Tíminn - 18.01.1940, Blaðsíða 2
26
TÍMINN, fismntiiriagiim 18. janúar 1940
7. blað
■^ímirin
Fimmtudaginn 18. jjan.
Hverjir gera kröiur?
Það er talið, að styrjaldir séu
mjög óvinsælar. í engu landi
getur almenningur hugsað sér
að heyja styrjöld. Þegar þjóð-
höfðingjar ætla sér að hefja
ófrið gegn öðrum þjóðum, er
það því fyrsta ráðið, að telja
sinni eigin þjóð trú um, að aðrir
ætli að ráðast á hana. Dæmi
þessa eru deginum ljósari í yfir-
standandi styrjöld. Gleggstur
vottur um þetta.er stríðið milli
Rússa og Finna. í margar vikur
var því haldið fram í blöðum
og útvarpi rússnesku stjórnar-
herranna, að yfir landinu vofði
árás af hendi Finna. Þegar búið
var að fá rússnesku þjóðina til
að leggja trúnað á þetta, þá fyrst
var styrjöldin hafin. Mikill hluti
Rússa trúir þessu, og skollaleik-
urinn tekst meira að segja svo
vel, að íslenzkir kommúnistar
taka einnig þessa trú.
En þegar deilt er um það við
kommúnista, hvort Rússar hafi
ráðizt á Finna eða Finnar á
Rússa, þá hefir reynzt bezta ráð-
ið til að kenna þessum íslenzku
Molbúum að þekkja á sér lapp-
irnar, að leggja fyrir þá þessa
spurningu: Voru það Finnar eða
Rússar, sem heimtuðu að teknir
væru upp samningar og hvorir
voru það, sem gerðu kröfur? —
Svarið við þessari spurningu
stendur venjulega í kokinu á
kommúnistum, sem ekki er að
undra.
í innanlandsmálum okkar eru
hliðstæður við þessi atriði, er nú
voru nefnd. Ekkert myndi að
öllum líkindum verða óvinsælla
fyrir forystumenn stjórnarflokk-
anna, en að rjúfa samstarfið,
gera kröfur og stofna til flokka-
styrjalda í landinu einmitt nú,
þegar nálega öll þjóðin álítur að
henni beri, eins og öðrum þjóð-
um, að standa fast saman um
erfið mál. Þess vegna er ómögu-
legt fyrir flokk að efna til frið-
rofa eftir öðrum leiðum en þeim,
sem þjóðhöfðingjar fara, þegar
styrjöld á að hef ja, — byrja fyrst
á því, að telja sínum eigin fylgis-
mönnum trú um, að griðarof séu
yfirvofandi frá hendi samstarfs-
flokkanna.
Þegar málefnin eru skoðuð í
þessu ljósi, virðist einkennilegt,
að alveg tilefnislaust skuli því
vera haldið fram í blöðum Sjálf-
stæðisflokksins, að Framsóknar-
flokkurinn og jafnvel Alþýðu-
flokkurinn sitji nú á svikráðum
við samstarfið og vilji rjúfa það.
Almenningi er ætlað að trúa því,
að þetta geri sá flokkur, Fram-
sóknarflokkurinn, sem beitti sér
fyrir samstarfinu, og hefir ó-
skiptur stutt það frá upphafi.
Enn einkennilegra verður þetta,
þegar Björn Ólafsson, fulltrúi
verzlunarstéttarinnar í innflutn-
ings- og gjaldeyrisnefnd, segir
sig úr nefndinni með þeim um-
mælum, sem hann hefir látið
blöð birta. En um leið og þessi
ummæli eru viðhöfð um aðra
flokka er Sjálfstæðisflokkurinn
eini flokkurinn, sem dregur sam-
an sinn flokksher — kallar sam-
an landsfund í skyndi, þótt tími
sé að vísu óhentugur um hávet-
ur, en margt mælir með því,
að fundurinn verði ekki lát-
inn dragast lengur“, segir annað
flokksblaðið.
Framsóknarflokkurinn hugsar
sér ekki að gera kröfur, en sam-
starf við hann hefir verið rofið
fyrr. Haustið 1936 var einnig
kallaður saman flokksher — Al-
þýðusambandsþing. — Það var
samþykktur þriggja mánaða
víxillinn og réttur Framsóknar-
flokknum. Á þeim víxli var 12
millj. kr. lán og þjóðnýting. En
þjóðin sýndi að hún skyldi vel
— eins og kosningarnar, er víx-
illinn stofnaði til, sýndu—hverj-
ir höfðu rofið samstarfið, hverjir
höfðu gert óheilbrigðar kröfur.
Ályktanir skulu ekki dregnar
af þeim táknum, sem nú eru á
íslenzkum stjórnmálahimni. Það
er næsta auðvelt verk fyrir hvern
og eínn. En aðeins skal þeirri
spurningu varpað fram til leið-
beiningar í því, sem nú er að
gerast og sennilega á eftir að
koma enn gleggra fram: Hverjir
eru það, sem gera kröfur?
Jén Jónsion
alþingfismaður í Stóradal
i.
Það varð, þegar eftir lát Jóns
í Stóradal, samkomulag á milli
mín og ritstjóra Tímans, að ég
minntist hér nokkuð þessa látna
vinar míns og forna samherja
okkar Framsóknarmanna. Þetta
hefir nú að vísu dregizt nokkuð,
og hefði ég þó viljað að lengri
dráttur mætti verða á, að birta
þyrfti dánarminningar um Jón
í Stóradal.
Ég hygg, að í engri starfsgrein
þjóðfélagsins sé hlutfallslega
jafnhá dánartala og sú, er ver-
ið hefir meðal íslenzkra alþing-
ismanna hin síðari árin. Jón í
Stóradal sat fyrst á þingi árið
1929 og kom þá í sæti nýlátins
þingmanns, Magnúsar Krist-
jánssonar ráðherra. En nú er
hann tíundi þingmaðurinn, sem
látizt hefir á þessu tíu ára
tímabili, sem síðan er liðið —
og eru þá einungis taldir þeir,
er með honum sátu á þingi og
eftir hann komu. Og það er
nokkuð eftirtektarvert, að a. m.
k. helmingurinn er úr foringja-
liði flokkanna, — menn, sem
lengi höfðu staðið í hinum
pólitísku eldlínum — og allir
á góðum aldri, um og yfir fimm-
tugt. — En meðal foringjanna
tel ég hiklaust Jón í Stóradal.
II.
Jón var fæddur að Guðlaugs-
stöðum í Blöndudal 18. septem-
ber 1886, og var í báðar ættir
kominn af þróttmiklum hún-
vetnskum bændastofnum. Faðir
hans var Jón Guðmundsson,
lengi bóndi að Guðlaugsstöðum,
en síðar í Stóradal, en föður-
faðir, Guðmundur alþingismað-
ur Arnljótsson á Guðlaugs-
stöðum. Jón Guðmundsson,
faðir Jóns, var bróðir Hannes-
ar bónda á Eiðstöðum, föður
Guðmundar Hannessonar pró-
fessors.
Móðir Jóns var Guðrún Jóns-
dóttir alþingismanns Pálmason-
ar bónda í Stóradal. En hann
var faðir Þorleifs Jónssonar al-
þingismanns og síðar póst-
meistara, en afi Jóns Pálmason-
ar alþingismanns á Akri. Þann-
ig var Jón af þjóðmálamönnum
kominn í báðar ættir og átti því
ekki langt að sækja áhuga fyrir
þeim málum.
Vorið 1902 tók Jón inntöku-
próf í lærða skólann í Reykja-
vík og stundaði þar nám í tvo
vetur. Þótti hann þegar góður
námsmaður, en var einkum
rómaður sem ágætur stærð-
fræðingur. Eftir það stundaði
hann nám utan skóla í tvö ár
en starfaði síðan að búi föður
síns, en hann flutti árið 1907
að Stóradal og bjó þar það sem
Jón Jónsson í Stóradal.
eftir var æfinnar eða til vorsins
1910.
Eftir andlát hans tók Jón við
jörð og búi, þá 23 ára að aldri
og bjó þar til dauðadags.
Árið 1911 kvæntist Jón eftir-
lifandi konu sinni, Sveinbjörgu
Brynjólfsdóttur Vigfússonar,
ættaðri frá Eyrarbakka. Eign-
uðust þau 3 börn, sem öll eru á
lífi: Jón, er stundað hefir bún-
aðarnám bæði við Hólaskóla og
landbúnaðarháskólann í Kaup-
mannahöfn, Guðrúnu kennslu-
konu, sem gift er Hirti Hjartar
kaupfélagsstjóra á Flateyri og
Hönnu, sem nú er námsmey i
kvennaskólanum á Blönduósi.
Auk þess tóku þau hjón fjölda
fósturbarna. —
Búskap sinn ráku þau hjón æ-
tíð af mestu rausn og myndar-
skap. En meirahlutann af starfs-
orku sinni og tíma mun þó Jón
hafa helgað héraðs- og lands-
málum, og einkum þó síðari
hluta æfinnar.
Heima fyrir hlóðust fljótlega á
hann öll hugsanleg trúnaðar-
störf — hreppsnefndar, sýslu-
nefndar, búnaðarfélags og kaup-
félagsstörf o. fl. Eitt merkileg-
asta umbótamálið, sem hann
beitti sér fyrir í héraði var stofn-
un Svínvetningabrautarfélags-
ins árið 1918. Geklcst hann þá
fyrir því, að sameina sveitunga
sína o. fl. um vegalagningu frá
Blönduósi og út um sveitina, alls
um 50 kílómetra, eftir fyrir-
fram ákveðnum áætlunum um
starfstilhögun og fjáröflun.
Auðnaðist honum að lifa það,
að þessu sérstæða fyrirtæki
þeirra sveitunga var að fullu
lokið. Stærsta framkvæmdamál
héraðsins er hann stóð að, var
þó rafveitan á Blönduósi, er
hann hratt í framkvæmd eftir
að hann kom á þing. En það,
sem gjörði hann kunnustan um
land allt, var landsmálabarátta
hans og styr sá, er hann stóð í
síðari árin.
III.
Jón í Stóradal kom snemma
inn í samtök þau er hafin voru
um stofnun Framsóknarflokks-
ins á sínum tíma, og gerðist
þegar einn af ötulustu baráttu-
mönnum hans utan Reykjavík-
ur. Hann átti sæti á fyrsta
landsfundi flokksins, er haldinn
var á Þingvöllum vorið 1919.
Þá kynntist ég Jóni í fyrsta
skipti. Og ég sé hann ennþá
fyrir mér betur en nokkum ann-
an, er ég sá í fyrsta skipti,
gneistandi af áhuga og þó sí-
athugulan og gagnrýninn. Eft-
ir það taka við baráttuárin
heima fyrir. Hann hóf þegar
merki flokksins í héraðinu og
vann að gengi hans þar með
sömu elju og einbeittni, er ein-
kenndi hann æ síðan. Frændi
hans, Guðmundur Ólafsson í
Ási, fór þessi árin með umboð
Austur-Húnavatnssýsiu á Al-
þingi, en að baki honum stóð
Jón og aðrir samherjar í hér-
aðinu eins og skjaldborg. Og
flestir munu þá hafa skoðað
Jón sem sjálfkjörinn eftirmann
Guðmundar, er hann hyrfi út
úr stjórnmálabaráttunni. —
Á þessiim sömu árum stóð
einnig mikill styr um kaupfé-
lögin og Samb. ísl. samvinnu-
félaga og ógu andstæðingar þess
að þeim, á hinn hatramlegasta
hátt. Höfuðorustan stóð í
Reykjavík og landsmálablöðun-
um, en sífelldar smáskærur með
hatursfullu návígi í hverju hér-
aði landsins. Þessa gætti ekki
síður á félagssvæði Jóns en
annarsstaðar. En hann gekk þar,
sem annarsstaðar, ótrauður
fram fyrir skjöldu og veitti
samvinnustarfseminni allt það
lið er hann mátti. En hin harða
barátta samvinnumanna á þess-
um tveimur víglínum var sér-
staklega einkennandi fyrir árin
frá 1920—30, og lauk Jón hvoru-
tveggja herþjónustunni með
prýði. Hlaut hann líka þá við-
urkenningu hjá samherjum, fyr-
ir starf sitt og baráttu, að árið
1921 var hann kosinn í stjórn
Samb. ísl. samvinnuféliaga og
sat þar óslitið þar til 1932, en
árið 1926 varð hann landkjör-
inn varaþingmaður á lista
Frmasóknarflokksins, og tók þar
sæti eins og fyrr er sagt, árið
1929. Átti hann síðan sæti á Al-
þingi til kosninga 1934.
Ég átti sæti á Alþingi öll árin,
sem Jón var þingmaður, og enn-
fremur áttum við sæti saman í
stjórn Búnaðarfélags íslands
árið 1937—39, og kynntist hon-
um því vel.
Hann lagði mikla alúð við
þingstörfin og lét sér fátt óvið-
komandi; en aðaláhugamál
hans voru þó bundin við land-
búnaðinn og sveitirnar. Hann
var upphafsmaður að löggjöf-
inni um einkasíma í sveitum,
og kom einnig inn í jarðræktar-
lögin ákvæðinu um styrk til
hlöðubygginga o. fl. Hann vann
og mikið að löggjöfinni um
kreppulánasjóð bænda og var
einn af þrem framkvæmdastjór-
um þeirrar stofnunar, þar til
búnaðarbankinn tók við fram-
kvæmdinni. Jón reyndist hvoru-
tveggja, á meðal hinna starf-
hæfustu og starfsömustu þing-
manna, og komst fljótlega í hóp
hinna áhrifamestu. Allt virtist
benda til þess, að hann ætti
langa og áhrifaríka stjórnmála-
starfsemi fyrir höndum.
Guðmundur frændi hans í Ási
var orðinn aldraður maður og
var ákveðinn að hætta þing-
störfum í þann mund sem land-
kjörsumboð Jóns var útrunnið
— og virtist hitt þá mundi koma
af sjálfu sér, að Jón tæki upp
þráðinn þar sem Guðmundur
sleppti honum, og hlyti umboð
það, sem Guðmundur hafði svo
farsællega varðveitt í hartnær
tvo áratugi.
En þá skeður hið óvænta. í
aukakosningum 1933 fellur kjör-
dæmið úr höndum þeirra Jóns
og Guðmundar, í framboði, sem
fyrirfram var ákveðið að yrði
Guðmundar hið síðasta — og
næst átti Jón að taka við. Okkur
vinum hans og samherjum þótti
þetta slæmur fyrirboði og reynsl-
an varð samkvæmt því.
Nú rekur hver atburðurinn
annan. Á næsta þingi verður
Jón og félagar hans nokkrir við-
skila við sinn gamla flokk og
mynda þeir annan nýjan —
bændaflokk. Hann býður sig
bændaflokkinn. Hann býður sig
kosningar —■ og fellur, og er þar
með endanlega farinn út úr
þinginu. Við kosningarnar 1937
bauð hann sig enn fram í hér-
aði sínu, en náði þá ekki heldur
kosningu.
Nú hefst hin harðvítugasta
barátta milli hans og gömlu
samherjanna — og mun ég ekki
rif ja hana upp hér, enda er hún
öllum lesendum Tímans í fersku
minni. Jón gerist nú ý'mist rit-
stjóri eða ábyrgðarmaður að
blaði bændaflokksins, og eftir
lát Tryggva heitins Þórhallsson-
ar, verður hann hinn raunveru-
legi foringi flokksins og aðal-
bardagamaður. Barátta hans og
fórnfýsi fyrir áhugamál sín, sem
skýrast kom í ljós á þessum ár-
um, sýndu hvað bezt þá karl-
mennsku og óvenjulegu þraut-
seigju, sem Jón bjó yfir — þó að
hið pólitíska gengi hans væri
ekki að sama skapi. Um það varð
ekki lengur deilt, að hér fór ó-
venjulegur maður.
IV.
Það hefir verið sagt, að enginn
þekki til fulls þann mann, sem
ekki hefir verið hvort tveggja:
vinur hans og óvinur. Sé þetta
rétt, þá er vafasamt, að ég hafi
þekkt Jón í Stóradal allskostar,
því að vinátta sú, er með okkur
hófst fljótlega eftir að samstarf
okkar hófst á Alþingi, hélzt ó-
breytt til hins síðasta. En ég
lifði það að kynnast honum bæði
sem pólitískum samherja og
andstæðingi, og fékk því betra
tækifæri en ella til að gagnrýna
hann, ekki síður en að dá hann.
Og öll þau margháttuðu kynni
mín af honum skilja eftir i huga
mér minningu um fágætan
kraft, viljasterkan, einbeittan og
ótrauðan í hverri raun, með ein-
sýna trú á málstað sinn, og
þrautseigju, sem nálgaðist þráa.
Hann var og, vegna gáfna sinna
og menntunar, prýðilega fallinn
til að fást við stjórnmál.
Það getur nú ekki orkað tví-
mælis, að hverjum flokki er ó-
metanlegur styrkur að þesskonar
mönnum, svo fremi takast megi
að láta átök þeirra falla inn í
átök flokksheildarinnar. Sam-
starf í flokkum er mikil list og
miklu erfiðari á margan hátt en
starf einstaklingsins á eigin
spýtur. Þróttur flokka byggist
ekki síður á sveigjuþoli hinna
einstöku flokksmanna heldur en
styrk þeirra — og er þó bezt
þegar hvorutveggja fer saman.
Einstaklingar í sama flokki
hafa aðstöðu ekki ósvipaða hest-
um, sem beitt er fyrir sama æki.
Ójöfnur vegarins, misjöfn orka
og aðstaða hvers einstaks hljóta
að valda því, að átökin verða ó-
jöfn og skrykkjótt, eftir því á
hverju veltur, ef ekki nýtur við
hins fjaðurmagnaða átakajafna
dráttartækjanna, sem dregur úr
árekstrum einstaklinganna og
forðar því að dráttartaugarnar
slitni.
En átakajafni flokksbandanna
er fyrst og fremst sá hæfileiki,
að geta fórnað sérskoðunum sín-
um í þeim málefnum, sem minna
skipta, ef það er nauðsynlegt til
að tryggja einingu um það, sem
er meginatriði samstarfsins.
Nú vill það oft verða svo um
menn með samskonar skapgerð
og Jón í Stóradal, að styrkleik-
ur þeirra sem einstaklings vill
verða veikleiki þeirra í flokks-
starfi. Þeir eiga örðugt með að
laga sig eftir fellingum annara,
og njóta sín ekki til fulls nema
þar sem þeir sjálfir geta mótað
umhverfið að mestu leyti. Því
hlaut að fara sem fór.
Ég hefi persónulega ætíð
harmað það, að Jón skyldi verða
viðskila við Framsóknarflokkinn
á sínum tíma. En mér er löngu
ljóst orðið að öðru vísi gat ekki
farið þá. Hann hafði sannfærzt
um það, að við hinir hefðum
sveigt útaf stefnu flokksins, en
hann og samherjar hans héldu
hið beina strik. Og þá var ekk-
ert annað að gera en fara beint
af auga. En lífið liggur ekki í
beinum línum og stjórnmálin,
sem eru brot af lífsbaráttunni,
— ekki heldur.
Hugsum okkur tvo langferða-
(Framh. á 3. síðu)
JÓMS JÓNSSON;
Sjö skáld leiðbeina Alþíngi
FRAMHALD.
Þó undarlegt megi heita var
hin harða barátta í þinginu um
vald „grenjaskyttanna" yfir út-
hlutun fjár til lista og vísinda
að miklu leyti háð undir yfir-
stjórn kommúnista og vegna
hagsmuna manna, sem starfa
beint eða óbeint í þeim flokki.
Og þessari sókn var beitt al-
veg sérstaklega gagnvart
menntamálaráði, af því að kom-
múnistar óttuðust þá nefnd
fremur en flestar aðrar stofn-
anir á íslandi.
Kommúnistar héldu sína þús-
und ára hátíð 1930 hátíðlega
með því að kljúfa sig út úr
v e r k a mannaf lokknum og
mynda sérstakan byltingar-
flokk undir beinni og yfirlýstri
forustu valdamanna í fjarlægu
stórríki. Þessir piltar fóru ekki
dult með tilgang sinn. Þeir
sögðust ætla að rífa niður hið
íslenzka mannfélag, bylta öllu
við hér á landi og stofna bylt-
ingarríki eftir fyrirmynd þeirri,
sem Rússar höfðu gefið 1917.
Þeir létu í ljós ótvírætt hatur á
rólegum samtökum verka-
manna. Kaupfélögin og Sam-
bandið var í þeirra augum
hlægilegur og fánýtur barna-
skapur. Fyrirtæki einstakra at-
vinnurekenda voru að dómi
þessa nýja flokks blóðug fjár-
plógs- og svikafyrirtæki. Al-
þingi var bæli spilltra og þjóð-
hættulegra manna.
Nokkur ár liðu og kommún-
istar prédikuðu trúarstefnu
sína óbreytta, en unnu ekki á.
Þessi ofsatrúarsöfnuður var
fámennur og áhrifalítill. Þá kom
flokkur Hitlers til valda í Þýzka-
landi. Rússar sáu sig um-
kringda af hættulegum and-
stæðingum á alla vegu. Þá var
deildum kommúnista skipað að
gerbreyta um aðferð. í stað hins
opinbera ofsa kom lævís undir-
róður og skipulagt fals. Hér á
íslandi tóku kommúnistar að
bjóða „samfylking" við allskon-
ar tækifæri. Þeir sögðust vilja
eiga gott við Alþýðuflokkinn,
kaupfélögin, Sambandið og und-
ir ýmsum kringumstæðum við
kaupmenn og auðvaldssinna.
Þeir sögðust elska ísland og ís-
lenzkt þjóðerni, en alveg sér-
staklega lýstu þeir ást sinni á
íslenzkri tungu, stjórnarskipun
landsins og lýðræðinu.
Nú fór kommúnistum að
ganga betur um stund. Þeir
ginntu Héðinn Valdimarsson og
ýmsa Alþýðuflokksmenn inn í
helli sinn og eyðilögðu þá. Ýms-
ir rithneigðir menn bitu á öng-
ul þeirra og töldu að hér væri
um þjóðlega íslenzka hreyfingu
að ræða. Erfitt er að segja hve
mikið fé kommúnistar hafa
fengið frá útlöndum, en úr því
eitt erlent fyrirtæki hefir gefið
þeim 160 þús. kr. til áróðurs í
fréttaskyni á hálfu öðru ári,
má gizka á, að örlæti hafi ver-
ið sýnt á fleiri vegu. Kommún-
istar lögðu mesta stund á bóka-
útgáfu, er þeir ráku undir tveim
nöfnum. Söfnuðu þeir áskrif-
endum að mörgum þessum bók-
um og þóttust vera fengsælir.
Töldu þeir sig hafa mörg þús-
und fasta kaupendur og létu
mikið yfir sér. Bókaútgáfa
þeirra var blönduð. Þeir gáfu út
einstaka hlutlausar bækur, en
blönduðu inn á milli ferlegum
byltingaráróðri. Fór þar saman
stöðugur áróður í þá átt að
gera lítið úr öllu, sem íslending-
ar hafa hugsað og gert, lítils-
virða hugsjónir og framtak
þjóðarinnar, en mála með björt-
um glæsilegum litum þá sælu,
sem erlendis hefði fengizt með
byltingu og alræði öreiganna.
Hlutlausu bækurnar voru agn
fyrir fólk, sem ekki átti von á
lævísi og svikum. En níðið um
ísland og störf og menningu
íslendinga, var ásamt skrum-
inu um hina útlendu húsbænd-
ur, sá öngull, sem íslenzk al-
þýða átti að gleypa. íslenzku
kommúnistunum hafði verið
skipað að vinna það með lævísi
og blekkingum, sem’ þeim hafði
ekki tekizt að ná með opinberri
baráttu.
En þegar það varð heyrum
kunnugt síðastliðið sumar, að
menntamálaráð hafði undirbúið
skipulega bókaútgáfu, sem
hlaut að þrýsta hinni lævísu
kommúnistabókagerð út úr
heimilum lýðræðismanna á ís-
landi, þá var eins og brotið hefði
verið fjöregg Einars Olgeirs-
sonar og félaga hans. Síðan þá
hafa þeir litið á menntamála-
ráð og alla þess starfsemi eins
og höfuðóvin sinn á íslandi.
Kom þetta í ljós í blöðum kom-
múnista og ýmsum bæklingum,
sem þeir hafa gefið út í sumar
sem leið og fyrra hluta þessa
vetrar. En í allri þessari bar-
áttu lögðu þeir mesta stund á
að hnekkja þeirri tillögu Ey-
steins Jónssonar í fjárlögum
fyrir 1940, að menntamálaráð
hefði úthlutun á framlagi rík-
issjóðs til ritstarfa. Kommún-
istar vissu, að þar voru þeir á
góðum vegi með að geta gert
sér einhverja hina öruggustu
sóknarlínu. Ef þeir gátu stuðst
við erlent fjármagn í stórum
stíl við upplausnarstarfsemi
sína hér á landi, og auk þess
haft marga af helztu áróðurs-
rnönnum sínum á föstum lífs-
tíðarlaunum hjá því fátæka
þjóðfélagi, sem átti að sundra,
þá töldu þeir sínum málstað
allvel borgið. Kommúnistar
höfðu hvergi rekizt á skipuleg-
ar varnir í þessu efni nema frá
menntamálaráði. Þess vegna má
það teljast hygginna manna
háttur, sem þeir hafa tekið upp,
að reyna að afflytja mennta-
málaráð eftir föngum og nota í
því skyni allar þær hversdags-
legu húsdyggðir, sem til eru í
allskonar mannfélagi, eins og
minnimáttarkennd hégómlegra
manna, milda afbrýðisemi og
fleiri mannlega eiginleika af
svipuðu tagi.
VIII.
Menntamálaráð hefir undan-
farin missiri undirbúið all um-
fangsmikla útgáfustarfsemi á
fræði- og skemmtibókum um
hlutlaus efni. Sú útgáfa miðar
að því, að halda áfram hinni
fornu íslenzku heimilismenm
ingu óslitinni. Fyrir tíu krónur
í ársgjald geta jafnvel hin efna-
minnstu heimili á landinu kom-
ið sér upp heimilisbókasafni,
sem er samboðið fortíð og fram-
tíð íslenzkra borgara. f vor sem
leið var menntamálaráð tilbú-
ið með skipulag sitt. En ríkið
hefir um langt skeið stutt aðra
minni útgáfu af sama tagi, Hið
íslenzka Þjóðvinafélag. Það
þótti óheppilegt ef telja mætti
einskonar samkeppni um út-
gáfustarfsemi Þj óðvinafélagsins
og menntamálaráðs. Alþingi er
hinn löglegi félagsfundur Þjóð-
vinafélagsins, og það kom ekki
saman fyrr en með haustinu.
Menntamálaráð ákvað þess-
vegna að fresta endanlegri á-
kvörðun um útgáfu sína, þar til
séð væri hversu þingmenn snér-
ust í málinu á aðalfundi Þjóð-
vinafélagsins í vetur.
Þegar þar var komið málum,
varð það bert, að kommúnist-
um stóð mikill stuggur af sam-
starfi Þjóðvinafélagsins og
menntamálaráðs um bókaútgáf-
una. Þeir sáu í þessari samein-
ingu verulega hættu fyrir áróð-
ur sinn með útgáfu byltinga-
sinnaðra bóka og tímarita.
Kommúnistar fengu tvo banda-
menn í öðrum flokkum, Vil-
mund Jónsson landlækni og
Árna Jónsson núverandi stjórn-