Tíminn - 06.01.1940, Side 4

Tíminn - 06.01.1940, Side 4
8 TÍMIM, langardaginn 6. janúar 1940 2. blað Neville Chamberlaln (Framh. af 3. siöu) öld hafizt, myndi sá orðrómur hafa komizt fljótt á kreik, að tækifærin til friðsamlegs sam- komulags við einræðisríkin hefðu verið látin ónotuð. Þótt hinn raunverulegi tilgangur meö stefnu Chamberlains hafi misheppnazt, hefir hann samt borið þann árangur, að Bretar hafa siðferðilega langtum sterk- ari aðstöðu í styrjöldinni en ella. Það er venja, að Er hann rétti almenningur fái mað'urinn? dálæti á sérein- kennum ýmsra frægra manna. Chamberlain hefir fátt slíkra eiginleika og framkoma hans er yfirleitt þur og laus við það, að vera aðlað- andi. Hann er enginn oflátung- ur í klæðaburði. Vafalaust hefir þetta átt sinn þátt í þvi, að hann hefir aldrei náð neinum per- sónulegum vinsældum meðal al- mennings. Chamberlain hefir talsvert dálæti á íþróttum, enda þótt faðir hans væri þeim mjög frá- bitinn. Á yngri árum stundaði hann einkum göngur, sund og hjólreiðar. Á síðari árum hafa laxveiðar verið bezta skemmtun hans og er þolinmæði hans við- brugðið. Hann getur beðið þess tímum saman, að bitið sé á krók- inn. í sambandi við þessa íþrótt hefir hann sagt eina fræga setningu, sem er á þá leið, að menn muni betur þann lax, sem þeir tapa, en þann, sem þeir fá. Ef til vill birtist reynsla stjórn- málamannsins í þessum ummæl- um. Fólkið man betur það, sem stjórnmálamönnunum tekst ekki að gera, en það, sem þeir fram- kvæma því til hagsbóta. Chamberlain hefir mikla ást á Shakespeare og gengur jafnan með vasaútgáfu af verkum hans. Hefir það komið fyrir, að hann hafi farið að lesa Shakespeare undir þreytandi umræðum í þinginu. Hann hefir yndi af hljómlist og hefir lært að leika á allmörg hljóðfæri. Hann er mikill fuglavinur, barngóður og hefir gaman af garðyrkjuvinnu í tómstundum sinum. Mun þá talið flest það, sem honum er fært til gildis, auk stjórnmála- starfs hans. Chamberlain er enginn sér- stakur ræðusnillingur. Hann rökræðir málin og bregður sjald- an fyrir sig fyndni eða tilfinn- ingasemi. Margir andstæðingar hans eru langtum málsnjallari, orðheppnari og ná betri tökum á áheyrendunum. Hinsvegar veitist þeim yfirleitt erfitt að hnekkja rökum hans. í rökræð- um er hann talinn einna snjall- astur í enska þinginu. Ef nefna ætti eitthvað, sem sérstaklega einkenndi skaplyndi Chamberlains, væri það stefnu- festa og þrautseigja. Þeirri stefnu, sem hann hefir markað, fylgir hann hiklaust og gefst ekki upp, þótt hann bíði nokkr- um sinnum ósigur. Að reyna, reyna, reyna aftur, er eitt helzta máltæki hans. Það gildir jafnt hvort hann fæst við hamprækt á Suðurhafseyjunum eða stjórn- ÚR BÆKCM Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band ungfrú Guðfinna Ingibjörg Guð- mundsdóttir frá Bíldsfelli í Grafningi og Grímur Ögmundsson á Syðri- Reykjum í Biskupstungum. Lögmaður- inn í Reykjavík gaf þau saman. Heim- ili þeirra verður að Syðri-Reykjum. Brezkur togari, Sarpeton frá Grimsby, leitaði hafnar í Reykjavík með tvo slasaða menn í fyrradag. Togarinn er vopnaður, búinn einni fallbyssu, sér til öryggis. Sex brezkir togarar hafa siglt hingað til lands til veiða og eru þeir búnir sinni fallbyssunni hver. Leikfélagið sýnir leikritið Dauðlnn nýtur lífsins annað kvöld fyrir venjulegt leikhús- verð. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Kristín Jónsdóttir á Hofi á Eyrarbakka og Gísli Jónsson frá Lofts- stöðum í Flóa. Skíðaferð fara Ármenningar i Jósefsdal i kvöld kl. 8 og í fyrramálið kl. 9. Farið verður frá íþróttahúsinu. Kaupgjaldsnefnd hefir samkvœmt nýjum lögum reikn- að út vísitölu framfærslukostnaðar nóvembermánaðar og desembermánað- ar 1939, miðað við að vísitalan í jan- úar—marz hafi verið 100. Reyndist hækkun 12%. málaflækjur. En honum er jafn- ljóst að kapp er bezt með for- sjá. Það er einkennandi fyrir hann, að hann velur að jafnaði samningaleiðina frekar en bar- áttuna. Þegar hann barðist fyrir bæjarbankamálinu, fór hann fyrst á fund helztu andstæðing- anna og ræddi málið við þá, þeg- ar hann þurfti að koma hinum óvinsælu herskyldulögum gegn- um þingið ræddi hann fyrst við forystumenn stjórnarandstæð- inga og lét þá vita fyrirætlun sína. Á sama hátt heimsótti hann Hitler og Mussolini. Hon- um er ljúfara að semja við and- Afgreiðsla fjármála (Framh. af 1. síðu.) kr. Þótt heimildir þessar séu að vísu ekki mjög stórvægilegar, þá hefir með þeim verið tekin upp aftur sú aðferð að veita greiðslu- heimildir í fjárlögum, sem ekki eru teknar með í heildarupphæð fjárlaganna. En undanfarin ár hafa slíkar heimildir tæpast þekkzt. Þá er og þess að geta, að ýms lög, sem þingið hefir samþykkt, munu hafa áhrif á fjárhagsaf- komu ríkissjóðs til hins verra, þó að eigi hafi verið tekið tillit til þess í fjárlögunum. Verður að telja það mjög miður farið, að eigi skuli hafa verið teknar í fjárlögin sumar þær upphæðir, er bersýnilega koma til útgjalda á þenna hátt og þannig brotin sú regla, sem komið hefir verið á undanfarin ár. í þessu sambandi ber fyrst og fremst að minnast á eftirfarandi: í breytingum þeim á fram- færslulögunum, sem Alþingi hef- ir samþykkt, er gert ráð fyrir að ríkissjóður beri ábyrgð á mest- um hluta þeirra framlaga, er bæjar- og sveitarfélög leggja út fyrir þurfamenn annarra bæjar- og sveitafélaga, sem dvelja utan framfærslusveitar. (En sam- kvæmt lögunum er upp tekinn tveggja ára sveitfestitími þeirra, er þegið hafa af sveit og flytjast milli héraða). Það verður að gera ráð fyrir því, að af þessu stafi allverulegur útgjaldaauki fyrir ríkissjóð, þar sem hætt er við að erfitt reynist að inn- heimta þær upphæðir, sem rík- issjóður kann að þurfa að leggja út vegna þessa lagaákvæðis. í sömu lögum er gert ráð fyrir, að sett verði á nefnd, til þess að hafa með höndum margskonar nýmæli í sambandi við fátækra- málin í samráði við ríkisstjórn- ina. Verður vitanlega ekki hægt að komast hjá því, að af hlýtur að leiða aukinn kostnað, sem ekki er þó gert ráð fyrir í fjárlögpnum . Nefnd hefir starfað um skeið á vegum ríkisstjórnarinnar, sem kölluð er rannsóknanefnd ríkis- ins. Hefir hún haft með höndum margskonar verkefni m. a. í sambandi við stríðsráðstafanir, og að öðru leyti haft yfirstjórn allra náttúrurannsókna og ann- arra slíkra framkvæmda. Með lögum, sem samþykkt hafa verið nú í þinginu, er ákveðið að nefnd þessi skuli starfa áfram og m. a. hafa með höndum yfir- stjórn rannsóknarstofu atvinnu- veganna. Svo sem að líkum læt- ur, hefir þessi nefnd orðið að hafa á sínum vegum fastan starfsmann og einhvern kostn- að, en ekki hefir verið gert ráð fyrir því í fjárlögum. Þá er þess að geta, að í sam- bandi við afgreiðslu kaupgjalds- málanna var ríkisstjórninni gef- in heimild til þess að ákveða með reglugerð verðlagsuppbót til handa opinberum starfs- mönnum. Var ekkert seinkað með þessu við afgreiðslu fjár- laganna. Eins og kunnugt er, hefir skapast sú .venja, að lítið sem ekkert hefir verið samþykkt af útgjaldatillögum í sambandi við fjárlögin, nema þær sem ríkis- stjórn og fjárveitinganefnd hafa tekið upp eða gefið meðmæli sín. Hefir þessi sjálfsagða regla, sem á sínum tíma var mikið umdeild, í raun og veru útrýmt að mestu leyti hrossakaupum í þinginu. Að þessu sinni gilti þessi regla einnig að mestu, að því er snerti tillögur við sjálf fjár- lögin. Varð niðurstaðan sú, að hækkunartillögur frá öðrum en fjárveitinganefnd voru yfirleitt felldar. Munu þær útgjaldatil- lögur við fjárlögin sjálf, sem samþykktar voru og komu frá öðrum en fjárveitinganefnd hafa numið samtals eitthvað um 100 þús. krónur. Hækkunartillögur fjárveit- inganefndar voru þá einnig nær allar samþykktar, með þeirri að- alundantekningu að ekki var samþykkt tillaga um að taka allt að 200 þús. kr. lán til vega- gerðar yfir Siglufjarðarskarð. Lækkunartillögur fjárveit- inganefndar við fjárlögin sjálf voru samþykktar með þeirrl undantekningu að fellt var að fresta prentun þingtíðinda. Hinsvegar féllst þingið ekki á tillögu frá fjárveitinganefnd, sem fram kom í öðru sambandi, sem a. m. k. í framtíðinni hefði haft einhver áhrif á fjárhags- afkomu rikissjóðs, en hún var um lengingu starfstíma 1 opin- berum skrifstofum og eigi held- ur á tillögu um að heimila ríkis- stjórninni að stytta skólahald. Tolla- og skattaákvæði þau, sem áður hafa gillt, voru fram- lengd, en tollskráin kom í stað eldri ákvæða um verðtoll, við- skiptagjald, vörutoll og annað aðf lutningsgj ald. Af þessu yfirliti ætti að vera kleift að skapa sér skoðun um afgreiðslu þessara mála á Al- þingi. Aðrar fréttir. . stæðinginn en að láta hann kenna aflsmunar, enda þótt slíkt kosti meira tillit til óska hans. Einmitt þessi stefna hefir reynst enska heimsveldinu far- sælust. En sé Chamberlain tekið með ófyrirleitni og illvilja, er hann jafn staðfastur í barátt- unni og honum var það mikið kappsmál að fara hina frið- samlegu leið. Má vel marka þetta á því, að það eina, sem sagt er að honum hafi aldrei verið borið á brýn, er kjarkleysi. Hann óttast ekki baráttuna, þótt hann telji rétt að fórna nokkru til að komast hjá henni. Chamberlain á vissulega ekki hinar stórbrotnu gáfur, sem einkennt hefir suma forvígis- menn enska heimsveldisins. En hann hefir í ríkum mæli festuna og seigluna, — þá eig- inleika, sem öðrum fremur hafa grundvallað enska heimsveldið og valda mestu um það, hve vel því hefir farnazt fram á þenn- an dag. Þess vegna er það senni- lega rétt, sem enska blaðið Spectator sagði í fyrra, að Chamberlain hafi einmitt þá eiginleika, sem forystumaður þjóðarinnar þyrfti að hafa, þeg- ar þykknaði í lofti og óveðrið færðist stöðugt nær. Þ. Þ. nefndinni leiði nokkurn kostn- að, en fyrir honum er ekki gert ráð í fjárlögum. Hinsvegar verð- ur að vænta þess, að mikið gagn geti orðið af störfum nefndar- innar og stefnubreyting í þeim málum. Ennfremur er í fátækralögun- um nú ákveðiö að ríkissjóður skuli jafna fátækraframfæri sveitarfélaga, ef jöfnunarsjóður ekki hrökkvi. Veit enginn hváð af þessu kann að leiða fyrir rík- issjóð. Undanfarin ár hefir verið reynt að takmarka útgjöld ríkis- sjóðs með ákvæðum í fjölmörg- um lögum um hámark þess kostnaðar, sem af þeim skyldi leiða fyrir ríkissjóð. Þessi af- greiðsla er brot á þeirri reglu. — Héraðsskólalögin nýju gera ráð fyrir að ríkissjóður taki að sér hluta af skuldum héraðs- skólanna, og hefir verið áætlað að þær næmu um 350 þús. kr. í sömu lögum er gert ráð fyrir nokkuð hækkuðum rekstrar- styrk til héraðsskólanna, eða ár- lega um 15 þús. kr. Með lögum um breytta skipun lögreglu- og dómsmála í Reykja- vík, hefir verið myndað nýtt embætti,— sakadómaraembætti. Er þetta fyrirkomulag talið tví- mælalaust til bóta, en af þvi “™~~*GAMLA Börn Hardys dómara Skemmtileg og spennandi gamanmynd. — Aðalhlut- verkið leikur hinn röski leikari MICKEY ROONEY. Ennfremur leika: LEWIS STONE og CECILIA PARKER. **NÝJA BÍÓ ——~ Stanley og Livingstone. Söguleg stórmynd frá Fox er sýnir einn af merkustu viðburðum veraldarsög- unnar, þegar ameríski maðurinn Henry M. Stan- ley leitaði trúboðans Da- vid Livingstone á hinu ó- rannsakaða meginlandi Afríku. — Aðalhlutverkin leika: Spencer Tracy, Sir Cedrie Hardwicke, Nancy Kelly, Richard Greene o. fl. Orðsending lil bænda. Enn er allt í óvissu um það hvort gjaldeyrir verður fyrir hendi til kaupa og innflutnings tilhúins áburðar, svo um muni fyrir komandi vor. Eigi að síður er þess vænst, að kaupfélög, kaupmenn, búnaðarfélög og hreppsfélög, sem þess óska, og áður hafa keypt áburð frá Áburðarsölu ríkisins, sendi áburðarpant- anir sínar fyrir 15. febrúai’ næstkomandi, svo hægt sé að hafa þær til hliðsjónar við úthlutun þess áburðar, er inn kann að verða fluttur. Búast má við, að verð áburðarins verði um 50% hærra en það var síðastliðið ár. Tegundirnar, sem reynandi er að panta, eru: Kalksaltpétur, Kalkammonsaltpétur, Kalí, Superfosfat og Garðáburður. Nitrophoska túnáburð er aftur á móti tilgangslaust að biðja um. Tilgangslaust er með öllu fyrir aðila að panta meiri áburð, en þeir keyptu síðastliðið ár, í von um að bæta hlut sinn við væntanlega skömmtun áburðarins. Pantanir frá einstökum mönnum verða ekki teknar til greina. Munið, að greinilegar pantanir, sem berast nægilega snemma, eru eitt af frumskilyrðunum fyrir þvi, að úthlutun þess áburðar, sem inn verður fluttur geti farið vel fram og réttlátlega. Áburðarsala ríkisins. M i mikil mIíWW verðlœkkun OHTAR irá Mjólkuriélagi Flóamanna með heildsöluverði Matardeildin Hafnarstræti. Sími 1211. Mafarbúðin Laugaveg 42. Sími 3812. Kjötbúðin Týsgötu 1. Sími 4685. Kjötbúð Sólvalla Sólvallagötu 9. Sími 4879. Kjötbúð Austurbæjar Njálsgötu 87. Sími 1947. Talið er að i Dvöl eé að finna stærsta og merkasta safn af úr- valsskáldsögum heimsbókmenntanna, scm til er á Islenzku. Árg. kostar 6 kr. Adr.: Dvöl, Reykjavík. Vinnið ötullega fyrir Tímann. Á krossgötum. (Framh. af 1. síðu.) er fyrir þá að panta meiri áburð nú heldur en í fyrra, í þeirri von að hljóta Leikfélag Reyhjjavíkur DAUÐINN NÝTUR LÍFSINS Sjónleikur í 3 þáttum eftir ALBERTO CASELLA Sýnlng á morgnn kl. 8. Hljómsveit aðstoðar undir stjórn Dr. Urbantschitsch. Venjulegt leikhnsverð 82 Margaret Pedler: um og mér sjálfri, og öllu því, sem krafðist starfs og hreyfinga, svo sem veiðum, tennis, dansi og öllu slíku. Hann var ákaflega þróttmikill. Nú er þessu öllu lokið og hann getur einskis af þessu notið, það sem eftir er æfinn- ar, þótt hann sé aðeins þrjátíu og fimm ára.“ Elizabet þagði. Henni fannst að hún gæti ekkert sagt, sem væri hughreyst- andi, orðin voru gersamlega vanmátt- ug gegn því áfalli, að verða af öllu því, sem áður hafði gefið lífinu gildi. Það var skrítið, en fyrir hugskotssjónum Elizabetar brá fyrir mynd af öðrum manni, sem einnig var fimur, stoltur og ákaflega þróttmikill, manninum með sólbrunna andlitið, sem hafði bjargað henni á Como-vatninu. Hún átti svo hægt með að gera sér í hugarlund hvernig lömun myndi gera hann. Hún hugsaði að hann yrði eins og örn með stífða vængi. Þessi ókunni Colin hafði einu sinni verið eins og hann. Rödd Jane hreif Elizabet aftur upp úr hugsunum hennar. „En það er ekki beinlínis viðeigandi", sagði Jane afsakandi, „að bjóða þig velkomna á þann hátt, að byrja á því að rekja raunir mínar fyrir þér. Ég bið þig að fyrirgefa mér framkomu mína“. „Það er ekkert að fyrirgefa“, sagði Luun þess liðna 83 Elizabet, en bætti svo við feimnislega: „Ég vona, að þú viljir leyfa mér að taka þátt í raunum þínum, meðan ég er hjá þér. Ég tek alltaf þátt í raun- um Candys.“ „Candy,“ át Jane undrandi eftir henni. „Kallar þú hann það líka?" Elizabet kinkaði kolli. „Já, alltaf,“ svaraði hún brosandi. „Við erum allt of góðir félagar til þess að ég geti nefnt hann þessu lotningar- fulla nafni, faðir!“ Vegurinn beygði skyndilega og þá sá allt í einu yfir allan fjörðinn. Jane stöðvaði vagninn og Elizabet laut á- fram og virti með ákefð fyrir sér þenna stað, sem átti að verða heimili hennar hér eftir. Þorpið Waincliff stóð niður við fjörðinn. Það vaT lítið, aðeins fá- einir fiskimannakofar, ýmist niður við fjöruna eða dálítið uppi í hæðinni. Margir kofanna stóðu einir, út af fyrir sig, en sumstaðar stóðu tveir eða þrír saman. Þök þeirra voru úr rauðum tíg- ulsteini og flest orðin veðurbarin. Fag- urgrænum mosanum hafði, á einstöku stað, tekizt að festa rætur milli tígul- steinanna. Til beggja handa, svo langt sem augað eygði, teygðist graslendið og myndaði græna kórónu á gráa klett- ana. Hin mikla heiði, sem Elizabet hafði séð frá lestinni, lá til vinstri handar, (Framh. af 1. síöu.) til vopna og verður það aðal- lega látið stunda æfingar fyrst um sinn. Geta þeir ekki haft nema takmarkað herlið á Finn- landsvígstöðvunum í einu, og er þessi liðssamköllun aðallega til þess, að þeir geti skipt þar um lið eftir þörfum. Bretar og Frakkar hafa til- kynnt Þjóðabandalaginu, að þeir séu reiðubúnir að veita Finnum þá fyllstu aðstoð, sem sé í þeirra valdi, Er talið, að hér sé aðeins um hergagna- og flug- vélasendingar að ræða. í næstu viku verður fundur í utan- ríkismálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins og verður þar rætt um hjálp til Finnlands. Hore-Belisha hermálaráð- herra Breta og Mae Millan upp- lýsingamálaráðherra hafa sagt af sér. Ókunnugt er um ástæð- ur, en Hore-Belisha var talinn einn dugmesti maður ensku stjórnarinnar. Hermálaráðherra hefir verið skipaður Oliver Stanley, sem var verzlunar- málaráðherra, og upplýsinga- málaráðherra John Reith, sem verið hefir forstjóri enska út- varpsins og er orðlagður fyrir dugnað. Verzlunarmálaráð- herra hefir verið skipaður þekktur iðjuhöldur og fjármála- maður, Andrew Duncan. meira magn áburðar við úthlutunina heldur en ella, þar eð slíkum pöntun- um verður ekkí sinnt. Vafa er undir- orpið, hvaða áburðartegundir verður hægt áð fá, og víst, að sumar verða ófáanlegar. Verðlag á áburði mun einnig hækka til muna og verður sennilega 50% hærra i vor heldur en síðastliðið ár. Ferðasaga (Framh. af 3. siðu) virtist ganga til með prýði og hávaðalaust og vafalaust berast þaðan hollir straumar nú eins og fyrr. Og svo kvöddum við, þökkuð- um fyrir kaffið og alúðlegt við- mót þessa dagana og héldum af stað. Leið mln lá norður í Fljótin, þvi þangað átti ég einkum er- indi. Sama veðurblíða var eins og undanfarna daga og fagurt til fjalla að sjá og heim að mörg- um bænum. Hjaltadalurinn og Óslandsheiðin eru vinalegar sveitir. En ókunnugur er ég þar, hefi aðeins farið þar um um hávetur fyrir rúmlega 10 árum. Við erum ekki lengi út á Hofsós, því færið er gott fyrir bílinn, og þar skilja leiðir okkar Kristins á Skriðulandi. Frh. í næsta laugard.bl. Aðgöngumiðar að báðum sýn- ingunum eru seldir í dag frá kl.. 4 til 7 og eftir kl. 1 á morgun. M.s. Helgi hleður fyrir hádegi á mánudag n. k. til Ólafsvíkur, Stykkis- hólms, Patreksfjarffar, Bíldu- dals, Þingeyrar og Flateyrar. Sundhöllín tilkynnír: Að gefnu tilefni hefir verið ákveðið, að einkatímar fyrir konur, sem hafa verið á mánudögum og miðvikudögum kl. 5—6, skulu framvegis vera jafnt fyrir konur sem karla. En tíminn á föstudögum kl. 5—6 verður áfram sem einkatími fyrir konur. Kopar, aluminium og fieiri málmar keyptir í LANDSSMIÐJUNNI.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.