Tíminn - 09.12.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.12.1939, Blaðsíða 3
143. blað TlMlNN, langardagiim 9. des. 1939 571 A MV A L L Afmæll. Þorkell Pétursson bóndi í Litla-Botni við Hvalfjörð varð sextugur 6. desember. Hann ólst upp í Reykjavík, og að Svartagili í Þingvallasveit, þar sem foreldrar hans, Pétur bóndi Einarsson og Sigríður kona hans Jónsdóttir, bjuggu lengst. Á unga aldri stundaði Þorkell jöfnum höndum. sveitavinnu og sjómennsku og var í Vest- mannaeyjum og fleiri verstöðv- um sunnanlands á vertíðum, svo sem þá var títt um unga menn. Nokkru eftir aldamótin, tæplega þrítugur að aldri, hóf hann búskap í Litla-Botni, og kvongaðist litlu síðar Kristínu Jónsdóttur bónda í Brennu í Lundarreykjadal, Pálssonar. Var búið í upphafi af smáum efnum samansett, því að Þor- kell og foreldrar hans voru fé- lítil, en er árin liðu, tók að rýmkast efnahagurinn, enda at- orku og hagsýni gætt í hví- vetna af þeim hjónum báðum. Varð hann brátt einn hinn bezti og farsælasti bóndi sveit- ar sinnar, og þótt víðar væri leitað um héraðið. Réðist hann í margvíslegar gætilegar um- bætur, girti tún sitt gaddavírs- girðingu lörgu áður en slíkt varð almennur siður, húsaði jörðina prýðilega að öllum hús- um, stækkaði og bætti túnið. Sauðféð, sem til þessa hefir ver- ið arðsamasti bústofninn, rækt- aði hann af alúð og mun enda óvíða um þessar slóðir jafngott og þolið fé, sem í Litla-Botni. Hann á á hverju vori mestar heyfyrningar bænda í sveitinni. Ávallt hefir hann fylgt þeirri góðu siðvenju að vera ódeigur um umbætur, sem hann sá að voru hyggilegar og eigi ofviða, en ráðast aldrei í það, er hann vissi sig ekki fullfæran um að leiða til lykta. — Þorkell er allra manna traustastur i öllum sam- skiptum, en þéttur fyrir ef rang- lega er að honum veitzt. — Hann er höfðinglundaður og stórtækur og hefir mikið dálæti á hinum fornu hetjum, sem ógjarnt var að láta sinn hlut og viku aldrei fyrir ofur- efli. Þau hjón, Þorkell og Krist- ín, eiga fjögur börn á lífi, tvo :sonu, Jón og Pétur, og tvær dætur, Málfríði og Sigríði. X. Innheimtumenn! Vinnið ötullega að innheimtu og útbreiðslu Tímans í ykkar sveit. Svarið fljótt bréfum frá mnheimtu blaðsins í Reykjavík, og gerið skil til hennar svo fljótt sem möguleikar leyfa. Tíminn er ódýrasta blaðið, sem gefið er út á íslandi. íusson, formaður búnaðarfélags- ins, gengur með mér um geymsl- ur og garða og menn koma til mín með veikar kartöflur á gistihúsið. Það var engan veg- inn óhugsandi, að um hina ill- ræmdu kartöflumyglu væri að ræða, eftir hið óvenju blíða sum- ar, enda þótt hennar hafi ekki hingað til orðið vaxt á Norður- landi. En svo er ekki, sem betur fer. Ekki sé ég heldur skemmdir af völdum stöngulsýkinnar, þótt að hennar hafi orðið dálítið vart í sumar. Ekki var heldur um þurrotnun af völdum „fúsaríum- sveppa að ræða, því skemmd- irnar komu víða fram áður en kartöflurnar voru látnar í geymslurnar. Við athugun á þessu og eftir upplýsingum frá eigendum sannfærðist ég betur og betur um, að hér var ekki um eiginlegan jurtasjúkdóm að ræða, heldur um afleiöingu eftir of mikla þurkun eftir að kart- öflurnar voru teknar upp. Mold- in var þurr þegar tekið var upp og kartöflurnar því þurrar. En þrátt fyrir það breiddu flestir þær i 2—3 daga í steikjandi sól. Hýði rifnar oft af, og í miklum sólarhita er hætt við að eðlileg korkmyndun geti ekki átt sér stað, fleiðrið brennur og verður að sári og oft hrúðurkennt þykk- ildi yfir, en er aðeins á yfirborði kartöflunnar. í rakri og hlýrri geymslu komast svo myglu- sveppir greiðlega í sárin og þau verða stærri og dýpri. Þeir Króksbúar hafa komið sér upp sameiginlegri kartöflu- geymslu, sem virðist vera góð að öðru leyti en því, að stromp B Æ K U B Jón Trausti: Ritsafn I., 464 bls. Rv. 1939. Bókaútg. Guðjóns Ó. Guðjónssonar. Rúm 20 ár eru nú liðin síðan Guðmundur Magnússon — Jón Trausti — andaðist. Bækur hans flestar hafa um hríð verið ófá- anlegar hjá bóksölum. Er því sannarlega vel farið, að hafin er ný útgáfa á verkum hans. í bindi þessu eru prentaðar þess- ar sögur: Halla og Heiðarbýlið I—II (Heiðarbýlið og Grenja- skyttan). Um útgáfuna er allt hið bezta að segja. Hún er vel vönduð og myndarleg að ytra frágangi, svo sem vel sæmir. Umsjá með prentun hefir Aðal- steinn Sigmundsson kennari annazt, náinn frændi skáldsins. En útgáfuna kostar tengdason- ur skáldsins, Guðjón Ó. Guð- jónsson prentari. Er útgáfan því í góðum höndum, er hana ann- ast þeir menn, sem bezt má trúa til að hafa þann metnað að ganga svo frá, að minning skáldsins megi vel hæfa. Bindi þetta hefst á ritgerð um Guömund Magnússon, eftir dr. Stefán Einarsson. Þessi ritgerð er í senn yfirlit um ævi skálds- ins og verk, hófsamlega rituð og af góðum skilningi, eins og vænta mátti. Eins og ýmsa sjálf- sagt relcur enn minni til, átti Jón Trausti frá upphafi mis- jöfnum dómum að fagna frá þeim mönnum, er þá töldust helztir bókmenntamenn. Hann var vafalaust látinn gjalda þess, að hann var sjálfmenntaður al- þýðumaður, er brotið hafði sér braut með viljaþreki og ein- beittni og setzt á skáldabekkinn án þess að láta vísa sér til sæt- is. Það er reyndar sannast mála, að benda má á ýmsa galla á ritsmíðum hans, er honum hefði að líkindum tekizt að sneiða hjá, ef hann hefði notið betri aðbúðar, meðan hann var að ná þroska. Ekkert af verkum hans, nema ef til vill þó einstaka smásaga, verður talið brota- laust listaverk í heild sinni. En sanngjarnt var að kannast við það, að í verkum þessa manns, frá Höllu til Bessa gamla, voru tilþrif, sem þeir einir geta sýnt, sem gæddir eru ríkri skáld- gáfu. Mannlýsingar og mann- lífslýsingar Jóns Trausta eru oft frábærar. Hann þekkti af eigin raun líf sveitafólks, út- skagabúa og heiðabúanna, og því hefir tæplega verið glögg- legar lýst né með meiri sann- indum af öðrum. Um þetta vitna Heiðarbýlissögurnar bezt. Og svo fálega sem þeim var tek- ið á sínum tima af þeim „skrift- vantar til þess að hlýja og raka loftið, sem myndast, geti slopp- ið út. Úr því er hægt að bæta strax og með litlum kostnaöi. Vegna hlýindanna í veðri hafði gengiö erfiðlega að halda réttu hitastigi. Ógjarna má hiti fara yfir 6° C., en vaT 8, þegar ég kom þar — en hlýjan og rakinn á við sveppina. Annars var umgengni þarna ágæt. Garðlöndin eru ýmist undir bökkunum eða fyrir ofan þá. Mikill fjöldi garða er inni í Sauðárgili og liggja þeir vel við sól, en eru æði brattir ofan til. Jarðvegur er góður, einkum neð- an til. Garðarnir bexa jafnvel á hausti eða snemma vetrar vitni um misjafna hirðingu eins og gerist -og gengur. En ljótt er að sjá einstök beð í garði, eða ein- staka garða innan um hina, sem ekkert hefir verið sett í og ill- gresinu þar leyft að vaxa óhindr- uðu. Af því stafar auðvitað mik- il illgresishætta fyrir heildina. Þar sem margir garðar liggja saman, þyrfti sérstakan mann til eftirlits, eins og ég nefndi fyr um Selvíkina. Og garðarnir í Sauðárgili eru það langt frá heimilunum að erfitt er um dag- legt eftirlit. Áhugi virtist mér vera mikill fyrir garðrækt á Sauðárkróki, enda hafði hið ágæta sumar gef- ið þeim, sem hirða garða sína vel, góða uppskeru og mun því ýta undir auknar framkvæmdir, þegar vorar á ný. Káltegundir náðu góðum þroska hjá mörg- um, og ennfremur gulrætur hjá þeim fáu, sem til þeirra höfðu sáð. Voru þeir og allmargir, sem 011 leikföngin úr EDINBORG lærðu“, munu þær þó reynast óbrotgj arn minnisvarði um merkilegt tímabil í sögu menn- ingar vorrar — og ómeninngar, skrumlaus og við hæfi. Slíkt er ekki lítils vert. Hitt er og víst, að skáldið átti miklu meiri vin- sældum að fagna hjá þjóð sinni en ritdómar benda til. Hér naut hann frábærrar frá- sagnargáfu sinnar fyrst og fremst. Vandalítið var að benda á misfellurnar, orðglaðar málalengingar, bláþræði og hnökra á hinum hraðspunna þræði, allt ofboðslegt þeim mönnum, sem ganga með slíkt þunnlífi sálarinnar, að þeim verður bumbult af kvæði, jafn- vel heilli ljóðabók, af því þar kemur fyrir „ósmekklegt" orð í einni ljóðlínu. Fyrir slíka menn gat Jón Trausti hvorki ort né ritað sögur. En það sakaði hann ekert. íslendingar hafa alltaf verið hneigðir fyrir frásögur og tamið sér jafnt að kalla þá list að segja frá og hlýða á. Og sannast að segja er það ekki minni list að kunna vel að hlýða misbrestasamri frásögn en að segja góða sögu vel. Hið fyrra er reyndar miklu meiri list, og tryggð alls almennings hér á landi við gömlu söguljóðin, rím- urnar, sannar þetta bezt. Ætli það sé ekki alveg eins góð og gild aðferð við mat á bók- menntum, að gleðjast af man- söngs kafla eða snjallri vísu í kvæði og hitt, að fordæma allt verkið vegna eins orðs eða setn- ingar, sem betur mátti fara. Enginn má skilja þetta svo, að ég vilji líkja verkum Jóns Trausta við rímur, þótt ég hins vegar þykist sjá það, að hann hefði vafalaust orðið mikið rímnaskáld, ef hann hefði uppi verið svo sem 100 árum fyrr. Það er allt annað mál og mætti segja með líkum rétti um ýmis skáld önnur. í þess stað varð hann brautryðj andi um skáld- sagnagerð og þótt Einari H. Kvaran þætti stundum betur takast, vegna stílfærni sinnar, sem oft var frábær og nær allt- af misfellulaus, mun það sann- ast er stundir líða, og jafnvel nú um það er lokið er útgáfu þess- ari, að hlutur Jóns Trausta verður ekki látinn minni í ís- lenzkri skáldsagnagerð. Þórkell Jóhannesson. leituðu til mín um upplýsingar þessa dagana. Mánudaginn 3. dag vetrarins, fór ég svo fram í Tungusveit ásamt Haraldi búnaðarfélags- formanni, til að skoða hvera- svæðið við Skíðastaðalaug, Reyki og Steinstaði. Við komum við á Reynistað og fengum Jón bónda með okkur frameftir, því að hann er allra manna kunnug- astur í sýslunni. Var nú ekki vetrarlegt að sjá um byggðina, hvergi hvítan díl að sjá, ekki einu sinni á hæstu fjöllum. Gott skyggni var yfir hérað, að frá- teknu því, að þokuhöttur var yf- ir Mælifellshnjúk. Var fagurt að sjá yfir fjöll og eylendi. Við höldum fram Langholtið, framhjá Glaumbæ. Þar er nú verið að byggja upp gamla bæ- inn, með sama snið og áður var. Er það vel farið og eiga þeir þökk skilið, sem fyrir því verki standa og kosta það. — Þegar kemur fram fyrir Víðimýri, þá er Vallholtið til vinstri handar niður á sléttunni. Þar niður frá er hin forna Vallalaug, Hinn gamli þingstaður er þar hjá. Ekki telur Jón á Reynistað þörf til að ómaka sig að lauginni jarðhitans vegna. Umhverfi laugarinnar er nú víst mjög breytt frá því sem var. Héraðs- vötnin hafa hlaðið undir sig 1 kring, svo að laugin er nú kom- in í mýri og mjög kólnuð að sögn. Frh. í næsta laugardagsblaði. Nýtl vifthori í mnanlandsmálum (Framh. af 2. síðu) En allmikið af því hefir verið ráðið í störf sín vegna frænd- semi eða kunningsskapar, án tillits til verðleika. í einni stórri almannastofnun er álitið af kunnugum mönnum, að ef allir ynnu eins og þeir beztu, þá mætti komast af með helming þess fólks, sem þar er nú. Vinnutími í ýmsum opinberum skrifstofum hefir verið stuttur, og slælega gengið eftir, að hans væri gætt. Þegar sett var klukka í landsímahúsið í vor, sem leið, til að tryggja stundvísi, gerði starfsfólkið verkfall um stund og sýndi frekleg merki um að það væri móðgað yfir þessari sjálfsögðu nýbreytni. Sú hneigð, sem hér hefir ver- ið lýst, að leitazt er við að kom- ast frá framleiðslunni í létti- vinnu, að bæta of mörgum í framleiðslugreinar, aðeins til að skapa þar fleirum lifibrauð, og að lokum, að vilja hafa vinnu- tímann óeðlilega stuttan við léttu vinnuna, og koma sem flestum af vinum, frændum og kunningjum að, eingöngu til að láta þá fá sem mestar tekjur, eru háskaleg tímanna tákn. Ef svo héldi áfram til lengdar, myndi hið íslenzka mannfélag liðast sundur af innri veikleika, eins og á 13. öld. Menn munu vafalaust deila talsvert mikið um frumvarp fjárveitingarnefndar, og gefa því ýms miður viðkunnanleg heiti. En í því kemur fram sú s a m a sj álfbj argarviðleitni nokkurs hluta þjóðarinnar, sem olli því, að lýðræðisflokkarnir sömdu með sér starfsfrið áður en voða heimsstyrj aldarinnar bar að höndum. Menn fundu þá, að það var lífsnauðsyn fyr- ir þjóðina, að sameina lýðræð- isöflin í landinu um vinnu í landstjórn og á þingi. Nú finna allir, að þar var vel ráðið, og þjóðirnar í grannlöndunum byrja að líkja eftir íslending- um í þessu efni. Nú er næsta skrefið að nota mátt samtak- anna til að tryggja framtíð þj óðarinnar í atvinnumálum, fjármálum og í þjóðaruppeld- inu. Frumvarp það, sem nú er sagt frá, er aðalátakið, sem gert verður á yfirstandandi Alþingi til að tryggja frelsi og framtíð íslenzku þjóðarinnar. J. J. Húðir og shinn. Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar HÚÐIR ; og SKINN, sem falla til á heimilum þeirra, ættu þeir að biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessum vörum ; í verð. — SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA selur j NAUTGRIPAHÚÐIR, HROSSHÚÐIR, KÁLFSKINN, • ; LAMBSKINN og SELSKINN tU útlanda OG KAUPIR : ÞESSAR VÖRUR TIL SÚTUNAR. — NAUTGRIPA- HÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KÁLFSKINN er bezt að salta, en gera verður það strax að lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinnunum, bæði úr holdrosa og hári, áður en saltað er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrum, borgar sig. — Timburverzlun Símn.: Graniuru. Carl Lundstjade Stofnað 1824. Köbenhavn. Afgr. frá Kaupmaimahöfii liæði stórar og litlar pantanir og skipsfarma frá Svíþjóð. S. t. S. og umboðssalar annast pantanir. — EIK OG EI iVI í ÞILFAR TIL SKIPA. — W I dag er síðasti endurnýj- unardagur í 10. flokkí. Happdrætttð. ÞÚSUNDIR VITA að gæfa fylgir trúlofunarhring- unum frá SIGURÞÓR, Hafnar- stræti 4, Reykjavík. \ AK A Á ERINDI TIL ALLRA. Flytur frumsamdar og þýdd- ar greinar um margvíslegt efni, sögur og kvæði og er prýtt fjölda mynda. KAUPIÐ VÖKU! Gód Nokkuð margir kaup- endur Tímans munu hrtU«U!»Mr»eiSa f. árg. Dvalar. DOK.aK.aUpj- 2 og 3 árg em samtals 58 hefti og í þeim m. a. yfir 100 stuttar skáldsögur. Þeir sem senda 10 kr. til afgr. fá 2. og 3. árg. burðar- gjaldsfrítt tii baka. Líka sendir ef ósk- að er gegn póstkr. Adr.: Dvöl, Rvík. RænsnafóÖur. Reynið hina bætaefnaríku varpblöndu II.F. FISKUR. — Sími 5472. 52 Margaret Pedler: Laun þess liSna 49 viljað dvelja sem lengst með Elizabet þessa daga, en Fjóla hafði gripið til hinnar venjulegu aðferðar,hinnar barns- legu áköllunar, og hann hafði auðvitað látið undan. Elizabetu fannst stundum, að Fjóla hylltist viljandi til þess að stía þeim í sundur, feðginunum. Núna fannst henni til dæmis, að Fjóla hefði getað verið án hans 1 dag, af því að þetta var síðasti dagurinn um langan tíma, sem hún gæti verið með föður sínum. Henni fannst því öðru hvoru, meðan hún var að taka saman dót sitt, að hún væri dálítið einmana. En þegar þessar hugsanir sóttu að henni, þá rifjaði hún upp bréfið frá Jane og við það hitnaði henni um hjartaræturnar, áhyggjurnar dreifðust og hún tók til við útbúnað sinn með nýjum krafti. Klukkan þrjú var Elizabet búin að út- búa farangur sinn að öllu leyti, að und- anteknu þvi smávægilegasta, sem aldrei er hægt að ganga frá fyr en á síðustu stundu. Hún gekk út í garðinn, til þess að virða vatnið fyrir sér í síðasta sinn. Það var ákaflega fagurt, einkennilega dökkgrænt vegna þess, að grænar hæð- irnar umhverfis spegluðust í sléttu yf- irborðinu. Kyrrðin var afar mikil. Það var næstum eins og vatnið hefði sofn- að, það var svo kyrrt og spegilslétt. nokkrum dögum eftir að hann hafði skrifað. „Ég veit það,“ sagði Elizabet og leit upp úr bréfinu, sem hún var að lesa. „Hún hefir líka skrifað mér.“ „Aha!“ sagði Candy og augu hans lukust til hálfs, eins og æfinlega, ef eitt- hvað snerti ímyndunarafl hans og gerði hann forvitinn. En hann bað ekki um að fá að sjá bréfið. Milli föður og dóttur var einkennilegt, þráðlaust samband, og hann skynjaði að hún vildi ekki sýna honum bréfið. „Hvernig lýst þér á bréfið,“ spurði Fjóla, dálítið áköf. Henni fannst það ákaflega æskilegt sín vegna, að stjúp- dóttur hennar yrði með hægu móti kom- ið fyrir, þar sem hún yrði ánægð næstu mánuði. Annars yrði Candy áhyggju- fullur og þá væri ferðalag þeirra fyrir gýg. „Heldur þú, að þér muni falla vel við hana?“ „Já, ég er viss um það, svaraði Eliza- bet ákveðin. Elizabet vissi ekki sjálf, hversvegna hún var svo örugg um þetta. Milli lín- anna, sem Jane hafði skrifað, var eitt- hvað, sem snart hana þægilega. Ef til vill var-það tryggðin, sem hafði reynst móður hennar svo traust, er nú breiddi út faðminn á móti dótturinni. „Ég get ekki komið orðum að því, hvað

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.