Tíminn - 25.11.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.11.1939, Blaðsíða 4
548 TÍMIlViy, laMgartlagiim 25. nóv. 1939 137. hlað Yfir landamænn 1. Furðulegri skrif hafa tæpast sézt á prenti en þau, sem kommúnistablaðiö þyrlar upp í sambandi við frv. forsætis- ráðherra um breytingu á lögum um lögreglumenn. Reynir blaðið á allan hátt að láta líta þannig út, að frum- varpinu sé stefnt gegn verkamönnum. Frv. gerir enga breytingu á því atriði lögreglulaganna, sem sérstaklega snert- ir verkamenn, en það er það, að lög- regluna megi ekki nota í vinnudeilum. Þetta uppþot kommúnistablaðsins er þvi alveg út í hött og þý Stalins munu áreiðanlega ekki afla sér neins fylgis meðal ' verkafólks með slíkum látum. Hinsvegar sýnir fjandskapur rússnesku þýjanna gegn fullkominni löggæzlu, að þau eru nú komin á gamla byltingar- grundvöllinn aftur og reyna því vitan- lega að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að gera lögregluna sem veikasta og tortryggilegasta. Ekkert er meiri þyrnir í augum manna, sem ganga með byltingaráform, en traust og velmetin lögregla. 2. Til þess að skilja fullkomlega vegna hvers kommúnistar eru á móti aukinni lögreglu, má minna á það, að á fundi, sem nýlega var haldinn í Sosial- istafélagi Reykjavíkur, talaði Einar Ol- geirsson um „götuvígin, sem yrði hér í Reykjavík, í lok styrjaldarinnar“. Enn- fiemur má minna á það, að 21. júní 1932 lýsti Brynjólfur Bjarnason í Verklýðsblaðinu fyrirhugaðri valdatöku Kommúnistaflokksins á þessa leið: „Byltingarhugur verkalýðsins magnast, unz hámarki baráttunnar er náð með áhlaupi verkalýðsins undir forustu Kommúnistaflokksins á höfuðvígi auð- valdsins í Reykjavík og valdanámi hans. Það áhlaup tekst því aöeins, að meirihluti verkalýðsins, að minnsta kosti í Reykjavík, fylki sér á bak við flokkinn. Að slík tímamót munu ekki falla saman við venjulegar kosningar, þingsetu eða þessháttar, nema fyrir tilviljun eina, mun flestum ljóst — svo það, sem úrslitum ræður, verður meiri- hluti handanna — handaflið". Það er ekkert furðulegt, þótt menn, sem hafa slíkar fyrirætlanir, vilji hafa lélega og tortryggða lögreglu. 3. Mannræfill, sem ekki þorir að láta nafns síns getið, en kallar sig Fjalar, hefir fengið birta grein í Vísi síðastl. fimmtudag, og er tilgangur greinarinn- ar auðsjáanlega sá, að reyna að koma óorði á hlutleysi landsins. í greininni fullyrðir hann, að „þýzkir menn, sem eru hér vegna hlutleysisbrots, sitji á bekk með afbrotamönnum okkarþjóðar, en enskur maður, sem líkt stendur á um, er lofaður í langri grein fyrir dyggöir, og jafnvel heitið sérréttindum fram yfir aðra menn“. Þetta er vitan- lega haugalygi. Þeir tveir stríðsfangar, sem hér eru, annar þýzkur, en hinn brezkur, hafa algerlega sömu aðbúð. Hinsvegar eru Þjóðverjarnir, sem hafð- ir eru á Litla-Hrauni, strokumenn og mun m. a. hafa borizt kæra frá þýzka ræðismanninum fyrir framferði þeirra hér í bænum. Er slíkur fréttaflutningur sem þessi til einskis annars fallinn en að eyöileggja álit á hlutleysi landsins. Er í fyllsta máta furðulegt, að ritstjóri Vísis skuli birta slik skrif þessarar mannóveru, svo framarlega, sem ekki vakir þá fyrir honum líka að vinna hlutleysi íslands tjón. x+y. Sjóhemaður Þjóðverja (Framh. aj 1. síðu) „Admiral Scheer“. Þau eru ekki nema 10 þús. smál. hvort, og því meira en helmingi minni en or- ustuskip Breta. Máttu Þjóöverj- ar ekki byggja stærri orustu- skip samkvæmt ákvæðum Ver- salasamninganna. Þau hafa bæði færri byssur og ekki nærri því eins langdrægar og orustu- skip Breta, en hins vegar eru ekki nema þrjú orustuskip í enska flotanum og tvö orustu- skip í franska flotanum, sem eru hraðskreiðari en þau. Þessi skip mega Bandamenn tæpast missa frá vörnum heima fyrir og hafa tTR BÆTVfJM Messur á morgun: í dómkirkjunni kl. 11, séra Bjarni Jónsson, altarisganga, kl. 2, barnaguðs- þjónusta, Sigurgeir Sigurðsson biskup, kl. 5, séra Friðrik Hallgrímsson. — í fríkirkjunni ld. 2, séra Árni Sigurðsson. — í Laugarnesskóla kl, 5, séra Garðar Svavarsson, barnaguðsþjónusta kl. 10. — í kaþólsku kirkjunni, lágmessur kl. 6,30 og kl. 8, hámessa kl. 10, bænahald og predikun kl. 6. — í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 2, séra Jón Auðuns. Umferðarslys. í gærmorgun varð 13—14 ára gamall drengur, Ólafur Ólafsson að nafni, til heimilis á Smirilsvegi 29, fyrir bifreið á vegamótum Hverfisgötu og Vitastigs. Féll hann á götuna og fótbrotnaði. Samband bindindisfélaga í skólum. 8. þing Sambands bindindisfélaga í skólum var sett í menntaskólanum í Reykjavík í gærkvöldi. Forseti sam- bandsins, Eiríkur Pálsson, stud. jur., setti þingið. Friðrik Ásmundsson Brekkan flutti íyrirlestur. í samband- inu eru nú 27 félög og gengu 3 í það á síðastliðnu ári. Meðlimir þessara félaga eru alls um 2100. Rétt til þingsetu á 1 fulltrúi fyrir hverja 20 félagsmeðlimi. Ritið Hvöt er gefíð út af sambandinu og er það hið eina opinbera málgagn bindindismanna í landinu. Leikfélag Reykjavíkur hafði frumsýningu á leynilögreglu- leiknum Sherlock Holmes síðastliðinn fimmtudag fyrir fullu húsi og fékk leik- urinn ágætar viðtökur. — Næsta sýn- ing á þessum spennandi leik verður I annað kvöld kl. 8, en Brimhljóð verður sýnt kl. 3 á morgun fyrir lækkað verð í næstsíðasta sinn. Hulda: Dalafólk II. í ritdómi um bókina á öðrum stað í blaði þessu hafa slæðst inn prentvillur i nokkrum hluta upplagsins. Eru þær leiðréttar hér með. I 7.1. a.o. fyrir sögu, les fyrirsögn. í 30. 1. a. o. hversdags- legri, les kvenlegri. í 23. 1. a. n. um- hyggð, les samhyggð. Félag ungra Framsóknarmanna heidur umræðufund í Sambandshús- húsinu á miðvikudagskvöldið kemur. Rannveig Þorsteinsdóttir hefur um- ræður um konuna og þjóðfélagið. Auk þess verður rætt um uppeldisáhrif sveita- og bæjamenningar. Fundurinn hefst klukkan 8,30. Félagsfólk er áminnt um að mæta stundvíslega. Á fundinum verður nýjum félagsmönnum veitt innganga í félagið. þeir því enn ekki reynt að elta hin þýzku herskip uppi. Aðgerðir Þjóðverja í sjóhern- aðinum sýna, að þeir eru mun hættulegri andstæðingar á því sviði, en ætla hefði mátt, þar sem þeir hafa haft langtum skemmri tíma til undirbúnings í þeim efnum en hin stórveldin. Er því enn með öllu óvíst, hvern- ig sjóhernaðinum muni lykta, en úrslit styrjaldarinnar geta oltið á þvi. Sá ófriðaraðilinn, sem fyrr getur svelt hinn inni, ef svo mætti að orði kveða, mun að líkindum bera úrslitasig- urinn úr býtum. Þess vegna má telja sjóhernaðinn, er nú stend- ur sem hæst, einn þýðingar- mesta þátt styrjaldarinnar. Eins og sakir standa virðist það bann, sem Bandamenn hafa sett á þýzkar útflutningsvörur ekki eins hættulegt fyrir Þjóð- verja og tundurduflahernaður- inn fyrir Breta. Þjóðverjar geta alltaf haldið uppi viðskiptum sinum við þjóðirnar á megin- landinu, en Bretar verða að fá alla aðflutninga sína sjóleiðina. Innileg't þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns, SVEINS NÍELSSONAR fyrrum bónda á Lambastöðum á Mýrum. Sigurlín Þ. Sigurðardóttir. Guðmuadur Friðjónsson (Fravih. af 3. slðu) Óravegum ofar, norðar ótal brenna stjörnuvitar; frá þeim daufri bregður birtu. Blundar sveit í ljósum kjóli. Situr nót-t á segulstóli sorgbitin í grænni skyrtu. Gagnvart sljóum sálarsýnum sama stöðugt blasir myndin: straumkvik elfar Ijósgræn lindin leikur sér aö „bróður“ mínum. Líkur stunum ægisöldu ómur mér í hlustum glymur, sá, er gretta iðan ymur, yfir þínu líki köldu. Hverju færi Helja sætir hlut sinn til að auka og rétta, eitt er dæmi af ótal þetta. Engan mann hún gulli bætir. Eftir hennar óskaráði, áin vin minn dró á tálar; hulstri sterku hraustrar sálar hún í sínar greipar náði. Mín ei skyldi hefndin hika hefði ég rödd til guðs að kalla, þurka mundi ég ána alla; aldrei skyldi hún framar kvika, samt þín væri ei’ hefnt að heldur. Hörgárengjar þó að brenndi norðanstormsins herská hendi hlákuþeyr og sólareldur." Úr kvæðinu um ritstjóra norska tímaritsins „Kringsjá“: ,,í öndveginu einn þú sazt og allt af móti sól, og horfðiT yfir loft og lög og lönd, sem myrkrið fól; og leitaðir eftir Ijósi og yl, sem leiftur dagsins ól, frá árdagsbjarma upptökum, að aftanroða stól. Þú laukst upp Dofra leynisal með lykli anda þíns. Þar logaði sjálfur ljósvakinn á lampa Aladíns. Og bergið varð að hárri höll. Hver hurð úr grópi veik, er fossins andi og fjallsins sál þar fóru í risaleik. Úr gulli sólar glit þú ófst og geisla barst á leið á þeirra leið, sem kreppti og kól og karar vistin beið. í glöðum huga gekkstu kring með góðra þinga val með lýsigull í karlsins kot og kongsins hallarsal." Framh. J. J. Meðan Bretum tekst því ekki að sigrast á tundurduflahernaðin- um eru horfurnar fyrir þá mjög ískyggilegar. 26 Margaret Pedler: Laun þess liðna 27 móður Elizabetar, og af því hafði leitt þann harmleik, sem einu sinni ætlaði að buga hann. Vegna þess hafði hann gerzt friðlaus ferðalangur, en ókunn- ugt fólk flutt til hins undurfagra ætt- aróðals hans, Abbey, þar sem forfeður hans höfðu búið mann fram af manni. „Þú skalt aldrei verða lokuð inni að Abbey gegn vilja þínum“, sagði hann. „Það eina, sem ég fer fram á, er að þú gerir tilraun með það, en ef þér fellur það ekki, þá leigjum við búgarðinn bara aftur og flytjum burt.“ „Er þetta alvara, Candy,“ spurði Fjóla. „Já, það er alvara“, svaraði hann lágt. Fjóla gat ekki á nokkurn hátt gert sér ljóst hvað þessi þrjú litlu orð kost- uðu hann mikið. Til þess skorti hana öll skilyrði. Abbey hafði nú verið leigt í fimmtán ár, og síðustu fimm eða sex árin hafði Frayne tekið út af heimþrá. Þessi þrá eftir æskustöðvunum, staðn- um, sem hann hafði þekkt og elskað alla sína æfi og forfeður hans á undan honum, virtist stundum ætla að verða honum óbærileg. Þetta var síður en svo léttbærara fyrir það, að hann hafði sjálfur lokað hliðunum að Abbey fyrir sér. Þegar ó- sköpin dundu yfir, hafði hann viljað fjarlægjast allt, sem var honum áður kært og minnti hann á liðna tímann. Þá hafði hann beðið lögfræðing sinn að leigja búgarðinn. „Reýnið bara að losna við hann og leigið hann til eins langs tíma og þér getið. Sjálfur vil ég aldrei stíga fæti þangað framar.“ Þetta hafði hann sagt þá. Lögfræðingurinn hafði, með samvizkusemi, framkvæmt skip- anir hans og leigt Abbey til fimmtán ára. Nú var þessi tími liðinn og Frayne hlakkaði mikið til þess að flytjast heim til Englands og setjast þar að aftur. Hann hafði talið vikurnar þangað til hann gæti lagt af stað „heim“, og und- irbúið flutninginn með innilegri gleði og tilhlökkun. Honum féll þess vegna þungt, að Fjóla skyldi biðja um enn lengri frest, áður en þau „græfu sig lif- andi uppi í sveit“. Ennfremur voru fleiri ástæður, sem gerðu honum erfitt að verða við óskum Fjólu. Elizabet var ein af aðal ástæð- unum. Frayne varð að gera einhverjar ráðstafanir hennar vegna, meðan þau dveldu erlendis, hann og Fjóla. Nú var hún orðin 19 ára og þess vegna ekki hægt að fela hana umsjá kennslukonu eins og áður. þegar hjónin voru að ferðast. Það var heldur ekki hægt aö skilja hana eftir eina í Villa Ilario. Como-vatnið er að vísu yndislegt í sól- skini á vorin og sumrin, en að vetrin- Tvískipting lögreglu- stjóraembætftisins (Framh. af 1. siðu) sakamálum heyra undir lög- reglustjóraembættið. Með lög- um þessum var á sínum tíma stigið verulegt framfaraspor frá því sem verið hafði; m. a. var eftir hinni nýju skipan rann- sóknum í lögreglu- og sakamál- um komið fyrir á einum og sama stað frá því að rannsókn. byrjar og þar til henni er lokið, og var það mikilsvert. Auk þess voru með lögunum aðskilin óskyld störf, til þess að embættismenn- irnir gætu snúið sér óskiptir hver að sínu starfi. Þó var á lögum þessum verulegur galli. Lög- reglustjóraembættinu var látiö fylgja hvorttveggja: dómsvald í saka- og lögreglumálum og lög- gæzla. Starf lögmannsins er aft- ur á móti takmarkað við dóm- arastarf í einkamálum, auk ýmissa umboðsstarfa. Líku máli gegndi um starf tollstjórans. Með lögreglustjóra var þetta ekki þannig. Hans embætti er raunverulega tvær starfsgrein- ar, sem hvarvetna skiptast milli tveggja embættismanna, enda hefir sú þróun orðið í embættis- færslu lögreglustjórans, að ann- arsvegar er dómarastarfið með tvo fulltrúa (rannsóknardóm- ara) til aðstoðar, en hinsvegar löggæzlan með yfirlögregluþjón og varðstjóra til aðstoðar. Vegna þess, hve hér er um ólík störf að ræða, er nauðsynlegt að að- skilja þau og fela framkvæmd þeirra tveimur mönnum. Hvor starfsgreinin fyrir sig krefst sér- stakrar kunnáttu, og erfitt að finna menn, sem færir eru til að leysa hvorttveggja vel af hendi. Auk þess þarf ólíka skap- gerð og hæfileika til hvors starfans um sig. Þótt þetta séu veigamiklar á- stæður, vegur þó enn meira, hve óviðeigandi það er í bæ eins og Reykjavík, þar sem störfin eru mjög umfangsmikil, að löggæzla og dómsvald sé í höndum sama manns. Slíkt á sér hvergi stað annarsstaðar, og verða útlend- ingar, sem koma fyrir rétt, ekki lítið undrandi þegar þeir frétta, að lögreglustjóri eigi að kveða upp dóm yfir þeim. Af þessum ástæðum er ekki mögulegt að draga það lengur, að skipta lögreglustjóraembætt- inu í tvö embætti, auk þess sem ýmis störf eru færð á milli frá því, sem verið hefir.“ Aukín iramleidsla íslenzks prjónless (Framh. af 1. síðu) að að miða framleiðslu sölu- varnings úr prjónlesi. í sumar ferðuðumst við Anna Ásmundsdóttir talsvert um landið í því skyni að undirbúa svipaða starfsemi og við nú rekum, útvega sýnishorn af bandi, þræði og ýmsum mun- um. Að öðru leyti er skrifstof- unni ætlað það hlutverk að vera milliliður þeirra, er prjónles vinna, og prjónles vilja kaupa, báðum aðilum að kostnaðar- lausu. Hefir þegar sýnt sig, að þörf hefir verið í slíkri stofnun. Hafa skrifstofunni þegar borizt ýmsar pantanir og fyrirspurnir um prjónlesvarning. Fyrir tilstilli skrifstofunnar hafa nær 100 konur í Reykja- vík tekizt á hendur að vinna að tóskap. Hefir Samband íslenzkra samvinnufélaga lagt þessu máli lið sitt á þann hátt, að láta taka ofan af ull og vinna um 20 kon- ur að því í umsjá skrifstof- unnar, er síðan hefir haft með höndum að útvega spunakonur og prjónakonur. Sinna konurn- ar þessari vinnu heima hjá sér og kemur það sér vel fyrir marg- ar þeirra, því að oft er um mæð- ur að ræða, sem eigi geta dvalið daglangt burt frá heimilum sínum. Hörgull er á bandi til að prjóna úr, en von til að úr því rætist, er líður fram um ára- mót og bandsendingar koma utan af landi. Varningur sá, sem skrifstofan ætlar að hafa meðalgöngu um sölu á, er marg- víslegur og verður þar um að “°~““GAMLA BÍÓ'“°~°*~“ Bulldog Drummond og gimsteinasalarnír Framúrskarandi spenn- andi og bráðskemmtileg leynilögreglumynd, sem sýnir nýjustu æfintýri hinnar frægu hetju úr skáldsögum „SHAPPERS". Aðalhlutv. leika: JOHN HOWARD, JOHN BARRYMORE og LUISE CAMBELL. Aukamynd: SKIPPER SKRÆK.—Dansar Rumba I*"~>—"*■*“’—"* NÝJA BÍÓ'1*—"—»—1 ÖRLAGALEIÐIN Amerísk kvikmynd frá Fox er túlkar á fagran og hugðnæman hátt sögu um móðurást og móðurfórn. Aðalhlutverkin leika: BARBARA STANWYCK Iog . HERBERT MARSHALL. Myndin gerist í New York, París og um borð í risa- skipinu Normandie. Aukamynd: Minningar 1 um Shakespeare, ensk | menningarmynd. imásölnyerð á eftirtöldum tegundum af tóbaksvörum má eigi vera hærra en hér segir: Camel Cigarettur í 20 stk. pökkum .... kr. 1.80 pakkinn Dill’s Best reyktóbak í Vz lbs. dósum — 9.00 dósin Do. -—- í Vs lbs dósum . .. . — 2.30 — Model í IV2 oz. blikkdósum — 1.55 — Do. í 1% oz. bréfpökkum — 1.60 pakkinn Do. í 1 lbs. blikkdósum . . — -15.60 dósin Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má leggja allt að 3% á innkaupsverð fyrir sendingarkostnaði til útsölustaðar. Tóbakseinkasala ríkísins. Fjallagrös. Við seljum í heildsölu ágæt, lireinsuð . fjallagrös. Samband íslenzkra samvínnufélaga Sími 1080 Nýstárleg bók: EÖRLMENÍV dtir Elíuborgu Lárusdóttur. Langi ykkur til að k y n n a s t lífi förumannanna, þá lesið' FÖRUMENN. — Bókin er öllum kærkomin í bókaskápinn. — Iiaiisasniiðjur iyrirlíggjandí. Vélsmíðjan Héðínn Sími 1365 (prjár línur). Lærið að synda! Sundnámskeið I Sundhöllinni hefst að nýju mánudaginn 27. þ. m. Þátttakendur gefi sig fram í dag og á mánu- dag kl. 9—11 f. h. og 2—4 e. h. Upplýsingar á sömu tímum í síma 4059. Suudliöll Reykjavíkur Smíða trúlofunar- hrínga jón Dalmannsson gullsmiöur Gretti8götu 6 - Reykjavik. Kopar, aluminium og fleiri málmar lceyptir í LANDSSMIÐ.TUNNI. ræða bæði fínni og grófari teg- undir prjónless. Nú nýlega hefir skrifstofan efnt til verðlaunasamkeppni um beztu kvensokka úr íslenzkri ull og fallegasta skíðapeysu. Á samkeppni þessari að vera lokið fyrir jólin. Fyrir fáum dögum hófst á vegum skrifstofunnar námskeið í handprjóni og fer sú kennsla fram r húsakynnum sjálfrar skrifstofunnar. „Dettifoss(< fer í kvöld vestur- og norður. Aukahafnir: Patreksfjörður í vesturleið og Sauðárkrókur í suðurleið. SMIPAUTGEHÐ i-i i ’.fjp i-'n M.s. Helgí fer til VESTMANNAEYJA í kvöld. Flutningi veitt móttaka tii hádegis í dag. V A K A Á ERINDI TIL ALLRA. Gerist kaupendur að vandað- asta tfmariti landsins. VAKA, REYKJAVÍK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.