Tíminn - 04.01.1940, Blaðsíða 4
itMlM, fimmtndaginii 4. jamiar 1940
1. I»lað
Yfir landamærin
1. Kommúnistablaðið talar á gamla-
ársdag urn „þjóðskipulag ófriðarins".
Pátt gæti verið meira réttnefni á
stjórnskipulagi Rússa. Það má telja
fullvíst, að rússneska alþýðan myndi
neita að fara i styrjöld við Finna, ef
hún vissi alla málavexti. En vegna
þess að mál- og ritfrelsi er bannað í
landinu og alþýðan fær ekkert að
heyra, nema það, sem einræðisherr-
unum þóknast, stendur hún í þeirri
trú, að Rússum stafi hætta af Pinn-
um og þessvegna verði að heyja styrj-
öld gegn þeim. Sannarlega má kalla
það stjórnfyrirkomulag „þjóðskipulag
ófriðarins", sem heldur almenningi í
beirri fáfræði og vanþekkingu, að hægt
er að æsa hann til styrjaldar gegn
friðsömum nágrannaþjóðum.
2. Kommúnistablaðið reynir á gamla.
ársdag að draga upp mynd af land-
vinningastyrjöld auðvaldsins og seg-
ir m. a.: „Það var hægt að nota ör-
eigana heima til þess að drepa suma
þeirra (þ. e. íbúa þjóðarinnar, sem
verið var að undiroka) og gera hina
að þrælum, ennþá aumari þrælum en
þeim, sem voru notaðir til þess að
leggja á okið. Það var þó alltaf mun-
ur að vera þræll meðal þjóðar, sem
átti þræla í öðrum löndum.“ Vafa-
laust mun þessi ógeðslega lýsíng minna
flesta á styrjöld Rússa i Finnlandi.
3. Talsvert gaman hefir verið hent
að því, að Jón Pálmason skrifaði und-
ir álit fjárveitinganefndar, án þess að
gera þar grein fyrir nokkurri sérstöðu,
enda kom það fram við atkvæða-
greiðsluna, að Jón fylgdi öllum þeim
tillögum nefndarinnar, er máli skiptu.
Hefir þess vegna myndazt sá orð-
rómur, að Jón sé orðinn svo hrekkj-
aður á því, að fara með tölur, að
hann vilji ekki undirrita neitt fyrir-
varalaust, sem fjallar um slík efni.
y.+z.
Leikfélagið
sýnir leikritið Dauðinn nýtur lífsins
í kvöld fyrir venjulegt leikhúsverð.
Kvikmyndahúsin.
Nýja Bíó sýnir um þessar mundir
stórfræga kvikmynd, sem fjallar um
tvo af þekktustu landkönnuðum sög-
unnar, Henry M. Stanley og David
Livingstone. Úrvalsleikarar fara með
helztu hlutverkin.
Kvöldnámskeið í matreiðslu
verða haldin í eldhúsum barnaskól-
anna í vetur og hefjast nú eftir helg-
ina. Upplýsingar um námskeiðin fást
í síma 3272 og 3874 klukkan 2—4 á
morgun og laugardag.
Bæjarráð
Fyrir síðasta fundi lá bréf frá lög-
reglustjóranum í Reykjavík um tilboð
frá tryggingarstofnun rikisins um
slysatryggingu lögregluþjóna bæjarins,
auk hinnar venjulegu og lögboðnu
slysatryggingar. Þessu máli, ásamt
tryggingarmálum slökkviliðsmanna, var
vísaö til hagfræðings bæjarins til á-
litsgerðar.
Á bæjarráðsfundi
föstudag næstliðínn var meðal ann-
ars lagt fram bréf frá framfærslu-
málanefnd bæjarstjórnar með tillögu
um, að bæjarstjórn og ríkisstjóm vinni
i saman að því, að til bæjarins verði
keyptir 7—10 vélbátar, 50—100 smá-
lestir að stærð, ætlaðir til saltfisks-
veiða. Einnig var þar lagt fram bréf
frá dr. Helga Tómassyni yfirlækni, þar
sem farið var fram á, að bæjarsjóður
bjóði fram 25—30 þúsund krónur tíl
þess að gera megi sjúkradeild fyrir ró-
lega geðveikisjúklinga að Kleppi. Enn-
fremur voru lagðar fram tillögur um
framtíðarskipulag Grjótaþorpsins.
Afstaða Framsoknar-
flokksins.
/Framh. af 1. síöuj
Svíþjóð og Noregi. Hins vegar
fengu verkamenn í Danmörku
nokkru meiri hækkun. Hann
skýrði frá því, að dýrtíðaraukn-
ingin nóv.—des. 1939 næmi 12%
miðað við jan.—marz 1939 og
yrði því hækkun á kaupi manna
í Reykjavík samkvæmt lögum
13 au. á klst. og kaupi verka-
kvenna 8 au.
Ólafur Thors atvinnumála-
ráðherra gerði grein fyrir af-
stöðu Sjálfstæðisflokksins og
sagði, að skoðanir hefðu þar
verið mjög skiptar. Hann
gat þess, að innan ríkisstjórn-
arinnar hefðu fulltrúar Fram-
sóknarflokksins viljað taka
mest tillit til framleiðslunnar.
Bæði hann og Stefán sögðu, að
flokkar þeirra væru því mót-
fallnir að leysa kaupgjaldsmál
með lagafyrirmælum og kysu
frekar frjálst samkomulag
verkamanna og vinnuveitenda.
Hins vegar hefði ástandið verið
þannig, að ekki hefði verið um
annað að ræða en þá leið, sem
farin væri.
Eins og venjulega óðu komm-
únistar elginn og töluðu um
verkalýðskúgun. Einar Olgeirs-
son heimtaði kauphækkun í
hlutfalli við dýrtíðaraukninguna
og að landbúnaðarafurðir hækk-
uðu . ekki í verði. Kommúnistar
virðast þannig ætlast til, að
bændur taki á sig byrðar dýr-
tíðarinnar, án þess að fá nokkr-
ar uppbætur.
Leikfélati Reyhjjwvíhur
DAUÐINN
NÝTUR LÍFSINS
Sjónleikur í 3 þáttum eftir
ALBERTO CASELLA
Sýiifng í kvöld kl. 8.
Hljómsveit aðstoðar undir
stjórn Dr. Urbantschitsch.
Aenjulegt leikliúsverð
Aðgöngumiffar seldir eftir kl.
1 í dag.
Góð
Nokkuð margir kaup-
endur Tímans munu
bókakaup r *• á,rg'•Dvalar'
" í 2. og 3. arg. eru
samtals 58 hefti og í þeim m. a. yfir
100 stuttar skáldsögur. Þeir sem senda
10 kr. til afgr. fá 2. og 3. árg. burðar-
gjaldsfrítt til baka. Líka sendir ef ósk-
að er gegn póstkr. Adr.: Dvöl, Rvík.
Skrifstofa
Framsóknarflokksins
í Reykjavík
er á Lindargötu 1 D
Áramótaræða
Sorsætisráðherra
(Framh. af 3. síðu)
þátt í kapphlaupi um það fylgi.
Ég staðhæfi, að ekkert er þjóð-
félaginu nauðsynlegra og trygg-
ir betur velferð þess, en vel hæf
og dugandi stétt opinberra
starfsmanna. — Þannig starfs-
mannastétt munum við svo bezt
eignast að við sýnum stéttinni
sanngirni — gerum strangar
kröfur til hennar og launum eft-
ir verðleikum, — en vitanlega
verða opinberir starfsmenn á
íslandi að skilja það, að þeirra
þjóð getur ekki greitt þeim jafn-
há laun og aðrar og ríkari þjóð-
ir greiða sínum starfsmönnum.
Við höfum komizt að þeirri
niðurstöðu á síðustu árum, að
aðsóknin að menntaskólum og
háskólanum sé of mikil. Ég er
einn af þeim, sem er ákveðið
þeirrar skoðunar, að við þessu
þurfi að setja skorður — en
einnig hér skulum við gæta þess
að láta ekki leiðast út í öfgar.
Þetta, sem hér er sagt, eru að-
eins dæmi. — Hætturnar eru
margar. Það er ætíð mikil hætta
á öfgum á stríðstímum, þegar
hugir manna eru órólegir.
Mönnum hættir mjög við að
álykta út frá sérstöku ástandi,
sem það væri almennt. En það
er ætíð skammt frá einum öfg-
um til annara, og það'an til enn
nýrra. Þessvegna legg ég áherzlu
á þetta: Við skulum reyna að
taka á hverju máli með rökfestu,
raunsæi — og öfgalaust, hvað
sem annars á dynur, og þess er
mikil þörf nú. Og ég tel það
ánægjulegt, að vinnuaðferðir og
vilji Alþingis þess, sem nú er að
ljúka störfum, virðist yfirleitt
hníga í þá átt. Sá andi hefir þar
ríkt, sem hinn almennasti og
sterkasti, áð taka á málum mjög
öfga- og æðrulaust. Það er hik-
laust og djarflega reynt að
halda uppi miklum verklegum
framkvæmdum, sem kosta lítið
erlent efni. — Það er reynt með
fjárframlögum að mæta þörfum
þjóðarinnar og atvinnuleysinu.
En ef fjármálastefnu Alþingis er
fylgt, er bersýnilega ráðgert að
stillt verði í hóf eða stöðvaðar
framkvæmdir, sem erlent efni
þarf til, og.myndu .verða fram-
léiðslunni ofvaxin byrði síðar.
Hér held ég að hafi í aðalatrið-
um verið valin sú hyggilega leið,
— og stillt í hóf. Það er og önnur
stefna, sem mikið og áfram-
haldandi gætir í störfum Al-
þingis. Þessi stefna hefir verið
rædd á undanförnum árum og
ég hefi ásamt svo mörgum öðr-
um reynt að vekja athygli á
henrii og skýra í nokkrum ræð-
um. Þessi stefna er að Tyðja sér
til rúms og skilnings hjá þjóð-
Fundarboð
Aðalfundur Flóaáveitufélagsins verður haldinn að
Tryggvaskála laugardaginn 27. jan. n.k., og hefst kl. 1 e.h.
Dagskrá samkvæmt félagslögunum.
FLÓ AÁVEITU ST J ÓRNIN.
78
Margaret Pedler:
Laun þess liöna
79
það,“ svaraði hún hægt. „Ég spurði hann
aldrei að heiti.“
V. KAFLI.
„Velkominn til Brownleaves.“
Loksins var þessari löngu ferð frá
bökkum Comovatnsins til Mið-Englands,
að veröa lokið. Elizabet var að komast
á leiðarenda og nú gat hún litið yfir
hina óhjákvæmilegu erfiðleika með
jafnaðargeði og jafnvel brosað að þeim.
Hún fór þetta allt aftur í huganum.
Fyrst var ítalska lestin, bæði lítil og
óhrein, sem gekk frá Como til Milano.
Fyrsta farrými var lítið og óvistlegt,
tjaldað rauðu og með þykkum, rauðum
gluggatjöldum fyrir gluggunum. Á
bekkjunum lágu sterklegar en grófar
ábreiður, til hlífðar. Svo var hátt upp í
lestina, að tií þess að komast það, þurfti
mikla líkamslipurð, enda voru ekki
nema tvær tröppur aö stíga í. Næst ferð-
aðist Elizabet alllangt með stórri hrað-
lest, og þá í svefnvagni. Þá lá leiðin um
Sviss og jöklarnir glömpuðu beggja
vegna. Farið var framhjá Lac Léman,
og undraðist Elizabet hvað það var fag-
urblátt og ólíkt Comovatninu, sem hafði
verið djúpgrænt að lit. Lestin þaut áfram
eftir franskri grund, og svo birtist París
í grárri morgunþokunni. Svo kom hið
venjulega umstang við tollskoðunina, og
þá reið á því að ná í hreinan, þokka-
legan og ótortrygginn tollþjón til þess
að skoða farangurinn.
Elizabet hvíldi sig sólarhring í París
hjá kunningjafólki sínu, en lagði svo af
stað strax að morgni næsta dag. Nú vár
degi tekið að halla. Elizabet horfði út
um gluggann á lestinni, sem óðum nálg-
aðist Waincliff. Til beggja hliða voru
gulbleikir akrar, en hér og hvar lágu
breiður dökkrauðra blóma út frá braut-
arteinunum. Lengra burtu voru dökk-
grænir vellir og engi og lengst burtu var
skógur, sem hvarf í hitamóðuna út við
sj óndeildarhringinn.
Eimpípa lestarinnar orgaði ákaft og
lestin brunaði inn í kolsvört jarðgöng.
Þegar út úr þeim kom sá Elizabet út á
sjóinn, eftir stóra heiði, sem huldi
Waincliff sjónum. Candy hafði svo oft
lýst þessu fyrir henni með ákafa og inni-
leik þess, sem lýsir ástfólgnum stað, að
hún þekkti hvert einasta smáatriði í
landslaginu, jafnótt og hún kom auga á
það, og henni fannst, hálft í hvoru, að
hún væri að heilsa gömlum kunningja.
Eftir örskamma stund staðnæmdist
lestin á brautarstöðinni. Elizabet tók
ferðatösku sína og bókina, sem hún hafði
skemmt sér við á ferðalaginu, og steig
út á stöðvaTstéttina.
inni: Virðingin fyrir vinnunni.
íþróttalögin, sem stefna að
því að ala upp tápmikla starfs-
menn í sérhverri stétt þjóðfé-
lagsins, eru hluti af þessari
stefnu. Vinnunámið í héraðskól-
unum, í framhaldi af vinnu-
náminu í bændaskólum og hús-
mseðraskólunum, er viðurkenn-
ing hins sama sjónarmiðs.
Flutningur á hinu ónotaða
vinnuafli er viðurkenning. þess
skilnings, sem við nú erum að
öðlast, að fátæk smáþjóð eins og
við íslendingar getur ekki lifað
sem frjáls menningarþjóð svo
mikið sem það kostar, nema að
allir vinni, hver geri skyldu sína
á sínum stað, og vinni fyrir sínu
brauði, — ef hann hefir heilsu
til þess. Frumvarpið um þegn-
skylduvinnu er enn ákveðnara í
þessa átt. — Það var ekki útrætt
nú. Það verður samþykkt fyr eða
síðar. í öllum þessum málum
kemur fram hin skýra höfuö-
stefna, sem þjóðin er að marka
sér, og Alþingi er því í fullu
samræmi við vilja hennar.
Skilningur á þessari stefnu er
áreiðanlega misjafnlega mikill
innan stjórnarflokkanna, en
þó í öllum þessum flokkum
nokkur, — og fátt markar eins
greinilega merkjalínu milli
stjórnarflokkanna og komm
únistanna og þetta. Það sem
sagt hefir verið og sagt verður
um kommúnistana er byggt á
því, að þeir hafa með framferði
sínu sjálfir sett sig fyrir utan
þjóðfélagið að nokkru leyti. -
Eitt af aðaláhugamálum þeirra
er að fólkið hrúgist saman í at-
vinnuleysið til þess að geta
haldið uppi æsingum, og að
vinnufriður komizt ekki á, til
þess að temja fólkið undir
lokabaráttuna, eins og þeir
orða það. Þeir vilja viðhalda
hinu jafna kaupgjaldi til þess
að unnið sé með hangandi
hendi að hverju starfi Lsann
færing þess, að þessar vinnu
aðferðir kosta þjóðfélagið mil
jónir árlega, drepa vinnugleð
ina og eru eins og uppdrátt
arsýki í þjóðfélaginu. Ákvæðis
vinnu kalla þeir þrælavinnu
vegna þess, að hún gefur dugn
aðarmönnum og letingjum
hvorum um sig sitt og vekur
vinnugleðina, þar sem hún
verður vakin. Allar eru þessar
vinnuaðferðir kommúnistanna
leiðir að einu marki, og við þeim
og sýkingunni, sem af þeim
stafar, verður að gjalda var-
huga. — Nú fyrir nokkrum vik-
um kom fyrir lítið atvik, sem
markar greinilega þetta viðhorf
kommúnistanna. — Ég mun
hafa sagt það í blaðaviðtali, að
ég teldi þessa setningu: „í sveita
þíns andlitis skaltu þíns þrauðs
neyta“, — beztu siðfræðina og
heilsufræðina, sem ég þekkti i
örstuttu máli. Þetta hneykslaði
kommúnistana alvarlega, að
halda fram þeirri fjarstæðu, að
erfiðið sé blessun mannsins, en
ekki böl. Forn-Gyðingar, sem
lifðu i heitu og hrjóstrugu landi
trúðu því að guö þeirra hefði í
reiði sinni yfir óhlýðni mann-
anna hneppt þá í þau illu álög,
að þurfa að vinna, að neyta síns
brauðs í sveita síns andlitis.
Þessi trú eða lifsskoðun Forn-
Gyðingsins, sem var í samræmi
við lífsvenjur hans, þrælahaldið
og óbeit frjálsborinna manna á
vinnunni, hafa orðið þjóðinni
örlagarik. Og pví skal skotið hér
inn í, að þessi sama lífsskoð-
un, óbeitin á vinnunni, varð
bani forn-grískrar menningar
Gyðingaþjóðin hefir um alda-
raðir meira en nokkur önnur
þjóð, lifað í samræmi við þessa
trú sína. — Hún hefir reynt að
brjóta af sér það böl, sem hún
taldi að maðurinn væri háður.
Þessi mikilhæfa þjóð hefir meira
en nokkur önnur lifað á sveita
annarra. Það hefir gefið auö
en jafnframt öfund og hatur,
sem oftsinnis hefir leitt til
grimmilegustu ofsókna. Og nú,
hvar sem maður tekur sér blað
eða tímarit í hönd, ber fyrir
augað myndir af Gyðingum
körlum og konum, við erfiðis-
vinnu, við jarðrækt í heima-
landinu eða við vinnunám í
framandi landi til að búa sig
undir starfið, sem bíður þeirra
i heimalandinu, þegar þeim
tekst að komast þangað.
Þannig er lífið. Lögmál þess
hefir verið brotiö og nú leitar
þessi ágæta þjóð glataðrar
gæfu einmitt í því, sem hún
svo lengi samkvæmt lífsskoðun
sinni og trú áleit bölvun,
leitar gæfunnar í vinnu, leitar
hennar við að yrkja jörðina og
-GAMLA BÍÓ*
Rörn Hardys
dóntara.
Amerísk kvikmynd frá
Metro Goldwyn Mayer.
Aðalhlutverkið leika:
LEWIS STONE,
MICKEY ROONEY.
CECILIA PARKER,
FAY HALDEN.
Sýnd kl. 9.
BARÓNSHJÓNIN
sýnd kl. 6.15.
'NÝJA BÍÓ'
Stanley
og' Livingstone.
Söguleg stórmynd frá Fox
er sýnir einn af merkustu
viðburðum veraldarsög-
unnar, þegar ameríski
maðurinn Henry M. Stan-
ley leitaði trúboðans Da-
vid Livingstone á hinu ó-
rannsakaða meginlandi
Afríku. — Aðalhlutverkin
leika:
Spencer Tracy,
Sir Cedrie Hardwicke,
Nancy Kelly,
Richard Greene o. fl.
Matreiðiln-
námikeið
Eins og að undanförnn verða haldin kvöld-
námskeili í inatreiðslu I eldhúsum barna-
skólanna og hefjast eftir naestu helgi.
Upplýsingar verða gefnar á föstudag og
laugardag 5. og 6. jþ. m. kl. 2—4 e. h. í síinum
2272 og 3874.
Reykjavík, 3. janúar 1940.
Borgarstjórinii.
\ ^
%
* % ■■
að neyta síns brauðs i sveita
síns andlitis. Og þeir, sem hafa
leitað þar, hafa fundið, — og út
yfir heiminn sendir nú þessi
þjóð sigurboðskap vinnunnar.
Við íslendingar höfum um
aldaraðir verið ofþrælkaðir af
vinnu, — við lifðum í landi,
sem átti enga tækni, og var
mergsogið. Þannig varð að gera
ofþrælkunina að reglu til þess
að geta dregið fram lífið. —
En sem afleiðing þessarar
ofþrælkunar, hefir komið eðli-
legt og lögmálsbundið aftur-
hvarf frá vinnunni sem böli. Ég
held að þetta sé að sumu leyti
skýring þess, hve menn leita
mikið frá erfiðinu til léttari
starfa. Það hefir verið mikill
geigur í mér við þessa stefnu á
undanförnum árum — ég veit
að ef henni er fylgt lengi, þá
leiðir hún til tortímingar. En
ég held, að við séum að átta
okkur í tíma. Síðustu árin virð-
ast vera að myndast ör straum-
hvörf, er ég hefi stuttlega lýst.
Æskan er að skilja það almennt,
að áreynslan — íþróttirnar —
eTu nauðsynlegar, og hæfilegt
erfiði ánægjulegt. Ýms ágæt ung
skáld hafa ort lofsöngva um
vinnuna. Alþing hefir nú verið í
meira samræmi við þessa
stefnu en nokkru sinni fyrr,
eins og ég hefi bent á með til-
vísun til nokkurra mála.
Góðir íslendingar! Það þarf
margs að gæta á næsta ári. Það
er erfitt að marka stefnur, sem
fylgja beri, — þegar vegurinn
framundan breytist eða getur
breytzt svo að segja við hvert
fótmál. Ég hefi bent á ýmislegt,
sem gera þarf. Og ég held, að
ég verði að enda á því, að telja
það eitt hið allra nauðsynleg-
asta, aö við eignumst í öllum
stéttum stöðugt fleira af þraut-
seigum, skylduræknum og
vinnuglöðum starfsmönnum.
'Engir menn eru ánægjulegri —
engir hamingjusamari en starfs-
glaðir menn. — Og það má mik-
ið á dynja, ef sú þjóð, sem á
marga slíka syni og dætur, er
ekki örugg og hamingjusöm.
Megi íslenzka þjóðin á hinu nýja
ári nálgast þetta takmark, að
vera skyldurækin og starfsglöð.
— Þess er ætið þörf, en aldrei
meiri en nú. — Mikið af erfið-
leikum kemur sjálfsagt utan að
— en meira kemur þó ætíð inn-
an að. En það, að nálgast þetta
takmark, er bezta vörnin gegn
hverskonar erfiðleikum. — Með
þessum orðum óska ég öllum ís-
lendingum árs og friðar.