Tíminn - 11.01.1940, Qupperneq 4

Tíminn - 11.01.1940, Qupperneq 4
16 Reykjavík, fiinmtmlaglim 11. jainiar 1940 4. blaS Ylír landamærin 1. Það er nú Ijóst orðið, að brottför Héðins Valdemarssonar úr kommún- istaflokknum hefir aðeins verið til málamynda, og fyrst og fremst til þess gerð að bjarga umboðinu fyrir enska olíuhringinn. Héðinn og kommúnistar ganga nú sameiginlega til stjórnar- kosninga í Dagsbrún og styðja komm- únistar Héðinn sem formannsefni. Er víst, að kommúnistar myndu ekki gera það, ef Héðinn hefði ekki lofað því bak við tjöldin, að vera reiðubúinn að þjóna málefnum Stalins, ef á því þyrfti að halda. 2. Áróður kommúnistablaösins fyrir hinni rússnesku „paradís" fer nú stöð- ugt vaxandi. Má nefna sem lítið dsemi, að í gær birtir blaðið „opið bréf frá formanni bílstjórafélagsins í Moskva til formanns enskra flutningaverka- manna", þar sem lýst er sælulífi bíl- stjóra í Rússlandi! 3. Víða á landinu hefir fordæmi Al- þingis veriö lofsamlega fylgt á eftir og starísemi kommúnista sýnd verðug fyrirlitning og því meir, sem blaðsnep- ill þeirra er iðnari við að verja hið glæpsamlega atferli Rússa í Finnlandi. T. d. í þorpi einu á Suðurlandi, þar sem þeir hafa látið nokkuð á sér bera, auglýsti félag þeirra fyrir mánuði síð- an almenna skemmtun, m. a. með þekktu leikriti. 20—30 sálir komu. Þá var reynt aftur og tókst ekki betur til, því aðeins mættu 8 af 9 boðsgestum. Skömmu síðar hélt annað félag þar á staðnum skemmtun fyrir troðfullu húsi. Slíka lítilsvirðingu, sem þessa, á að sýna kommúnistum alls staðar, op' láta þá finna að þeir eru einmana og yfirgefnir, svo lengi sem þeir sýna sig fjandmenn lýðræðisins og frelsis smáþjóðanna. x+y. Sjö skáld leiðbeina Alþingi (Framh. af 3. siðu) arssyni sömu viðurkenningu, þó að hann sé miklu frægari maður, meðan hann sækir ekki á garðinn sjálfur eða einhverjir aðrir fyrir hans hönd. Aðstaða menntamálaráðs er i þessu efni gersamlega ólík. Það hefir og á að hafa yfirsýn um málin. Það getur munað eftir mætum mönnum, þó að þeir minni ekki á sig sjálfir. Mér þykir mjög ósennilegt, að hin fyrsta úthlutun mennta- málaráðs til skálda og lista- manna líði, án þess að munað verði eftir Gunnari Gunnars- syni og Jóh. Kjarval, þó að þeir minni elcki á sig fremur en und- anfarið. Og við nánari athugun mun koma í ljós, að skáldin sjö hafa ekki grundað rtægilega vel dóm sinn um ágæti þess skipulags, sem sprottið hefir upp úr niður- lægingu og þreytu Alþingis í skiptum við „grenjaskytturnar" í hliðarherbergjum Alþingis. Framh. J. J. Fjárhagsáætluxa Rey k j a ví kur hæ j ar (Framh. af 1. siðu.) gang að bæjarreikningunum. Er það áreiðanlega ekki of mælt, að launagreiðslur vegna skrif- stofuhalds bæjarins og bæjar- fyrirtækja sé milli 750—800 þús. kr. eða sem svarar rösklega 1/10 hluta af útgjöldum bæjarsjóðs. Geta má þess, að fjárhagsá- ætlunin gerir ráð fyrir 33 þús. Viðskiptaskráin 1940 Undirbúningur að útgáfu Viðskiptaskrárinnar 1940 er þeg- ar langt kominn. Þau verzlunar- eða atvinnufyrirtæki, er kynnu að vilja breyta einhverju, sem um þau er birt í Viðskiptaskrá 1939, eru beðin að tilkynna það sem fyrst. Sömuleiðis ný atvinnu- fyrirtæki og verzlanir. Aliar upplýsingar um ný félög, fyrirtæki eða starfrækslu ávalt mótteknar með þökkum. Viðskiptaskráin er handbók viðskiptanna. Auglýsingarnar ná því hvergi betur tilgangi sínum en þar. Láíið yður ekki vanta í Viðskiptaskrána. Sleíndór sprent h.f. Aðalstræti 4. Reykjavík. fjR BÆNUIH Lögreglumenn í Reykjavík liafa ákveðið að láta niður falla árshátíð sína að þessu sinni, en gefa þess í stað það fé, er þeir hefðu notáð i inngangseyri á samkomuna til styrkt- ar Finnum. Nemur sú upphæð alls um 1000 krónum, þar eð inngangseyririnn hefir verið 15 krónur fyrir hvert par. Danskir sjómenn, sex að tölu, gengu af danska flutn- ingaskipinu Knut, er það var hér í Reykjavík á dögunum. íslendingar voru ráðnir í skipsrúmin í þeirra stað. Kosningar í Dagsbrún. Stjórnarkosningar í verkamannafé- laginu Dagsbrún standa nú fyrir dyr- um og eiga að hefjast 18. janúarmán- aðar. Héðinn Valdemarsson og komm- únistar hafa nú borið fram sameigin- legan lista til þessara kosninga með Héðin sjálfan í formannssæti, Jón Guðlaugsson í varaformannssæti, rit- araefni er Eggert Guðmundsson, fjár- málaritari Sigurður Guðnason og gjald- keri Sigurbjörn Bjömsson. í ráði mun, að Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðis- menn beri fram sameiginlegan lista til kosninga, ef samkomulag næst þeirra í milli um skipun slíks lista og með- ferð ýmissa vandamála. Leikfélagið sýnir í kvöld sjónleikinn „Dauðinn nýtur lífsins" fyrir venjulegt leikhús- verð. Leiðrétting. í síðasta tölublaði Tímans misprent- ast föðurnafn Helga á Melum við Hofs- ós. Hann er Sigmundsson, en ekki Guð- mundsson. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman i hjóna- band ungfrú Astrún Jónsdóttir og Egill Þorfinnsson skipasmiður. Séra Garðar Svavarsson gaf þau saman. Heimili þeirra verður á ísafirði. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofim sína ungfrú Hildur Þorfinnsdóttir kennslu- kona frá Spóastöðum í Biskupstungum og’ Júlíus Þórmundarson TBæ í arfirði. NÝJA Bló | Fioghetjur í herraaði Spennandi og stórkostleg amerísk kvikmynd, er lýsir lífi hinna hraustu og fræknu flugmanna ófrið- arþjóðanna, sem þrá frið við alla, en berjast eins og hetjur, séu þeir neyddir til að berjast. Aðalhlutverkið leikur hinn djarfi og karl- ; mannlegi \ ERROL FLYNN. j Börn fá ekki aðgang. Stúlku misþyrmt. í nótt um eitt-leytið vaknaði fólk, er býr í grennd við Grettisgötu 51, við neyðarón stúlku, er æpti hvað eftir annað. Þusti bráðlega margt fólk á vettvang. Var þá karlmaður að lumbra á ungri stúlku þar við húsið. Voru at- vikin þau, að stúlkan, sem á heima upp á Bergþórugötu, hafði um kvöldið ásamt tveim systkinum sínum ungum, gætt ungbams móður sinnar og stjúpa síns, Jóns Tómassonar á Grettis- götu 51. Seint rnn kvöldið komu þau Jón Tómasson heim, bæði drukkin. Lagði Jón þá hendur á stúlkuna, og að sögn hennar barði hana, kleip hana í graftarígerð, er hún hafði á handlegg, hratt henni niður í götuforina og sparkaði í hana. Á myndinni sjást enskir hermenn á göngu í smabœ i Frakklandi, skammt frá landamœrunum. Gangan fer fram í rigningu og eru hermennirnir því í regnkápum. kr. rekstrarhalla á sundhöll- inni. Er nú svo komið, að þetta fyrirtæki, sem var mjög álitlegt, er orðið tekjuhallafyrirtæki undir þeirri stjórn, sem bæjar- stjórnarmeirihlutinn útvegaði því. Fleiri atriði mun gefast tæki- færi til að ræða síðar. En sér- stök ástæða þykir til að benda á það aftur að þessu sinni, að svo gersamlega hafa þeir menn Sjálfstæðisflokksins, sem mest töluðu um útgjaldalækkun og skattalækkun á síðastliðnu hausti, horfið frá þessum gífur- yrðum sínum, að þeir leggja til kinnroðalaust að stórhækka hvorttveggja hjá Reykjavíkur- bæ, þar sem þeir einir ráða öllu. Á myndinni sjást þýzkir liðsforingjar á vesturvígstöðvunum vera að athuga landabréf áður en þeir fara með njósnarflokk í könnunarferð. “~~~“GAMLA BtÓ-°~°—— DRAUMA- DANSINN Ný dans- og söngvamynd með hinum vinsælu leikur- Aukamynd: Walt Disney-teiknimynd. um GINGER ROGERS og FRED ASTAIRE Sýnd kl. 9. Kl. 5.15: GAMLI PRESTURINN AÖalhlutverk: POUL REUMERT. Síðasta sinn! íltbreiðlð TÍMANN Hundar eru uppáliald liermannanna á vígstöðvunum. — Hér sjást enskir hermenn skemmta sér við einn þeirra. Triehoian 90 Margaret Pedler: lega óbreyttu sveitarlífi. Ég vona, að þú sért við því búin.“ „Þið búið sjálf á .jörðinni ykkar, er það ekki?“ „Jane gerir það.“ Svipurinn á andliti hans varð allt í einu beiskjulegur. „Eins og þú sérð, er ég ekki nýtur til neinnar erfiðisvinnu, eða yfirleitt til neinna starfa.“ En svo hélt hann hratt áfram, eins og hann vildi koma í veg fyrir, að Elizabet sýndi nokkurn samúðarvott, þótt orð hans gætu gefið tilefni til þess: „En dugnaöur Jane er margfaldur. Hún sér um innanhússstörfin, stjórnar þjón- unum og mér og sér sjálf um öll bú- störfin, ásamt einum vinnumanni og ungling. Hún býr til bezta smjörið, sem búið er til í héraðinu, og hefir fengið verðlaun fyrir það og hvaðeina. Svo leik- ur hún sér að því í tómstundum sínum að temja hesta, einkum póló-hesta.“ „Ég hefði haidíð að hún ætti ekki margar tómstundir,“ sagði Elizabet. „í sveitinni er allt af nægur tlmi til alls,“ svaraði hann. Hann talaði hratt og Elizabet fann að hún kenndi innilega í brjósti um þenna mann, sem viður- kenndi svo auðsjáanlega sína eigin fjötra. En hún svaraði ekki, enda var hún sannfærð um að hann vildi forð- ast alla samúð frá hennar hendi, enn sem komið var, að minnsta kosti. Hún haun þess liðna 91 leiddi talið þess vegna að öðru efni. „Hvað er þetta þarna, hinu megin,“ spurði hún og benti til Wain Scar, sem var farið að byrja að skýrast vegna kvöldhúmsins. „Það getur þó varla verið hús þarna á bjargbrúninni?" Colin leit yfir um, þangað, sem hönd hennar benti. „Jú, það er einmitt hús,“ svaraði hann. „Það heitir Lone Edge, og stendur alveg frammi á bjargbrúninni. Það hefir verið í eyði í mörg ár, en nú hefir einhver listamaður keypt það. Ég held að hann sé myndhöggvari. Ég gæti trúað, að hann væri allra mesti mannhatari, út því að hann er setztur að á Lone Edge,“ bætti hann við brosandi. Elizabet brosti glettnislega. „Það gæti verið gaman að grafa hann upp,“ sagði hún. „Hvers vegna ekki að reyna við mig, ef þú ert svo áköf í uppgröftinn?" spurðl hann glaðlega. „Þar er einnig betrunar þörf,“ svaraði hún. Hann þorfði glottandi á hana. „Ég myndi byrja með því, að láta þig skoða lííið almennt í bjartara ljósi,“ svaraði hún ákveðin. Nú heyrðu þau til Jane heim við hús- ið. Hún var að kalla á Elizabet. Elizabet stðð upp og ætlaöi aö leggja af staö, Eitt helzta úrræðið til þess að halda hársverðinum og hárinu heilbrigðu er að nota hárvatnið TRICHOSAN-S. Leiðarvísir um notkun fylgir hverju glasi. Fæst hjá rökurum og mörgum verzlunum. Heildsölubrigðir hjá Áfengisverzlun ríkisins Leikfélag Reykjjavíhur DAUÐINN NÝTUR LÍFSINS Sjónleikur í 3 þáttum eftir ALBERTO CASELLA Sýnmg í kvöld kl. 8 Hljómsveit aðstoðar undir stjórn Dr. Urbantschitsch. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Sjö árgangar, sjö hæfi- lega stórar bækur. — Merkilegt safn og góð eign. Fáeinum eintökum hefir tekizt að safna saman af Dvöl frá byrjun, ocr fást þau á kr. 39.00. Adressa: DVÖL, Reykjavík. Skrifstofa Framsóknarflokksins í Reykjavík er á Lindargötu 1D Framsóknarmenn utan af landl, sem koma til Reykjavíkur, ættu alltaf að koma á skrifstofuna, þegar þeir geta komið því við. Það er nauðsynlegt fyrir flokksstarfsemina, og skrifstof- unni er mjög mikils virði að hafa samband við sem fleata flokksmenn utan af landi. Aðrar fréttir. (Framh. af 1. síðu.) lítilsháttar. Finnum hefði tekizt að eyðileggja 170 rússneskar flugvélar. Kallio kvað Finna ekki geta varizt til lengdar, ef þeim bærist ekki hjálp. Chamberlain forsætisráðherra flutti í fyrradag ræðu, sem vak- ið hefir talsverða athygli. í fyrsta lagi endurtók hann þá yfirlýsingu, að Bretar myndu berjast þangað til sigur væri fenginn og kollvarpaði með því vonum þeirra, sem hafa vænzt samkomulags bandamanna og Þjóðverja til varnar gegn kom- múnismanum. í öðru lagi lýsti hann yfir því, að hjálp Breta til Finna myndi Verða meiri en orðin töm. Balkanríkjabandalagið hefir ákveðið að halda ráðstefnu í Belgrad í byrjun febrúar. í bandalaginu eru Tyrkir, Rúm- enar, Júgoslavar og Grikkir. Er talið líklegt að helstu dagskrár- málin verði afstaðan til Rúss- lands. Heyrzt hefir að Ítalía hafi kvatt til fundarins. Brezkt farþegaskip, Dunbar Castle, sem var 10 þús. smál., rakst á tundurdufl við suður- strönd Englands í fyrradag og sökk. Næstum allri áhöfninni og farþegum var bjargað. — Skips- tap Breta hefir verið tiltölulega lítið seinustu vikurnar og bendir það til, að þeir séu búnir að sigrast að mestu á tundurdufla- hættunni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.