Tíminn - 05.12.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.12.1939, Blaðsíða 2
563 TtMlM, þrigjiidaginn 5. des. 1939 141. blað Stríðskanp^jald og skattar Eftir Eystein Jónsson viðskiptam.ráóh. ‘gíminn Þriðjudafiinn 5. des. Gríman fellur af kommúnistum • Atburðir síðustu vikna og daga hafa verið þess eðlis, að þeir geta gefið blindum sýn. Um nokkur ár hafa ekki einungis kommúnistar heldur líka all- margir frjálslyndir menn, þar á meðal „sovét-vinir“, haldið því fram, að Rússland væri sérstakt griðaland fyrir hug- sjónir, jafnvel að smáríkjum heimsins væri þar búin vernd. íslenzku kommúnistarnir sjálf- ir hafa slegið á þá strengi, að Rússar myndu þjóða líkleg- astir til að virða hið vopnlausa hlutleysi íslands, ef á þyrfti að halda móti harðsvíruðum á- rásarþj óðum. Ég hefi um mörg ár verið mjög á annarri skoðun en þess- ir bjartsýnu samlandar. Haustið 1923 benti ég á í kosningabar- áttunni, að þótt ég vildi mjög gjarnan unna friðsömum verka- mönnum hins bezta hlutar, þá myndi ég standa við hlið þáver- andi höfuðandstæðings í Morg- unblaðsliðinu, Ólafi Thors, ef íslenzkir verkamenn hygðust að koma málum sínum fram með ofbeldi og byltingu. 1930, þegar kommúnistar mynduðu flokk sinn, hugðust þeir að stöðva hina nýbyrjuðu síldarverk- smiðju með ofbeldi, átti ég í úti- stöðum við þessa nýliða og minnti þá á orð Jóns Loftssonar við Hvamms-Sturlu, um að þjóðfélagið myndi hafa þyngri hönd en þeir, ef þeir hygðust að beita ofbeldi. Féll ofsi þeirra niður í það sinn. Á næstu ár- um kreppti ég allrækilega að byltingarkenningum Einars Ol- geirssonar og félaga hans með greinum í tímariti kaupfélag- anna. Kom þar í ljós, að kom- múnistar gátu ekki með rökum varið tilverurétt sinn hér á landi, þar sem þróunin er hin sjálfsagða lífsregla. Skömmu síðar dulbjuggu kommúnistar sig hér á landi, og leituðust við að komast inn i sem flest hlut- laus félög, þar á meðal íþrótta- félög og ungmennafélög. Enn- fremur sóttu kommúnistar á að koma félögum sínum í sem flesta skóla í þá átt, að láta hina starfsömu félaga lokka unglinga úr öðrum flokkum inn á byltingarbrautina. Áróður þessi bar þann ávöxt, að nokkrir kommúnistar á Laugar- vatni, sem stóðu undir föstu húsbóndavaldi Einars Olgeirs- sonar, gerðu beina uppreist móti Bjarna Bjarnasyni skólastjóra og hugðust að beygja hann til hlýðni við sig. Stukku þeir síð- an burtu eins og óvitar í slæmu veðri, þrátt fyrir aðvaranir skólastjóra, og mátti fremur þakka heppni heldur en forsjá þeirra og gætni, að þeir höfðu ekki verra af strokuferð sinni. Einar Olgeirsson sendi þá aft- ur um stund í skólann til að skapa óeirðir, en þeir fundu, að þar voru lokaðar dyr og að þeim var um megn að eiga í hörku- átökum við Bjarna skólastjóra. Fátt sýnir betur hve grunlaust hið íslenzka mannfélag var um þessar mundir gagnvart þess- ari moldvörpustarfsemi er- lendra valdhafa, að kennslu- málaráðherrann, Haraldur Guðmundsson, sendi Bjarna Bjarnasyni einskonar áminn- ingarbréf. Alþýðublaðið og Mbl. tóku bæði í sama streng, og á flokksþingi Framsóknarmanna, sem haldið var litlu síðar, kom i Ijós, að allmargir og merkir fulltrúar voru samdóma Alþ.bl. og Mbl. um að undirróður kom- múnista í skólum landsins væri aðeins saklaus leikur frjáls- lyndra ungmenna. Við síðustu kosningar lýsti flokksstjórn kommúnista því yfir, þrátt fyrir fullkomið for- boð frá hálfu miðstjórnar Framsóknáfflokksins, að í ýms- um kjördæmum mundu þeir heldur kasta atkvæðum á Fram- sóknarmenn og Alþýðuflokks- frambjóðendur, en að styðja Sjálfstæðisflokkinn. Ég tók það þá skýrt fram á fundi á Húsa- vík, kvöldið fyrir kjördag, að ég lýsti megnustu óbeit á því að nokkur kommúnisti kastaði at- (Framh. á 4. síðu) Ég hefi undanfarið kynnt mér lítilsháttar þær skýrslur, sem fyrir hendi eru frá síðustu styi’jaldarárum, um verðlag, viðskipti og fjárhagsafkomu þjóðarinnar. Gögn þau, sem við er að styðjast, eru þó sorglega ófullkomin. Þannig eru engar heildarskýrslur til um skuldir þjóðarinnar við útlönd fyrr en árið 1923, og skýrslur um efna- hag ríkissjóðs meira að segja mjög á reiki. Það leynir sér þó ekki, að í síðustu styrjöld hefir fjárhag þjóðarinnar og fjárhag ríkis- sjóðs hrakað mjög verulega. í ófriðarlok eru ríkisskuldirnar taldar um 20 miljónir króna, og munu þær að miklu leyti hafa myndazt á stríðsárunum. Eins og áður er getið, er hinsvegar ekki til neitt öruggt yfirlit um erlendu skuldirnar, en það er auðséð á verzlunarjöfnuði þessara ára, að þær hljóta að hafa vaxið allverulega á stríðs- árunum. Það er alveg Ijóst, að áTlega hefir verið mjög mikill tekju- halli á búskap ríkissjóðs stríðs- árin. Þetta mun hafa reynzt enn háskalegra fyrir það, að á þessum árum voru engar inn- flutningshömlur og hafði halla- rekstur ríkissjóðs því bein á- hrif á viðskiptin við útlönd, til hins verra. Hins vegar verður ekki annað séð af þeim skýrsl- um um verðlag, sem fyrir liggja frá þessum tíma, en að afkoma a. m. k. verulegs hluta þjóðar- innar hafi verið með þeim hætti, að hægt hefði verið að komast hjá þessari skuldasöfn- un, ef ekki hefði verið vanrækt að leggja nauðsynlega skatta á landsmenn til þess að halda fjárhag ríkissjóðs í horfinu, og sem þá hefði jafnframt orðið til þess að minnka eitthvað innflutninginn og forða að ein- hverju leyti frá hinni óhagstæðu niðurstöðu í viðskiptunum við útlönd. Viðhorfið er að ýmsu leyti annað nú en það var í upphafi heimsstyrjaldarinnar 1914. Tollallöggjöf og skattalöggjöf hefir verið miðuð við minnk- andi utanríkisverzlun og lækk- aðar tekjur af hverri toll- og skatteiningu. Tollar þessir og skattar eru því líklegir til þess að reynast drjúgir, jafnvel þótt nokkuð fastar sverfi að inn- flutningsverzlun landsmanna en verið hefir. Hér kemur einn- ig til greina, að verulegur og mjög vaxandi hluti tollteknanna hefir verið tekinn með verðtolli, NIÐURLAG IV. Viðhorf Guðmundar Friðjóns- sonar til sveitanna og áhuga- mála þeirra var með sérkenni- legum hætti. Hann var bóndi og bóndason, og hefir alla æfi átt heima á sömu jörðinni í sveit. Mikið af skáldskap hans í bundnu og óbundnu máli er um sveitir og sveitalíf. Hann hefir auk þess þrásinnis tekið þátt í málum, þar sem tekizt hefir ver- ið á um gildi sveita og kaup- staða. En þrátt fyrir þetta hefir frá upphafi verið nokkur þver- brestur í byggðatrú skáldsins á Sandi. Þorgils gjallandi, Indriði á Fjalli og Stephan G. Step- hansson voru bæði bændur og skáld og undu glaðir við hlut- skipti sitt. Þorgils gjallandi var einyrki eins og Guðmundur Friðjónsson. Báðir unnu að heyskap á sumrin og gegning- um á vetrum. Báðir hafa rit- að skáldsögur úr sveitalífinu. En mikill blæmunur er á lýsing- um þessara skálda. Þorgils gjallandi ann jörð sinni, sveit- inni, hestum sínum og kindum. Honum var unun að vera heima, og sinna þessum góðvinum sín- um. Af því hann ann dýrunum skilur hann sálarlíf þeirra bet- ur en nokkurt annað íslenzkt skáld. í bókum hans eTu engar litsterkar yfirlýsingar um ást sem vegna verðhækkunar af völdum stríðsins, mun væntan- lega gefa vaxandi tekjur að krónutali, þótt viðskiptin drag- ist saman. Ennfremur munu menn til þess reiðubúnir, að sýna töluverða fórnfýsi við nið- urfærslu ýmissa útgjaldaliða í fjárlögum, sem ekki er líklegt að samkomulag hefði náðst um að lækka á venjulegum tímum. Móti þessu vegur hinsvegar hitt, að ófriðurinn hefir í för með sér ýmiskonar ný útgjöld fyrir rík- issjóð og bæjarsjóði, og fer því alls fjarri, að enn sé augljóst mál, hve þungbær þessi gjöld geta orðið. Að öllu athuguðu er því rétt að gera ráð fyrir því, að ríkis- sjóður og bæjar- og sveitasjóðir þurfi mjög á öllu sínu að halda um það er lýkur, og hefir eng- inn leyfi til þess að vera bjart- sýnn í þeim efnum. Hinsvegar er ekki heldur hollt að spá órök- studdum hrakspám. Ýmislegt hefir verið rætt og ritað um þær breytingar, sem gerðar hafa verið á skatta- og tollalöggjöfinni undanfarið og er ekki ástæða til þess að fara langt út í þá sálma nú. En hvað sem um það er hægt að segja, þá mun ekki verða um það deilt, að skatta- og tolla- löggjöf landsins mun nú ólíkt betur fallin til þess að mæta þörfunum í sambandi við styrj- öldina, heldur en samskonar löggjöf var í byrjun síðasta ó- friðar. Eigi að siður er full ástæða til þess, að vera vel á verði og athuga hvort sérstakra breytinga er þörf með tilliti til hins nýja viðhorfs, sem skapazt hefir. Verður hér vikið að einu sérstöku atriði. Eitt höfuðskilyrði þess, aö sæmilega geti farnast fjárhags- lega á ófriðartímum, er vafa- laust það, að ekki skapist verð- bólga, þ. e. að hvorki verði óeðli- leg hækkun á vöruverði eða kaupgjaldi innanlands. Hinsveg- ar er óhugsandi annað, en að allveruleg verðhækkun eigi sér stað og sennilega mjög mikil. í sambandi við þá verðhækk- un koma fram óskir um kaup- hækkun, og er slíkt ekki óeðli- legt, þegar verðhækkunin hefir náð vissu marki. Nú er ekki ætl- unin að ræða kaupgjaldsmálin til neinnar hlítar, en gera hins vegar ráð fyrir því, að kaup- hækkun verði ekki umflúin eftir hvaða reglum, sem farið verður. Eins og allsstaðar annars stað- ar tíðkast, eiga laun hér að vera miðuð við þarfir fjöldskyldu- hans á starfi og kjörum bónd- ans. En sögur hans eru sam- felldur lofsöngur um bygðina og byggðalífið, af því að skáld- inu þóttu kjör sín góð, og lýsti þeim. Guðmundur Friðjónsson lýsir nálega ætíð erfiðleikum sveita- lífsins, og þrekraunum bænd- anna. Snemma mundi hann vel „áttræðs manns torfristu tök,“ siggið í lófum, sem vinnan skapar, og hinar knýttu hendur erfiðismannsins. Þegar hann er orðinn roskinn maður fer hann í fyrsta sinn að Detti- fossi og yrktr mikið kvæði. Dettifoss er einskonar undra- spegill fyrir skáld, því að hann endurspeglar sál þeirra. Krist- ján sá þar harmsögu lífsins og opna gröf sína. Matthías sá al- mætti og gæzku guðs. Einar Benediktsson sá gullstrauma frá virkjun og hagnýtingu aflsins, og Guðmundur Friðjónsson sá þar slit og þreytu hins íslenzka bónda. „Ekkjan við ána“ er bezta kvæði Guðmundar Friðjóns- sonar og það, sem lengst mun halda nafni hans á lofti. Það er í einu hagnýt aldarfars- lýsing, sönn, rétt og skáldleg, um lífsbaráttu íslendinga á liðnum öldum. í stuttum, ljós- um dráttum bregöur skáldið upp mynd af sveitakonunni, eins og manna. Það er enginn vafi á því, að á venjulegum tímum er mismunur á kjörum og aðstöðu einhleypra manna og fjölskyldu- manna ranglátlega mikill, og er margt sem mælir með því, að tekið væri tillit til þess við launagreiðslUT, hvort menn hafa fjölskyldu fram að færa eða ekki. En við nánari athugun mun slíkt ekki teljast fært, því að það myndi útiloka fjölskyldu- menn frá atvinnu. Alveg eins og laun á venju- legum tímum eiga að miðast við þarfir fjölskyldumanna, þannig myndi sennilega sú hækkun, sem um semdist nú vegna ófrið- arins, einnig að verða miðuð við þeirra þarfir, enda þótt hennar nytu fleiri. Það er mjög augljóst mál, að kauphækkun, sem tæp- ast nægði fjölskyldumanni til þess að mæta erfiðleikum ófrið- arins, mundi auka kaupgetu einhleyps manns mjög veru- lega. Slíkt verður í sjálfu sér að teljast mjög óheilbrigt, þótt hjá því verði sjálfsagt ekki komizt við endanlega lausn kaupgjalds- málanna. í fyrsta lagi er það órétt- látt, að á sama tíma, sem flestir landsmenn munu þurfa að þrengja mjög kost sinn, sé viss hluti þjóðarinnar þess megnugur að auka eyðslu sína, og það sá hluti hennar, sem undanfarið hefir búið við betri kost en þeir, sem fyrir fjölskyldu hafa að sjá. í öðru lagi hlýtur hættan á óeðlilegri verðhækkun og al- mennri verðbólgu að aukast, ef kaupgeta þeirra, sem helzt spyrja eftir varningi, sem án mætti vera og hafa ástæður til að kaupa hann, eykst á þess- um tímum. Nú væri síður ástæða til þess að fást um þetta, ef þess mætti vænta, að unga fólkið sem aðal- lega yrði aðnjótandi þessarar raunverulegu kauphækkunar, legði féð til hliðar að einhverju verulegu leyti. En því er ekki að heilsa. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir sliku, og veldur því reynsla undanfarinna áratuga. Verður ekki annað séð, en að það sé að verða fúllkomin tízka að einhleypir menn, ekkert síður en fjölskyldumenn, eyði öllum sínum tekjum og vanræki yfir- leitt alveg að búa sig undir al- varleg störf, hvað þá heldur sjálfstæðan atvinnurekstur, með því að eignast eitthvað meðan þeir hafa til þess bezta aðstöðu. Þegar þetta allt er athugað, þá verður eigi betur séð en að það sé fyllilega réttmætt og tímabært, að lagður verði sér- stakur skattur á alla þá, sem einhleypir eru, ef kaupgjald hækkar verulega og gera þannig meiri mun en áður hefir verið á skattgreiðslum þeirra og fjöl- skyldumanna. Væri mjög auðvelt hún var i Aðaldal, og eins og hún var hvarvetna á íslandi. En bak við Maríu á Knútsstöð- um, hina sjötugu ekkju, er Guðmundur Friðjónsson sjálf- ur. í þessu kvæði segir hann lífssögu sína, að nokkru leyti fyrirfram. Kvæðið er svo vel ort og svo áhrifamikið af þvi að þar er fólginn harmur og sárs- auki skáldsins yfir kjörum sín- um og þeirra manna, sem hon- um stóðu næstir. Þessi hlið á lífsskoðun Guðmundar Frið- jónssonar, annars vegar ást hans á sveitinni og lífi bænd- anna, hins vegar sársauka- blandin óró og hneigð til að líta fyrst og fremst á erfiðleika sveitafólksins, mun jafnan verða ritskýrendum hans nokk- urt viðfangsefni. í Grettissögu er sagt frá því, að eftir að Grettir hafði farið utan, lent þar í mörgum mann- raunum, og fengið vitneskju um yfirburðaafl sitt, gerðist hann ókyrr heima á Bjargi og leitaði eftir viðfangsefnum þar sem honum gæfist færi á að neyta orku sinnar og yfirburða. Guð- mundur Friðjónsson fékk snemma óvenjulegt vald yfir íslenzku máli. Stíll hans í ljóð- um og óbundnu máli var frá upphafi einkennilegur og mjög frumlegur. Skáldinu var auð- velt að skapa ný orð, líkingar og málmyndir. Guðmundur Friðjónsson hefir verið einna starfsamastur allra sinna sam- tíðarmanna við að gera það.sem Egill Skallagrímsson kallaði að bera úr orðhofi mærðar timb- ur, máli laufgaö. Hann hefir að koma þessu fyrir, án þess að því fylgdi nokkur röskun á skattalöggjöfinni að öðru leyti, og er ekki ástæða til þess að ræða fyrirkomulagið nánar á þessu stigi málsins. Eins og drepið var á hér að framan, er að vísu ekki eins mikil ástæða nú og í byrjun síð- asta stríðs að óttast stórkostleg- an tekjuhallarekstur, en þó get- ur mjög hæglega svo farið, að þetta viðhorf breytist fyrr en varir. Ennfremur er rétt að benda á það, að ekki er annað fyrir- sjáanlegt en að bæjarsjóðir og sveitarsjóðir verði víða fyrir þungum búsifjum af völdum styrjaldarinnar, einkum þó á þeim stöðum, þar sem verulega hefir verið byggt á byggingar- iönaði og öðrum iðnrekstri. Gæti svo farið, að ekki yrði unnt að komast hjá því að hlaupa að einhverju leyti undir bagga með þessum aðilum. Gæti því að sjálfsögðu komið til mála, að þeim væri ætlaður einhver ákveðinn hluti af þeim skatti, sem innheimtur væri samkvæmt þessari uppástungu. Ég get ekki betur séð en að með þeirri ráðstöfun, sem hér hefir verið drepið á, væri hægt að slá tvær flugur í einu höggi: Minnka þá hættu, sem óneitan- lega er á óeðlilegri verðbólgu og aukinni eyðslu hjá vissum hluta þjóðarinnar og sjá ríkissjóði og ef til vill bæjar- og sveitarfélög- um fyrir tekjum, sem undir öll- um kringumstæðum verða vel þegnar, — ef ekki til þess að mæta tekjurýrnun og erfiðleik- um af völdum ófriðarins, þá til þess að bæta fjárhag þeirra. En umfram allt er sjálfsagt að bú- ast við hinu illa, hið góða skaðar ekki. Fyrsta boðorð okkar i þessari styrjöld þarf að vera það, að kaupa ekki frá útlöndum annað eða meira en brýn þjóðarnauð- syn krefur. Það ættum við að geta komið okkur saman um. Hver króna, sem nú er spöruð í stað þess að láta hana út úr land inu, verður tveggja eða jafnvel margra króna virði, þegar verð- fallið kemur og hver króna, sem menn taka nú að láni til þess að kaupa fyrir hinar dýru vörur, verður síðar að endurgreiðast með verðlágum vörum. — Þetta er fyrsta boðorðið og mun vænt- anlega verða um það efni rætt nánar í öðru sambandi. Annað boðorðið hlýtur að vera að gera allt, sem í okkar valdi stendur til þess að halda í horfi fjárhag ríkissjóðs og bæjar- og sveitarfélaga, án þess að slcerða framlag til þeirra, sem hart verða úti af völdum stríðsins og þrátt fyrir það að búast má við auknum kostnaði í ýmsum greinum vegna ófriðarins. Þess vegna er sjálfsagt, að at- stórlega auðgað íslenzkuna og sýnt í verki, hversu hún getur þroskazt í höndum manna, sem hafa meðfædda mælskulist og stílgáfu. En eins og Gretti varð ofraun að gæta aflsins, eins og ríkum erfingjum verður stund- um um megn að gæta mikilla erfðra fjármuna, þannig fór Guðmundi Friðjónssyni um orð- snilld sína. Hún nýtur sín bezt á yngri árum hans og alveg sér- staklega í eftirmælum þeim, er hann gerði á þrítugsaldri. En eftir því, sem aldur færðist yfir skáldið, varð orðkyngin og lík- ingarnar oft nokkuð forneskju- kenndar og íburðarmiklar. Hann þekkti styrk sinn í með- ferð málsins, en átti erfitt með að gæta hófs með þessa orku. Hliðstæð þróun er alkunn í allri listasögu, en hvergi betur en í starfi hinna kirkjulegu byggingarmeistara á miðöldun- um. í fyrstu eru bogar og súlur kirkna • og klaustra full af styrk, einfaldleik og samræmi. En eftir því sem tímar líða, verður tæknin meiri. Kirkjurn- aT teygja sig hærra og hærra frá syndum spiltum mannheimi. Byggingarmeisturunum þykir mikils um vert að sýna list sína. Hvolfþök kirknanna verða í höndum þeirra eins og frost- rósir eða haglega gerð víravirki. Þegar svo er komið, er skeiðið runnið til enda. Listin hverfur þá aftur að nýju formi og nýj- um einfaldleik. Tvö tímabil eru þýðingarmest í skáldferli Guðmundar Frið- j ónssonar. Annarsvegar eru æskuljóð hans, og þar nær Tíl samvinnumanna Fyrir nokkrum dögum fékk ég bréf frá samvinnuheildsöl- unni Midland Cooperative Wholesale í Minneapolis, Minnesota, í Bandaríkjunum. í þessu bréfi er skýrt frá því, að samvinnufélögin í ríkjunum Minnesota og Wisconsin hafi stofnað til ungherjafélaga samvinnumanna á aldrinum 15 til 19 ára. Margt af þessu unga fólki langar til að komast í bréfasambönd við samvinnu- fólk á svipuðum aldri í öðrum löndum. Samvinnuheildsalan biður mig þess vegna að grensl- ast eftir, hvort ungir íslenzkir samvinnumenn, eða samvinnu- konur, vildu ekki skrifast á við stallsystkini sín vestur þar. Ef óskað er að skrifa á islenzku í stað ensku, telja þeir sig geta séð um þýðingu á bréfunum. En bréf, sem koma að vestan, yrðu að sjálfsögðu á ensku og mætti þá þýða þau hér. Þar eð ég álít, að ungt ís- lenzkt samvinnufólk myndi bæði bæði fræðast og þroskast við að kynnast hugsunarhætti amerísks samvinnufólks á sín- um aldri, er mér ljúft að vera milligöngumaðuT um þetta. Ég bið því þá, sem vilja sinna þessu boði, að senda mér nöfn sín og heimilisföng, ásamt upplýsing- um um áhugamál, sem þeir kynnu sérstaklega að vilja skrifast á um, auk samvinnu- mála. Ég myndi svo senda upp- lýsingarnar vestur til sam- vinnuheildsölunnar þar, sem síðan kæmi þeim til unga fólks- ins, sem komast vill í bréfasam- bönd. Heimilisfang mitt er: Sambandshúsið, Reykjavík. Minnesota og Wisconsin eru næstu ríkin fyrir vestan vötnin miklu norður við landamæri Canada. Þar eru víðlend bænda- héruð og nokkrar iðnaðarborgir. íbúarnir eru margir ættaðir af Norðurlöndum. í Wisconsin munu Finnar flestir, en Svíar í Minnesota. Þar er einnig all- margt íslendinga. í þessum ríkj - um hefir samvinnuhreyfingin náð mikilli útbreiðslu, eftir því sem gerist í Ameríku. Midland Cooperative Wholesale er mið- stöð samvinnuhreyfingarinnar þar, og sameinar bæði fræðslu- starfsemi og verzlun. Verzlunar- umsetning þess er nú álíka mik- il og Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga og fer hratt vax- andi. En félagsmannatala þess er þegar orðin mörgum sinnum meiri en S. í. S. Ragnar Ólafsson. huga gaumgæfilega allar uppá- stungur, sem framkoma um réttmætar tekjuöflunarleiðir jafnhliða því, sem almenn sam- tök þarf að efla um sparnað og niðurfærslu eldri útgjalda. Eysteinn Jónsson. hann hámarki i kvæðinu „Ekkj- an við ána“. Hins vegar eru sveítasögur þær, sem hann rit- ar á miðjum aldri. Þar er „Gamla heyið“ fullkomnasta verkið, og fyrirmyndin tekin heima í dalnum, eins og í ljóð- inu um Maríu á Knútsstöðum. í sveitasögum sinum tekur skáldið efnið svo að segjá við bæjarvegginn. Hann lýsir lfs- baráttu fólks í sveitinni. Hann þekkir efnið vel, og hann hefir gáfu til að lýsa því, sem fyrir augu ber. Þorgils gjallandi og Guðmundur Friðjónsson hafa gert skáldverk sín úr sveitalíf- inu eftir eigin sýn. Þess vegna eru myndir þessara skálda raunverulegri heldur en þeirra manna, sem lýsa byggðunum úr fjarsýn eftir að þeir hafa sjálf- ir flutt burt og búa við önnur lífskjQT. En munurinn á við- horfi Þorgils gjallanda og Guð- mundar Friðjónssonar er eins og á sumardögum við Skjálfanda- flóa og í Mývatnssveit. Strax eftir hádegi nær svöl hafgolan tökum á byggðunum sem næst- ar eru hafinu, en í Mývatnssveit vermir sólin hina skjólsælu byggð fram til kvölds. Skáldin lýsa mannlífinu frá þeim sjón- armiðum, sem hvert þeirra þekkir bezt af eigin reynd. Erfiðleikar daglegrar lífsbar- áttu, og ýmiskonar mótgangur frá öðrum mönnum og vant- andi samúð í heimahögum leiddu til þess, að á seinni árum var Guðmundi Friðjónssyni ekki alltaf fullljóst, hve aðstaða hans í íslenzkum bókmenntum var orðin sterk. Honum hætti til að J6MS JÓNSSOIVt Guðmundur Fríðjónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.