Tíminn - 09.01.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR:
GtSLI GUÐMUNDSSON (&bm.)
ÞÓRABINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI:
FR AMSÓKN ARFLOKKURINN.
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFVR:
EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D.
SÍMAR: 4373 og 2353.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D.
Síml 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA hj.
Simar 3948 og 3720.
24. árj{.
Reykjavík, þriðjudagiim 9. janúar 1940.
Utanríkísverzlunín 1939
Ef reiknað er með sama gengi og 19 3 8 var
innflutningurmn 1 millj. kr. meiri og útflutn-
ingurinn 2.5 millj. kr. minni en þá.
3. blað
Rúmenskir landamœraverðir á landamœrum Rússlands og Bessarabíu, sem Rússar vilja fá aftur. Carol kon-
ungur flutti þar rœðu á laugardagínn og sagði að Rúmenar myndu heldur berjast en afhenda eitt fet af landi
Flugher Rússa
Eins og skýrt var frá í
seinasta blaði, hefir hagstof-
an nú lokið bráðabirgðayfir-
liti um utanríkisverzlunina
á síðastl. ári. Þykir rétt að
skýra hér nánar frá niður-
stöðum og ýmsum atriðum
í því sambandi.
Bráðabirgöayfirlit Hagstof-
unnar um utanríkisverzlunina
1938 og 1939 hefir verið sem
hér segir, en þess ber að geta,
að það breytist nokkuð við end-
anlegt uppgjör:
1939 1938
kr. kr.
Útflutningur ... 69.527.000 57.752.000
Innflutningur .. 61.150.000 49.102.000
Hagst. jöfnuður 8.377.000 8.650.000
Til þess ber að taka tillit, að
sökum gengislækkunarinnar á
árinu, eru þessar tölur ekki sam-
bærilegar. Sé reiknað með sama
gengi og var 1938 verður inn-
flutningurinn á seinasta ári
50.184 þús. kr. og útflutningur-
inn 55.216 þús. kr. Samkvæmt
þessum tölum verður hagstæð-
ur verzlunarjöfnuður á árinu
5.032 þús. kr. eða 3.6 millj. kr.
óhagstæðari en hann var 1938.
Hinsvegar ber að gæta þess,
þegar verzlunarjöfnuðurinn er
borinn saman við fyrra ár, að í
innflutningnum eru eftirtaldir
liðir, sem greiddir eru af láns-
fé og verður því að taka sérstak-
lega til greina:
Esja ........... kr. 2.000.000.00
Laxárvirkjun ... — 1.000.000.00
Hitaveitan ....... — 300.000.00
Samtals kr. 3.300.000.00
Einnig ber að taka tillit til
þess, að um áramótin voru meiri
birgðir í landinu af útflutnings-
vörum, aðallega síldarolíu, en
var um fyrri áramótin.
Vínnustödvun
í Keflavík
Sjómenn vilja heldur
hlutaráðningu en
ákvedið kaup
Um þessar mundir stendur
yfir ágreiningur meðal sjó-
manna og útgerðarmanna í
Keflavík um kjör háseta á fiski-
bátum, og hafa fiskiróðrar eigi
hafizt þar enn af þeim sökum.
Tildrög ágreinings þessa eru
þau, að verklýðs- og sjómanna-
félag Keflavíkur samþykkti á
fundi 29. nóvember í haust, með
tilvitnun í 4. grein gengislag-
anna, um að sjómenn geti kraf-
izt hlutaráðningar á fiskiskip-
um, að velja þann kost, að á
komandi vertíð yrðu sjómenn
ráðnir upp á hlutaskipti í
Keflavík. Höfðu sjómenn í
Keflavík tvennskonar samn-
inga við útgerðarmenn, aðra
um kaup og ágóðahluta, hinn
um hlutaskipti, sem hægt var að
grípa til, ef báðir aðilar urðu á
eitt sáttir um það. Með sam-
þykkt og staðfestingu gengis-
laganna litu sjómenn svo á, að
þetta ákvæði væri upphafið, á
svipaðan hátt og ákvæði ým-
issa vinnusamninga um kaup-
breytingu, ef til gengislækkun-
ar yrði gripið, og gætu því sjó-
menn krafizt hlutaskiptakj ara,
án þess að eiga um sérstaka
samninga við útgerðarmenn.
Útgerðarmenn vildu ekki sinna
þessu, og vildu ráða til sín sjó-
menn samkvæmt fyrri kjörum,
með kaupi og ágóðahluta. Einn-
(Framh. á 4. siðu.)
Þá var á árinu lagt kapp á
aðdrætti ýmissa nauðsynja,
einkum matvæla, eldsneytis og
vara til framleiðsluþarfa. Eru
sennilega meiri birgðir af þess-
um vörum nú en voru í árslok
1938.
Innflutningur á efni til opin-
berra framkvæmda, og aukinnar
framleiðslustarfsemi nam á ár-
inu sem hér segir:
Hafnir, vitar, bryggjur .. kr. 370.000
Síldarverksmiðjur, lýsis-
bræðslur og frystihús .. — 630.000
Efni til báta- og skipasm. — 300.000
Vélar í fiskiskip ...... — 1100.000
Skip önnur en Esja ..... — 1000.000
Samtals 3.400.000
Vegna ófriðarins hækkuðu
flutningsgjöld mjög mikið síð-
ari hluta ársins. Þar sem þau
eru talin með í verði innflutn-
ingsins verður útkoman óhag-
stæðari en ella. Hinsvegar eru
þau ekki talin með í verði út-
flutningsins.
Með tilliti til þess, sem hér
hefir verið skýrt frá, virðist
heildarniðurstaðan sízt lakari
en búast mátti við, en hún gef-
ur samt vissulega síður en svo
tilefni til neinnar bjartsýni. Það
er augljóst, að gj aldeyrisástand-
ið hefir versnað á árinu, þar sem
talsvert skortir á, að náðst hafi
hafi fullur greiðslujöfnuður.
Sömuleiðis má búast við, að verð
innflutningsvaranna muni
hækka hlutfallslega meira en
verð útflutningsvaranna. Sú
varð líka reynslan í seinustu
heimsstyrjöld. Eina bjargræði
þjóðarinnar til að verjast stór-
feldu áfalli i þessum efnum, er
að draga sem mest úr innflutn-
ingnum og auka notkun inn-
lendra vara. Öll þjóðin þarf að
sameinast um það.
Vetrarvertlð er nú byrjuð í flestum
verstöðvum við Faxaflóa; hófst upp úr
áramótunum. Munu fleiri vélbátar
verða gerðir út til fiskveiða frá þessum
verstöðvum en áður. Á Akranesi hófust
róðrar á annan í nýári og eru nú dag-
lega 8—12 bátar á sjó, en 13 munu vera
byrjaðir fiskisókn. Alls munu um 20
bátar ganga til fiskjar frá Akranesi í
vetur, þar af einn leigubátur úr
Reykjavík, hitt allt heimabátar. Held-
ur færri bátar verða gerðir út i vetur
frá Akranesi en í fyrra. Afli er yfir-
leitt tregur og hefir aflinn verið 4—15
smálestir. Togarar hafa keypt flskinn,
þorsk á 15 aura pundið og ýsu á 20 au.
Stór bátur hefir verið i smíðum i sklpa-
smíðastöðinni á Akranesi og er hann
að heita má fullgjör og veröur væntan-
lega settur á flot um miðjan mánuð-
inn. í Reykjavík hefir einn bátur
byrjað róðra, en lítið fiskað. í Sand-
gerði verða um 40 bátar í vetur, margir
þeirra aðkomubátar. Er fiskisókn það-
an byrjuð, en afli misjafn og yfirleitt
litill. Úr Keflavík og Njarðvíkum munu
50—60 vélbátar sækja sjó, en sjósókn
er enn eigi byrjuð, þar eð ágreiningur
hefir risið Upp milli sjómanna og út-
gerðarmanna um rétt sjómanna til að
krefjast hlutaskipa í stað kaups, sam-
kvæmt gengisiögum.
t t r
Trausti Þórðarson á Háleggsstöðum
i Deildardal i Skagafirði, ritar Tíman-
um: Hér um slóðir hófst sláttur al-
mennt um 20. júnímánaðar, um hálfum
mánuði fyrr en venjulega. Grasspretta
var yfir meðallag, sérstaklega á tún-
um, og fengu bændur meiri uppslátt
heldu en nokkru sinni áður, bæði vegna
þess hve fyrri sláttur var snemma
hirtur og vegna hinnar óvenjulegu
Það hefir vakið talsverða
furðu, hversu rússneska flug-
hernum hefir orðið lítið ágengt
í Finnlandi, þar sem hann hafði
af ýmsum verið álitinn stærsti
flugher veraldar. Helztu orsak-
irnar á þessari lélegu frammi-
stöðu rússneska flughersins eru
taldar þessar:
Samkvæmt alþjóðlegum
skýrslum um flugher stórveld-
anna hafa Rússar átt fleiri
hernaðarflugvélar en nokkurt
annað stórveldi á síðastliðnu
hausti, nema ef vera kynni
Þýzkaland. En hins ber að gæta
í þessu sambandi, að megnið af
flugvélum Rússa voru orðnar
nokkurra ára gamlar og stóðu
því langt að baki nýjum flug-
vélategundum, en framfarirnar
í flugvélaiðnaðinum hafa orðið
geysilegar á síðari árum. Þótt
Rússar ættu flestar hernaðar-
sprettutíðar, sem hélzt fram á haust.
Heyskapur varð því í mesta lagi hjá
þeim bændum, er höfðu nægjanlegan
mannafla eða nota heyvinnuvélar. Á-
setningur er með bezta móti og er
þó sauðfé nokkru fleira í Hofshreppi
heldur en það var síðastliðið ár. Búfé
í hreppnum er nú: Sauðfé 4478, naut-
gripir 205, hross 326. Heybirgðir voru
í haust samkvæmt mælingum eftir-
litsmanna: Taða 12612 hestburðir og
úthey 12220 hestburðir. Uppskera úr
görðum var víðast hvar ágæt. Aðal-
lega eru ræktaðar kartöflur og rófur,
en sumstaðar grænmeti og káltegundir.
Pærist slík ræktun í vöxt. í Hofsósi
heflr verið haldið námskeið í mat-
reiðslu grænmetis og sóttu það all-
margar konur úr hreppnum. Kennarl
var Rannveig Lindal frá Sauðárkróki.
Tiðarfar hefii- verið mjög gott í haust
og snjólétt lengst af. Sauðfé gekk úti
þar til 10. nóvember, en hross hafa
víða gengið fram að þessu. Fiskafli
hefir verlð sæmilegur á Hofsós, en
sérstaklega var þar þó góður síldarafli
í haust. Hefir síldin mestmegnis verið
verkuð til útflutnings og tekur Kaup-
félag Austur-Skagfirðínga hana til
söltunar og sér um sölu á henni fyrir
sjómennina. — Sauðfé var í vænzta
lagi í haust. Jafnaðarþyngd dilka, er
slátrað var í sláturhúsinu í Hofsós,
var rösklega 14 kilógrömm. En margir
bændur á þessum slóðum reka slátur-
fé til Siglufjarðar að sumi-inu, og þar
á meðal vænstu dilkana oft og tíðum.
Bezta meðalþyngd sláturdilka hafði
Helgi Guðmundsson á Melum við
Hofsós, 18,5 kgr. kjöts. Vænstl dilkur-
inn, sem Helgi lét slátra, hafðl 25 kg.
þungan skrokk.
flugvélar, skorti mikið á, að
flugvélaeign þeirra væri sam-
bærileg við flugvélaeign hinna
stórveldanna.
Ástæðan til þess, að Rússar
áttu fleiri hernaðarflugvélar en
hin stórveldin, er sú, að þeir
byrjuðu miklu fyrr vígbúnaðar-
kapphlaupið og áttu orðið stór-
an flugflota, þegar flugher
hinna stórveldanna var til-
tölulega lítill. Síðan vigbúnað-
arkapphlaup stórveldanna hófst
fyrir alvöru hafa Rússar hins
vegar ekki staðizt þá samkeppni
og þess verður því ekki langt að
bíða, að flugvélaeign hinna
landanna verður orðin langtum
meiri.
Nýjustu flugvélar Rússa standa
líka langt að baki hinum nýju
flugvélum hinna stórveldanna.
Rússar hafa frá fyrstu tíð
orðið að notast við erlendar upp-
fyndingar í flugvélaiðnaðinum,
en á síðari árum hefir verið
mjög erfitt að fá þær, þar sem
hvert stórveldið um sig hefir
kappkostað, að ná sérleyfi á
uppfyndingum hugvitsmanna
sinna. Einkum studdust Rússar
við Þjóðverja í þessum efnum
meðan þeir voru að koma fótum
undir flugvélaiðnað sinn, en
síðan nazistar komu til valda í
Þýzkalandi hafa þeir ekki feng-
ið neina sérstaka aðstoð þaðan.
En þetta er ein meginorsök
þess, að flugvélar Rússa standa
orðið langt að baki hinum nýju
flugvélategundum hinna stór-
veldanna.
Þótt Rússar hafi mjög margar
flugvélaverksmiðjur er fram-
leiðslan ekki að sama skapi
mikil og er nú orðin langt-
um minni en hjá hinum stór-
veldunum síðan þau hófu vig-
búnaðarkapphlaupið fyrir al-
vöru. Ein veigamesta orsök þessa
er sú, að Rússa skortir mjög til-
finnanlega sérfræðinga og sér-
lærða verkamenn og vinnu-
árangurinn verður því langtum
minni en hjá sambærilegum fyr-
irtækjum i Þýzkalandi, Englandi,
Frakklandi og Bandaríkjunum.
Er það raunar mjög eðlilegt,
þar sem Rússar eru tiltölulega
nýir af nálinni sem iðnaðar-
þjóð.
Þá hamlar það einnig flug-
vélaframleiðslu Rússa, að t. d.
framleiðsla mótora er hlutfalls-
lega mun minni en framleiðsla
flugvélanna sjálfra.
Þá er álitið, að flugmenn
Rússa standi til jafnaðar að
baki flugmönnum annarra stór-
velda. Einstaka rússneskir flug-
menn hafa unnið mjög glæsi-
leg flugafrek, en þrátt fyrir itr-
ustu viðleitni þess opinbera
hefir ekki tekizt að ná almenn-
um árangri í þeim efnum. Finn-
landsstyrjöldin þykir sérstak-
lega hafa leitt þetta í ljós og
einkum hefir þar komið fram,
að rússneskir flugmenn eru
hinir mestu klaufar í þvi, að
varpa sprengjum.
Vegna þess hve flugvéla-
framleiðsla Rússa stendur langt
að baki flugvélaframleiðslu
hinna stórveldanna þykir ljóst,
að Rússar myndu verða undir
i lofthernaðinum, ef þeir lenti
í stórstyrjöld. Getur þetta m. a.
verið ein skýringin fyrir þvi, að
Stalin kaus frekar frið við
Þýzkaland en að halda áfram
baráttunni gegn nazismanum.
Einnig skýrir þetta þær lausa-
fréttir, sem oft hafa heyrzt und-
anfarið, að Rússar óski aðstoð-
ar þýzkra sérfræðinga í stórum
stíl.
Aðrar fréttir.
Helztu tíðindi frá Finnlandi
eru þau, að Finnum hefir enn
tekizt að tvístra rússnesku her-
fylki (15 þús. manns) á Suomi-
salmivígstöðvunum. Féllu 1000
Rússar og fjölmargir voru tekn-
ir til fanga. Herfang Finna var
geysimikið, 43 skriðdrekar, 300
brynvarðar bifreiðar, 100 fall-
byssur, mörg hermannaeldhús,
fjöldi léttra hergagna, skot-
færabirgðir o. fl. Fyrir nokkru
síðan tvístruðu Finnar öðru
herfylki á þessum slóðum, en
Rússar leggja mikið kapp á
þessar vígstöðvar, því þarna er
stytzta leiðin til botneska fló-
ans. — Á Sallavígstöðvunum og
Kyrjálanesi hafa verið miklar
orustur undanfarið, en engaT
breytingar orðið á aðstöðu herj-
anna.
Ensk blöð ræða mikið brott-
för Hore Belisha úr hermála-
ráðherraembættinu. Ljúka þau
öll miklu lofsorði á starf hans
og krefjast fullra skýringa á
afsögninni. Líklegt þykir, að á-
grelningur hafi risið milli hans
og herforingjanna og hafi
Chamberlain tekið máli herfor-
ingjanna. Af blaðaummælum
verður það helzt ráðið, að Hore
Belisha hafi verið talinn einn
duglegasti maður strlðsstjórn-
arinnar og getur því fráför hans
haft víðtækar afleiðingar fyrir
stjórnina. Mælt er að Chamber-
lain hafi boðið honum annað
embætti, en hann hafi ekki vilj-
að þiggja það.
Utanríkismálaráðherrar Ítalíu
og Ungverjalands áttu fund með
sér um helgina og varð árang-
ur hans sá, að þessi lönd munu
geTa með sér varnarbanda-
lag. Álitið er að ítalir reyni að
fá Jugoslaviu til þess að verða
aðila í bandalaginu.
Carol Rúmenfukonungnr var
á ferð um helgina í Bessarabíu,
en það er hérað það, sem áður
tilheyrði Rússum og þeir vilja
fá aftur. Carol flutti þar ræðu
og sagði að Rúmenar myndu
(Framh. á 4. síðu.)
Á víðavangi
Furðulegur atburður gerðist í
neðri deild seinasta dag þings-
ins. Eins og áður hefir verið get-
ið, báru fimm Framsóknar-
menn íram eftirfarandi tillögu:
„Alþingi ályktar að skora á rík-
isstjórnina að láta undirbúa
fyrir næsta þing tillögur um
reglur fyrir útreikningi á verð-
breytingum á íslenzkum fram-
leiðsluvörum, sem hafa mætti á
hverjum tíma til hliðsjónar við
ákvarðanir um laun embættis-
manna og starfsmanna ríkis-
ins og annað kaupgjald í land-
inu“. í sambandi við umræð-
urnar um kaupgjaldsmálin gat
viðskiptamálaráðherra þess sér-
staklega, að Framsóknarflokk-
urinn hefði talið æskilegt, að
hægt hefði verið að taka slíka
hliðsjón til afkomu framleiðsl-
unnar við ákvörðun kaupgjalds-
ins, en þar sem ekki væri búið
að finna heppilegan grundvöll
fyrir slíkan útreikning, hefði
iað ekki verið hægt að þessu
sinni og myndi Framsóknar-
flokkurinn því leggja til að það
yrði gert fyrir næsta þing. í
samræmi við þetta var framan-
greind tillaga framkomin.
* * *
Þegar kom til atkvæðagreiðslu
um tillöguna óskaði Haraldur
Guðmundsson eftir því, að það
yrði borið upp sér í lagi, hvort
hafa ætti hliðsjón af slíkum út-
reikningi við ákvörðun launa-
mála og kaupgjalds. Var fyrri-
hluti síðan samþykktur en síð-
ari hlutinn (hann hefst á orð-
unum ,,sem hafa mætti o. s.
frv.) felldur að viðhöfðu nafna-
kalli með 14:11 atkv. og þykir
rétt að greina frá afstöðu hvers
einstaks þingmanns. Með tillög-
unni greiddu atkvæði: Bergur
Jónsson, Bjarni Ásgeirsson,
Bjarni Bjarnason, Eysteinn
Jónsson, Helgi Jónasson, Jón í-
varsson, Jörundur Brynjólfsson,
Skúli Guðmundsson, Steingrím-
ur Steinþórsson, Sveinbjörn
Högnason, Þorsteinn Briem. Á
móti tlllögunni greiddu at-
kvæði: Ásgeir Ásgeirsson, Einar
Olgeirsson, Emil Jónsson, Finn-
ur Jónsson, Garðar Þorsteins-
son, Gísli Sveinsson, Haraldur
Guðmundsson, ísleifur Högna-
son, Jakob Möller, Ólafur Thors,
Sigurður E. Hlíðar, Sigurður
Kristjánsson, Thor Thors og
Vilmundur Jónsson. Aðrir þing-
menn sátu hjá eða voru fjar-
verandi.
* * *
Það kemur engum á óvart,
þótt kommúnistar greiði at-
kvæði á þennan hátt. Þeirra
markmið er að eyðileggja fram-
leiðsluna og skapa atvinnuleysi
og óáran, sem verði heppilegur
jarðvegur fyrir byltinguna. Hitt
er kynlegra, að þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins og Alþýðu-
flokksins skuli greiða atkvæði
á sama hátt og kommúnistar í
þessu máli. Er þeim enn ekkí
ljóst, að framleiðslan er undir-
staða allra launagreiðslna og
kaupgjalds? Ef framleiðslunni
er þyngt meira en hún er fær
um að rísa undir, verða afleið-
ingarnar ekki aðrar en þær, að
hún stöðvast að meira eða
minna leyti og atvinnuvand-
ræði og neyð koma í stað henn-
ar. Þess vegna verður kaup-
gjaldið fyrst og fremst að mið-
ast við afkomu framleiðslunn-
ar. Eða halda þessir þingmenn
kannske, að þótt það hafi lán-
ast að reka einstaka fyrirtæki
eins og t. d. Kveldúlf og félag
Finns á ísafirði, með stórfelldu
tapi ár eftir ár, að bankarnir
geti almennt risið undir slikum
skuldafyrirtækjum og viðskiptí
bankanna við þau séu til ein-
hverrar fyrirmyndar? Þessir háu
herrar ættu ekki að vaða í slíkTi
villu og þeir ættu heldur ekki að
halda, að baráttan fyrir þessu
máli hafi verið kveðin niður
með þessari atkvæðagreiðslu.
Henni verður haldið áfram af
bændum, smáútgerðarmönn-
(Framh. á 4. síðu.)
-A. KROSSG0TUM
Vetrarvertíð að hefjast við Faxaflóa
— Úr Hofshreppi í Skagafirði