Tíminn - 25.01.1940, Síða 3

Tíminn - 25.01.1940, Síða 3
10. blað TÍMlBíN, fimmtndagÍMn 25. jaaúar 1940 39 A N N Á L L Dánardægur. Nú í vetur önduðust að heim- ili sínu, Leikskálum í Haukadal, merkishjónin Þuríður Jónsdótt- ir og Jónas Jónsson, bæði nær áttræðu að aldri. Þau hjón voru búin að vera saman í hjóna- bandi í 57 ár og var sambúð þeirra hin ákjósanlegasta í alla staði. Lengst af bjuggu þau á Stóra-Vatnshorni í sömu sveit, en fluttu svo þaðan að Leik- skálum. Á Stóra-Vatnshorni býr nú elzti sonur þeirra hjóna, Sigurjón, mesta myndarbúi. Þau hjón voru vel ættuð. Þuríður var t. d. beinn afkom- andi hins kunna sagnaritara Jóns Egilssonar á Stóra-Vants- horni. Jónasi og Þuríði varð þrettán barna auðið. Af þeim eru tíu nú á.lífi, öll hin mannvænleg- ustu. Ennfremur ólu þau upp dreng, sem þau gengu í for- eldrastað. Einn son misstu þau uppkominn, mikið mannsefni, sem þeim varð mikill harmur að. Leikskálahjónin tilheyrðu þeirri kynslóð, sem nú er að hverfa, þeirri kynslóð, sem byggt hefir upp menningu þjóð- arinnar á liðnum öldum. Hinn alíslenzki heimilisblær og góð- kunna gestrisni setti sinn svip á heimilislífið, enda lögðu þau hjón sig fram við það að gera heimilið sem mest aðlaðandi. Af meira en 30 afkomendum þeirra, eru flest heima í sveit- inni, séx börn þeirra eru enn- þá í heimahúsum. Meta það meir, að hagnýta gæði jarðar- innar og geta veitt foreldrun- um aðstoð í ellinni, heldur en að fara á brott í leit að ímyndaðri hamingju og allsnægtum, sem oftast reynast hillingar einar. Blessun fylgi starfi Leikskála- hjónanna og hugheilar óskir sveitunga þeirra, á leið til ó- kunna landsins. S. J. Afmæli. Séra Árni Þórarinsson frá Stóra-Hrauni átti áttræðisaf- mæli síðastl. laugardag. Hann er fæddur að Götu í Hruna- mannahreppi 20. janúar 1860. Bjuggu foreldrar hans þar. Sex ára gamall missti hann föður sinn og fór þá í fóstur til móð- ursystur sinnar. Árið 1879 gekk hann í lærða skólann og varð stúdent 1884. Námi í presta- skólanum lauk hann tveimur árum síðar og var honum í á- gústmánuði 1886 veitt Mikla- holtsprestakall í Snæfellsnes- prófastsdæmi. Þjónaði hann því í 48 ár og bjó lengstum að Stóra- Hrauni. Prófastur var hann Reynistað, fæddist 5 árum eftir giftingu þeirra hjóna. En þrátt fyrir margháttað ytra meðlæti, fallega bújörð, góða stöðu, vax- andi mannaforráð og álitlegan barnahóp, þá var dulin innri meinsemd í heimilislífinu á Elliðavatni. Þegar á reyndi áttu hjónin ekki lund saman. Hinn suðræni eldur í skapgerð hans gat ekki þítt hinn norræna kulda í sál hennar. Benedikt byrjaði þá að neyta áfengis og stundum í óhófi. Það bætti ekki heimilisbraginn, auk þess sem andstæðingar hans og öfundar- menn gátu notað vínnautn hans honum til áfellis, sem embættismanns. Gerðist nú tvennt í sama mund. Stjórn Dana svifti Benedikt embætti eftir 11 ára þjónustu í yfirdóm- inum og Katrín Einarsdóttir heimtaði og kom fram lögskiln- aði við mann sinn. Danastjórn hafði fleiri ástæð- ur til brottvikningar Benedikts Sveinssonar úr embætti heldur en vínhneigð hans. Benedikt var frá æskuárum eindreginn stuðningsmaður Jóns Sigurðs- sonar og einn hinn vopndjarf- asti flokksbróðir forsetans í frelsisbaráttu landsmanna. Um 1870, þegar Benedikt var vísað úr embætti, risu öldurnar einna hæst í sjálfstæðismálinu. Síðan liðu fjögur ár. Vorið 1874 kem- ur Kristján IX. á þjóðhátíðina með hina nýju stjórnarskrá. Einn af ráðherrum hans, sem gisti ísland í það sinn, var námsbróðir Benedikts Sveins- sonar frá háskólanum í Kaup- B /E R I R Eimreiðin. Síðasta hefti Eimreiðarinnar, árgangs 1939, k.om út fyrir fáum dögum. Greinar í þessu hefti Eimreið- arinnar eru: Leyndardómurinn um meistarann frá Nazaret eftir Paul Brunton í þýðingu ritstjór- ans, Sveins Sigurðssonar, Finn- landia eftir Sv. S., Lýðháskól- arnir í Danmörku eftir Bjarna M. Gíslason, Húsfreyjan á Timb- urvöllum, frásögn eftir Þorkel á Snæbjarnarstöðum, Jöklarnir — framtíðarland fjallanna eftir Guðmund Einarsson frá Mið- dal, Vilhjálmur Stefánsson og ferðabækur hans eftir Sv. S., auk þess ritstjórnar- og smá- greinar eftir ýmsa. Sögur eru eftir Jón Aðils og Ragnheiði Jónsdóttur. Kvæði eftir Vestur-íslending- inn M. Ingimarsson, Gísla H. Erlendsson og Jórunni Emils- dóttur og kvæði eftir Pusjkin, sem Sigfús Blöndal hefir þýtt úr rússnesku. seinustu 11 ár prestsskapar síns. Hann lét af embætti 1934 og hefir síðan verið búsettur hér í bænum. Á sumrum dvelur hann enn vestra. Árið 1894 giftist séra Árni Elízabetu Sigurðardóttur frá Skógarnesi syðra. Þau hafa eignazt 11 börn, sem öll eru upp- komin og mannvænleg. Séra Árni naut mikilla vin- sælda hjá sóknarbörnum sínum og bar margt til. Hann var mjög alþýðlegur, skemmtilegur í við- kynningu, ágætur kennimaður og heimili hans mjög myndar- legt og gestrisið. Sá hæfileiki, sem einkenndi hann þó mest — og gerir enn — umfram aðra menn, var hinn sérstæði og skemmtilegi frásagnarháttur hans. Er það nær undan- tekningarlaust dómur þeirra, sem hafa kynnst honum, að í þeim efnum eigi hann fáa jafn- ingja. Séra Árna var haldið samsæti á afmælisdegi hans og sátu það hátt á annað hundrað manns, aðallega fyrrverandi sóknarbörn hans. Voru þar fluttar margar ræður og séra Árni var að vánda hrókur alls fagnaðar. Jafnframt bárust honum margar gjafir og heillaóskaskeyti. V. Kaupendur Tímans Tilkynnið afgr. blaðsins tafar- laust ef vanskil verða á blaðinu. Mun hún gera allt, sem i hennar valdi stendur til þess að bæta úr því. Blöð, sem skilvísa kaup- endur vantar, munu verða send tafarlaust, séu þau ekki upp- gengin. mannahöfn og góðvinur hans. Þótti honum yfirdómarinn hafa verið hart leikinn og ekki að öllu leyti að maklegleikum. Kom hann svo sínum fortölum, að Benedikt Sveinssyni var boðið að verða sýslumaður í Þingeyj- arsýslu þjóðhátíðarárið. Tók hann því boði og flutti norður í land með börn sín nema eina dóttur, sem jafnan fylgdi móður sinni. Einar sonur þeirra var þá tíu ára. Skilnaður foreldranna og allur aðdragandi þess máls hafði verið bitur harmur fyrir þennan bráðgáfaöa dreng, sem virti föður sinn og unni móður sinni hugástum. Kom það löngu síðar fram í skáldskap Einars Benediktssonar, hve mjög hann harmaði ótímabæran missi móður sinnar. Katrín Einarsdóttir dvaldi eftir burtför sína frá Elliða- vatni í Reykjavík og Kaup- mannahöfn, á lífeyri frá manni sínum. Eftir að Einar sonur hennar var orðinn fulltíða mað- ur, voru þau mæðgin stundum saman, en aldrei til lengdar. Móðirin var stolt yfir þessum gervilega og glæsilega syni, en forlögin höfðu skilið móður og barn á þeim tíma, þegar þau vildu og áttu að vera saman. Frámh. J. J. Vinnið ötuUeffa fyrir Tímann. Áróður kommúnista - Rödd úr Austur-Skaftafellssýslu - Mikið er hér rætt um hina stórfenglegu Evrópustyrjöld, er nú geisar. Mörgum manninum er það æði mikið umhugsunar- efni hver endir mun þar á verða, og hver áhrif það muni hafa á okkar land og okkar litlu þjóð í nútíð og framtíð. Þá er ekki sízt í því sambandi rætt hér um afstöðu kommún- ista og blaðs þeirra, Þjóðviljans, til finnsk-rússnesku styrjald- arinnar. Eru hér allir á sama máli um það, að þeir telja þá afstöðu þeirra í alla staði hneykslanlega, ef einhver tæki mark á skrifum þeirra og bægslagangi. Ég er algerlega sammála þeim mönnum úr lýðræðisflokkunum, sem telja að sjálfsagt sé að ganga framhjá þeim mönnum til allra opinberra starfsemi, er svo ábyrgðarlaust skrifá um frelsisrán það, er einræðisþjóð- irnar fremja nú á hverju smá- ríkinu á fætur öðru, og þó frek- ast nú, er Rússar hafa ráðizt inn í Finnland. Ég get ekki ann- að álitið, en að þeir menn, er svo tala og rita sem kommún- istar, í þessum málum og fleir- um, séu óalandi og óráðandi öll- um bjargráðum fyrir hið ís- lenzka ríki. En þá verður manni á að spyrja: Hvað gera ráðandi menn hins íslenzka ríkis til þess að þessir .menn hafi ekki hina beztu aðstöðu til áróðurs gegn öllu, sem við eigum dýrast og bezt, — svo sem okkar þjóðlega menningararf, lýðræði okkar og frelsi? Er ekki Halldór Kiljan alinn árlega á'því íé, er alþýða manna til sjós og til sveita hefir lagt sameiginlega til sameigin- legra þárfa ríkisheildarinnar, þrátt fyrir það, þótt hann hafi snúið penna sínum í pólitísku áróðursskyni gegn hinni sömu alþýðu manna fyrir menningar- skort og allan hugsanlegan mol- búahátt? Og, nú síðast beitir hann penna sínum með fleirum pólitískum samherj um.sínum til að reyna að verja árásir Rússa meðal barna og unglinga, að öll viðleitni einstaklinga sé þýð- ingarlaus,því að allt.sem ávinnst í því efni, sé tekið til að seðja hít auðvaldsins. Sama má segja þegar barnakennarinn er með í félagsskap, þar sem reynt er að berja það inn í börnin og unglingana, að þau geti aldrei orðið að manni meðan hér ríki það stjórnarfyrirkomulag, sem nú er hér, því að á meðan sé sífellt við að stríða andlegt og líkamlegt hungur og kúgun. Ég tala nú ekki um, þar sem reynt er að koma því inn hjá börnum og unglingum, að Rússar séu að vinna fyrir heimsfriðinn með því að ræna hvert smáríkið á fætur öðru frelsi sínu, og að finnsk-rússneska stríðið stafi af því að Finnar hafi byrjað ófrið við Rússa með því að vera of státnir og vilja ekki taka við hinum glæsilegu friðartilboðum Rússastjórnar. Ætlar Kennara- skólinn að halda áfram að senda frá sér svona frjálst hugsandi menn í kennarastöður út um landið? Og ætlar fræðslumála- stjórnin að halda áfram að neyða slíkum mönnum upp á skólahéruðin? Eru til margir menn í þessu landi, sem álita svona lagaðar skoðanir heilla- vænlegastar til að ala upp fram- takssama, bjartsýna og frjálst hugsandi framtíðarþjóð? Skaftfellingur. Hreínar léreftstuskur kaupir Prentsmíðjan Edda, Lindargötu 1 D. Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir í LANDSSMIÐJUNNI. Aðalíundur Míðstjórnar Framsóknarílokksíns Aðalfundur Míðstjórnar Framsókn- arfiokksíns 1940 hefst í Reykjavík míðvíkudagínn 14. febr. kl. 1,30 síðdegis. Jónas Jónsson Eysteinn Jónsson formaður ritari. á smáríkin, og sýnilega gerir þar sitt ítrasta til að tefla í hættu frelsi hinnar íslenzku þjóðar. Já, „sjaldan launar kálfur of- eldi.“ Mér finnst það hart að- göngu, að maðurinn skuli snúa áróðri sínum í þá átt, að til miska geti orðið hinu íslenzka ríki og borgurum þess, og vera til þess launaður af íslenzku al- mannafé, og ef til vill einnig rússnesku fé. Ekki heyrist heldur neitt um það, að presturinn, sem hefir meira en hálfa þessa sýslu til umráða á kirkjulegu sviði, sé óhæfur til að hafa þau andlegu efni með höndum.er prestsstarf- inu fylgir, enda þótt hans and- legu geistlegheit snúist um jafn andlegt háfleygi eins og það, að hann gerir á stólnum á pálma- sunnudag, samanburð á innreið Krists til Jei'úsalem, og innreið kommúnismans, að manni skilst, hér á Mýrarnar undir forystu barnakennarans þar. Prestur þessi hafði verið hér í framboði fyrir Alþýðuflokkinn við þingkosningar nokkrum sinnum og haft stórkostlega þverrandi fylgi við hverjar kosningar. Þar næst fór hann með Héðni Valdimarssyni inn í flokkinn með langa nafninu, sem fáir muna. En þegar Héðinn fór úr þeim flokki aftur, er sagt að prestur sitji eftir og syngi Rússanum lof fyrir stíarfsemf hans „gegn stríði og fasisma" í Póllandi, Eystrasaltslöndunum og Finnlandi, og leggur sig nú. allan fram til að halda við það heygarðshornið þeim fáu sálum hér, er hafa lent út á þá óheilla- braut, að vera blindir Rússa- dýrkendur. En sagt er, að þessar fáu sálir sálusorgarans rúss- neska séu farnar að týna töl- unni. Á mörg fleiri atriði mætti minnast í þessu sambandi, en ég mun sleppa því að þessu sinni. Aðeins skal ég minnast á það atriðið, sem mér og fleirum hér er viðkvæmast. Það er barna- fræðslan undir handleiðslu þeirra kennara, sem ekkert geta fagurt séð til fyrirmyndar börn- unum, nema rússneskt stjórnar- fyrirkomulag og rússneskar stjórnaraðgerðir. Þetta gildir ekki sízt, þegar barnakennarinn er með i félagsskap, þar sem reynt er að útbreiða þá skoðun Til anglýsenda! Tlminn er geflnn út 1 flelri elntökum en nokk- urt annað blað á íslandi. Giidi almennra auglýg- inga er í hlutfalli vlð þann fjölda manna er les þær. Tíminn er öruggasta boðleiðin til flestra neyt- endaima í landinu. — Þeir, sem vilja kynna vör- ur sinar sem flestum auglýsa þær þessvegna i Timanum ■---------------—---------■ ialtkjöt Við höfnm til sölu nokkrar 1/1 og 1/2 tn. af stórhöggnu diikakjöti. Með þeirri verkunaraðferð er tryggt, að kjötið geymist algjörlega jafngott fram á sumar. Og þó að það þurfi töluverða út- vötnun, er ekki í það horfandi, þegar \ I S S A ER FYRIR AÐ VARAA £R GÓD OG Dvöl í henni er m.a. stœrsta og merkasta safn, sem til er á íslenzku, af stuttum úrualsskáldsögum heimsbók- menntanna. Geti einhver sannað að það sé ekki rétt, þá er honum heitið háum verðlaunum. — Dvöl frá byrjun lækkar aldrei 1 verði. GEYMIST EFTIR ÞÓRFIJM. Samband ísl.samvinnufélaga Slmi 1080. 116 Margaret Pedler: hjálpa yður að setjast aftur, þér getið auðsjáanlega ekki staðið.“ „Þetta er mjög fallega gert af yður, ungfrú------“ Elízabet hikaði spyrjandi. Hin brosti, svo að skein í hvítar og fal- legar tennurnar. „Ungfrú ekki neitt. Ég er bara Poppy, Poppy Ridgway. Nú ætla ég að hlaupa heim að húsinu og biðja herra Maitland að koma.“ Hún hljóp af stað, án þess að bíða eftir svari. Elizabet sat kyrr og strauk um snúna öklann. Hver gat þessi stúlka verið, hvað var hún að gera á heimili Maitlands? Brátt sá hún hvar Poppy kom aftur, ásamt tveimur karlmönnum. Annar þeirra var auðsjáanlega þjónn, og var hann nokkr- um skrefum á eftir hinum. Elizabet horfði með athygli og undrun á manninn sem gekk við hlið Poppy. Hún þekkti þennan granna og stælta líkama, og er hann kom nær, sá hún undrunina skína úr bláum augum hans. Henni varð hugs- að til óveðursins á Como-vatninu, þegar hún hefði efalaust drukknað, ef þessi maður hefði ekki bjargað henni. Eliza- bet fann til undarlegrar eftirvæntingar þegar hún uppgötvaði, að „brúni maður- inn hennar frá Ítalíu“ var Blair Mait- land, hinn nýi eigandi Lone Edge. Hún Laun þess liðna 113 hafði stundum reynt að opna þetta hlið, þegar hún var þarna á ferð, en það hafði alltaf verið læst. Hún var sein fyrir að þessu sinni, og reyndi að opna hliðið, þótt hún byggist alls ekki við að það væri opið. Hún varð mjög undrandi, er hún fann að hurðin var ólæst, en var samt staðráðin í því að nota sér þessa gleymsku og stytta sér leið með þeim hætti. Elizabet gretti sig, þegar hún var kom- in inn fyrir garðinn. Hún hafði búizt við þvi að sjá eitthvað furðulegt, en þarna var ekkert sérstakt að sjá. Landið var grösugt, en mjög hversdagslegt, og bezta beitilandið var afgirt með háu limgerði. Hvergi var samt hægt að sjá merki um neitt sérstakt dýralíf, að undanteknu því, að kanínuholur voru hér og hvar sýnilegar i grassverðinum. Lengra fram á bjargbrúninni sá í garöinn umhverfis húsið. Hann var einnig mjög hversdags- legur að sjá, og virtust skiptast á háir runnar og sléttir grasfletir. Runnarnir huldu þann hluta hússins, sem lægra stóð, en efri hlutinn var einfaldur og líktist að sumu leyti hlöðu, en þakið var úr gleri að miklu leyti. Elizabet leit fljótlega í ki'ingum sig, en hraðaði sér áfram, þegar hún varð ekki vör neinna mannaferða. Eftir skamma stund kom hún auga á hliðið

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.