Tíminn - 05.03.1940, Page 3

Tíminn - 05.03.1940, Page 3
26. blað TfolIM, brlðjndaginii 5. inarz 1940 103 B Æ K U R Tímarit. Þriðja hefti Freys er nýkomið út. Fyrsta greinin í ritinu er eftir Titstjórann, Árna G. Ey- lands, og fjallar um það við- fangsefni að auka smjörfram- leiðsluna í landinu svo mjög, að unnt sé að leggja niður smjör- líkisnotkun. Nú munu notaðar hér 1400 smálestir smjörlíkis á ári, að mestu búið til úr inn- fluttum hráefnum, er kosta um 1 milljón íslenzkra króna. Til þess að ná þessu takmarki, þarf að auka nautgriparæktina í landinu um 50 af hundraði og auka fitumagn mjólkurinnar í rúmlega 4%. — Önnur grein í ritinu er um kartöfluræktaxtil- raunir, ritað af Ólafi Jónssyni framkvæmdastjóra Ræktunar- félags Norðurlands. Eru í henni merkilegar og þýðingarmiklar upplýsingar um val ræktunar- lands og undirbúning og val kartöflutegunda og leiðbeining- ar um setning og aðhlynningu. Þá er greinargerð frá Klemens Kr. Kristjánssyni um jarðrækt- ina á Sámsstöðum sumarið 1939. Alls var ræktunarland stöðvarinnar rösklega 25 hekt- arar. Voru 12,5 ha. lagðir til túnræktar, kartöflur, rófur og grænmeti var ræktað í 1,6 ha. stóru landi, grasfrærækt stund- uð á 2,7 ha. lands, grænfóður- tilraunir á 0,1 ha. og kornrækt í 8,2 ha. En uppskera varð 13700 kg. hafrar, 9300 kg. bygg, 700 kg. grænfóður, 800 kg. grasfræ, 300 tunnur kartöflur, 50 tn. rófur og grænmeti og 705 hestburðir taða. — Jón Guðmundsson í Ljárskógum skrifar um refa- gildrur. — H. J. Hólmjárn skrif- ar um undanrennuost sem refa- fóður. Auk þessa eru ýmsar skýrslur og greinagerðir, er landbúnað varða, eða verzlun með landbúnaðarafurðir. 5. hefti Tímarits verkfræð- ingafélagsins 1939 er fyrir skömmu komið út. Helzta grein- in í því er eftir Magnús Kon- ráðsson og fjallar um hafnar- gerðina á Skagaströnd. Er þar nákvæmlega lýst legu þorpsins, aðstöðunni til hafnargerðar, ftamkvæmdum öllum, kostnaði o. s. frv. og loks vikið að því, er þar þarf enn að gera til þess að hafnarmálum þorpsins sé komið í hið ákjósanlegasta horf. Aðrar ritgerðir í tímaritinu eru deilu- greinar eftir Th. Krabbe og Finnboga R. Þorvaldsson. Dvöl Þaö eru nokkur lestr- arfélög ennþá, er ekki eiga Dvöl alla frá byrj- un. Tæplega getur þó nokkurt lestrar- félag haft vinsælli bækur i safni sínu, heldur en Dvöl. miðað við heimanotkun skógar- afurðanna, þarf hann ekki að vera mjög víðáttumikill. Ef hugsað er um markað fyrir af- urðirnar verður tilkostnaður og landstærð að miðast við það. Eins og drepið var á, ætlast lögin frá 1928 til þess, að hið opinbera léggi til girðingarefnið, en það er ekki nema lítill hluti kostnaðarins, svo sem áður var sýnt. Þær 4000 krónur, sem ræktunin kostar, plöntur eða fræ og vinna, verður hverjum meðal- bónda ofviða að leggja fram ár- lega í 15 ár. Ekki minna en helm- ing þess fjár yrði bóndinn að fá sem styrk og hinn helminginn sem hagfellt lán, ef hann þyrfti á því að halda. Ef svo væri um búið, væri fjárhagshlið málsins borgið. Ríkissjóður eða láns- stofnanir gætu áskilið sér veð í landinu og skóginum og sett þaú skilyrði sem haganleg og sann- gjörn væru, gagnvart báðum að- ilum. Afstaða bænðanna. Framkvæmd hugmyndarinnar um bæjarskóginn veltur að sjálf- sögðu fyrst og fremst á bænda- stétt landsins. Ef bændur al- mennt láta málið til sín taka, innan vébanda samtakanna, skógræktarfélaganna, þá „er björninn unninn“, eins og Magnús Torfason orðar það 1 umræddri ritgerð. Enda þótt rányrkjgn hafi ver- ið og sé enn áberandi fyrirbrigði í búnaðarháttum íslendinga, þá er þó nokkur breyting að komast á i þessu efni. Spor í þá átt er A N-N Á L L Fyrirliggjandi 0 0 Dánardægnr. Stefán Árnason, fyrrum bóndi að Steinsstöðum í Öxnadal, lézt fyrir nokkru að Götu í Árskógs- strandarhreppi. Hann var mjög aldraður orðinn, fræðimaður mikill um söguleg efni og ættvís. Skíðabuxur -- Skíðapeysur Skíðaskór. Verksmiðjnútsalan Gefjun — Iðunn Ingilína Jónasdóttir, kona Guðlaugs Pálssonar smiðs á Akureyri, andaðist hinn 8, fe- brúarmánaðar síðastliðixm. Frelsisstarf (Framh. af 2. siOuJ verið neydd í varnarskyni, gegn langsamlega fjölmennasta her- veldi dlfunnar. í jöfnum leik stendur rauði herinn Finnum ekki snúning. Það er ekki fyr en aðstöðumun- urinn er orðinn sá, að Rússar teíla fram 20—30 hermönnum móti einum Finna í látlausum bardögum, nótt og dag, að bil- bugur finnst í vörninni. Og frels- is- og kærleiksstarf Stalins hefir lieldur ekki með öllu látið sig án vitnisburðar. Hundruð þúsunda af hermönnum hans hafa virki- lega sjálfir frelsast. Þeim hefir verið sigað fram til árása. Þeir hafa frelsast frá sínum hús- bónda. Þeir hafa fallið fyrir verndara smáþjóðanna í sínu verndarstarfi. En fleiri hafa og notið nokkurs af. Finnskar kon- ur og finnsk börn hafa verið elt uppi og drepin eða limlest, sjúkrahúsum hefir verið sundr- að, hamingju heillar þjóðar hef- ir verið tortímt. Böl og þjáning- ar, sem við því betur getum ekki gert okkur i hugarlund, hve ægi- legt er, hefir verið steypt yfir eina friðsömustu og minnstu menningarþjóð Evrópu. Fyrir öllu þessu stendur mað- urinn, sem oft haföi lýst yfir því, frammi fyrir öllum heimi, að Rússar ásældust ekki einn þum- lung af annarra landi, elskuðu lýðræði og sjálfstæði annarra jafnt og sjálfs sin, en berðust gegn „ofbeidi og fasisma“. Það þykir sjálfsagt ekki nein- um stórtíðindum sæta, þó kom- múnistar gangi frá öllum sínum yfirlýstu hugsjónum og rjúfi orð og eiða, fremji landráð og hvers- kyns önnur sómastrik, sem þeim eru svo samboðin. Hitt er aftur augljóst mál nú, að eina leiðin Aðalstræti. Húðir og skinn. Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar HÚÐIR og SKINN, sem falla til á heimilum þeirra, ættu þeir að biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessum vörum í verð. — SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA selur NAUTGRIPAHÚÐIR, HROSSHÚÐIR, KÁLFSKINN, LAMBSKINN og SELSKINN til útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUR TIL SÚTUNAR. — NAUTGRIPA- HÚÐIR, HROSSHÚÐIR og ELÁLFSKINN er bezt að salta, en gera verður það strax að lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinnunum, bæði úr holdrosa og hári, áður en saltað er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrum, borgar sig. — Aðalíundír í deildum'KRON Deild 1: sunnudag 10. marz kl. 2 e. m. Deild 2: mánudag 11. marz kl. 8.30 e. m. Deild 3: þriðjudag 12. marz kl. 8.30 e. m. Deild 5: miðvikudag 13. marz kl. 8.-30 e. m. Deild 7: föstudag 15. marz kl. 8.30 e. m. Allir fundirnir verða i Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Fundir í öðrum deildum verða auglýstir síðar. — Ársskýrslan verður send til félagsmanna innan fárra daga og fylgja aðgöngumiðar að fundunum. Auglýsing um bann gegn leikföngum úr blýi. Samkvæmt keimild í lögum nr. 24 frá 1. fe- brúar 1936, um eftirlit með matvælum og ötSrum neyzlu- og nauösynjavörum, hefir heilbrigöismálaráðuneytið með auglýsingn í Lögbirtingablaðinu 23. fehrúar síöastliöinn, bannað að framleiöa, flytja inn, hafa á boö- stólum, selja eöa atS láta á auiian hátt af- henda hverskonar leikföng úr blýi etSa efn- um, sem innihalda blý etSa önnur hættuleg efni etSa málutS eru etSa litutS metS þess háttar efn- um. Brot gegn þessu varða sektum allt að 10. 000,00 krónum. Þetta tilkynnist hérmeð öllum til eftir- breytni. Lögreglustjórinn í Beykjavík, 2. marz 1940. Agfnar Kofoed-Hansen. til að útbreiða kommúnismann og veldi þeirra út fyrir takmörk Rússlands, er leið ofbeldis, leið árása, manndrápa og kúgunar. Og líka, að þar er einungis ráð- izt á, sem nógu fámenn þjóð er fyrir, þar sem liðsmunurinn er samboðinn hinu gortandi oflæti. Það er einu sinni ekki nóg, að Rússar reyni að brjóta niður frelsi lýðræðisríkjanna umhverf- is sig, heldur gerast þeir og líka hinum styrkustu stuðningsmenn nazismans. Það er öllum lýðum ljóst, að eina von þýzku nazist- anna til að geta þreytt ófrið við Breta og Frakka, er sú, að kommúnistarnir rússnesku birgi þá upp af þeim nauðsynjum, sem til hemaðar þarf, og Þjóð- verjar geta ekki veitt sér sjálfir. Það má með sanni segja, að aukin nautgriparækt í sumum héruðum landsins. Smám saman mun og færast í það horf, að beitiland í heimahögum verður verðminna fyrir búreksturinn en nú er. Þeir tímar munu koma, áður en langir tímar líða, að bændur víða í sveitum láta bú- fénað ekki ganga óhindraðan. Sauðfénaði verður þá haldið í girðingum vor og haust og vetr- arbeit legst niður, en afréttir verða afgirtar frá byggðalönd- um. Meðan sú venja helzt við, að láta búfénað ganga lausan, verða bændur samt að fórna bæjarskóginum nokkrum skika af beitilandinu, en færa hann síðan smátt og smátt út, eftir því, hve ör þróun skógræktar- möguleikanna verður .gagnvart venjum og kröfum rányrkjunn- ar. Eins og mörgum hér á landi mun kunnugt, hagaði svipað til um þúnaðarhætti á Jótlands- heiðum, er Heiðafélagið danska hóf skógrækt á heiðunum. Land- kostir, eða öllu heldur jarðveg- urinn, var mjög rýr.Frá því fyrir ísöld hafði enginn skógargróður vaxið á heiðunum. Aðeins á frjó- samari hlutum þessara lyng- heiða. Sá skógur var horfinn fyrir löngu. Heiðarnar voru snauðar og auðar. Víða var nátt- úran þó heillandi eins og hér á landi. Nú er þetta breytt mjög. Fénaður gengur ekki lengur ó- hindraður. Heiðabragurinn er orðinn allur annar. Skógar og trjábelti loka útsýninu. Vandaðir vegir og símakerfi liggja um landið, þvert og endilangt. — Töfrablæ náttúrunnar, eins og hann var fyrir 70 árum, þegar heiðaræktunin byrjaðl, er nú ó- víða að finna. Afreksverk bænd- anna józku og margra annarra góðra manna. gengur æfintýri næst. Fyrir þá, er stunda skóg- rækt hér á íslandi, er eðlilegt og hollt að renna huganum suður á Jótlandsskaga. Býlatalan hefir margfaldazt á 70 árum fyrir for- göngu Heiðafélagsins og skógar- teigar bændabýlanna blasa við hvarvetna. Þeim hefir fjölgað að sama skapi og býlunum. — Birkiskógar eru engir á heiðun- um. Fjallafuran var upphaflega aðaltrjátegundin, að undan- skildum betri hlutum þeirra. Nú vaxa og þróast grenitegundir og fleiri barrviðir í skjóli hennar og taka við, þar sem þessarar dá- samlegu og nægjusömu furu- tegundar er ekki lengur þörf. Það voru eiginleikar þessarar furutegundar, sem réðu því, að bændur á Jótlandsheiðum fylktu sér undir merki Heiðafélagsins. Eiginleikar okkar hérlenda skóg- arviðar bera í ýmsu af furunni á Jótlandsheiðum. Birkiskógur- inn leggur undir sig landið af sjálfsdáðum, ef hann fær að vaxa í friði, fjallfuran gerir það miklu síður. Það er miklum mun ódýrara að færa út bæjarskóg- inn hér en á Jótlandsheiðum. Niðurlagsorð. Ef nú einhverjum skyldi vaxa í augum fyrrgreindur ræktunar- kostnaður við að koma upp ný- græðsluskógi og geta einstak- linga og þjóðfélagsins yrði fram- gangi málsins til verulegrar (Frairih. á 4. sUlu.J Stalin hafi Hitler á brjósti, veiti honum og her hans þá lífsnær- ingu, sem gerir honum kleift að halda stríðinu áfram um ófyrir- sjáanlegan tíma. Og íslenzkir kommúnistar, sem syngja öllu þessu athæfi látlaust lof, og hjala um það sín á milli, að nú komi röðin að hinum Norðurlöndunum, njóta þess eins að enginn virðir þá viðræðna, njóta þess, að standa neðan við allt það, sem menn telja virðingu sinni samboðið í orðaskrifum og framferði. Þess vegna skeytir enginn um skrif þeirra né skraf. Þess vegna eru þeir dæmdir til þess að kafna í sinni eigin sví- virðingu. H. JÖMD TIL SÖLU. í næstu fardögum er til ábúðar eða sölu og ábúðar jörðin Nes í Loðmundarfirði. Búið, sem nú er á jörðinni, getur fylgt til leigu — eða kaupmála. Eignaskipti geta komið til greina. Lysthafend- ur snúi sér til undriritaðs fyrir 15. apríl. Nesi, Loðmundarfirði, 6. febrúar 1940. Halldór Pálsson, Aðalfundnr Miis íslenzka garðyrkjufélags verður haldinn í K.-R.-húsinu uppi, laugard. 16. marz kl. 2 e. h. Stjórnin. 176 Margaret Pedler: „Við vitum að þessi maður var sjálf- boðaliði í ófriðnum, og bar þá allt ann- að nafn en hann ber núna. Manni verður á að spyrja „hvers vegna?“ Það er að minnsta kosti áreiðanlegt að Candy gerir það.“ „Ég hélt að hann hefði erft fé síðan og orðið að skipta um nafn,“ sagði Jane. „Þetta kemur stundum fyrir.“ „Þetta getur vel verið ástæðan. En hann er afar undarlegur sjálfur, — dregur sig stundum allt í einu í hlé, þeg- ar maður er að tala við hann, eins og hann sé að fela eitthvað. Maður tekur eftir því að hann minnist aldrei á þá daga, þegar hann gekk undir nafninu Smithers...... Til er það, sem engir peningar fá afmáð. Heldur þú ekki að þú gætir varað Elizabet litlu við á ein- hvern meinlausan hátt “ „Jack, ég hefi aldrei haldið að þú værir fáfengilegur! Ég býst ekki við að þú myndir vilja mikið um það tala, ef þú ættir einhverja „Smithers-daga“ að baki þér.“ Sutherland varð skrítinn á svipinn. „Nei,“ sagði hann alvarlega. ‘„Ég vildi það ekki, það er alveg rétt hjá þér.“ Þau voru komin niður að húsinu aft- ur, og blasti bjargbrúnin við þeim, er þau komu fyrir hornið. Eftir bjarginu lá gangstígur og var lágur steinveggur Laun þess liöna 173 1 ljós, fram undan stórum palli, sem ætl- aður var fyrir allar verulega stórar myndir. Elízabet var orðin mjög rjóð, og beindi nú athygli sinni allri að Dal- íla. Hún heyrði að Maitland hló lágum og niðurkæfðum hlátri. Svo gekk hann á móti þeim Jane og Sutherland og stakk upp á því að þau færu öll til hesthúsanna. Þau voru meira en hálfa stund að skoða hrossin og spánska hundafjöl- skyldu, sem Maitland var nýbúinn að eignast. Þegar þessu var lokið leit Jane á úrið sitt og sagðist endilega þurfa að fara að komast heim. „Þið verðið fyrst að sjá framhlið hússins, sem snýr fram á bjargbrún- ina,“ sagði Maitland. „Það er einmitt eitthvað það sérstæðasta við staðinn.“ Jane féllst á þetta. „Jæja, já,“ sagði hún. „En svo verð ég líka að fara undir eins á eftir,“ bætti hún við við Sutherland, sem gekk við hlið hennar, en þau Maitland og Elíza- bet gengu á undan. „Ég þarf að gefa hestunum og búverka, svo að það er meira en masið tómt.“ „Getur Colin ekki aðstaðið á meðan?“ spurði Sutherland. „Hann gæti gefið hestunum," svaraði Jane brosandi, „en ég myndi treysta Söru betur við búverkin. En ég vU helzt

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.