Tíminn - 14.11.1939, Blaðsíða 2
526
TtMINlV, þrigjwdagiim 14. nóv. 1939
132. bla»
^ímmrt
Þriðjudayinn 14. nóv.
Afgreiðsla
fjárlaganna
Fjárlögin eru vafalaust það
mál yfirstandandi Alþingis, sem
mesta athygii vekur.
Eins og áður hefir vexið skýrt
frá hér í blaðinu má gera ráð
fyrir að styrjöldin hafi þau
áhrif, að rýrnun verði á ýmsum
núverandi tekjustofnum ríkis-
sjóðs. Að vísu eru allar áætlanir
um það gerðar út í bláinn, því
að enn getur enginn sagt fyrir
um það mjög örðugar, því
ur á næsta ári. Hinsvegar er það
öruggt, að sökum verðhækkun-
arinnar erlendis mun verðtoll-
urinn, sem er einn hæsti tekju-
stofninn, hækka verulega, ef
ekki dregur þeim mun meira úr
innflutningnum. Tekjuskattur-
inn ætti heldur ekki að minnka,
þar sem hann verður miðaður
við tekjur yfirstandandi árs.
Þrátt fyrir þetta er eigi að síður
varlegra að gera ráð fyrir tals-
verðri lækkun heildartekna rík-
issjóðs, ef eingöngu er miðað
við núverandi tekjustofna.
Þá hefir áður verið gerð grein
fyrir því hér í blaðinu að hækka
verði ýmsa útgjaldaliði á fjár-
lögum, eins og t. d. afborganir
og vexti erlendra lána. Einnig
bætist við kostnaður ýmsra
styrjaldarráðstafana (skömmt-
unin, rannsóknarnefndir o. s.
frv.).
Til þess að vega gegn tekju-
rýrnuninni og útgjaldahækkun-
inni eru m. a. þessi úrræði:
Fyrir þinginu liggur nú ítar-
legt frumvarp um nýja toll-
skrá og má telja víst að það
verði samþykkt. Þetta frv. ger-
ir ráð fyrir að verðtollurinn
leggist einnig á flutningsgjald
vörunnar hingað og mun sú
breyting frá núgildandi lögum
skapa talsverðan tekjuauka fyr-
ir ríkissjóð.
Fyrir þinginu liggur einnig
frv. um innheimtu tekjuskatts
af vaxtafé. Það er opinbert
leyndarmál að innheimta þessa
hluta tekjuskattsins er nú næst-
um óframkvæmanleg og myndi
ríkissjóði aukast talsvert tekjur,
ef þetta frv. yrði samþykkt.
Þá virðist sjálfsagt að hér
verði gripið til sömu tekjuöfl-
unar og annarsstaðar á Norð-
urlöndum, að hækka álagningu
tóbaks og áfengis.
Telja má líklegt að samkomu-
lag náist um það, að láta þann
hluta útflutningsgjaldsins, sem
varið hefir verið til Fiskimála-
sjóðs, renna í ríkissjóð á næsta
ári.
Það virðist einnig vel forsvar-
anlegt, að taka um einnar milj.
kr. innanlandslán til greiðslu á
afborgunum lána. Má það telj-
ast sæmilegt, ef ríkissjóði tekst
á jafn erfiðum tímum, þegar
miklar kröfur eru til hans gerð-
ar, að halda skuldum sínum ó-
breyttum.
Styrjöldin hefir m. a. þau
áhrif að sjálfsagt verður að
lækka ýms útgjöld ríkissjóðs,
eins og t. d. kostnaðinn við
landhelgisgæzluna og framlög
til ýmsra byggingarfram-
kvæmda.
Verði svo jafnhliða þessu
unnið að ítrasta sparnaði á nú-
verandi útgjaldaliðum ríkis-
sjóðs, ætti að mega vænta þess,
að hægt yrði að afgreiða tekju-
hallalaus fjárlög.
í sambandi viö afgreiðslu
fjárlaganna þykir Tímanum
rétt að leggja sérstaka áherzlu
á eitt atriði.
Það er, að fjárlögin verði
samin þannig, að þau verði sem
allra næst hinni raunverulegu
afkomu ríkisins á árinu.
Áður en Eysteinn Jónsson var
fjármálaráðherra átti sá ósið-
ur talsverð ítök í þinginu, að
keppst var við að áætla útgjöld-
in sem allra lægst. Slíkt þótti
víst bera vott um einhvern
sparnaðarvilja, en afleiðingarn-
ar urðu þær, að greiðslurnar
fóru langt fram úr fjárlögunum
og menn voru farnir að líta á
þau eins og ómerkilegt pappírs-
gagn.
Eysteinn Jónsson setti sér
það markmið, að kveða þennan
ósið niður og reyndi því, að hafa
Morgunblaðíð og íyigiíéð
Eftir Bjarna Ásgeirsson alþingismann
Ég sé ekki ástæðu til að svo
komnu, að lengja mikið deiluna
við Morgunblaðið um fylgifjár-
ákvæði jarðræktarlaganna, þó
að það haldi áfram nuddi um
málið.
í fyrsta lagi er mál þetta nú
í höndum búnaðarþings eins
og ég skýrði frá i fyrri grein
minni. Var þar kosin milli-
þinganefnd, sem hefir það verk-
efni, að freista þess hvort unnt
sé að leiða deiluaðila saman í
þessu ágreiningsmáli, eins og
tókst á sínum tíma um ágrein-
ingsatriði I. kafla jarðræktar-
laganna. Þar eð höfundinum
virðist, sem þeirri stofnun komi
mál þetta ekki mikið við, þá vil
ég upplýsa hann um það, að:
a) Búnaðarþing er æðsta
stofnun allsherjar félagsskapar
bændanna í landinu, en fyrr-
nefnd atriði snerta fyrst og
fremst störf og afkomu bænda-
stéttaxinnar.
b) Búnaðarfélagið hefir með
höndum framkvæmd jarðrækt-
arlaganna fyrir hönd ríkisins og
c) Hvort sem það tekst eða
ekki að ná samkomulagi um
málið á þeim vettvangi, þá
kemur málið á eftir til kasta
Alþingis og er þá nægur tími
fyrir stjórnmálamennina að
deila um það til úrslita, ef þeim
finnst þess þá þörf.
í öðru Iagi er það sýnilegt, að
sá rithöfundur, sem Morgun-
blaðið beitir fyrir sig í málinu
botnar ekkert í því.
Hann byrjar á að fullyrða, að
fylgiféð muni, er fram líða
stundir, yfirgnæfa allt fast-
fjárlögin sem allra næst hinni
raunverulegu afkomu ríkissjóðs-
ins. Hann lét sig engu skipta
þótt andstæðingarnir hrópuðu
hátt um „útgjaldahæstu fjár-
lög“. Hitt skipti meira máli að
umframgreiðslurnar voru hlut-
fallslega langtum lægri hjá
honum en nokkrum öðrum fjár-
málaráðherra.
Frá þessari reglu, að reyna að
áætla fjárlögin sem næst hinni
raunverulegu afkomu ríkissjóðs,
má þingið ekki víkja. Það er
falskur sparnaðarvilji og verð-
ur til ills eins, ef menn ætla að
áætla útgjöldin lægri en vitan-
legt er að þau verða — aðeins
til þess að geta sýnt útgjalda-
lækkun á pappírnum, enda þótt
hún verði engin í framkvæmd.
Þingmenn verða að gera sér
ljóst hvernig ástandið er og
hvers það krefst. Með hliðsjón
af því eiga þeir að semja fjár-
lögin og hafa það fyrir mark-
mið, að þau verði sem næst
hinni raunverulegu afkomu
ríkissjóðs.
eignamat jarðanna, og þannig
smámsaman éta allt jarðarverð-
ið út úr höndum eigendanna.
En hverjum meðalgreindum
manni, sem kynnir sér málið
með samvizkusemi, hlýtur að
verða það Ijóst, að fylgiféð
verður að eins brot af fasteigna-
matsverði þeirra umbóta, sem
jarðræktarstyrkurinn er veittur
til, og að fylgiféð er háð sömu
ákvæðum um fyrningu og rýrn-
un og heildarverð umbótarinn-
ar. Það getur því aldrei vaxið
henni yfir höfuð — hvað þá
heldur öllu matsverði jarðar-
innar.
Höf. hefir nú farið ofan af
þessari fjarstæðu í seinni rit-
smíðum sínum, en fjargviðrast
nú með almennum orðum yfir
því áfalli, sem jarðræktar-
starfsemin og bændurnir í heild
verði fyrir af völdum þessa á-
kvæðis.
Og hann ræðir um þetta at-
riði eins og að það sé með öllu
ágreiningslaust og viðurkennt
af bændum almennt, svo að ekki
sé öðru til að dreifa en óafsak-
andi lítilþægni og vöntun á
skörungsskap af bændanna
hálfu, að heimta ákvæði jarð-
ræktarlaganna um fylgiféð ekki
skilyrðislaust numin burtu úr
lögunum.
Ég kemst því ekki hjá að
benda höf. á, ef hann hefir má-
ske ekki orðið þess var fyrr, að
það er sannarlega til og það
meðal fjölmargra bænda, sjón-
armið alveg gagnstætt því sem
hann heldur fram. Og það er
þetta:
Umbætur þær, sem bændur
framkvæma á býlum sínum og
fjárstyrkur sá, sem ríkið veitir
til þeirra, hefir sama gildi fyrir
þá á meðan að þeir búa á jörð-
um sínum, hvort sem fylgifjár-
ákvæðið er í lögunum eða ekki.
Hitt er svo annað mál, að verði
fylgifjárákvæði laganna raun-
hæft í framkvæmdinni, þá hef-
ir jörðin þeim mun minna sölu-
gildi, sem fylgifénu nemur, þar
eð óheimilt er að selja það með
jörðinni. En jörðin hefir að
sama skapi meira gildi til bú-
skapar fyrir hinn nýja eiganda,
þar sem hann ekki þarf í bú-
rekstri sínum að greiða vexti af
upphæð þeirri, er fylgifénu
nemur. Þannig hafa jarðirnar
fyrir bændur framtíðarinnar því
meira gildi til búskapar, sem
fylgifé þeirra er meira, — því
hærri sem sá hlutur er af jarð-
arverðinu, sem þeir ekki þurfa
að greiða af vexti eða leigu.
Það er því rétt. að koma þeim
styrk, er ríkið veitir til jarð-
ræktarinnar þannig fyrir, að
allir þeir bændur, sem á jörðun-
um búa í framtíðinni, verði
Athugasemd
o g s v a r
Eftirfarandi athugasemd hef-
ir Tímanum borizt frá stjórn
Eimskipafélags íslands:
í blaði yðar, sem kom út í gær,
er viðvíkjandi þingsályktunar-
tillögu þeirri um að leitað sé eft-
ir samkomulagi við félag vort
um skip, aðallega vegna Amer-
íkuferða, sem samþykkt var í
sameinuðu Alþingi 26. apríl síð-
astl., sagt um stjórn félags vors
að hún „leyndi því í prentaðri
skýrslu, sem félagsmönnum var
veitt um málið, að Alþingi hefði
gert nokkra samþykkt um það“.
Hér getur varla verið átt við
aðra skýrslu en skýrslu félags-
stjórnarinnar til aðalfundar fé-
lagsins — 24. júní þ. á., og eru þá
ofangreind ummæli blaðs yðar
algjörlega röng. — Fyrir aðal-
fund hafði atvinnumálaráð-
herra Ólafur Thors átt viðtöl við
formann og framkvæmdastjóra
félags vors um téða þingsálykt-
un og með bréfi til félagsins,
dags. 20. júní þ. á., staðfesti ráð-
herra þessi samtöl. Er í bréfinu
skýrt frá innihaldi þingsálykt-
unarinnar.
Þetta bréf er prentað orðrétt
á bls. 25 í nefndri skýrslu félags-
stjórnarinnar og vísað til þess á
bls. 12. En það var ekki fyr en
eftir aðalfund sem ráðherra var
skrifað bréf það frá félagi voru,
er staðfesti umrædd samtöl af
hendi félagsins, og þar færð rök
fyrir því, að ályktun Alþingis
væri óframkvæmanleg vegna
hins gífurlega reksturshalla, sem
mundi verða á slíku skipi, sem
þingsályktunin gerði ráð fyrir.
Blöö landsins höfðu að sjálf-
sögðu skýrt frá þingsályktun-
inni í þingfréttum, og er því
heldur undarlegt að halda því
fram að félagsstjórnin hafi
hugsað sér að leyna ályktuninni
fyrir félagsmönnum.
Út af ummælum í nefndri
(Framh. á 3. síðu)
hans beinlínis aðnjótandi en
ekki aðeins þeir, er veita hon-
um • móttöku. Búskapargildi
jarðanna verður ætíð þyngra á
metunum fyrir bændastéttina
og þjóðfélagið í heild, heldur en
sölugildi þeirra.
Þetta er sjónarmið, sem ég tel
að hafi meira til síns máls
heldur en sjónarmið Morgun-
blaðsins.
En meðal annarra orða, gr-ein-
arhöf. virðist hafa sofið á verð-
inum þegar að Sjálfstæðisflokk-
urinn gekk frá nýbýlalögunum
ásamt hinum stjórnarflokkun-
um og innleitt var fylgifjár-
ákvæði, sem eru þó miklu
strangari en ákvæði jarðrækt-
arlaganna þrátt fyrir allt.
Bjarnl Ásgeirsson
Kirkjan í Laugarnesumdæmi
Um nokkur undanfarin ár
hefir fólk, sem býr innanvert
við Reykjavík, í umdæmi hins
nýja Laugarnesskóla, sýnt mik-
inn áhuga fyrir því, að mynda
sérstakan söfnuö. Hefir ungur
prestur, Garðar Svavarsson,
haft guðsþjónustu í Laugarnes-
skóla undanfarin missiri. Áhugi
hefir verið mikill fyrir þessum
messugjörðum, og kirkjusókn í
bezta lagi. Það má segja, að
Laugarnessumdæmi sé sveitin í
Reykjavík og að eðlilegt sé að
hún vilji og þurfi að hafa sína
eigin kirkju. Er nú ákveðið, að
kirkju þessa skuli reisa, svo
fljótt sem auðið er. Gjafir og
framlög til kirkju þessarar
munu vera orðin um 30 þúsund
krónur. En nú í haust, einhvern
af næstu dögum, fær þessi litli,
tilvonandi Laugarnesskóiasöfn-
uður leyfi til að safna um allan
Reykjavíkurbæ, einn dag, þeim
gjöfum, sem áhugasamir menn
vilja láta af hendi rakna. Skát-
ar munu þann dag fara um bæ-
inn og taka við gjöfum.
En þegar þessu er lokið verður
áhuga Reykvíkinga og lands-
manna yfirleitt beitt að því
verkefni að reisa hina lútersku
dómkirkju á Skólavörðuholtinu.
Sú kirkja mun verða byggð áður
en langt um líður, og á þann
hátt, að sjálf Reykjavík þurfi
ekki fleiri nýjar kirkjur fyrir
það fólk, sem býr í sjálfri höf-
uðborginni. J. J.
Sjálfstæðísmálið og fánínn
Utdráttur úr ræðu Jónasar Jónssonar á stú-
dentafundí í Oddfellowhúsinu í nóvember 1939
IX.
Talið er að Þorsteinn Gíslason
ritstjóri og Guðmundur Hannes-
son prófessor hafi einna fyrstir
manna prédikað skilnað við
Danmörku. Þorsteinn hélt þeirri
skoðun fram í blaðinu ísland,
laust fyrir síðustu aldamót. En
eftir skilnað Noregs og Svíþjóðar
1905, ritaði Guðmundur Hannes-
son bók, er hann nefndi Aftur-
elding. Leitaðist hann þar við
að sanna bæði að ísland ætti að
skilja við Danmörku og gæti það
líka. Taldist honum svo til, að
landið gæti vel staðið á sínum
eigin fótum, og verið þrátt fyrir
fámennið, fullkomið menningar-
ríki.
Hvorugur þessara manna gerði
meira en að hreyfa djarfri, og að
mörguni fannst þá, draumóra-
kenndri hugmynd. En engu að
síður skýrðust hugmyndir manna
um sjálfstæðismálið mjög á ára-
bilinu fyrir og eftir aldamótin.
Stjórn íslands fluttist frá Kaup-
mannahöfn til Reykjavíkur 1904.
íslendingur varð ráðherra og gaf
sig eingöngu við málefnum þjóð-
arinnar.
Norðmenn fengu frelsi sitt til
fulls árið eftir. Þessar tvær
merkilegu breytingar höfðu djúp
áhrif á hugi íslendinga. Þeir
byrjuðu að trúa á mátt þjóðar-
innar meir en verið hafði fyrr.
Þjóðin hneigðist meir og meir í
þá átt, að draga völdin úr hönd-
um Dana til íslendinga. Stúd-
entafélagið í Reykjavík var í
fararbroddi um frelsiskröfurnar.
Einar Benediktsson, Benedikt
Sveinsson, Bjarni Jónsson frá
Vogi og Skúli Thoroddsen og
fjölmargir aðrir minna þekktir
menn, sóttu hart fram um aukið
frelsi landsins.
í þessum svifum verður blá-
hvíti fáninn til. Það er talið, að
Einar Benediktsson hafi ráðið
gerð hans og litum, en þær
frænkur Einars Benediktssonar,
Þorbjörg Sveinsdóttir og Ólafía
Jóhannesdóttir, hafi staðið yfir
vöggu þessa sameiningartákns
allra íslendinga. Einar Bene-
diktssonar sannaði forustu sína
við sköpun bláhvíta fánans, með
því að yrkja um hann eitt af
fegurstu kvæðum, sem til eru á
málinu, „Fánasöng íslendinga":
„Rís þú, unga íslands merki“. Og
skáldið gekk svo vel frá því máli,
að kvæðið á aðeins við þann
fána, sem þjóðarsálin skapaði í
baráttuhita sóknar sinnar í
frelsismálínu. Það er enginn
rauður litur í þeim fána, sem
þessi orð voru sögð um:
„djúp sem blámi himinhæða,
hrein sem jökultindsins brún.“
Litlu síðar gaf dr. Helgi Péturs
fánanum nafn, sem var eins
fagurt og hæfði merkinu. Fán-
inn skyldi heita „Hvítblá-
inn“. Nafnið var myndað með
þeim fíngerða málsmekk, sem
mest er kunnur í ljóðum Jónasar
Hallgrímssonar. Áhugalið ís-
lendinga hafði skapað sér fána,
skyldan hinum norrænu kross-
fánum, en í nánu samræmi við
yfirbragð og litfegurð landsins.
Fáninn var í einu fagur, átti
sérstaklega vel við náttúru
landsins. Um hann hafði verið
ort ódauðlegt kvæði, og honum
gefið ódauðlegt nafn. íslenzkur
fáni varð úr þessu tákn sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar.
X.
Dönum líkaði stórilla þessi
framkvæmd. Þeir litu á Hvít-
bláinn sem uppreistartákn.
Ilann var vitaskuld ekki helgað-
ur að lögum, þó að þjóðarsálin
hefði myndað hann. Allveruleg-
legur hluti íslendinga vildi fara
vægilega að Dönum og ekki
særa tilfinningar þeirra. Einn
mjög merkur maður í Reykjavík
sagðist ekki vilja vera á íslandi,
ef danski fáninn hætti að blakta
hér á opinberum byggingum.
Hannes Hafstein gerðist mjög
andstæður fánanum, og olli þar
nokkru um að margir af helztu
meðhaldsmönnum bláhvíta fán-
ans voru andstæðingar hans í
landsmálum. Þegar Hafstein
gisti á Þingvöllum árið 1907
með Danakonungi var Guð-
brandur Magnússon og fleiri
ungmennafélagar þar í tjaldi og
drógu Hvítbláinn við hún. Einn
af meiri háttar mönnum í þing-
liði Hafsteins bað þá að draga
uppreistarfánann niður og særa
ekki tilfinningar konungs. En
þeir synjuðu þeirri bæn. Friðrik
VIII. var frjálslyndur maður og
vingjarnlegur í garð íslendinga.
Hann tók létt á málinu, og
sagði, að það myndi gleðja
Georg Grikklandskonung, bróð-
ur sinn, að sjá gríska fán-
ann úti á íslandi. Konungur hélt
í þessu efni fram sömu skoðun
eins og allir andstæðingar ís-
lenzka fánans, að hann væri
eins og fáni Grikkja. Það var
að vísu alrangt. Fáni Grikkiands
er með röndum, hvítum og blá-
um, en lítill, jafnarma kross, blár
og hvítur, í einu horni feldsins.
Um mörg ár, og jafnvel þann
dag í dag, halda sumir ófróðir
og fljótfærnir menn því fram,
að Hvítbláinn hafi verið alveg
eins og Grikklandsfáni, en milli
þeirra er engin líking.
Bláhvíta fánanum óx nú mjög
fylgi. Stúdentafélagið hafði stutt
hann frá byrjun. Ungmennafé-
lögin fylktu sér um hann hvar-
vetna í byggöum landsins. Auk
þessa var fánabreytingin studd
af miklum hluta frjálslyndra
manna í landsmálabaráttunni.
Móti Hvítbláin voru Danir, bæði
í Danmörku og á íslandi og sá
hluti þjóðarinnar, sem vildi fara
mjög gætiiega í öllum átökum
við Dani.
Ef þróun fánamálsins hefði
orðið með eðlilegum hætti,
myndi fánamálið hafa gersigrað
á nokkrum árum, og þjóðin
fengið þann fána, sem hún hafði
myndað, og sem hún unni. Smátt
og smátt hefðu allir íslendingar
viðurkennt, að Dannebrog væri
í sjálfu sér mjög fallegur fáni,
og færi einkar vel við skógar-
lunda Danmerkur. En hann átti
aldrei heima á íslandi. Hann var
þjóðernistákn annarrar þjóðar,
og hún ein gat með réttu unnað
honum. Auk þess átti rauöi lit-
urinn í „Dannebrog“ jafnilla við
í skógleysi íslands, með hinu
djúpa skyggni, eins og hann fór
vel í dönsku landslagi.
En af undarlegu giftuleysi
kom einskonar ofvöxtur í fána-
hreyfinguna, sem varð þess vald-
andi, að þjóðin missti, um stund
að minsta kosti, af sínu rétta
merki.
Skömmu fyrir heimsstyrjöld-
ina vildi svo til, að ungur verzl-
unarmaður í Reykjavík var að
róa á litlum bát á höfninni, með
bláhvíta fánann blaktandi yfir
kænunni. Danskt varðskip var
þar nærri.Foringinn sá uppreist-
arfánann á bátum og fannst að
það myndi vera skylda sín að
leyfa ekki þvilíkan ófögnuð. —
Hann lét manna bát frá herskip-
inu, elta íslenzka bátinn og taka
Hvítbláinn sem herfang. Þegar
þessi fregn varð heyrum kunn í
Reykjavík, mátti heita að hún
hleypti bænum i bál. Reiði og
gremja við Dani fyllti hvers
manns brjóst. Fylgi fánans óx
með óvenjulegum hraða. í þing-
inu voru um þessar mundir átök
um ráðherradóminn. Fánamálið
blandaðist inn í þær deilur. —
Menn, sem höfðu verið eindregið
móti fánahreyfingunni, voru nú
allt í einu orðnir heitir stuðn-
ingsmenn íslenzks fána. En
hvort það var Hvítbláinn, eða
einhver annar litaður feldur
létu þeir sig litlu skipta. í þeirra