Tíminn - 04.01.1940, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.01.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDÐA h.í. Símar 3948 og 3720. 24. árg. Reykjavík, fisumtudagmn 4. janúar 1940 1. Mað Vinnnfriðnr trygglisr á þmn ári Alþingi heSir lögíest tillögur frá ríkísstjórninní um hækkun kaup- gjaids vegna dýrtíðarínnar Verðlagsnefmdims aftur veitt vald tU að ráða verðlagi á mjólk og kjöti iimanlands. Aistaða Framsóknarilokks- íns til kaupgjaldsiaganna Flokkurinn hefði koslð að hægt hefði verið að taka meira tillit tfl afkomii framleiðsl- unnar við ákvörðun kaupgjaldsins. Alþingi lögfesti í gær samkomulag það, sem náðst hafði innan ríkisstjórnar- innar. Voru ákvæðin um kaupgjaldið felld inn í bráðabirgðalögin um geng- isskráningu og ráðstafanir í því sambandi. Samkvæmt lögunum um geng- isskráningu og ráðstafanir í því sambandi, er sett voru í apríl- mánuði síðastl., eru eftirfarandi ákvæði um kauphækkun, ef dýrtíð hækkar: Komist þar til kjörin nefnd að þeirri niðurstöðu, að fram- f ærslukostnaður í Reykj avík hafi hækkað á tímabilinu júlí— desember 1939 um meira en 5%, miðað við framfærslukostnað- inn janúar—marz 1939, skal kaup ófaglfeerðra verkamanna, sjómanna og fastráðinna fjöl- skyldumanna, sem hafa minna en 300 kr. á mánuði, hækka sem nemui' helmingi dýrtíðaraukn- ingarinnar, ef hún er minni en 10%, en um % af dýrtíðaraukn- ingunni, ef hún er meira en 10%. Jafnframt var öll önnur kaup- hækkun bönnuð og ákveðið að verðlag á kjöti og mjólk innan- lands skyldi fylgja sömu regl- um og kaupgjald verkamanna og sjómanna. Launagreiðslur og verðlag Sramleiðsluvara Tillaga frá fimm Fr amsóknarmöimum í neðri deild. Fimm Framsóknarmenn í neðri deild, Skúli Guðmunds- son, Bergur Jónsson, Bjarni Ás- geirsson, Helgi Jónasson og Sveinbjörn Högnason, flytja eftirfarandi tillögu til þings- ályktunar um launa- og kaup- gj aldsmál: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta nndirbúa fyrir næsta þing tillögur um reglur fyrir útreikningi á verð- breytingum á íslenzkum fram- leiðsluvörum, sem hafa mætti á hverjum tíma til hliðsjónar við ákvarðanir um laun embættis- og starfsmanna ríkisins og ann- að kaupgjald í landinu.“ í greinargerð segir á þessa leið: „Að undanförnu hefir oft ver- ið rætt og ritað um nauðsyn þess, að miða laun starfsmanna ríkisins og önnur starfslaun í landinu m. a. við afkomu fram- leiðendanna, en hinsvegar hefir ekki enn verið fundinn grund- völlur til að byggja á útreikn- inga á verðbreytingum á ís- lenzkum framleiðsluvörum, er nota mætti í þessu skyni. Er því hér lagt til, að ríkisstjórnin láti gera tillögur um reglur fyr- ir slíkum útreikningi fyrir næsta reglulegt Alþingi." Tillaga þessi er í fullu sam- ræmi við stefnu Framsóknar- flokksins í þessum málum og hefir iðulega verið skrifað um þetta í blöð flokksins. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Skúli Guðmundsson. Þær breytingar, sem hin nýju lög gera á þessum ákvæðum, eru aðallega þessar: Fyrir hvert stig, sem vísital- an fyrir tímabilið nóv.—des. 1939 hækkar frá grundvellin- um jan.—marz 1939 (vísitala þá talin 100) skal kaupgjald hækka 1. jan. 1940 um 50% af dýrtíðaraukningunmi, ef húpn nemur 5 stigum eða meira, en minna en 10 stigum, en sé dýr- tíðaraukningin meiri skal það, sem er framyfir 10 stig bætt þannig: 80% ef tímakaupið er kr. 1,50 eða lægra, 70% ef tírna- kaupið er kr. 1,51—2,00, og 55% ef tímakaupið er kr. 2,01 eða hærra. Kaupgjaldshækkunin má þó aldrei nema minna en 75% af dýrtíðaraukningunni í fyrsta fiokki, 60% i öðrum flokki og 50% í þriðja flokki. Kaupgjald í hærra flokki skal þó aldrei vera lægra en það, sem greitt er í lægra flokki. Samkvæmt sömu reglu skal kaupgjaldið hækka 1. apríl, 1. júlí og 1. október 1940 og er vísi- íalan í hvert sinn reiknuð fyrir næstu þrjá mánuðina á undan. Kaup fyrir aukavinnu eða sér- stök hlunnindi skulu hækka í sama hlutfalli og aðalkaupið. Þegar vísitalan fer lækkandi, skal reikna uppbót á kaupgjald eftir vísitölunni samkvæmt framangreindum reglum frá og með byrjun næsta ársfjórðungs. Þegar vísitalan er komin niður í 105 reiknast engin kaupuppbót. Ákvæði þessi um kaupliækk- un ná til verkamanna, sjó- manna, verksmiðjufólks og iðn- aðarmanna, sem taka kaup samkvæmt samningum milli stéttarfélaga og vinnuveitenda Áramótafagnaðir Reykvíkinga, er oft hafa verið ærið sukksamir, að minnsta kostí á hinum helztu skemmtistöðum bæjarins, voru að þessu sinni róstu- minni heldur en tíðkazt hefir áður. Hvergi kom til stórkostlegra ryskinga og engir hlutu mjög alvarleg meiðsli vegna barsmíða eða sökum sprenginga. Þó munu fáeinir menn hafa verið fluttir á sjúkrahús. Ölvun var þó mikil og áfengi mun hafa selzt fyrir tugi þúsunda fyrir áramótin. Alls var lög- reglan kvödd 36 sinnum til hjálpar á gamlaárskvöld og nýársnótt. Nokkrir menn voru settir 1 fangahúsið um nótt- ina, og mun þó lögreglan skirrast við því í lengstu lög, að grípa til þess ráðs á nýársnóttina. Er því úrræði aðeins beitt við örvita inenn. í öllum sam- komuhúsum bæjarins voru dansleikir haldnir og alstaðar húsfyllir. Miklu minna bar nú á íkveikjuæði, sem oft hefir gripið börn og unglinga á gamla- árskvöld, heldur en verið hefir. Bar það varla við að þessu sinni, að ung- lingar reyndu að gera bál í húsaskot- um og húsagörðum. Hins vegar var miklu meira um sprengingar heldur en í fyrra. Var lengi kvölds látlaus skot- hríð á Austurvelli og víðar um bæinn. Um miðnættið var flugeldum skotið frá mörgum skipum er lágu í höfn- inni, og einnig frá ýmsum húsum i bænum. Var mikill mannfjöldi á bryggjunum, þegar flugeldunum var skotið frá skipunum. r r t Esja fór hraðferð til Austfjarða nú eba kauptöxtum, sem stéttarfé- lög hafa sett og glltu fyrir gild- istöku laganna. Á árinu 1940 er óheimilt að hækka annað kaupgjald í land- inu meira en svarar til þeirrar hækkunar, sem verður á kaupi framangreindra launþega. Þó er heimilt að greiða sjómönnum sérstaka áhættuþóknun á stríðs- tímum. Þær einu kaupgreiðslur, sem bannað er að hækka, eru samn- ingsbundnar greiðslur frá sjúkrasamlögum fyrir unnin störf, meðan núgildandi samn- ingar halda. Samningum þess- um má segja upp með þriggja mánaða fyrirvara. Ríkisstjórninni er heimilt að ákveða í reglugerð verðlagsupp- bót á laun embættismanna og annara starfsmanna ríkisins, svo og ríkisstofnana. Félagsdómur sker úr ágrein- ingi út af ákvæðum laganna. Kaupgjald það, sem ákveðið er samkvæmt framansögðu, skal gilda sem samningur til 1. jan. 1941. Gildir þetta jafnt, þó að i samningum séu ákvæði um kaupgjaldsbreytingar vegna hækkunar eða Iækkunar á framfærslukostnaði og gengi. Vilji annarhvor aðili hafa kaup- gjald ósamningsbundið frá 1. jan. 1941 skal hann hafa sagt upp með tveggja mánaða fyrir- vara, en eftir þann tíma verður uppsagnarfrestur þrír mánuðir. Verðlag mjólkur og kjöts á innlendum markaði skal ekki lengur fylgja kaupgjaldsákvæð- um laganna og verður það þann- ig hér eftir á valdi mjólkurverð- lagsnefndar og kjötverðlags- nefndar að ráða verðlagi þessara vara. Þau ákvæði gengislaganna frá í vor gilda áfram, að húsaleiga skuli ekki hækka á tímabilinu til 14. maí 1940 og að útgerðarfyrir- tækjum sé skylt að ráða sjó- menn gegn hluta af afla, ef þeir óska þess. Skal þá um fyrir- komulag hlutaskiptanna farið eftir þeim reglum, sem áður hafa gilt á viðkomandi útgerð- arstað. um áramótin og þykir það í írásögur færandi, að hún var eigi nema rösk- lega hálfan þriðja sólarhring í ferð sinni. Átti hún þó viðdvöl í Seyðisfirði, Neskaupstað í Norðfirði, Eskifirði og Reyðarfirði. Hreppti hún þó hið versta veður á bakaleiðinni. Perð þessi var farin til þess að sækja sjómenn, er voru að fara til sjóróðra á verstöðvum á Suðurnesjum á vetrarvertíðinni, sem nú er að hefjast. Alls tóku um 150 ver- menn sér far með skipinu til Reykja- víkur. t r r Um áramótin voru atvinnuleysingjar í Reykjavík taldir vera 771, samkvæmt skýrslum Vinnumiðlunarskrifstofunnar. Eru þeir því heldur færri nú en í fyrra um sama leyti, en nokkru fleiri en 1 desembermánaðarlok árið 1937. t t r Vetrarvertíð er að hefjast um þessar mundir í öllum verstöðvum á Suðvest- urlandi. Tíminn hefir enn eigi fengið fregnir um vélbátaútgerðina í vetur frá þessum verstöðvum. En víða mun vera, auk heimabátanna, margt að- komubáta, eftir því sem lendingarað- staða og önnur útgerðarskilyrði leyfa. r t r Samkvæmt símtali við Runólf Sveinsson skólastjóra á Hvanneyri, er í undirbúningi að hefja aukna smíða- kennslu í skólanum. Húsnæðisþrengsli og hörgull á verkfærum er þó til baga, auk þess sem erfitt er um öflun á efnivið. Þegar hafa borizt svo margar Litlar umræður urðu í þing- inu um tillögur ríkisstjórnar- innar í kaupgj aldsmálunum, enda höfðu þær áður verið ræddar og samþykktar á fund- um þingmanna stjórnarflokk- anna. Nokkrar umræður urðu þó við fyrstu umræðuna í neðri deild, en þá gerðu fulltrúar flokkanna grein fyrir afstöðu þeirra. Eysteinn Jónsson viðskipta- málaráðherra fylgdi málinu út hlaði af hálfu ríkisstjórnar- innar og gerði jafnframt grein fyrir afstöðu Framsóknar- flokksins. Sagði hann, að það hefði komið fljótlega í Ijós eft- ir að Evrópustyrjöldin hófst, að kaupgjaldsákvæði gengislag- anna fullnægðu ekki þörfum lægst launuðu stéttanna, þar sem dýrtíðaraukningin hefði orðið miklu meiri en hægt var að sjá fyrir, þegar lögin voru sett. Ríkisstj órnin þefði þess vegna tekið lögin til endurskoð- unar og væru þessar tillögur niðurstaðan af viðræðum henn- ar. Ráðherrann lýsti yfir því, að það væri álit Framsóknarflokks- ins, að heppilegast væri að leiða kaupgjaldsmál til lykta með frjálsu samkomulagi verka- manna og atvinnurekenda og flokkurinn vildi því stuðla að því, að það fyrirkomulag kæm- ist á aftur eins fljótt og auðið yrði. Hinsvegar hefði ekki ver- ið hægt að gera sér neina von um það, að slíkt samkomulag hefði getað náðst fyrir áramót, og hefði því verið um það tvennt að velja, að láta hin nýju kaupgjaldsákvæði ná til 1. apríl eða til 31. desem- ber þessa árs. Eftir nána í- hugun hefði ríkisstjórnin kom- izt að þeirri niðurstöðu, að hyggilegast væri að láta lögin gilda til næstu áramóta. Veiga- mesta ástæðan væri sú, að menn væru oft seinni að átta sig á utnsóknir um inntöku í skólann, að fullskipað er í hann næsta vetur. t t t Samkvæmt útdrætti úr reikningum Búnaðarbankans nú um áramótin, er blaðinu hafa borizt, eru eignir bank- ans alls um 21.665 þúsund krónur, þar af eru skuldlausar eignir um 8.900 þús- und krónur, mest í ræktunarsjóði og byggingar- og landnámssjóði. Inn- stæður í bankanum í sparisjóði, á skírteinum, hlaupareikningum og reikningslánum eru alls rösklega 5.400 þúsund krónur. Auk þess, sem skuld- lausar eignir bankans eru til trygg- ingar þessum innstæðum, er ríkisá- byrgð fyrir öllum innstæðum í Búnað- arbankanum. t r t Hækkun hefir verið ákveðín á burð- argjaldi bréfa og póstsendinga nú frá áramótum. Verður burðargjald venju- legra bréfa 25 aurar í stað 20 aura áður. Undir almenn bréf til annarra landa á að kosta 45 aura i stað 35 aura áður. Póststjórnin hefir látið búa til ný frímerkl og eru þau af þrem litum, 10 aura írímerki græn, 25 aura rauð og 45 aura blá. Munu þessi frí- merki fást í vikulokin. t t r í gærdag kom eldur upp í vélbátn- um Bangsa á dráttarbrautinni á Akra- nesi. Olli eldurinn miklu tjóni & vél bátsins og innviðum, áðtu en slökkvi- lið þorsins gæti kæft hann. Tjónið er metið á 21 þúsund krónur. ,hinu raunverulega ástandi og þess vegna væri óvíst, hvort samkomulag gæti náðst á út- mánuðum, nerna að undangeng- inni lengri eða skemmri vinnu- stöðvun, sem væri stórhættuleg fyrir atvinnuvegina. Hins vegar mætti frekar búast við því, að menn væru búnir að ári liðnu að gera sér Ijósari grein fyrir ástandinu og því meiri mögu- leikar þá fyrir friðsamlegu, frjálsu samkomulagi verka- manna og atvinnurekenda. Ráðherrann sagði, að það væri erfitt að finna þá lausn 1 þessu máli, sem væri réttlát að allra dómi. Kröfur hefðu komið fram um kauphækkun til jafns við dýrtíðaraukninguna, en flestum myndi það ljóst, að ó- réttmætt væri að tryggja þann- ig ákveðnar stéttir gegn öllum óþægindum dýrtíðarinnar með- an þau hlytu að koma mjög hart niður á öðrum stéttum þjóöfélagsins. í seinustu styrj- öld hefði útlend vara hækkað miklu meira í verði en útflutn- ingsvörurnar og myndi kaup- hækkun, sem hefði verið til jafns við dýrtíðina, hafa þá reynst óbærilegur baggi fyrir atvinnuvegina. Horfurnar væru sízt álitlegri nú en þá. Ef menn athuguðu þetta myndi þeim ljóst, að ekki hefði verið hægt að fallast á meiri kauphækkun en gert hefði verið í tillögum r íkisstj órnarinnar. Ráðherrann vék þar næst að þeirri breytingu, að verðlag mjólkur og kjöts á innlendum markaði yrði ekki hér eftir lát- ið fylgja sömu reglum og kaup- gjaldið. Sýndi hann fram á, að það væri í ýmsum tilfellum ó- sanngjamt að láta afurðaverð innanlands fylgja kaupgjald- inu og hefði þess vegna verið horfið að þvi ráði að rjúfa þessi tengsli. Ráðherrann sagði, að Fram- sóknarflokkurinn liti þannig á, að fulla hliðsjón ætti að hafa af afkomu framleiðslunnar, þegar kaupgjald væri ákveðið, og hefði flokkurinn vakið máls á þessu í samningunum á þann hátt, að verðvísitala útflutningsvaranna hefði einnig áhrif á breytingar kaupgjaldsins. Þetta atriði hefði hinsvegar ekki verið það vel undirbúið. að hægt hefði verið að koma því í framkvæmd nú. Fimm Framsóknarmenn í neöri deild flyttu þess vegna tillögu um rannsókn þessa máls fyrir næsta þing og bæri að vænta þess, að sú tillaga yrði sam- þykkt. (Tillagan er birt hér á öðrum stað). Ráðherrann sagði að lokum, að verkamenn myndu ekki hafa með fullum rökum getað gert sér von um meiri kauphækkun, en fælist í tillögum stjórnarinnar. Þeir hefðu nú orðið fulla trygg- ingu fyrir því, að hlutur þeirra yrði verulega bættur, en hins- vegar ættu framleiðendur allt á hættu. Ríkisstjórnin hefði þrátt fyrir þessa óvissu framleiðslunn- ar horfið að þessu ráði, þar sem henni hefði verið ljóst, að ekki var hægt aö auka að verulegu ráði byrðar þeirra, sem minnst hefðu handa á milli. Þess bæri því að vænta, að úrlausn ríkis- stjórnarinnar mætti fullum skilningi af þessum aðilum og rnenn gerðu sér sem gleggsta grein fyrir ástæðunum. Stefán Jóhann Stefánsson fé- lagsmálaráðherra talaði næstur og gerði grein fyrir afstöðu Al- þýðuflokksins. Sýndi hann fram á, að verkamenn fengju öllu hærri dýrtíðarupptaót hér en í (Framh. á 4. síðu.) Á víðavangi Nokkru eftir að þing kom saman í haust flutti Bjarni Snæbjörnsson frv. um breytingu á vinnulöggjöfinni. Var frv. petta til 2. umr. í efri deild fyrir nokkru og var samþykkt með samhllóða atkvæðum að vísa DVí frá með eftirfarandi dag- skrá, er flutt var af forsætis- ráðherra: „í trausti þess, að samningar takizt milli fulltrúa Deirra verkamanna, sem lýðræð- sflokkunum fylgja, er leiði til iess að einungis eitt félag fyrir hverja stétt verði á hverju fé- lagssvæði og að engir geti gerzt meðlimir þess aðrir en menn leirrar stéttar, er félagið er fyr- ir; ennfremur að hið bráðasta verði gerðar nauðsynlegar breyt- ingar á Alþýðusambandi íslands til þess, að það verði óháð öllum stjórnmálaflokkum og tryggt verði, að öllum meðlimum félaga sambandsins verði veitt jafnrétti til allra trúnaðarstarfa innan viðkomandi félags án tillits til stjórnmálaskoðana, þá tekur deildin að svo stöddu ekki af- stöðu til frumvarps þessa og tek- ur fyrir næsta mál á dagskrá“. Bendir þessi tillaga til að sam- komulag sé fengið um þessi mál innan ríkisstjórnarinnar og verði unnið að lausn þeirra á þeim grundvelli, sem tillagan gerir ráð fyrir. Verður það að teljast vel farið * * * Bæjarstjórn Reykjavíkur hef- ir ennþá ekki samþykkt neina fjárhagsáætlun fyrir Reykjavíkurbæ fyrir yfirstand- andi ár og hefir það mál ekki einu sinni legið fyrir bæjar- stjórninni. Sýnir þetta mjög glögglega röggsemi bæjarstjórn- armeirihlutans' Vonandi stafar þessi dráttur af því, að bæjar- stj órnarmeirihlutinn ætlar nú að fara að sýna stjórnvísi sína og gera ýmsar gagnlegar breyt- ingar á framkvæmd bæjar- málanna, t. d. fátækramálanna. Öðru vísi verður þessi dráttur ekki réttlættur og hljóta menn því að bíða íjárhagsáætluna.r- innar með nokkurri óþreyju. * * * í lögum þeim, sem afgreitt hafa verið frá þessu þingi, um síldarverksmiðjur ríkisins, er m. a. það ákvæði að efnilegir stud- entar og nemendur menntaskól- anna skuli setja fyrir helmingi þeirrar atvinnu, sem leiðir af stækkun Raufarhafnarverk- smiðjunnar. Er Jónas Jónsson upphafsmaður þessarar tillögu. Þótt undarlegt megi virðast reyndu sósíalistar að bregða fæti fyrir þessa hjálp til fátækra og dugandi námsmanna og vitanlega nutu þeir dyggilegs stuðnings kommúnista í þeim efnum. Virtist það þó eðlilegast, að þeir, sem telja sig fulltrúa verkamanna, vildu láta skapa efnalitlum mönnum skilyrði til framhaldsnáms, svo að afkvæmi efnaðra foreldra hefði ekki eins- konar sérréttindi í þeim efnum. í þessu máli eru sosialistar hér áreiðanlega á öðru máli en flokksbræður þeirra annarsstað- ar. * * * Fjárlögin fyrir 1940 voru af- greidd frá þinginu síðastl. laug- ardag. Er afgreiðsla þeirra fyrir margra hluta sakir hin merkilegasta og mun Tíminn birta nákvæma frásögn um hana áður en langt um líður. Þingslii Til þess mun hafa verið ætl- azt að þingslit yrðu 1 dag, en lík- legra má þó telja, að þau verði ekki fyrr en á morgun. Eru enn eftir óafgreidd nokk- ur smærri mál, sem eiga eftir eina eða tvær umræður og mun verða reynt að afgreiða þau nú frekar en að láta þau bíða til næsta þings. a. :k::r,ossc3-öttt:m: Áramótafagnaður bæjarbúa. — Hröð ferð. — Atvinnuleysingjar í Reykjavík.— Vetrarvertíðin. — Frá Kvanneyri. — Búnaðarbankinn. — Hækkun burðar- gjalda. — Bátsbruni. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.