Tíminn - 08.02.1940, Page 3
15. blað
M, fimmtadaglnii 8. febrnar 1940
59
A N N Á L L
Dánardægnr.
Hinn 15. öes. 1939 dó á Lands-
spítalanum í Reykjavík Ásbjöm
Júlíus Nikulásson pöntunarfé-
lagsstjóri frá Grænabakka á
Bíldudal. Samkvæmt upplýsing-
um.bróSur hins látna, Ingivaldar
Nikulássonar, í grein sem birt-
izt í Alþbl. 17. janúar s.l. eru
æfiatriði hans sem hér segir:
Hann var fæddur að Neðri-
Uppsölum í Ketildölum við Arn-
arfjörð hinn 1. júlí 1884, sonur
Nikulásar Ásbjörnssonar bónda
þar og konu hans Ingveldar
Bjarnadóttur. Júlíus heitinn, en
svo var hann venjulega nefndur,
ólst upp hjá foreldrum sínum
til 10 ára aldurs, en eftir að fað-
ir hans dó 1894 fóru börnin, þar
á meðal Júlíus, til vandalausra.
Árið 1900 fluttist Júlíus til móð-
ur sinnar, er þá var flutt að
Grænabkka á Bíldudal. Stund-
aði hann þaðan sjómennsku til
ársins 1921, en snéri sér síðan
að jarðrækt og búskap, sem
hann stundaði af kappi til æfi-
loka, auk þess sem hann gegndi
um nokkurt skeið skrifstofu-
störfum og varð pöntunarfélags-
stjóri sumarið 1938, er Suðfirð-
ingar stofnuðu með sér pöntun-
arfélag.
Júlíus kvæntist 1. október 1911
eftirlifandi konu sinni, Maríu
Jónsdóttur. Varð þeim þriggja
barna auðið, sem öll eru á lífi.
Eins og sézt á framanritúðu
yfirliti lagði Júlíus margt á
gerva hönd um æfina, enda var
hann manna færastur til allra
nýtra starfa vegna hæfileika
sinna og mannkosta. Mér er
eigi kunnugt um sjómannsstörf
hans, en tel litlum vafa bundið,
að hann hafi leyst þau störf sín
vel af hendi, vegna þess að ég
hefi aldrei þekkt hann að öðru
en að leggja sig allan fram við
störf sín, hverrar tegundar sem
þau voru. Ég kynntist Júlíusi
þegar nokkru eftir að ég varð
sýslumaður í Barðastrándasýslu
1927, og fór sá kunningsskapur
vaxandi með hverju ári, sem
hann lifði. Leiddi það eigi sízt
af því, að Júlíus var um áratugi
hreppsnefndarmaður í Suður-
f j arðarhreppi og oddviti á mestu
erfiðleikaárum hreppsins til
sumarsins 1938. Þessi störf hans,
sem mér voru kurmust, voru
prýðilega af hendi leyst. Leiddi
það af óvenjumikilli eðlisgreind
mannsins og framfarahug, auk
áhuga við störfin, sem var alveg
sérstakur. Loks er hann tók að
sér pöntunarfélagsstörfin sýndi
fjölhæfni hans, vandvirkni og
dugnaður sig j afnvel bezt, vegna
þess við hve harða samkeppni
var að etja og erfið skilyrði á
allan hátt, vöntun húsakosts,
reiðu fjár o. s. frv., en jafnvel
ÍÞRÓTTIR
lSadmintoii.
A-liðskeppni í badminton fór
fram í íþróttahúsi Jóns Þor-
steinssonar síðastliðinn sunnu-
dag. Voru keppendur í A-liði
karla alls 11, en 5 í A-liði
kvenna. Var keppt um sæti í
meistaraflokkum í badminton.
Áhorfendur voru allmargir og
fór keppnin vel fram.
Sæti í meistaraflokki kvenna
unnu Ásta Benjamínsson,
Jakobína Jósefsdóttir, Júlíana
Isebarn og Unnur Briem.
í meistaraflokk karla komust
Friðrik Sigurbjörnsson, Ing-
ólfur Ásmundsson, Jón Helga-
son, Jón Jóhannesson, Kjartan
Hjaltested, Magnús Davíðsson
og Páll Andrésson.
Keppni í meistaraflokkum
mun fara fram að áliðnum
vetri eða í vor.
Eins og kunnugt er, er enn
skammt liðið síðan byrj að var
að iðka badminton hér á landi.
Brautryðjendur þessarar íþrótt-
ar votu Jón Jóhannesson og
Friðrik Sigurbjömsson. En nú
er þessi íþrótt að verða all-
útbreidd hér í Reykjavík og er
óðum að ávinna sér mikla
hylli. Einkum hefir hún færzt í
aukana síðan Tennis- og bad-
mintonfélag íslands var stofn-
að.
Á vegum þess var hér um
skeið í fyrra útlendur kennari.
í vetur fara reglubundnar bad-
mintonæfingar þess fram í ýms-
um leikfimihúsum í bænum, auk
þess sem einstakir menn hafa
húsnæði til æfinga hér og þar.
Allar líkur eru til að badmin
ton sé íþrótt, sem verður vinsæl
og mikið iðkuð hér á landi í
framtíðinni.
fram undir andlátið var áhugi
Júlíusar og trúin á framtíð fé-
lagsins óbiluð.
Með Júlíusi tel ég, að Bíldu
dalur eigi á bak að sjá einhverj-
um hinum greindasta, vand-
virkasta og verkfærasta manni,
sem ennfremur vildi eigi vamm
sitt vita í nokkrum hlut.
Hafnarfirði i febr. 1940.
Bergur Jónsson.
Ný bók
— Tilvalm tækifærisgjöf.
Ásmundur Sveinsson
myndhoggvari
með formála eftir Guðl. Rósinkranz.
Bókin inniheldur margax heilsíðumyndir, einkar fallegar,
af öllum helztu listaverkum Ásmundar.
Þetta er tilvalin tækifærisgjöf.
Fæst í flestum bókabúðum.
BókaverzL Isafoldarprenftsmiðju
Kaupgjaldsnefnd
hefir samkvæmt nýjjum lögum reiknað út
vísitölu franiíærslukostnaðar nóvembermán*
aðar og desemiiermánaðar 1939, miðað við að
vísitalan í janúar-marz hafi verið ÍOO. —
Reyndist hækkun 12%.
Tilkymiiiig.
Frá og með fimmtudeginum 8. þ. m. hækka dömu- og karl-
mannaklippingar (14 ára og eldri) um 25 aura. Frá sama tíma
verður hætt að gefa afslátt þann af rakstri, sem gefinn hefir
verið að undanförnu.
Rakarameistarafélag Reykjavíkur.
Adalfundnr
Hiits íslenzka garðyrkjufélags
verður haldinn í Oddfellowhöllinni, uppi, 23. febrúar kl. 8 e. h.
STJÓRIVTIV.
FASTEIGNASALA o. fl.
Ég undirritaður, sem, samkvæmt lögum nr. 47, 11. júní 1938
hefi fengið leyfi stjórnarvaldanna til að annast kaup og sölu
fasteigna, rek framvegis fasteignasölu með opinni skrifstofu á
Kárastíg 12.
Hefi á boðstólum hús, erfðafestulönd og jarðir.
Tek hús og aðrar fasteignir í umboðssölu.
Geri allskonar samninga og veðskjöl.
Annast framtöl til skattstofunnar. — Sem um og innheimti
skuldir. — Gerið svo vel að tala við mig, það mun borga sig.
Pétur Jakobsson löggiltur fasteignasali.
Aðalviðtalstími kl. 11—12 og 6—7. Sími 4492.
Dvöl
í henni er m.a. stœrsta
og merkasta safn, sem
til er á íslenzku, af
stuttum úruaisskáldsögum heimsbók-
menntanna. Geti einhver sannað að
það sé ekki rétt, þá er honum heitið
háum verðlaunum. — Dvöl frá byrjun
lækkar aldrei I verði.
Kopar,
aluminium og fleiri málmar
keyptir í LANDSSMIÐJUNNI.
Svarbréi
(Framh. af 2. síðu)
yðar, heldur vegna þess, að ég
álít, að slík girðing komi eigi að
tilætluðum notum, en muni
hins vegar verða til mikils baga,
bæði fyrir alla almenna af-
greiðslu á athafnasvæði hafn-
arinnar og sömuleiðis fyrir þá
bæjarbúa, sem lögmæt erindi
eiga við skipin, enda tíðkast það
mjög óvíða, að höfnum sé lokað
með þeim hætti. Tollgæzlan hér
í Reykjavik mun nú komin í svo
gott horf, að hennar vegna mun
girðingin næsta þýðingarlítil.
Ég lít svo á, að hér sé um al-
gert lögreglumál að ræða, og að
lögregla bæjarins eigi að sjá um
að reglu og velsæmis sé gætt á
götum hafnarinnar og bryggjum
og í skipum þeim, sem nota
höfnina, á sama hátt og hún
rækir þessi störf í sjálfum bæn-
um, og allmörg undanfarin ár
hefir hafnarsjóður í þessu skyni
greitt árlega 33,000 kr. til lög-
gæzlu við höfnina. Nú hefir fyr-
verandi lögreglustjóri, Jónatan
Hallvarðsson, tjáð mér, að vald
lögreglunnar sé eigi nægilegt til
þess að hún í ýmsum tilfellum
geti beitt sér undir eins og með
þarf, t. d. ef reka þarf óviðkom-
andi fólk úr skipum, eða að
banna því uppgöngu í skip.en þá
er hægurinn hjá, að veita lög-
Tengdu í oss að einu verki
anda, kraft og hjartalag.
Rís þú, íslands stóri, sterki
stofn, með nýjan frægðardag.
Skáldinu finnst ósvinna, ef er-
lendir menn vilji stjórna þjóð-
inni og nota sér gæði landsins.
Fylkjum oss í flokki þjóða,
fram að lögum guðs og manns.
Þjóðin á að gæta hólmans.
Vakið, vakið, hrund og halur,
heilög geymið íslands vé.
Skáldið dáir þolgæði þjóðar-
innar í sárum raunum undan-
genginna alda. Honum er ljóst,
eins og kom fram í þjóðkvæði
Reykvíkinga, að hinum nýja
tíma framkvæmdanna fylgja
hættur. En hann veit, að stofn-
inn er góður, og óttast hvergi
um framtíðina.
Storma og ánauð stóðst vor andi
stöðugur sem hamraberg.
Breytinganna straum hann standi,
sterkur, nýr á gömlum merg.
Síðan koma þrjú lokaerindi
kvæðisins, sem mætti kalla helg-
un hins íslenzka, bláhvíta þjóð-
fána:
Skín þú, fáni, eynni yfir,
eins og mjöll í fjallahlíð.
Fangamarkið fast þú skrifir
fólks í hjartað ár og síð.
Munist, hvar sem landinn lifir,
litir þínir alla tið.
Hvert eitt landsins fley sem flýtur,
fáni vor, þig beri hátt,
Hvert þess barn, sem ljósið lítur,
lífgar vonir, sem þú; átt.
Hvert þess lif, sem þver og þrýtur,
þínum hjúp þú vefja mátt.
Meðan sumarsólir bræða
svellin vetra um engi og tún,
skal vor ást til íslands glæða
afl vort undir krossins rún,
djúp sem bláml himinhæða,
hrein sem jökultindsins brún.
Fyrir Einari Benediktssyni var
draumsýnin um íslenzkan þjóð-
fána skáldlegur veruleiki. Þar
var ofin saman hagnýtt þjóð-
mál og spámannleg framsýn.
Fáninn var í einu tengdur við
stærstu hugsjón mannkynsins
og við liti og yfirbragð ættjarð-
arinnar. Kvæðið og fánagerðin
var samfelld heild. Meginþorri
íslendinga þekkti lítt til þjóð-
fána, nema af ófrægilegri kynn-
ingu við merki, sem var fagurt
og listrænt í sjálfu sér, en var
í hugum íslendinga samfléttað
verzlunarkúgun erlendrar þjóð-
ar og yfirgangi og þvermóðsku
framandi embættisstéttar. En
skáldið Einar Benediktsson var
víðförull og gjörhugull. Hann
skildi fullvel, að hver menntuð
athafnaþjóð lætur fána sinn
blakta yfir skipum sínum á öll-
um höfum. Litir fánans eru
helgir hverri þjóð. Fáninn heils-
ar hverju nýfæddu barni vegna
þjóðarheildarinnar. Og hjá þjóð-
ræknum mönnum ber fáninn
hinum framliðna síðustu kveðju
eftirlifandi samvistarmanna.
Fánakvæðið og fánalitirnir
hrifu hugi íslendinga. En skáld-
ið fór eftir þetta til langdvala 1
framandi löndum, og hafði ná-
lega engin áhrif á íslenzk þjóð-
mál eftir þetta, nema sumarið
1908, þegar hann var staddur í
Noregi, meðan Hannes Hafstein
háði hina örlagaþrungnu kosn-
ingabaráttu um sambandsmálið,
er hann fékk einn lærðasta
ríkisréttarfræðing Norðmanna,
Gjelsvik prófessor, til að skrifa
grein um málið, þar sem hann
leiddi rök að pví, að íslendingar
gætu ekki gengið að uppkastinu,
nema með því að samþykkja
innlimun í Danaveldi. En þó að
Einar Benediktsson hyrfi úr
landi, þá lifði eldur fánamáls-
ins. Fylgismenn fánans urðu æ
fjölmennari, og ef engri lævísi
hefði verið beitt, myndi Hvít-
bláinn hafa verið viðurkenndur
þjóðfáni íslands eftir nokkur ár,
og fánakvæðið lífrænn og vold-
ugur þjóðsöngur íslendinga.
Stjórn Dana og vinir Dana á
íslandi gátu ekki' unað þessum
málalokum. Forráðamenn Dana,
sem höfðu valdboðið íslending-
um flatta þorskinn sem þjóðar-
innsigli í þrjár aldir, heimtuðu,
að inn í þjóðfána íslands yrði
að koma rauður litur, sem tákn
þess að ísland væri hluti af veldi
Danakonungs. Loks kom þar að
Alþing samþykkti á ógiftusam-
legri stund, að konungur Dana
skyldi ráða fánagerð íslendinga.
Danakonungur var eftirmaður
og erfingi þeirra stjórnenda í
Danmörku, sem höfðu taliö
flatta þorskinn hæfilegt tákn
íslenzku þjóðarinnar. Með ráði
íslenzkra manna, sem höfðu un-
að sér vel undir þjóðlitum Dana,
(Framh. á 4. síðu.)
reglunni þetta vald með viðbót
við lögreglusamþykkt bæjarins,
eða ef það ekki þykir fært, ann-
aðhvort með viðeigandi breyt-
ingu á hafnarlögum Reykjavík-
urbæjar, eða með tilsvarandi
viðauka við lög um lögreglu-
menn og mætti þá láta hið
aukna vald lögreglunnar ná til
allra hafna á landinu.
Því hefir verið haldið fram, að
þegar mörg skip liggja hér í
höfninni, muni löggæzla þessi
vera fólksfrekari en svo, að unnt
sé að anna henni með því lög-
regluliði, sem höfninni er ætlað.
Ef svo reynist, er sú leið úr
þeim vandræðum, að löggilda
hæfilega marga menn, sem grípa
megi til, til þess að hafa sér-
staklega á hendi löggæzlu við
skipin. Skipalögregla þessi ætti
að hafa svo víðtækt lögregluvald,
að hún geti bannað allan óþarfa
eril af óviðkomandi fólki um
borð í skipin og vísað burtu úr
skipunum því fólki, sem þar á
ekkert lögmætt erindi eða er
þar skipsmönnum til ama, og
sömuleiðis komið í veg fyrir
hverskonar óreglu og ósiðlæti
um borð í skipunum. Þegar lög-
reglustjórinn í Reykjavík í sam-
ráði við hafnarstjórn eða heil-
brigðisnefnd telur með þurfa,
eða ef skipstjóri skipsins æskir
þess, skal skipalögregla þessi
kvödd til starfa við skipin. Tel
ég vafalaust, að lögreglustarf-
semi af þessu tagi muni reynast
happasælasta aðferðin til að
leysa öll vandamál í sambandi
við veru erlendra skipa hér í
höfninni.
Þór. Kristjánsson,
hafnarstjóri.
<* % \
2 \\%
|? \ \
% \ > \
* \ \
< \
*
n
TIJMUR
VIÐ KAUPUM 1/1 og 1/2 tunnur undan kjöti. Tunnurnar
séu nýlegar, gallalausar og hreinar. Hlemmur þarf að fylgja
Sækjum heim.
Garnastöðin, Reykjavík.
Sími 4241.
ÚTBREIÐIÐ TÍMANN
132
Margaret Pedler:
Laun þess liðna
129
um hitzt aftur.“ En hvað hún mundi svar
hans vel! Þá hafði henni fundizt rödd
hans og svipur draga úr kulda orðanna,
sem hann sagði, jafnvel þýða þveröfugt
við það, sem orðin sögðu. En nú var hún
farin að trúa þvi að honum hefði verið
alvara, að hann hefði heldur viljað að
þau hefðu ekki hitzt aftur. Hún sár-
skammaðist sín fyrir að hafa sýnt vin-
áttu, sem ekki var endurgoldin.
Elizabet var nægilega kvenleg til þess,
að gremja hennar við Maitland færði
hana nær Colin en endranær. Þau voru
orðin góðir vinir, ög hann hafði verið
ákaflega umhyggjusamur um hana, síð-
an hún meíddi sig, og hún hafði lært að
vera upp á hann komin, enda var hann
hjá henni öllum stundum. Stundum
ræddu þau saman, eða að hann las fyrir
hana, eða lék á hljóðfæri, og hún hlýddi
hugfangin á. Hann var að upplagi söngv-
inn og þjáningarnar höfðu þroskað þessa
hæfileika hans svo, að hann gat látið
tónana syngja, hlægja og gráta, allt eft-
ir því, hvernig lá á honum sjálfum. Á
þessum samverustundum hafði Elizabet
kynnzt hinum raunverulega Colin. Hún
hafði fundið hvað hann var í eðli sínu,
elskulegur og sérkennilega aðlaðandi, og
hún hafði ennfremur kynnzt biturðinni,
sem örkuml hans höfðu orsakað.
Nú voru hðin mörg ár siðan að kúla
alls enga fortið. Ég verð að játa það, að
ég þekki hann ekki vitund meira eftir
en áður.“
Elizabet varð að játa það með sjálfri
sér, að „brúni maðurinn“, sem hafði
tekið þátt í æfintýrinu á Como-vatninu
með henni, virtist hafa tekið allmiklum
breytingum, virtist ólíkt dulari og fjar-
lægari en hann hafði þá verið.
Þau urðu sem snöggvast tvö ein sam-
an, rétt áður en hann fór, og Elizabet
notaði tækifærið, og þakkaði honum
hálf-hlæjandí fyrir „læknis-aðgerðina“.
„Ég er sannfærð um, að þegar Jack
kemur og lítur á meiðslið, þá segir hann
að þér séuð á rangri hillu, þér hefðuð
átt að verða læknir," sagði hún, er þau
tókust í hendur. „Ég er innilega glöð yfir
því, að við skyldum hittast aftur,“ bættl
hún við í einlægni.
En alúðin í orðum hennar og viðmóti
virtist ekki endurgoldin á nokkurn hátt.
Þau þögðu bæði örstutta stund, svo dró
Eiizabet allt í einu að sér hendina og
brá litum.
„Þér virðist ekki endurgjalda tilfinn-
ingar mínar,“ sagði hún og reyndi að
brosa til þess að dylja fátið, sem snöggv-
ast hafði gripið hana.
, Nei, ég geri það ekki,“ svaraði hann
blátt áfram. „Ég held, að það hefði verið
betra, að við hefðum ekki hitzt aftur, en