Tíminn - 09.01.1940, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.01.1940, Blaðsíða 2
10 TÍMINTC, þrlðjndagiim 9. janúar 1940 3. Mað Bak víð tjöldin Opíð bréf til Jóns Pálmasonar þíng- manns Austur-Húnavatnssýslu Þú hefir, herra alþingismaður, látið stjórn Sjálfstæðisfélags Austur-Húnavatnssýslu senda okkur Bændaflokksmönnum í þessu héraði eftirfarandi bréf: Nóvember 1939. Heiðraði sýslungi! Bræðraþjóðir vorar á Norður- löndum standa nú andspænis þeim möguleika að verða að fórna blóði sinna beztu sona til þess að verja sjálfstæði sitt gegn erlendu ofurefli. Sjálfir stönd- um vér íslendingar gagnvart þeirri hættu, að hungurvofan teygi enn einu sinni sinaberar kjúkur sínar inn yfir strendur þessa lands, og kreisti líf og þrótt úr börnum þess. Aldrei á æfi þeirra, sem nú lifa hér, hefir riðið meira á því að íslendingar legðust á eitt og hefðu sig úr þröngsýni flokka- dráttarins og sérhagsmuna- klíkuháttarins, sem undanfarið hefir kostað þjóðina miljónir króna, auk allra þeirra andlegu og siðferðilegu verðmæta, sem vegna þess hafa, farið í súginn. Einn þeirra manna, sem ötul- legast og drengilegast hafa bar- izt fyrir slíku þjóðlegu sam- starfi, er þingmaður Austur- Húnavatnssýslu, Jón Pálmason, sem var einn af aðalhvatamönn- um þess, að stofnuð var hér þjóðstjórn. Uppástunga um þetta hafði að vísu áður komið fram frá Bændaflokknum, en þá verið felld, enda eru innan allra flokka menn, sem sjá sér persónulegan hag í því að halda við flokkadeilum og siga saman samsveitungum og stéttarbræðr- um, t. d. í íslenzkri bændastétt, í því skyni að hlaða undir sjálfa sig á einn eður annan hátt. Þingmaður þessa kjördæmis boðaði í sumar þingmálafund til þess að ræða við kjósend- ur um afstöðu til myndunar þjóðstjórnarinnar. — Enginn Framsóknarmaður taldi þá viðleitni til þjóðlegrar eining- ar þess virði að mæta á fund- inum, og hefir það sennilega verið eftir áskorun einhvers leiðandi manns innan flokksins, sem sér leið til framdráttar í því að halda landsmálasundr- ungunni við. í þess staö hafa í haust ýmsir flugumenn verið að reyna að grafa undan fylgi þing- mannsins og er einkum lögð á- herzla á það, að renna flugunni ofan í þá Bændaflokksmenn, sem þeir telja líklegri til að svíkja hugsjón síns eigin flokks um þjóðlegt samstarf. Innan allra flokka eru tvær tegundir manna, þeir sem fylgja flokknum af hugsjón, og þeir sem hafa álpast inn í hann veiddir af slagoxðum eða ímynd- uðum sérhagsmunum. Hugsjóna- menn Bændaflokksins hafa vilj- að þjóðlegt samstarf og heil- brigðan sparnað. Þeir hafa vilj- að losa bændur úr því ófremdar- ástandi að vera leiksoppur sér- hagsmunaklíkanna í Reykjavík, sem vilja nota bændur sem at- kvæðafénað á sama hátt og hernaðarklíkur annara þjóða tefla almenningi fram sem fall- byssufóðri á vígvöllunum. Ef Bændaflokkurinn hefir ekki sjálfur frambjóðanda í kjöri hér við næstu kosningar, þá hlýtur hann að skiptast sam- kvæmt þessu. Hugsjónamenn- irnir kjósa þann manninn, sem hefir verið þeim sammála um þjóðlega samvinnu og heilbrigð- an sparnað, hinir hringla eftir því, sem flugumennirnir draga þá á færi sín. Á Sturlungaöldinna héldu Húnvetningar sér að mestu ut- an við þær blóðugu deilur yfir- gangsmanna, sem leiddu landið í glötun. Á núverandi Sturlunga- öld hafa Austur-Húnvetningar á þingi mann, sem hefir reynt að draga úr deilum, og er verðugur fulltrúi íslenzkrar bændastéttar, ráðdeildarsamur, sanngjarn og drenglyndur. Jafnvel þeir .Framsóknar- menn, sem ekki ganga með græn gleraugu þröngsýninnar á nef- inu, hljóta að viðurkenna hann sem fulltrúa þeirrar stefnu, er ein getur bjargað landi og þjóð, stefnu ráðdeildar og þjóðlegrar samvinnu, sem setur þjóðarhag hærra en flokkastreitur. Jafn- vel þeir hlytu heldur að kjósa hann sem fulltrúa sinn en eig- in flokksmann, sem líklegur er til að spilla þeirri samvinnu, sem tekizt hefir með stjórnmála- flokkunum. Það er full þörf á að þjóðin heimti af stjórnendum sínum að þeir vinni saman, án þess að reyna að sitja á svikráðum hver við annan í flokksþágu. En hver sá kjósandi, sem tekur af flokks- legum ástæðum sundrungar- mann fram yfir þá, sem berjast fyrir þjóðlegri samvinnu, hann situr á svikráðum við þjóðar- heill, því þjóðarheill krefst fals- lausrar, víðsýnnar og dreng- lyndrar samvinnu allra stétta og flokka á þessum hættulegu tím- um. Virðingarfyllst. Stjórn Sjálfstæðisfélags Austur-Húnavatnssýslu. Um leið og ég þakka bréf þetta, og þann skilning og sam- úð, er flokksstjórn ykkar Sjálf- stæðismanna, hér í héraði, virð- ist nú hafa á stefnu og starfi Bændaflokksins, þá bið ég þig — enda þótt Kolka læknir virðist hafa stílað bréfið, það er svo skáldlegt —, að athuga hvort þið hafið ekki of lengi þjónað sér- hagsmunaklíkunum í Reykjavík, (sbr. bréfið), og hvort þið getið varið það, fyrir samvizku ykkar, að segja ykkur ekki nú þegar úr Sj álfstæðisflokknum. Mér finnst það ekki geta sam- rýmst þeirri víðsýni, drenglyndi, ráðdeild og sanngirni, sem þú telur þig hafa svo mikið af, að vera lengur í Sjálfstæðisflokkn- um, eftir bréfi þínu að dæma. Það gæti vel verið, að við lofuð- um þér að vera áfram þingmað- ur, sem við vitum að þú hefir ósköp gaman af, ef þú gengir í Bændaflokkinn og kæmir með nógu marga af liði ykkar Sjálf- stæðismanna með þér, svo við gætum unnið kosningar í þessu héraði. Ég vona, að þú athugir nú þetta, og ég veit, eftir fyrri reynslu, af stefnu þinni og störf- um, hér í þessu héraði, að þú ert nógu víðsýnn til að hafa pólitísk fataskipti, og skipta um flokk, ef þú telur þingmanns- vonum þínum betur borgið á þann hátt. En þá skulum við snúa okkur að hinum einstöku atriðum bréfsins. Þú telur þig hafa tekið upp tillögu, sem felld hafi verið fyrir Bændaflokknum, um myndun þjóðstjórnar og barizt fyxir henni og komið henni heilli í höfn. Fyi-ir þetta þjóðnýta starf villt þú fá okkur hugsjónamenn Bændaflokksins, (og auðvitað vil ég telja mig til þeirra), til þess að kjósa þig til þings, þeg- ar næst verður kosið. Ef allt er rétt, sem í bréfinu stendur, þá finnst mér ekki til of mikils mælst, svo framarlega að við ekki höfum okkar eigið þing- mannsefni, úr hópi þeirra manna, sem strax skildu ágæti okkar flokks. Við Bændaflokks- menn urðum fyrir allmiklum vonbrigðum, um framgang okk- ar flokks og því er ekki að leyna, að hér í héraði hefir mjög verið talað um það, í okkar hóp og annarsstaðar, að við myndum hætta störfum, sem sérstakur flokkur, ekki sízt þar sem okkur hefir virzt Framsóknarflokkur- inn mjög hafa tekið tillit til þeirra sjónarmiða, í seinni tíð, sem urðu því valdandi að við yfirgáfum Framsóknarflokkinn (ég er gamall Framsóknarmaður, ■IÓNAS JÓNSSOIVi Sjö skáld leiðbeina Alþíngi ‘gtminrt Þriðiudaginn 9. jjan. íhaldsblödin og ijárlögm Það er kunnara en rekja þurfi, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir undanfarin ár ráðizt með hinu mesta offorsi á Framsókn- arflokkinn og Eystein Jónsson fyrir þá fjármálastefnu, sem fylgt hefir verið undanfarin ár. Síðan samstjórnin var mynd- uð hafa blöð flokksins einnig verið með hnútuköst af þessu tagi og sífelldar kröfur um stórfelldan niðurskurð á fjár- lögum. Hafa blöðin í því sam- bandi talað um 3—4 miljón kr. niðurskurð. Sama hafa sum- ir þingmenn flokksins gert. Framsóknarflokkurinn hefir tekið þessum hnútuköstum — beinum og óbeinum — með jafnaðargeði, jafnframt lýst því yfir, að hann var fylgjandi skynsamlegum sparnaði. Nú hafa fjárlög fyrir 1940 verið afgreidd. — Ýmsir út- gjaldaliðir hafa hækkað um nál. 2,2 milj. króna. Niðurskurð- ur á útgjöldum nemur hins veg- ar um 600 þús. kr. og er allur á framlögum til atvinnuveganna. Hrein hækkun er því um 1.6 milj. kr. Þó eru ekki talin með margvísleg útgjöld, sem heimil- uð eru og jafnvel ekki sum þau, sem lögboðin eru á þessu Al- þingi. Það er því sýnilegt, að landsreikningurinn v e r ð u r miklu hærri en fjárlögin. Hækkun fjárlaganna stafar ekki nema að hálfu leyti af gengishækkuninni eða styrj- öldinni: Hins vegar hefði ekki verið hægt að lækka útgjalda- liðina, sem færðir voru niður, ef styrjaldarástandið hefði ekki gert það mögulegt. Framsóknarflokkurinn álítur ekki tímabært að hafnar séu umræður um það, að hverju leyti ánægja sé með þessar nið- urstöður eða einstök atriði, en það er rétt að taka það fram, að ekki stóð á honum við lækk- un útgjalda. Það má einnig taka það fram, að Framsóknarflokknum kom það ekkert á óvart þótt erfitt reyndist að lækka fjárlögin, til þess var hann allt of vel málum kunnugur. Tíminn hefir ekki skrifað um niðurstöður fjárlaganna öðru vísi en þannig, að hann hefir flutt skýrslu um afgreiðslu fjár- málanna á Alþingi, sem er hið eina yfirlit um málin er gefur nokkurnveginn hugmynd um hvernig afgreiðslan var og hvaða stefna ríkti í þessum mál- um. Blöð Sjálfstæðisflokksins hafa hins vegar ritað töluvert um afgreiðslu fjármálanna og við- haft hnútukast og getsakir í því sambandi í garð fyrrverandi ríkisstjórnar og niðurstöður fjármálanna hjá henni. Blöðin birta jafnvel spádóma um það hvernig farið hefði, ef Sjálf- stæðismanna hefði ekki notið við. Ef til vill er álitið, að nú sé hentugur tími til þess að fram fari einskonar pólitískt upp- gjör í þessu sambandi og er þá engin ástæða undan að skorast. Það verður þó að teljast í mesta máta vafasamt, að nú sé hinn rétti tími'til slíks uppgjörs og verði þannig á ástæður litið, virðist það lágmarkskrafa, að ekki sé verið með órökstuddar getsakir og hnútuköst í garð ýmsra þeirra, sem að samstarf- inu standa, ekki sízt eins og nú er komið um niðurstöður í fjár- málum. Tíminn mun ekki taka þátt í slíku nema alveg sérstakt tilefni gefist. Er þetta ekki sízt sagt til skýringar þeim, sem hafa furð- að sig á því, hversu ltt Tíminn hefir sinnt hnútuköstum þess- um undanfarið. TÍMINN sendir Tímamönnum kveðju sína og þakkar þeim, er sent hafa blaðinu fréttabréf að undanförnu og væntir þess að þeir haldi áfram uppteknum hætti á komandi ári. Jafnframt væri vel þegið, ef fleiri vildu bætast í hópinn og senda fregnir úr byggðarlögum sínum. I. Dagana milli jóla og nýárs 1939 voru þingmenn mjög önn- um kafnir við að ljúka undir- búningi fjárlaganna fyrir 1940, og við fullnaðarsamþykkt þeirra næstsíðasta dag ársins. Inn á einn af hinum mannfáu síð- kvöldafundum rétt fyrir ára- mótin kom einkennilegt bréf, sem í eðli sínu var til Alþingis, en af óskiljanlegum ókunnug- leika höfundanna var ritað til nefndar í neðri deild, sem þá mun hafa verið hætt störfum. Skjal þetta var eitthvað á flæm- ingi um borð þingmanna án þess að. þvi væxi veitt sérstök eítirtekt, þar til einn af þing- mönnum kommúnista kom auga á það, og las það yfir þingdeild- inni, þegar svo var ástatt eins og venja er, þegar þessir flokks- menn tala, að forseti deildar- innar sat í sæti sínu, tveir skrif- arar glímdu við að koma ræð- unum inn í þingtíðindin, en engir þingmenn eru inni til að hlusta, nema stallbræðurnir úr byltingarflokknum. Næsta dag kom þetta bréf út í blaði kom- múnista með fullum undir- skriftum. Engin önnur blöð hafa minnst skjals þetta. En í með- ferð þess máls, sem bréfið snerti, hafa kommúnistar síðan þá réttilega eða ranglega talið sér til fylgis og stuðnings þá menn, sem þeir telja að hafi sýnt í skjali þessu leynda eða opinbera samúð með þeim á- róðri, sem stefnt var að með þessu einkennilega skjali. Eftir blaði kommúnista að dæma, hafa sjö skáld og fáeinir menn aðrir, ritað undir þetta plagg. En efni þess var föður- leg . leiðbeining frá skáldunum til Alþingis, lík í eðli sínu þeim viðvörunum, sem lífsreyndir foreldrar gefa ungum syni, sem leggur úr ættargarðinum inn á hálar brautir táldrægrar ver- aldar. Skáldin bentu Alþingi á með svipmóti þess, sem telur sig hafa vald til að leiðbeina, að nú megi það ekki láta sig henda þá fásinnu, að afhenda hið dýr- mæta vald, sem það hafi jafnan haft yfir styrkveitingum til skálda, listamanna og rithöf- unda í hendur jafn ófullkom- inni stofnun eins og mennta- málaráði. Að vísu eru engin rök færð fyrir þessu vantrausti hinna sjö skálda á þessari nefnd, sem Alþingi kýs með hlutfallskosningu fyrir hvert kjörtímabil, en inn í hinar yfir- lætislausu umbúðir var bland- að snoturlega framreiddum dylgjum um vanmátt þessarar nefndar. Mikil áherzla var lögð á það, hve miklu lakar slík nefnd væri fallin til að ráðstafa því fé, sem þjóðin greiðir á hverju ári í viðurkenningar- skyni fyrir vinnu í þágu lista og vísinda heldur en Alþingi. Fremstur af þeim, sem rit- uðu undir þetta skjal var Sig- urður Nordal, prófessor í ís- lenzku við Háskóla íslands, auk þess sem hann hefir með margra ára samningi tekið að sér eins- konar ritstjórn á sérstöku út- gáfuverki um sjálfstæði ís- lands sem bókmenntafrömuðir kommúnistaflokksins gefa út, og berjast fyrir með þreki þeirra manna, sem telja sig berjast fyrir hinni einu sáluhjálplegu trú. Sigurður Nordal hefir ekki að- eins skrifað fyrstur undir þessa leiðbeiningu til Alþingis, heldur hefir hann auk þess samið á- varpið og lagt allmikla vinnu í að fá skáld og aðra andans menn til að undirrita það. Og þar sem ég á sæti bæði á Al- þingi, sem átti að leiðbeina með ávarpinu, og er auk þess nú sem stendur formaður í mennta- málaráði, sem hin sjö skáld hafa svo slæman bifur á, auk þess sem ég hefi fyrir tólf árum átt aðalþátt í að löggjöf var gerð um menntamálaráð, og réði því auk þess í þann tíð, að Sigurö- ur Nordal var fyrsti formaður þeirrar stofnunar, þá munu margir mæla, að ekki sé óeðli- legt, þó að mig fýsi að heyra ít- arlegan rökstuðning fyrir því, hvers vegna skáldin taka að sér þessa furöulegu umhyggju fyrir Alþingi og að hverju leyti menntamálaráð hefir brotið svo af sér, að þörf sé á að draga saman óvígan her af skáldum eins og margir samherjar mín- ir, í þessu héraði.) Af þessum ástæðum hefi ég, í seinni tíð, ekki fylgst með, eins og skyldi, því sem gexzt hefir í landsmálum, og verð því í fá- fræði minni, að benda á nokkur atriði, í hinu ágæta bréfi ykkar, í von um frekari skýringar, — því ég vona, að þú fyrirgefir mér, þó ég trúi ykkur Kolka ekki alveg eins vel og fimm ára barn trúir föður sínum. — Það eru einmitt dálítil sárindi í mér, útaf því, hvað einmitt þið efuð- ust alltaf, manna mest, um sannleiksgildi orða foringja okk- ar, Jóns í Stóradal. 1. Er það alveg víst, að það hafi verifr þú, sem fyrstur tókst upp tillögu þá, sem þú segir, að okkar flokkur hafi borið fram um þjóðstjórn? Ég er dauð- hræddur um að þig misminni. Mér hefir skilist, að Framsókn- arflokkurinn hafi fyrst boðið Sjálfstæðis- og Alþýðuflokknum upp á samstjórn og Framsóknar- flokkurinn hafi svo orðið að bíða í 6 eða 8 vikur, eftir því að Sjálf- stæðisflokkurinn féllist á þetta, á meðan var þingið aðgerða- laust. Þrátt fyrir þitt ötula starf, minnir mig, að 8 af 17 Sjálf- stæðismönnum á Alþingi greiddu atkvæði á móti því, sem þú nú kallar þjóðstjórn og vegsamar svo mjög. Líklega eigum við, að skilja þetta svo, að þú hafir allt- af verið að basla við, að fá Bændaflokkinn tekinn upp í samvinnuna. (Hverju munaði það, þó við hefðum 6 ráðherra?) Þá fyrst hefði þetta verið reglu- leg þjóðstjórn. Ef þú getur sann- að mér það, að þú hafir alltaf verið að berjast við að fá Bændaflokkinn tekinn með í samvinnuna, og Jón í Stóradal gerðan að landbúnaðarráðherra, þá skyldi ég kjósa þig framvegis til Alþingis, jafnvel þó þú hald- ir áfram að starfa innan vé- banda Sjálfstæðisflokksins. 2. Þú segir í bréfi þinu: „Hugsjónamenn Bændaflokks- ins hafa viljað þjófflegt sam- starf og heilbrigðan sparnaff. Þeir hafa viljað losa bændur úr því ófreindarástandi, aff vera leiksoppur sérhagsmunaklík- anna í Reykjavík, sem vilja nota bændur, sem atkvæffafénaff, á sama hátt og hernaffarklíkur annara þjóða tefla almenningi fram, sem fallbyssufóffri á víg- völlunum." Ég er þessu alveg sammála. En hvernig stendur þá á þvi, að í ísafold 1934 kallaðir þú stofn- endur Bændaflokksins „pólitíska stigamenn", réttlausa í hinum pólitíska heimi. Og hvernig stóð á því, að þú hélst þessu sama fram á kosningafundum, hér í sýslu, bæði 1934 og 1937 og sýnd- ir þetta í verkinu, með því að skora á þá gömlu Sjálfstæðis- men, er sögðu skilið við þig á kosningafundi á Gilsstöðum til að svifta þá stofnun áliti og og áhrifum. Þar sem enginn rökstuðningur er í hinu umrædda ávarpi hinna sjö skálda, en Sigurður Nordal bæði höfundur þess og fyrsti á- róðursmaður, auk þess sem hann má teljast eins ritfær og hver hinna, sem undirritað hafa plaggið, þá beini ég orðum mín- um til hans, þegar útskýra skal fyrir almenningi þá sókn frá hans hálfu, sem hér er gerð að umtalsefni. Ég þykist fullviss að Sigurður Nordal eigi auðvelt með að skýra þessa framkvæmd, og að hann eigi auk þess mjög auðvelt með að koma á fram- færi greinum um þetta efni í Vísi og Mbl., sem birta að jafn- aði greinar þessa háskólakenn- ara, auk þess sem hann hefir upp á síðkastið ritað nokkuð í aðalblað kommúnista hér í bæn- um. Ég mundi síðan taka rök hans og niðurstöður upp í fram- haldsgrein um þetta efni hér í blaðinu, til þess að lesendur Tímans fengju fullt yfirlit um málið. En ef svo ólíklega tæk- ist til, að Sigurður Nordal sæ'i sér ekki fært að rökræða málið opinberléga, væri sú staðreynd líka fullkomið svar. Ég mundi þá ljúka þessu máli meö nokkr- um viðbótarskýringum, sem ég sé ekki ástæðu til að birta við fyrstu umræðu málsins. II. Þegar litið ér yfir ávarp hinna sjö skálda eins og það birtist í blaði kommúnista, hlýtur hver lesandi fyrst að spyrja, hvaða vald höfundarnir telja sig hafa Raularhafnar- verksmiðjan Ég vil taka það fram, að um- mæli um verksmiðjumál Rauf- arhafnar, sem birt munu hafa verið af vangá í Tímanum 4. þ. m., eru að mínum dómi ekki allskostar réttmæt. Það er, út af fyrir sig, gott verk og lofs- vert, að reyna að tryggja stúd- entum og menntaskólamönnum sumarvinnu. En tillaga sú, sem hér er um að ræöa, var ekki sanngjörn í garð verkamanna í Presthólahreppi, eins og hún var upphaflega fram borin. Hefir það eflaust stafað af því, að ekki hefir legið nógu ljóst fyrir mönnum, að vinna við nýju verksmiðjuna verður til- tölulega mun minni en við hina eldri. í meðferð þingsins var tillög- unni breytt á þá leið, að náms- manna hlutfallið var fært úr % niður í i/3 af vinnu vegna verk- smiðj ustækkunarinnar. Ég vil svo nota tækifærið til að vekja athygli á því, að það mun vera algerlega þýðingar- laust fyrir menn að flytja sig til Raufarhafnar í von um að fá atvinnu við nýju verksmiðj- una þar. P. t. Vífilsstöðum 5. jan. 1940. Gísli Guffmundsson. 1934, að kjósa heldur Hannes Pálsson, ef þeir gætu ekki kosið þig, heldur en kjósa Jón í Stóra- dal, sem þú kallaðir þá pólitísk- an stigamann. Það er ákaflega leiðinlegt, hve þú fórst seint að meta til- verurétt Bændaflokksins. Það virðist svo, að þið Kolka farið fyrst að tala um hugsjónamenn Bændaflokksins sem sannar fyrirmyndir, þegar hinn ágæti foringi okkar, Jón í Stóradal, liggur fyrir dauðanum. (Bréf ykkar dagsett í nóv. 1939) — og helzti hjálparmaður þinn, í þessu héraði, Kolka læknir, veit, sem læknir, að foringja okkar er ekki lengur lífs auðið. Ég vona, þar sem þú lýsir sjálfum þér sem sanngjörnum, víðsýnum og drenglyndum manni, að þú fyr- irgefir mér og öðrum flokks- bræðrum mínum, þó þeir fari að hugleiða það, undir þeim kring- umstæðum, sem nú eru í þessu héraði, hvort þetta ágæta bréf þitt, sem okkur þykir afar vænt um, og geymum eins og dýrgrip, er ekki einmitt hugsað af ykkur, sem fluga á færi, sem eigi að draga okkur Bændaflokksmenn inn í herbúðir þínar. Því sann- ast að segja, er þetta fyrsti á- róðurinn, sem ég hefi orðið var við, því óneitanlega finnst mér bréf ykkar félaga áróðurskennt. Hugsjónamenn viljum við all- ir vera, en ekki neinir kjánar,, (Framh. á 4. síðu.) til að tala við Alþing um þess störf og skyldur í þeim tón, sem ráðsettir foreldrar tala við lítil börn, þegar þeim er ráð- lagt að setja ekki bletti í föt sín eða detta ekki út af mjórri brú ofan í bæjarlækinn. Mér er ekki ljóst hvernig þessum mönnum gat komið í hug, að þeir væru færari að segja Al- þingi fyrir verkum heldur en þingmenn sjálfir. Ef til vill verða þessi vinnubrögð hinna sjö skálda skiljanleg, ef taflinu er snúið við og ef nefnd úr Al- þingi kæmi til Sigurðar Nor- dals og vildi knésetja hann vjð- víkjandi rannsóknum um það, hver hafi skrifað Egilssögu, Ég hygg, að Sigurður Nordal myndi telja það óþarfa umhyggju fyrir vísindunum. Á sama hátt hygg ég, að Freysteinn Gunn- arsson, Friðrik Brekkan, Alex- ander Jóhannesson, Ágúst Bjarnason og Símon Ágústsson myndu una því illa, ef Alþingi færi að beita sínum efnilegustu hagyrðingum eins og Vilmundi Jónssyni og Árna frá Múla við að leiðrétta frumsamin kvæði þessara manna eða þýðingar þeirra eftir stórskáld erlendra þjóða. Frá sjónarmiði alþingismanna þarf skýringa við frá hálfu Sig- urðar Nordals um þessa sókn af hálfu hinna áhugasömu skálda inn á verksvið löggjafarþings- ins viðvíkjandi vinnubrögðum þess. III. Næsta verkefni er að skýra vantraust hinna sjö skálda á menntamálaráði. En það er

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.