Tíminn - 14.11.1939, Qupperneq 3

Tíminn - 14.11.1939, Qupperneq 3
132. blað TlMIiyX, jiriðjuclagiim 14. nóv. 1939 527 B Æ K U R Sól og syndir, eftir Sigurd Hoel. Karl ísfeld íslenzkaffi. — ísafoldarprentsm. h.f. Verff kr. 7.50 bundin, kr. 5.50 ób. Sigurd Hoel er meðal yngri og vinsælustu rithöfunda í Nor- egi. Margir íslenzkra útvarps- hlustenda munu kannast við hann vegna sögu hans, Októ- berdagur, sem þulin hefir verið í ríkisútvarpið. Þessi nýþýdda bók hans — Sól og syndir — kom fyrst út árið 1927, en hefir oft verið gef- in út síðan. Hún segir frá nokkrum ung- um piltum og stúlkum, sem dvelja í sumarleyfi sínu í lítilli eyju við vesturströnd Noregs. Þetta er ungt og hraust æsku- fólk, sem vill njóta sólarinnar og sumarsins fjarri öllum glaumi og ástaræfintýrum stór- borgarlífsins. En æfintýrin verða til. Dvöl- in þarna verður furðu við- burðarík. Bókin er full af frá- sögnum um vináttu og árekstra, ólgandi lífsfjör og samræðum um hin sífelldu vandamál lífs- ins. Þetta unga fólk er hugs- andi, en hefir yfirleitt ekki skapað sér ákveðna lífsstefnu. Höfundurinn er hispurslaus, en þó prúður í frásögn sinni. Hann lýsir vel lífi ungs fólks, sem er einfalt í lífsháttum og nýtur sumardvalar sinnar fjarri alfaraleið, þar sem loftið er heilnæmt og fegurð náttúrunn- ar ósnortin. Víða hvílir góðlát- leg kímni yfir frásögninni. En siðferðileg alvara er þó á bak við. Bókin er skemmtileg. En hún getur líka verið hvatning — fyrst og fremst til unga fólks- ins — um að nota vel tækifæri sólbjartra sumardaga til úti- lífs og dvalar í hollu og skemmtilegu umhverfi. Vert er að geta þess, að bókin er sérstaklega vel þýdd. Hún er líka prýdd allmörgum góðum myndum úr kvikmynd þeirri, sem gerð hefir verið eftir sög- unni. * Daginn eftir dauffann. Lýsing á lífinu fyrir handan. Einar Lofts- son snéri úr ensku. — Útgefandi: ísafoldar- prentsmiðja h. f. — Reykjavík 1939. Reykjavík 1939. . Verð kr. 2.50 ób. Þessi bók kom fyrst út snemma í aprílmánuði síðast- liðnum. Upplagið seldist þá mjög skjótlega. Síðan hefir verið mikið spurt eftir henni í (Framh. á 4. síðu) augum var fánamálið virki í orrustunni um dægurmálin. Hannes Hafstein var ráðherra um þessar mundir. Hann var svo framsýnn maður, að hann sá að fánahreyfingin yrði ekki stöðv- uð. En hann sá að það mátti breyta henni, ef lag va» með. Honum hafði frá upphafi verið ógeðfeld barátta fánamann- anna, enda hafði hún að sumu leyti snúist gegn honum. Hann tók þess vegna það ráð að setja nefnd í málið, þar sem meiri- hluti nefndarinnar var fyrirfram ákveðinn á móti þeirri gerð, sem var kær öllum þeim íslending- um sem óskuðu að hafa íslenzk- an fána. Rannsókn nefndarinn- ar gekk öll að óskum þeirra, sem voru mótfallnir bláhvítum fána. Líkingunni við Grikklandsfána var mjög haldið á lofti og mörg- um álíka röksemdum. Meirihlut- inn lagði til að rauöur kross væri settur í bláhvíta fánann. Með þeim hætti var fáninn ger- breyttur. Gömlu fánamennirnir skyldu fá að halda sínum litum, og hinir, sem höfðu viljað una við dannebrog fengu rauða lit- inn með sér yfir í íslenzka fán- ann. Málið skyldi borið undir þingið og fengin þess meðmæli, en málið síðan fengið kon- ungi til úrskurðar. Liðið var mjög jafnt í þinginu. En þegar kom til atkvæðagreiðslu gekk einn af fylgismönnum Hvítblá- ins út og var tiltakanlega fölur á yfirbragð. Þríliti fáninn varð í einskonar meiri hluta með þessum hætti. Málið fór þannig til konungs, og hann gaf íslandi fána, sem minti á Dannebrog Bókin ill aria Antoniette eitír Steián Zweig er komin í bókaverzlanír. Bókaverzlun Isafoldarprentsmiðju. A N N Á L L Dánarininning. Hildur Sigurffardóttir andaðist hinn 13. júlí að heimili Daníels sonar síns, Víðastöðum í Hjalta- staðaþinghá, tæpra 94 ára, fædd 19. ágúst 1845. Hildur var yngst af 29 börnum Sigurðar bónda í Njarðvík, Jónssonar prests að Eiðum, Brynjólfssonar. Sigurð- ur var talinn greindur maður og góður hagyrðingur. Móðir Hildar, seinni kona Sigurðar, var Þor- gerður Daníelsdóttir frá Ósi í Hjaltastaðaþinghá, Bjarnasonar, Ketilssonar prests að Eiðum. Faðir Hildar dó þegar hún var þriggja ára, og hafði þá eigna- lítil móðir hennar fyrir 8 börn- um að sjá, það elzta, Steinn, 14 ára. Öllum þessum börnum kom Þorgerður hjálparlaust upp, enda var hún annáluð dugnað- ar- og myndarkona. Hildur var með hærri konum á vöxt og bauð af sér góðan þokka. Hún var vel gefin eins og flest syst- kini hennar og hafði mikla og fagra söngrödd, eins og fleiri i hennar ætt. Hálfbróðir Hildar var Jón Sig- urðsson í Njarðvík, sem á sínum tíma var talinn með merkustu fræðimönnum ólærðum. Hjá honum sá Hildur afrit, sem hann hafði gert, af hinni umtöluðu, týndu Jökuldælu, og taldi hún að Guðríður, dóttir Jóns, mundi hafa farið með bókina til Am- eríku. Hildur giftist 20 ára Runólfi Daníelssyni og voru þau syst- kinabörn. Þau bjuggu allan sinn búskap, full 40 ár, að Jórvík og Jórvíkurhjáleigu í Hjaltastaða- þinghá, og lengst við fremur þröng kjör, en þó bjargálna. Þau hjón eignuðust 17 börn en aðeins 7 af þeim komust til fullorðins- ára, en móður sína lifa 4. Fram á síðasta æfiár hélt Hildur óvenju miklum líkams- og sálar- kröftum, las gleraugnalaust, hafði fótavist og vann ýmsa handavinnu. Ég kynntist Hildi aðallega á síðustu æfiárum hennar og þótti mikið til hennar koma. Hún var ætíð ljúf og létt í máli, sátt við lífið, sem á langri æfi hafði þó lagt henni marga þunga byrði á herðar. Nú er þessi góða, gamla kona horfin sjónum okkar, síðust barna eins kynsælasta íslend- ings 19. aldarinnar. Kunnugur. Hreinar léreftstuskur kaupir PrentsmlSSjan Edda Lindargötu 1 D. Athugasemd og svar (Fravih. af 2. síðu) grein í blaði yðar viðvíkjandi því, sem komið hafi fram í skrif- um í blaðinu síðastl. sumar út af þessu máli, viljum vér vísa til þess aff í blaðinu, sem kom út 3. ágúst síðastl. voru gerðar ýmsar fyrirspurnir til stjórnar félags vors um mörg atriði málsins, og- aff vér með bréfi voru, dags. 11. s. m. sendum yður svör við þessum fyrirspurnum, en þessi svör hafiff þér ennþá ekki birt í blaffi yffar. Vér beiðumst þess, að þér birt- ið þetta bréf í blaði yðar, sem fyrst. Reykjavík, 8. nóvember 1939. Virðingarfyllst Stjórn h.f. Eimskipafél. íslands, Eggert Claessen, formaður. Jón Ásbjörnsson, ritari. Þessi athugasemd Eimskipa- félagsstjórnarinnar hrekur að engu leyti þau ummæli Tímans, sem henni er ætlað að gera. Það er beinlínis játað í at- hugasemdinni, að í sjálfri skýrslu stjórnarinnar til aðal- fundarins sé hvergi getið um ályktun Alþingis, en aðeins sé ymprað á henni í einu fylgi- skjalinu (bréfi Ólafs Thors). Stjórn Eimskipafélagsins ger- ir raunar miklu meira en að sleppa því í skýrslunni sjálfri að minnast á vilja Alþingis, enda þótt hann hljóti að teljast höf- uðatriði málsins. Stjórnin reynir beinlínis í skýrslunni að láta líta svo út, að Alþing hafi enga af- stöðu tekið til málsins. Stjórnin lýsir afskiptum Al- þingis af málinu á bls. 11 í skýrslunni á þessa leið (Letur- breyting Tímans): „En þegar hér var komið brást hin fyrirheitna aðstoð atvinnu- málaráðuneytisins, rétt áður en stjórnarskipti urðu 18. apríl þ. á. Nokkrum dögum síðar óskaði fjárveitinganefnd Alþingis við- tals við félagsstjórnina um mál- ið. Kom félagsstjórnin á fund fjárveitinganefndar 21. apríl síð- astl. Samkvæmt ósk formanns fjárveitinganefndar, Jónasar Jónssonar, gaf formaður félags- stjórnarinnar nefndinni skýrslu um málið. Er ræða hans á fund- inum prentuð í ágripi hér á eftir. Visast til hennar um sögu máls- ins og afstöðu félagsstjórnar- innar til þess. Alþingi var slitið fimm dögum síffar, án þess að frekara gjörðist í málinu“. Enginn, sem ekki þekkir betur til málsins, getur orðið annars vísari af þessum ummælum en að þinginu hafi verið frestað svo, að ekkert hafi gerzt þar í málinu. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að 22. apríl er borin fram þings- ályktunartilaga í sameinuðu þingi um Ameríkuskipið og þessi tillaga er samþykkt 26. apríl. Þrátt fyrir þetta leyfir Eim- skipafélagsstjórnin sér að full- yrða í skýrslu sinni, að Alþingi hafi verið slitið „án þess að frekara gjörðist í málinu". Þetta kallar Tíminn hiklaust tilraun til að leyna því, að Al- þingi hafi nokkra aðstöðu tekið í málinu. þingi hafi nokkra aðstöðu tekið Það skiptir engu máli í þessu sambandi, þótt stjórnin hafi eftir affalfund skrifað eitthvert bréf um þingsályktunartillög- una, því að þá er aðalfundur búinn að taka afstöðu til máls- ins. Ástæða Eimskipafélagsstjórn- arinnar fyrir þessum undan- brögðum er vafalaust sú, að hún telur það koma máli sínu illa, ef nokkuð er rætt um hina and- stæðu skoðun Alþingis og þess vegna reynir stjórnin að draga fjöður yfir hana. Er það í sam- ræmi við margt annað í mál- flutningi hennar fyrir „luxus- skipinu", því að þar ægir saman margskonar undanbrögðum og blekkingum, svo ekki sé sterkara að orði kveðið. Það er rétt, að Timinn hefir ekki birt enn svar við spurning- um þeim, sem hann beindi til Eimskipafélagsstj órnarinnar. Á- stæðan er sú, að hann áleit, að styrjöldin myndi hafa þau áhrif, að „luxusskipið“ væri úr sög- unni. Þótti honum því rétt að sýna stjórn Eimskipafélagsins þá vorkunnsemi, að láta umræð- ur um málið niður falla, þvi að svör hennar voru með þeim hætti, að þau auglýsa enn betur en áður hinn óvandaða mál- flutning hennar. Reynist hins- vegar svo, að Eimskipafélags- stjórnin ætli að halda málinu til streitu mun Tíminn ekki hlífast við umræðum um það. Húðir og skinn. Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar HÚÐIR og SKINN, sem falla til á heimilum þeirra, ættu þeir aff biffja KAUPFÉLAG sitt aff koma þessum vörum í verð. — SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA selur NAUTGRIPAHÚÐIR, HROSSHÚÐIR, KÁLFSKINN, LAMBSKINN og SELSKINN til útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUR TIL SÚTUNAR. — NAUTGRIPA- HÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KÁLFSKINN er bezt aff salta, en gera verffur þaff strax aff lokinni slátrun. Fláningu verður aff vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóff af skinnunum, bæffi úr holdrosa og hári, áður en saltað er. Góð og hreinleg meffferff, á þessum vörum sem öffrum, borgar sig. — Biliiilmlgtynii - lliililijgiilitiiii. ACCUMULATOREN-FABRIK, DR. TH. SONNENCHEIN. Vísur Þuru í Garðí, hinnar þjóðkunnu þingeysku skáldkonu, eru komnar á bókamarkaðinn. Lagt upp í langa íerð, hin nýja bók Sigurðar Róbertssonar, fæst enn í bókaverzl- unum. Tryggið yður þessar góðu bækur í tíma. Aðeins nokkur eintök eru eftir af hinni vinsælu ljóðabók „HÉLUBLÓM“, eftir skáldkonuna Erlu (Guðfinnu Þorsteinsd.). eins mikið og hægt var að fá íslendinga til að fella sig við. Um nokkur missiri var þessi nýi fáni aðeins lögleyfður í landi og ekki á opinberum byggingum. Með fullveldisviðurkenningunni var leyft að staðarfáninn yrði ríkisfáni. Á þessum heitu baráttuárum íslenzka fánans var Eimskipa- félag íslands stofnað, sem þjóð- arfyrirtæki, til að leysa íslend- inga undan yfirráðum Dana í siglingamálum. Stjórn félagsins ákvað að íslenzku litirnir, hvítt og blátt, skyldu vera tákn hins þjóðlega fyrirtækis. Þessir litir hafa nú í aldarfjórðung verið málaðir á reykháf skipa félags- ins. Og á hinum nýja siglinga- flota þjóðarinnar voru þessir lit- ir, blátt og hvítt, einskonar töframerki. Engir reykháfar í víðri veröld hafa jafn falleg merki eins og skip Eimskipafé- lagsins. En aldrei eru þessir litir jafn draumfagrir eins og þegar skipin liggja við bryggju í Reykjavík og höfuðstaðarbúar sjá fjöllin í blámóðu með hvita tinda bak við flotann. Þá getur enginn gleymt að orð þjóð- skáldsins standa óafmáanleg í náttúru landsins: Djúp sem blámi himinhæða, hrein sem jökultindsins brún. XI. Frelsistakan 1918 var gagnleg en ekki rómantísk. Hún lét hjörtu manna ósnortin. Samn- ingurinn var málamiðlun. Danir áttu að rnega fullnota með ís- lendingum gæði landsins. Fán- inn var innsiglaður með lit úr Dannebrog, sem fór jafn háska- lega í islenzkri náttúru, eins og stjórn Dana á landinu hafði verið á hinum myrku niðurlæg- ingaröldum. Og út á við var Danmörk hvarvetna í forsvari. í framkvæmdinni var ísland enn undir ægihjálmi Danmerkur og konungs dönsku þjóðarinnar. Forgöngumenn Hvítbláins höfðu hafið baráttuna um fána- málið. Þeir höfðu eignast fána, sem var í undarlega nánu sam- bandi við nátúru landsins og fegurðarsmekk þjóðarinnar. Aðrir íslendingar fundu þá ekki köllun hjá sér til að hafa annað merki heldur en þjóðernistákn Dana. En i hvirfilbyljum lands- málabaráttunnar höfðu þessir menn fengið aðstöðu til að móta þann fána, sem lögfestur var í landinu. En hann hreyf ekki hugi þjóöarinnar. Hann var nafnlaus. Um hann hafði ekk- ert verið ort, enn síður snilldar- ljóð. Listaverk verða til i hrifn- ingu og eldmóði. Þessvegna eru bláu og hvítu böndin á íslenzku „Fossunum" allt af táknræn um frelsisbaráttu íslendinga. Þessir hreinu litir eru enn í augum þeirra íslendinga, sem voru ung- ir fyrir fjórðungi aldar, eins og listrænn minnisvarði á gröf þess eina fána, sem íslenzka þjóðin hefir unnað. Kraftaverk eru alltaf að ger- ast. Ef til vill er enn tími til að veita steininum frá grafarmynni Hvítbláins. Niðurlag næst. J. J. Útbreiðið TÍMANN Ritstj. Vinnið ötulleqa fyrir Tímann. f ÚTBREIÐIÐ TÍMANNf 8 Margaret Peddler: og skilað þeim. Það væri tiltölulega auðvelt að láta sér hugkvæmast ein- hvern stað, þar sem perlurnar hefðu dottið af hálsi eigandans, án þess að eftir því væri tekið, og hún gæti látizt hafa fundið þær þar. Ungfrú Granton var allt að því viss um, að frú Dame- rell vissi ekki annað en að hún væri með perlufestina um hálsinn einmitt núna. Það mátti heita áreiðanlegt, að hún hefði lagt þær á borðið í þeim til- gangi að bera þær um kvöldið, ásamt öðrum perlum sínum, en svo hefði hún hulið þær óvart með blævængnum og farið niður í danssalinn, án þess að taka eftir að þær urðu eftir. Úti á ganginum heyrðist fótatak. Stúlkan losaði perlurnar í skyndi af hálsi sér og hafði aðeins tíma til þess að fela þær í lófa sér áður en ein af þjónustustúlkunum kom inn, til þess að taka til í herberginu. Ungfrú Granton var enn að velta því fyrir sér hvort hún ætti að halda perlunum hjá sér í fá- einar klukkustundir. iSna langaði á- kaft til þess, en var hikandi og hrædd við það, og þegar þjónustustúlkan kom svo óvænt inn, varð hún hálf trufluð og tók ákvörðun í skyndi. Einhverra hluta vegna fannst henni, að hún yrði að gefa skýringu á því, að hún var stödd þarna inni. Laun þess liðna 5 voru tveir karlmenn, sinn til hvorrar handar, háir hlæjandi menn, búnir hinum réttu fötum, og lutu að henni með þessu laöandi viðmóti, sem karl- mennirnir sýna fögrum og auðugum konum. Stúlkan hélt hægt áfram upp stig- ann. Hún sagði við sjálfa sig, að allur þessi munur stafaði af peningum, heppnin eða óheppnin réðu því, að ein konan yrði að ganga á eggjagrjóti, meðan önnur gengi blómum stráða braut. Henni fannst, að hún gæti sjálf verið jafn aðlaðandi og frú Damerell, ef hún hefði sömu auðæfi, tíma og tæki- færi. Stundum fylltist hún óumræðilegri, óþolandi löngun eftir fallegu kjólunum, gimsteinunum og þægindunum, sem frú Damerell var orðin svo vön, að henni fannst það allt alveg sjálfsagt. Ungfrú Granton fann til hálfgerðs óstyrks, er hún gekk inn í svefnher- bergi frúarinnar og kveikti á skyggðum raflampanum. Hin fullkomnu þægindi herbexgisins fylltu hana ennþá meiri biturð en áður. Það var óréttlátt, já, verulega ranglátt, að ein kona skyldi njóta slíkra nægta, en önnur svo lítils. Hún gekk að búningsborðinu. Blæ- vængurinn, sem hún var að sækja, lá þar innan um gullskreytt snyrtiáhöld.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.