Tíminn - 18.01.1940, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.01.1940, Blaðsíða 4
28 TÍMIM, flmmtndaginn 18. janúar 1940 7. blatS Ylir landamœrín 1. Árni írá Múla er víst þeirrar skoðunar, að menn fáist til að trúa ó- sannindum, ef þau eru tuggin upp nógu oft. Hann heldur því enn einu sinni fram, að „útgjöld fjárlaganna hafi hækkað meira en verið hefði, ef Sjálfstæðismenn hefðu einir ráðið, en minna en verið hefði, ef fyrv. stjórnar- flokkar hefðu setið hér einir við völd“. Þetta eru hin óskammfeilnustu ósann- indi. Eins og áður hefir verið tekið fram hér í blaðinu, voru engar sparn- aðartillögur, sem komu frá Sjálfstæðis- flokknum, hindraðar af hinum flokk- unum, og heldur ekki hækkunartillögur frá þeim hindraðar af honum. Fleipur Árna er eins fjarri lagi og ef því væri haldið fram, að Kaupmannahöfn væri í Ameríku. 2. Vilji Ámi reyna að sýna það svart á hvítu, að hann fari ekki með ósannindi í þessum efnum, er honum í lófa lagið, að nefna þær lækkunartil- lögur, sem Sjálfstæðisflokkurinn bar fram og hinir flokkamir komu í veg fyrir, og þær hækkunartillögur, sem Sjálfstæðismenn stöðvuðu fyrir hinum stjómarflokkuniun. Geri Ámi þetta ekki, mun öllum augljós sú nafnbót, sem honum ber fyrir heiðarleika og ráðvendni i blaðaskrifum. 3. Árni frá Múla reynir í gær að þakka Ólafi Thors og Sjálfstæðis- flokknum fýrir forgönguna að núver- andi stjórnarsamvinnu. Það væri rétt fvrir Árna áður en hann heldur lengra á þessari braut, að rifja upp, hvemig hann greiddi atkvæði um stjórnarsam- vinnuna i þingflokki Sjálfstæðisflokks- ÍJll BÆNIJM Framsóknarfélögin í Reykjavík héldu skemmtim á Hótel Borg í gær- kvöldi og var hún mjög fjölsótt. Fyrst var spiluð Framsóknarvist, en síðan voru ræðuhöld. Minntist Sigfús Hall- dórs frá Höfnum með nokkrum orðum hins nýlátna þjóðskálds, Einars Bene- diktssonar, og las upp nokkur kvæði hans. Þá flutti Jónas Jónsson ræðu og sneri hann máli sínu sérstaklega til Guðbrandar Magnússonar, sem hefði legið hættulega veikur og verið talinn nær dauða en lífi um skeið, en væri nú búinn að fá fulla heilsu aftur og tæki orðið þátt i störfum samherjanna sem fyrr. Minntist hann hinna marg- víslegu starfa, sem Guðbrandur hefði unnið í þágu Framsóknarflokksins og fleiri gagnlegra samtaka og sagði að þessi samkoma væri fyrst og fremst haldinn til að minnast þess að G. M. væri aftur kominn heill og hraustur í hóp samherjanna. Hefðu þeir einnig komið sér saman um að minnast þess atburðar á annan hátt. Var Guðbrand- ur síðan hylltur af áheyrendum og þakkaði hann fyrir með nokkrum orð- um. Að þessu loknu hófst dans og stóð hann til kl. 2 um nóttina. Hallgrímur Helgason tónskáld heldur hljómleika með eigin verkum eingöngu í Gamla Bíó kl. 7 í kvöld. Leikur Bjöm Ólafsson verk fyrir fiðlu, Páll ísólfsson, sem stjórnar útvarps- kómum, verk fyrir kór, og sjálfur leik- ur Hallgrímur verk fyrir píanó. Hall- grímur hefir aflað sér góðrar mennt- unar og er talinn mjög efnilegur í list sinni. Er þetta hið ákjósanlegasta tækifæri til að kynnast list hans. Tillögur F r amsóknar £ lokksíns (Framh. af 1. síSu.) Endurbætur í i'átækrafram- færinu. Bæjarstjórn felur bæjaxráði að hefja þegar í stað undirbún- ing að því, að komið verði í framkvæmd eftirtöldum endur- bótum á fátækraframfærinu: 1. AÖ komið verði á fót inn- kaupastofnun, sem hafi á hendi innkaup á matvælum, fatnaði og öörum vöTum, sem styrkþeg- um eru látnar í té, enda séu látin fara fram almenn útboð um þessi vörukaup. 2. Að stofnað verði almenn- ingseldhús og mötuneyti fyrir styrkþega. 3. Að gefin sé út árlega ná- kvæm skýrsla með nöfnum og heimilisfangi þeirra, sem eru á framfæri á einn eöa annan hátt, og tilgreint hve mikið kemur í hvers hlut. 4. Aö fullvinnufærum styrk- þegum bæjarins sé, eftir því sem við verður komið, falin ýmis- konar vinna, er bænum megi að gagni koma, t. d. við leikvalla- gerð, garðrækt o. s. frv. í stað þess að veita þeim beina styrki. 5. Að haldið verði áfram að árinu og hve miklu fé skuli verja í hverja götu. Ógreidd bæjargjöld. Bæj arstj órnin leggur f yrir bæjarráð, að láta nú þegar semja skrá yfir alla þá gjald- endur í bænum, sem skulduðu útsvör, fasteignagjöld og önnur bæjargjöld um síðustu áramót. Séu í skrá þessari tilgreind nöfn og heimilisföng skuldunauta og skuldarupphæð hvers einstaks. •Tafnframt sé tilgreint frá hvaða ári eða árum skuldin stafar. Viðskipti Rússa og Þjóðverja (Framh. af 1. síðu.) rangur þeirra hefir enn ekkert verið opinberlega tilkynnt. Talsvert hefir verið um það rætt, að Rússar gætu bætt Þjóðverjum afleiðingar hafn- bannsins að fullu. í þessu sam- bandi ber að gæta þess, að heildarútflutningur Rússlands er ekki nema lítill hluti af heildarinnflutningi Þjóðverja (sennilega um 10%). Þetta kæmi að minni sök, ef Rússar flyttu út þær vörur, sem Þjóð- verjar þarfnast mest. En þessu er engan veginn til að dreifa. Skulu hér nefnd nokkur atriði þessu til sönnunar: Olía. Þjóðverjar fluttu inn 4.307 þús. smál. af olíu árið 1937, en meðalútflutningur þessarar vöru frá Rússlandi 1935—37 nam 2.654 þús. smál. Árið 1937 keyptu Þjóðverjar frá löndum, sem nú geta ekkert selt þeim vegna hafnbannsins, 3.454 þús. smál. af olíu. Járnmálmur. Árið 1937 nam innflutningur á járnmálmi til Þýzkalands 20.621 þús. smál., þar af frá löndum, sem geta nú ekkert selt vegna hafnbannsins, 8.869 þús. smál. Hins vegar nam meðalútflutningur járnmálms frá Rússlandi árin 1935—37 ekki nema 179 smál. Fosfatefni. Árið 1937 nam inn- flutningur þessara vara til Þýzkalands 1000 þús. smál., þar af frá löndum, sem ekkert geta selt til Þýzkalands vegna hafn- bannsins, 848 þús. smál. Á ár- unum 1935—37 nam meðalút- flutningur þessara vara frá Rússlandi 540 þús. smál. Hveiti. Árið 1937 nam inn- flutningur á hveiti til Þýzka- lands 1.219 þús. smál., þar af frá löndum, sem nú geta ekk- ert selt til Þýzkalands vegna hafnbannsins, 872 þús. smál. Meðalútflutningur frá Rúss- landi á árunum 1935—37 nam 484 þús. smál. Fleiri dæmi mætti nefna þessu lík og það getur náttúr- lega aldrei orðið, að allur út- flutningur Rússa fari til Þýzka- lands. Enginn útflutningur er frá Rússlandi á ýmsum vör- um, sem Þjóðverjar hafa mikla þörf fyrir í styrjöld, eins og t. d. kopar, tin og blý. Hins vegar er einnig rétt að geta þess, að Rússar geta fullnægt þörfum Þjóðverja fyrir trjávörur, segul- málm, olíukökur, smjör o. fl. vörur. Þá er enn að gæta þess, að notkun Þjóðverja á mörgum framangreindra vara, er miklu meiri á styrjaldartímum en frið- artímum og hlýtur það að krefj- ast aukins innflutnings þeirra. Sérstaklega á þetta við um olí- una. Margir telja, að olíunotk- unin þurfi að þrefaldast eða jafnvel meira, hjá styrjaldar- þjóðunum. í þessu sambandi er vert að gæta þess, að sökum aukinnar neyzlu innanlands hefir olíuútflutningur Rússa farið stöðugt minnkandi undan- farin ár, enda þótt framleiðslan hafi vaxið stórum. Þörf Rússa fyrir olíunotkun hlýtur að fara vaxandi á næstunni, m. a. vegna Finnlandsstyrjaldarinnar. Að vísu geta Rússar enn stórum aukið olíuframleiðsluna, en það kostar mikla fyrirhöfn og tekur talsverðan tíma að koma því i lag. Það er því tæpast hægt að gera ráð fyrir, að Rússar geti látið Þjóðverja fá meiri olíu en undanfarið svo nokkru nemi. Þá er enn að gæta mikilvægs atriðis í þessu sambandi. Það eru hin lélegu flutningsskilyrði í Rússlandi. Þótt Rússar hefðu nægar vörur myndu þeir alls ekki geta komið, nema nokkrum hluta þeirra til Þýzkalands. Flutningakerfi landsins full- nægir enn illa þörfum innan- landsflutninga, hvað þá heldur meira. Það er því tæpast rétt að gera íns í fyrravetur, og hvemig Vísir skrif- aði þá um þau mál. x+y. Sjö skáld leídbeina Alþingi (Framh. af 3. siSu) ista vildu halda þessum mönn- um í óbreyttri aðstöðu. Aðrir menn álitu, að reynslan sýndi, að ekki væri heppilegt að gera lífstíðarsamning um störf við listamenn og skáld. Flestir færu að vísu vel með það vald, en aðrir misnotuðu öryggið. Ég álít að öryggi 18. greinar hafi orðið til mikils tjóns fyrir ýmsa menn, sem þar hafa átt sæti. Sumir hafa 1 skjóli þessa öryggis orðið aðgerðalausir hóg- lífismenn, og ekki aðhafzt neitt, sem kalla mætti þjóðnýta vinnu. Aðrir hafa notað aðstöðu sína til að brjóta allar meginreglur í bókmenntastarfi sæmilegra manna. Einn af þessum mönn- um hefir ort hraklegt ádeilu- kvæði um föður sinn. Annar hef- ir lýst skólabræðrum sínum eins og sérstökum úrhraksmönnum og vesalingum. Þriðji lýsir því, hversu vinnufélagi hans og nauðleitarmaður stóð eins og fábjáni í hörkufrosti nærri alla jólanóttina utan við glugga stúlku, sem hann þóttist vera hrifinn af,en þekkti annars ekki. Og loks kom fjórði maðurinn, sem i skáldskap sínum hefir ráðizt með auðvirðilegum, upp- lognum sökum á pólitíska and- stæðinga sína, en á þann hátt, að þeir geta ekki varið sig. ís- lenzkir blaðamenn og stjórn- málamenn berjast hver við ann- an á opnum leikvelli, þar sem báðir aðilar hafa jafna aðstöðu og sömu vopn. Slíka baráttu hafa vestrænar þjóðir talið rétt- mæta og leyfilega frá fornöld og til þessa dags. En byltingar- Kvikmyndahúsin. Nýja Bíó sýnir utn þessar mundir ameríska mynd, Bamona. Er hún tek- in í eðlilegum litmn í mjög fallegu landslagi. Fyrir nokkrum árum var gerð þögul kvikmynd um sama efni og hlaut hún miklar vinsældir, m. a. hér, en þessi þykir að ýmsu leyti betri. — Gamla Bíó sýnir ameríska gleðimynd og er hin vinsæla leikkona Irene Dunne í aðalhlutverkinu. „Þeir, sem vilja gefa Grímsey“. í nokkrum hluta upplagsins af blað- inu í dag, hefir misprentazt ártal i greininni „Þeir, sem vilja gefa Grims- ey“. Þar stendur: sem myntíu vilja leika hlutverk Þórarins Nefjólfssonar frá 1924, en á að vera 1024. Guffspekifélagar. Septima heldur fvmd á morgun kl. 8.30. Grétar Fells flytur erindi: Undar- leg saga. Gjafir til Slysavarnafélags íslands á árinu 1939: Frá Ólafi Árnasyni, Karlagötu 24, kr. 4; Ásvaldur Eydal, Hávallagötu 46, kr. 5; Kvenfélag Gnúpverjahrepps, kr. 60; Sig. Ólafsson, Hverfisg. 71, kr. 4; Kvenfélagið Bergþóra, V.-Landeyjinn, kr. 40; N. N. kr. 1; Skipverjar á e.s. Katla, kr. 167; E. P., Reykjavík, kr. 10. Beztu þakkir. — J. E. B. Áheit á Slysavarnafélag íslands á árinu 1939: Frá G. B. kr. 5; H. V. kr. 20; Ei- ríkur Einarsson, Þykkvabæ, Landbroti, kr. 7.50; Ásta kr. 1; J. P. kr. 5; N. N. Sandi kr. 5; Emma kr. 2; D. kr. 5; V. kr. 5; A. J. kr. 5; Gamalt áheit kr. 1; Ónefnd kona kr. 2; Ónefndur kr. 5; Karl hinn ungi kr. 5; Ónefnd ekkja, kr. 2; K. B. kr. 10. — Beztu þakkir. — J. E. B. menn hinna nýju tíma telja sig ekki bundna af neinum dreng- skaparreglum. Þeir telja stríð Rússlands við Finnlands sína sönnu fyrirmynd. í niðurlags- kafla þessarar greinar verða leidd nokkur rök að því, hvert stefnir um bókmenntir íslend- inga, ef ríkisverðlaunaður skáld- skapur á að vera grímuklæddar álygar um andstæðinga í þjóð- málum. Framh. J. J. koma á fót vinnustofnunum eins og byrjað er á með saumastofu, svo að betur notist að vinnu- afli atvinnulausra styrkþega til framleiðslu ýmissa nausynlegra hluta. 6. Að koma upp býlum á heppi- legum stöðum úti á landi, þar sem fullvinnufærum styrkþeg- um verði kleift að reka sjálf- stæða atvinnu á eigin ábyrgð. 7. Að hlutast til um það, í samráði við ríkisstjórnina, að framleiðendur úti á landi geti fengið atvinnulausa bæjarbúa í vinnu með viðunandi kjörum. Fisksölumiffstöff. Bæjarstjórn leggur fyrir bæj- arráð, að hefja nú þegar undir- búning að því, að reist verði allsher j arf isksölumiðstöð fyrir Reykj avíkurbæ á árinu 1940. Fisksölumiðstöð þessi skal vera með nýtízkusniði og hafa öll tæki og umbúnað til þess að gætt verði fyllsta hreinlætis og í sambandi við hana frystiklef- ar til fiskgeymslu. Sé fiskselj- endum síðan seldir á leigu sölu- staðir í byggingunni með þeim skilyrðum, að þeir hlíti þeim reglum, sem bæjarstjórnin set- ur um fisksöluna á hverjum tíma. Gatnagerffin. Bæjarstjórnin leggur fyrir bæjarráð, að sjá um að teknar verði upp heppilegri aðferðir en nú tíðkast við gatnagerð í bæn- um, m. a. með því að nota stein- steypu í stað malbikunar á fjöl- förnustu götum. Nýjar götur. Vegna þess, aðengar skýring- ar eru gefnar á því í frumvarpi til fjárhagsáætlunar fyrir 1940 hverjar götur skuli gera fyrir fé það, sem áætlað er til nýrra gatna, leggur bæjarstjórnin fyr- ir bæjarráð, að útbúa fyrir næsta bæjarstjórnarfund ná- kvæma skýrslu um, hverjar göt- ur eða götuhluta skuli gera á 102 Margaret Pedler: Laun þess liðna 103 Læknirinn var að skoða blómakörf- urnar og vasana með sýnilegri vel- þóknun, þegar Elizabet kom aftur. „En hvað þau eru falleg,“ sagði hann. „Hvert eiga þau öll að fara? Get ég ekki hjálpað yður að koma þeim fyrir, „þar sem þau eiga að vera?“ Hún kinkaði kolli. „Jú, ef þér nennið. Og þegar það er búið, þá býst ég við að Sara verði búin að leggja á borðið.‘“ Læknirinn hjálpaði Elizabet að koma blómakörfunum fyrir til og frá um húsið, alúðlegur eins og eldri bróðir. Þegar þessu var lokið, fóru þau út, gegn um garðinn og út á hjallann. „Hvernig haldið þér svo að yður muni falla að vera hér í Waincliff, eftir öll ferðalögin utanlands,“ spurði Suther- land, um leið og hann hellti sódavatni í glas sitt. Elízabet sötraði teið. „Mér fellur það áreiðanlega vel,“ sagði hún ákveðin. „Ég sakna Candys auðvit- að, við höfum verið ákaflega samrýmd, eins og þér vitið efalaust." „Já, ég veit það. Ég sannfærðist um það í þessi tvö eða þrjú skipti, sem ég hitti hann í London, þegar hann kom þangað snögga ferð. Ég held,“ bætti hann brosandi við, „að ég yrði dálítið afbrýðisöm við dótturina, ef ég væri konan hans.“ Hann hafði sagt þetta í mesta sak- leysi, en hafði varla sleppt orðunum þegar hann sá svipbreytingu á andliti Elizabetar, sem sannfærði hann um, að hann hefði komið við auman blett með þessu. „Aha!“ sagði hann og unglingsleg hreinskilnin, sem var einkennandi fyrir hann, skein úr svip hans. „Ég bið yður innilega fyrirgefningar, — en ég er hræddur um, að „ég hafi sagt það sem ég átti ekki að segja.“ Elizabet brosti glaðlega. „Já, eiginlega hittuð þér naglann á höfuðið,“ sagði hún játandi, en bætti svo við alvarlega: „Mér finnst þetta of- ur skiljanlegt. Þér hittuð Fjólu einu sinni í London, var það ekki? Hún sér ekki sólina fyrir Candy og vill eðlilega hafa hann út af fyrir sig. En það vildi ég nú líka,“ hélt hún hlæjandi áfram, „Svo að ég á auðvelt með að skilja vilja hennar. Gerið þér það ekki líka?“ „Jú, afar vel. Ég gleðst af því að heyra, að henni þykir vænt um hann, þar sem það er auðséð, að hann er al- gerlega á hennar valdi. Elskar hún hann í raun og veru?“ Elizabet kinkaði kolli. „Já, það gerir hún. Ef ég á að segja eins og er, þá höfum við ekki margt sameiginlegt, ég ------- Btó------- Lífsgleði (Joy of Living). Fjörug og fyndin amerísk söng- og gamanmynd frá RKO Radio Pictures. Aðalhlutverkin leika: IRENE DUNNE og DOUGLAS FAIRBANKS, yngri. Aukamynd: WALT DISNEY- teiknimynd. ——"—~*NÝJA BÍÓ Ramóna Tilkomumikil og fögur amerísk kvikmynd frá Fox, öll tekin í eðlilegum litum, í undursamlegri náttúru- fegurð víðsvegar í Cali- forníu. Aðalhlutverkin leika: LORETTA YOUNG, DON AMECHE, KENT TAYLOR og PAULINE FREDERICK. Fínnlandssöfnunin óskar eftir sýnishornum og verðtilboði í eftritaldar vörur: Karl- mannasokkar, Skíðahosur, Karlmannapeysur, Barnapeysur og sokkar. — Vörurnar séu tilbúnar fyrir 1. febr. Sýnishornin séu send til Haraldar Árnasonar kaupmanns, sem góðfúslega hefir lofað að annast innkaup*in, en reikningar verða greiddir á skrif- stofu Björns E. Árnasonar endurskoðanda, Hafnarstræti 5. Norræna íelagði og Ranði Kross fslands. Tilkynning um framvísun reikninga. Sjúkrasamlag Reykjavíkur beinir þeirri áskorun til þeirra manna og stofnana, sem eiga reikninga á samlagið frá siðast- liðnu ári, að sýna þá til greiðslu fyrir 25. þ. m. í aðalskrifstofu smalagsins, Austurstræti 10. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. ráð fyrir miklum viðskiptaleg- um stuðningi Rússa við Þjóð- verja a. m. k. fyrst um sinn, enda þótt ekki þurfi að efast um góðan vilja Stalins. Ófarir Rússa í Finnlandi munu líka draga úr getu og áhuga Rússa í þessum efnum. tslenzk-ameríska félagið. (Framh. af 1. siBu.) Bandaríkjunum og námsmenn þaðan koma í sama skyni til ís- lands. í slóð Ragnars Ólafsson- ar hafa síðan farið í kynnisför vestur um haf þrír kunnáttu- menn, þeir Árni Eylands, Hörð- ur Bjarnason og Árni Pálsson verkfræðingur. Hafa þeir allir sömu sögu að segja að vestan. Þeir sjá óteljandi möguleika á gagnkvæmum menningarsam- böndum við Vesturheim. J. J. Á krossgötum. (Framh. af 1. síðu.) þar á meðal bókband, í annarri tré- smíðar og málmsmíðar í hinni þriðju. Gert er ráð fyrir, að í framtíðinni starfi skólinn 7 mánuði á ári, frá byrj- un októbermánaðar til aprílloka. Rík- isstjórnin hefir nýlega ákveðið að veita styrk til stofnunar og starfrækslu skól- ans, svo að kleift verður að veita þar kennaraefnum ókeypis kennslu. Ég »Lagar£oss« fer héffan á fimmtudag 18. janú- ar síffdegis, austur og norffur um Iand, til Reykjavíkur. Kemur viff á öllum venjuleg- um höfnum. »Brúar£oss« fer á laugardagskvöld 20. janú- ar austur og norffur um land til Reykjavíkur. Hreinar léreitstuskur kaupír Prentsmiðjan Edda, Lindargötu 1 D. hefi nefnt skólann Handíðaskólann, en íð, sem er í fleirtölu iðir, er fornt og gott orð, sem merkir starfsemi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.