Tíminn - 11.11.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.11.1939, Blaðsíða 4
524 TlMlM, langardagian 11. nóv. 1939 131. Ma» Yfir laatdamœrin 1. Kommúnistablaðið ber á móti því, að nokkur maður á þess vegum hafi sent skeyti til Moskva og geti Moskva- útvarpið því ekki haft þá frétt eftir neinu skeyti frá íslenzkum kommún- istum, að íslenzk blöð hafi stutt kröfur Rússa á hendur Finnum. Þetta kann að vera rétt, enda getur þessi frétta- flutningur Rússa alveg eins byggst á því, að þeir hafi tryggingu fyrir því að öll þau skeyti, sem þeý: senda komm- únistablaðinu, birtist þar, og þeir vissu því að skammaskeyti sín um Finn- land væru komin út í íslenzka kom- múnistablaðinu, þegar þeir birtu út- varpsfréttina um stuðning íslenzkra blaða við kröfur Rússa. Skiptir það vitanlega heldur engu máli, á hvern hátt þessi rússneska útvarpsfrétt er til orðin. Hitt er aðalatriðiö, að aug- ljóst er að Rússar hafa fullkomin yfir. ráð yfir kommúnistablaðinu og geta látið það gera allt, sem þá lystir. I slíku felst sú hætta fyrir sjálfstæði þjóðarinnar að hún verður að gefa þessum málum meiri gaum en gert hefir verið til þessa. Ef eitt óvinveitt stórveldi getur haft slíka íhlutun í írammi hér á landi, er vitanlega opin leið fyrir önnur að gera slikt hið sama. 2. Kommúnistablaðið lætur í morgun eins og það sé málssvari prentfrelsis- ins. Blaðið ætti að lýsa prentfrelsinu í Rússlandi áður en það fer að skipta sér af því, hvernig Islendingar hátta þessum málum. 3. Morgunblaðið segir í- morgun, að ýmsir áhrifamenn þjóðarinnar tali um „frjálsa verzlun eins og landplágu". Blaðið getur hér ekki átt við annað en baráttu heildsalanna á móti höfða- tölureglunni, því að baráttan gegn henni er fólgin í því, að reyna að svipta neytendur réttinum til þess að ráða því sjálfir hvar þeir verzla. 4. Það verður erfitt fyrir Gísla vél- stjóra að fá stuðning Mbl. og helztu manna flokksins við næstu kosningar. Allir vita, að Gísli hefir á flokksfundi vegið að samherjum sínum, með því að búa til sögur um þá, sem áttu að sýna og sanna að þeir væru óheilir flokki sínum og málstað, af því að fjár- hagsbönd andstæðinga krepptu að þeim. 5. Barðstrendingar geta ímyndað sér hvílík forstaða yrði um málefni þeirra á Alþingi, ef fulltrúi þeirra væri jafn lítilsvirtur og lítið treyst á Alþingi bæði af Framsóknarmönnum og Sjálf- stæðisflokknum. 6. Enginn frambjóðandi nokkurs flokks á Islandi situr fastar í annarri eins hengingaról og Gísli vélstjóri. Hann sendir aðalblaði flokks síns árás- argrein um þingmann Barðstrendinga í því skyni að minnka veg hans. En þá neyðist ritstjóri blaðsins til að bæta athugasemd ofan við greinina, þar sem hann. varar með hógværum orðum við höf. af því að blaðið hafi reynslu fyrir að hann sé miður áreiðanlegur — að minnsta kosti til munnsins. Við þetta kiknaði Gísli svo, að hann treysti sér ekki til að láta niðurlag greinarinnar sjást á prenti. x.+y. Á krossgötum. (Framh. af 1. síöu) gerð, og hefir Björn Rögnvaldsson húsameistari haft með höndum um- sjón með smíði þeirra. Kostnaður er talinn vera um sex þúsund krónur. Fyrir nokkru síðan gaf Fr. le Sage de Fontenay, sendiherra Dana, eitt þús- und krónur til skýlisgerðarinnar. Útbreiðið TÍMANK Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir í LANDSSMIÐJUNNI. III BÆNUM Messur á morgun. I dómkirkjumii kl. 11, Olafur Olafs- son kristniboði prédikar, tekið verður á móti gjöfum til kristniboðsstarfsins. Kl. 2 séra Friðrik Hallgrímsson, barna- guðsþjónusta, kl. 5 æskulýðsguðsþjón- usta, séra Friðrik Hallgrímsson. — I fríkirkjunni kl. 2, séra Arni Sigurðs- son. — I Laugarnesskóla kl. 10, barna- guðsþjónusta; engin síðdegismessa. — I Landakotskirkju lágmessa kl. 6.30 og 8 árdegis; hámessa kl. 10 árdegis, guðsþjónusta kl. 6 síðdegis. Tveir lögregluþjónar, Björn Vigfússon og Geir T. Sigurðs- son hafa fengið lausn frá störfum sín- um vegna afleiðinga áfalla, er þeir hlutu í götubardögunum, sem risu vegna uppþots kommúnista í Reykja- vík 9. nóvember 1932. Fyrir síðasta bæjarráðsfundi lá bréf frá lögreglu- stjóra, þar sem þess var farið á leit, að þeim verði greidd full eftirlaun og bætur, þar eð þeir hefðu hlotið meiðsli sín við skyldustörf í þágu almennings og bæjarfélagsins. Þeir Björn og Geir hlutu báðir innvortis meiðsli, og hafa alla tíð síðan verið þjáðir, þó gegnt hafi þeir störfum. Hefir heilsubrestur þeirra ágerzt á síðari árum og telja læknar þeirra þá ekki lengur færa að gegna lögregluþjónsstörfum. Báðir eru þeir menn á miðjum aldri, urðu báðir fer- tugir á þessu ári. Hefir Björn verið lögregluþjónn á tólfta ár, en Geir í nær tíu ár. Knattspyrnufélagið Valur heldur hlutaveltu á morgun í íshús- inu við Tjarnargötu. Hefst hún eftir hádegi. Leikfélag Reykjavíkur sýnir á morgun sjónleikinn A heim- leið kl. 3 og Brimhljóð klukkan 8 ann- að kvöld. Lækkað verð á báðar sýn- ingar. Innan nokkurra daga byrja sýn- ingar nýs leiks, leynilögregluleiksins Sherlock Holmes. Bæjarráð ákvað á fundi sínum í gær að láta hefja atvinnubótavinnu innan skamms. Verða þá 50 manns teknir í atvinnu- bótavinnuna. Esja fer til Vestfjarða á mánudaginn. A Patreksfirði verður bátur, sem tekur póst og farþega, ef elnhverjir verða, og flytur þá á hina firðina. Hrútasýning verður haldin í sláturhúsinu í Reykjavík á morgun. Sprengingin í kjallar- aranum í Munchen (Framh. af 1. síðu) hafði verið. Þetta hafi verið gert til þess að láta það líta eðlilega út, að sprengingin misheppnast. Enginn af forráðamönnum nazista var viðstaddur. Þeir fara allir jafn fljótt og Hitler og eftir veröa aðeins óbreyttir flokksmenn. Vegna vaxandi óánægju með stjórn Hitlers, er nauðsynlegt að reyna að afla honum nýrrar samúðar meðal þjóðarinnar og einmitt slíkur atburður gat ver- ið æskilegur í því augnamiði. Það gengur illa að æsa Þjóð- verja gegn Bretum og þess vegna gat talizt æskilegt, að geta fengið tækifæri til að stimpla þá sem glæpamenn. Einnig er hugsanlegt, að nota eigi þennan atburð til réttlæt- ingar einhverra fyrirhugaðra Finskir landamœraverðir. hermdarráðstafana gegn Bret- um. Samkoman í vínkjallaranum var haldin í tilefni af því, að Hitler gerði misheppnaða bylt- ingartilraun í Miinchen þennan dag 1923. Síðan Hitler kom til valda hefir hann alltaf minnst þessa atburðar þennan dag með því að halda slíka samkomu í vínkjallaranum, en þar komu byltingarmenn saman áður en þeir hófu uppreisnartilraunina. Hefir Hitler alltaf flutt miklar ræður við þessi tækifæri. Hitler byrjaði ræðu sína að þessu sinni J/2 klst. fyrr en venjulega og fór strax, þegar henni var lokið'. Er sagt, að hann hafi verið kallaður í áríð- andi erindum til Berlínar. Allir helztu menn nazista, sem þarna voru staddir, fylgdu honum á járnbrautarstöðina. Eftir urðu aðeins óbreyttir liðsmenn, aðal- lega úr hópi gömlu byltingar- mannanna. Húsinu var lokað tveim dög- um áður en þessi athöfn fór fram. Allur viðbúnaður hafði verið framkvæmdur undir um- sjá þýzku leynilögreglunnar og hún skoðað húsið áður en Hitler kom, eins og venja liennar er allsstaðar þar, sem Hitler kemur. hítamælarnir gera hverjum einstökum hita- notenda hægt að spara mið- stöðvarhitann eftir vild, að sínu leyti eins og gas og rafmagn, og gerir öllum unnt að njóta sparnaðarins að fullu. Gíslí Halidórsson verkfræðingur. Sími 4477. Talið er að sprengjan hafi verið múruð inn í loftsúlu, ná- lægt ræðustól Hitlers, mörgum dögum áður. Hafi klukka verið í sambandi við vítisvélina og ráð- ið þvi hvenær hún sprakk. Mikill árangur ai slörium veröLneindar (Framh. af 1. síðu) Átta menn hafa þegar látist, um 70 særðust og sumir þeirra hættulega. Ýmsir þjóðhöfðingjar hafa sent Hitler heillaóskaskeyti. M. a. hafa honum borist heillaóskir frá rússnesku stjórninni. í Þýzkalandi er allt gert til að láta sem mestan fögnuð í ljósi yfir þessari frelsun hans og talið að guðleg forsjón hafi verið að verki. Hópar nazista hafa gengið skrúðgöngur um borgirnar undir kjörorðinu: Guð verndar for- ingjann. nefndarinnar við viðskiptamála- ráðuneytið, sem sér um gjald- eyrismálin og verzlunarmálin al- mennt. Helztu málin á dagskrá í gær voru vinnulöggjafarfrv. Bjarna Snæbjörnssonar, sem var til umr. í efri deild, og útsvarsfrv, Sigurður Kristjánssonar, sem var til umræðu í neðri deild. Bergur Jónsson og Steingrímur Steinþórsson sýndu fram á mestu vitleysurnar í frv. Sig- urðar og taldi Steingrímur rétt- ast að fella það við 1. umr., en það er mjög fátitt að málum sé slík óvirðing sýnd. Fékk frv. líka að fara til 2. umr. í efri deild urðu talsverðar umræður milli Bjarna Snæbjörnssonar og Sig- I. KAFLI Upphafið. 1. „Ungfrú Granton!" — Röddin var hvöss og ofurlítið ergelsisleg. — „Ung- frú Granton! Ég gleymdi blævængnum minum uppi. Viljið þér hlaupa upp og sækja hann fyrir mig?“ Stúlkan, sem talað var til, lagði þeg- ar af stað, en virtist dálítið þreytuleg í hreyfingum. Hún var vön þessari þreytandi rödd. í meira en ár hafði þessi rödd verið ráðandi aflið í lífi hennar, sagt henni hvenær hún ætti að setjast niður og hvenær hún ætti að standa upp, ákveðið hvert smáatriði i hennar daglega lífi, og venjulega á þann hátt, sem hún sízt vildi sjálf. En hún var orðin sér þess meðvitandi, að sá, sem er fátækur og fjarskyldur, — mjög fátækur og mjög fjarskyldur, — verður að taka því, sem að höndum ber frá hinum auðugu ættingjum og gera sér það að góðu. Hún hafði nú reynt þetta i heilt, já, óralangt ár, síðan hún hlaut þessa stöðu að vera frú Damerell til „skemmt- unar og aðstoðar". Auðvitað var hún Síður en svo öfundsverð af þessari urjóns Ólafssonar um vinnulög- gjöfina. Stefán Jóh. Stefánsson lét þá ósk í ljósi, að samkomu- lag gæti náðst um þessi ágrein- ingsatriði innan verkalýðsfélag- anna, Tók Ólafur Thors undir það og taldi líklegt, að Bjarni myndi taka frv. sitt aftur, ef slíkt samkomulag næðist. Talsvert karp hefir verið und- anfarna daga milli kommúnista og socialista í sambandi við ýms mál. Hefir Finnur Jónsson aðallega talað af hálfu hinna síðarnefndu. Rússland hefir iðu- lega borið á góma í þeim við- ræðum. Ný frumvörp. Sigurður Kristjánsson flytur frv. um breytingu á útsvarslög- um. Aðalefni þess er að láta tekjuskattinn renna til bæjar- og sveitarfélaga og skattleggja kaupfélögin eins og hlutafélög. Allsherjarnefnd efri deildar flytur frv. um breytingu á lögum um rithöfundarétt og prent- frelsi. Tilgangur frv. er sá, að gera íslandi kleift að ganga í svonefnt Bernarsamband, en það er ekki hægt vegna núgild- ».«^.GAMLA BÍÓ“-°-~““- KÁTIR FÉLAGAR Sprenghlægileg og fram- úrskarandi spennandi amerísk gamanmynd frá Metro Goldwyn Mayer. * Aðalhlutv. leika hinir óviðjafnanlega skoplegu GÖG og GÖKKE. NÝJA BÍÓ—°—°—■ Leynileg ógnarstefna. Stórfengleg og spennandi kvikmynd frá Warner Bros er sýnir bardagaaðferðir hins illræmda grímu- klædda leynifélags, Ku- Klux Klan og hina harð- vítugu baráttu er Ame- ríkumenn heyja gegn þessari ógnarstefnu. - Að- alhlutverkin leika: HUMPHREY BOGART, ANN SHERITAN og DICK FORAN. Aukamynd: Pétur sterki. Stríð stry ggíngaí élag íslenzkra skípshaína tilkynnir: Skrifstofa félagsins er I Al- þýðnhúsinu við Hverfisgötu. Skrifstofutími er frá kl. 10— 12 og 1—5. Afgreiðslu annast Pétur Halldórsson. Sími 1074. Heimasími 2977. TimburYerzlun Símn.: Grttnfuru. Stofnuð 1824. Carl Lundsyade — Köbenhtivn. Afgr. frá fCaupmannaliöfn bæði stórar og litlar pantanir og skipsfarma frá Svíþjjóð. S. 1. S. og umboðssalar annast pantanir. EIK OG EFÍVI I ÞILFAR TIL SKIPA. — THE WORLD'S GOOD NEWS will come to your home every day through THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR An International Daily Newspaper It records for you the world’s clean, constructive doings. The Monltor does not exploit crime or sensatlon; neither does lt ignore them, but deals correctlvely with them Features for busy men and all the family, including the Weekly Magazine Section. The Christian Sclence Publishlng Socíety One, Norway Street, Boston, Massachusetts Please enter my subscription to The Christlan Science Monitor for a period of 1 year $12 00 6 months $6.00 3 months $3.00 1 month $1.00 Wednesday lssue. including Magazine Section: 1 year $2.60. 6 issues 25e Name_________________ _ _________________ Address. Samþle Coþy on ReqtiCKt SKIPAUTCEHO ■ rihisinsi Esja fer frá Reykjavík mánudaginn 13. þ. m. kl. 6 síðdegis í hraðferð til Akureyrar. Viðkomustaðir; Patreksfjörður, ísafjörffur og Siglufjörður í báðum ieiðum. M.s. Helgí hleður til Vestmannaeyja næst- komandi laugardag. Flutningur óskast afhentur fyrir hádegi þann dag. andi laga. Talið er að innganga íslands í Bernarsambandið hafi verulega þýðingu fyrir íslenzka listamenn. Leikfélatf Reykjjavíkur T v æ r sýningar á morgun: A heimleið Sýning á morgun kl. 3. LÆKKAÐ VERÐ. Næst siðasta sinn. „Brímhljóð“ Sýning á morgnn kl. 8. Lækkað verð. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Aðgöngumiðar að báðum sýn- ingunum eru seldir í dag frá kl. 4 til 7 og eftir kl. 1 á morgun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.