Tíminn - 05.12.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.12.1939, Blaðsíða 4
564 |irið|udagiim 5. des. 1939 141. bla» Ylir landamærm 1. Rökvísi kommúnista getur oft verið hin fyndnasta. í dag birtir blaðið mikla langloku, þar sem sagt er að Framsóknarflokkurinn hafi svikið stefnu sína og gersamlega gengið í- haldinu á hönd. En síðan segir blaðið, þegar það snýr sér að því, sem það telur svik Sjálfstæðisflokksins: „Sjálf- stœðisflokkurinn lofaði kjósendum sín- um baráttu gegn spilltum stjórnarhátt- um Framsóknar. Nú teymir JónasJóns- son Ólaf Thors á afsögðum hengingar- víxlum, og það er vissa fyrir þvl, að hœgra bros gamla mannsins er blandið meinfýsinni ánœgju, þegar hann lítur um öxl og sér hversu auðmjúkur Ólafur fetar í slóð hans.“ Það er sannarlega ekki mikil þörf fyrir að vera í orða- skaki við blað, sem þannig mótmælir firrum sinum í sömu greininni og það ber þær fram! 2. Kommúnistablaðið birtir á sunnu- daginn langt einkaskeyti frá Moskva um stefnuskrá finnsku landráðastjórn- arinnar. Sömuleiðis birtir það Moskva- skeyti þess efnis, að Pinnar hafi hafið styrjöldina með því að ráðast yfir landamæri Rússlands og hafi Rússar þá orðið að grípa tíl varnar! Annars vill blaðið auðsjáanlega tala sem minnst um þessi mál á sunnudaginn, o^ ætlar auðsjáanlega að draga það á langinn að segja álit sitt til fullnustu, þangað til árás Rússa á Pinna er farin að fyrnast og andúðarhugur manna ekki jafn heitur og fyrst í stað. En þá mun líka verða ieyst frá skjóðunni og „frelsun Finnlands" sungið lof og dýrð. Lítilsháttar byrjun í þessa átt er í blað- inu í dag, þar sem sagt er, að „finnska yfirstéttin hafi beitt þjóðina ofbeldi og kúgun“. Annars leystu þingmenn kommúnista greiðlega frá skjóðunni á þingmannafundi í gær og er þess getiö á öðrum stað. 3. Það er einkennilegur siður hjá útvarpinu, að skýra í fréttum frá helztu greinum Vikunnar og Fálkans. Verði þessum áróðri fyrir einstök blöð haldið áfram, er sjálfsagt af öðrum blöðum að krefjast sömu réttinda hjá út- varpinu og fá einnig skýrt frá helztu greinum sinum i útvarpsfréttum. x+y. Styrjöld gegn Rússum (Framh. af 1. siöu) gegn Rússum. Myndu þeir þá hlýða eða ekki? Hann sagði ennfremur, að Kuusinenstjórnin myndi bráð- lega komast til valda í Finnlandi og verða viðurkennd af öllum Norðurlöndum. Hun myndi þá með finnsku þjóðina að baki sér stjórna frjálsu og óháðu Finn- landi! Þegar svo væri komið myndi ekki vera amalegt fyrir Kuusinen að vita, hvaða ráð- herrar þaö voru, sem stóðu fyr- ir þessum fjandsamlegu vinnu- brögðum á íslandi. Einar Olgeirsson óð elginn af mikilli æsingu, en reyndi þó að haga orðum sínum af meiri gætni en hinir tveir. Héðinn var hins vegar mjög daufur í dálkinn og mátti finna, að hann var mótfallinn Rússum, enda þótt honum virðist nú nauðug- ur einn kostur að dansa með kommúnistum. Af ræðum kommúnistaþing- mannanna var ræða ísleifs lang lærdómsríkust. Hún gefur til kynna, að kommúnistar ætli að hóta fjandskap Rússa, ef ís- lendingar þori að láta skoðan- ir sínar í Ijós og sýni íslenzk- um kommúnistum verðskuldaða andúð. Svo nákomna telja is- lenzku kommúnistaforingjarnir sig Rússum, að andúð gegn störfum þeirra sé sama og að segja Rússlandi ófrið á hendur. IT« H/EiVlM Varðskipið Ægir kom til hafnar hér í Reykjavík í gær- morgun með norskt vöruflutningasklp, sem það fann á reki suður af landinu. Hafði það misst skrúfuna og beðið um hjálp. Það er frá Porsgrunn i Noregi og var á leið til Vesturheims. Verkfall á hárgreiðslustofum bæjarins er sagt yfirvofandi. Hefir atkvæðagreiðsla um það, hvort hefja skuli verkfall, ef samningar takast ekki, farið fram i hinu svonefnda „sveina“-félagi hár- greiðslukvenna. Var samþykkt að láta til verkfallsins koma, ef deilan yrði ekki leyst hina næstu daga. Sundnámskeið eru nú í sundhöllinni. Mun enn hægt að bæta við nokkrum nemendum. Upp- lýsingar um námskeiðin og sundkennsl- una verða veittar í síma 4059 klukkan 9—11 og 2—4 alla rúmhelga daga. Skákkeppni milli Vesturbæinga og Austurbæinga fór fram á sunnudaginn var. Var teflt á tíu borðum og sigruðu Vesturbæingar með 7 gegn 3. Stúkan Verðandi heldur fund í Góðtemplarahúsinu í kvöld. Skag'firðingafélagið heldur fund að Hótel Borg annað kvöld. Hefst hann kl. 8.15. Raflampagerðin í Suðurgötu. Um þessar mundir er fyrsta raf- lampagerðin, sem sett hefir verið á laggirnar hér á landi, búin að starfa í fimm ár. Er það raflampagerðin í Suðurgötu 3. Eigendur hennar og stofnendur eru Þorsteinn Hannesson og Krístþór Alexandersson málarameist- arar. Fóru þeir á sínum tíma utan til að kynnast þessari iðn. Um tíu manns vinna nú að staðaldri í þeirra þjónustu að hverskonar raflampagerð. Hversvcgna heyja Bretar og Frakkar styr jöld ? (Framh. af 1. siðu) misnotað ríkidæmi sitt. Að hin vestræna menning er umbreyt- ingum undirorpin, er sönnun þess lífsmagns, sem hún nær- ist af. Þessi þríeinu siðferðisviðhorf setja svip sinn á Vesturlönd. Hvorki í Asíu né Afríku hafa þau þjóðfélög risið á legg, sem hefja hátt hinar kristnu sið- fræðikenningar, hinn frjálsa anda vísindanna né lagarétt- inn. Ekki er þessi lífsskoðun gefin Múhameðstrúarmönnum, ekki hefir hún hafizt til vegs í Kína, Japan né Indlandi. Hún hefir hvergi rutt sér til rúms nema í Norðurálfu og á þeim svæðum jarðar, sem byggzt hafa af Norðurálfumönnum, og afkomendum þeirra, og verið stjórnað af þeim, svo sem' í Vesturheimi, Ástralíu, Nýja- Sjálandi og samveldislöndunum í Suður-Afríku. Þær þjóðir, sem þessi lönd býggja, eru lífgaðar anda vest- rænnar menningar. Þær eru traustum böndum tengdar. Þær eiga sér hinn sama guð, hin sömu vísindi, sömu siðfræði, sömu bókmenntir og sama skilning á lögum og rétti. Menning Vesturlanda hefir skapað nær öll vísindi og nær alla tækni nútímans; hún hef- ir sveigt villt náttúruöfl undir vilja sinn; hún hefir lyft and- legu oki af mönnunum; hún hefir skapað hin aðdáunarverð- ustu þjóðfélög og ríkjaheildir, sem dæmi eru um í sögu mann- kynsins; hún hefir skapað al- þýðu manna betri kjör í and- legum og veraldlegum efnum heldur en áður hefir verið kost- ur á í heiminum. Því er hún hið eina, sem vert er að berjast fyrir og fórna lífinu vegna. Gegn þessari fylkingu vest- rænna menningarþjóða hefir Þýzkaland risið. En það hlýtur að hverfa aftur að sínum upp- hafsstað. Þjóðverjar hafa sjálfir átt drjúgan þátt í sköp- un þessarar menningar. Löngu áður en stjórnmála- mennirnir gáfu því gætur, hvaða harmleikur var að gerast með fráhvarfi þýzku stjórnar- valdanna, var vísindamönnun- um, skáldunum, listamönnun- um, trúarleiðtogunum og heim- spekingunum það fullljóst. Gyðingaofsóknirnar sköpuðu ekki fyrst og fremst Gyðing- um þrengingar. Þær krepptu mest að kristindóminum; þær voru stríðsyfirlýsing gegn kristnu siðgæði. Þeir fyrstu, sem sáu að hafin var hatröm árás á eina af þrem meginstoðum menningarinnar, voru þýzku prestarnir. Menntamenn á Vesturlöndum hófu baráttuna gegn brúnliðunum af því að þeir sáu gerla, að undirstaða menn- ingarhofsins var að bresta. Hin óttalega styrjöld er háð af mönnum, sem unna Þýzka- Jandi góðs eins. Er það ekki eftirtektarvert, að forstöðumað- ur hinnar frönsku áróðursmið- stöðvar er Jean Giraudoux, sem svo mjög er kunnur fyrir túlk- un sína á málefnum Þýzkalands og eljusama viðleitni þess, að koma á andlegu samstarfi milli Frakka og Þjóðverja? Gefið því gætur hvaða blaðamenn, rithöfundar, vísindamenn og hagfræðingar það voru, sem fyrstir risu öndverðir gegn Ver- salasáttmálanum. Þér munið komast að raun um, að þeir eru allir andstæðingar þjóð- ernisjafnaðarstefnunnar. Þeim duldist ekki, að ástandið, sem skapaðist að ófriðarlokum, hlaut að leiða af sér uppreisnar- bylgju gegn vestrænu menn- ingunni. Nei, það er ekki örvitastríð, sem nú er háð. Það er stríð, sem háð er af mönnum, sem nauðugir viljugir berast á bana- spjótum, mönnum, sem bera í senn velvild og gremju í hug sér. En stríðið mun ekki sundra heldur sameina á nýjan leik. Og það er stríð, sem hægt hefði verið að komast hjá, en í þess stað er nú þreytt með vopnum, vegna þess að villureikandi menn rufu eðlileg þjóðartengsl. Gervöll Norðurájlfan hrópar til Þýzkalands: Kom til vor að nýju! Vér skulum sameinast! Vér skulum skapa oss nýja Ev- rópu! Vinnið ötuUega fyrir Tímann. 42 Margaret Pedler: Þú hefir aðeins séð gamla landið í svip, og þá varst þú aðeins í London nokkra daga. Hvernig litist þér á það?“ Elizabet leit íhugandi á hann. „Ég er hrædd um, að mér finnist ég vera voða lítil perla í voða stórri skel, ef ég verð ein á Abbey, heldur þú það ekki líka?“ „Drottinn minn dýri. Mér datt aldrei í hug að senda þig þangað eina. Nei, síður en svo. Gamla ráðskonan mín, hún frú Dove, hefir séð um Abbey siðan leigutíminn leið. Hún sér um allt þar, þangað til við erum komin þangað, og þá mun hún gæta okkar. Ég er viss um, að Fjólu langar ekkert til þess að þurfa að rekast í stórum þjónahóp! Nei, ég ætlaðist til þess að þú dveldir hjá fólki í nágrenninu." „Hvaða fólki?“ „Þú hefir heyrt mig tala um Jane Wentworth, er það ekki? Hún var —“, hann þagnaði, en bar svo ótt á, þegar hann hélt áfram: „Hún var mikil vin- kona móður þinnar. Og, þó undarlegt megi virðast, þá var hún líka vinkona min, jafnvel þó að við rifumst um, — um ákveðin málefni." Elizabet kinkaði kolli. Hún vissi allt í sambandi við fyrri giftingu föður síns. Hann hafði alltaf verið á móti því að leyna hana nokkru, og þegar hún var orðin svo Laun þess liðna 43 gömul, að ætlazt mætti til, að hún skildi söguna, þá sagði hann henni hana alla og það skal játað, að hann sagði mjög hlutlaust frá. Frayne hafði, á vissan hátt, látið Elizabet sjálfráða um skoðanir sinar á málinu, svo að hún gæti sjálf dæmt um mál foreldr- anna. „Samt, hélt hann áfram, „höfum við Jane alltaf verið vinir og höfum alltaf skrifazt á, síðan ég fór frá Abbey. Þegar ég kem til London og svo hittist á, að hún kemur líka til borgarinnar, þá borðum við alltaf saman annað- hvort hádegisverð eða kvöldverð. Síð- ast þegar við híttúmst, þá sagði hún að sig langaði mikið til þess að sjá þig núna, þegar þú værir komin heim úr skólanum. Satt að segja vildi hún að þú kæmir til sín og dveldir í Waincliff. En ég er hræddur um að ég hafi sagt henni, að ég mætti ekki missa þig. Ég mátti heldur ekki missa þig,“ hélt hann á- fram brosandi, „þá áttir þú að koma til okkar fyrir fullt og allt.“ „Nei, ég hefði heldur ekki viljað fara þá,“ sagði Elizabet áköf. Frayne var þögull um stund og hugs- aði um síðustu fundi hans og Jane Wentworth. Hann mundi það svo vel. Þau höfðu neytt hádegisverðar saman í litlu ítölsku veitingahúsi í Soho, ein- um af þeim stöðum, þar s em maður Gríman fiellnr afi kommúnistum (Framh. af 2. siöu) kvæði á mig, og að ég vildi engin mök hafa við flokk, sem stæði undir húsbórfdavaldi framandi ríkis. ““““•“GAMLA BÍÓ~—°— Ameríski stúd- entinn í Oxford Bráðskemmtileg og spenn- —'- NÝJA BÍÓ ’——- Maðurínn mínn Kommúnistar reyndu enn að dulbúa sig. Þeim tókst að véla allmarga menn úr Alþýðu- flokknum, sem trúðu sviksam- legum fagurgala þeirra. Þeir breyttu um nafn. Þeir sögð- ust elska lýðræði, vera þjóð- hollir föðurlandsvinir. Þeir töldu sig vera þess umkomna. að gefa út bækur til stuðnings sjálfstæði landsins. Það átti enginn endir að vera á þjóð- rækni þeirra og föðurlandsást. En þegar upp komst um bandalag kommúnista við naz- ista, þótti undarlega við bregða. En blað kommúnista varði þetta fullum fetum og söfnuðurinn fylgdi. En utan flokksins fór nú að þynnast fylking sovét- vina, sem hugðu Stalin líklegan til að vera höfuðverndara frjálsra smáþjóða. Næst kom innrás Rússa í Pólland, þegar það átti í baráttu upp á líf og dauða við voldugt herveldi. Blað kommúnista varði enn framferði Rússastjórnar. Næst tóku Rússar að beita ofbeldi við smáríkin við Eystrasalt og kúg- uðu þau til að leyfa kommún- istum að hafa virki, setulið, flotahafnir og flugstöðvar i löndum sínum. Höfðu þau þar með raunverulega orðið að gef- ast upp fyrir herveldi Rússa. Þjóðviljinn varði' enn þetta til- tæki og þótti aðferð Rússa sjálfsögð og drengileg. Loks kom röðin að Finnum. Griða- sáttmáli, margra ára gamall, var milli landanna, og Finnar höfðu hvergi brotið hann. En skyndi- lega krefjast Rússar með mik- illi hörku, að Finnar afhendi sér víggirðingar sínar og þýð- ingarmestu hernaðarsvæði landsins. Þegar Finnar neita að afhenda sjálfstæði sitt, lýsir fréttastofa Rússa því yfir, að Finnar ógni Rússum og hóti að ráðast á stórveldi, sem er fer- tugfalt stærra og mannfleira. Kommúnistablaðið í s 1 e n z k a gerði þetta að sínum orðum og hrakyrti Finna fyrir að vilja ekki gefa upp land sitt og frelsi. Litlu síðar réðust Rússar á Finna á landi, sjó og í lofti, víða með óvenjulegri grimmd. Hvarvetna um heim utan Rúss- lands var þessi aðferð Rússa- stjórnar fordæmd svo að engin dæmi munu til um meiri ein- hug í siðferðilegri fordæmingu. Sama var raunin hér á landi. Stúdentar tóku forustu um að sýna samúð með finnsku þjóð- inni með hópgöngu að skrifstofu ræðismanns Finna hér í bænum. Hópgangan varð eins og skriða í vorleysingum. Aldrei hafa höfuðstaðarbúar sameinast á jafn áþreifanlegan hátt eins og í þetta sinn. Talið er, að í hóp- göngu þessari hafi verið 8—-10 þús. menn. Hver og einn kom þar til að sýna hug sinn um vörn Finnlands og óbeit sína á hinni siðlausu framkomu kom- múnista, erlendis og á íslandi. Fyrir fáum vikum hefir kom- izt upp, að valdamenn í Rúss- landi eyða 160 þús. kr. í áróð- ursskyni til kommúnista hér á landi. Engin þjóð eyðir fé á þann hátt í áróður í öðru landi, nema til að fá þar valdaað- stöðu. Hinar ferlegu skeyta- sendingar frá Rússlandi til kommúnista hér voru full sönn- un þess, að hór vgr verið að ala upp söfnuð íslenzkrá manna, sem raunverulega eru ekki ís- lendingar. Um leið og sönnunin um Rússaskeytin var lögð á borðið, var hverjum manni auðsætt, að þjóðin var 1 hættu. Hér var sýnilega verið að ala upp sveit manna, sem stóð undir er- lendu valdboði. Á hinn bóginn hefir framkoma íslenzku komm- únistanna orðið til að svifta grímunni frá ásjónu þeirra. Nú standa allir borgarar lýð- ræðisflokkanna einhuga á hinum þjóðlega grundvelli. í Finnlandi sjá menn hversu stjórn Rússa notar fámennan flóttamannahóp og gerir þá að föðurlandssvik- urum móti sinni eigin þjóð. Meðan öll finnska þjóðin berst með dæmafárri hreysti móti ó- vinum landsins, býr stjórn Rússa til í þorpi á landamær- um Finnlands nýja ríkisstjórn fyrir Finnland og þykist semja við hana. Með þessari ríkis- stjórn, sem er varnarlaust leik- andi stúdentamynd, tekin af Metrofélaginu í Eng- landi. Aðalhlutverkin leika: ROBERT TAYLOR, VIVIAN LEIGH og MAUREEN O’SULLIVAN. fang í höndum óvina Finn- lands, á að réttlæta alla þá blóðstrauma, eymd og grimmd- arverk, sem framin verða með- an hinn erlendi miljónaher er að að mylja frelsi hugprúðrar og hámenntaðrar þjóðar. Kommúnistar á í s 1 a n d i standa nú afhjúpaðir frammi fyrir allri þjóðinni. Þeir hafa með framferði sínu sýnt, að þó að þeir séu fæddir á íslandi, þá eru þeir ekki íslendingar, held- ur raunverulega borgarar ann- arrar þjóðar. Og þeir eru svo forblindaðir i trú sinni á for- sjón þessarar þjóðar, að þeir taka að sér að verja hin aug- ljósustu réttlætisbrot þessara húsbænda sinna. ísland mun vafalaust ekkl neita framfærsluskyldu sinni vegna þeirra manna,. sem hér eiga fæðingarsveit. En eftir hina sorglegu atburði síðustu daga verður að líta á hvern íslenzkan kommúnista sem erlendan borg- ara. Kommúnistum mun ekki sýnd hér sú harka, sem flokks- bræður þeirra beita við stjórnmálaandstæðinga í Rúss- landi. Þeir munu ekki verða beittir ofbeldi eða settir í fanga- búðir. En þeir geta ekki notið trausts og virðingar sem ís- lenzkir menn. Þeir munu fá að skilja það, að mælir synda þeirra er nú orðinn fleytifullur. Sú staðreynd, að þeir hafa reynt að útbreiða þá skoðun, að Finnar væru að ráðast á Rúss- land, er lokasönnun þess, að sá Amerísk kvikmynd frá Fox, sem talin er í fremsta flokki amer- ískra músíkmynda. Aðalhlutverkin leika: ALICE FAYE, TYRONE POWER og langfrægasti jazzsöngvari Ameríku, AL JOLSON, er hér syngur hið fræga lag Mammy. Kaupendur Tímans Tilkynnið afgr. blaðsins tafar- laust ef vanskil verða á blaðinu. Mun hún gera allt, sem í hennar valdi stendur til þess að bæta úr því. Blöð, sem skilvísa kaup- endur vantar, munu verða send tafarlaust, séu þau ekki upp- gengin. Skrifstofa Framsóknarflokksiiis í Reykjavfk er á Lindargötu 1 D Framsóknarmenn! Munið að,; koma á flokksskrifstofuna á Lindargötu 1 D. flokkur, sem heldur fram svo gífurlegum ósannindum ein- göngu til aö þóknast valda- mönnum í erlendu árásarriki„ er ekki samstarfshæfur í frjálsu landi. Ef allir þjóðræknir menn á ís- landi standa saman um að verja sæmd og heiður íslands á við- eigandi hátt, mun ekki líða á löngu, þar til enginn maður, sem fæddur er á íslandi, kann við sig í þjónustu erlendra vald- hafa. Sú stund ætti ekki að þurfa að vera fjarlæg, þegar allir íslendingar standa í þéttri fylkingu móti hverri árás, leyndri eða opinberri, sem gerð er á frelsi og sjálfstæði lands og þjóðar. J. J. Bökunarvörur Flestar á gamla lága verðiim, tll dæmis kostar hveiti eimþá 0.45 kgr. 5% í pöntun Tekjjuafgangur eftir árið. ö^kaupfélaqió

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.