Tíminn - 14.11.1939, Qupperneq 4

Tíminn - 14.11.1939, Qupperneq 4
528 TÍMINN, þrigjiidagiim 14. nóv. 1939 132. blað Yíir landamærin 1. Mbl. birtir skrítna hugleiðingu um sambandsmálið á sunnudaginn. Blaðið ávítar þá, sem berjast íyrir skilnaði við Dani, fyrir það að hreyfa málinu, þvi að það sé ekki tímabært. Hinsvegar hefir blaðinu þótt tímabært að birta ræður Sveins Björnssonar og Staunings um þessi mál, en þar var undanhaldsstefnan túlkuð fullum fet- um. Virðist samkvæmt þessu, að það sé álit Mbl., að ekki megi ræða skiln- aðarkröfurnar, sem allir flokkar hafa sameinazt um, en hins vegar sé sjálf- sagt að gera röksemdir undanhalds- mannanna sem útbreiddastar. Gefur þessi framkoma Mbl. til kynna, að for- ráðamenn blaðsins séu ekki eins á- kveðnir í sambandsmálinu og ætla mætti af stefnuskrá Sjálfstæðisflokks- ins. tJR BÆNUM Kommúnistar halda tvo fundi hér í bænum um þessar mundir. Annar kallast stofn- fundur „landssambands ísl. stéttarfé- laga“, og munu sækja hann fulltrúar frá Dagsbrún, Hlíf í Hafnarfirði, Þrótti á Siglufirði og nokkrum fleiri félögum. Hinn kallast fundur flokksstjórnar Sameiningarflokksins og mun þar verða til lykta leidd deilan um afstöð- una til Rússlands. Glímuflokkur drengja. Glímufélagið Armann hefir ákveðið að æfa í vetur glímuflokk drengja, 12 —16 ára. Verða þessar æfingar haldnar í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. Þeir drengir, sem komast vilja í glímuflokk- inn eru beðnir að tilkynna það Þór- arni Magnússyni skósmið, Fraklcastíg 13. r Avarp tíl Reykvíkínga Hin árlega fjársöfnun til nýrra kirkna í Reykjavík hefir þetta haust fallið í hlut fyrirhugaðrar Laugarneskirkju. Þannig, að á þessu hausti verður eingöngu safnað til kirkjunnar, sem ákveðið er að reist verði fyrir austustu svæði bæjarins. Oss er það ljóst, að all óvænlega horfir, sakir ástandsins í heiminum, en oss var úthiutað þessu hausti, og förum því samt af stað, ekki til að knýja eða heimta og ætlum engum að ganga nærri sér, heldur leitum vér fulltingis bæjarbúa í þeirri von og í því trausti, að þeir, sem sjá sér það fært, vilji Ieggja því lið sitt að viðunandi lausn fáist um kirkjumál Reykjavíkur. Þess vegna leitum vér fulltingis yðar, góðir samborgarar, og biðjum yður vel við að bregðast. í undirbúningsnefnd fyrirhugaðrar Laugarneskirkju: “—“•GAMLA bÍÓ*~*“—— Marie Antoníette Heimsfræg og hrífandi fögur Metro Goldwyn Mayer stór- mynd, að nokkru leyti gerð samkvæmt æfisögu drottningar. inar eftir Stefan Zweig. Aðalhlutverkin leika: NORMA SHEARER Og TYRONE POWER. NÝJA BÍÓ'”-—« Borgarglaumur og sveitasæla Hressilega fjörug og skemmti- leg austurrísk kvikmynd. Aðal- hlutverkið leikur og syngur MARTHA EGGERTH. Aðrir leikarar eru: LEO SLEZAK, IDA WUST, HANS MOSER o. fl. 2. Einn merkur Sjálfstæðismaður lét þessi orð falla eftir lestur aöalgreinar Mbl. á sunnudaginn: Það rifjast nú upp fyrir mér, að Þorsteinn Gíslason lét af ritstjórn Morgunblaðsins af því að hann þoldi ekki stjákl og afskipta- semi Dana á ritstjórnarskrifstofunni. 3. Mbl. viðurkennir á sunnudaginn hrakför Jóns Pálmasonar fyrir við- skiptamálaráðherra. Blaðið segir, að „í umræöunum hafi viðskiptamálaráð- herra, sem er þarna öllum hnútum kunnugastur, notið þess kunnugleika síns umfram þá, sem styttra hafa kaf. að í því en hann“. Má vel marka á þessum ummælum blaðsins, hver ver- ið hefir frammistaða Jóns. 4. Mbl. notar tækifærið til að reyna að hefna þessarrar hrakfarar Jóns á þann hátt að brígsla Eysteini Jónssyni um skort á „vilja til aðgæzlu og sparn- aðar“. Slík atriði bar alls ekki á góma í þessum umræðum, enda hefir Ey- steinn Jónsson- gætt þess betim en nokkur annar fjármálaráðherra, að höfð yrði næg aðgæzla við afgreiðslu fjárlaganna og framkvæmd þeirra eins og líka má sjá á hinum lágu umframgreiðslum í ráðherratíð hans. Mun það líka sannast, að hann mun ekki nú, frekar en endranær liggja á liði sínu, heldur hjálpa til við af- greiðslu þessarra mála, þótt ekki gegni hann lengur störfum fjármála- ráðherra. 5. Vísi segir í gær, að „samkvæmt stefnu sinni berjist Sjálfstæðisflokk- urinn gegn því, að nokkur stétt fái sérréttindi í þjóðfélaginu". Samkvæmt þessu er blaðið að berjast gegn Sjálf- stæðisflokknum og stefnu hans, þegar það er að hampa sérhagsmunakröfum heildsalanna og krefjast þess að þeir fái að' einolca meginhlutann af inn- flutningnum. 6. Vísir birtir langa grein í gær um eininguna í Sjálfstæðisflokknum. — Blaðið nefnir hins vegar engin dæmi um einingima og gefur t. d. enga skýr- ingu á siðferðisvottorðinu, sem Mbl. gaf Gísla vélstjóra eftir seinasta Varðarfund, eða hvers vegna Vísir falsaði stórkostlega ræðuna, sem Ol- afur Thors hélt þar, og eignaði hon- um ýms ummæli, sem hann ekki sagði. 7. I kommúnistablaðinu i gær segir m. a.: „Um leið og mönnum er nú neit'að um þá hjálp, sem ekki er beðiö um fyrr en á síðustu stundu — það er bæjarstyrk —, er þeim venjulega sagt að fara upp í sveit. Þorlákur á venjulega í körfunni sinni 1—2 beiðn- ir um menn í sveit, með kaupgreiðslu eftir samkomulagi. Hvernig er þetta kaup, sem á að greiðast eftir sam- komulagi fyrir langan vinnudag við misjafna aðbúð? I flestum tilfellum sambærilegt við það kaup, sem fang- arnir á Litla-Hrauni fá, og eru það að mínu áliti lítil hollráð, að vera vís- að á bekk með afbrotamönnum þjóð- félagsins, þegar maður ber fram ósk um að fá allra frúmstæðustu þörfun- um fullnægt". Þessi ummæli þarfnast engra skýringa. Kommúnistablaðið reynir að fæla menn frá því, að leita sér eftir vinnu í sveit með því að líkja henni við fangavist. 8. Skýringin á því, hvers vegna kom- munistar vilja haida atvinuleysingjum kyrrum í Reykjavík og aftra þeim frá atvinnuleit í sveit, er auðfundin. Kom- Glímufélagið Armann heldur skemmtifund í Oddfellow- húsinu annaö kvöld. Hefst hann kl. 9. Húsinu lokað kl. 10.30. Skemmtunin er einvörðungu fyrir félagsmenn. Umferðaslys tvö urðu í gær hér í bænum. Lítil telpa, á fimmta ári, varð fyrir bifreið á Skólavörðustíg. Hún heitir Matthild- ur Sigurbjörnsdóttir, til heimilis á Hallveigarstíg 10. Hún marðist talsvert á öðrum fæti. — Þá datt og maður af reiðhjóli, Dýri Baldvinsson að nafni, til heimilis Leifsgötu 10. Meiddist hann allmikið á augnabrún og nefi. Kvikmyndahúsin Gamla Bíó sýnir ameríska mynd, sem aðallega er byggð á sögu Stefan Zweig um Marie Antoinette, hina fögru, ó- lánssömu Frakklandsdrottningu. Að- alhlutverkin leika Norma Shearer og Tyrone Power. Mynd þessi hefir hlotið góða dóma erlendis. — Nýja Bíó sýnir austurríska kvikmynd, Börgargiaumur og sveitasæla. Aðallilutverkið ieikur hin vinsæla söngkona, Martha Eggerth. Bækur (Framh. af 3. síöu) bókabúöum. Þess vegna hefir hún nú verið gefin út í annarri útgáfu. Bókin hlýtur því að fjalla um efni, sem er húgstætt miklum fjölda íslenzkra les- enda. — Hún leitast líka við að svara spurningunni um, hversu háttað er lífi mannanna eftir , dauðann. Þúsundir manna eru I sífellt að reyna að afla vitn- íeskju um það. Og miljónir manna fylgjast með því af á- huga, hversu þær tilraunir tak- ast. En Tómasareðlið er mjög misjafnlega ríkt í hugum þeirra. Þeir meta þess vegna misjafnt gildi þeirra frásagna, sem sagðar eru um aðra heima tilverunnar. Þannig mun það einnig verða með frásagnir þessarar bókar. Hún lýsir vel skoðunum „spíritista" um framhaldslífið. í formálanum segir, að hún sé skrifuð ósjálfrátt af enskum miðli. Hann segir einkum frá tilverunni fyrst eftir dauðann: Þar tekur við fjölþætt starfslíf. Hinir framliðnu eru sífellt að reyna að komast í samband við íbúa jarðarinnar og alltaf reiðubúnir að hjálpa þeim, þeg- ar þeir deyja. * múnistar telja, að þeir geti ekki afl- að stefnu sinni fylgis, nema þar sem neyð sé mjög mikil og því auðvelt að egna menn til örþrifaráða. Þess vegna vilja þeir haida sem flestu fólki at- vinnulausu Og bágstöddu í bæjunum. x+y. Jón Olafssou. Carl Oisen. Þórir ISnlriviaissoii. Emil Rokstad. Ólafur Jóhaniisson. Kristni. tiiiðinundssoii. Trygg’vi Giiðuiundsson. Skátar munu heimsækja bæjarbúa í kvöld meff söfnunarlista sína fyrir Laugarneskirkju og eru menn beffnir að taka þeim vinsamlega. Fordson-Traktor til sölu. Uppl. gcfur Pálmi Eínarsson, ráðunautur. RaSveitur á íslandi (Framh. af 1. síðu) tungu-, Öngulstaða-, Mosfells- sveitar- og Keflavíkuxhreppum, hverjum fyrir sig, eru taldar 5 rafstöðvar. Við þessar tölur allar er þó það að athuga, sem áður er tek- ið fram, að inn í skýi'sluna vant- ar æðimargar rafstöðvar til sveita. Samanlögð orka þeirra 232 rafstöðva, sem rafmagnseftir- litið hafði fullnægjandi upplýs- ingar um, er talin nema 2232,42 hestöflum. Að frátöldum stöðv- unum á Siglufirði, sem notaðar eru í þágu síldarverksmiðja, frystihúsa og tunnuverksmiðja, eru stærstar af einkarafstöðv- um stöð að Setbergi við Hafnar- fjörð, 38 hestöfl, stöð Lauga- skóla í Reykjadal, 38 hestöfl, stöð að Brúsastöðum í Þing- vallasveit, 35 hestöfl, og stöð að Gunnólfsá í Ólafsfirði, 30,8 hestöfl. Flestar einkastöðvarnar eru 5—-12 hestöfl að orku, en marg- ar mun minni. Fæstar vindafls- stöðvarnar eru yfix y3 hestafls að orku. Fréttabréf til Tímnns. Tíminn biður Tímamenn víðs- vegar um land að senda blaðinu öðru hverju fréttabréf úr byggff- arlögum sínum. Einkum er það vel þegið, að í slíkum bréfum sé greint frá athafnalífinu, framkvæmdum ýmsum og nýj- ungum. Öll fréttabréf þurfa að vera glögg og greinagóð og skilmerkilega sagt frá öllu því, er þau fjalla um, svo að ókunn- ugir menn geti gert sér um það skýra hugmynd. Nýjar bækur: Fegrun og snyrfíng, eftir norska læknirinn, dr. Alf Lor- entz Örbeck, íslenzk þýðing eftir frú Kristínu Úlafsdóttur lækni. — Þessi bók tekur til meðferðar öll atriði fegr- unar og snyrtingar líkamans og leysir úr ótal vandamálum. I aftureldíng annars lífs, eftir enska prestinn c. Drayton Tho- mas; íslenzk þýðing eftir Einar H. Kvaran. Þetta er síðasta þýðing E. H. Kvarans og bókin ein af þeim beztu, sem völ er á um sálarrannsóknirnar og lífið eftir dauðann. — Bókin kemur út eftir nokkra daga. Barnabækur: Hans og Gréta, æfintýrið gamla og góða, ný útgáfa með litmyndum. — Rauðhetta, með litmyndum, ösku- buska, Mjallhvít, Kóngsdóttirin, sem svaf í hundraö ár. Allar með myndum. Reglnr lun meðferð og söltmi á liúðuin og skinmini. 1. Fláningu verður að vanda sem bezt. Rista skal þannig fyrir að húðin haldi eðlilegu lagi, svo að sem minnst verði af sepum og vikum í jöðrunum.. Á afturfótum skal rista fyrir aftan á hæklunum, en ekki innanfótar eins og oft er gert. Á gripum er bezt að losa húðina af kjötinu með kollóttu barefli, en það verður þó að gera með gætni svo hárramurinn springi ekki. Fláningu rneð hníf veröur að framkvæma með mestu varkárni, og er það verk ekki fyrir aðra en handlægna menn eða æfða slátrara. Hver hnífrispa eða skurffur í húðina gerir hana verffminni. Flánings- hnífurinn á að vera með boginni egg og vel beittur. Þegar brýnt er, skal brýnið síðast dregið þeim megin á eggina, sem snýr að húð- inni þegar flegiö er. 2. Fariff hreinlega með húðirnar þegar slátrað er, og látið þær kólna sem fyrst, en án þess að holdrosinn skurni. Við fláningu þarf að gæta þess að húðin atist sem minnst af blóði og óhreinindum. AÖ lokinni slátrun skal breiða húðina á svölum, þurrum stað, svo hún kólni sem fyrst, og skola af holdrosanum með köldu vatni. Skarnklepra, sem stundum eru í hárraminum, verður að hreinsa varlega í burtu svo ekki komi rispur í hárraminn. 3. Saltið húðirnar strax eftir að þær eru orðnar kaldar og áður en holdrosinn byrjar aff þorna. Látiff aldrei hjá líða aff salta sama daginn og slátrað er. Sé dregið lengur að salta, gengur saltið ekki eins vel inn í húðina. En það er skilyrði fyrir góðri geymslu, að húðin gegnsaltist á sem skemmstum tíma. Hinn mikli aragrúi baktería, sem þekur yfirborð húðarinnar, byrjar að starfa að upplausn og rotnun húðvefjanna strax og lífi skepnunnar er lokið. Og þessi starfsemi getur gengið ótrúlega fljótt, ef ekki er komið í veg fyrir hana þegar í byrjun. Bezta vörnin er fljót og góð söltun og geymsla á svölum stað. Þegar saltað er verður vand- lega að breiða úr öllum skæklum og jöðrum og dreifa saltinu vel yfir alla húðina. Eftir því, sem skinnið er þykkra, þarf meira salt. Einkum þarf að salta mikið, þar sem skinnið er þykkt og laust í sér, svo sem í háls og kviði á nautshúðum. Fyrir hver 3 kg. af hráhúðarvigt þarf sem næst 1 kg. af salti. Mikið salt gerir aldrei skaða og er því betra að salta of mikið en of lítið. Notið ávallt hreint og fínt salt. 4. Nýsaltaðar húffir má ekki brjóta saman í búnt til að geyma þær þannig. Þær eiga að liggja flatar, lítið eitt hallandi, svo hið blóði blandaða vatn, sem saltið dregur úr húðinni, geti runnið burt. Má salta þannig hverja húðina ofan á aðra í stafla og snúa holdrosanum upp á hverri húð. Húðirnar verða að liggja þannig fJatar, þar til þær eru gegnsaltaðar, en það tekur venjulega 1—2 vikur. Þá má, þegar hentugt þykir, taka þær upþ og búnta til flutnings eða geymslu. Aðeins með þessari söltunaraðferö er hægt að geyma húðirnar óskemmdar. Búntsaltaðar húðir eru venjulega meira og minna skemmdar og geta yfirleitt ekki talist fyrsta flokks vara. Ef ekki er hægt á heimilum, þar sem gripum er slátraö, að geyma húðirnar á þennan hátt, verður að búntsalta til bráða- byrgða, og salta þá jafnframt i hárraminn, þegar vafið er saman. Síðan verður að koma húðinni sem fyrst á sölustað og salta þær þar aftur á réttan hátt. 5. Nýjar ósaltaðar húðir verður aff verja gegn frosti, því frostið gerir leðrið laust og gróft. Húðir má ekki láta liggja við járn því 6 *rMargaret Peddler: Hann var búinn til úr löngum, eldslit- um strútsfjöðrum. Stúlkan fann, að eitthvað slóst mjúk- lega í hönd hennar, er hún lyfti blæ- vængnum upp frá borðinu. Hún leit snöggt niður og sá þá að mjó perlufesti hafði flækzt í fjaðrirnar og hékk þar föst. Það var auðséð, að frú Damerell hafði lagt blævænginn í athugaleysi ofan á perlufestina, svo að hún sást ekki, og farið niður án þess að hafa hugmynd um, að perlufestin væri eftir. „Hún á svo mikið af þessu“, hugsaði stúlkan, meðan hún var að losa fest- ina. Það var erfitt að losa festina án þess að skemma hinar fíngerðu fjaðrir, en að lokum tókst það, og perlurnar lágu í glitrandi hrúgu í lófa stúlkunnar. Perlurnar voru ekki stórar, en þær áttu afar vel saman og voru allar gul- ar, með ofurlítið rauðleitum blæ. Þær voru sjaldgæfar og miklu verðmætari en unga stúlkan gerði sér í hugarlund. Hún horfði á þær með athygli. Eigand- inn hlaut að meta þær mjög lítils, úr því að þær höfðu verið skildar eftir í slíku hirðuleysi, hugsaði stúlkan. En frú Damerell átti líka svo mikið af perl- um. Hún var til dæmis með þrjár mis- langar hálsfestar þetta kvöld. Ein festin, sennilega sú verðmætasta, var Laun þess liöna 7 svo löng, að hún náði niður undir mjaðmir og var eins og tunglskins- geislar á litinn á gulllitum kjólnum. Stúlkan lyfti festinni og lagði hana urn háls sér að gamni sínu. Það var óumræðilega fagurt að sjá perlurnar glóa á hvítum, ungum hálsinum. Hún óskaði þess, að hún ætti þær, hún hafði alltaf fundið til þess, að perlur freist- uðu hennar næstum því ómótstæði- lega. Hún handlék þær mjúklega, en þó með græðgi. Þessi festi var svo lítil, saman borið við aðrar hálsfestar, sem frú Damerell átti, að hún myndi tæp- lega sakna hennar. Stúlkan fann blóð- ið stíga sér til höfuðs, er henni datt þetta í hug. Hún fann, að hún hitnaði öll við þessa hugsun, sem skaut svo ó- beðið upp í huga hennar. Auðvitað væri það þjófnaður að taka perlurnar. En það gæti varla verið þjófnaður að taka þær til láns um stuttan tíma, aðeins til þess að láta þær einu sinni eða tvisvar um hálsinn á sér í laumi, uppi í litla svefnherberginu, og lauga sig ör- stutta stund í hinni glitrandi fegurð þeirra. Frú Damerell myndi auðvitað upp- götva skaðann og perlufestarinnar yrði leitað með dunum og dynkjum, en hún gæti þá sagt, að hún hefði fundið þær einhversstaðar, — já, hvar sem var, — Ss. Bergenhus (í stað m s.Dr.Alexandrine) fer að öllu forfallalausu fimmtudaginn 16. þ. m. til ísafjarðar, Siglufjarðar, Ak' ureyrar. Þaðan sömu leið til baka. Farþegar sæki far- seSIa á miðvikudag. Fylgibréf yfir vörnr komi á miövikudag. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Tryggvagötu. Sími 3025. Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir í LANDSSMIÐJUNNI. V AK A Á ERINDI TIL ALLRA. Gerist kaupendur að vandað- asta tímarlti landsins. VAKA, REYKJAVÍK. járnið orsakar riðbletti og skemmdir. 6. Húðir og skinn af gripum, kálfum, sauðfé og geitum ætti aldrei að herða eða þurka. En sé slíkt gert, þarf að strá í hárið naptalíni til að verja skinnið fyrir mel. BÆNDUR! Klippið þessar reglur úr blaðinu og geymið þær! Vegna vaxandi fyrirspuma um hvort endurtekið verði tilboð mitt um fjölbreytt heimilisbóltasafn fyrir 10 kr., að viðbættu einnar krónu burðargjaldi, vil ég enn gefa mönnum kost á slíkum kjörum: Steingrímur Thorsteinsson: Ljóðaþ. I. meö mynd (208 bls.) og Ljóðaþ. II. með mynd (58). Sawitri II. útg. með mynd (64). Sagan af Kalaf og keisara- dótturinni kínversku (64). Eftir Axel Thorsteinsson: Börn dalannal.—17.(198), / leikslok, sögur úr heimstyrjöldinni 1.—2. útg. (148). / leikslok II. b. (58), Heim er haustar, og nokkrar smásögur aðrar (96). Hannibal og Dúna (76). Greifinn frá Monte Christo I b. (128) II. b. (164), III. (192), IV. (176). — ítalskar smá- sögur I. (120). ítalskar smásögur II. (80). Ævintýri og smásögur meö myndum (64). — Einstœöingur, hin ágœta saga Margaret Pedler (504 bls.) og Ástarþrá, eftir sama höf. (354), líka falleg og skemmtileg saga. Loks: Árgangur af Rökkri (heilir árg.) um 700 bls. — Hefir nokkur boðið yður betri kjör? Pant- endur sendi meðf. auglýsingu og 11 kr. (ein króna má vera í frímerkjum) í ábyrgðarbréfi (sendið ekki peninga í almennu bréfi) — eða póstávísun og nægir að skrifa á afklippinginn: „Sendið mér bækurnar samkv. tilb. í Tím- anum þ. 12. okt. 1939.“ Það er ódýrast að senda peninga þannig og tryggt, en biðjið ávallt um kvittun fyrir póstávisun og ábyrgðarbréf, til þess að fá leiðréttingu ef nokkur vanskil verða. í stað „Dokað við í Hrunamannahreppi" sem nú er uppseld kemur „Þöglar ástir“ eftir Musæus í þýðingu Steingr. Thorsteinssonar. Virðingarfyllst. AXEL THORSTEINSSON. NB. — Notið þetta óvenjulega tækifæri fyrr en seinna, því að Upplög bókanna „Börn dalanna" og „Einstæðingur" þrjóta fyrirsjáanlega á yfirstandandi ári. Skrifstofa mín og bókaafgreiðsla er flutt i hús Félagsprentsmiðjunnar, efstu hæð. Viðtalstimi kl. 1—4.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.