Tíminn - 09.01.1940, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.01.1940, Blaðsíða 3
3. Wað TÍMXN, þriðjudaginn 9. jarnúar 1940 11 A N N A I, L Dánardæg'ur. Sigmundur Guðmundsson leik- fimikennari við Miðbæjarskól- ann í Reykjavík lézt á Landa- kotsspítala 27. des. Hann veikt- ist 19. des. af hálsbólgu, en fékk síðan blóðeitrun, er dróg hann svo snögglega til bana. Sigmundur var fæddur í Stykkishólmi 8. nóv. 1911. Hann lauk prófi í Kennaraskólanum 1933 og síðar íþróttakennara- prófi frá skóla Björns Jakobs- sonar á Laugarvatni. Eftir það stundaði hann kennslu í Rvk og var fastur leikfimikennari við Miðbæjarskólann síðan 1937. í félagsmálum tók hann helzt þátt í starfsemi ungmennafé- laganna. Var formaður Umf. Velvakanda í Reykjavík tvö s. 1. ár og sat síðasta sambandsþing U. M. F. í. Umf. Velvakandi stendur fyr- ir hinum vinsælu farfugla- fundum, sem sóttir eru af ung- mennafélögum utan af landi. Vegna þeirrar starfsemi hefir hann verið þeim mörgun; kunn- ur. Sigmundi var ekki gefið að trana sér fram, heldur kaus hann mikið fremur að vinna verk sín í kyrþey. En allir, sem kynntust honum, báru það traust til hans, að hann varð oft og einatt að taka forustuna að sér, af því félagar hans knúðu hann til þess. Hann var duglegur og farsæll kennari og lagði hina mestu alúð við öll þau störf, er hann tókst á hendur. Glaðlegur og prúður í allri framkomu og hverjum manni vinsælli. Jarð- arförin fór fram 5. jan. að við- stöddu óvenjumiklu fjölmenni, þegar um jafn ungan mann er að ræða. Það leyndi sér ekki, að hann skildi eftir hjá samferða- mönnunum hugþekkar og var- anlegar minningar, sem þeim einum er fært, sem gæddur er miklum mannkostum — sem er drengur góður. D. Á. Afmæli. María Guðmundsdóttir hús- freyja að Lundi i Stíflu, varð sextíu ára 11. desember síðastl. Hún er fædd að Miðhóli í Sléttu- hlíð, fluttist með foreldrum sínum barn að aldri að Háakoti í Stíflu, ólst þar upp, og vann í föðurgarði, þar til hún giftist, árið 1904. María er dóttir Guð- mundar Pálssonar, er síðast var prestur að Knappsstöðum í Stíflu. Móðir hennar, Guðrún Jónatansdóttir, var gáfuð kona og kvenskörungur. Eru báðar þessar ættir kunnar um allt land, sökum gáfna og orðsnilli, eins og til dæmis Grímur Thom- I! E I M I L I Ð Freyr 12. hefti, XXXIV. árg. Fyrir nokkru er út komið sið- asta hefti 34. árgangs Freys. Fyrsta og helzta greinin, er eftir hinn nýja ritstjóra Freys, Árna G. Eylands, og heitir „Til vest- urs yfir álana —“. Er hún að mestu samkvæmt útvarpser- indi, er Árni flutti í haust, nokkru eftir heimkomuna frá Ameríku. Segir hann þar frá Vesturheimsför sinni, ýmsum mönnum, sem hann kynntist þar, og mörgu er fyrir augu bar, einkum að því er til búnaðar tók. Búnaðarrit 53. árg. Fimmtugasti og þriðji ár- gangur Búnaðarritsins er fyrir nokkru kominn út. Efni þess er mestmegnis skýrslur frá starfs- mönnum Búnaðarfélagsins og yfirlit um mál þau, er síðasta Búnaðarþing hafði til meðferð- ar. Halldór Pálsson sauðfjár- ræktarmaður skrifar gi'ein um hrútasýningarnar haustin 1937 og 1938 og starfsemi sauðfjár- ræktarbúanna 1936—37 og 1937 -—38. Páll Zóphóníasson gerir grein fyrir slátruninni síðast- liðin fimm ár og vænleik dilk- anna. Loks er skýrsla um jarða- bótastyrk 1938. sen í föðurætt og séra Jón á Bægisá í móðurættina. Eins og að ofan greinir, giftist María árið 1904 Sigurði Krist- jánssyni búfræðing_ ættuðum úr Svarfaðardal. Fluttist hún þá með manni sínum til Svarfaðar- dals og dvöldu þau þar í 2 ár. Þaðan fluttu þau _að Háakoti og byrjuðu búskap. í Háakoti bjó María með manni sínum í 11 ár. Þá var jörðin seld, en þau treyst- ust ekki til að kaupa hana, svo háu verði sem i hana var boðið. Fluttust þau hjón þá að Lundi. Árið eftir festu þau kaup á jörðinni og tóku nú til óspilltra mála að bæta hana, eins og þau höfðu áður gert að Háakoti. En veturinn 1919 missti María mann sinn. Stóð hún nú ein uppi með 7 börn í ómegð, það elzta á ferm- ingaraldri, en það yngsta í reif- um. Það var áður vitað, að María var hin mesti kvenskörungur, en við fráfall manns hennar kom það þó enn betur í ljós, hvílíkum dugnaði og sálarþreki hún var gædd. Hún gafst ekki upp við fráfall manns síns og leitaði ekki opin- berrar hjálpar, eins og mörgum mundi hafa orðið og ámælislaust var, eins og þá stóð hagur henn- ar. Skuldir voru miklar en eign- ir litlar. Hún hélt búskap áfram upphaf þessa máls, að Eysteinn Jónsson, fyrrverandi fjármála- ráðherra, lagði til í fjárlagafrv. fyrir 1940, að nokkrir tugir af styrkveitingum til skálda og listamanna yrðu ekki í fjárlög- unum bundnir við nafn, og verðleikar þessara manna bar- áttuefni á hverju þingi, held- ur fengi Alþingi menntamála- xáði allríflega fjárhæð í hendur, og það skipti fénu síðan milli verðugra andans manna, án þess að opinber hjaðningavíg væru um kosti þeirra og ávirð- ingar. Þessari breytingu hefir verið vel tekið, nema í blöðum kommúnista. Þar hefir bæði í sumar og vetur orðið vart við allmikinn ugg um að þessi ráðabreytni gæti að einhverju leyti þrengt kost þeirra rit- höfunda, sem eru um lífsskoðun og framkvæmdir háðir áróðurs- deild valdamanna í framandi stórveldi. Sennilega hefir kvíði kommúnista í þessu efni farið vaxandi eftir að þingfulltrúum kommúnista var svo að segja vikið úr Alþingi og þjóðin hafði sýnt fyrirlitningu sína á ó- drengskap þeirra gagnvart Finnlandi með hinni almenn- ustu, verklegu samúð, sem dæmi eru um á íslandi. Við aðra umræðu fjárlaganna hafði meiri hluti Alþingis fall- izt á skoðun Eysteins Jónssonar, að úthlutun á styrk til skálda, rithöfunda og listamanna væri betur komin hjá menntamála- ráði heldur en hjá Alþingi sjálfu. Sókn hinna sjö skálda í málinu var þess vegna enn ó- viðkunnanlegri eftir að Alþing sjálft var búið að lýsa yfir vilja sínum, gagnstætt óskum hinna sjálfvöldu leiðbeinenda. Þegar ég lagði fram frv. um menntamálaráð og menningar- sjóð á Alþingi 1928, var gert ráð fyrir því, sem síðan hefir haldizt, að fimm manna nefnd, kosin af Alþingi, hefði milli handa nokkurt fé til að standa straum af rannsóknum á nátt- úru íslands, til að styðja þjóð- lega bókaútgáfu og til að kaupa verk íslenzkra listamanna. Nú sem stendur eru þessum sjóði tryggðar 50 þúsund króna tekj- ur, er skiptast jafnt í þessa þrjá staði. Tilgangur minn með þessu frv. var að greiða götu andans manna á íslandi. Mér var vel kunnugt um, hve sárt Þorvaldur Thoroddsen hafði fundið til þess að vera hafður að bitbeini á Alþingi í sambandi við þann styrk, sem hann fékk af al- mannafé til að rannsaka nátt- úru landsins. Mér voru líka sæmilega kunnir erfiðleikar ís- lenzkra málaTa og myndhöggv- ara, með svo þröngan markað, sem þeir hafa fyrir verk sín. Mér var ennfremur mjög vel kunnugt bókaleysið í þúsundum fátækra heimila í landinu, sem verður meir áberandi með hverju ári, eftir því sem dýrtíð vex og bækur og bókband verð- ur dýrara. Lögin um menn- ingarsjóð og menntamálaráð voru miðuð við þessar ástæður. Það var nokkur mótstaða gegn hugmyndinni í fyrstu. En reynslan hefir sýnt að rétt var stefnt í málinu. Alþing hefir meir og meir aukið verksvið Tilkynning. Samkvæmt lögum frá 5. þ. m. um breyting á lögum nr. 10. 4. apríl 1939 um gengisskrán- ingu og ýmsar ráðstafanir í því sambandi hef- ir Kauplagsnefnd reiknað út vísitölu mánað- anna nóv.—des. 1939, miðaða við að vísitala framfærslukostnaðar jan.—marz 1939 sé 100. Reyndist hún vera 12% hærri. VIÐSKIPTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ. Bónus Syrír árin 193 4—3 8 verður greiddur af aðalumboði félagsins, FIRMA ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO., H.F., Reykjavík. Rétt til þátttöku í bónus- greiðslunní hafa allir þeir, sem hafa skírteini dagsett fyrir 1. október 1924 og með tölusetningu lægri en 80.000, þar að auki verður tryggingin að hafa verið í gildi 31. desember 1938. Hafi skírteinið fallið til greiðslu á árinu 1939, er bónus þegar greidd- ur. Skírteinunum og síðustu iðgjaldskvittunum verður að fram- vísa um leið og greiðsla fer fram. Fyrir tryggingar, sem dagsettar eru eftir 1. október 1924 og tölusett yfir 80.000, verður bónus greiddur um leið og trygging- arfjárhæðin fellur í gjalddaga. Líítryggíngaríél. »Danmark« Húðir og skinn. Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar HÚÐIR og SKINN, sem falla til á heimilum þeirra, ættu þeir að biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessum vörum í verð. — SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA selur NAUTGRIPAHÚÐIR, HROSSHÚÐIR, KÁLFSKINN, LAMBSKINN og SELSKINN til útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUR TIL SÚTUNAR. — NAUTGRIPA- HÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KÁLFSKINN er bezt að saita, en gera verður það strax að lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinnunum, bæði úr holdrosa og hári, áður en saltað er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrum, borgar sig. — wwMMiunMWWWWMiiwwMMMWMWMMWWMMiiiure og hélt ekki aðeins við búinu, heldur jók það allverulega, jafn- framt því, sem hún bætti jörðina að miklum mun. Á þessum árum lét hún einnig byggja mjög myndarleg peningshús, og hafði mesta garðrækt í sveitinni. Nú í sumar, á þessu sextugasta ári sínu, byggði hún myndarlegt í- búðarhús á jörðinni. Fjögur barna sinna hefir Mar- ía kostað til náms. Eins og af líkum má ráða, hefir ekki verið setið auðum höndum í Lundi. Öll þau störf og öll sú umhyggja, sem áður hvíldi á herðum tveggja samhentra hjóna, komu á bak hinnar ein- stæðu ekkju. Öll utanbæjarstörf varð hún að sjá um og fram- menntamálaráðs, af því sum verkefni hafa þótt þar betur komin heldur en annarstaðar. Svo er um ráðstöfun styrktar- fjár til námsmanna, farkost til útlanda, kaup á listaverkum fyrir landið, stuðning við nátt- úrufræðisrannsóknir, og að lokum bókaútgáfu til að bæta úr hinum tilfinnanlega bóka- skorti í efnalitlum heimilum. Og svo undarlega vill til, að það er einmitt þessi síðasttalda starfsemi, bókaútgáfa mennta- málaráðs, sem sætt hefir rök- studdri gagnrýni. Pétur Hall- dórsson bóksali hefir á fundi þingmanna farið mjög hörðum orðum um þá útgáfustarfsemi. Gætti þar að vísu atvinnuhags- muna að nokkru. Hann hugðist geta gert mig ábyrgan fyrir mistökum fyrri ára í þessu efni. Hann vissi ekki, að hinar óselj- anlegu og ólesanlegu bækur, sem menntamálaráð gaf út á fyrstu starfsáTum sínum, eins og Gallastríðið, bók Þorbergs Þórðarsonar um Esperanto, og doktorsritgerð um Njálu, voru valdar og gefnar út að tilhlutun Sigurðar Nordals og hans skoðanabræðra. Ég ber ábyrgð á einni bók, og aðeins einni, sem gefin var út af mennta- málaráði á þeim tíma. Það er Lagasafnið. Ég bauð Pétri Hall- dórssyni á þingmannafundi að nefna einhverja bók, sem hann hefði gefið út, sem væri betri og þjóðnýtari en Lagasafnið. Hann þagði við, og þegir enn. Ég býst við að hann eigi eftir að þegja um þá hluti þá daga (Framli. á 4. síðu.) kvæma meðan börnin voru á æskuskeiði. Aldrei hefir hún haft ráðsmann, sjálf hefir hún séð um allar framkvæmdir, jafnt utan húss sem innan. Hún hefir áreiðanlega fylgt dyggilega bendingum Hávamála: „Ár skal rísa, sás á yrkjendur fáa, og ganga síns verka á vit; margt of dvelur þann of morgin sefr; hálfr es auðr und hvötum“. V AK A Á ERINDI TIL ALLRA. Gerist kaupendur að vandað- asta tímariti landsins. VAKA, REYKJAVÍK. Innheimtumenn! Vinnið ötullega að innheimtu og útbreiðslu Tímans í ykkar sveit. Svarið fljótt bréfum frá ínnheimtu blaðsins í Reykjavík, Jg gerið skil til hennar svo fljótt sem möguleikar leyfa. Tíminn tít ódýrasta blaðið, sem gefið er út á íslandi. Hreinar léreftstuskur kaupír Prentsmíðjan Edda, Liadargötu 1 D. Kopar, alumlnlum og fleirl málmar keyptir í LANDSSMIÐJUNNI. Kaupendur Tímans Tilkynniff afgr. blaffsins tafar- laust ef vanskil verffa á blaffinu. Mun hún gera allt, sem í hennar valdi stendur til þess aff bæta úr því. Blöff, sem skilvísa kaup- endur vantar, munu verffa send tafarlaust, séu þau ekki upp- gengin. 88 Margaret Pedler: stór, brún, heimabökuð kaka, er Elizabet hafði aldrei séð á ferðum sínum um meginlandið. Neðan úr fjörunni heyrð- ist kliðandi öldugjálfur, og beint á móti, handan við fjörðinn, gnæfði Wain Scar. Elizabet setti frá sér bollann og hróp- aði upp yfir sig af fögnuði: „Brownleaves er alveg aldáanlegur staður! Candy lofaði hann ekki nálægt því nógu mikið.“ Jane brosti. „Þú gleymir því, að hann hafði Frayne Abbey alltaf í huganum til samanburð- ar. Þér mun ekki finnast jafnmikið til Brownleaves koma, þegar þú hefir séð þitt eigið heimili.“ „Ég býst þó við, að á Abbey sé mjög fallegt?“ „Já, ákaflega,“ sagði Jane. „íbúðar- húsið hefir verið endurnýjað og lagað eftir nútíma tízku að ýmsu leyti, en rústir hins gamla klausturs hafa alltaf verið látnar óhreyfðar. Þær eru dálítinn spöl frá íbúðarhúsinu og opnar almenn- ingi einu sinni í viku, þó það sé nú ekki meira en svo öruggt að ganga um þær sums staðar. En,“ greip hún allt í einu fram í fyrir sér, „Candy hefir auðvitað sagt þér allt af létta um þetta mörgum sinnum.“ Elizabet hristi höfuðið. „Nei, það hefir hann ekki gert. Hann Laun þess liðna 85 svaraði Jane. „Það er í skóginum þarna að baki okkar, en Brownleaves er ekki nema hálfa mílu í burtu, hérna neðar og nær sjónum.“ Jane benti niður með firðinum, á hólótta ströndina, gegnt Wain Scar. Leið þeirra lá niður hallann, í áttina til sjávar. Innan skamms rann vagninn inn um gamalt járnhlið, og áfram eftir krókóttri akbraut. Meðfram akbraut- inni stóðu tré, en handan þehra snöggir grasfletir til beggja hliða. Vagninn nam staðar fyrir framan heldur lágt tveggja hæða hús. Útlit þess var mjög viðkunnanlegt og vinalegt. Það var byggt úr rauðum, gljúpum múrsteini, og veggirnir voru huldir vafningsviði meira en til hálfs. Hvítar, rauðar og bleikar rósir hölluðust upp að veggj- unum í öllu sínu sumarskrúði. Bleik blómin á klifurjurtunum voru að springa út yfir dyrunum. Gluggarnir voru opnir og inn um þá sá í dökkar þiljur, en til og frá glampaði á mess- ing og aðra málma. Elizabet fann til þess, sem hún hafði nefnt „ættjarðarástartitring." Ekkert gat verið jafn enskt og þetta aðlaðandi, gamla hús. Manni hlaut að finnast að maður væri að komast heim, þegar maður sá það.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.