Tíminn - 18.01.1940, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.01.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Síml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hS. Símar 3948 og 3720. Reykjavík, fimmtiidagiim 18. janíiar 1940 24. árg. 7. Mað Tillögur Framsóknarflokksins í sambandi við íjárhagsáætlun Rvíkur 1940 Þær fjalla nm fnllkomnara Iiókhald bæjarins, starfsmanisaskrá, bætta endurskoðnn, rann- sókn og endurfoætur fátækramálanna, fisk- sölumiðstöð, ógreidd bæjargjöld, bætta gatna- g'erð, lokun hafnarinnar o. fl. Fulltrúaráð Framsóknar- félaganna í Reykjavík hefir ákveðið að láta fulltrúa sinn í bæjarstjórninni flytja tillögur um allmörg bæjar- mál í sambandi við 2. umr. fjárhagsáætlunar Reykja- víkurbæjar, en hún mun fara fram í dag. Hinsvegar gerir fulltrúaráðið mjög fáar breytingartillögur við fjárhagsáætlunina sjálfa. Ástæðan til þess er þó engan veginn sú, að Framsóknarflokk- urinn telji þess ekki fulla þörf, að gerðar verði verulegar breyt- ingar á fjárhagsáætluninni. En það er eðlilega mjög torvelt fyr- ir þá, sem ekki hafa aðstöðu til að fylgjast með rekstri bæjar- ins og ýmsra fyrirtækja hans, að gera nákvæmar tillögur um niðurfærslu ýmsra útgjaldaliða, enda þótt vitanlegt sé, að lækka megi þá að vexulegu ráði, ef fullra hagsýni og stjórnsemi er gætt. Næstum allar tillögur full- trúaráðsins miða líka að lækk- un útgjalda og auknum sparn- aði og hagsýni í rekstri bæjar- ins. En fyrirfram er vitanlega ekki hægt að áætla það ná- kvæmlega, hver sparnaðurinn verður, og þessvegna ekki hægt að flytja þessi mál sem breyt- ingartillögur við fjárhagsáætl- unina sjálfa, þar sem allt þarf að reiknast í tölum. Við sjálfa fjárhagsáætlunina Íslenzk-ameríska félagið Ragnar Ólafsson lögfræðing- ur Sambandsins dvaldi við framhaldsnám í Columbía-há- gerir fulltrúaráðið þá breytingu. að helmingi styrksins, sem varið er til sumardvalar fyrir börn og mæður í sveit, eða 6000 kr. verði varið til „styrktar mæðrum, er dvelja vilja með börn sín að sumarlagi í tjöldum á jarðhita- svæðinu að Reykjum f Ölfusi.“ Þá er lagt til, að fjárveiting „til atvinnubóta eftir ákvörðun bæj- arráðs" orðist þannig: „Til framleiðslubóta og atvinnu- aukningar“, og að niður falli framlagið til ráðningastofu bæjarins, sem er 25 þús. kr. Ennfremur er gerð sú tillaga, að framlaginu til nýxra gatna verði ráðstafað þannig, að lokið verði malbikun Ingólfsstrætis og lögð verði gata frá Hringbraut suður á móts við háskólalóðina. Þá er gerð sú tillaga, að aftan við fjárhagsáætlun sundhallar- innar bætist eftirfarandi: „Til að auka aðsókn að Sundhöllinni og gera þannig tilraun til að lækka reksturshalla þann, er áætlunin gerir ráð fyrir, skal á vissum dögum og vissum timum dags, gefa verulegan afslátt frá venjulegum aðgangseyri." Lagt er til, að aftan við fjár- hagsáætlun hafnarinnar bætist: „Heimilt er hafnarstjórn að verja af fé hafnarsjóðs því, sem með þarf, til að koma upp full- nægjandi girðingu, er útiloki umferð að þeim svæðum hafn- arinnar, þar sem útlend skip hafast við. Sé gerð og fyrir- komulag girðingarinnar ákveð- ið í samráði við lögreglustj óra, en bæjarráð samþykki kostnað aráætlun.“ Aðrar tillögur, sem fluttar eru að tilhlutan fulltrúaráðsins, eru þessar. Fullkomnara bókhald: Bæjarstjórn ályktar að leggja fyrir bæjarráð og hafnarstjórn, að láta þegar í stað endurskipu- leggja allt bókhald bæjarsjóðs, stofnana bæjarins og hafnar- sjóðs, þannig, að fyrir bæjar- stjórn geti legið fyrir 15. hvers mánaðar nákvæmt yfirlit um rekstur næsta mánaðar á und- an. Starf smannaskár: Bæjarstjórn leggur fyrir bæj- arráð og hafnarstjórn að láta þegar semja skrá yfir alla starfs- menn bæjarins, stofnana hans og hafnarsjóðs, þar með taldir verkamenn í fastri vinnu. — í starfsmannaskránni séu til- greind föst laun þeirra fyrir að- alstörf og hlunnindi, sem þeim fylgja, ennfremur þóknun fyrir aukastörf og yfirvinnukaup. Bætt endurskoðun: Bæjarstjórnin samþykkir að láta framvegis fara fram dag- lega endurskoðun á bókhaldi bæjarsjóðs, stofnana hans og hafnarsjóðs og sé sú endur- skoðun framkvæmd af 2 löggilt- um endurskoðendum, sem bæj- arstjórn kýs með hlutfallskosn- ingu. Rannsókn framfærslumálanna: Vegna hinna gífurlegu út- gjalda, sem hvíla á Reykjavík- urbæ sökum fátækraframfærsl- unnar og þar eð hröðum skref- um virðist stefnt að þvi að of- bjóða gjaldgetu þeirra, sem bæjargjöldin falla á, og þar sem framfærslulögin hljóta einnig — vegna sívaxandi skulda bæjarins við Landsbankann — að varða ríkið fjárhagslega, leggur bæj- arstjórnin fyrir bæjarráð að leita nú þegar samvinnu við ríkisstjórnina um skipun fimm manna nefndar til þess að rann- saka ítarlega öll framfærslu- málefni Reykjavíkur og gera til- lögur um framtíðarskipulag þeirra. Séu 3 nefndarmanna kosnir með hlutfallskosningu af bæjarstjórn Reykjavíkur, en tveir skipaðir af ríkisstjórninni. (Framh. á 4. slSu.) Kallio Finnlandsforseti var nýlega í yfirlitsferS á Kyrjálaeiðinu. Hér á myndinni sést finnskur hermaður vera a'ð sýna honum skó af rússneskum hermanni, til marks um lélegan útbúnaö rússnesku hermannanna. Viðskípti Rússaog Þjóðverja Geta viðskiptín við Rússland vegið á móti hainbanninu ? Fyrir skemmstu síðan birtist yfirlitsgrein um viðskipti Þjóð- verja og Rússa í sænska blað- inu „Mellanfolkligt Samarbete“. Þar sem þessi mál eru nú ofar- lega á dagskrá og ýmsir telja að sigurvonir Þjóðverja byggist á því, hversu mikið af hráefnum og vörum Rússar láta þeim í té, verða hér lauslega rakin nokkur atriði þessarar greinar. — Fyrir heimsstyrjöldina höfðu Rússar meiri viðskipti við Þjóð- verja en nokkra aðra þjóð. Um 47% af innflutningnum til Rússlands voru frá Þýzkalandi og Þjóðverjar keyptu 30% af rússneska útflutningnum. Heimsstyrjöldin lagði þessi blómlegu og vaxandi viðskipti að mestu leyti í rústir. Fyrstu árin eftir sigur kom- múnista var utanríkisverzlun Rússa sama og engin. Eftir 1922 byrjaði hún að aukast aftur, en hefir þó aldrei orðið eins mikil og fyrir heimsstyrjöldina. Það er t. d. talið, að 1935 hafi út- flutningur numið 1% af allri framleiðslunni í landinu, en fyr- ir styrjöldina 10%. Samt hefir framleiðslan aukizt verulega. Er þessi afturför utanríkis- verzlunar Rússa einkum fólgin A. Búnaðarnám íslendinga á skólanum í Sem. — Fiskimálanefnd og bjarg- ráðanefnd fullskipaðar. — Nýr skóli í verklegum greinum. Ragnar Ólafsson. skólanum í New-York veturinn 1938—39. Meðan hann var þar vestra undirbjó hann nokkurs- konar námsmannaskipti rnilli Bandaríkjanna og íslands. Rit- aði hann grein um málið í Tím- ann. Síðan undirbjó hann fé- lagsstofnun í Reykj avík,\ í nánu sambandi við Háskóla íslands, til að standa fyrir framkvæmd- unum. Var stofnfundur þess- arar deildar haldinn fyrir skömmu. Þessi framkvæmd Ragnars Ólafssonar mun verða mjög afleiðingarík fyrir íslenzku þjóðina. Á vegum þessa félags- skapar munu fjölmargir kandi- datar héðan að heiman dvelja árlangt við framhaldsnám í (Framh. á 4. siöu.) Þrír ungir íslendingar hafa nýlega lokið prófi í landbúnaðarfræðum við búnaðarskólann í Sem í Noregi. Eru það Jóhann Jónasson frá Öxney á | Breiðafirði, Edvald Malmquist frá Stuðlum í Reyðarfirði og Bjami Fann- ! dal Finnbogason frá Stokkahlöðum í Eyjafirði. Hefir Jóhann verið ráðinn I ráðunautur Búnaðarsambands Kjalar- nessþings, en Edvald Malmquist mun ráðast til ferðar á búnaðarnámskeiðin austan lands með þeim starfsmönn- um Búnaðarfélags íslands, er þangað fara. Munu þeir félagar fara með Lag- arfossi í kvöld. Þrír íslendingar eru nú sem stendur við nám í búnaðarskólan- um i Sem. Eru það Ásgeir Bjamason frá Ásgarði í Dölum, Guðmundur Guð- mundsson úr Reykjavík og Friðjón Júlíusson frá Hrappsey á Breiðafirði. Námstíminn er þrjú ár. t t t Fiskimálanefnd og bjargráðanefnd eru nú fullskipaðar. Eiga i fiskimála- nefnd sæti Júlíus Guðmundsson út- gerðarmaður frá Framsóknarflokkn- um, Jón Axel Pétursson hafnsögumað- ur frá Alþýðuflokknum og Þorleifur Jónsson útgerðarmaður í Hafnarfirði frá Sjálfstæðisflokknum. í bjargráða- nefnd eru Jens Hólmgeirsson bæjar- stjóri á ísafirði frá Framsóknarflokkn- um, Kjartan Ólafsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði frá Alþýðuflokknum of Sigurður Björnsson frá Veðramóti fá tækrafulltrúi frá Sjálfstæðisflokknum. t t t Hinn 1, næsta mánaðar hefst hér í Reykjavík nýr skólí, sem fyrst og fremst er ætlað að veita kennurum og kennaraefnum nauðsynlega sérmennt- un í ýmsum greinum verklegs náms. Lúdvig Guðmundsson skólastjóri hefir stofnað skóla þenna og veitir honum forstöðu. Tíminn hefir farið þess á leit við Lúdvig, að hann skýrði frá megínþáttum þessarar starfsemi og fórust honum svo orð: — Um langt skeið hefi ég i skólum þeim, er ég hefi stýrt, fyrst Hvítárbakkaskóla og síðar í gagnfræðaskóla ísafjarðar, lagt á- herzlu á að vanda til hins verklega náms. Fyrir tæpum tveim árum reyndi ég að koma ungum, hæfum islenzkum kennara til fullkomins framhaldsnáms í verklegum greinum erlendis, með það fyrir augum, að hann síðan kenndi út frá sér hér heima. En fyrirætlun þessi strandaði á fjárhagslegum örðugleik- um. Þá datt mér í hug sú leið, að ráða hingað til lands um nokkur ár vel færan, alhliða menntaðan erlendan kennara, i ýmsum helztu greinum verklegs skólanáms. Með aðstoð eins kunningja minna í Berlín, sem er pró- fessor við verknámsdeild listaháskólans þar, tókst mér að komast í samband við ungan en reyndan, mjög færan kennara í teikningu og ýmsum verkleg- um námsgreinum (trésmíði, málm- smíði og pappírs- og pappavinnu). Ár- ið 1932 var hann ráðinn að Alþjóða- skólanum í Genf (Ecole Internationale) til þess að koma þar skipun á kennsl- una í teikningu og verklegum grein- um. Starfaði hann þar um hríð. Síðan hefir hann mjög aukið við reynslu sína og þekkingu i kennslugreinum sínum. í samráði við og með sam- þykki ríkisstjórnarinnar réði ég Zier sl. vor hingað til lands um þriggja ára skeið. Þenna tíma, sem hann er ráð- inn hingað, er ætlunln, að hann haldi uppí kennslu í kennslugreinum sinum fyrir þá, sem ætla að gerast kennarar í þessum greinum í íslenzkum barna- og ungmennaskólum. Að þessum tíma liðnum ættum við þannig að geta verið búnir að koma upp allfjölmennu liði innlendra kennara i þessum greinum. Eins og áður er sagt, er höfuðtil- gangur skólans, að veita kennaraefn- um og kennurum kost hérlendrar sér- menntunar í ýmsum kennslugreinum, sem hingað til hefir orðið að nema ytra, að mestu leyti eða öllu. En auk þess verða haldin námsskeið fyrir al- menning, þar sem kenndar verða ein- stakar námsgreinar og námskeið, sem ætluð verða atvinnulausum unglingum í Reykjavík. Ákveðið er, að nemendur kennaraskólans fái aðstöðu til náms í skólanum. Fyrir þá, sem ætla að gera kennslu í námsgreinum að æfi- starfi, er gert ráð fyrir tveggja vetra námi minnst, og allt aö þriggja vetra námi. Til bráðabirgða mun kennsla fara fram í húsinu Hverfisgötu 57. Eru þar þrjár vinnustofur og verður í einni kennd pappírs- og pappavinna, (Framh. á 4. slðu.) í því, að kommúnistar hafa lagt kapp á, að gera landið sjálf- bjarga í sem flestum greinum og óháð innflutningi frá öðrum löndum. Á árunum 1922—32 var Þýzka- land það stórveldið, sem ' átti mest skipti við Rússland. Frá Þýzkalandi fengu Rússar vélar og verkfræðilega tilsögn í rík- ustum mæli. Án þeirrar að- stoðar, sem Þjóðverjar veittu, hefðu Rússar aldrei getað kom- ið fótum undir iðnað sinn. Verzlun milli landanna mótað- ist vitanlega af þessu. Hún fór stöðugt vaxandi Og náði há- marki sínu 1931. Þá var heildar- umsetningin yfir 1000 milj. marka. Um 46% innflutningsins til Rússlands var frá Þýzka- landi. Hins vegar nam þetta ekki nema 11% af útflutningi Þjóð- verja og má af því marka, hversu utanríkisverzlun Þjóð- verja er margfallt meiri en ut- anríkisverzlun Rússa. Síðan hefir þó utanríkisverzlun Þjóð- verja stórum aukizt, en hins vegar hefir utanríkisverzlunin gengið stórum til baka hjá Rússum, einkum olíuútflutning- urinn, sökum aukinnar neyzlu innanlands. Síðan 1932 hafa viðskipti Rússa og Þjóðverja minnkað hröðum skrefum þangað til nú. Árið 1938 var heildarumsetning verzlunarinnar milli landanna 78 milj. marka i stað 1065 milj marka árið 1931. Orsakirnar voru einkum afleiöingar krepp- unnar og pólitísk óvild, sem myndaðist milli landanna, þeg- ar nazistar komu til valda. Það er tilgangur þýzk-rúss- neska verzlunarsamningsins, sem undirritaður var í ágúst- mánuði siðastliðnum, að efla viðskipti Rússlands og Þýzka- lands. Síðan hafa farið fram nánari viðræður um þessi mál milli ríkisstjórnanna, en um á (Framh. á 4. síðu.) Á víðavangi Fyrir nokkrum árum síðan skrifaði Jónas Jónsson grein hér í blaöið, þar sem hann varpaði fram þeirri hugmynd, að reist yrði einskonar tjaldborg í Ölf- usi til sumardvalar fyrir fjöl- skyldur verkamanna og sjó- manna í Reykjavik. Benti hann með glöggum rökurn á þá þýð- ingu, sem það hefði fyrir mæð- ur og börn á efnalitlum heim- ilum, að geta notið slíkrar dvalar, en þurfa ekki að eyða sumardögunum á hinum rykugu götum borgarinnar. Þessi mikli munur er svo augljós, að ekki þarf að fara um hann mörg- um orðum. Engu að síður hefir aetta mál fram til þessa mætt mjög takmörkuðum skilningi Deirra aðila, sem ættu að hafa mestan áhuga fyrir því, en það eru bæjarstjórnin og verka- lýössamtökin. * * * Framsóknarflokkurinn lætur nú flytja tillögu í bæjarstjórn- inni um nokkra fjárveitingu í Dessu skyni, og ætti vissulega að mega vænta þess, að henni verði vel tekið. Þótt mikil nauðsyn hafi verið áður á framkvæmd aessa máls, er hún áreiðanlega enn meiri nú. Vistin á slíkum sumardvalarstað ætti áreiðan- lega að kosta minna en hér í bænum. Að vísu mun verða um nokkur flutningsgjöld að ræða, en það ætti að vera hlutverk bæjarfélagsins að tryggja þau sem hófsamlegust. Hins vegar ættu ýmsar innlendar afurðir, t. d. mjólk, að verða ódýrari og ýms aukakostnaður að sparast, sem er óhjákvæmilegur hér í bænum. Það gæti einnig kom- ið til mála, að sumar fjölskyld- urnar gætu sparað við sig hús- næði yfir sumarmánuðina, jannig, að þeir þrengdu að sér iann hluta leigutímans, er þær dveldu í bænum, með tilliti til dvalartímans fyrir austan. Kostnaður við upphitun ætti ekki að verða neinn, þar sem nóg er af heitu vatni á þessum slóðum. Verður það að teljast mjög furðulegt, . ef meirihluti bæjarstjórnarinnar fellst ekki á, að greiða fyrir framgangi þess- arar hugmyndar. * * * Þá leggur Framsóknarflokk- urinn til, að varið verði nokkru fé til að hindra næturferðalög í erlend skip, sem liggja hér í höfninni. Er það kunnara en frá Durfi að segja, að þessar nætur- heimsóknir í erlend skip eru sannarlegt lýti á menningu höf- uðstaðarins. Hafa þær líka verið harðlega gagnrýndar í öllum blöðum bæjarins og ber aö vænta þess, að bæjarstjórnar- meirihlutinn hafi ekki aðra af- stöðu í því máli en blöð hans. Aðrar fréttir. Óvenjulegir kuldar eru nú á meginlandi Evrópu. Mestur kuldi hefir verið mældur í Öst- erdalen í Noregi, 48 stig. Viða á norskum sveitabæjum hefir orðið að gera sérstakar ráðstaf- anir til að verja stórgripi gegn kali. — í Danmörku hafa sigl ingar stöðvast um sundin, sök- um íslagningar, og er Eyrar- sund byrjað að leggja. Við vesturströnd Danmerkur er víða 3 km. breitt ísbelti. — Dóná er lögð á stórum svæðum og eru um 1200 skip teppt í þeim hluta árinnar, sem er í Ungverjalandi Veldur þetta Þjóðverjum mikl um erfiðleikum, þar sem þeir þurfa nú m. a. að flytja olíu frá Rúmeníu um Doná. — Moskva hefir verið mælt mesta frost, sem þar hefir komið síð astliðin 100 ár. Sjúkrahúsum þar er haldið opnum til að taka á móti fólki, sem kaliö hefir. Árásir rússneskra blaða og útvarps á Norðurlönd fara stöðugt harðnandi og er nú á- sökunum einnig beint til Dan- merkur. Um 800 tékkneskir liðsforingj- ar hafa verið teknir til fanga í Bæheimi, undanfarnar vikur og hafa sumir þeirra verið líf- látnir. Liðsforingjarnir eru á- sakaðir um uppreisnarfyrirætl- anii'. Þýzka leynilögreglan hefir framkvæmt þessa hreinsun. Þremur brezkum kafbátum hefir nýlega verið sökkt af Þjóð- verjum. Munu kafbátarnir hafa reynt að komast inn á lægi þýzka flotans. Þetta er fyrsta kafbátatjón Breta í styrjöldinni. í Finnlandsstyrjöldinni hafa litlar breytingar orðið seinustu daga. Rússar hafa haldið uppi stöðugum loftárásum. Eru árás- ir Rússa ekki að neinu leyti bundnar við hernaðarlega mik- ilvæga staði, heldur er það auð- sjáanlega tilætlunin að gera sem mestan usla meðal ó- breyttra borgara og vekja þannig sem mestan óhug meðal almennings.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.