Tíminn - 25.11.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.11.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: ' GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) j ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. : FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: \ JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: \ FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. j S RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavík, Isaugardagimi 25. nóv. 1939 A 1 |b i n g' : Breytingar a log- unnm um lögreglu AðalSsreytingiii cr sá, að hægt verSi að flytja lög'reglMinesim aiilli stalSa eftir |sörftim. 137. Mað Flnnskar skriðdrekasveitir á leið um skógarþykkni að rússneskum landamœrum. Sjóhernaður Pjóðverja Hermann Jónasson for- sætisráðherra hefir lagt fram í efri deild frv. til laga um breytingu á lögum um lögreglumenn. Gerir það ráð fyrir þýðingarmiklum end- urbótum á núgildandi lög- um. Aðalbieytingarnar, sem felast í frumvarpinu eru þrennskonar og verður hér gerð grein fyrir þeim í stuttu máli: Þegar sérstaklega stendur á eða dómsmálaráðherra telur nauðsynlegt öryggi bæjar, að lögregluliðið sé aukið meira en lögin ákveða að það sé á venju- legum tímum, getur ráðherra bætt við varalögreglumönnum og greiðir þá ríkissjóður allan kostnað af þeirri ráðstöfun. Samkvæmt núgildandi lögum má ekki bæta við varalögreglu- mönnum, nema að fengnum tillögum bæjarstjórnar og skal bæjarfélagið þá bera helming kostnaðar. Af slíku getur leitt töf, sem í ýmsurn tilfellum get- ur reynzt óheppileg. Þegar ríkissjóður tekur þátt í kostnaði við lögreglulið bæjar skal lögregluliðið, bæði fast lið og varalið, skylt til að gegna lög- reglustörfum, hvar sem er á landinu, ef sérstaklega stendur á og dómsmálaráðherra mælir svo fyrir. Gæta skal þess þó jafnan, aö halda eftir nægilegu liði á þeim stað, sem lögreglu- mennirnir eru fluttir frá. Til skýringar skal þess getið, að samkvæmt núgildandi lögum greiðir ríkið y6 hluta kostnaðar, sem leiðir af hinu venjulega að- alliði, og kostnað við varalög- reglumenn samkvæmt framan- sögðu. í sveitum landsins og kaup- túnum, þar sem lögreglulið er ekki starfandi, getur ráðherra löggilt sérstaka menn til þess, undir stjórn lögreglustjóra eða hreppstjóra, að halda uppi reglu á mannfundum og samkomum innan héraða. Heimilt er að efna til námskeiða fyrir þessa menn. Aukín framleíðslaog notkun ísL prjónless Starfsemí skrifsíef- imnar Ísleíizk sill. Tiðindamaður Tímans hefir átt tal við frú Laufeyju Vil- hjálmsdóttur, sem ásamt Önnu Ásmundsdóttur veitir forstöðu skrifstofunni íslenzk ull, er stofnuö var í haust og hefir að- setur sitt í Suðurgötu 22. Tók skrifstofan til starfa um miðjan þennan rnánuð. Hefir þangað verið safnað miklu af fallegu og vel unnu prjónlesi og tóvör- um, svo að heita má, að þar sé um beina prjónlessýningu að ræða. Laufey Vilhjálmsdóttir tjáði blaðinu svo frá starfsemi skrif- stofunnar: — Að undanförnu hefir verið stefnt að þvl að afla sem allra beztra sýnishorna og fyrirmynda að ýmiskonar prjónlesvarningi og var að miklu leyti stuðst við prjónlessýninguna í fyrra í þessu efni. Einnig hefir verið viðað að erlendum íyrirmyndum, einkum norskum. Við þessar íyrirmyndir er síðan fyrirhug- (Framh. á 4. siSu) AÖalbreyting frv. er fólgin í öðru atriðinu, að lögreglulið sé i'lytjanlegt milli staða. Hefir það reynzt mjög mikill annmarki, að ekki er t. d. hægt að færa lög- reglu þaðan, sem minna er að gera yfir sumarmánuðina, og þangað, sem hennar er meiri þörf, eins og t. d. á síldarvinnu- stöðunum. Hefir þetta verið að- algalli núgildandi lögreglulaga. Sami ágalli hefir ekki síður komið fram erlendis og hefir víða verið bætt úr honum á þann hátt, að gera alla bæjar- lögreglu að ríkislögreglu. Greiðir þá ríkið allan kostnaðinn við lögregluna, en bæjarfélögin endurgjalda sumstaðar nokkurn hluta kostnaðarins. Það hefir ekki þótt rétt að stíga þetta spor til fulls hér, en hinsvegar ætlast til með þessu frv. að gerð verði sú breyting, sem bætir úr mesta ágallanum. Þar sem gera má ráð fyrir, að varalögreglumenn- irnir eða einhver hluti lögreglu- liðsins á þeim stað, sem þeir eru aðallega, verði einnig notaðir annarsstaðar, ef þörf krefur, þykir rétt að ríkið beri allan lcostnaðinn við varalögregluna. Síðasttalda breytingin er gerð til þess, að reynt verði að fyrir- byggja óeirðir eða áberandi ölv- un á skemmtistöðum út um land, þar sem lögreglulið er ekki til staðar. Hafa víða komið fram óskir urn ráðstafanir í þá átt, þar sem óspektarmenn hafa stundum gert sér leik að því að vera með uppvöðslusemi á slík- um stöðum. Gerðist t. d. atburð- ir í Þingeyj arsýslu síðastl. sum- ar, er sýndi nauðsyn slíkra ráð- stafana. Að óbreyttum aðstæðum mun ekki verða neinn verulegur kostnaðarauki af þeirri breyt- ingu, sem ráðgerð er í frum- varpinu. Að fyrirlagi Hennanns Jónassonar forsætisráðherra fóru Pálmi Einarsson ráðunautur og Gústaf E. Pálsson verk- fræðingur nýlega austur í Álftaver til þess, ásamt Jóni Þorsteinssyni í Norö- ur-Vík, að athuga möguleika til örygg- isráðstafana fyrir íbúa Álftavers, ef til Kötlugoss kemur. Áttu þeir í þeirri för fund að Herjólfsstöðum með flest- um bændum byggðarlagsins. í Álftaveri búa nú rösklega 100 manns og hefir mannfjöldi haldizt þar lítt breyttur hin siðustu ár. Alls eru í sveitinnl 10 jarðir, og eru þar af 2 eyðibýli, en tví- býli á 4 jörðum. 5 jarðanna eru einka- eign, 5 ríkiseign. Samkvæmt fasteigna- mati, er heildarverð jarða og húsa í Álftaveri alls 69.600 krónur. Þegar Kötluhlaup koma, fellur vatnsflóðiö til sjávar beggja vegna byggðarinnar. En hólar að norðan hlífa sveitinni, svo að flóðið klofnar í tvennt. Standa flestir bæjanna á hólum, og fellur vatns- flaumurinn milli þeirra og er venjulega mestur fyrstu sólarhringana, einn eða tvo. Fyrr á öldum hefir fólk farizt í Kötluhlaupum og byggð eyðzt. í síðasta hlaupi, 1918, voru menn, sem staddir voru á Mýrdalssandi, hætt komnir, þótt þeir björguðust undan. Að sjálfsögðu er mjög erfitt að gera verulegar ráðstaf- anir til þess að forða slysum af völd- um Kötluhlaups, svo að haldi komi. Þó hefir nefnd þessi lagt til að þessar ráðstafanir yrðu gerðar: Lagður simi á alla bæi í hreppnum, og séu síma- línurnar lokaður hringur, þannig að hægt sé að ná sambandi við alla bæina, þótt síminn slitni á einum stað. Gerður Alþing: Tvískíptíng lögreglu stjóraembættisíns í Reykjavík Hermann Jónasson forsætis- ráðherra flytur i efri deild frv. um dómsmálastörf, lögreglu- stjórn, gjaldheimtu o. fl. í Reykjavík. Aðalbreyting frv. frá núgildandi lögum er sú, að lögreglustjóraembættinu verði tvískipt, í sakadómaraembætti og lögreglustjóraembætti. Að öðru leyti fjallar frv. um starfs- svið lögmanns, sakadómara, lög- reglustjórn og tollstjórn og er gert ráð fyrir nokkrum breyting- um á þeim, þannig að bætt verð- ur við lögmann og tollstjóra nokkrum verkefnum, er áður hafa heyrt undir lögreglustjóra. í greinargerð frv. segir m. a.: „Með lögum nr. 67 frá 7. mai 1928, um dómsmálastarfa, lög- reglustjórn, gjaldheimtu o. fl. í Reykjavík, er svo fyrir mælt, að í Reykjavík skuli vera tollstjóra- embætti, lögmannsembætti og lögreglustjóraembætti. í nefnd- um lögum er einnig ákveðið, að dómsvaldið skuli í lögreglu- og flugvöllur á Mýrnahöfða, sem er einn tryggasti staðurinn í sveitinni gegn hlaupunum. Er þessi tillaga miðuð við það, að hægt sé að flytja brott sjúka og særða, ef á þarf að halda, og mat- væli að. í stað skýla, sem talað hefir verið um að reisa, sé bændum að Her- jólfsstöðum og Hraungerði veitt fé til endurbygginga á jörðum sínum, enda séu húsin þannig gerð. að hægt sé að veita móttöku fólki af nærliggjandi bæjum. Öll ný bæjarhús séu reist á hinum öruggustu stöðum, sem völ er á. Á hverjum bæ sé til lúður, svo að hægt sé að gera aðvart, ef flóð fer að, þvi' fólki, er kann að vera statt á engjurn e'ða annars staðar úti við. r r r Allmörg dag- og vistarheimili fyrir börn hafa undanfarin ár verið starf rækt hér, og var svo og í sumar. Tíminn hefir átt tal við Arngrím Kristjánsson skólastjóra, formann barnaverndar- ráðs, sem hefir allmikla íhlutun um þessi mál, og hefir hann skýrt blaðinu svo frá: — Síðastliðið sumar nutu alls um 560 börn dvalar á dagheimilum og vistarheimilum, þar af um 400 börn úr Reykjavik. Dagheimili þau, sem rekin voru, eru Grænaborg og Vesturborg í Reykjavík, er Sumargjöf starfrækir, dagheimili verkakvennafélagsins í Hafnarfirði og dagheimili kvenfélags- ins Ósk á Siglufiröi. Einnig var nokkuð starfað að þessum málum á ísafirði og mun nú vera í ráði að reisa þar dag- heimili. Svipaðar ráðagerðir munu vera uppi um byggingu vegna dag- Sá atburður, sem vakið hefir langsamlega mesta athygli sein- ustu dagana, er hinn aukni sjóhernaður Þjóðverja, sem er fólginn í þvi að leggja segul- mögnuðum tundurduflum á helztu siglingaleiðum við strendur Englands. Hafa tund- urdufl þessi gert hinn mesta usla og daglega sökkt mörgum skipum. Ef Englendingar fá ekkert að gert, eru verulegar lík- ur fyrir, að stöðvast muni allar siglingar hlutlausra þjóða til Bretlands og myndi það verða mjög þungt áfall fyrir aðdrætti þeirra. Tundurduflahernaðurinn virð- ist — eins og nú horfa sakir — ætla að verða Bretum jafn þungur í skauti og kafbátahern- aðurinn i seinustu styrjöld, en minnstu munaði þá, að hann orsakaði ósigur Bandamanna, því að á því veltur allt fyrir Breturn, að geta haldið uppi nægum aðflutningum til lands- ins. Þjóðverjar hafa lýst yfir því, að það væri markmið þeirra, að reyna að stöðva aila aödrætti til Bretlands. Þeir reyndu fyrst að framkvæma þetta áform sitt með kafbátahernaðinum, en Bretar reyndust það vel búnir í þeim efnum, að hann virtist Dvalarheimili voru starfrækt í sumar að Flúðum og Brautarholti í Árnes- sýslu. Að þeim stöð félagið Vorboðinn sem stutt er af verkakvennafélögunum í Reykjavík. Á Álítanesi starfrækti kvenfélagið Hringurinn dvalarheimili. Tvö kvenfélög á Akureyri starfræktu dvalarheimili á Svalbarðsströnd og kostuðu auk þess börn til dvalar að Lundi í Öxarfírði. Á komandi árum má gera ráð fyrir aukinni þörf fyrir slík dag- og dvalarheimili fyrir börn, og hefir hún þó verið næsta brýn undan- farin ár. í vetur starfrækir félagið Sutnargjöf dvalarheimili í Vesturborg. r r r Undanfarin ár hefir verið byggt all- mikið af gróðurhúsum hér á landi á jarðhitasvæðunum. Einkum hefir mikið af gróðurhúsum verið reist suðvestan lands. Hefir t. d. mikið af gróður- húsum verið byggt í Borgarfirði og hafa menn sífellt verið að fjölga þeim, og stækka þau, er fyrir voru. í Reykholts- dal eru slík gróðurhús að Reykholti, Kleppjárnsreykjum, Sturlureykjum og Hurðarbaki; í Lundarreykjadal að Brautartungu og Reykjum; í Andakíl að Bæ og Varmalæk; í Þverárhlíð að Helgavatni og mun það vera eina gróð- urhúsið í Mýrarsýslu. Á þrem hinum síðasttöldu bæjum voru gróðurhúsin býggð í vor, en á flestum hinna stað- anna voru þau hús stækkuð í ár, sem til voru fyrir. Sum gróðurhúsanna eru sameign nokkurra eða allmargra bænda, sem stofnað hafa með sér sam- tök um þessa nýtingu jarðhitans, en ekki ætla að koma verulega að sök. Kafbátar Þjóðverja gera þó enn öðru hvoru talsverðan usla og hafa t. d. nú í vikunni laskað verulega eitt af hinum 10 þús. smál. beitiskipum enska flotans. Var þaö statt á Forth- firöinum, er sá atburður varö. Við lagningu tundurduflanna munu Þjóðverjar nota jöfnunr höndum kafbáta og flugvélar, og er það síöarnefnda alveg ný hernaðaraðferð. Sökum þess að tundúrduflin eru segulmögnuð eru þau stórum hættulegri járn- skipum en tundurdufl, sem not- uð hafa verið til þessa. Hversu stórfelldar þessar tundurduflalagnir eru, má m. a. marka á því, að brezkur togari, sem notaður er til að veiða tundurdufi, fékk nýlega 15 tundurdufl í einu varpi. Vísindamenn enska sjóhers- ins vinna nú að því af miklu kappi að finna varnir gegn seg- ulmögnuðum tundurduflum. Segjast þeir hafa vitað um, að hægt væri að búa til segulmögn- uð tundurdufl, og séu þess vegna ekki með öllu óviðbúnir í þess- um efnum. Brezki flotinn hefir líka mörgum skipum á að skipa, sem aðallega eru ætluð til að veiða tundurdufl, en sá skipa- kostur verður vitanlega mikið aukinn, einkum á þann hátt, að togarar verða teknir til þess- ara starfa. Úrslit tundurdufla- hernaðarins fara eftir því, hvort. Þjóðverjum tekst að haida áfram að leggja það mikið af tundurduflum, að varnir Breta komi ekki að fullum notum. Það er Bretum einnig þyrnir í augum, að Þjóðverjar nafa stöðugt tvö herskip á sveimi hér og þar á heimshöfunum, og verða Bretar því að láta kaup- förum sínum meiri herskipa- fylgd í té, en þeir annars þyrftu. Þessi þýzku herskip eru orustuskipin ,,Deutschland“ og (Framh. d 4. slöu) Aðrar fréttir. Hinn aukni sjóhernaður vek- ur vaxandi ugg meðal hlutlausu þjóðanna um afkomu sína. Hol- lendingar hafa þegar mótmælt þeim ákvörðunum Banda- manna, að gera upptækar allar útflutningsvörur frá Þýzka- landi, enda kemur sú ráðstöfun harðast niður á þeim og Belgíu- mönnum. Meðal Norðurlanda- þjóðanna er hins vegar ríkjandi mikill kvíði yfir því, að Þjóð- verjar muni reyna að stöðva allar siglingar til Englands og jafnvel beita einhverjum þving- unarráðum í því sambandi. Þýzka leynilögreglan tilkynn- ir, að hún hafi tekið fasta tvo enska menn, sem hafi stjórnað brezku leyniþjónustunni í Vest- ur-Evrópu. Voru þeir handsam- aðir af þýzku leynilögreglunni rétt innan við landamæri Hol- lands, en voru þá á leið til Þýzkalands og höfðu öll skil- Íríki í lagi til að mega koma Á víðnvangi Eysteinn Jónsson viðskipta- málaráðherra fékk því til leið- ar komið á síðastliðnu sumri, að farinn var leioangur undir stjórn Helga Valtýssonar til þess að rannsaka, hve mikið af hreindýrum myndi hafast við á öræfunum norðaustanlands. í áframhaldi af niðurstöðum þessa leiðangurs, flytur við- skiptamálaráðherra í þinginu frv. til iaga um friðun hreín- dýra og eftirlit með þeim. Sam- kvæmt frv. skulu hreindýrin friðuð og er lögð við veruleg fjársekt, ef út af er brugðið. Þó er ráðherra heimilt að láta veiða hreintarfa, ef sérstök á- stæða virðist til, og að veita mönnum leyfi til að handsama aýr til eldis. Ennfremur er ráð- herra heiinilt að skipa sérstak- an eftirlitsmann eða menn til þess að hafa umsjón með að lögum þessum sé hlýtt og til þess að hafa að öðru leyti eftir- lit með hreindýrum. Með slíku eftirliti, segir í greinargerðinni, ætti að vera hægt að afla meiri og betri þekkingar á lifnaðar- háttum dýranna og gæti slík þekking orðið að miklum notum við athugun á því, hvort ekki verður unnt í framtíðinni, að hafa einhverjar nytjar af hreindýrum. * * * í greinargerðinni segir enn- fremur: „Hugmyndir manna um fjölda hreindýra og viðgang hafa verið mjög á reiki. Sumir hafa haldið, að hreindýrin skiptu hundruðum, næðu jafn- vel þúsundi, en aðrir álitið, að þau væru fremur fá. Sumir töldu, að þeim færi fjölgandi, en aðrir héldu því fram, að þeim fækkaði stöðugt. Þeir, sem þátt tóku í umræddum leiðangri, telja nokkurnveginn öruggt, að þeir hafi komizt að því, hve mörg hreindýr hafist við á þess- «m slóðum. Er það álit leiðang- ursmanna, að dýrin séu um eitt hundrað að tölu, þar með taldir kálfar. Er það því augljóst mál, að hreindýrunum hefir mjög fækkað undanfarin ár, og að þau eru orðin mun færri en menn hafa gert ráð fyrir. Virð- ist hætta á, að hreindýrin deyi með öllu út hér á landi, og er það hinn mesti skaði og skömm. ef þannig tekst til. Enn er ekki að fullu athugað, hvern hag landsmenn gætu haft af hrein- dýrunum, ef rétt væri að farið. Komi það hinsvegar i ljós, að þau gætu verið landsmönnum mikil nytjadýr, væri það ómet- anlegt tjón, að hafa látið hinn innlenda stofn líða undir lok. Virðist því brýn þörf á að gera allar ráðstafanir, sem hægt er, til þess að viðhalda stofninum og skapa skilyrði fyrir fjölgun hreindýranna.“ þangað. Jafnframt tilkynnir þýzka leynilögreglan, að hún hafi staðið um alllangt skeið i sambandi við ensku leynilög- regluna á þann hátt, að enska lc-ynilögreglan hafi haldið að samband hennar væri við and- stæðinga Hitlers i Þýzkalandi. Times varpar í þessu tilefni fram þeirri fyrirspurn, hvers vegna þýzka leynilögreglan hafi þá ekki komið i veg fýrir spreng- inguna í Múnchen, sem hún á- sakar ensku leynilögregluna fyr- ir að vera meðseka um, fyrst hún þykist hafa vitað um allar fyrirætlanir ensku leynilögregl- unnar. .. í málum Rússa og Finna hef ir ekkert sérstakt gerzt seinustu dagana. Finnar búa sig undir „taugastríð“ af fullu kappi og hafa m. a. veriö samþykkt mörg ný tekjuöflunarlög til að stand- ast straum af hinum auknu landvörnum. Þá hafa verið sam- þykkt lög um aukið eftirlit með skeytasendingum, símtölum og bréfum til útlanda til þess að hindra að gefnar verði upplýs- ingar hættulegar finnska ríkinu og hervörnum þess. (Framh. á 4. síöu) A KROSSGÖTUM Athugun um ráðstafanir til að draga úr slysahættu af völdum Kötluhlaups. Dagheimili og vistar.heimili barna. — Gróðurhús í Borgarfirði. heimilis kvenfélagsins Ósk á Siglufirði. | önnur eru einstaklingseign.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.