Tíminn - 09.12.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.12.1939, Blaðsíða 4
572 TlMIM, langardaginn 9. des. 1939 143. blað tin BÆJVUM Messur á morgun: í dómkirkjunni kl. 11, séra Bjarni Jónsson, altarisganga; kl. 3, séra Prið- rik Hallgrímsson, barnaguðsþjónusta; kl. 5, séra Friðrik Hallgrímsson. — í fríkirkjunni kl. 5, séra Arni Sigurðs- son. — í Laugarnesskóla kl. 5, séra Garðar Svavarsson; barnaguðsþjón- usta kl. 10 árdegis. — í Landakots- kirkju, lágmessur kl. 6.30 og kl. 8 árd., hámessa kl. 10; bænahald með pré- dikun kl. 6 síðdegis. Félag ungrra Framsóknarmanna í Reykjavík heldur fund í Sam- bandshúsinu á þriðjudagskvöldið og verður þar rætt um starfsemi íslenzkra kommúnista. Málshefjandi Þórarinn Þórarinsson. Pundurinn hefst kl. 8.30. Félagar eru áminntir um að fjölmenna og koma réttstundis á fundinn. Þess er óskað,- að félagsskírteini verði sýnd við innganginn og er fólk því beðið um að taka þau með sér. Trésmiðafélag Reykjavíkur minnist 40 ára afmælis síns að Hó- tel Borg með samsæti í kvöld. Sam- sætið hefst kl. 7.30. Skíðafélögin efna til skíðaferða um helgina, ef veður leyfir. K.R.-ingar hafa í hyggju að fara í skála sinn í kvöld og á að leggja af stað frá K.R.-húsinu kl. 8 í kvöld. Ármenningar ætla í Jósefsdal og verður lagt af stað frá íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar í kvöld kl. 8 og í fyrramálið kl. 9. Skíðafélag Reykjavík- ur efnir til ferðir á Hellisheiði og á að leggja af stað frá Austurvelli kl. 9 í fyrramálið. Skíða- og skautafélag Hafnarfjarðar efnir til ferðar og verð- ur lagt af stað kl. 9 í fyrramálið. — íþróttafélag kvenna efnir til skíða- farar að skála sínum í Skálafelli, og verður lagt af stað frá Gamla Bíó kl. 9 í fyrramálið. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Sherlock Holmes annað kvöld. Nokkrir aðgöngumiðar að þessari sýn- ingu verða seldir mjög ódýrt. Vísurnar til Þuru í Garði. Prentvilla var það í síðasta blaði, að Pétur Jakobsson væri höfundur vísnanna um ljóðakver Þuru í Garöi, er birtust á sínum tíma hér í blaðinu. Hann óskaði þess þvert á móti getiö, að hann væri eigi höfundur þeirra. Neville Chamberlaín (Framh. af 2. síðu) Chamberlain stofnaði síðan bæjarbankann í Birmingham og fékk hinar beztu undirtektir. Fyrir atbeina hans var því af- stýrt, að bankinn var lagður niður að styrjöldinni lokinni. í stað þess að lána ríkinu skyldi starfsemi hans eftirleiðis bein- ast að því, að styrkja borgar- stjórnina í framkvæmdum hennar. Hefir starfsemi bank- ans gengið mjög vel og hann veitt Birmingham mjög hag- kvæm lán til framkvæmda sinna. Utan Birmingham fékk hugmynd Chamberlains um bæjarbanka lítið fylgi. Framkoma Cham- Vonbrigði. berlains í þ e s s u máli varð til þess að vekja athygli Lloyd George á honum. Kvaddi Lloyd George Chamberlain á fund sinn og bað hann að veita forstöðu nýju ráðuneyti, sem hefði það hlut- verk að koma á hagkvæmari verkaskiptingu í iðnaðinum, svo að fleiri menn gætu farið í her- inn. Chamberlain vildi ekki skorast undan þessu, en varð fyrir miklum vonbrigðum þegar til kom. Hann hafði gert sér vonir um að ganga að ákveðnu starfi og framkvæma ákveðnar fyrirætlanir, en Lloyd George Reikningur R.víkur (Framh. af 1. síðu) farið fram úr áætlun, en aðal- hækkunin á tekjunum er þó í því falin, að útsvörin, sem voru áætluð kr. 4.126.520.00 urðu kr. 4.631.727.94. Rekstrarhalli á árinu varð kr. 231.171.14. Á árinu 1937 höfðu gjöldin á rekstrarreikningi bæj arsj óðs orðið kr. 6.469.571.23 og hafa útgjöld bæjarins því orðið kr. 617.429.54 hærri á árinu 1938 en á árinu 1937. Þá átaldi S. J. það, að allar skýringar vantaði með reikn- ingunum. Það væri nauðsyn- legt bæði fyrir bæjarfulltrúana og eins fyrir bæjarbúa sjálfa, sem vildu gera sér einhverja grein fyrir því, hvernig fjármál- um bæjarins væri varið, að ýt- arleg skýrsla væri látin fylgja ársreikningnum. Það hefði verið siður fyrir nokkrum árum, og væri þess mikið frekar þörf nú, þar sem reikningshald bæjarins og fyrirtækja hans yrði æ um- fangsmeira. Þá gagnrýndi Sig- urður, að reikningum vatns- veitu og hitaveitu væri bland- að saman, þannig, að ómögu- legt væri að sjá, hvernig hvort fyrirtæki um sig stæði.- Bar hann fram tillögu þess efnis, að reikningarnir yrðu aðskildir fyrir þetta ár og framvegis og var hún samþykkt. Jón Axel Pétursson, sem er í bæjarráði fyrir hönd Alþýðu- flokksins upplýsti, að mest af greiðslunum hefði farið fram án þess að bæjarráð hefði verið látiö vita, og benti á það sem dæmi, að „Vetrarhjálpinni" hefðu verið greiddar rúmar 30 þús. kr., enda þótt á áætluninni hefði aðeins verið leyft að greiða henni 15 þúsund krónur. Hin stöðugt hækkandi útgjöld Reyk- javíkurbæjar fara því orðið fram að miklu leyti bak við tjöldin. hafði ætlað honum að gera hvorttveggja, leggja fram hug- myndirnar og framkvæma þær. Það seinna hefði Chamberlain getað gert, hið fyrra var honum ofvaxið. Hann hafði ekki hug- kvæmni Lloyd George eða Churchills. Vinnubrögð hans lentu í handaskolum og hann sagði af sér eftir nokkra mán- uði. Sjðan hefir jafnan verið mjög kalt milli Lloyd George og Chamberlains og kenna hvor öðrum um, að fyrirætlun þessi misheppnaðist. Lloyd George á- sakar Chamberlain um skort á hugkvæmni, en Chamberlain átelur hann fyrir stofnun ráðu- neytis, sem hann hafi sjálfur ekki verið búinn að gera sér ljóst, hvernig ætti að starfa. Þessar málalyktir höfðu mik- il áhrif á Chamberlain. Hann taldi sig hafa beðið ósigur og vildi fá uppreisn. Sennilega hef- ir ekkert ráðið meira um það, að hann vildi freista hamingj- unnar á stjórnmálasviðinu, og það er vafalaust rétt, að kona hans hefir hvatt hann til þess. Hann bauð sig fram til þings í Birmingham í næstu kosning- um (1918) og vann glæsilegan sjgur. Síðan hefir hann stöðugt gengt þingmennsku fyrir sama kjördæmi. Frh. Þ. Þ. Ráðstafanir vegna stríðsins (Framh. af 1. síðu) útvarpsstjóra. Skal honum falið að annast daglega stjórn og fjárreiður útvarpsins, eftir nán- ari fyrirmælum í reglugerð, er ráðherra setur. Ráðherra er heimilt að gera fréttastofu útvarpsins að sér- stakri deild, undir stjórn út- varpsráðs. Ennfremur er ráð- herra heimilt að semja við blöð lýðræðisflokkanna um þátttöku í starfrækslu fréttastofunnar, eftir nánari fyrirmælum í reglugerð er ráðherra setur. Ráðherra ræður starfsmenn útvarpsins, að fengnum tillögum útvarpsstjóra og útvarpsráðs. Laun starfsfólks útvarpsins skulu, þar til launalög eru sett, ákveðin í fjárlögum. 9. gr. Óheimilt skal forráða- mönnum ríkisstofnana, þar með taldir bankar, að ráða fasta starfsmenn, nema að undan- gengnu samkeppnisprófi, og hafi auglýstur umsóknarfrest- ur eigi verið skemmri en einn mánuður, þar sem úr því var skorið, hver hæfastur væri til starfsins af umsækjendum. Rík- isstjórnin setur í reglugerð nán- ari fyrirmæli um þessi próf. 10. gr. Óheimilt er forstjórum ríkisstofnana að ráða nokkurn til starfs við þær til annars en venjulegrar daglaunavinnu, nema með samþykki ráðherra. Svo skal þeim og óheimilt að greiða nokkrum starfsmanni aukaþóknun, hvort sem um er að ræða hreina launaviðbót eða greiðslu fyrir aukavinnu, né á annan hátt breyta launakjörum án samþykkis ráðherra. 11. gr. Fresta skal að prenta umræðupart þingtíðindanna fyrir árið 1940. Í2. gr. Aukatekjur, aðrar en ríkissjóðstekjur, er tilfalla þeim embættismönnum, og starfs- mönnum þeirra, er fá goldinn skrifstofukostnað eftir reikn- ingi og þeir fá greiddar vegna embættis síns eða stöðu, skulu teljast skrifstofum þeirra til tekna. 13. gr. í skrifstofum ríkisins- og í ríkisfyrirtækjum skal dag- legur vinnutími vera a. m. k. frá kl. 9 árdegis til kl. 6 síðdeg- is, að frádregnum 1V2 klukku- tíma. Þó getur forstjóri látið vinna á öðrum tíma dags, þar sem vaktaskipti eru höfð við vinnuna. Á tímabilinu frá 15. júní til 15. sept. skal vinnutími á laugardögum a. m. k. vera 4 stundir. 14. gr. Meðan núverandi ófrið- ur í Norðurálfu varir, skal kennslumálaráðherra heimilt: a. Að stytta hinn árlega kennslutíma í barnasóklum landsins og draga þannig úr út- gjöldum við skólahaldið. b. Að sameina fámenn fræðsluhéruð um einn og sama kennara, þar sem því verður við komið. Ennfremur er ráðherra heimilt að ákveða, að fjölga skuli kennslustundum í ís- lenzku, tekin upp og aukin vinnu- og íþróttakennsla, en 50 Margaret Pedler: ég er glöð yfir því að þú skulir ætla að koma til mín,“ skrifaði Jane. „Mér hefir alltaf fundist, að við, þú og ég, ættum að verða samrýmdar alveg sérstaklega, af því að þú ert dóttir Irene. Og ég er dauðfegin að Candy skyldi loksins leyfa mér að eignast minn hlut í þér! .. “ Það er ákveðið að Elizabet skyldi leggja af stað til Englands eftir nokkra daga. Þessa daga minntist Elizabet oft bréfsins frá Jane og hlakkaði til að hitta hana sjálfa, og bréfið dró úr sárs- aukanum við að skilja við Candy. Eliza- betu fannst að hún myndi alls ekki verða meðal ókunnugra í raun og veru. Það var svo auðfundið af bréfinu, að Jane bauð Elizabet innilega velkomna, og hún fann stöðugt til velvildarinnar, þótt hún væri langt í burtu. Elizabetu veitti held- ur ekki af því, eins og á stóð. Elizabet fannst sér misboðið með því, að vera send til Waincliff, svo þau gætu leikið sér tvö ein, Fjóla og Candy. Hún var sár út af þessu undir niðri, en hún vildi alls ekki viðurkenna það með sjálfri sér. Hún hafði áður verið uppá- halds ferðafélagi föður síns, og barns- legt en hreinskilið viðmót hennar hafði haft mjög góð áhrif á hann. Samband þeirra var í raun og veru dásamlegt. Vinátta þeirra stafaði miklu meir af Laun þess liðna 51 gagnkvæmum skilningi og skyldleika í hugsun en líkamlegum skyldleika, og viðhorf þeirra hvors til annars var miklu líkar því, að þau væru tveir sam- rýmdir félagar en faðir og dóttir. Það var þessvegna ekkert undarlegt, þótt Elizabetu finndist að hún væri nú höfð út undan, þótt hún berðist gegn þessari tilfinningu: Hún vissi, að réttur Fjólu til manns síns var óvéfengjanleg- ur, og hún gladdist innilega yfir því að sjá föður sinn ánægðan og hamingju- saman, þátt fyrir það að henni hálf- leiddist. Hann hafði einu sinni verið ákaflega óhamingjusamur. Elizabet hafði þá aðeins verið lítið barn, fyrstu árin eftir að þau fóru frá Frayne Abbey, en hún hafði samt greinilega fundið söknuð hans, fundið til áhrifa einhvers, sem hún ekki skyldi, en skyggði samt á líf hans. Hún var innilega ánægð yfir því núna, að hann hafði fundið ham- ingjuna. Samt varð því ekki neitað að kröfur Fjólu til manns síns hlutu að koma niður á Elizabet. í dag, síðasta daginn, sem þau yrðu öll saman í Villa Iario, hafði hún til dæmis fengið hann til þess að koma í ökuferð með sér, og það var ósennilegt að þau kæmu /yrr en undir Ikvöld. Frayne hafði alls ekki langað til þess að fara, hann hefði miklu heldur Leihfél ay Reykjavíkur „SHERLOCK HOLMES“ Sýníng á morgnn kl. 8 NB. — NOKKRIR AÐGÖNGU- MIÐAR AÐ ÞESSARI SÝNINGU VERÐA SELDIR Á KR. 1.50. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. ikip -°~-"GAMLA BÍÓ—— Ef ég væri konimgur. Stórfengleg og spennandi söguleg amerísk kvikmynd um einhvern frægasta æv- intýramann veraldarsög- unnar, franska skáldið Francois Villon. Aðalhlutv. leika: RONALD COLMAN, FRANCES DEE og BASIL RATHBONE. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. “—NÝJA BÍÓ - Beztu þakkir mr. Moto. Amerísk kvikmynd frá Fox er sýnir nýjustu klæki og skörungsskap hins snjalla leynilögreglumanns mr. Moto. — Aðalhlutverkið, mr. Moto, leikur PETER LORRE. Aukamynd: Bláa fljótið. Stórmerkileg fræðimynd frá Kína. það, sem auglýst var fyrir Framsóknarfélag Beykjavíkur. nokkru, lileður ekki í Kaup- mannahöfn fyr en næstkom- andi þriðjudag og miðvikudag. Aðalfufltdur Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Tryggvagötu. Simi 3025. minnka að sama skapi kennslu í öðrum bóklegum fræðigrein- um. 15. gr. í menntaskólana í Reykjavík og á Akureyri skal ekki veita inngöngu yngri nem- endum en 15 ára að aldri. Við inntökupróf í 1. bekk menntaskólanna skal leggja megináherzlu á kunnáttu nem- endanna í íslenzku og íslenzk- um bókmenntum, og skal kennslumálaráðherra setja um það nánari fyrirmæli í reglu- gerð. 16. gr. Ríkisstjórninni er heimilt, að fengnum tillögum háskólaráðs og menntamála- ráðs, að ákveða, hve margir ný- ir nemendur skuli á ári hverju fá inntöku í Háskóla íslands. Ákvörðun þessi skal miðuð við það, að árlega útskrifist svo margir sérfróðir menn í þeim fræðigreinum, sem þar eru kenndar, að fullnægt sé þörfum þjóðarinnar. Nú sækja fleiri um inngöngu í háskólann en hæfilegt þykir samkv. því, sem að framan greinir, og skal þá ráðherra kveða á í reglugerð, að fengnum tillögum háskólaráðs, um skil- yrði fyrir inngöngu. 17. gr. Lækka skal afnota- gjald þeirra útvarpsnotenda, sem ekki hafa straumtæki, nið- ur í 20 krónur. 18. gr. Skylt skal öllum ríkis- stofnunum, fyrirtækjum, sem eru stofnsett með sérstökum lögum til almannaþarfa, bæjar- og sveitarfélögum og fyrirtækj- um og stofnunum, sem styrks njóta úr ríkissjóði, eða hafa í stjórn fulltrúa, sem ríkisstjórn- in skipar, að senda Alþingi fyrir lok janúarmánaðar ár hvert ýtarlega skýrslu um tilkostnað við starfsmannahald og starf- rækslu á undangengnu ári. Skal í þessari skýrslu tilgreina nöfn allra starfsmanna hjá hverri stofnun og fyrirtæki, annara en daglaunamanna, tilgreina föst laun þeirra af almannafé, auka- laun, eftirvinnu, uppbætur, hverskonar hlunnindi, ágóða- hlut og ferðakostnað. Auk þess skal tilgreina sundurliðuð út- gjöld við húsnæði, Ijós og hita hverrar stofnunar. Fjárveit- inganefnd getur falið endur- skoðendum ríkisreikninganna eða endurskoðanda fjármála- ráðuneytisins að fullgera skýrsl- una með athugun á bókhaldi hlutaðeigandi fyrirtækis. 19. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.“ Jónas Jónssn gerir nokkra grein fyrir tilgangi frv. á öðr- um stað í blaðinu. Frv. var til 1. umr. í efri deild í gær. Stef- án Jóhann andæfði því nokkuð og greiddu sósíalistar atkvæði gegn því, að frv. yrði vísað til annarar umræðu. félagsins verður haldinn í Kaupþingssalnum miðvikudaginn 13. desember kl. 8 y3. D4GSKRÁ: I. Venjuleg aðalfundarstörf. II. Umræður. Félagsmenn sýni skírteini við innganginn. Stjjórnin. C. M. Lampson & Co. Ltd. 64, Queeii, Street, Lenden E. C. 4. Skinnauppboð 1939--40 Silfurrefaskmn: 11. desember 1939 23. september 1940 8. janúar 1940 19. nóvember 1940 1. 27. apríl maí 1940 1940 9. desember 1940 Síðasti móttökudagur í London 7 dögum fyrir uppboðin. Önnur skfnn: 8. janúar 1940 — séruppboð fyrir mink. 1. febrúar 1940 — vetraruppboð. 1. apríl 1940 — séruppboð fyrir mink. 6. maí 1940 — voruppboð. 23. júlí 1940 — sumaruppboð. 31. okt. 1940 — haustuppboð. Minkar seldur á öllum uppboðunum. Á sumaruppboðinu verða að- eins seldir: otur, blárefir, bisamrottur, minkar, karkul og ind- versk lambskinn. Síðasti móttökudagur í London er 7—10 dögum fyrir uppboðin. Allar sendingar eru vátryggðar fyrir reikning eiganda gegn stríðs- og sjávarháska á meðan á flutningi stenduT. Öll skinn eru tryggð gegn stríðshættu á meðan þau eru hjá okkur. Fer það eftir reglum, sem stjórn Bretlands hefir sett. Vér greiðum framvegis fyrirfram greiðslu út á skinn eftir að þau eru komin í geymslu hjá okkur. Sé þess óskað fást pokar til að pakka skinnunum i frá umboðs- manni vorum í Oslo, herra Egil Gisholt, Tollbodgt. 4, Oslo, Noregi. war Vegna vaxandi fyrirspurna um hvort endurtekið verði tilboð mitt um f jölbreytt heimilisbókasafn fyrir 10 kr., að viðbættu einnar krónu burðargjaldi, vil ég enn gefa mönnum kost á slíkum kjönim: Steingrímur Thorsteinsson: Ljóðaþ. I. með mynd (208 bls.) og Ljóðaþ. II. með mynd .(58). Sawitri II. útg. með mynd (64). Sagan af Kalaf og kelsara- dótturinni klnversku (64). Kftir Axel Thorsteinsson: f leikslok, sögur úr heims- styrjöldlnni, 1.—2. útg. (148). / leikslok II. b. (58), Heim er haustar, og nokkrar smásögur aðrar (96) .Greifinn frá Monte Christo, I. b. (128), II. b. (164), III. (192), IV. (176). ftalskar smásögur I. (120). ítalskar smásögur II. (80). Ævintýri og smásögur með myndum (64). Einstœðingur, hin ágæta saga Margaret Pedler (504 bls.) og Ástarþrá, eftir sama höf. (354), líka falleg og skemmtileg saga. — Loks: Árgangar af Rökkri (heilir árg.) um 700 bls. Hefir nokkur boðið yður betri kjör? Pantendur sendi meðf. auglýsingu og 11 kr. (1 kr. má vera í frímerkjum) í ábyrgðarbréfi (sendið ekki peninga í almennu bréfi) — eða póstávísun og nægir að skrifa á afklippinginn: „Sendið mér bækurnar samkv. tilb. í Tím- anum þ. 12. okt. 1939.“ Það er ódýrast að senda peninga þannig og tryggt, en biðjið ávallt um kvittun fyrir póstávísun og ábyrgðarbréf, til þess að fá ieiðréttingu ef nokkur vanskil verða. í stað „Dokað við í Hrunamannahreppi" sem nú er uppseld kemur „Þöglar ástir eftir Musæus, í þýðingu Steingr. Thorsteinssonar, og í stað Börn dalanna I—II, sem er uppseld, „Sögur frá Alhambra" í nýrri útgáfu og vandaðri (þýð- ing Steingr. Thorsteinssonar). Virðingarfyllst. AXEL THORSTEINSSON. NB. — Áskilinn er réttur til að senda aðrar bækur í stað þeirra. sem upp kunna að ganga. — Skrifstofa mín og bókaafgreiðsla er flutt í hús Pélagsprent- smiðjunnar, efstu hæð. Viðtalstími kl. 9—4. Komið ílöskum og glösum í verð Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu) verður ekki neitað, að skjöldur hans hefir hreinkað nokkuð við það, að hafa nú sagt skilið við kommúnista, þegar hann hefir reynt þá til fulls. Hinsvegar hefir allur ráðahagur hans við kom- múnista sýnt svo mikla æfin- týramennsku og sljóleika til að sjá augljósar staðreyndir, að ó- liklegt mætti teljast að honum tækist hér eftir að safna um Næstu viku kaupum við flöskur og glös undan okkar eigin framleiðslu. Verðið er hækkað upp í 20 aura fyrir heilflöskur og 15 aura fyrir hálfflöskur. Gjörið nú gangskör að því að koma tómum flöskum og glösum í peninga. Móttaka er í Nýborg. Áfenglsverzlim ríkisins. sig miklu fylgi. Víða erlendis er það háttur manna, sem farið hafa slík gönuhlaup í opinber- um málum, að draga sig alger- lega í hlé. Vafalaust myndi Héð- inn hljóta mildastan dóm sög- unnar, ef hann tæki þann lcost- inn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.