bækur í safni sínu, heldur
en Dvöl.
VinttiS) ötuliega fyrir
Tíntann.
332
William McLeod Raínes
Flóttamaðurinn jrá Texas
329
— Já. Við höfum átt ógurlega erf-
itt, Steve.
— Þú og Barnett?
— Já. Clem Oakland var ólmur i að
drepa hann. Það lá við að þeir berðust
út af þvi Dean og hann.
— Þú ættir að segja okkur alla sög-
una, Molly, og byrja á byxjuninni.
Molly sagði söguna aftur og dró und-
an sama atriðið og áður. Hún gat ekki
getið um tilfinningar sínar gagnvart
Barnett, meðan þessi ókunni maður
var viðstaddur, ekki að minnsta kosti
viljandi. Hún varð þess heldur ekki
vör, að hin brúnu augu Steve Walsh
hvíldu á henni og lásu í ákafa hennar
orðin: „ég elska hann“, jafn skýrt og þó
hún hefði hrópað þau.
Þegar hún hafði lokið sögu sinni sagði
sýslumaöurinn frá Texas:
— Þetta er Webb Barnett, sem þú
hefir vexið að segja frá, stúlka mín, það
er enginn vafi. Ég heföi getað sagt þess-
um Oakland, ef hann heyrði það, að
hann hefði heldur átt að fljúgast á við
pardusdýr en Webb. En ég býst við, að
menn yerði stundum að læra af reynsl-
unni. Ég er feginn að Webb er hérna.
Hvar get ég hitt hann, ungfrú?
— Þú ætlar að taka hann með þér
aftur til Texas?
—• Ég býst við því, sagði sýslumaður-
Clint glápti á hann meðan hann var
að átta sig á þessu.
— Jú, þetta myndi sannarlega skýra
t málið, sagði hann að lokum.
:1 — En þú hefir mig einan fyrir því,
sagði Barnett og nú brá gamla biturleik-
anum fyxir aftur. — Líkurnar eru allar á
móti mér og ég vildi ráðleggja þér að
trúa ekki því, sem ég segi.
Nú heyrðist hróp, skammt undan.
Tveir ríðandi menn sáust bexa við
himin á hæðarbrúninni. Clint veifaði
til þeirra og þeir komu. Þetta voru þeir
Jim Haley og Dug Peters.
Jim starði á Barnett.
— Þú hefir þá gripið hann aftur,
sagði hann við Clint.
— Ekki beinlínis. Ég xakst á hann og
Molly, þar sem þau voru á leiðinni heim.
— Heldur hann þessu fram?
— Já, og ég trúi honum.
— Ertu heil á húfi, Molly? spurði Dug.
Bros stúlkunnar var furðu hressilegt,
þegar þess er gætt, að hún hafði verið
á fótum alla nóttina og hvorki fengið
kveldmat eða morgunmat.
— Mér hefir aldrei liðið betur, Dug.
— Ég hefi starf handa ykkur dreng-
ir, sagði Clint. — Þið þekkið dalverpið,
þar sem Slim fann svarta kálfinn, sem
kýrin móðir hans hafði grafið síðastlið-
ið vor. Barnett skyldi Oakland þar eftir.