Tíminn - 16.12.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.12.1939, Blaðsíða 4
584 TlMUVIV, langardagtnm 16. des. 1939 146. blað YSir landamæría 1. Vísir virðist seinþreyttur um árásir sínar á Kaupfélag Reykjavlkur og ná- grennis. í gær gerir Árni frá Múla klaufalega tilraun til að yfirfæra óvinsældir kommúnista á KRON. Nefnir hann Eystein Jónsson viðskitamálaráðherra í því sambandi og hneykslast mjög á því, að ráðherrann skuli vilja vera í kaupfélaginu vegna þess, að Einar Ol- geirsson er þar líka_ félagsmaður. Sennilega hefir Árni ekki athugað það, að hann svarar sjálfum sér £ sömu greininni, þar sem hann 'minnist á hitaveituna og spyr hvort Pétur Hall- dórsson ætti að fara að berjast á móti henni, vegna þess að Einar Olgeirsson er henni meðmæltur. Það mætti nefni- lega með sama rétti spyrja, hvort allir Framsóknarmenn, Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokksmenn ættu að flýja úr KRON með þeim rökum, að þar séu nokkrir kommúnistar félagsmenn. Enn- fremur er rétt að leggja þá spurningu fyrir Árna greyið, hvort hann telji sig ekki óþægilega flekkaðan af Einari Ol- geirssyni, sem sítur með honum á þingi, þótt hann sé þar í minnahluta líkt og í KRON. 2. En svo sleppt sé allri gamansemi um rökvísi rithöfunda á borð við Árna frá Múla, þá dylst það engum, að fjandskapur kaupmannablaðanna í garð kaupfélagsins er ekki af neinu öðru sprottlnn en því mikla gagni, sem þessi stofnun hefir unnið öllum neytendum í Reykjavík og nágrenni, með því að draga allverulegan hluta af verzluninni og æfintýralegan milliliðagróða úr höndum harðsvíraðrar og einokunar- sinnaðrar kaupmannaklíku og fá neyt- endum þetta sjálfum í hendur. 3. Þegar Visir ræðir um pólitísk verzlunarfyrirtæki, ætti hann að minn- ast hinnar frægu samkomu að Eiði, þar sem Verzlunarmannafélag Reykja- víkur „stillti upp“, nazistanum Knúti Arngrímssyni til að prédika um „brennandi ofstæki". Sá fyrirlestur var prentaður í Vísi. IVýjustu fréítlr. Bardagarnir í Finnlandi eru nú harðari en nokkru sinni áð- ur. Rússar halda uppi harðri sókn, en Finnar veita víðast öfl- ugt viðnám og hrinda áhlaup- unum. í Norður-Finnlandi hefir rússnesku herliði þó tekizt að sækja fram suður á bóginn frá bænum Salmijárvi. Finnar leggja eld í bæi og býli, jafn- óðum og þeir hörfa undan. Rússar tefla alls staðar fram grúa herliðs og hergagna og nýjar og óþreyttar hersveitir taka við eftir hvert áhlaup, sem hrundið hefir verið af finnska varnarliðinu. Finnar viðurkenna, að þeim sé háski búinn, ef þeir fá enga hjálp áð- ur en langt um líður. Þjóðstjórnarmyndun er talin vera í aðsigi í Noregi undir forystu Nygaardsvold, forsætis- ráðh. núverandi ríkisstjórnar. Sjóorusta hefir orðíð við strönd Uruguay, út af hafnar- borginni Montevideo. Áttu þrjú ensk herskip þar við þýzka brynskipið Graf von Spee, sem að lokum flúði til hafnar í Montevideo, allmikið laskað. Stjórnarvöldin í Uruguay hafa krafizt þess, að þýzka orustu- skipið hverfi á brott, í síðasta lagi annað kvöld. Er talið, að það muni freista þess að komast undan, og er unnið af kappi að nauðsynlegum viðgerðum á því. Sagt er, að tvö ensk her- skip og eitt franskt hraði sér á vettvang til þess að aðstoða hin herskipin, ef til orustu kemur við Graf von Spee. <JR BÆMl Aðalfundur Þjóðvinafélagsins var haldinn í fyrrakvöld i sameinuðu alþingi. Var ákveðið, að félagsstjórnin skyldi leita samvinnu við menntamála- ráð um bókaútgáfu. Forseti félagsins var kosinn Jónas Jónsson i stað Pálma Hannessonar, er skoraðist undan end- urkosningu, en Bogi Ólafsson varafor- seti. í ritnefnd voru kjörnir: Þorkell Jóhannesson, Guðmundur Finnboga- son og Barði Guðmundsson, allir end- urkosnir. Jólatónleikar Tónlistafélagsins Tónlistarfélagið heldur jólatónleika- sina, Sköpunina eftir Joseph Haydn, í bifreiðaskála Steindórs við Sellands- stíg á mánudagskvöldið kemur. Páll ísólfsson er stjórnandi. Tónlist annast Hljómsveit Reykjavíkur, en sönginn kór Tónlistarfélagsins og karlakórinn Kátir félagar. Tónleikar þessir verða ekki endurteknir. Aðgöngumiðar fást í bókabúð Sigfúsar Eymundssonar, hjá Sigríði Helgadóttur og í Hljóðfærahús- inu. Tónleikar þessir eru einstakir í sinni röð hér á landi og því vonlegt, að fólk noti sér tækifærið, þegar það gefst. Málverkasýnlng. Jón Engilberts heldur unr þessar mundir málverkasýningu á Skálholts- stíg 7. Gautlandssystkini, Jón Gauti Pétursson bóndi á Gaut- löndum og Hólmfríður Pétursdóttir húsfreyja á Arnarvatni, eiga fimm- tugsafmæli á morgun. Lögregluvemd gegn kvenfólki Skipstjóri á vöruflutningaskipi, sem i hér hefir verið, hefir snúið sér til lög- reglu bæjarins og beðið um vernd vegna ásóknar reykviskra kvenna, sem telja sig eiga erindi við hina útlendu skipsmenn. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Sherlock Holmes annað kvöld fyrir lækkað verð. — Þetta verður sið- asta sýning félagsins fyrir jól, en á annan í jólum verður frumsýning á nýju leikriti, sem heitir Dauðinn nýtur lífsins. Ávarp þaff, sem í. S. í. og íslenzkir íþróttamenn ætla að senda til finnska íþróttasambandsins, liggur frammi á skrifstofu í. S. í., Mjólkurfélagshúsinu, uppi (herbergi nr. 26), Hafnarstræti 5. Og er skorað á alla íþróttamenn að skrifa undir ávarpíð, í dag eða á morgun. Á víbavangl. (Framh. af 1. síðu) ig mun þjóðin lítið geta sinnt byggingum á næstu misserum. Það er líka hætt við að nokkur stöðvun verði í ræktunarmálun- um vegna vöntunar og dýrleika á tilbúnum áburði. Bóndi austur í Skaftafellssýslu, Þórarinn Helgason í Þykkvabæ, hefir vakið máls á því, hvort ekki væri hyggilegt að snúa sér nú um hríð að ræktun, sem ekki krefst neins áburðar, og land- bótum, sem ekki eru ofviða gjaldþoli landsins. Hann hefir fært fram þá spurningu, hvort næsta skrefið i ræktunarmál- unum, og einmitt það, sem auð- veldast sé að sinna meðan stríð- ið stendur, eigi ekki að vera skógrækt og skóggræðslu, að nokkru leyti að minnsta kosti. Skógræktin krefst ekki áburðar. Víst væri það óráð, að láta eðlilegar og ábatasamar um- bætur niður falla, þótt þjóðin geti eigi látið eftir sér mikil innkaup erlendis. Hið rétta er að snúa sér að þeim framkvæmd- Tryggið heilsu og þrii sauðfénaðarins mcð fiví að láta hann a 111 a f eiga aðgang að saltl. Hentuga saltgjöfin erSALTSTEINN óilýr og handhægur. Samband ísl. samvinnuiélaga Fjaliagrös Víð seljum ágæt hreinsuð íjallagrös í heildsölu Samband íslsamvínnuíéiaga Sími 1080. um, sem fremur þarf vilja, starfsorku og manndáð til að koma í kring, heldur en erlend- an gjaldmiðil. Fiskmarkaðurimn (Framh. af 1. síðu) var mikill hnekkir fyrir fisk- verzlunina, sem meðal annars leiddi til þess, að sumum fisk- búðum hefir verið lokað. Ég álít einnig, að verð það, sem einstakir togaraeigendur hafa undanfarið greitt fyrir slatta af nýjum fiski, sé óeðli- lega hátt, en þeir kaupa fisk- inn þessu verði til þess að geta farið með fullfermi til Englands. — Hvað getið þér sagt um freðfisksmarkaðinn í Bretlandi? — Ég er einmitt mest riðinn við verzlun með freðfisk. Ég vil vekja athygli á því, að almenn- ingur í Bretlandi er enn ekki orðinn vanur freðfiski, og mark- aðurinn því mjög takmarkaður. Að sönnu er líklegt, að freð- fiskneyzlan aukizt meðan styrjöldin stendur yfir, vegna skorts á nýjum fiski. En slíkt er eigi traustur viðskiptagrund- völlur. Markaðurinn mun drag- ast saman strax og friður kemst á og ensku togararnir eru leyst- ir úr styrjaldarþjónustu. Hætt- an er sú, að íslendingar auki framleiðsluna um of til þess að fullnægja óeðlilegri eftirspurn, en slíkt myndi síðar meir leiða til verðhruns. Ég álít, að frysti- hús þau, sem nú eru starfrækt á íslandi, nægi fyllilega til að taka á móti því fiskmagni, sem hægt er að selja I Bretlandi með hagnaði fyrir báða aðila, seljanda og kaupanda. Ef fall- ið er fyrir freistingunni um stóraukna framleiðslu og fljót- tekinn gróða, er hins vegar stefnt út í ófæru. Auglýsið í Tímanum! Leifefélttg ReykjavíUur „SHERLOCK HOLMES“ Sýning’ á morgnn kl. 8 Síðasta sýning fyrir jól. LÆKKAÐ VERÐ. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. Fléra Austurstræti 7. Sími 2039. Höfum nú mikið úrval af Kertastjökum og Kertum. Gerfi-jólatré, J ólaklukkur. Pantiff jólakörfurnar í tíma. FLÓRA. Heimabakaðar kökur. Gerið jólapöntun sem fyrst. ÓLAFÍA JÓNSDÓTTIR. Sími 2473. Smíða frúlofunar- hrínga ]ód Oalmannsson gullsmiBur Grettisgötu 6 - Reykjavlk. V Vaka er ódýrasta og vand- V A aðasta tímarit, sem gefið er A K út hér á landi. Árg. kostar K A kr. 5,00, og er um 300 bls. A prýddur fjölda mynda. — Gerist kaupendur nú um áramótin. VAKA, Aðalstr. 9, Reykjavík. Verzlun hlutlausu Margaret Pedler: Laun þess liðna 63 þjóðamm —.«OAMLA —o- Vínírnír Tilkomumikil og hrífandi fögur kvikmynd um sanna vináttu og fórnfúsa ást. Aðalhlutverkin leika fjórir helmsfrægir leikarar: ROBERT TAYLOR, FRANCHOT TONE, ROBERT YOUNG og MARGARET SULLIVAN hin glæsilega leikkona, sem öllum mun ógleyman- leg, er sáu myndina — „Affeins ein nótt“. Komið flöskum og glös- um í verð Næstu viku kaupum við flöskur og glös undan okkar eigin framleiðslu. Verðið er hækkað upp i 20 aura fyrir heilflöskur og 15 aura fyrir hálfflöskur. Gjörið nú gangskör að því að koma tómum flöskum og glösum í peninga. Móttaka er í Nýborg. Áfengisverzlun ríkisins. Tilkynning Með því að i ráði er að leigja varðskipið I»ór til framleiðslu, eru þeir, sem kynmi að hafa áhuga fyrir að leigja skipið, beðnir að gera tilhoð í leiguna. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri kl. 14 hinn 20. þessa mánaðar. Állar nánari upplýsingar varðandi skipið, er hægt að fá á skrifstofu vorri. Skípaútgerð ríkisíns. IVýfrægasti rithöfundur Ameríku á íslenzku: fiátirvo vu karlar. • eftir Jolin Steinbeck. Karl fsfeld blaðamaður íslenzkaði. Þessi saga gerist í Monterey, sem er smáborg á hinni sólgilltu strönd Kaliforníu. Segir hún á hnyttinn og skemmtilegan hátt frá nokkrum glaðlyndum náungum, er þar eiga heima — frá ástaræfintýrum þeirra, því að þarna eru kátar og fjörugar konur, sem setja sunnudagsandlitið oftar upp en tvisvar í viku, — frá drykkjuskap þeirra og róstum — frá því hvernig þeir tengdust vinaböndum og hvernig leiðir þeirra skildust að lokum. — Þetta eru heiðingjar með sólblik i augum, og öllum þykir vænt um þá, sem kynnast þeim. Það leiðist euguiu um jólin, sem les þessa hók. Hún er tilvalin jólagjöf handa kunningjunum. Tilvsildar jolagjafir KARLMANNAFATAEFNI, Draugahúsíð Dularfull og spennandi amerísk kvikmynd, er sýnir hamramma drauga- sögu og klæki og snarræði blaðamanns, er tókst að lokum að leysa ráðgátu reimleikanna. Aðalhlutv. leika: CONSTANCE MOORE og PAUL KELLY. Böm fá ekki affgang. of auðvelt, eftir svip mannsins að dæma. Hún fann það glöggt, jafnvel á meðan hann talaöi til hennar, að hann beindi ekki nema mjög litlu broti af athygli sinni að henni. Hann var með allan hug- ann við verkefni sitt. Elizabet þagði og athugaði í laumi andlit hans og þessi bláu augu, þegar þau störðu íhugandi fram fyrir bátinn og athuguðu hvernig ætti að taka þessu og þessu ólaginu. Andlitið bar svip mótþróans, kinn- beinin há, hakan hvöss og bitur glettni, eða jafnvel hæðni í munnvikunum, sem blítt og kátt bros þurrkaði þó út á svip- stundu, þá sjaldan að það fékk að sýna sig. Annars var andlitið alvarlegt, næst- um þungbúið, eins og reynsla og þján- ingar liðna tímans hefðu mótað það varanlega, en virtist þó, þrátt fyrir þetta, búa yfir hulinni kaldhæðni, fífldjarfri og hárbeittri heimspeki, sem mundi hoxfast í augu við og sigra hvaða ólán sem væri. Elizabet varð vör við áleitna, kven- lega forvitni hjá sjálfri sér, viðvíkjandi manninum, sem hafði komið henni til hjálpar. Snöggvast gleymdi hún jafn- vel hættunni vegna þessara tilfinninga. En svo fann hún stóran regndropa á nefinu, sem beindi athygli henn- ar frá þessum hugleiðingum. Droparnitjj féllu fleiri og fleiri. Þetta var augljós* fyrirboði hellirigningar. Maðurinn við stýrið sagði 1 skipunarróm um leið og hann leit til lofts: „Eftir örstutta stund verður komin hellirigning. Farið inn í klefann svo að þér verðið ekki gegndrepa.“ Elizabet hikaði við að hlýða. Ef eitt- hvað yrði að, til dæmis að bátinn fyllti, þá vildi hún miklu heldur vera kyrr þar sem hún var, hvort sem hún yrði gegn- drepa eða ekki, en vera innilukt í klef- anum. Maðurinn leit á hana með háð- brosi, eins og hann vissi hversvegna hún hikaði. „Þér þurfið ekki að vera hræddar,“ sagði hann, og var þurr á manninn. „Þér drukknið ekki í þetta sinn. Farið inn í klefann — heyrið þér það?“ Elizabet hlýddi án frekari undan- dráttar, enda mátti það ekki seinna vera. Stormurinn lamdi regninu niður. Elizabet sat i klefanum og horfði gegn um gluggann á alvarlegan manninn, sem sat við stýrið. Hvað skyldi hann hafa gert, ef hún hefði óhlýðnazt? Hann leit ekki út fyrir að gefast upp við smá- vægilegan mótþxóa. Gegn um hinn gluggann sá hún hvert báturinn stefndi. Hann stefndi beint á lítið bátaskýli við litið, rauðmálað hús á vatnsbakkanum, beint undan þeim stað, þar sem hún hafði verið þegar (Framh. af 1. síBu) sjóhernaði. Það skeytingarleysi um mannslíf, sem speglast i tundurduflahernaðinum, er ein- mitt samkynja mannúðarleys- inu við Tékka, Gyðinga og Pól- verja, og sýnir okkur það, sem, eins og sakir standa, er mesta hættan, er yfir menningunni vofir.“ KÁPUEFNI, mikiff úrval, ULLARTEPPI, margar gerffir, KARLMANNAHANZKAR, KVENIIANZKAR, KVENLÚFFUR, BARNALÚFFUR, með loffkanti og án, FLUGHÚFUR o. m. fl. Ferðasaga Verðið hvergi hetra. (Framh. af 3. siOu) inin. En svo góðir og andríkir kennimenn eru ekki á hverju strái að þeir bæti allsleysið og ömurleikann upp. (Frh. í næsta laugardagsbl.) Verksmiftjuútsalan Geijun — Iðunn Aðalstræti. Saga Eldeyjar-Hjalta er komín -. Bókaverzl. Isaíoldarprentsmiðju

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.