Tíminn - 25.11.1939, Blaðsíða 2
546
TÍMIM, laiigardagiim 25. nóv. 1939
137. Mað
ELi
‘gíminrt
Laugardtiyinn 25. nóv.
Þjóðræknisfélag
í Reykjavík
Þrír þingmenn úr núverandi
stjórnarflokkum, sem verið hafa
gestir Þjóðræknisfélags íslend-
inga í Vesturheimi, hafa komið
sér saman um að beitast fyrir
þvi að stofnað verði Þjóðrækris-
félag hér á landi, til að starfa
með félaginu í Vesturheimi. Það
er gert ráð fyrir að stofnfundur
þessa félags verði haldinn síð-
ari hluta dags 1. desember næst-
komandi. Verður fundarstaður
og fundartími síðar auglýstur í
blöðunum.
Thor Thors, formaður íslenzku
sýningarnefndarinnar, bar fram
tillögu um þetta efni nýlega.
Benti hann á, að það mætti heita
mikil furða, að slíkt félag skyldi
ekki vera stofnað hér á landi,
þar.sem hér væru félög til að
vinna að andlegri samvinnu við
Norðurlönd, og auk þess sérstak-
lega við Dani, Þjóðverja, Frakka
og Englendinga.
Það má telja fullvíst, að þess-
ari félagsstofnun verði vel tekið.
í það félag munu þeir sjálfkjörn-
ir, sem dvalið hafa vestan hafs
um lengri eða skemmri tíma,
hvort sem þeir hafa verið þar
búsettir við nám eða gestir um
stundarsakir. En þar að auki
munu fjölmargir menn vilja vera
í félaginu, þó að þeir hafi ekki
dvalið vestan hafs, af því að þeir
vilja með þeim hætti hlynna að
samstarfi við þjóðarbrotið í
Vesturheimi, og alveg sérstak-
lega leggja áherzlu á þá skoðun,
að vaxandi fjármála- og menn-
ingarsamband þurfi að tengjast
milli íslands og hinna tveggja
miklu ríkja í Norður-Ameríku.
Þjóðræknisfélag íslendinga
hefir starfað í meira en tuttugu
ár, og haft forustu um marg-
háttaða menningarstarfsemi
meðal landa í Vesturheimi, en
jafnhliða því unnið gamla land-
inu, og það oft með mikilli fyrir-
höfn og tilkostnaði. Þjóðræknis-
félagið á íslandi myndi standa
í stöðugu sambandi við Þjóð-
ræknisfélagið vestra. Verkefni
félagsins í Reykjavík myndu
verða margháttuð, og fara vax-
andi eftir því sem tímar líða.
Beinar skipagöngur eru nú að
komast á milli íslands og Banda-
ríkjanna, og þær munu áreiðan-
lega ekki leggjast niður, þó að
friður komist á hér 1 álfu. ís-
lendingar eru meir og meir að
finna að þeir eiga erindi vestur
um haf, bæði um menningar-
sambönd og fjármál. Vilhjálmur
Stefánsson hefir í síðustu bók
sinni heppilega lagt áherzlu á
að ísland er nær Ameríku en
Evrópu og kallað ísland fyrsta
lýðveldið í Ameríku.
Við, sem búum í gamla land-
inu, komum tuttugu árum síðar
til þessa samstarfs, heldur en
frændur okkar vestra. Við verð-
um að bæta fyrir eldri van-
rækslusyndir með því að stofna
nú og halda í heiðri myndarlegu
og starfsömu Þjóðræknisfélagi í
Reykjavík. J. J.
Bókaútgáfa S. U. F.
Eins og lesendum Tímans er kunn-
ugt, hefir Samband ungra Framsókn-
armanna haft um það undirbúning í
sumar og haust, að gefa út næsta
bindi af ritgerðasafni Jónasar Jóns-
sonar. Eru það greinar og ritgerðir frá
ungmennafélagsárum hans, sem næst-
ar verða í ritgerðasafninu. Mun bókin
heita Vordagar.
Upphaflega var svo ráð fyrir gert,
að þetta bindi kæmi út snemma í
haust. En vegna styrjaldarástandsins
og þar af leiöandi tafa um öflun papp-
írs þess, sem ætlaður var í bókina, fór
þó svo, að ekki var hægt að framfylgja
þeirri ráðagerð. Nú hefir nýlega raknað
úr þessum vandræðum. Má því vænta
þess, að bókin geti komið út um eða
nokkru fyrir hátíðar.
Bókaútgáfa S. U. P. heitir því á
alla sína umboðsmenn og hjálparfólk
víðsvegar um land, að skila sem fyrst
áskriftarlistum. er það hefir í fórum
sínum. Forstöðumenn bókaútgáfunnar
vænta þess og, að örfáir menn, sem
enn hafa eigi gert fullnaðarskil, varð-
andi það bindi ritgerðasafnsins, er kom
út í fyrra, Merkir samtíðarmenn, láti
það eigi dragast lengur en orðið er.
Forystumeim |ijéðanna;
Cliiang Kai Hhek
Fáir menn hafa á síðari tím-
um gegnt vandasamari starfi
eða fengið meiru áorkað en
Chiang Kai Shek, leiðtogi og
frelsishetja Kinverja.
Chiang Kai Shek er fæddur
31. okt. 1887 í Fenghuahéraðinu
á suðausturströnd Kína, en það
er talið eitt fegursta hérað
landsins. Síðan Chiang Kai Shek
varð forystumaður þjóðar sinn-
ar hefir hann eytt þar sumar-
leyfum sínum og sýnt æsku-
stöðvunum mörg önnur ræktar-
merki.
Foreldrar hans voru mjög fá-
tækir. Faðir hans stundaði að-
allega kaupsýslu, en annars
höfðu forfeður hans verið bænd-
ur. Föður sinn missti Chiang
Kai Shek, þegar hann var 9 ára,
og varð fljótlega eftir það, að
fara að vinna fyrir brauði sínu.
Hann var m. a. settur til náms
hjá kaupmanni, en kaupsýslan
féll honum ekki og strauk hann
þaðan eftir skamman tíma. Nítj-
án ára gamall gekk hann á her-
skólann í Paoting og ári síðar
á herskóla í Japan. Móðir hans
studdi hann eftir megni til þessa
náms, en allir aðrir ættmenn
hans voru því mjög mótfallnir.
Móðir hans var mjög merkileg
kona og ættjarðarvinur mikill.
Innrætti hún syni sínum ætt-
jarðarást og er talið að áhrif
hennar hafi mjög miklu ráðið
um framtíð hans. Chiang Kai
Shek minnist hennar jafnan
með miklu þakklæti.
Chiang Kai Shek stundaði
námið við japanska herskólann
í tvö ár, en þá gekk hann í
japanska herinn til að fullnægja
þeim skilyrðum, er sett voru fyr-
ir inngöngu í japanska liðsfor-
ingjaskólann. Nokkru síðar hófst
byltingaraldan í Kína, sem leiddi
af sér hrun keisarastjórnarinn-
ar og stofnun lýðveldisins.
Haustið 1911 fór Chiang Kai
Shek, ásamt tveimur félögum
sínum í japanska hernum, til
Kína til að styðja þar málefni
byltingarmannanna. Chiang Kai
Shek gat sér mikinn orðstír í
borgarastyrjöldinni, ep bylting-
armennirnir náðu ekki tilætluð-
um árangri, þótt þeim tækist
að flæma keisarann frá völdum.
Chiang Kai Shek varð fyrir
miklum vonbrigðum og fór aftur
til Japan til að fullnuma sig í
hernaðarlegum fræðum. Á
næstu árum lifði hann mjög
æfintýralegu lífi og bjó oft við
þröng kjör. M. a. gaf hann um
skeið út tímarit um hernaðar-
mál, þar sem málefni Kína skip-
uðu öndvegissæti.
Árið 1917 myndaði Sun Yat-
Sen, sem stundum hefir verið
nefndur „faðir byltingarinnar",
einskonar uppreisnarstjórn í
Kanton og hafði hún jafnan síð-
an meira eða minna af Suður-
Kína á valdi sínu. Sun-Yat-Sen
gerði Chiang Kai Shek að einka-
ritara sínum og hernaðarlegum
ráðgjafa. Chiang Kai Shek varð
fyrir miklum áhrifum frá þess-
um yfirmanni sínum og hefir
komið ýmsum skoðunum hans í
framkvæmd. Sun-Yat-Sen var á
þessum tíma í náinni samvinnu
við rússneska kommúnista og
höfðu þeir mikil áhrif á stjórn
hans og studdu hana á margan
hátt. Hann var samt ósam-
mála kommúnistum um margt
og skoðanir hans hneigðust öllu
meira að lýðræðisstefnu Vest-
urlanda. Þannig var það t. d.
markmið hans að komið yrði á
fullkomnu lýðræði í Kína í
framtíðinni, en á meðan al-
menningur hefði ekki menntun
og þroska til að hagnýta sér lýð-
frelsið, yrði flokki hinna hæf-
ustu manna, Kuomintang, fal-
in völdin, en þau dregin smám
saman úr höndum hans og af-
hent þjóðinni. Þennan flokk
hafði Sun-Yat-Sen stofnað og
var forystumaður hans til
dauðadags. Stefnu sinni lýsti
Sun-Yat-Sen með þessum orð-
um: Sjálfstæði, lýðræði, bætt
lífskjör. Með orðinu sjálfstæði
átti hann fyrst og fremst við hin
miklu yfirráð og sérréttindi er-
lendra þjóða í Kína, en þau yrði
að afnema, ef kínverska þjóðin
ætti að verða frjáls. Hann barð-
ist gegn hinum erlendu yfirráð-
um, ekki sízt yfirráðum Breta, af
alefli, og það varð lengstum að-
alatriði í baráttu hans. Hreyf-
ing hans varð því fyrst og fremst
þjóðernissinnuð.
Þótt Chiang Kai Shek bæri
mikla virðingu fyrir húsbónda
sínum leyndust honum ekki
hinir margvíslegu ágallar stjórn-
arfarsins. Margskonar spilling
þreifst i skjóli sjálfrar Kanton-
stjórnarinnar, en ástandið var
þó langtum verra í öðrum fylkj-
um landsins. í raun og veru var
ekki lengur nein yfirstjórn í
landinu, því að hin svokallaða
ríkisstjórn í Peking var með
öllu máttlaus og áhrifalaus.
Hershöfðingjarnir, sem stjórn-
uðu herdeildunum á hinum
ýmsu aðsetursstöðum í landinu,
réðu nær öllu hver á sín-
um stað, drógu ídkisskatt-
ana í sinn vasa, tóku mútur
fyrir fríðindi til verzlunar-
og atvinnufyrirtækja, gáfu
mönnum eftir refsingu gegn
hæfilegu gjaldi o. s. frv. Tak-
mark þeirra var að auðgast sem
mest og koma ránsfengnum
undan, því að sökum þeirrar
óvissu, er ríkti í stjórnarfarinu,
gátu þeir jafnan átt von á, að
valdadagar þeirra væru þá og
þegar taldir. Stjórnskipulagið
var eins sunduríaust og siðlaust
og framast var hugsanlegt.
Chiang Kai Shek var ljóst að
til þess að ráða bót á þessu á-
standi þurfti fyrst og fremst
sterkan her. í samráði við Sun-
-Yat-Sen stofnaði hann her-
skóla 1920 og gerðist sjálfur for-
stöðumaður hans. Því starfi
gengdi hann í nokkur ár. Hann
fylgdist með nemendunum í einu
og öllu, fór á fætur með þeim
kl. 5 á morgnana, lét þá jafnan
hafa meira en nóg að gera og
hélt uppi járnhörðum aga. En
það kom ekki að sök, þar sem
hann lét sömu lög gilda fyrir sig
og nemendurna, enda hlaut
hann óskipta hylli þeirra. Eftir
nokkurra ára starf hafði hann
þannig alið upp mörg hundr-
uð liðsforingja, sem sakir
menntunar sinnar og þjálfunar
voru áreiðanlega bezti kjarninn
í hersveitum Kínverja á þessum
tíma.
Þessir nemendur Chiang Kai
Shek urðu líka uppistaðan í
hinum endurskipulagða her
Kantonstjórnarinnar. Eftir að
hafa lokið þessu starfi, taldi
Chiang Kai Shek sig fullbúinn
undir það hlutverk, að vinna
að sameiningu hins sundurlausa
Kínaveldis. Sun-Yat-Sen var þá
fallinn frá og Chiang Kai Shek
orðinn áhrifamesti maður Kan-
tonstjórnarinnar. í júní 1926
hóf hann hina fyrirhuguðu sókn
til að sameina Kína. Það yrði
oflangt mál að lýsa allri þeirri
viðureign. .Suma hershöfðingj -
ana sigraði hann eftir miklar
orustur, aðrir kusu heldur frið
og náðu samkomulagi við hann.
í júlímánuði 1928 hafði honum
tekizt að sameina Kína undir
eina yfirstjórn í Nanking og
þá um haustið var gengið frá
stjórnarskrá hins sameinaða
Kínaveldis. Samkvæmt henni
skyldi Kuomintang hafa völdin,
þangað til þjóðin væri fær um
að búa við lýðræði.
Chiang Kai Shek hafði hafið
þessa sókn sína með stuðningi
kommúnista, sem áttu þá full-
trúa í Kantonstjórninni og
voru þeir Borodin og Blúcher,
sem síðar urðu þekktir hers-
höfðingjar í rússneska hernum,
þá fulltrúar Rússa í Kanton og
réðu þeir mjög miklu. Eftir að
Chiang Kai Shek varð að gefa
sig eingöngu að herstjórninni
tókst kommúnistum að auka
hin pólitísku áhrif sín, og eftir
að stjórnin fluttist frá Kanton
til Hankow urðu þeir bráðlega
mestu ráðandi í stjórninni. Chi-
ang Kai Shek hafði ekki ætlazt
til að barátta sín yrði til að
auka veg kommúnismans, held-
ur hafði hann talið nauðsyn-
legt að hafa þá sem bandamenn
fyrst í stað. Síðari hluta ársins
1927 sleit hann því samvinnu
við kommúnista og lét hand-
sama helztu forsprakka þeirra í
Shanghai og Kanton. Hins veg-
ar héldu kommúnistar meiri-
hlutanum í Hankowstjórninni,
og Chiang Kai Shek stofnaði
því nýja stjórn í Nanking. Hon-
um var það samt um megn að
berjast samtímis gegn Hankow-
stjórninni og hershöfðingjunum
í Noröur-Kína og varð hann því
að fara frá völdum um skeið, en
samkomulag náðist milli stjórn-
anna í Hankow og Nanking.
Þetta samkomulag sviku kom-
múnistar og reyndu að gera
byltingu. Varð það þess vald-
andi, að Chiang Kai Shek komst
til valda aftur, gat brotið Han-
kowstjórnina á bak aítur og
haldið áfram baráttunni í Norð-
ur-Kína.
Jafnhliða því, sem Chiang Kai
Shek barðist fyrir þessari sam-
einingu Kínaveldis, vann hann
mjög ákveðið gegn sérréttind-
um erlendra ríkja í Kína. Sáu
Englendingar fljótt hvert
stefndi, og hyggilegast myndi
að ná samkomulagi við Kín-
verja áður en í óefni væri kom-
ið. Fluttu þeir því úr forrétt-
indasvæði sínu í Hankow og
buðu Kínverjum nýja samninga.
Varð þetta til að draga úr æs-
ingum gegn þeim og fór Chiang
Kai Shek eftir þetta hóflega í
sakirnar í þessum efnum og
reyndi að afnema smámsaman
hin erlendu forréttindi, án þess
að til fullrar óvináttu kæmi.
Þótt Chiang Kai Shek hefði
rutt sameiningu Kína braut
með vopnum, var honum það
mótfallið, að beita þeim nema
óhjákvæmileg þörf krefði. Hann
valdi því jafnan þann kostinn,
að semja frekar við hershöfð-
ingjana, ef þeir vildu fallast á
skilyrði hans, en að undiroka þá
og svipta þá völdum, sem vissu-
lega hefði verið miklu tryggara.
Þetta varð þess valdandi, að
hann átti eftir sameininguna
1928 marga valdamikla and-
stæðinga, sem sátu á svikráðum
við hann. í ársbyrjun 1930 sam-
einuðust þeir gegn honum og
hófu vopnaða uppreisn. Mest-
ur suðurherinn fylgdi Chi-
Gamli stíll
Reynir. limi l röstum blóðs,
ráðafimi í þrautum,
þar sem Vimur vlgamóðs
vex að himinskautum.
Viga-þrymur vopnum frá
vekur glym í rönnum,
þegar himinhrjótur sá
hendir Ýmistönnum.
—o—
Lokadóttir lífs að bryggju
legst um nótt. En svöng
yrkir drótt i heiftarhyggju
hersins Gróttusöng.
—o—
Verða svarka djásnin dýr
digurbarlca sálum,
ef með harki Hjalti snýr
hug frá Bjarkamálum.
Vígðir hlökk á heljarbraut
herir klökkvir skjálfa,
þar sem stökkull Þjálfi skaut
þorni að Mökkurkálfa.
Er í banni úti læst
alúð granna milli.
Enn er manna eðli nœst
einherjanna snilli.
Pétur Beínteinsson,
frá Grafardal.
ang Kai Shek og varð þetta
upphaf að mestu innbyrðis-
styrjöldinni í sögu Kína. Eftir
meira en hálfs árs viðureign
tókst Chiang Kai Shek að bera
sigur úr býtum, en 150 þúsund
manns höfðu þá fallið af her-
mönnum andstæðinganna og 90
þús. af hermönnum Chiang Kai
Sheks.
Þótt borgarastyrjöldin hefði
kostað miklar mannfórnir og
jafnvel stórar borgir verið
lagðar í eyði, hafði hún mikla
þýðingu fyrir hið nýja Kína.
Chiang Kai Shek tókst að skipta
um menn í mörgum þýðingar-
mestu stöðum ríkisins og skipa
þær ungum mönnum, sem voru
fylgjandi stefnu hans og bættu
stjórnarfari.
Kunnugir telja, að sjaldan
hafi orðið meiri framfarir í
nokkru landi en í Kína næstu
sex árin. Fjármál ríkisins kom-
ust í gott horf, lögfest var all-
gott skatta- og tollakerfi, sem
víðast var vel framfylgt, en
áður höfðu hverskonar mútur
og undandráttur átt sér stað.
Dómsmálin tóku stórfelldum
endurbótum. Fjölda skóla var
komið á stofn, bæði fyrir lægri
og æðri menntun. Mestar urðu
þó framfarirnar í verklegum
efnum. Fjöldi verksmiðja reis
upp, verzlun komst meira og
meira í hendur Kínverja, bíl-
vegir og járnbrautir voru lagð-
ar um landið þvert og endilangt
og komið á allgóðum flugsam-
göngum. Athafnalíf Kínverja
tók fullkomnum stakkaskipt-
um á þessum skamma tíma,
enda hafði Kína næg náttúru-
auðæfi til að kosta framfarirn-
(Framh. á 3. síðu)
I6XAS JÓXSSON:
Guðmundur Friðjónsson
i.
Fyrir rúmlega 40 árum héldu
Þingeyingar mikla vorhátíð á
grænum grundum í Reykjadal,
skammt frá þeim stað, þar sem
Laugaskóli var síðar reistur.
Þessi hátíð var fyrst í sinni
röð í héraðinu og var hennár
lengi minnst. Menn höfðu margt
til skemmtunar þennan dag. En
þegar frá leið mundu flestir
fundargestir bezt eftir því sem
Guðmundur Friðjónsson á
Sandi lagði til málanna þennan
vorhátíðardag. Hann minntist
þar Þingeyjarsýslu, bæði i ræðu,
sem bar vott um hans einkenni-
legu mælsku, og í því kvæði,
sem bezt hefir verið ort um
héraðið og hefst með orðunum:
„Þú ert fátæk fóstra kær,
framgjörn þó til dáða.“
Guðmundur Friðjónsson var
þá tæplega þrítugur að aldri.
Hann var fæddur og alinn upp
í sýslunni, og hafði aðeins farið
þaðan burt um tveggja vetra
tíma. Þegar hann minntist ætt-
byggðar sinnar í bundinni og
óbundinni ræðu, þá fylgdi hug-
ur máli. Skáldið var þá fullur
af vonsælli trú á lífið og menn-
ina. í kvæðinu um sýsluna lýsti
Guðmundur Friðjónsson þenn-
an dag þeim margháttuðu
framförum, sem þar hafa orðið
í hans tíð, með öflugum átök-
um heillar kynslóðar. Og áheyr-
endum þótti þessi ungi bónda-
sonur vera mælskur með ein-
kennilegum hætti. Hann hafði
óvenjulega mikið vald yfir ís-
lenzku máli og frumlegar lík-
ingar. Eftir þennan fund gerðu
Þingeyingar sér miklar vonir
um Guðmund Friðjónsson sem
ræðumann um hugræn efni.
Jörðin Sandur í Aðaldal, þar
sem Guðmundur Friðjónsson er
fæddur og hefir alið allan sinn
aldur, liggur á flatlendi fyrir
opnum Skjálfandaflóa. Kinnar-
fjöll, brött og litauðug, bera við
himin i vesturátt. Að sunnan
er Aðaldalshraun, en að austan
Laxá, með grænurn hólmum og
hvítum fossum. Sandur er með-
aljörð að gæðum, engjar all-
miklar en votlendar, en tún
lítið og óhægt um túnrækt.
Friðjón bóndi á Sandi var hæg-
látur maður, hygginn og vel
hagmæltur, og gekk sú gáfa í
arf til bræðra Guðmundar.
Friðjón var góður búþegn, vel
bjargálna, en ekki efnaður.
Hann ól börn sín upp við alla
venjulega sveitavinnu, en líka
við andleg störf. Bókakostur var
góður, bæði á heimilinu og í
sveitinni. Bókmenntir og skáld-
skapur var hafðux í heiðri hjá
eldra og yngra fólki á Sandi.
Ef Guðmundur Friðjónsson
hefði verið fæddur og upp alinn
í Húnaþingi eða byggðum nærri
Reykjavík, myndi hafa þótt
sjálfsagt, að svo námfús ungl-
ingur væri sendur í Latínuskól-
ann og þaðan áleiðis til háskóla-
náms og embættastarfsemi. En
í Þingeyjarsýslu var mjög sjald-
gæft að ungir menn færu í em-
bættaskóla. Sérstaklega efnaðir
bændur, eins og Sigurjón á
Laxamýri, sendu sonu til skóla-
göngu í Reykjavík. En allur
þorri bænda í sýslunni hafði
lítið af handbæru fé, og þeir
trúðu yfirleitt, að þeim væri of-
vaxið að mennta börn sín í höf-
uðstaðnum. Fjölmargir af
þekktustu gáfumönnum Þing-
eyinga, sem voru meira eða
minna samtíðarmenn Guð-
mundar Friðjónssonar, gengu
aldrei í neinn skóla. Svo var um
Benedikt á Auðnum, Pétur á
Gautlöndum, Indriða á Fjalli,
Sigurð í Yztafelli, Jón í Múla,
Þorgils gjallanda og marga
fleiri. Þessir menn bjuggu að
fóstri heimilanna og menningu
héraðsins. En um það leyti þeg-
ar Guðmundur Friðjónsson varð
fulltíða maður, stóð skólinn á
Möðruvöllum með miklum
blóma. Þangað leituðu margir
efnismenn af Norður- og Aust-
urlandi til náms og menningar.
Skólinn stóð aðeins í tvo vetur
og skólavistin var ódýr. Tveir af
kennurum skólans, Jón Hjalta-
lín og Stefán Stefánsson, voru
kunnir um land allt, sem yfir-
burðamenn við skólastörf. Um
langt skeið var Möðruvallaskól-
inn einskonar mótvægi norðan-
og austanlands í samkeppni við
embættaskólana í Reykjavík.
Úr Latínuskólanum komu em-
bættismenn og sérmenntaðir
fræðimenn þjóðarinnar, en úr
Möðruvallaskóla menn, sem
mótuðu sérstaklega viðskipta-
málin og hina félagslegu fram-
þróun í landinu.
Guðmundur Friðjónsson fékk
síðar að kenna á því, að sumum
yfirlætisfullum lærdómsmönn-
um í Reykjavík þótti furða, að
bóndi norður í Aðaldal skyldi
telja sig þess umkominn að ger-
ast skáld og rithöfundur, þó að
hann hefði fengið stutta skóla-
göngu í hinni litlu mennta-
stofnun norður í Hörgárdal.
Guðmundur Friðjónsson var
vel undir búinn, þegar hann
kom í skólann á Möðruvöllum,
og hafði mikið gagn af dvöl
sinni þar. Hann var vel að sér
í íslenzkum bókmenntum og
þjóðlegum fræðum, en móður-
málskennsla Hjaltalíns gaf hon-
um festu og styrk. Stefán Stef-
ánsson hafði stórlega vekjandi
áhrif á dugandi pilta, sem komu
að Möðruvöllum. Hann veitti
fljótt eftirtekt hinum einkenni-
legu gáfum Guðmundar Frið-
jónssonar og lagði sérstaka al-
úð við þennan lærisvein. Tókst
meö þeim Stefáni vinátta, sem
hélzt meðan þeir lifðu báðir.
Skólalífið á Möðruvöllum var
fjörugt um þessar mundir. Þar
var margt efnilegra manna.
Létu þeir nokkuð yfir sér og vaT
því misjafnt tekið. Heldri menn
á Akureyri höfðu horn í síðu
skólans af ýmsum ástæðum, en
piltar svöruðu með skopvísum
og kviðlingum. Var Guðmundur
á Sandi nokkuð kenndur við
þennan skáldskap og vissi
Hjaltalín skólastjóri, að sumir
bæjarbúar báru ekki hlýjan hug
til hans, og var honum lítið
um, að þessi lærisveinn væri
einn á ferð til Akureyrar.
Hjaltalín vissi, að nokkurt upp-
reisnareðli var i Guðmundi
Friðjónssyni, en hann var um-
burðarlyndur í þeim efnum og
þótti gaman að fjörmerkjum
ungra manna. Eitt sinn orti
Guðmundur á Sandi afmælis-
drápu til skólastjóra meðan
hann var lærisveinn á Möðru-
völlum og færði honum kvæðið.
Hjaltalín tók við kvæðinu og
sagði með góðlátlegu brosi:
„Hlýðni er betri en fórn.“
Eitt af þeim málum, sem um
þessar mundir vakti eftirtekt á
skólanum var það, að piltar
gerðu opinberlega gys að sam-
skotum á íslandi til kristniboðs
í löndum heiðnigja, og urðu út
af því nokkrar deilur í blöðum
höfuöstaðarins. Þótti lærðum og
ráðsettum mönnum sýnt af
þessu atviki, að skólinn á
Möðruvöllum væri gróðrarstía
fyrir þrjózkufullar hugmyndir
og ókirkjulegan hugsunarhátt.
Að loknu námi á Möðruvöll-
um fór Guðmundur Friðjóns-
son beint heim í ættargarðinn
á Sandi. Orti hann um þessar
mundir mörg af beztu kvæðum
sínum, ritaði fjölmargar blaða-
greinir og hélt opinbera fyrir-
lestra víða um land, þar á með-
al í Reykjavík. Hvar sem Guð-
mundur Friðjónsson kom fram,
hvort heldur hann birti kvæði,
sögu eða ritgerðir, var honum
veitt eftirtekt. Mjög oft votu
menn honum ósammála um