Tíminn - 25.11.1939, Blaðsíða 3
137. blað
TtMlTOlV, laagardagiim 25. nó\. 1939
547
Matvöruverzlanír í Reykjavík
Akureyrar-ostarnír
alpekktu, sem alltaf haSa selst mest hér í bænum Sást nú með
heildsöluverðf.
Tilkynning:!
Kaupmenn! Kaupfélög!
Verzlunarfélagið ELDING, Reykjavík, hefir opnað skrifstofu í Ameríku,
sem annast innkaup á allskonar vörum þaðan og sölu íslenzkra afurða þar.
Fyrirspurnum á íslenzku eða ensku verður svarað um hæl.
Utanáskrift félagsins í New York er ELDING TRADING COMPANY,
79 Wall Street, New York City, símnefni ELDHAKA Newyork, en í Reykja-
vík á Laufásveg 7, sími 4286, símnefni ELDHAKA Reykjavík.
Hannes Kjartansson, sem veitir skrifstofunni hér forstöðu, er til viðtals
daglega kl. 13.
Virðingarfyllst, Malldór Kjartansson.
Auglýiing
itm liuiidaliremsuii.
Hundahreinsun fer fram hjá hreinsunar-
manni, Guðmundi GuSmundssyni, Rauðarár-
stíð 13, n.k. mánudag 27. nóv., og ber öllum
hundaeigendum í umdæminu að skila hund-
um sínum þangað fyrir hádegi þann dag að
viðlagðri ábyrgð samkvæmt lögum. Rétt er
að láta hundana svelta í sólarhring áður en
þeir eru færðir til hreinsunar.
Heilbrigfðisnefndin.
Jörðin Bær í Hrútafírði
er laus til ábúðar í næstkomandi fardögum 1940. — Komið getur
til mála að byggðir verði % eða % hlutar jarðarinnar, ef þess
er óskað. — Jörðinni fylgir bæði selveiði og æðarvarp.
Allar upplýsingar um jörðina og ábúðarskilmála, gef ég
undirrituð eigandi hennar og þeir er ég vísa til.
Laugarnesi 23. nóv. 1939.
Sími 2068. Helga Finnsdóttir.
LEIKFÉLAGREYKJAVÍKUR
Tvær sýningar á morgun:
B Æ K V R
Hulda: Dalafólk II.,
345 bls. Rv. 1939.
HaustiÖ 1936 kom fyrri hluti
þessa sagnabálks út, álíka stórt
bindi, og er þetta þvi allmikið
verk orðið, og langstærsta sögu-
rit höfundar. Þessu bindi er
skipt í þrjá höfuðkafla, en sam-
eiginleg fyrir sögu þeirra allra
og undirtitill bindisins er: Kyn-
slóðir koma.
í fyrra bindinu vildi höf lýsa
rótföstu, íslenzku sveitalífi, eins
og bezt gerðist fyrir og um síð-
ustu aldamót. Hér er frásögn-
inni haldið áfram, fram á vora
daga og víst lengur þó. Frásögn-
in er eins og áður létt og þægi-
leg, vandað mál og fagurt. Þó
eru nokkur lýti að því, að mið-
ur hefir verið vandað til próf-
arkalesturs en skyldi, svo sem
kalla má að nú tíðkist mjög í
bókagerð hér á landi og stafar
sennilega meðfram af því, að
prentsmiðj urnar kappkosta að
koma meiru í verk en þeim er
hollt, ef á handbragðið er litið.
Hér er upp brugðið fögrum
myndum, ekki .mjög skarpir
drættir víðast, en mildir og hag-
lega dregnir af hversdagslegri
alúð og smekkvísi. Þráður frá-
sagnarinnar er helzti veikur til
þess að þetta megi sögu kalla í
venjulegum skilningi, fremur
safn af myndum, sem raðast
upp kringum heimilin tvö, sem
atburðirnir snúast helzt um,
Klausturdal og Hvamm, höfuð-
bólið og kirkjusetrið, ísól hús-
freyju og tengdaföður hennar,
séra Stefán. Þó er þetta meira
í orði kveðnu, því að vandi er
að segja, hverjar sé helztu sögu-
persónurnar. Nærri liggur, að
hver þáttur eigi sínar sérstöku
söguhetjur og þær eru margar,
fjöldamargar, allskonar fólk,
bændur og búalið og verkafólk,
ungt og gamalt — og harla
margvíslegt lið. En öllu er því
lýst með alúð og umhyggð,
nema helzt bruggurum og kom-
múnistum, og lái það hver sem
vill.
Með fyrra þætti sögunnar
hefir skáldkonan reist minnis-
varða hinni gömlu íslenzku
sveitamenningu: Tryggðinni við
ættleifðina, sveitina, landið,
staðfestunni, trúmennskunni í
verki og orði hjá húsbændum
og hjúum, æðri sem lægri; ör-
ygginu í skjóli fastgróinna
fornra hátta, þar sem enginn,
hversu fáráður sem er, þarf að
kvíða því að verða utanveltu,
lenda á flugstigum, meðan
hann heldur þennan trúnað
sjálfur. í síðara hluta sögunnar
er því lýst, er ný öld rennur upp
yfir hið gamla bændaland.
Gömlu bæirnir rísa úr rústum,
akvegir tengja hina strálu
efnisval, en rithöfundargáfa
hans og vald yfir málinu var
með þeim hætti, að hugsandi
menn í landinu vildu ógjarnan
missa af ljóðum hans eða rit-
gerðum.
II.
Burtförin að Möðruvöllum og
kynnin þar og víðar um land við
áhrifamenn innan og utan hér-
aðs var mjög að skapi Guð-
mundar Friðjónssonar og efldi
þroska hans á margan hátt. Öll
starfsemi hans á þessurn árum
bar vott um fjör og bjartsýni.
Þingeyingum var vel ljóst um
þessar mundir, að þeir voru að
fóstra upp í héraði sínu ein-
kennilegt skáld og rithöfund.
Það er erfitt að segja hvort
Guðmundur Friðjónsson hefir
á þessum árum viljað leggja
land undir fót, og fara um
lengri eða skemmri tíma burt
úr átthögunum. Tækifærin til
að lifa af rithöfundarstarfi á
þeim árum voru mjög takmörk-
uð, og það er ekki víst, að neinir
nýir vegir hafi þá staðið opnir
ungu og framsæknu sveita-
skáldi. En svo mikið er víst, að
Guðmundur Friðjónsson fór
ekki úr Aðaldal. Hann giftist á-
litlegri ungri stúlku úr sveitinni,
og byrjaði búskap á nokkrum
hluta af Sandi. Þau hjón hófu
nú þann einyrkjabúskap, sem
oft er vikið að í sögum og ljóðum
Guðmundar Friðjónssonar. Það
má telja þrekvirki af hjónunum
á Sandi að byrja búskap efna-
laus, en koma tólf börnum vel
til manns, kaupa jörðina og
húsa hana varanlega í nýjum
stíl.
byggð, rafljós glitra----æsk-
an sækir nýja þekkingu, nýja
tækni og hugsanir í skólann
sinn á Varmalandi, og í henn-
ar höndum grær upp ný öld, ný
menning, á hinum gömul býl-
um feðranna, í skjóli fornrar
menningar sveitanna. Svona á
þetta að vera — og svona fer
þetta stundum og sums staðar.
Misfellanna, misbrestanna gæt-
ir hér svo sem ekki. Hinar
brotnu, svörtu línur giptuleysis
og upplausnar koma einhvern-
veginn ekki fram í þessum fag-
urdregnu myndum.Hvers vegna?
Er þá nokkurt vit í að lýsa ís-
lenzkri sveit, án þess að þar
komi fram hreppaþras pólít-
iskur argskapur, horfellir, fá-
bjánar, hreppsómagar, jafnvel
bruggmennska og kommún-
ismi? Eða segja frá prestskosn-
ingu, án þess að það verði
nokkru sinni lýðum ljóst, hvor
frambjóðandanna var íhalds-
maður eða framsóknarmaður,
auk heldur bolsi? Eins og ann-
að skipti nokkru máli í prests-
kosningu nú á dögum! Ekki svo
að skilja, að ég sé að rekast í
slíku, af því ég sakni svo hvers-
dagslegs mannfagnaðar. Síður
en svo. Ég bendi aðeins á þetta
af því slíkt er óvenjulegt, því
þeir eru langt um fleiri, sem
þykjast sízt hafa efni á að hag-
nýta ekki svo dásamleg sögu-
efni og treysta sér prýðilega til
að bæta upp það sem á frum-
leikann skortir með því að ösla
forina hóti dýpra en nokkur
annar.
Ég ætla, að þeir verði margir,
sem hafa yndi af að lesa þessa
bók, svo rík sem hún er af feg-
urð og kærleika til alls lifandi.
Því er hins vegar ekki að leyna,
að söguformið lætur höf. miklu
síður en ljóð, og gætir þess ekki
sízt hér, í svo langri og um-
fangsmikilli skáldsögu. Því
skortir á að tekizt hafi að gera
rambyggða heild úr verki þessu,
fremur meira eða minna sam-
stæða röð af þáttum og mynd-
um. En hvað um það — eins og
skáldið Fröding kveður:
Sá jag málar, donna Bianka,
ty det roar mig att mála sá. —
— Ság pedanten, donna Bianka,
att det roar mig at mála sá!
Þorkell Jóhannesson.
Chiang Kai Shek
(Framh. af 2. síðu)
ar og ódýrt vinnuafl skorti ekki.
Chiang Kai Shek gleymdi því
ekki, að hann átti hernum völd
sín að þakka. Hann lagði því
mikið kapp á, að fullkomna
hann og naut aðallega til þess
aðstoðar þýzkra sérfræðinga.
Telja kunnugir, að árangurinn
hafi orðið mikill í þeim efnum,
enda þótt her Kínverja standi
enn ekki her Japana á sporði.
Alger friður ríkti þó ekki í
Kína á þessum árum. Kom-
Frá almennu sjónarmiði voru
skilyrði Guðmundar Friðjóns-
sonar til ritstarfa á Sandi nokk-
urnveginn eins erfið og hægtvar.
Hann var einyrki með stóran
barnahóp á erfiðri votengjajörð
í afskekktri sveit. Húsakynni
þau, sem skáldið erfði frá for-
eldrum sínum voru að vísu all-
góð, en ekki miðuð við bók-
menntastarf. Skáldið á Sandi
hefir ritað mest af því, sem
hann hefir ort og samið, í
þröngri baðstofu, í nábýli við
börn og vandafólk. En löngun
hans til að lesa og rita var svo
sterk, að hann lét engar tálm-
anir hindra sig frá að vinna að
hugðarmálum sínum.
Þrír af snjöllustu ritstjórum
landsins, þeirra sem upþi voru
um siðustu aldamót, Valdimar
Ásmundsson, Jón Ólafsson og
Björn Jónsson, veittu fljótt eft-
irtekt skáldgáfu og hinum sér-
kennilegu stíleinkennum Guð-
mundar Friðjónssonar og hvöttu
hann til ritstarfa. Framan af
ritaði hann mest í Fjallkonuna,
sem þá var aðalmálgagn frjáls-
lyndra manna í landinu. En
Guðmundur Friðjónsson var svo
afkastamikill við ritstörfin, að
ekkert eitt blað eða tímarit
nægði honum. Hann hefir í meir
en 40 ár birt í flestöllum ís-
lenzkum blöðum og tímaritum
vestan hafs og austan ritverk
sín í bundnu og óbundnu máli.
En í þessari margbreyttu rit-
mennsku er það þýðingarmesti
atburðurinn, þegar Björn Jóns-
son gaf út ljóðabókina ,,Úr
heimahögum“ árið 1902. Harðar
deilur risu um þessa Ijóðabók.
múnistar höfðu aldrei verið
sigraðir til fulls og tókst þeim
um alllangt skeið að halda all-
stórum landshlutum í Suður-
Kína á valdi sínu. Chiang Kai
Shek gerði hverja herförina á
fætur annari til að brjóta þá á
bak aftur, en þær misheppnuð-
ust jafnan. Chiang Kai Shek
féllst að lokum á það ráð þýzka
hernaðarsérfræðingsins, von
Seeckt, að umkringja allt yfir-
ráðasvæði kommúnista. Var það
umkringt af varnarvirkjum og
900 þús. hermenn látnir taka
þátt í umsátinni. Hófst þessi
unisát sumarið 1933. Afleiðing
þessa varð stórfelld hungurs-
neyð á yfirráðasvæði kommún-
ista og er talið að mörg hundruð
þús. manna hafi farist af skorti
og vosbúð. Her kommúnista tók
loks það ráð að brjóta sér útrás
og reyna að komast inn í fylkin
Shansi og Kansu, sem eru langt
inni í landi. Þessi fyrirætlun
heppnaðist og tók þetta ferða-
lag kommúnistaherinn eitt ár,
og taldi hann um 20 þús. manns,
er hann kom til hinna nýju
heimkynna. Hafði hann þá far-
ið um 10 þús. km. leið og oft
yfir miklar torfærur, fjallgarða
og stórfljót. Stofnuðu kommún-
istar nýtt ríki á þessurn slóðum
og átti Chiang Kai Shek ekki í
höggi við þá eftir það, enda
voru þeir nú orðnir afskekktir
og gátu minni skaða gert. Þeir
fylgja honum nú í baráttunni
gegn Japönum.
Chiang Kai Shek naut heldur
ekki fulls stuðnings alls Kuo-
mintangflokksins á þessum ár-
um og sýndu ýmsir leiðtogar
flokksins honum mótstöðu og
fengu jafnvel heil fylki til að
óhlýðnast Nankingstjórninni.
Aðallega ásökuðu þeir hann fyr-
ir undanlátssemi við Japana, en
hann vildi halda frið við þá í
lengstu lög, svo Kínverjar yrðu
sem bezt undirbúnir, ef til ófrið-
ar kæmi.
Japanir hófu innrás sína í
Kína sumarið 1937, en áður
höfðu þeir lagt Mansjúríu und-
ir sig fyrir nokkrum árum.
Margir töldu, að mótstaða Kín-
verja myndi fljótlega verða
brotin á bak aftur, ekki sízt sök-
um þess, að þá skorti samheldni
og öll stjórn hjá þeim myndi
verða í molum. Drógu menn
þessar ályktanir af reynslu
fyrri tíma. Þessir spádómar
hafa enn ekki ræzt, þótt stýrj-
öldin hafi nú staðið á þriðja ár.
Japanir hafa að vísu náð stór-
um hluta landsins á vald sitt,
en kínverski herinn er enn ó-
sigraður, því að Chiang Kai
Shek hefir valið það ráð að
hopa frekar en að leggja til úr-
slitaorustu. Enn lýtur mikill
hluti Kínaveldis stjórn hans, og
álit hans meðal Kínverja fer
vaxandi. Gömlu deilumálin hafa
verið lögð á hilluna og hann er
einskonar tákn um þjóðarvilj-
Mikill hluti æskunnar í landinu
tók vel við bókinni og var hrif-
inn af hinu nýja og frumlega
formi og blæ, sem var yfir ljóð-
unum. Menn fundu að vísu, að
ýmsir gallar voru á ljóðagerð
Guðmundar Friðjónssonar, en
þeir skyggðu ekki verulega á
hina mörgu ótvíræðu kosti.
Ég tek hér nokkrar vísur úr
þessari ljóðabók. Hinar fyrstu
eru úr eftirmælum um gamlan
heiðursbónda í Aðaldal. Skáldið
var hálfþrítugur, er hann orti
þetta kvæði:
„Löndin blása ár frá árí.
Eldur- fjöll til grunna brýtur.
Yfir lífsins eyðirústum
aldarkyljan nöpur þýtur.
Þitt var hús við þjóðveg
fa'rinn,
þar er margt um stundarvini.
Það var æ á öllum tímum
opið fyrir mannsins syni.
Jafnan þegar neyðin nakta
nærgætnina ásjár krafði,
líkn þín gjafmild opnum
örmum
örbirgðina að hjarta vafði.
Er sem hvíli einhver drungi
yfir sjónum vonar minnar;
ber hún þó í brotnu keri
blys í hvelfing grafar þinnar.“
Skólabróðir Guðmundar Frið-
jónssonar drukknaöi niður um
ís á Hörgá. Hér koma vísur úr
þeim eftirmælum:
„Geislaslæður látúnslitar
leggur máni að brjóstum
storðar.
(Framh. á 4. síðu)
ann og sá, sem þykir túlka hann
bezt með starfi sínu. Undir
forystu hans eflist mótstöðu-
kraftur þjóðarinnar með hverj-
um degi og eftir því, sem styrj-
öldin dregst lengur, verða úrslit
hennar óvissari.
Það er áreiðanlega engum
heiglum hent að fara með stjórn
undir slíkum kringumstæðum
og njóta vaxandi álits þjóðar
sinnar. Ekkert er betri sönnun
um forystuhæfileika Chiang
Kai Shek og sennilega myndi
kínversku þjóðinni reynast nú
fátt þyngra áfall, en að missa
af forystu hans.
Chiang Kai Shek verður tæp-
ast getið svo, að ekki sé minnst
á konu hans, Mei-ling. Hún er
framúrskarandi starfsmann-
eskja og gædd miklum gáfum.
í samráði viö mann sinn hefir
hún stofnað nýja andlega
hreyfingu, sem hefir í stuttu
máli það markmið, að hvetja
fylgjendur sína til að bæta líf-
erni sitt á degi hverjum. Á
morgun verð ég að lifa heiðvirð-
ara og sannara lífi en í dag, er
helzta boðorðið. Þótt slík hreyf-
ing kunni að koma mörgum
Vesturlandabúa spánskt fyrir
augu, hefir hún áorkað miklu í
Kína og á stóran þátt í hinni
vaxandi frelsisbaráttu þjóðar-
innar. Mei-ling kemur oft fram
fyrir hönd manns síns, heldur
iðulega ræður, sem vekja mikla
athygli, og skrifar fjölda blaða-
greina. Hún er kristinnar trúar
og hefir fengið mann sinn til að
játa sömu trú. Má óhætt full-
yrða, að hún hafi verið honum
ómetanlegur styrkur í baráttu
hans á undanförnum árum.
Þ. Þ.
Brímhljóð
Sýniiig á morguit kl. 3
Lækkað verð.
Hæst síðasta sinn.
„SHERLOCK
H O L M E S“
Sýning á morgun kl. S
Börn innan 16 ára aldurs fá
ekki aðgang.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 i dag og eftir kl. 1 á morgun.
28 Margaret Pedler:
um er ömurlegt á bökkum þess. Það eitt
var næg ástæða til þess, að ekki var
hægt aö skilja EliZabet þar eftir. Frayne
kveið því að þurfa að skilja við Eliza-
bet og vissi, að hennar tilfinningar
voru þær sömu og hans. Það eitt olli
honum nægrar áhyggju, þótt öllum hin-
um efnalegu ástæðum væri sleppt.
Elízabet kom úr skóla fyrir ári síðan.
Þetta ár hafði tengt föður og dóttur
enn traustari böndum en áður. Fjólu
var það ekki lagið að skilja annað fólk,
hún aðeins krafðist af því. Hún var á-
kaflega kvenleg, lifði aðeins til þess að
láta taka eftir sér og hrífa. Launin
fyrir þetta voru vitanlega þau, að allt
var látið eftir henni og hún vernduð í
hvívetna. En Frayne fann, að Elizabet
skildi hann. Auk þess hafði hún til að
bera allt að þvi strákslegt sjálfstæði í
hugsun og skoðunum, og þetta gerði
sitt til að efla tengslin milli þeirra. Hjá
henni fann faðir hennar það, sem hann
saknaði mest hjá konu sinni. Hann
vissi því að hann myndi sakna Elizabet-
ar sárt, þótt þau yrðu vitanlega ham-
ingjusöm tvö ein saman, hann og Fjóla.
Frayne var þess vegna mjög hljóður,
er hann snéri bátnum og fór að róa til
lands. Fjóla reyndi heldur ekkert til
þess að trufla hugsanir hans. Hún vissi,
að þegar hafði verið fallizt á hennar
Laun þess liðna 25
nú að við ættum að fara saman í ofur-
litið orlof fyrst. G æ t u m við það ekki,
Candy", sagði hún að lokum biðjandi.
Hún virtist mjög ung og ákallandi
þar sem hún sat þarna. Munnurinn var
barnslegur og munnvikin drógust ofur-
lítið niður á við, eins og hún væri í
þann veginn að „setja upp skeifu“,
Ijóst, hrokkið hárið hafði ýfzt dálítið
og glóði í sólskininu. Frayne brosti til
hennar. Hann dáði hana afar mikið
eins og menn oftast gera, ef konur
þeirra eru að mun yngri en þeir sjálf-
ir, og Fjóla var 16 árum yngri en hann.
„Ég býst við að við gætum það, elsk-
an mín, ef þig langar til þess. Ég verð
að tala við Elizabet".
Fjóla kinkaði kolli.
„Mig langar meira til þess en nokk-
urs annars. Ég vil reika svona um í
nokkra mánuði — bara með þér einum.
Þegar við förum svo til Abbey, þá býst
ég við, að það verði til þess, að loka
okkur þar inni það sem eftir er æfinn-
ar“.
Skugga brá fyrir á andliti Frayne.
Enskt sveitalif féll honum sjálfum bet-
ur en nokkuð annað. Yrði það aðeins
fangelsun, fábreytni og leiðindi í aug-
um konu hans, eða yrði það ef til vill
uppreisn gegn hennar eigin eðli? Þann-
^ig hafði það verið með fyrri konu hans,
t