Tíminn - 28.11.1939, Síða 1

Tíminn - 28.11.1939, Síða 1
RITSTJÓRAR: GlSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMADUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. 23. árg. RITSTJÓRN ARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMT\ OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EÐDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Simi 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.í. Símar 3948 og 3720. 138. Mað Aukin kartöíluneyzla Uppskeran í haust heíír verið míklu meíri en þarf til að fullnægja venjulegrí neyzlu Frásögn Árna G. Eylands framkvæmdarstjóra. Auknar árásir Rússa á Finna Þetr lctta að tilefnum til réttlætingar nýj um ofbeldisverkum. Tíminn hefir snúið sér til Árna G. Eylands, fram- kvæmdastjóra Grænmetis- verzlunar ríkisins, og leitað hjá honum upplýsinga um kartöfluuppskeru í landinu í ár, kartöfluneyzlu lands- manna og fleira. Fer hér á eftir frásögn Árna. — Samkvæmt skýrslum þeim, sem Búnaðarfélagi íslands hafa borizt, um kartöfluuppskeruna í haust, virðist hún hafa orðið nær helmingi meiri en haustið 1938, eða um 90 af hundraði um- fram það, sem þá var. Er þó líklegt, að laklegar sé framtak- ið nú en þá, þar eð nú er talið fram til skatts en engra verð- launa. Samkvæmt þessu hefir uppskeran líklega verið um 126 —127 þúsund tunnur. Sé gert ráð fyrir, að rýrnun kartöflu- birgðanna og útsæðisnotkun næsta vor nemi fjórða hluta uppskerumagnsins, verða eftir um 95 þúsund tunnur af kart- öflum til neyzlu. Nemur það tæplegá 80 kílógrömmum á hvern mann í landinu, en meðal- neyzla undanfarin ár hefir verið um 50 kílógrömm. Góðærið hefir þannig gefið mönnum meiri kartöfluuppskeru en þeir fá torgað, með svipaðri kartöflu- neyzlu og verið hefir. Hinsvegar er 80 kgr. kartöfluneyzla á mann á ári mjög hófleg, sérstaklega þegar þess er gætt, að við erum kornlaus þjóð og kartöflurnar okkar eini innlendi mjölvis- matur. í Noregi svarar kartöfluneyzl- an til þess, að hver vinnandi karlmaður borði 130 kgr. af kartöflum. Er þá svo reiknað, að 100 börn og konur er talið til jafns við um 83 karlmenn. í Áttræður Jósep Björnsson á Vatnsleysu í Viðvíkursveit átti áttræðisaf- mæli á sunnudaginn var. Jósep fór ungur utan til bún- aðarnáms í Noregi og Dan- mörku og gerðist síðan skóla- stjóri við bændaskólann á Hól- um fyrir nær sex áratugum. Var hann síðan kennari við skólann á sjötta áratug, allt þar til árið 1934. Jafnframt rak hann búskap að Vatnsleysu. Hann var um langa hríð þingmaður Skagfirðinga. Jósep Björnsson er maður búinn miklum kostum, gáfu- og lærdómsmaður og ástsæll af nemendum sínum. Jósep er síungur í anda, ern og kátur. Hann sat m. a. síð- asta flokksþing Framsóknar- manna og fannst mörgum þá, að enginn væri yngri en hann, þótt elztur væri að árum. sveitum í Svíþjóð er kartöflu- neyzlan 172 kgr. á hvern vinn- andi karlmann og 105 kgr. í borgum. Danir nota 98 kgr. af kartöflum á mann á ári, og 100 kgr. af grænmeti að auki. Þá eru ekki þar með taldir ávextir, ber og rabarbari. Við íslendingar notum 50 kgr. af kartöflum á mann á ári. Hver rúgmjölstunna kostar nú 45 krónur, en í fyrra kostaði hún 22—25 krónur. Smásöluverð á kartöflum í Reykjavík hefir ver- ið sem hér segir undanfarin ár: 1935 34,5 aura hvert kgr. 1936 35,4 — — — 1937 35 — — — 1938 38,9 — — — 1939 38,9 — — — Kjöt er sagt í minna lagi í landinu í ár. Mætti ekki minnka kjötneyzluna að því marki, að borða eigi kjöt án kartaflna, eins og víða hefir átt sér stað? En það úrræði, sem mest myndi muna um, er að nota kartöflurnar í brauð. í sveitum er það sjálfsagt, og framkvæm- anlegt í kaupstöðum, ef svo virðist, að þess sé þörf til þess að forða tjóni. Brauðgerðarhús Kaupfélags Eyfirðinga hefir þegar gert tilraun um að nota kartöflur til brauðgerðar. Væri ekki rétt að gera samskonar til- raunir hér í Reykjavík nú fyrir áramót, svo að hægt verði að grípa til slíkra ráðstafana í vet- ur á skipulegan hátt, ef það álízt ráð og nauðsyn? Bændum, sem kartöflur eiga og hafa ætlað þær til sölu, mun ekki þykja þetta góðar fregnir. En þeim mun bezt að taka þessu með ró og bíða átekta. Nú þegar er svo mikið af kartöflum komið til hinna stærri kauptúna, að sölumöguleikar hljóta að verða þar litlir um hríð. Harðvítug sölukeppni yrði því til ills eins. Það er hyggilegast að geyma kartöflurnar, og taka frá allt (Framh. á 4. síðu) í nýútkomnum hagtíðindum er birt sundurliðuð áætlun húsameistara ríkisins um byggingarkostnað í Reykja- vík árið 1939. Er miðað við meðal verðlag í sumar og áætlunin bundin við steinsteypuhús, 8,5 x 7,2 metrar að stærð, ein hæð, portbyggt, krossreist með geymslukjallara, loft og gólf úr timbri, húsið strigalagt innan og mál- að, en án pípulagninga. Til saman- burðar er settur kostnaður við bygg- ingu samskonar húss árið 1914. Alls hefði byggingarkostnaðurinn orðið 7288 krónur árið 1914, en 22854 krónur í ár. Þessi hækkun stafar af þvi, að vinnukaup hefir nálega fimmfaldazt, en efni er tvöfalt til þrefalt dýrara nú en þá. Nú nemur kaupgreiðslan 46% af byggingarkostnaðinum, en áður 30%. Fyrir trésmíði við byggingu sliks húss var árið 1914 greiddar 866 krónur, nú 4349, fyrir múrsmíði 319 krónur, nú 1611, fyrir málaravinnu 191, nú 1029, fyrir erfiðisvinnu 735, nú 3278. Timbur í slíkt hús kostaði 1914 2209 ki'ónur, nú 5511, sement 775, nú 1568, járn 217, nú 546, sandur og möl 395, nú 1727. Auk þessa koma til greina allmargir smærri kostnaðarliðir, sem allir hafa hækkað talsvert. t r t Samkvæmt upplýslngum, sem Tím- inn hefir aflað sér, hefir snjókoman um helgina ekki orðið til teljandi hindrunar bifreiðasamgöngum, hvorki hér sunnanlands né i Eyjafirði. — Nokkur truflun varð á bifreiðaferðum Fiskimálaneínd kaupir skíp til fiskflutninga Vífttal víð Sramkv.st). nefndarinnar Fiskimálanefnd hefir nýlega fest kaup í Danmörku á skipi til fiskflutninga. í tilefni af þvi hefir Tíminn átt viStal við Run- ólf Sigurðsson, framkvæmda- stjóra nefndarinnar, og fer frá- sögn hans hér á eftir: Sala og útflutningur á fryst- um fiski hefir aukizt mjög á þessu ári frá því, sem verið hefir undanfarin ár. — Síðan 1934 hefir þessi útflutningur því nær tvöfaldazt ár frá ári og hefir verið sem hér segir: Meðalv. Smál. Fyrir ákg. í kr. kr. 1934 416 97 þús. 0.23 1935 626 212 — 0.34 1936 1020 529 — 0.52 1937 1776 1436 — 0.81 1938 1651 1632 — 0.99 til 31. okt. 1939 2036 2127 — 1.04 Birgðir eru nú um 1000 smá- lestir og ef hægt væri að fá það allt flutt fyrir áramótin, myndi útflutningsverðmætið nema alls um 3 miljónum króna á þessu ári. Af þessari aukningu á fram- leiðslunni hefir leitt aukna flutningaþörf. Undanfarið hafa „Brúarfoss" og „Dettifoss" ann- ast flutningana. Vegna ófriðar- ins hafa verið miklir erfiðleikar á að fá fiskinn fluttan síðustu mánuðina og birgðir hafa því safnazt. Til þess að ráða bót á þessu, og til þess að skapa meira öryggi en nú er fyrir framleiðsluna, hefir Fiskimálanefnd nýlega keypt frystiskipið „Arctic". Er það þrímöstruð skonnorta með hjálparvél, 478 smálestir brúttó, 377 smálestir nettó og D. W. um 650 smál. Skipið er byggt í Berg- kvora í Svíþjóð 1919 úr eik og furu. Það er 142,3 fet á lengd, 34,6 fet á breidd og 11,1 fet á dýpt. f „Arctic“ eru tvær „Atlas“ frystivélar, sem eru knúðar með (Framh. á 4. slðu) héðan úr bænum á laugardaginn, að- allega vegna veðurs, og var þá eigi framfylgt áætlunum um bifreiðaferðir yfir Hellisheiði, suður með sjó og upp í Kjós. En er hríðinni létti af, féll þetta í eðlilegt horf. Á stöku stað hefir þó þurft að moka snjósköflum af veg- unmn. Mestur virðist snjórinn vera í grennd við Reykjavík, og einnig er mikill snjór, þegar kemur austur í Mýrdal. Áætlunarbifreið, sem fór aust- ur í Vík i Mýrdal á föstudaginn, varð þar veðurteppt á sunnudag. Á mánu- daginn var lagt af stað, en varð henni eigi komið lengra en að Litla-Hvammi i Mýrdal þann dag. í gær komst hún enn nokkuð áleiðis og var væntanleg í dag. Er þungfært mjög út yfir Jök- ulsá. Yfir Holtavörðuheiði er enn fært og verða bifreiðaferðir að Blönduósi framvegis eins og verið hefir. Mjólkur- flutningar til Reykjavikur trufluðust ekki, svo að neitt sakaði, og voru algerlega óhindraðir eftir helgina. — Samkvæmt símfregn frá Akureyri, hafa mjólkurflutningar og áætlunarferðir ekki truflazt þar nyrðra, og er enn fært úr Svarfaðardal til Akureyrar, en á þeirri leið verður fönn tíðast fyrst til hindrunar. Snjór er fremur lítill nyrðra enn sem komið er, jafnfallinn og hefir lítið dregið í skafla. t r t Ólafur Kvaran ritsímastjóri hefir tjáð Tímanum, að nokkrar bilanir hafi orðið á símalínum nú um helgina af völdum veðurfarsins. Var hin stór- Ýmislegt þykir nú benda til þess, að Rússar ætla að láta til skarar skríða í viðskiptum sín- um við Finna. Síðastliðinn sunnudagsmorgun hófu rússnesk blöð mjög svæsn- ar árásir á Cajander forsætis- ráðherra Finna og kröfðust þess að stjórnin færi frá völdum, en við tæki stjórn, sem væri vin- samlegri Rússum. Einkum var Cajander svívirtur í aðalmál- gagni Kommúnistaflokksins Pravda, og honum m. a. líkt þar við fífl á leiksviði. Síðar þennan sama dag var birt hernaðartilkynning í Moskva, þar sem skýrt var frá því, að finnskir landamæra- verðir á Kyrjálanesinu hafi ó- vænt hafið fallbyssuskothríð á rússneska landamæraverði og skotið alls 7 skotum. Fjórir Rússar hafi fallið og níu særst. Á sunnudagskvöldið lét Molo- toff afhenda finnska sendiherr- anum i Moskva mótmæli út af þessum atburði, og var þar jafn- framt krafizt að Finnar drægu herlið sitt 25 km. frá landamær- unum. Finnska stjórnin sendi Rúss- um svar sitt í gærkvöldi, en áð- ur var gengið til fulls úr skugga um það,að finnskir landamæra- verðir hefðu ekki gert hið minnsta á hlut Rússa og á- vægilegasta á Kjalarnesi, í grennd við Skrauthóla. Brotnuðu þar tólf síma- staurar og línur slitnuðu á laugardag- inn, síðari hluta dags. Rofnaði þar með símasambandið, svo að eigi var hægt að tala á milli Norðurlands og Suður- lands. Síðara hluta sunnudags var bú- ið að tengja saman simavírana, svo að talfært var, en áframhaldandi við- gerð fór fram í gær. Orsök þessara skemmda var ísing, er hlóðst á síma- vírana. Aðrar skemmdir, sém uröu á símalínum, voru smávægilegar. r t r Jóhann Krlstjánsson bóndi á Þór- oddsstöðum við Reykjavík, lógaði ó- venjulega vænu lambi nú fyrir nokkru. Var það hrútlamb og vóg skrokkurinn af því 31.5 kgr., en mörinn 6.5 kgr. Gæran var 5 kgr. að þyngd. Mun það algerlega einsdæmi hér sunnan lands, að lömb nái slíkum vænleika, og senni- lega er torfundið dæmi um jafn vænt lamb, hvar sem leitað væri á landinu. í hitteðfyrra lógaði Jóhann gimbrar- lambi, er hafði 26.5 kgr. þungan skrokk og 4.5 kgr. mörs, undan hinni sömu á og þessi væni lambhrútur var. t r t Dágott skiðafæri er nú komið, og hefir þó snjóinn dregið helzt til mikið saman í skafla, svo að berangur er á milli fannanna. Ekki hafa skíðafélög bæjarins enn efnt til almennra skiða- ferða, en fjöldi fólks hefir þó notfært sér snjóinn innan bæjar og hér í grenndinni. sakanir Rússa væru því hrein- asti tilbúningur. Mótmælti finnska stjórnin því algerlega þessum áburði á hendur finnsku landamæravörðunum, en kvaðst fús að sýna samkomulagsvilja sinn með því, að færa herinn 25 km. frá landamærunum, ef Rússar gerðu hið sama sín megin. Enn er óvíst um svar Rússa. Rússar hafa notað þennan at- burð til að herða áróður sinn gegn Finnum um allan helming. Blöðin segja, að stríðsæsinga- menn fari með völd í Finnlandi og geri þeir sitt ítrasta til að espa þjóðina gegn Rússum. Þá hefir stjórn kommúnistaflokks- ins látið kalla saman fundi á fjölmörgum vinnustöðvum og hafa menn þar verið látnir samþykkja kröfur um, að Finn- um yrði hegnt fyrir þetta ill- ræði og „æfintýrapólitík finnskra herforingja verði ekki látin endurtaka sig“, en þann- ig er þetta orðað í íslenzka kommúnistablaðinu í dag. Er auðséð á öllu, að rússnesku valdhafarnlr gera sitt fyllsta til að skapa múgæsingar gegn Finnum, og vekur það þann ótta, að þeir ætli að nota sér þetta til réttlætingar frekari ofbeldisverkum gegn Finnum. í erlendum blöðum er yfirleitt litið svo á, að þetta mannfall Rússa á finnskum landamærum sé mjög dularfullt. Finnar við- urkenna, að skot hafi heyrzt á þeim slóðum, þar sem Rússar segja að mennirnir hafi verið drepnir. Virðist þeirrar skoðun- ar gæta mjög almennt, að þessar aðfarir Rússa minni mjög á það, sem þeir hafa sak- að nazista um í þinghúsbruna- málinu. Ýmsir gera sér þær vonir, að Rússar séu aðeins með þessu að herða taugastríðið, en margir óttast, að þetta sé upphaf hern- aðarlegra aðgerða, sem Rússar muni þó draga þangað til vötn- in séu vel lögð og ísinn þoli þunga hergagnaflutninga. Aðrar fréttlr. Þýzk herskip hafa nýlega sökkt tveimur enskum skipum. Annað þeirra, „Rawal Pindar“, var hjálparbeitiskip, 16.800 smá- lestir, og er talið að 284 menn hafi farizt af 300 manna áhöfn. Skip þetta var vopnað í stríðs- byrjun og telja sumir að það hafi verið haft til gæzlu úti fyr ir Vestfjörðum og m. a. sökkt þar þýzku skipi. Enska flota- málaráðuneytið tilkynnti líka að því hafi verið sökkt við ís- land af þýzka orustuskipinu „Deutschland" og öðru þýzku herskipi. Hitt skipið var „Roy- stan Grange“, 5000 smálestir og sökkti því kafbátur. Nokkur skip hafa um helgina sokkið við strendur Englands af völdum tundurdufla. Þau stærstu vóru pólska skipið, Pilsudski, 14 þús. smál., og hol- (Framh. á 4. slðu) Á víðavangi Árni G. Eylands framkvæmd- arstjóri hefir nýlega flutt tvö merkileg útvarpserindi um á- burðarnotkunina. Sýndi hann þar fram á, að vel gæti svo farið, að ekki tækist að fullnægja þörfinni fyrir erlendan áburð á næsta ári. í fyrsta lagi getur verð áburðarins orðíð svo hátt, að það reynist bændum um megn. í öðru lagi getur þurft að spara áburð af gjaldeyrisástæð- um, en til þess verður elcki grip- ið, nema brýn nauðsyn krefji, þar sem telja má áburðinn næst- um jafn ómissandi fyrir land- búnaðinn og olíu og kol fyrir sjávarútveginn. í þriðja lagi getur svo farið, að áburðurinn verði ófáanlegur erlendis og má telja nær fullvíst, að ekki verði hægt að ná í sumar tegundir, eins og t. d. Nitrophoska og Superfosfat. Það strandar á fos- fórsýrunni í þessum efnum, en Þjóðverjar munu sennilega eng- an áburð selja úr landi með þess- ari sýru, og Norðmenn tæpast framleiða meira af slíkum á- burðartegundum en til eigin þarfa. Hinsvegar má telja lík- legt, að hægt verði að ná í köfn- unarefnisáburð (saltpétur). * * * Hinn yfirvofandi áburðar- skortur ætti að vera mönnum aukin hvatning til að nota bet- ur hin innlendu áburðarefni. í erindum sínum benti Árni sér- staklega á nauðsyn þess, að hirða betur hverskonar fiskúr- gang til burðar. Sumir útgerðar- staðir eru vel á veg komnir 1 þessum efnum og má t. d. nefna Vestmannaeyj ar og Húsavík. ,X Vestmannaeyjum," sagði Árni, „hefir þetta borið svo glæsilegan árangur, að það væri þess vert að menn væru sendir til Eyja úr öðrum þorpum til þess að sjá, sannfærast og læra. í Vest- mannaeyjum eru þess dæmi, að slorinu er stolið úr geymslum við höfnina, ef þær eru ólæstar að nóttu til. Er þetta nefnt Vest- mannaeyingum til lofs, en ekki til lasts, þótt tvær hliðar séu á málinu.“ * * * Árni taldi, að bætt hirðing fiskiúrgangs til áburðar, væri (Framh. á 4. síöu) .......................7 Stalin faer transts- yflrlýsmgu! Þjóðviljinn birtir í morg- un frásögn frá fundi flokksstjórnar Sameining- arflokks alþýðu-sósíalista- flokksins. Birtir blaðið m. a. samþykkt fundarins um alþjóðamál og hljóðar einn kafli hennar á þessa leið: Flokksstjórnin telur ut- anríkispólitík Sovétlýð- veldanna hafa reynst hættuiega fasismanum í Mið-Evrópu og framrás hans. Sovétríkin hafa eng- ar þjóðir undir sig lagt í þessari styrjöld, heldur frelsað þær þjóðir, sem ella hefðu orðið þýzka fasism- anum að bráð. En hernað- arbandalög Sovétríkj. hafa skapað varnargarð gegn framrás fasismans til aust- urs. Það er fjarri því, að staðhæfingar um virka að- stoð Sovétlýðveldanna við fasismann eigi sér stað í framkomnum staðreynd- um, heldur hefir andstöðu- styrkur hins socialistiska ríkis gegn fasismanum orðið lýðum ljós. Afstaða Sovétríkjanna er því í sam- ræmi við heildarhagsmuni verkalýðsins gegn alþjóð- legu auðvaldi og fasisma þess.“ Stalin má vissulega vera hrifinn af svona trúverð- ugum þjónum og hann þarf ekki að óttast fráfall þeirra, þótt hann beiti Finna ofbeldi. Þeir mundu áreiðanlega fúsir til að samþykkja að hann geri það til að „frelsa Finna, sem ella hefðu orðið fas- ismanum að bráð“! A KROSSGÖTUM Byggingarkostnaður 1 Reykjavík. — Bifreiðaferðir óhindraðar. — Símabilun á Kjalarnesi. — Vænt lamb. — Skíðafærið. —

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.