Tíminn - 05.12.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.12.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMT \ OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sírni 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavík, þriðjiidagmn 5. des. 1939 1^1. blað Þingseta kommúnísta óvirðíng íyrir Alþingí Kommúnístar reknír úr Þingmanna- sambandi Norðurlanda Þetta er fyrsta myndin, sem tekin var af brezka striðsráSuneytinu, ásamt Edcn samveldisráSherra og John An- derson loftvarnarmálaráðherra, sem eiga rétt til setu á fundum þess, en taka ekki þátt i störfum þess að öðru leyti. í aftari röð frá vinstri eru Sir John Anderson, Hankey lávarður, sem er ráðherra án sérstakrar stjórnar- deildar, Hore-Belisha hermálaráðherra, Churchill flotamálaráðherra, Kingsley Wood flugmálaráðherra, Anthony Eden og E. Bridges, ritari ráðuneytisins. í fremri röð, talið frá vinstri: Halifax utanrikismálaráðherra, Sir John Simon fjármálaráðherra, Chamberlain forsœtisráðherra, Sir Samuel Hoare innsiglisvörður og Chatfield lávarður, sem er landvamarráöherra. Hversvegna heyja Bretar og Frakkar styrjöld? Viðhorf Ameríkumanna Fjörutíu og tveir þing- menn lýstu yfir því á fundi sameinaðs þings í gær, að þeir álitu þingsetu komm- únista ósamboðna þinginu og jafnframt var tekin sú ákvörðun á fundi íslands- deildar þingmannasam- bands Norðurlanda að víkja þingmönnum kommúnista úr sambandinu. Áður en þingfundir hófust í þingdeildum í gær var boðaður fundur í sameinuðu þingi og las varaforseti, Pétur Ottesen, svo- hljóðandi yfirlýsingu: „Vegna þeirrar afstöðu, er kommúnistaflokkurinn, er hér starfar undir nafninu Samein- ingarflokkur alþýðu — social- istaflokkurinn, þingmenn þess flokks og málgögn, hafa markað :sér til frelsis, réttinda og lýð- ræðis smáþjóðanna síðustu vik- urnar og alveg sérstaklega við- víkjándi málefnum Finnlands, lýsa undirritaðir alþingismenn yfir því, að þeir telja virðingu alþingis misboðið með þingsetu fulltrúa slíks flokks.“ Undir yfirlýsingu þessa höfðu 42 þingmenn ritað nöfn sín. Þrír þingmenn, Gísli Guðmundsson, Haraldur Guðmundsson og Jó- hann Jósefsson, voru fjarver- andi og gátu því ekki ritað undir yfirlýsinguna. Engar umræður urðu eftir þessa yfirlýsingu, enda var það ekki viðeigandi, þar sem hér var ekki um neina tillögu að ræða. Að þessum fundi loknum var haldinn lokaður fundur i ís- landsdeild þingmannasambands Norðurlanda. — Formaður ís- landsdeildarinnar, Hermann Jónasson, lagði þar fram til- lögu, sem var samþykkt með at- kvæðum-allra viðstaddra, nema kommúnista. .STYRJÖLD GEGN RÚSSLANDI' Hótanir kommúnista á þingmannafundi í gær Kommúnistablaðið segir í morgun frá umræðum á lokaða þingmannafundinum í gær, þar sem samþykkt var að vísa kom- múnistum úr þingmannasam- bandi Norðurlanda. Blaðið aleppir þvi að vísu, sem það mun (ekki telja ráðlegt að segja að :svo stöddu og kommúnistar létu fjúka í umræðunum, sökum þess ,að fundurinn var lokaður. Fyrst kommúnistablaðið segir frá nokkrum hluta umræðanna þykir rétt að skýra frá því, sem það sleppir. Brynjólfur Bjarnason sagði t. d. að núverandi valdhafar Finn- lands væru böðlar þjóðarinnar og Rússar væru að leysa þjóðina úr kúgun og myndu veita henni frelsi! Finnska þjóðin þrái þetta frelsi og sé Rússum þakklát! Var Brynjólfur auðsjáanlega fullur mikillar aðdáunar yfir þessu frelsisstarfi Rússa! ísleifur Högnason sagði, að ís- lenzkir ráðherrar hefðu kallað kommúnista landráðamenn. Með allri framkomu sinni í garð kom- múnista væri íslenzka þingið og ríkisstjórnin raunverulega að segja Rússum stríð á hendur. Það reyndi hinsvegar ekki á það, hvort íslenzkir kommúnist- ar væru landráðamenn fyrr en þeir væru kvaddir til vopna (Framh. á 4. síðu) Tillagan er svohljóðandi: „Vegna þeirrar afstöðu, er kommúnistaflokkurinn, er hér starfar undir nafninu Samein- ingarflokkur alþýðu — sosíal- istaflokkurinn, þingmenn þess flokks og málgögn, hafa markað sér til frelsis, réttinda og lýðræð- Is smþjóðanna síðustu vikumar og alveg sérstakléga viðvíkjandi málefnum Finnlands, er ekki við það hlítandi að þingmenn kom- múnistaflokksins séu meðlimir Þingmannasambands Norður- landa, þar sem hyrningarsteinn þess félagsskapar er lýðræði og markmið hans meðal annars að styðja að alþjóðlegri friðarhreyf- ingu og samvinnu þjóða f milli. Þess vegna ályktar fundurinn að víkja alþingismönnunum Brynj- ólfi Bjarnasyni, Einari Olgeirs- syni, Héðni Valdimarssyni og fs- leifi Högnasyni úr íslandsdeild Þingmannasambands Norður- landa.“ Með framangreindri yfirlýs- ingu og burtvikningu kommún- ista úr Þingmannasambandi Norðurlanda hefir Alþing áreið- anlega túlkað vilja meginsþorra þjóðarinnar og sýnt kommúnist- um verðskuldaða andúð fyrir fjandskap þeirra gegn réttismá- þjóðanna og undirlægjuhátt við erlent vald. En nú er það al- mennings að framfylgja þessari stefnu í verki, og sýna kommún- istum í hvívetna þá andúð og fyrirlitningu, sem starfshættir þeixra verðskulda. Það á t. d. að vera fyrir neðan virðingu allra sæmilegra manna að láta blað- snepil þeirra sjást á heimilum sínum eða hafa þá með í ráðum í neinum félagsskap. Þeir eiga að finna til þess, að með þjón- ustu sinni við erlent ofbeldis- vald og fordæmingu sinni á sjálfstæði smáþjóðanna, hafa þeir fyrirgert rétti sínum til á- hrifa á íslenzk mál. Með slíkum samtökum almennings verður fullkomið áhrifaleysi þeirra bezt tryggt og á öruggastan og glæsi- legastan hátt slegin skjaldborg um lýðréttindi einstaklinganna og frelsi þjóðarinnax, sem kom- múnistar vilja fá erlent vald til að brjóta niður. Brennisteinsverksmiðjan við Náma- skarð hefir nú verið endurreist, en eins og lesendur munu minnugir, brann hún í sumar, þegar vinnslan var að hefjast. Starfræksla hennar mun þó eigi hefjast fyrr en eftir áramótin, en þá ætti ekkert að vera að vanbúnaði, að hægt verði að hefja brennlsteins- vinnsluna af fullum krafti, r t r Héðan úr Reykjavík hafa 10—12 vél- bátar gengið til fiskjar í haust. Hafa þeir aflað í betra lagi þegar gefið hefir á sjó og ágætiega fyrri hluta nóvember. mánaðar. Langflestir bátanna hafa stundað dragnótaveiðar, en tveir Reykjavíkurbátar, Aðalbjörg og Geir goði, hafa notað botnvörpu. Botnvörpu- veiðar hafa einnig stundað bátarnir Vöggur og Ágústa úr Njarðvíkum. — Flestir Reykjavíkurbátanna eru nú hættir veiðum, enda eru dragnótaveið- ar í landhelgi bannaðar úr því kemur fram i desembermánuð. Hafa þeir gengið heldur lengur tii fiskjar en venja hefir verið. 3—4 bátar eru enn ekki hættir veiðiferðum með öllu. r r r Lokið er við að merkja alirefi að þessu sinni. Kom Metúsalem Stefáns- son heim úr ferð til Austfjarða fyrir síðastliðna helgi. Var það síðasti merk- Víðþekktur, amerískur rit- höfundur, Dorothy Thompson, sem er gift skáldinu Sinclair Lewis, hefir ritað grein, sem fjallar um tilgang stríðsins, í stórblaðið New York Herald Tribune. Þar sem grein þessi mun túlka afstöðu meginþorra Bandarikj amanna, þykir Tím- anum rétt að birta hana og fer hún hér á eftir í þýðingu: Tilgangurinn með styrjöld- inni er ekki að tortíma þýzka rikinu, heldur að bjarga Þýzka- landi frá því að glata hinni vestrænu menningu sinni. Henry Ford hefir kallað þetta stríð fávitaæði. Slík hugsun virðist eiga allvíða rætur, þar á meðal hjá sumum Bandarlkja- þingmönnum. En vanalegur franskur þegn og venjulegur Englendingur lita öðrum aug- um á málin. Þessir menn vita gerla, að stríðið er ekki háð til þess, að bjarga við ákvæðum og fyrir- mælum Versalasamningsins eða til að efla brezka heimsveldið. Væri það hlnn sanni tilgangur, myndu þeir ekki vilja berjast. ingaleiðangurinn í haust. Loðdýrasýn- ingum er einnig að mestu leyti lokið. Þó er enn eftir að halda sýningu i Vestmannaeyjum, og einnig nýlega ver- ið ákveðið að halda blárefasýnlngu i Borgamesi 11. desembermánaðar. Yfir- leitt hafa sýnlngamar verið vel sóttar, en þó varð vegna óveðurs lltið úr sýn- ingunni 1 Vestur-Skaftafellssýslu, sem haldin var í Hólmi. / / / Nefnd sú, er hefir umsjón með barnaheimilum Vorboðans, hefir sent Tímanum frásögn af starfseminni síð- asthðið sumar. En sem kunnugt er, hefir Vorboðinn notið styrks frá ríki og Reykjavíkurbæ til þessarar starf- semi. í sumar voru tvö dvalarheimili fyrir Reykjavíkurböm starfrækt í Ár- nessýslu á vegum Vorboðans, í heima- vistarskólanum að Brautarholti á Skeiðum og Flúðum í Hrunamanna- hrepi. Dvöldu 70 börn á þessum stöðum í 7 vikur. Flést vom bömin 6—11 ára gömul og nær öll nutu þau þessarar sumardvalar endurgjaldslaust. Voru eldri og þroskaðri börnin að Flúðum, en þau yngri í Brautarholti. Mataræðið var að læknisráði, og fengu börnin eins mikla mjólk og þau gátu torgað, og einvörðungu notað íslenzkt smjör til viðbits. Hin eldrl börn voru látin vinna Þeit vita, að þetta er strið um öll örlög Norðurálfunnar. Það er styrjöld þess anda, sem ríkt hefir í Norðurálfu og skapað hennar menningu, gegn annar- legum lífsviðhorfum. Vestur- veldin voru neydd til þess að grípa til vopnanna. Adolf Hit- ler hafði fyrir mörgum árum rofið sambandið milli Þýzka- lands og annarra Norðurálfu- ríkja. Það er ef til vill það hryggilegasta, sem gerzt hefir, að stjórnin í Þýzkalandi :rauf tengslin milli þjóðanna. Árið 1933 slitu Þjóðverjar þessi tengsl. Árið 1939 luku þeir upp öllum gáttum fyrir áhrif- um frá Austurálfu. Þessi styrjöld er innbyrðis strlð Norðurálfubúa og takmark þess er að þvinga Þjóðverja til endurhvarfs til vestrænnar menningar, svo að Norðurklfu- ríkin geti á nýjan leik hlúð að þeirrl menníngu og eflt hana. Á svipaðan hátt og borgara- styrjöldin í Bandaríkjunum var háð til þess að endurreisa sam- veldishugsjónina, miðar Ev- rópustyrjöldin nú að endur- ýmislegt, búa um rúm sln, leggja á borð, þvo svefnherbergin og borðstof- una, hjálpa til við uppþvott og fleira. Einnig voru keyptar handa þeim mátu- lega stórar hrífm- og leyfðu bændumir i grennd vlð skólann þeim stöku sinn- um að fást við heyvinnu hjá sér. Eldrl börnin þyngdust um 6 pund tll jafn-, aðar, en lún yngri um 4 pund. Mestur þyngdarauki var 11 pund, en mjög var framför barnanna misjöfn og eitt þeirra þyngdlst alls ekkert. Kostnaður vlð dvalarheimilin varð liðlega 8 þús. krónur. Kostnaðurinn við hvert barn varð að meðaltali 2.42 kr. á dag, en sé aðeins reiknaður matur og eldiviður, varð kostnaðurinn 1.33 á dag á hvert bam. / / / Þrátt fyrir kuldakastið á dögunum og nokkurt frost upp á slðkastið, er óviða farið áð hýsa sauðfé i nærliggj- andi héruðum. Gengur það jafnvel enn úti í lágsveitum, þar sem beit er þó létt. Enda þótt heyfengur sé í mesta og bezta lagi leitast menn þó við að sneyða hjá að taka fénað sinn meðan annars eru tök. Allviða var þó fé tekið í hús nokkrar nætur í snjónum á dög- unum, en sleppt að nýju, þegar hlán- aði. — Norðan lands mun nú víða vera allmikill snjór. nýjun samtengslanna milli Evrópuþj óðanna. Friðarskilyrði er ekki hægt að tala um, að svo komnu máli. Þau hljóta í senn að veita frið- inn og skapa nýja Norðurálfu. Áður en slíkur friður getur haf- izt, verða Þjóðverjar að ganga slóð sína til baka til hinnar vestrænu menningar. Hvað er þá hin vestræna menning? Hún er ekki fyrst og fremst lýðræðið, þingræði eða auðvaldsskipulag. Þessi stjórn- arform eru aðeins tjáning ein- hvers annars, skipulag, sem viðhaldið er af því, er undir býr. Hin vestræna siðmenning er samruni þriggja sjónarmiða, hinnar kristnu siðfræði, hins vísindalega lífsviðhorfs og myndugleika laganna. Kjarni kristinnar siðfræði er sá, að hinn veiki sé jafn rétt- hár þeim, sem meiri máttar er, og að þeir sterku verði að setja sér vissar hömlur. Andi vís- indanna er að leita sannleikans og þá sannleiksleit má ríkis- valdið ekki torvelda eða hindra. Myndugleiki laganna tryggir það, að skylda og réttur skipi æðri bekk en afl og vald. Því ekki verða bornar brigð- ur á, að þessi sjónarmið hafa mótað vestræna menningu. Þess vegna hefir siðfræði kristnlnn- ar eigi lotið í lægra haldi, vísindi og bókmenntir ver- Ið hábundln og lögín verið not- uð í þágu þeirra voldugu. Hin langa barátta vestrænnar sið- menningar, og þær síendur- teknu umbyltingar, sem þar hafa átt sér stað, hefir stefnt að því að skapa það þjóðfélag, sem sé betur búið kristilegum dyggðum, meir helgað vísinda- legum anda og réttlátara held- ur en áður hefir þekkzt. Það er ekki sönnun þess, að hverfa eigl frá hjónabandinu, að hjúskap- arbrot eiga sér stað. Það sann- ar heldur ekki, að eignarrétt- urinn sé úrelt og .hefðbundin venja, þótt auðstéttirnar hafi (Framh. á 4. siðu) Aðrar fréttir. í Finnlandi heldur styrjöldin áfram og hefir aðallega verið barizt á landi, enda hefir fann- koma hamlað, að Rússar gætu notað flugher sinn. Verður Rússum sama og ekkert ágengt á landi, sökum hinnar vasklegu varnar Finna. Þau þorp, sem Finnar verða að yfirgefa, eyði- leggja þeir að mestu og koma fyrir sprengjum víðsvegar og veldur það Rússum oft miklu tjóni. — Finnska stjórnin hefir látið sendiherra Svía í Moskva snúa sér til Rússastjórnar og bjóða samkomulagstilraunir um kröfur Rússa, en hún hefir neit- að að viðurkenna Rytistjórnina. Þá hefir finnska stjórnin kært árás Rússa til Þjóðabandalags- ins og mun það koma saman um helgina til að ræða þessi mál. — Á víðavangi Reikningar Reykjavíkurbæjar fyrir 1938 bárust blaðinu í gær. Er þar að finna margar merki- legar upplýsingar um hina frá- munalegu óstjórn bæjarmálefn- anna og mun nánar vikið aö ýmsum þeirra síðar. Reikningur- inn sýnir það m. a., að skuldir bæjarsjóðs hafa hækkað árið 1938 um eina miljón króna eða úr 6,138 þús. kr. í 7,132 þús. kr. Skuldir bæjarfyrirtækja (Sogs- stöðvarinnar, hafnarinnar o. s. frv. eru alls ekki meðtaldar.). Árið 1937 hækkuðu skuldir bæj- arsjóðs einnig um 1 milj. kr. eða úr 5.174 þús. kr. í 6.138 þús. kr. Öll skuldaaukningin hefir farið í beina eyðslu. Hlýtur þessi skuldasöfnun að vekja megnustu andúð allra hugsandi manna, þegar miðað er við hina stór- felldu möguleika til lækkunar á ýmsum útgjaldaliðum bæjarins. Má t. d. minna á tillögur Fram- sóknarflokksins í fátækramál- unum. En stjórnendur bæjarins hafa ekkert gert til að hagnýta þessa möguleika. Þeir hafa látið reka á reiðann og þótzt góðir meðan þeir gátu safnað skuld- um. Er það sannarlega hreinasta furða, hversu lengi Reykvíking- ar geta þolað þessa dæmalausu óstjórn á málum bæjarins. * * * Reikningurinn sýnir meðal annars, að í árslok 1938 hafa verið útistandandi 1,325 þús. kr. af gjöldum til bæjarsjóðs og eru þetta vafalaust eingöngu út- svör. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að mikið af þeim útsvörum, sem þannig dregst að greiða, eru aldrei borguð, enda gefur bærinn árlega eftir útsvör í stórum stíl. En hverjir fá þess- ar eftirgjafir? Það er almanna rómur að allmargir sæmilega stæðir skjólstæðingar bæjar- stjórnarmeirihlutans hafi notið þessara hlunninda, en hinsvegar sé gengið harðlega eftir útsvör- um hjá þeim, sem eru Sjálfstæð- isflokknum andstæðir. Hinir skilvísu skattgreiðendur eiga fulla heimtingu á því að vita, hverjir fá eftirgj afirnar. Það ætti líka að vera í þágu bæjar- stjórnarmeirihlutans, ef hann hefir hreint mél í pokanum, að koma af sér þessum leiðinlega grun með því að birta það opin- berlega, hverjum séu gefin eftir útsvör. Geri hann það ekki er samvizkan áreiðanlega ekki hrein. Framsóknarflokkurinn hefir gert þá kröfu, að birt verði á prenti eða látin liggja frammi skýrsla um þá, sem fá eftirgjaf- irnar, og almenningl gefist þannig kostur á eftirliti með því, hversu samvizkusamlega inn- heimta útsvaranna er rækt. Rússastjóm hefir viðurkennt uppreisnarstjórnina, sem þeir létu Kuusinen mynda í Terajo- ki, og hafa gert við hana samn- inga, þar sem hún lofar að af-. henda Rússum mörg finnsk landssvæði gegn því, að Rússar hjálpi henni til valda og borgi litilfjörlegar skaðabætur. Kuu- sinen hefir í mörg ár stjórnað áróðri Alþjóðasambands kom- múnista á Norðurlöndum. — Andúð gegn Rússum fer hvar- vetna vaxandi og hafa einkum verið miklar æsingar i garð þeirra í Ítalíu. Þykir líklegt, að Mussolini muni reyna að nota tækifærið til að mynda samtök Balkanríkjanna gegn kommún- ismanum. Enskar flugvélar gerðu nýlega árás á herskipalægi. og flughöfn Þjóðverja á Helgolandi, sem tal- inn er einhver allra bezt vlg- girti staður Þýzkalands. Er talið að þeim hafi m. a. tekízt að eyðileggja eitt beitiskip, sem lá þar. Allar flugvélarnar komust aftur heilu og höldnu til Bret- lands. Bretar telja sig ennfrem- ur hafa sökk fimm þýzkum kaf- bátum um helgina. — Tundur- dufl valda orðið miklu minna tjóni á siglingaleiðum til Bret- lands en þau gerðu fyrir nokkru. A KHOSSGÖTTTM Brennisteinsverksmiðjan við Námaskarð. — Aflabrögð Reykjavíkurbáta. Merkingum refa lokið. — Barnaheimili Vorboðans. — Tíðarfarið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.