Tíminn - 24.02.1940, Page 2

Tíminn - 24.02.1940, Page 2
86 TfMlTVTV. langardagtim 24. febr. 1940 22. blað m .íij,h ‘gíminn Laugardaginn 24. febr. Er petia pað sem koma ska) ? Pramsóknarmenn hafa í ná- lega aldarfjóröung þekkt Jakob Möller. Langoftast hefir hann veriö í meira og minna haröri andstöðu en stundum sam- starfsmaður. Við höfum jafn- an komizt að þeirri xaun, að hann væri laginn taflmaöur fyrir þann málstað, sem hann fylgdi, þangað til nú. í byrjun þessa þings sýndi hann fjár- lagafrumvaxp, sem verður öllum til leiðinda og þó að líkindum til mestra leiðinda fyrir þá af stuðningsmönnum þessa ráð- herra, sem mest hafa unnið að þessu ólánlega brotasilíri. Hermann Jónasson hefir fylgt þeim góða sið í starfi þessara samstjóxnar þriggja flokka, að halda oft ráðherrafundi, stund- um daglega, til að ræða aðkall- andi vandamál. Með þeim hætti hefir að öllum jafnaði verið hægt að samræma mismunandi sjónarmið. En þó undarlegt sé, ráðfærði fjármálaxáðherrann sig ekki á þessum fundum stjórnarinnar við landbúnaðar- ráðherrann svo mikið sem með einu orði um þá herferð, sem undirbúin er á hendur bænda- stétt landsins. Þetta var óvenju- leg aðferð og hvorki sanngjörn né hyggileg. Það sem hér er um að ræða, er hvorki meira né minna en vel undirbúinn hernaður móti sveitabændum landsins. Það á að spaxa ríkisfé — á bænda- stéttinni einni og á málefnum hennar. Vel má vera, að nauð- syn krefjist sparnaðar og hans meiri en hér er gert ráð fyrir. En þá á sízt af öllu að sþara á þeim mönnum, sem spara mest sjálfir og sýna mesta ráðdeild um fjármál sín. Sparnaður á þjóðarbúinu á að koma vlða við, ef hans er þörf, og fyrst og fremst þar, sem um er að ræða iðjuleysi, ráðleysi og óframsýna eyðslu. ' í fjárlagafrv. fyrir 1941, er gert ráð fyrir að spara nærri eina miljón króna á framlögum til landbúnaðarmála. Samhliða þvi er gert ráð fyrir að mjög mikill hluti af þeirri upphæð gangi til að hækka dýrtíðarupp- bót launamanna í bæjunum. Það er ekki liðið nema eitt ár síðan Framsóknarflokkurinn beitti sér einhuga fyrir því að bæta kjör atvinnurekenda við sjóinn með gengislækkuninni. Á mörgum undanförnum árum höfðu fjármunir bæjarmanna verið að flytjast frá framleið- endum til nokkurs hluta af verzlunarstéttinni. Gengisf allið var enganveginn flokkshags- munamál Framsóknarmanna. En það var nauðsynlegt lands- mál. Fulltrúar samvinnubænda tóku forustu í málinu, og með fulltrúum framleiðenda tókst þeim að Tétta hlut þeirra, sem verst voru settir í framleiðslu- baráttunni. Nokkur hluti kaupmanna- stéttarinnar var eindregið á móti þessu bjargráði til handa útveginum og gerðu sitt ítrasta til að hindra framgang máls- ins. Nú er ef til vill næst að halda, að hin giftulitla herferð sem hafin er á hendur landbún- aðinum, sé svar frá þessum að- ilum. Það eigi að þakka fulltrú- um bændastéttarinnar fyrir að- gerðir þeirra I fyrravetur, þegar þeir brutu þann hlekk af fram- leiðslunni við sjóinn, sem lagð- ur var á fyrir mörgum árum, af áhrifamanni úr stétt millilið- anna, og hafði síðan þá legið eins og mara á atvinnulífi bæj- anna. Um mörg undanfarin ár hefir milliliðastéttin, i blöðum sín- um og á þingi, fordæmt stefnu Framsóknarmanna í fjánnálum og atvinnumálum. Nú hafa þessir menn, að öllum líkindum miklu fremur en sá ráðherra, sem ber málið fram, látið áhrif sín og lífsskoðun koma í dags- ljósið. Nú getur þjóðin spurt þessa menn, sem oft og mörg- um sinnum hafa ótvírætt haldið fram, að hjá þeim væri hinn sanni fjármálavísdómur, hvort héT sé þeirra mikla úrræði, Víglús Guðmundsson fímmtugur hvort að almenn áníðsla á land- búnaðinum og málefnum sveit- anna sé frá þeirra hálfu það, sem koma skal. Um allmörg undanfarin ár hafa fulltrúar samvinnumanna á þingi haft forustu um það, að taka fjárlögin út úr hags- munabaráttu stétta og flokka og miða niðurstöðu þeirra við almenningsheill. Þessi viðleitni um réttlæti í afgreiðslu fjár- laganna bar þann árangur, að um allmörg síðastliðin ár, með- an Sjálfstæðisflokkurixm var í stjórnarandstöðu, heyrðist hvorki á þingi frá fulltrúum þess flokks eða í blöðum flokks- ins, rökstudd ádeila á Fram- sóknarmenn fyrir flokkshlut- drægni í skiptingu ríkisfjár milll stétta og kjördæma. Það var vandi fyrir fulltrúa kaupmannastéttarinnar að taka við forustu fjármálanna eftir slíkar aðgerðir. Og þeir menn, sem unnið hafa að undirbún- ingi næstu fjárlaga, hafa . ekki verið vaxnir þeim vanda, svo að ekki sé meira sagt. , . Eins og nú hagar til, meðan stríðið stendur, þarf að vinna að margháttuðum jarðræktar- framkvæmdum, garðrækt, fram- ræslu lands, engj arækt og vörnum móti ágangi fallvatna. Þrátt fyrir dýrtíðina þarf að halda við miklum fjölda hinna fátæklegri býla; svo að þau verði íbúðarhæf. Sizt af öllu á við að sleppa hendihni af þeim mönn- um, sem berjast móti fjárpest- inni og öllum hennar háskalegu afleiðingum. Mér er ennfremur með öllu óskiljanlegt, hvers vegna Magnús Gíslason skrif- stofustjóri 1 f j ármáladeildinni er ekki feginn að halda áfram Suðurlandsbrautinni. Hann mætti þó vita, að það er þýðing- armikið að tryggja samgöngur bæði vetur og sumar milli höf- uðstaðarins og mestu sveita- byggðar á landinu. Hann mætti gjarnan vita, að á undanförnum árum hafa um 6000 menn lifað af að byggja hús í Reykjavík. Sennilega myndu ekki fáir af þeim mönnum heldur vilja raða íslenzku efni í Suðurlandsbraut og fyrirhleðslu Þverár, heldur en að ganga með hendur í vösum á kostnað fjármálaráðherra, eftir götum höfuðstaðarins. Þetta undarlega fjárlaga- frumvarp mun verða öllum til leiðinda. Það mun skapa nokkra beiskju í bændastétt landsins. Það mun skapa nokkuð rök- studda skoðun um, að þeir for- kólfar úr milliliðastéttinni, sem lagt hafa hönd að þessu verki, eigi mikið eftir að læra, áður en þeir geta með nokkrum árangri haft almenn mannaforráð. Ranglæti þessa frv. mun að lík- indum verða þurrkað út hljóða- lítið í þinginu. Ég þykist þess | (Framh. á 3. siðu) ! Það er langt siðan Vigfús Guðmundsson frá Eyri í Flóka- dal varð landskunnur maður, fyrir margra hluta sakir. En þegar hann byrjar sextugsald- urinn mun mörgum góðvinum hans og samstarfsmönnum vera hugstætt að líta yfir hálfrar aldar baráttu á þeim tíma þeg- ar mestar breytingar hafa orð- ið í íslenzku þjóðlífi. Vigfús Guðmundsson var fæddur og alinn upp á fjalla- jörð og við litil efni. Foreldrar hans voru reglusöm og góðvilj- uð hjón, sem fannst lífið vera skemmtilegt, við búskap og uppeldi fimm efnilegra barna. Sextán ára gamall. fór Vigfús úr foreldrahúsum og stund- aði sjómennsku öðru hvoru næstu árin. Rúmlega tvítugur gekk hann í Hvanneyrarskól- ann hjá Halldóri. Vilhjáims- syni. Ekki áttu þeir tveir menn að öllu samleið í. lífsskoðunum síðar á æfinni, en • þeir áttu sameiginlegt mikið fjör og mikla starfsorku. Vigfús Guð- mundsson kunni vel dvöl sinni á Hvanneyri og ekki sízt þótti honum jafnan mikiö koma til skólastjórans fyrir dugnað hans og skörungsskap, og voru þeir vinir alitaf meðan Halldór lifði. Um þetta leyti voru Ameríku- ferðir að mestu hættar hér á landi, en Vigfúsi á Eyri þótti þröngur stakkur sinn heima 1 dalnum og hugði að leita gæf- unnar í Vesturheimi. Fór hann fyrst til Noregs og var þar við landbúnaðarvinnu í tæpt ár. Síðan sigldi hann vestur og nam ekki staðar á hinum frjóu akur- sléttum, þar sem íslendingar búa mest, í Dakota og Manitoba. Hann hélt lengra vestur í Banda- ríkin, þar sem hinir snjóklæddu tindar Klettafjallanna bera við himiri, í fylkinu Montana, rétt austan við Gulsteinagarð. Þar er dreifbýli, sumarhitar miklir, umhverfí fagurt og beitilönd góð í dölum og fj allahlíðum. Vigfús hafði frá barnæsku ver- ið mjög hneigður fyrir búskap og einkum fyrir sauðfjárrækt. Gætti hann um langa stund hjarðar Halldórs skólastjóra á Hvanneyri, uppi á heiðum, fyrir ofan Borgarfjarðardali. Vestur í Montana réðist hann til eins af hinum miklu sauðabændum, er áttu þúsundir fjár og létu búsmalann lifa á útigangi vetur og sumar. Bjó Vigfús þá í tjaldi langt frá manna- byggðum tímum saman, vel búinn að vistum og vopnum til að geta varið sig og hjörðina fyrir úlfum, skógarbj örnum og fleiri skaðræðisvillidýrum. Síðar stundaði Vigfús veiðar fyrir norðan hvítra manna byggðir í Kanada. Hefir Vigfúsi jafnan þótt gaman af veiðum; stundaði talsvert refaveiðar hér heima á yngri árum og þótti góð skytta, en nú á siðari árum laxveiðar. Vigfús Guðmundsson undi vel hinu frjálsa útilífi. Hann var hófsamur um alla eyðslu, og safnaðist töluvert fé, eftir því sem gerist um þá menn, sem fá tekjur af vinnu sinni en ekki af vlnnu annarra. Eftir nokkuT ár fór honum sem fleiri löndum. Gamla, fjarlæga eyjan, þar sem hann hafði vaxið upp í litlum bæ, í heiðadal við hina mildu og hátignarlegu útsýn Borgar- fjarðarhéraðs, dró hug hans til sín með ómótstæðilegu afli. Hann afréð að leggja land undir fót og halda vestan frá Kletta- fjöllum beint heim í Borgar- fjörð. Nú kom fram í Vigfúsi Guð- mundssyni einkenni sem minntu meir á Norðmann en íslending. Þúsundir af norskum sveitapilt- um höfðu farið til Ameríku, unnið þar erfiðisstörf með mikl- um dugnaði, safnað nokkru fé, snúið heim, keypt bújörð heima í dalnum, og gerzt þar gildir bændur að sið feðra sinna. Þetta er mjög sjaldgæft um íslend- inga. Þá hefir sízt af öllu skort heimþrá og innilega löngun til að flytja heim á ættstöðvar sín- ar, en fæstum hefir lánazt það. Vigfús Guðmundsson var sann- trúaður sveitamaður. En þegar hann kom heim, fékk hann ekki þann kost bújarðar, sem átti við skap hans. En iðjuleysi hentaði honum ekki. Hann keypti þá fyrir sparifé sitt úr Klettafjöll- um gistihús í Borgarnesi og rak það með miklum dugnaði í all- mörg ár. Mikill gestastraumur var um Borgarnes og flestir komu við í gistihúsi Vigfúsar. Veitingamaðurinn kunni vel skil á því verki. Hann var framsýnn og hagsýnn um allan rekstur gistihússins, áreiðanlegur í skiptum, fjörugur í orðræðum og viðmóti, og lét aldrei skorta á góða framreiðslu eða um- hyggju fyrir velferð gestanna. Varð Vigfús Guðmundsson góð- kunnur af þessu starfi víða um land. Framsóknarflokkurinn var stofnaöur um líkt leyti sem Vigfús Guðmundsson kom heim frá Ameríku. Þar voru fyrir margir jafnaldrar hans og gaml- ir félagsbræður úr ungmennafé- lögunum í Borgarfirði og víðar um land. Vigfús Guðmundsson gerðist brátt sjálfboðaliði 1 þess- ari sveit. Urðu andstæðingar Framsóknarmanna í Borgarfirði ItlWS JÓIVSSOK! Eínar Benedíktsson XXVIII.. í eðli íslendinga er undarleg mótsögn. Engin þjóð er jafn útleitin eins og við og engin þjóð er jáfn heimelsk að landi sínu. í fornöld voru íslendingar sífellt á ferðalagi erlendis. Þeir héldu þeirri venju eftir því sem frekast var unnt á hinum myrku miðöldum, og eftir að þjóðin fékk sjálfstjórn og aukin fjár- ráð hafa ferðir til útlanda auk- izt, jafnvel meira en hóf er á. En þetta er aðeins önnur hliðin. íslendingurinn unir ekki lang- dvölum erlendis. Landið býr yfir einhverju ótrúlegu seið- magni, sem dregur til sín hugi þeirra sem þar hafa fæðst, þó að þeir hafi tekið sér byggð við hin yztu höf. í Einari Benediktssyni var útþráin og heimþráin á óvenju- lega háu stigi. Hann þurfti að vera utan til að njóta gæða hámenningaTinnar, sem hann nefnir svo í einu af kvæðum sínum. En þegar hann var ytra leitaði hugurinn heim.Viðfangs- efni hans í fjármálum snerta ætíð land hans, og skáldskapar- íþrótt slna notaði hann ein- göngu til vegsauka móðurmál- inu og þjóð sinni. Einu ári áður en heimsstyrj - öldin brauzt út var Einar Bene- diktsson að sumarlagi í Reýkja- vík og gaf þá út þriðju ljóðabók sína, Hrannir. Hann var þá orðinn breyttur maður á marg- an hátt. í stað hinna bjartsýnu og djörfu ættjarðar- og hvatn- ingarljóða horfði skáldið nú löngum inn í sína eigin sál. Flest af beztu kvæðunum, sem Einar Benediktsson orti, eftir að hann flutti úr landi, eru djúpvitrar og alvöruþrungnar sjálfslýsingar.Einni öld fyr hafði Byron, .útlægur frá ættjörð sinni, ort fegurstu ljóð sín um hina einstæðu hetju, með sterka, þrjózkufulla lund og kalda lít- ilsvirðingu gagnvart öðrum mönnum. Einar Benediktsson var líka slitinn frá ættjörð sinni. Hann var hinn mikli ein- stæði útlagi, lítið skilinn og lítið treyst af þjóð sinni. í Æf- intýri hirðingjans segir hann um hetju ljöðsins: Hann var hlnn sami horski sveinn, en hádagur lífsins þó runninn; frækinn og sterkur, frár og beinn, frjáls og þó bundinn, í glaum og þó einn, og gæfa hans visin við grunninn. Með gull og kransa frá landi til lands hans leikarasigur var unninn. Þetta var endurminning frá ferðum í Suðurlöndum. En nú átti þessi lýsing við hann í mjög ríkum mæli. Hann var enn frækinn og sterkur, þó að kom- ið væri yfir hádag æfinnax. Hann hafði að vissu leyti frem- ur en nokkur annar af löndum hans. farið sigri hrósandi frá landi til lands. En hann varð oft að sigla þröng sund milli skers og báru. För hans minnti stöð- ugt á ferðamann, sem heldur djarflega' leiðar sinnar yfir ís, sem er svo veikur, að vatn kem- ur upp í öðru hvoru spori. Burt- veran frá landinu, áhættan og óvissan í fjármálataflinu setti djúpt mark í sál hans. Á ein- verustundum lífsins fannst hon- um eins og hírðingjanum frá Austurlöndum, að gæfa hans væri í raun og veru visin við grunninn. í kvæðinu Gamalt lag minnist hann glaðra voxdaga i hinni glæsilegu höfuðborg Sví- þjóðar. Mitt í glaum og gleði gildaskálans heyrir hann lag, sem sungið var í æsku hans í þröngum göngum Latinuskól- ans í Reykjavík. Þá bárust mér tónar af öldnum óðl frá einum streng yfir hljómanna flóði, um áranna haf, um allt sem var liöið, sem innst mína lund og minning skar. Hann lítur yfir æfiskeiðið og heldur áfram: Þessí einfaldi, sannl og hreini hljómur, mitt hjarta snart eins og sakardómur, Því brauzt ég frá sókn þeirra vinnandi vega, i vonlausu klifin um hrapandi fell? Það hlóðst að mér eins og haf af trega, sem holskefla sannleikinn yfir mig féll. Einar Benediktsson lýsti oft þessari sömu óttablöndnu kvíða- kennd, en aldrei sannara eða með meiri snertingu við ættland sitt. Hvað gagnaði honum, hin- um mikla, fjölgáfaða íslending, að vinna. gull og kransa á fjár- aflasviðinu með leikarasigrum fljótt varir við að þessum unga flokki hafði bætzt athafnasam- ur áróðursmaður. Framsóknarílokkurinn var þá tiltölulega fáliðaður í héraðinu og átti í höggi við leifar beggja gömlu flokkanna úr sambands- málsdeilunni við Dani. Litu þeir, svo sem vonlegt var, óhýru auga til þessa nýgræðings, sem þeim þótti líklegur til að þrengja sér fram til áhrifa í héraðinu. Vigfús Guðmundsson hóf nú þrotlausa baráttu fyrir málefn- un Framsóknarflokksins. Hann gaf sér góðan tíma til að ræða við gesti sína og ferðamenn, og leiddi talið venjulega fljótt að dægurbaráttu landsmálanna. — Aldrei skorti hann þrek né sann- íæringarfestu, og gafst ekki upp í rökræðum. Jafnan gætti hann þess að fæla ekki gesti frá sér með rökræðum um landsmál. Meðfædd hagsýni Vigfúsar Guðmundssonar og kynni hans af venjum Ameríkumanna, gerði honum létt að samrýma baráttu fyrir áhugamálum og útsjón 1 skynsamlegum atvinnurekstri. Ég hygg, að Vigfús Guð- mundsson hafi orðið fyrstur manna til að stofna og halda við stjórnmálafélagi Framsóknar- manna utan höfuðstaðarins. Fé- lagið hafði fundi sina í Borgar- nesi, óg urðu margir þeirra kunnir um land allt. Andstæð- ingar Framsóknarmanna drógu oft að sér mikinn fjölda æfðra ræðumanna á deilufundi á slát- urhúsloftinu í Borgarnesi. Einn slíkur fundur stóð frá því klukk- an 3 eftir hádegi og til kl. 6 næsta morgun. Salarkynni voru hin íátæklegustu, lágt undir loft og krókar hvarvetna hangandi úr bitum yfir höfði manna, ljós- birta dauf og andrúmsloftið ekki nema í meðallagi hreint. En hinn pólitíski áhugi var svo mikill á báða bóga, að menn létu þetta ekki á sig fá. Og enginn var fjörugri eða hressari undir hinum löngu og harðorðu áróð- ursræðum heldur en Vigfús Guðmundsson. Aðrir fundir voru í Borgarnesi engu óskörulegri um þessar mundir. Það voru um- ræðufundir, er þingmaður kjör- dæmisinshélteftir nýár ár hvert. Framsóknarmenn og Mbl.menn drógu þar lið saman eins og tvær þjóðir sem eiga í ófriði, en til- lögur um deilumál dagsins voru stórskotin í þeim hernaði. Fram- sóknarmenn unnu venjulega sigur á þessum fundum, þó að liðsmunur væri oft lítill, og áttu þeir það að langmestu leyti að þakka elju og herkænsku Vig- fúsar veitingamanns, eins og hann var venjulega nefndur. Hann var lífið og sálin í allri pólitiskri starfsemi Framsókn- armanna í héraðinu. Hann inn- heimti félagsgjöldin af hverjum flokksbundnum manni og hann hafði jafnan ráð á einhverju skotsilfri, þegar þurfti að leigja frá landi til lands? Hvers vegna vannhannekkiheima í því landi, sem hann unni svo heitt, við hin framkvæmanlegu.þjöðnýtu verk, í stað þess að brjóta sér leið í framandi löndum í vonlausum klifum, þar sem urðin hrundi við hvert fótspor, sem hann steig? Svanurinn er hiö mikla ein- stæða skáld: Því er sem duftiö dauða þrái að hrærast við djarfa, sorgarblíða rómsins kvak. Því er sem loftið bíði þess að bærast við bjarta hlminfleyga vængsins tak. En svaninn sjálfan dreymir lifsins draum. Hans dáð og ósk í brögum saman streyma. Hann, loftsins skáld, á hjá sér sjálfum heima af heilli sál hann kveður hvern sinn óð. Svanurinn er heima, ekki i út- legð eins og skáldið. í niðurlags- erindi kvæðisins kemur ljóslega fram, að Einar Benediktsson lýsir hér sínum eigin tílfinn- ingum: Hve sælt, hve sælt að líða um hvolfin heið með hreina, sterka tóna — eða enga, að knýja fjarri öllum stolta strengi, að stefna hæst og syngja bezt í deyð, að hefja rödd, sem á að óma lengi í annars minni, þó hún deyi um leið. Hr nokkur æðri aðall hér á jörð, en eiga sjón út yfir hringinn þröngva, að vekja, knýja hópsins veiku hjörð til hærra lífs — til ódauðlegra söngva. ' í kvæðinu Svartiskóli fæst skáldið við sama efni undir nýju bíl eða sækja atkvæði í næstu byggð á kjördegi. Enginn maður er spámaður í sínu föðurlandi, og það orðtæki sannaðist á Vigfúsi Guðmunds- syni. Hann var að vísu vinsæll og vel kynntur bæði af samherj- um og andstæðingum. En hann var of heitur og einlægur í sinni pólitisku trú til þess að sú aðstaða yrði að fullu metin af mörgum þeim samherjum, sem þóttust aldrei hafa frið eða ró fyrir áhuga hans. Ýmsir mjög greindir flokksbræður hans full- yrtu, að Vigfús Guðmundsson gerði Framsóknarflokknum tjón eitt, með hinni stöðugu póli- tísku vinnu. Síðar meir fundu margir þessir menn, eftir að hann var minna í héraðinu, að skarð hans var ekki auðfyllt. Hitt vita menn nú, að Fram- sóknarflokkurinn í héraðinu býr enn að þeim sannfæringar- hita, sem kom fram i orðum og athöfnum Vigfúsar Guðmimds- sonar meðan hann var gestgjafi i Borgarnesi og sístarfandi sjálf- boðaliði Framsóknarmanna. Nokkru áöur en samflokks- menn Vigfúsar Guðmundssonar stofnuðu Byggingar- og land- námssjóð hófst gestgjafinn í Borgarnesi handa að koma á fót nýju heimili í sveit. Hann fékk land, skammt frá kauptúninu, reisti þar mikinn bæ úr stein- steypu í fornum stíl, byrjaði að rækta land og eignaðist mynd- arlegan fjárstofn. Hann starf- rækti búið á þessu nýbýli með mörgum öðrum störfum, þar til yngsti bróðir hans tók við býl- inu, en hafði þó veitingaskála á tveim stöðum i Borgarfirði sumarlangt. Sýnir stofnun þessa nýbýlis hinn mikla landnáms- hug, sem einkennir Vigfús Guð- mundsson. Má í þessu sambandi geta þess, að hann mun einna fyrstur manna hafa ritað opin- berlega um myndun samvinnu- byggða á íslandi. Vigfúsi Guðmundssyni lætur allra manna bezt að starfrækja veitingar á stórum útisamkom- um, eins og glöggt kom fram á Alþingishátíðinni á Þingvöllum og oft á héraðsmótum í Borgar- firði. Þegar Borgfirðingar hófust handa um byggingu héraðsskóla í Reykholti, var Vigfús meðai helztu forgöngumanna og sýndi það m. a. í verki meö því að afla skólanum tekna með veitinga- starfsemi á héraðsmótum ung- mennafélaganna. Safnaði hann þannig og gaf í skólasjóð á fimmta þúsund krónur. Þessi gj öf Vigfúsar Guðmundssonar er mesta framlag frá einum manni til héraðsskólabygg- ingar. Næstur kemúr Magnús Torfason sýslumaður með 3000 krónur til að prýða umhverfi Laugarvatnsskóla. Vigfús Guðmundsson fann að hann hafði of þröngt verksvið (Framh. á 3. síðu) formi. Sæmundur fróði er eftir þjóðsögninni hið mikla höfuð- skáld norrænna þjóða í fornöld.. Ungur fer hann utan, nemur myrk og dulin fræði í frægustu kennslustofnun þeirrar aldar. Sjálfur myrkrahöfðinginn er æðsti skólameistari. Ef læri- sveinarnir verða ekki yfirsterk- ari meistaranum, glata þeir sál sinni til hans að loknu námi. íslendingurinn, Sæmundur, ber lausa kápu á báðum öxlum, leikuT á myrkravaldið, kemst heim til íslands, með hámenn- ing sinnar samtíðar og yrkir eddukvæðin. Einar Benediktsson lýsir ver- unni í Svartaskóla: Hér er þróttur heilans œfður, hjartað gert að andans þjón, vonir deyddar, kvíði kœfður, . kæti þögguð, harmur svæfður. Lægð í duptið sálarsjón. Sundrað, brotið allt í kjamann. Virt að sorpi, sólin, stjarnan. Sælu og friði búið tjón. Næst kemur skýring á yfir- burðum Sæmundar fróða og réttlæting hans fyrir að hafa sótt hina mestu þekkingu á mestu háskasióð tilverunnar: DJöfuls afl og engils veldi eru af sömu máttarlind. Hann sem dómur himins feldi hefir ljósið gert að eldi og sitt guðdómseðli að synd, en 1 skuggasvipsins dráttum, böls og hels í blökku gáttum birtist öfug drottins mynd. Lífsins æðsta, insta speki af sér sjálfri bannið þvær;, hálfkuklarinn sálarseki sakleysis á hærra reki.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.