Tíminn - 15.02.1940, Qupperneq 4
mh
72
1ÍMIM, fimmtMdaginn 15. febr. 1940
18. blað
Y£ir landamærm
1. Kommúnistablaðið er íarið að
hafa í hótunum. Það birtir „leiðara" í
gær, þar sem Alþingi er jafnan kallað
„greni“ og þingmennirnir „refir“.
Greininni lýkur þannig: „Þjóðin verð-
ur að gera sér ljóst, að „grenið" þarf
að vinna áður en refirnir hafa bitið
síðasta lamb þjóðarinnar, og það getur
verið rétt að beita til þess harðvítug-
um ráðstöfunum, sem annars vœri
skemmtilegast að vera laus við, Það
gengur svo við „grenjaveiðar".
2. Hverjar eru þessar „harðvitugu
ráðstafamr", sem kommúnistar eru að
glósa með? Bylting eins og sú, sem
hefir verið undirbúin i Svíþjóð, eða
landráð að dæmi Kuusinens hins
finnska? Um annað en þetta tvennt
getur ekki verið að ræða. Með þessum
hótunum hafa kommúnistar varpað af
sér lýðræðisgrímunni, sem þeir reyndu
að hylja sig undir um skeið, og sýnt
að fyrir þeim vakir ekkert annað en
niðurrif þjóðskipulagsins með ofbeldi
og aðstoð erlends valds.
3. Fyrir nokkru siðan birtist grein
hér í blaðinu, sem nefndist „Sjálfstæð-
isílokkurinn krufinn“. Þar var Sjálf-
stæðisflokknum lýst eins og hann i
raun og veru er. Grein þessi hefir vakið
mikinn úlfaþyt i thaldsblöðunum og
þau hafa sagt að hún væri „rógur“,
„níð“ og „lygi“. Hins vegar hafa þau
ekki gert hið minnsta til að hnekkja
henni með rökum eða svara eln-
hverju atriði í henni. Hversvegna þessi
æðisgengnu stóryrði 1 stað raka? Er
það ekki einmitt besta sönnunin fyrir
réttmæti greinarmnar?
4. Árni frá Múla er með þá hótun í
Vísi á þriðjudaginn, að Sjálfstæðis-
menn muni bresta þolinmæði til sam-
starfs við Framsóknarflokkinn, ef Tlm-
inn haldi því áfram að lýsa Sjálf-
stæðisflokknum á þessa leið. Hefir
Sjálfstæðisflokkurinn ekki nægan
blaðakost til að hnekkja skrifum Tím-
ans, ef þau væri röng? Væri það ekki
meiri sönnun fyrir góðum málstað
Sjálfstæðisflokksins að reyna að
hnekkja skrifum Tímans með rökum
en að vera með slíkar hótanir?
5. Annars mun Tíminn láta sér slík-
ar hótanir litlu varða. Hann telur það
eitt af helztu skyldustörfum sinum að
lýsa baráttuaðferðum og stefnumiðum
stjórnmálaflokkanna, bæði síns eigin
flokks og andstöðuflokkanna. Það að-
eins styður þá trú blaðsins, að það fari
með rétt mál, þegar andstæðingamir
svara því með gífuryrðum og hótunum
1 stað röksemda.
6. Mbl. sakar Tímann um griðarof í
samstarfinu við Sjálfstæðismenn. Vill
blaðið prenta upp allar skammir og
dylgjur Vísis um forsætisráðh. og við-
skiptamálaráðherra, síðan samstarfið
hófst, og geta þess Jafnhliða, að Tím-
inn hefir á sama tíma ekki sagt auka-
tekið orð um Ólaf Thors og Jakob
Möller?
7. Menn nefna hérasamskot fjárbæn-
lr þær, sem sumir leiðtogar Alþýðu-
flokksins standa nú að til framdráttar
kommúnistum. Þykir atferli þessara
manna bæði héralegt, og auk þess
minni aðferðin öll á héranefndarálitið
nafntogaða. Annars kváðu samskotin
ganga illa. Verkamenn telja sig ekki
hafa aðstöðu til að keppa við auðmenn
í Rússlandi um framlög til eflingar
kommúnisma á íslandi.
x+y.
Furðuleg samvinna
(Framh. af 1. siðu.)
is, verður það að teljast í fyllsta
máta vítavert, að einn af þing-
mönnum Sjálfstæðisflokksins,
Jóhann Jósefsson, skuli nýlega
hafa boðað til fundar í sam-
vinnu við kommúnista. En Vís-
ir skýrir svo frá þessu síðastlið-
inn þriðjudag: „Alþingismenn-
irnir, þeir Jóhann Þ. Jósefsson
og ísleifur Högnason, boðuðu
til sameiginlegs þingmálafundar
tÍR BÆNUM
Um daginn og veginn.
í pólitískt reiptog þeir raða nú liðl
af röggsemi, Gísh og Thor.
Þeir hamhleypur gerast á hernaðarsviði
og heita á OÖin og Þór.
Það verður stympazt og hraustlega
um hagsmunakaðalinn senn, [haldið
því Kveldúlfur gamLi og kaupmanna-
eru knálegir endamenn. [valdið
Z.
Þ j óðmálanámskeiði
ungra Framsóknarmanha verður slit-
ið í Alþýðuhúsinu á sunnudagskvöldið
kemur. Mun þar fram fara sameigin-
leg kaffidrykkja, en yfir borðum flytja
hinir vrngu menn, sem sótt hafa
námskeiðið stuttar ræður. Að ræðu-
höldunum loknum, verður unað við
dans og gleðskap nokkuð fram eftir
nóttu. Vegna þess, að fyrirfram er
mjög áskipaö í húsrúmið, eru þeir, sem
ætla að sækja hóf þetta, beðnir að til-
kynna þátttöku sína sem fyrst í síma
2323 eða 2353, og helzt ekki síðar en
tímanlega á laugardaginn. Æskilegast
væri, að fólk vildi láta vita um þátt-
töku sína þegar á föstudaginn, ef þess
væri kostur. Samkoma þessi verður að
flestu leyti með líku fyrirkomulagi og
gildi það, sem haldið var í Alþýðuhús-
inu í fyrravetur, er þjóðmálanámskeiði
Framsóknarmanna, því er þá var hald-
ið, var slitið.
Fundur í F. U. F.
Fundur í F. U. F. verður i kvöld kl.
8% í Samvinnuskólanum. Þar fara
fram kappræður milli námskeiðsmanna
á stjórnmálanámskeiði S. U. F. annars-
vegar og Félags ungra Framsóknar-
manna hinsvegar, um þýðingarmikið
þjóðmál. — Það má vænta fjörugra
og skemmtilegra umræðna. Allir fé-
lagsmenn þurfa að mæta. Enginn má
láta sig vanta.
Landssamband útvegsmanna
heldur aðalfund sinn á morgun i
Oddfellowhúsinu og hefst hann kl. 2.
Óperettan Brosandi land
verður sýnd í Iðnó annað kvöld. Sýn-
ing hefst kl. 8.
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir Fjalla-Eyvind annað kvöld. —
Vegna mikillar aðsóknar að þessum
leik verður ekki svarað í síma fyrsta
tímann eftir að sala aðgöngumiða
hefst.
Gamla Bíó
sýnir nú ameríska mynd, sem gerð
er eftir hinni frægu sögu enska skálds-
ins Cronin, Borgarvirki. Saga þessi,
sem nýlega er komin út í íslenzkri þýð-
ingu, hefir hlotið hér miklar vinsældir.
Má telja víst, að myndin verði llka vin-
sæl, því hún er talin mjög vel leikin.
Aðalfundur
Sölusambands ísl. fiskframleiðenda
hófst hér í bænum í gær.
Hallbjörg Bjarnadóttir
heldur næturhljómleiða i Gamla Bíó
annað kvöld. Ættu menn að athuga að
panta miða í tíma, því á síðustu hljóm-
leikum urðu um 100 manns frá að
hverfa, vegna hinnar miklu aðsóknar.
Guðspekifélagar
Septíma heldur aðalfund annað
kvöld (föstud. 16. febr.). Venjuleg aðal-
fundarstörf. Upplestur. Einsöngur.
Hjj óðf æraleikur.
í samkomuhúsi Vestmannaeyja
síðastliðið kvöld“.
Þessi samvinna Jóhanns við
kommúnistaþingmanninn er i
fullri mótsögn við þá andúð og
fyrirlitningu, sem þjóðin og Al-
þingi ætlast til að kommúnist-
um sé sýnd. Er erfitt að finna
skýringu á þessu framferði Jó-
hanns, nema ef vera kynni sam-
vinnu Rússa og Þjóðverja, en
Jóhann hefir oft verið talinn
standa nálægt nazistum i skoð-
unum.
Orusturnar
á Kyrjálanesi
(Framh. af 1. síðu.)
á, að Finnar muni ekki geta
varizt Rússum til lengdar, nema
þeir fái liðsafla erlendis frá.
Lið þeirra þreytist, þar sem það
geti ekki fengið næga hvíld á
milli. Þess vegna þurfi þeir ekki
aðeins að fá hergögn heldur
einnig mannafla.
í Englandi er byrjað að skrá
menn í finnska herinn og hafa
2000 manns þegar gefið sig fram.
Frá fjölmörgum löndum
streyma nú sjálfboðaliðar til
Finnlands.
Það þykir sýnt á orustum
undanfarinna daga, að Finnar
hafi fengið talsvert af fullkomn-
um hergögnum og flugvélum frá
Bandamönnum. Er þegar rætt
um þetta mikið í rússneskum
blöðum og er auðséð, að Rússar
leggja á það mikið kapp að
knýja fram úrslit áður en Finn-
um berst stórfelld hjálp.
Rússnesk blöð eru nú fyrst
farin að skýra seinagang rauða
hersins m. a. með því, að Finnar
séu hraustir hermenn.
Rússar halda áfram loftárás-
um á finnska bæi með svipuð-
um hætti og áður, en varnir
Finna virðast vera orðnar
miklu sterkari, einkum flug-
herinn. í gær töldu Finnar sig
hafa skotið niður 17 rússneskar
flugvélar.
Finnar telja, að um 15 þús.
Rússar hafi fallið og 20 þús.
Rússar særzt i orustunum á
Kyrjálaeiðinu undanfarinn
hálfan mánuð.
Á öðrum vígstöðvum í Finn-
landi hafa engar stærri orustur
verið undanfarið, nema helzt
norðan við Ladogavatn, þar sem
Finnum hefir veitt stórum bet-
ur.
Á krossgötum.
(Framh. af 1. síðu.)
fram mat á tjóni því, er hann hafði
orðið fyrir vegna þessara aðgerða. í
undlrrétti voru honum dæmdar viðbót-
arskaðabætur, er námu kr. 364.37. En
hæstiréttur leit svo á, að dómstólamir
væru ekki færir um að ákveða upp-
hæðina, en taldl hinsvegar þá ágalla
á yfirmati, sem fram hefði farið á
skaða bóndans, að meta yrði hann að
nýju.
Aðrar fréttir.
(Framh. af 1. síðu.)
fannst bæklingur, sem hét:
„Hvernig verður vopnuð bylting
bezt skipulögð?“ Þá fannst á
einum stað listi yfir menn, sem
talið var að þyrfti að lífláta, ef
byltingin heppnaðist. Fyrstu
ráðstafanirnar eftir þessar upp-
ljóstranir eru þær, að kommún-
istar hafa verið sviptir umboði í
bæjar- og sveitarstjórnunum og
hefir sömuleiðis verið vikið úr
öllum þingnefndum.
Sjálfstæðisafmæli Lithauen
er á morgun. Hefir það þá verið
frjálst ríki 22 ár. Höfuðborg
þess er hin endurheimta borg,
Vilna. Er ríkið nú 60 þús. fer-
kílómetrar að stærð, en íbúar
um 3 miljónix.
Eínyrkjabúskapurínn
(Framh. af 2. siðu)
stundir, og til undantekninga
má teljast, sjái bændur sér fært
að veita sumaTfrí, með fullu
kaupi, svo dögum skipti.
Á flestum heimilum er því
einyrkjabúskapur. Búið berst í
bökkum eða lakar en það.
Bóndinn verður því að taka
þann kostinn að vinna, ekki ein-
ungis sína 10—11 tíma á dag,
heldur svo lengi, sem orkan 1
það ýtrasta leyfir, að heita má,
alla 365 daga ársins. íslenzkir
bændur eru enn svo sinnaðir,
að þeir gefa sig ekki upp, sem
ósjálfbjarga, fyrri en í fulla
hnefana. Bændur, sem ekki hafa
stálpuð börn, eða aldrað fólk,
sem þó er liðtækt í viðlögum,
eiga erfitt með að víkja frá
heimilinu, s. s. til kaupstaðar-
ferða eða annara nauðsynja.
Þeir geta tæpast. sótt almenna
fundi eða tekið þátt í almennu
félagslífi eða trúnaðarstörfum
fyrir sveit sína. Slík einangrun
er fljót að lama, bæði aridlega
og líkamlega. Hún á sinn hlut
í því að gera einstaklingana —
og þá jafnframt bændastéttina
í heild — ófrjálsmannlega og
vondaufa, þungbúna og þröng-
sýna.
Ekki er hlutskipti húsmóður-
innar betra. Hún verður að
annast matreiðsluna, þjónustu-
brögðin, hreingerningar og
börnin og eigi ósjaldan kallar
þörfin svo eftir, að hún reynir
að sinna útiverkum meira eða
minna að auk.
Mörg hjón leggja þetta og þvi-
líkt á sig með glöðu geði meðan
bezta aldursskeiðið og fullur
þróttur varir. En heilsan er
dutlungasöm og iætur ógjarnan
ofbjóða sér til lengdar. Bresti
hana, má heita að fyrir þessum
heimilum séu öll sund iokuð og
þótt nágrannar vilji hlaupa
undir bagga, þá hafa flestir nóg
á sinni ,könnu. Mannsterku
heimilin, sem áður vóru oft
bjargvættir hinna minnimáttar,
eru nú flest úr sögunni. Eigi
verulegar misfellur sér stað, s. s.
sjúkdómar eða sérstök óhöpp, er
naumast í annað hús að venda,
en til sveitastjórnanna. En þar
reynast oft góð i;áð dýr, því
Ifteildarmáttur sveitarfélags
hlýtur jafnan að vera samskon-
ar útgáfa og máttur einstakl-
inganna, er það skapa. Getur
þetta máske gefið ofurlitla skýr-
ingu á vaxandi sveitarþyngsl-
um og skuldum sveitafélaga.
Frh. Kr. Guölaugsson.
Einar Benediktsson
(Framh. af 3. siðu)
En þegar Einar Benediktsson
hafði ráðið skipi sínu tll hlunns,
varð löndum hans tamara að
fjölyrða um það sem orðið hafði
honum mótdrægt, heldur en
listamannsfrægð hans. — Nú
fann hann það, sem hann
hafði löngu áður sagt vel og
spámannlega um Gretti Ás-
mundsson:
Og reyndi það nokkur glöggvar en hann
að sekur er s& einn — sem tapar?
Framh. J. J.
’—.QAMLA BÍÓ~“~~“
Borgarvírkí
Metro Goldwyn Mayer-
stórmynd, gerð eftir hinni
frægu samnefndu skáld-
sögu enska læknisins og
rithöfundarins A. J. Cron-
ins.
Aðalhlutv. leika:
ROBERT DONAT
og
ROSALIND RUSSELL.
Happdrætti
Háskola lslau«ls
í DAG er síðasti dagur, sem
menn eiga rétt á sömu núm-
erum sem í fyrra.
Tryggið yður námer yðar.
Yerðhækkan.
Smásöluverð á bökunardropum verður fyrst
um súm sem hér segir:
15 g'r. glös kr. 0.55
30 - - 0.90
50 - - 1.55
Er þar með úr gildi gengið það verð sem
undanfarið hefir verið tílgreint á einkennis-
miðum hinna ýmsu tegunda bökunardropa.
AFENGISVERZLUN RÍKISEVS.
Tollskráín 1940
er komín út og fæst hjá bóksölum.
Aðaláfsala í Ríkisprentsm. Gutenberg.
HÁVNEM0LLEN
KAUPMAMAHÖFN
mælir með sínu viðurkennda
RÉGMJÖLI OG HVEITI.
Meiri vörugæði ófáanleg.
NÝJA BÍÓ ■———
Pygmalíon
Sýnd í kvöld kl. 7 og kl. 9
i allra síðasta sinn, því að
senda þarf myndina til út-
landa.
S. t. S. skiptír eingöngu við okknr.
142
Margaret Pedler:
Laun þess liðna
Þingmálafundir
í Mýrasýslu
asta dagsins, sem hún dvaldi á Ítalíu,
þegar hún hafði fundið til ákveðins ótta
við Englandsferðina, skilnaðinn við Can-
dy, rétt áður en stormurinn skall á. Þessi
napri óhugur var það, sem hún mundi
síðast eftir í huga sér, áður en sjálft
óveðrið skall á, svo að hún þurfti að
hafa hugann allan við að halda bátnum
á floti. Veðrið var ágætt núna, glaða-
sólskin og blár, skýlaus himinn og logn-
slétt hafið runnu saman í eitt út við
sjóndeildarhringinn. Þrátt fyrir þetta
lagðist þessi þungi uggur eins og farg
á hug hennar. Hún bylti sér óþolinmóð
á legubekknum og leit fagnandi til dyr-
anna, þegar barið var og hún mátti eiga
von á einhverjum, sem myndi tala við
hana, svo að hún losnaði við þenna
kveljandi óhug. Ef til vill væri það Jane
eða Colin, já, sennilega, þar eð Suther-
land var búinn að koma þenna dag.
En það var hvorki Jane né Colin, sem
opnaði hurðina. Elízabet fann hjartað
taka kipp í brjósti sér er hún sá Söru
standa í dyrunum, og hún heyrðl ekki
greinilega hvað hún sagði:
„Annar gestur að heimsækja yður,
ungfrú. Núna er það herra Maitland.“
X. KAFLI.
Heimsóknin.
„Ó, hvað það er gaman að sjá yður,“
hrópaði Elízabet upp yfir sig um leið og
Maitland tók í hönd hennar. En þá
mundi hún allt i einu eftir því, hvernig
hann hafði tekið því, þegar hún, fyrir
skömmu siðan og með svipuðum orðum,
lét i ljós ánægju sína yfir þvi að þau
höfðu hitzt aftur. Hún stokkroðnaði og
óskaði þess innilega með sjálfri sér, að
hún hefði ekki sagt þetta. Hún snerl sér
að Söru, til þess að dylja fátið, sem á
hana kom.
„Komið með teið, Sara. Ég ætla ekki
að bíða eftir Jane, enda sagðist hún
ekki koma fyrr en seint í kvöld.“ Svo
sneri hún sér aftur að Maitland, en var
ofurlítið óstyrk.
„Því miður eru þau ekki helma, Jane
og Colin. Þau fóru tll Starranbridge. Þar
er markaður í dag, eins og þér efalaust
vitið, og Jane fór þangað með smjör og
egg.“
Maitland horði á hana og hún varð
undrandi yfir því, hvað augu hans sýnd-
ust mikið blá i brúnu andlitinu, eins
og þegar hún hafði fyrst séð hann. Hún
hlaut að hafa verið búin að gleyma því,
hvað þau voru mikið blá.
„Ég kom nú til þess að hitta yður, svo
ég mun ekki sakna þess, að þau eru ekki
heima, Jane og Colin,“ svaraði hann og
brosti í senn, vingjarnlega og glettnis-
lega. Elizabet náði sér alveg aftur við
(Framh. af 1. síðu.)
fyrir það yrðu af einum hinna
löngu og fjörugu funda, sem
Borgarnes er alþekkt fyrir. Má
llka segja, að það sé jafnan
hæpið að meina mönnum máls
á opinberum fundum og er það
slzt að geði Borgnesinga, undir
venjulegum kringumstæðum.
Eftir að fundinum var lokið,
hélt Einar Olgeirsson fund með
félögum sinum í Borgarnesi, og
slæddust á hann nokkrar for-
vitnar sálir, sem ekki höfðu áður
átt þess kost að sjá þenna um-
talaða mann.
— Hvað getur þú sagt frétta
úr héraðinu að öðru leyti?
— Það, sem mönnum var tíð-
ræddast um, var hinn óvenju-
lega mildi vetur, er virðist ætla
að yfirganga alla þá mildu vet-
ur, sem núlifandi menn muna.
Var umhorfs í héraðinu svipað
og komið væri fram í maí, heldur
að á miðþorra væri. Fénaður,
bæði sauðfé og hross, hefir verið
mjög léttur á fóðrum, og hey-
birgðir því í mesta lagi. Þó er
sauðfé gefið miklu meira heldur
en gert mundi, ef það væri heil-
brigt.
Má staðhæfa, að árgæzka hin
mesta hefði verið i Borgarnesi
undanfarin ár, ef fjárpesttn
hefði ekki geisað þar, svo sem
verið hefir. En það er ennþá hið
mesta alvöru- og áhyggjumál
hinna borgfirzku bænda. Er svo
að sjá, að ekkert þrot verði á
fjárfelli af völdum veikinnar. í
fyrra var nokkur bjartsýni ríkj-
andi um það, að fénaðurinn værl
að yfirvinna veikina og takast
mætti að ala upp nýjan fjár-
stofn, ónæmari þeim eldri. Nú
eru þessar vonir að dvlna, þar eð
féð er byrjað að hrynja niður að
nýju, bæði hið eldra, sem áður
stóð af sér veikina, og hið yngra,
sem alið hefir verið upp slðustu
árin. Eru nú þær skoðanir, sem
ríktu fyrir nokkru, að eina úr-
ræði til að losna við veikina
muni vera niðurskurður og fjár-
skiptir, að koma upp að nýju.
— Varst þú á leið til þessara
fundarhalda, þegar flugslysið
varð á Skerjafirði? Var ekki
mjórra muna vant að manntjón
yrði?
— Svo má segja. Sennilega er
nú alltaf álíka skammt á milli
Leíhiélag tleykjavíhur
„Fjalla-Eyvíiidur“
Sýning í kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðar seldir eftir kl.
1 í dag.
Ath. Vegna mikillar aðsóknar,
verffur ekki svarað í sima fyrsta
kiukkutimann eftir að sala
hefst.
lífs og dauða, þótt við tökum
ekki eftir því, nema stöku sinn-
um. í þetta skipti sást það betur
en endranær hve skammt það
er. Ég tel, að það sé eingöngu
að þakka snarræði og öryggi
flugmannsins, Arnars John-
sen, að ekki fór ver en á
horfðist. Hann gerði, að mlnu
viti, nákvæmlega það, sem gera
þurfti, og nákvæmlega á því
augnabliki, sem það þurfti að
gerast, til þess að bjarga þvi sem
bjargað varð.