Tíminn - 09.12.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.12.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GlSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR : EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hj. Símar 3948 og 3720. 23. árg Reykjavík, lauganlaginn 9. des. 1939 143. blatS Ráðstafanir vegna stríðsínss,yW á “'‘™! Frv. meiríhluta fjárv.neíndar Þrír þingmenn í efri deild, Jónas Jónsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Bernharð Stefánsson, flytja frumvarp til laga um nokkrar ráðstaf- anir vegna styrjaldar- ástandsins. Segir í greinargeröinni, að frv. sé stutt af meirahluta fjárveit- ingarnefndar, sem hafi haft ýms slík mál til athugunar. í nefndinni hefði orðið samkomu- lag um, að frv. yrði flutt af nefndarmönnum í annari þing- deildinni. Frv. þetta, en ýms atriði þess munu sennilega vekja nokkrar deilur, fer hér á eftir í heilu lagi: „1. gr. Ríkisstj órnin skal, eftir tilnefningu þriggja stærstu þingflokkanna, skipa þriggja manna bjargráðanefnd til eins árs í senn til að hafa á hendi framkvæmdir til framleiðslu- bóta og bjargráða undir yfir- stjórn ráðherra. Nefndin gerir tillögur um og hefir á hendi: 1. Ráðstöfun á fé þvi, sem veitt er í fjárlögum til fram- leiðslubóta og bjargráða í erf- iðu árferði. Fé þessu skal varið til atvinnuaukningar, einkum til garðræktar, hagnýtingar fiskúrgangs til áburðar, þara- Reikníngur Reykja- víkurbæjar 1938 Utgjöldiu lóru 757 þús. kr. fram úr áætlun og urðu 617 þús. kr. meiri en árið áður Á fundi bæjarstjórnar Reykja- víkur síðastl. fimmtudag lá reikningur bæjarins 1938 fyrir til fullnaðarsamþykktar. Reikningurinn hafði borizt bæjarfulltrúum i hendur að- eins tveimur dögum fyrir fund og bar Sigurður Jónasson því fram þá tillögu, að hafðar skyldu tvær umræður um reikn- ingana nú og framvegis. Með því móti gæfist bæjarfulltrú- um nægur tími til að athuga reikningana. Þessi tillaga Sig- urðar var felld með 6:5 atkv. Geta má þess, að Jakob Möller greiddi atkvæði með tillögunni. Sigurður Jónasson gerði all- margar athugasemdir við reikn- ingana. M. a. átaldi hann hve gjaldaliðir hefðu farið fram úr áætlun,. hefðu mikið af hinum auknu útborgunum farið fram, án þess einu sinni að bæjar- stjórnin væri að spurð. Ef til vill hefði bæjarráð eitthvað fengið að vita um þessar greiðsl- ur, en um það gæti hann ekki sagt, þar sem meirihluti bæjar- stjórnar hefði meinað Fram- sóknarflokknum að eiga full- trúa í bæjarráði. Alls hafa gjaldaliðir á rekstr- arreikningi bæjarsjóðs farið fram úr áætlun um kr. 756.880. 77. Fer hér á eftir skrá yfir þá liði, sem mest hafa farið fram úr áætlun: tekju, framræslu lands, fyrir- hleðslu, lendingarbóta, eldivið- arvinnslu, smíði smábáta, bygg- ingar húsa úr innlendu efni, svo sem vikri og torfi, vegagerðar og annara hagnýtra fram- kvæmda, og til þess að stuðla að því, að atvinnulausu fjöl- skyldufólki verði komið fyrir á sveitaheimilum. 2. Ráðstöfun atvinnulausra verkfærra framfærsluþurfa, er sveitarstjórn hefir ekki komið í vinnu. Heimilt er að ráðstafa slíkum mönnum til starfs hvar sem er á landinu, á heimili, til atvinnufyrirtækja og í vinnu- flokka undir opinberri .stjórn eða með öðrum hætti. Nefndin semur um starfskjör þeirra, sem á þennan hátt er ráðstafað, og hefir fullnaðarúrskurðarvald um vinnuskyldu allra þeirra, sem hún eða sveitarstjórn ráð- stafar til vinnu. Stjórnarráðið skal annast skrifstofustörf fyrir nefndina. Búnaðarfélag íslands skal veita nefndinni hjálp við að koma mönnum fyrir í vinnu á sveita- heimilum. Meðan ákvæði þessi eru í gildi skal, að því er Reykjavík snertir, frestað framkvæmd laga nr. 4 S. jan. 1935, um vinnu- miðlun, og siðari viðauka við þau lög. 2. gr. Heimilt er ríkisstjórn- inni að skipa svo fyrir, að á ís- lenzkum skipum megi vera færri skipstjórnarmenn og vélamenn en skylt er samkvæmt 1. nr. 104 23. júní 1936, um atvinnu við siglingar á íslenzkum skipum, og síðari breytingum á þeim lögum. Ekki mega þó færri slík- ir menn vera á íslenzkum sigl- inga- og fiskiskipum en sams- konar skipum norskum. 3. gr. Heimilt er ríkisstjórn- inni, meðan núverandi ófriður í Norðurálfu varir, að ákveða tölu matréiðslu- og þjónustu- fólks á farþegaskipum í milli- landasiglingum. 4. gr. Óheimilt er að setja skorður við tölu iðnnema í nokkurri grein, nema með sam- þykki ríkisstjórnarinnar, og á- kveður hún þá, hverjar þær skulu vera. 5. gr. Ákvæði 12. og 13. gr. 1. nr. 97 3. maí 1935, um rannsókn- arstofu í þágu atvinnuveganna við Háskóla íslands, falla úr gildi, þar til öðruvísi verður á- kveðið. Rannsóknarnefnd ríkisins, skipuð til þriggja ára í senn eftir tilnefningu 3 stærstu flokka þingsins, skal, á meðan svo stendur, hafa á hendi stjórn stofnunarinnar og þess hluta af rannsóknarstofu Háskóla ís- lands, sem hefir með höndum rannsóknir í þágu atvinnuveg- anna, svo og framkvæmd mat- vælarannsóknanna. — Ríkis- stjórnin ræður starfsmenn við framangreindar stofnanir, að fengnum tiilögum rannsóknar- nefndar ríkisins. Laun þeirra manna, sem starfa að þessum rannsóknum, skulu ákveðin í fjárlögum. 6. gr. Þar til öðruvísi verður ákveðið skal leggja niður ferða- skrifstofu ríkisins, og falla á meðan niður 1,-—6. gr. 1. nr. 22 1. febr. 1936, um ferðaskrifstofu ríkisins, en gjald það, sem inn- heimt er samkvæmt 7. gr„ skal renna í ríkissjóð, enda sé úr honum varið svipaðri upphæð, að fengnum tillögum fjárveit- inganefndar, til að bæta aðbúð á gististöðum og auka hreinlæti á ferðamannaleiðum. 7. gr. Hreinar tekjur ríkis- stofnana, annara en síldarverk- smiðja, skulu mánaðarlega greiddar til ríkisféhirðis, en þó skulu laun fastra starfsmanna þeirra öll vera greidd af ríkis- féhirði með þeim hætti, að hver stofnun fái mánaðarlega í einu lagi greidd laun starfsmanna hennar, og sjái hún síðan um greiðslu til hvers einstaks starfsmanns. 8. gr. Þar til öðruvísi verður ákveðið skulu eftirfarandi á- kvæði koma í stað 3. gr. 1. nr. 68 28. des. 1934, um ríkisútvarp: Kennslumálaráðherra skipar (Framh. á 4. slðu) Finnskur hermaður á verði við landamœrin. Til vinstri við liann sést ein af hinum mörgu gaddavírsgirðingum, sem Finnar hafa við landamœrin til hindr- unar fyrir framsókn Rússa. Styrjöldín í Fínnlandi Engar verulegar breytingar hafa orðið á vigstöðvunum í Finnlandi seinustu dagana. Á Kyrjálanesinu hefir Rússum hvergi tekist að brjótast yfir varnarlínu Finna. Á vígstöðv- unum norðan við Ladogavatn hefir Rússum aðeins þokað á- frarp, en það mun fyrirætlun þeirra þar, að brjótast yfir til botneska flóans og einangra þannig Norður-Finnland frá Suður-Finnlandi. í Norður- Finnlandi hafa Rússar náð mestum árangri, enda hafa Finnar þar veikar varnir og ætla ekki að leggja mikið kapp á að verja það. Þeir hafa þó veitt A, KROSSGÖTTJM Kartöfluuppskeran. rannsóknir. Möguleikar á sölu þangs og þara til útlanda. ■ Tilraunir me'Ö vothey. — Vélbátur strandar. Þang- Stjórn kaupst Áætlun kr. 344.160 Reikn. kr. 365.885 Löggæzla 336.000 364.981 Heilbrigðisráðst. 283.300 329.881 Ýmisk. starfræksla 292.000 426.216 Til framf .mála ... 1.608.000 1.737.020 Gjöld skv. ákv. Al- þýðutr.laganna .. 630.000 811.495 Barnaskólarnir ... 578.360 639.137 Til íþrótta, lista o.fl. 123.500 146.587 Vextir af lánum ... 325.000 436.854 Tekjuliðirnir hafa yfirleitt (Framh. á 4. siðu) Stjórn Búnaðarfélags íslands hefir látið safna fullkomnum skýrslum um kartöfluuppskeruna á síðastliðnu hausti. Eru þegar komnar til Búnað- arfélagsins uppskeruskýrslur úr 175 hreppum landsins og öllum kaupstöð- unum nema Reykjavíkurbæ. Telst kartöfluuppskeran í byggðarlögum, sem skýrslurnar eru úr, vera alls 91.958 tunnur. Ókomnar eru skýrslur úr Reykjavík og um 35 hreppum. í sum- um þeirra hreppa er kartöfluræktun mikil, en þó er hlutfallslega meira af útkjálkasveitum, þar sem lítið er um kartöfluræktun, meðal þessara 35 hreppa heldur en hinna, er skýrslur eru fengnar úr. í Reykjavík hefir ver- ið áætlað, að kartöfluuppskeran í haust hafi verið um 10 þúsund tunn- ur. Líklegt þykir af þessum skýrslum, að kartöfluuppskeran á öllu land^nu hafi verið sem næst 120 þúsund tunnur í haust. — í fyrra var heildarkartöflu- uppskeran 64 þúsund tunnur. Árin 1933—1937 hefir hún verið talin 56.286 tunnur til jafnaðar á ári, en árin 1914 —1918 var hún 24.800 tunnur að með- altali. , t t t Nýlega hafa borizt hingað erlendis frá fyrirspurnir um möguleika á að kaupa héðan þang og þara i allstórum stíl. Mun líklegt, að hægt sé að fá fyrir hann nokkurt verð. Við strendur íslands er ákaflega mikið af þangi og þara, en hins vegar hagar víða svo til, að erfitt og kostnaðarsamt er að afla þessa, ef um svo mlkið magn er að ræða, að hverfa þurfi að þang- og þaratekjunni víðast, þar sem um þann sjávargróður er að ræða. Þyrfti því dágott verð að fást fyrir þessa „uppskeru", ef arðbært ætti að verða. Ýmsar rannsóknir er verið að gera um þessar mundir á íslenzkum þara og þangi, bæði hvað snertir áburðargildi og fóðurgildi og ef tU vill fleiri not. Stendur náttúrufræðirannsóknanefnd ríkisins að mestu leyti að þessum at- hugunum, en framkvæmdar eru þær í rannsóknarstofu atvinnudeildar há- skólans. Meðal þessara rannsókna eru efnafræðilegar rannsóknir á þangi og þara, sem tekinn skal mánaðarlega. Eins og kunnugt er, er sjávargróður þessi breytilegur að efnainnihaldi eftir árstíðum og er ætlunin, að komast að raun um, hverjar og hve mikiar þær breytingar eru. Var byrjað á þessum rannsóknum í haust og voru sýnis- hornin tekin við Eyrarbakka. Það, sem þegar hefir vakið athygli við þessar rannsóknir er það, að steinefnainni- haldið hefir reynzt mun minna held- ur en búizt hafði verið við. Þau efni, sem mest áburðargildi hafa, eru hins vegar kaliefni. Fullnaðarniðurstöður af þessum rannsóknum fást að sjálf- sögðu ekki fyrr en eftir alllangan tima. Einnig hefir verið sinnt rann- sóknum á gömlum og rotnuðum eða hálfrotnuðum þara. Loks hefir búnað- ardeild rannsóknarstofunnar með höndum tilraunir með þangmjölsfóðr- un. Verður hún framkvæmd á Vífils- fullnustu munu þær tll- byrja fyrr en eftir ára- stöðum. Tii raunir ekki mótin. t t t Á síðasta Búnaðarþingi var sam- þykkt að stjórn Búnaðarfélags íslands skyldi hlutast til um að endurteknar skyldu tilraunir, sem áður hafa verið gerðar hér á landi um votheysgerð með hinni svonefndu finnsku aðferð, og láta í vetur gera fóðrunartilraunir með votheyið. Var þessi finnska aðferð við votheysverkun síðan höfð um hönd í sumár á báðum bændaskólunum og á Vífilsstöðum. Á í vetur að gera fóðr- unartilraunir á þessum þrem stöðum, að því er Tímanum hefir verið tjáð. Að Vífilsstöðum hefjast þessar tilraun- ir eftir áramótin og mun Pétur Gunn- arsson búnaðarkandidat, starfsmaður atvinnudeildar háskólans, hafa umsjón með tilraunum þessum. t t t Seinni hluta dags i gær strandaði vélbáturinn Jón Guðmundsson frá Keflavík á Gerðhólma, er hann var að koma úr fiskiróðri. Brugðu aðrir vél- bátar fljótt við, er kunnugt varð um strandið, og reyndu að ná lionum á flot aftur. Tíminn hefir eigi haft frétt- ir af því, hvort það hefir tekist ennþá, en báturinn mun óbrotinn. Skipverj- um var í gærkvöldi sögð engin hætta búin og mest líkindi til að báturlnn næðist á flot, enda var veður hið bezta. Hinn strandaði vélbátur er 26 smá lestir að stærð. Rússum harða mótspyrnu þar og hefir orðið furðanlega ágengt, þótt’ við margfallt ofurefli sé að etja. Erlendum fréttariturum kem- ur saman um, að Rússar hafi orðið fyrir margfallt meira mannfalli og hergagnatjóni en Finnar. Tveir viðburðir hafa vakið mesta athygli í sambandi við styrjöldina seinustu dagana. Annað er það, að Rússar hafa í orustunum norðan við Ladoga- vatn skotið gaskúlum úr fall- byssum og hafa nokkrir finnsk- ir hermenn fengið gaseitrun. Er óttast að Rússar muni herða gashernaðinn á næstunni og hefir verið aukinn viðbúnaður meðal hermanna og almennings til varnar gegn gasárásum. Hinn atburðurinn er sá, að Rússar hafa ákveðið að setja liafnbann á Finnland. Sam- kvæmt alþjóðalögum er þetta ólöglegt með öllu, þar sem Rúss- ar hafa lýst yfir, að þeir teldu sig ekki eiga í styrjöld við Finnland. Stjórn Bandaríkj- anna hefir líka lýst yfir því, að hún teldi hafnbannið ólöglegt og myndi gera Rússa ábyrga fyrir öllu því tjóni, sem það kunni að valda Bandaríkjunum. Telja má víst, að aðrar þjóðir fylgi þessu fordæmi Bandaríkj anna. Finnska stjórnin vekur at- hygli á því, að Rússar muni ekki geta stöðvað siglingar milli Finnlands og Svíþjóðar um Botneska flóann, þar sem Á- landseyjar séu í höndum Finna og þeir geti því bægt rússnesk- um herskipum frá flóanum Jafnframt geti þeir hindrað kafbátaárásir á siglingaleiðir um flóann. Daladier forsætisráðherra Frakka flutti ræðu í gær um Finnlandsstyrjöldina. Kallaði hann árás Rússa glæp og kvaðst vona, vegna sæmdar mann kynsins, að Finnum yrði látin sú hjálp í té, sem þeir þörfn- uðust. Frakkar dæmdu ekki þjóðirnar eftir fjölmenni, held- ur eftir menntun og manngildi, og þeir hefðu horft á það með djúpri aðdáun og þakklæti, hversu finnska þjóðin sýni mik ið hugrekki og staðfestu í því að verja frelsi sitt. A víðavangi Héðinn Vaidimarsson og fimm menn aðrir, sem sæti áttu í miðstjórn Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokknum, létu birta þá yfirlýsingu í út- varpinu i fyrrakvöld að þeir hefðu þá um daginn sagt sig úr flokknum. Jafnfr. var greind sú ástæða, að Héðinn Valdimarsson hefði fyrir nokkru borið fram i miðstjórn flokksins, sem er eins- konar framkvæmdanefnd hans, tillögu um að flokkurinn lýsti samúð sinni með finnsku þjóð- inni og finnsku verkalýðshreyf- ingunni, sem berðist gegn vopn- aðri árás Rússa. Þessi tillaga var samþykkt í miðstjórninni með 6:5 atkvæðum. Kommúnist- ar tóku þá það ráð að vísa mál- inu til flokksstjórnarinnar, sem hefir æðsta úrskurðarvald og skipuð er 33 mönnum. Þar var tillaga Héðins felld með 18:14 atkv., en einn maður greiddi ekki atkvæði. Þegar Héðinsmenn sáu hvernig komið var og að kom- múnistar myndu fara sínu fram í þjónustunni við Moskvavaldið, ákváðu þeir að segja sig úr flokknum og gerðu það síðastl. þriðjudag eins og áður segir. * * * Það virðist koma greinilega fram, bæði hér og út um land, að allur meginþorri hins svo- nefnda sameiningarflokks muni fylgja dæmi Héðins og segja skilið við kommúnista. Eru i hópi þeirra allmargir menn, sem fylgdu kommúnistum fyrir sam- eininguna svokölluðu. Hinsvegar er það ekki séð hver verður pólitísk framtíð þessara manna, en heyrzt hefir að Héðinn hafi í undirbúningi að stofna nýjan flokk og vonist eftir liðveizlu þeirra. Hvort þeir draumar ræt- ast skal ósagt látið, en trúlegra virðíst þó, að margir séu nú farnir að þreytast á hinni ófor- sjálu forystu hans. * * * Fyrsta afleiðing þessa atburð- ar er sú, að hinir raunverulegu kommúnistar einangrast meira en áður og þeim mun takast enn ver að sigla undir fölsku flaggi. Þá hefir það sést enn greinilegar en áður hversu þræl- bundnir þeir eru Moskvavaldinu, þar sem þeir hika ekki við að kljúfa flokk sinn til að þjóna því. Þeir segja fullum fetum, að milli þeirra og Héðins sé enginn skoðanamunur um lausn mála innanlands. Ef þeir settu ís- lenzk málefni ofar en þjónust- una við Moslcva var ástæðulaust fyrir þá að kljúfa flokkinn. Þetta er vissulega ein bezta sönnunin, sem fengizt hefir um hina takmarkalausu undirgefni þeirra við Moskvavaldið og að þeir bera málefni Rússa miklu meira fyrir brjósti en málefni íslenzkra verkamanna. Eftir þetta ætti enginn íslenzkur verkamaður að þurfa að láta þá gabba sig til fylgis. * * * Með þessum klofningi Sam- einingarflokksins svokallaða, er líka genginn endanlegur dómur um það, að öll viðleitni Héðins Valdimarssonar til að reyna að sameina Kommúnistaflokkinn og Alþýðuflokkinn hefir verið byggð á þeim reginmisskilningi hans, að taka fleðulæti komm- únista trúanleg og treysta því, að þeir hefðu sagt skilið við byltingarstefnuna. Það er nú komið eins greinilega fram og verða má, að barátta Jóns Bald- vinssonar gegn öllu samstarfi við kommúnista var hárrétt. Þeir voru menn, sem ekki var hægt að semja við, því að þeir meintu ekki það, sem þeir sögðu, og ætluðu sér ekki að efna það, sem þeir lofuðu meðan þeir voru að leiða Alþýðuflokkinn í fall- gryfjuna. Vegna þessa hlaut lið kommúnistanna og Héðin Valdi- marssonar að skilja fyr eða sið- ar svo framarlega, sem hann gengi ekki kommúnistum alveg á hönd. Það hefir auðsjáanlega ekki verið meining hans, og því (Framh. á 4. siðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.