Tíminn - 09.01.1940, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.01.1940, Blaðsíða 4
12 TÍMEVX, þriðjndaglnn 9. jjannar 1940 3. blað Yiír landamærm 1. Það er vissulega sorglegt, að sjá. þær kröfur í blaði, sem kennir sig við alþýðuna, að fjölmennasta vinnandi stétt landsins, bændurnir, eigi engar bætur að fá vegna dýrtíðarinnar, þar sem þær hafa þó verið tryggðar sjó- mönnum og verkamönnum. Það er sannarlega ömurlegt, aö ráðherra skuh vera svo langt leiddur í smjaðri fyrir verkalýð' bæjanna, að hann skuli mót- mæla þvi á Alþingi, að bændur fái bætur vegna dýrtíðarinnar. Slíkt smjaður verður flokki hans þó áreið- anlega ekki til ávinnings, því að verka- fólk bæjanna ann bændum áreiðanlega sama réttar og öðrum þegnum þjóð- íélagsins. Þess ættu líka Alþýðublaðið og Stefán Jóhann að minnast, að bændur geta ekki sótt gull í vasa er- lendra stéttarbræðra, líkt og ákveðinn flokkur hér á landi sækir það í vasa bræðraflokkanna á Norðurlöndum. 2. Kommúnistar eru mjög áhyggju- fullir yfir þeim ágætu imdirtektum, sem Finnlandssöfnunin hefir hlotið. Haida þeir að Rússar kunni að skilja þetta þannig, að skeytasendingar þeirra hingað hafi lítinn árangur borið. Hefir því sumum þeirra dottið í hug að efna til mótmælasöfnunar, sem væri til stuðnings Rússum. Þar sem þeir munu áður, á einhverju byltingar- afmæli, hafa safnað fé til að gefa Rússum dráttarvél, en þá stunduðu Rússar friðsamleg störf, mun þeim nú hafa dottið helzt í hug að senda þeim skriðdreka! Þegar á átti að herða, mim slík fjársöfnun þó ekki hafa þótt álit- leg til vinsælda og varð niðurstaðan sú, að reynt skyldi að safna fé til að lengja líf rússnesku blaðaútgáfunnar á íslandi. 3. Það virðist. sem íhaldsmenn sum- staðar úti um landið hafi samúð með kommúnistum í hrellingum þeim, sem þeir nú eru komnir í. Glöggt dæmi um það er framkoma Aage Schiöth lyfsala í Siglufirði á Rauökufundinum 11. des. Hann átaldi þar harðlega, að Alþingi væri að amast við kommúnistunum og áleit það með öllu óviðeigandi. Vörn hans fyrir þeim minnir á vörn Hitlers fyrir Stalin, enda allhliðstæð. Hlýtur þetta að vera vafasamur heiðm- fyrir flokkinn, þótt það hinsvegar sanni inn- ræti einhvers hluta hans. 4. Á sama fundi — og þessu til end- urgjalds að því er virðist — prédikaði Þóroddur kommúnisti ágæti einstak- lingsframtaksins og bað alla að vinna af alefli gegn því, að „Rauðka" yrði seld ríkisverksmiðjunum, en berjast fyrir því, að einhver einstaklingur keypti hana. Þótti mönnum línudans þessi mjög athyglisverður hjá báðum aðíljum. __ _ __ 5. Á þeim sama fundi gat Þormóður E''1ólfsson um nýfallinn dóm á hendur Þóroddi fyrir lygar og illyrði, þar sem hann er dæmdur í 650.00 kr. sekt, Þor- móður taldi, að hann myndi mega borga í rúblum, ef honum kæmi það betur. Hentu menn gaman af og var almennt hlegið. Ekki hefir heyrzt, hvort Þóroddur hefir valið þann kost- inn, en það er engan veginn talið útilokað. Sagt er, að viðlag Þórodds í öllum ræðum sé: „Sannleikurinn er nú sá —“ en aldrei ljúgi Þóroddur meira en þá. x+y... Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu.J um, sjómönnum kauptúnanna og öllum þeim, sem vilja traust og heilbrigt atvinnulíf. * * * Annars er þaö lærdómsríkt í þessu sambandi, að sjómenn í Keflavík hafa nú um áramótin krafizt hlutaráðningar í stað á- kveðins kaupgjalds, eins og var á síðastliðnu ári. Þar er af laun- þegum sýndur hinn rétti skiln- ingur í þessu máli og kaup- kröfupostulunum veitt hæfileg áminning. ■ ■ tn BÆI¥UM Félagsstofnun. í gær var stofnuð hér í bæn- um deild úr American Scandin- avian Foundation og ber hún nafnið Íslenzk-ameríska félagið. Hlutverk félagsins er að efla andlegt og viðskiptalegt sam- band milli Vesturheims og ís- lands. Eru meðal annars fyrir- huguð stúdentaskipti og mun American Scandinavian Foun- dation leggja fram fé gegn framla'd frá_ íslandsdeildinni í því skyni. í stjórn _ félagsins voru kjörnir Ásgeir Ásgeirsson, Jónas Jónsson, Ragnar Olafsson, Sigfús Halldórs frá Höfnum, Sigurður Nordal, Steingrímur Arason og Thor Thors. V erzlunarmannafélag Reykjavíkur hefir látið uppi, að það muni fara fram á hækkað kaup til handa verzlunarfólki. Ungur listmálari, Hákon Sumarliðason að nafni, sýnir um þessar mundir nokkrar myndir í sýningarglugga Jóns Björnssonar í Bankastræti. Þessi maður hefir lítils listnáms átt völ, en málverk hans og teikningar þykja bera vott um góða hæfileika. Kvikmyndahúsin. Nýja Bíó sýnir nú mjög at- hyglisverða ameríska kvikmynd er lýsir lífi flugmanna í sein- ustu heimsstyrjöld, friðarvilja hermannanna o°' þeim öflum, sem neyða þá til að berjast. Er myndin mjög atburðarík og vel leikin, enda fer hinn frægi Eroll Flynn með aðalhlutverkið. — Gamla Bíó sýnir dansmynd með vinsælasta danspari Ame- ríku í aðalhlutverkum. Vínnustöðvun (Framh. af 1. síðu.J ig munu útgerðarmenn hafa leitað fyrir sér um breytingar á hinum gamla hlutaskipta- samningi sínum við sjómennina, en samningi þeim bar að segja upp fyrir 1. nóvembermánaðar, eða hann að öðrum kosti var gildandi áfram. Þessi uppsögn átti sér ekki stað. Það, sem sjó- menn fara fram á, er því, að þeir verði ráðnir á bátana upp á hlutaskipti samkvæmt þessum samningi. Verklýðs- og sjómannafélagið í Keflavík hefir nú beðið Al- þýðusambandið að leggja deilu- mál þetta undir úrskurð félags- dóms. Aðrar fréttlr. (Framh. af 1. síðu.) heldur verjast en að afhenda eitt fet af landi sínu. Það hefir vakið mkla athygli, að hollenska stjórnin endurtók þá yfirlýsingu nú um helgina, að Hollendingar myndu heldur berjast en að láta setja sér skil- yrði, sem ekki samrýmdust frelsi landsins. Telja ýmsir að þetta kunni að stafa af ein- hverjum hótunum frá Þjóðverj- um. Ómakleg árás í forustugrein í málgagni prentarastéttarinnar, sem út kom nú fyrir áramótin, er ráð- ist að Framsóknarmönnum og þeim borið á brýn, að þeir vilji eyðileggja iðnaðinn í landinu. Tilefnið eru tvær greinar úr „höggorminum". Önnur þeirra var um, að stéttarfélög væru ekki einvöld um að „loka“ iðn- greinum fyrir ungum mönnum, er langar til að nema einhverja iðn. Hin um að prenta ekki um- ræðupart þingtíðindanna 1940. Ósanngirni þessa þarf auðvit- að ekki að ræða. Allir vita, að engir hafa stutt iðnaðinn eins mikið og einmitt Framsóknar- menn. Hvað ætli að væri orðið úr mörgum iðngreinum hér á landi, ef innflutningshöftunum hefði ekki verið beitt gegn er- lendum iðnaðarvörum? Margur iðnaður hefir stórmikið blómg- ast — jafnvel komið ofvöxtur í hann — einmitt fyrúr innflutn- ingshöftin. Og er það ekki meira en lítil heimtufrekja af prent- urum, að ætlast til að umræð- urnar á Alþingi séu prentaðar aðallega til þess að veita prent- urum atvinnu! Auðvitað vita flestir, og eflaust prentarar líka, að ræður þingmanna á Alþingi eru mjög ómerkilegar, breyta yfirleitt ekkert gang mála og eru mjög lítiö lesnar í þingtíð- indunum. Þessi grein í Prentaranum er enn eitt ljóst dæmið um það, hve óðfluga grefur nú um sig hjá ýmsum stéttum þjóðfélags- ins, að aðrir eigi að líða til þess að þeir sjálfir geti haft góða daga, sem komnir eru sólar- megin í lífinu — jafnvel þótt það sé á kostnað þeirra, er auð- inn skapa, sem eru fyrst og fremst þeir, sem að framleiðsl- unni vinna. Er þetta einmitt eftirtektarverðara fyrir það, að prentarar eru ein af bezt þrosk- uðu stéttunum á ýmsan hátt. Kári. Stutt athugasemd í ritdómi í Tímanum nýlega um hina merku bók, „Baráttan gegn dauðanum“, er gefið í skyn, að með íslenzkun hennar hafi þeir Þórarinn Guðnason og Karl Strand bætzt í víngarð ís- lenzkra bókmennta. Þetta er tæpast réttlátt. Þessir ungu menn (einkum þó Þ. G.) hafa áður íslenzkað fjölda margar stuttar úrvalsskáldsögur og þar á meðal ýmsar, sem af erlend- um bókmenntatímaritum eru taldar vera í allra fremstu röð í þeirri grein heimsbókmennt- anna, eins og t. d. „Eplatréð" eftir enska Nobelsverðlauna- skáldið John Galsworthy, „Hlaupaæðið" eftir Stefan Zweig o. m. fl. Lesendum Dvalar um allt land voru að minnsta kosti báðir þessir þýðendur vel kunn- ir áður en hin umrædda bók kom út á íslenzku. V. G. Vinnið ötullega fyrir Tímann. Bak vid tjöldiu (Framh. af 2. síðuj sem álpast dregnir af flugu- mönnum (sbr. bréf þitt) inn í einn eða annan flokk. Ég skal nú reyna, að vinna að því, eftir beztu getu, að sam- herjar mínir fái ekki þessa hug- mynd um bréf ykkar félaga, ef þú aðeins getur sannað, að bréf- ið sé ekki sent út sem fluga, til að fá atkvæði okkar til þín, en á meðan svo er ekki, þá vona ég að drenglyndi þitt geri það að verkum, að þú fyrirgefir okkur þaö, þó við teljum Hannes Páls- son, eða hvern annan frambjóð- anda Framsóknarflokksins, hér í sýslu, eins líklegan, til að spilla ekki hinu ágæta samstarfi póli- tisku flokkanna, og sem forsend- ur fyrir því, vil ég benda þér á það, að Hannes Pálsson hélt þvi fram á þeim sömu kosninga- fundum og þú taldir Bænda- flokkinn engan tilverurétt eiga, og foringja flokksins „pólitíska stigamenn“, að Bændaflokkur- inn ætti tilverurétt, sem flokkur þeirra sveitamanna, er væri of andstæður sósíalisma til að geta unnið með Alþýðuflokknum, að framgangi mála, en of stórlátir, til að vera atkvæða-fénaður sérhagsmunaklíku þeirrar, í Reykjavík, sem ávallt hefir ráð- ið framkvæmdum Sjálfstæðis- flokksins. Fyrir þennan skilning metum við Hannes alltaf mikils, og væntum ekki lakara af honum, í garð okkar skoðana, en af þér. Einnig teljum við margir, það afar undarlegt, ef það ætti að spilla samstarfinu, að efla þann flokkinn, sem heill og óskiptur hefir barizt fyrir samvinnu að- alflokkanna. Samt sem áður munum við vel flestir kjósa þig, ef þú sannar okkur Bændaflokksmönnum það, að þú hafir barizt fyrir því, að okkar flokkur fengi þátttöku í stjórninni, enda þótt þú hafir þar engu fengið áorkað, fTekar en í mörgu fleiru. Við Austur-Húnve-tningar vilj- um mjög gjarnan setja metnað okkar í það, að hafa fulltrúa okkar á Alþingi, ráðdeildarsam- an, sanngjarnan, víðsýnan og friðsaman. Allt þetta segist þú hafa til að bera 1 ríkum mæli (sbr. bréf þitt) — og þetta skal ég ekki bera brigður á, en við viljum gjarnan, að fulltrúi okk- ar sé líka gætinn og kunni nokkurnveginn til opinberra verka. Þér hefir láðst að láta telja þetta upp líka. Ég býst við að þú hafir þessa kosti, en af lítillæti hafir þú ekki viljað láta telja fleira, en gert er í bréfinu. Ég efast ekki um, að bæði gáf- uðum, gætnum og kurteisum manni geti orðið á þær sömu skyssur og þér hafa orðið á í athugasemdum þínum við rík- isreikningana. Þar virðist þú hafa verið full fljótfær, við að taka tölur upp úr reikningunum og sjáanlega berðu ekki allt of mikið skynbragð á þau mál, sem verður svo þess valdandi, að þú dróttar kannske fullmikilli ó- ráðvendni, að stöku starfsemi þess opinbera. Jæja, Jón minn! Enda þótt Húnavatnssýsla hafi, að mínum dómi, innan allra flokka og ekki sízt Bændaflokksins, menn sem hafa talsvert af öllum þeim kostum, sem þú telur þig hafa, og auk þess líka eitthvað af þeim kostum, er þú gleymir að telja upp þér til handa, þá mun ég leggja mitt lóð á metaskál- arnar, til þess, að þú fáir að verða áfram þingmaður okkar, ef þú aðeins getur hrundið úr huga mínum efasemdum þeim, um sannleiksgildi og tilgang bréfs ykkar félaga, frá í nóvem- ber s. 1. og birt er hér að framan. Með kærri kveðju. Ritað 2. janúar 1940. Bændaflokksmaður í Austur-Húnavatnssýslu. Sjö skáld leiðbeína Alpingi (Framh. af 3. siðu) sem hann á eftir ólifað. En með því ósvaraða hólmgönguboði var um leið hrundið árás þessa bók- sala á mig fyrir þann þátt, sem ég hefi fram að þessu átt í út- gáfustarfsemi menntamálaráðs. Á sama hátt eins og ríkis- stjórn og Alþingi höfðu afsalað sér til menntamálaráðs mrag- háttuðum framkvæmdum í sambandi við námsferðir og efl- ingu lista og vísinda til mennta- 86 Margaret Pedler: Laun þess liðna 87 Jane staðnæmdist á þrepskildinum og snéri sér að Elizabet. „Ég vona, að þú verðir hamingjusöm á Brownleaves,“ sagði hún með viðkvæmni. Elizabet vafði báðum handleggjun- um um háls henni og hrópaði upp: „Ég er sannfærð um það! Hvernig gæti það verið öðruvísi?“ Jane kyssti hana innilega. En snöggv- ast skaut þessari blíðu depurð upp í augum hennar, þegar hún horfði á þetta unga og barnslega andlit. Alltaf var æskan jafn örugg um hamingju sína! Jane óskaði þess innilega, að henni mætti takast að vernda Elizabet fyrir vonbrigðunum. Hún var dóttir Ir- ene og gráu augun voru svo mjög lík augum móðurinnar, að Jane komst við er hún horfði í þau. Hún kæfði and- varp, sem var að því komið að brjótast fram, — og gekk á undan inn í húsið. Þær heyrðu hurð opnast og einhver kom á móti þeim fram í forsalinn. „Þetta er Colin,“ sagði Jane og El- izabet heyrði á rödd hennar, — þegar hún nefndi nafnið, — hvað bróðirinn var henni ákaflega mikils virði. „Komdu sæl,“ sagði Wentworth og rétti henni hendina. „Við Jane höfum hlakkað svo mikið til þess að þú kæmir, að ég er viss um að þú getur ekki í- myndað þér það.“ Röddin var ákaflega látlaus og kveðj- an svo blátt áfram og einlæg, að Eliza- bet hlýnaði um hjartaræturnar. Þetta var þá Colin, sem Dandy hafði sagt að væri stundum „dálítið erfiður!" Það varð sannarlega ekki séð af svip hans. Andlitið var að vísu dálítið þreytulegt, eins og hann hefði liðið miklar þján- ingar. En svipurinn um munninn var glaðlegur og brún augun voru glettnis- leg, þótt þau væru dálítið þreytuleg. Hann var hár og grannur, en dálítið lotinn í herðum og haltur. Þau drukku te úti í garðinum. Hann var gamaldags og Elizabet varð undir eins hrifin af honum. Frá húsinu lá steinstígur með blómabeð til beggja hliða. Skrautleg blómin bærðust fyrir blænum og loftið var fullt af angan þeirra. Grasfletirnir umhverfis voru girtir sigrænu limgerði, sem víðast var stuttklippt. Sums staðar hafði runnun- um þó verið leyft að vaxa, og þá voru þeir klipptir á ýmsa vegu, svo að þeir voru eins og dýr eða fuglar í lögun. Á gerðinu var hlið út að grænum hjalla, sem vissi út að sjónum. Þar var teið framreitt. Teborðið var jafn gamaldags og viðkunnanlegt og annað. Postulínið var hvítt með rauðum rósaknöppum. Á borðum voru litlir brauðhleifar, mauk, þeyttur rjómi og "°"***‘'OAMLA BÍÓ**‘—°—°** Flnghetjur í herx&aði Spennandi og stórkostleg amerísk kvikmynd, er lýsir lifi hinna hraustu og fræknu flugmanna ófrið- arþjóðanna. — Aðalhlut- verkið leikur: ERROL FLYNN. Börn fá ekki aðgang. NÝJA BÍ6 DRAUMA- DANSINN Ný dans- og söngvamynd með hlnum vinsælu leikur- um GINGER ROGERs" og FRED ASTAIRE. Aukamynd: Walt Disney-teiknimynd. Hælbandalakkskór og smábarnaskór í miklu úrvali. Ennfremur allar stærðir af V atnsleðurskóm. Sama lága verðið. Verksmiðjuútsalan Geljun — Iðunn Aðalstrœti. Nýkomið fjölbreytt úrval af Káputauum og karlmannaiataefnum Ennfremur Garn og lopi. VERKSMIÐJUÚTSALAN Gefjun - Iðunn Aðalstræti Sími 2838. Trichosan § Eitt helzta úrræðið til þess að halda hársverðinum og hárinu heilbrigðu er að nota hárvatnið TRICHOSAN-S. Leiðarvísir um notkun fylgir hverju glasi. Fæst hjá rökurum og mörgum verzlunum. Heildsölubrigðir hjá Áfengísverzlun ríkísíns. Fjallagrös Við seljum ágæt hreínsuð fjallagrös í heíldsölu Samband ísl. samvínnufélaga Sírnl 1080. THE WORLD#S GOOD NEWS will come to your home every day through THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR An Intemational Daily Netvspaper It records for you the world’s clean, constructive doings. The Monltor does not exploit crime or sensation; nelther does it lgnore them, but deals correctively with them Features for busy men and all thi family, including the Weekly Magazine Section. The Christian Science Publishing Society One, Norway Street, Boston. Massachusetts Please enter my subscripMon to The Christian Science Monitor for a period of 1 year $12 00 ð months $6.00 3 months $3.00 1 month $1.00 Wednesday issue, tncluding Magazlne Section: 1 year $2.60. 6 issues 25o Name. Address. Samþie Copy on Requeit málaráðs, hafði Eysteinn Jóns- son og Alþingi það, sem nú er nýslitið, talið betur henta, að nefnd, sem þingið velur til að sinna slíkum málum, hefði líka með höndum úthlutun styrkt- arfjárins til rithöfunda og lista- manna. Framh. J. J. V AK A Á ERINDI TIL ALLRA. Flytur frumsamdar og þýdd- ar greinar um margvíslegt efni, sögur og kvæði og er prýtt fjölda mynda. KAUPIÐ VÖKU'.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.