Tíminn - 16.03.1940, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.03.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D. SlMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Ltadargötu 1 D. Sími 2323. PRFJíTSMUÐJAN EDDA hJ. Símar 3948 og 3720. 24. árg. Reykjavík, laugardaginn 16. marz 1940 Frv. um lirúarsjoO flutt í efri deild Sjálfstæðismeim, jafnatSarmenn og kommún- istar í bandalagi á móti bráarbyggingum. Þingmenn Austfirðinga í efri deild fluttu í þingbyrj- im frv. til laga um brúar- sjóð. Var það aðalatriði frumvarpsins, að innheimta skyldi eins eyris aðflutn- ingsgjald af hverjum benz- ín-lítra, sem til landsins er fluttur, umfram núgildandi aðflutningsgjald. — Skyldi þetta fé lagt í sérstakan sjóð og yrði tekjum hans varið til að byggja stórbrýr. í greinargerð frumvarpsins voru færð fram þau rök, að rík- issjóður hafi ekki sjálfur efni á, að leggja fram fé til stórbrúa, eins og reynslan hafi líka.sýnt á undanförnum árum. Flestar stórbrýr, sem byggðar hafi verið seinustu árin, hafi verið byggð- ar fyrir lánsfé og sé sú leið vit- anlega ekki fær til langframa. Með frv. sé því lagt til að afla fjár til þessara framkvæmda með sérstökum hætti og tryggja þannig að þær falli ekki alveg niður. í greinargerðinni var enn- fremur sagt, að sennilega myndi ekkert verða um stórbrúabygg- ingar meðan styrjöldin stæði yf- ir og myndi því safnazt fé í sjóð- inn á næstu áxum, svo hægt yrði að hefja byggingar strax að styrjöldinni lokinni. Var sérstak- lega tekið fram, að brú yfir Jök- ulsá á Fjöllum þyrfti að vera í fyrirrúmi, þar sem hún myndi stórum stytta akveginn til Aust- urlands. Samgöngumálanefnd, en þar eiga sæti Jónas Jónsson, Páll Zóphóniasson og Árni Jónsson Fær kommúnista- blaðlð f járstyrk frá nazisfum? Fyrir nokkrum vikum síð- an birti konjmúnistablað- ið daglega grátklökkar á- skoranir til lesenda sinna um að styrkja útgáfu þess, því að annars myndi það hætta að koma út. Það vakti mikla furðu, þegar áskorunum þessum var allt í einu hætt, og Brynjólfur Bjarnason birti þá tilkynningu, að „söfn- unin“ hefði gengíð svo vel, að markinu vseri náð! Héðinn Valdimarsson birtir í „Nýju landi“ í gær mjög athyglisverðar upp- lýsingar í þessu sambandi. Eru þær svohljóðandi: Blaðið Þ.ióðviljinn, sem nú hefir misst helming j kaupenda sinna, hefir eft- '(í ir áramótin lifað af styrkj- 3 um fenímum frá þ"zkum nazistum, undir því yfir- sk^ni, að samskot meðal kaupendanna“ hefðu næ?t til að fleyta því fram. Bendir Héðinn síðan á, að blaðið sé alveg hætt að segja styggðaryrði um naz- ista, en ráðist hatramlega á Breta og Frakka, sem þeir vildu biðja um hern- aðarlega vernd fyrir tæpu ári síðan! I annarri grein í „Nýju landi“ er sagt, að það sé al- talað að kommúnistablað- ið fái 900 kr. á mánuði frá skrifstofu nazista hér í bæ. Því mun verða fylgt með míkilli athygli, hvernig kommúnistar svara þess- um áburði. Hér er svo þung sök á þá borin, að óhjá- kvæmilegt er fyrir þá að höfða mál gegn Héðni, svo fremi sem sakargiftin hef- ■ ir eigi við rök að styðjast. lagði til að frv. yrði samþykkt. Leitaði nefndin álits vegamála- stjóra og mælti hann eindregið með frv. og benti á, að aðflutn- ingsgjald á benzíni væri stórum lægra hér en víðast annarsstað- ar. Lét hann fylgja frumvarpinu yfirlit yfir 24 stórbrýr, sem kost- aði hver um sig yfir 30 þús. kr. eða samtals á þriðju miljón kr. Meðal þeirra voru sjö stórbrýr, sem kostuðu samtals um 500 þús. kr. og telja bæri sérstaklega nauðsynlegar. Þessar brýr eru yfir Jökulsá á Fjöllum, Geir- landsá á Síðu, Jökulsá á Fljóts- dal, Hofsá í Álftafirði eystra, Heinabergsvötn, Djúpá í Fljóts- hverfi og Hörðudalsá í Dalasýslu. Samkvæmt tillögum nefndar- innar var við 2. umr. bætt því ákvæði í frumvarpið, að úr sjóðnum skyldi „veita til smíði brúa, er samkvæmt áætlun vega- málastjóra kosta 20 þús. kr. eða meira, og skal fyrsta brúin, sem byggð er eftir lögum þessum, vera yfir Jökulsá á Fjöllum". Frumvarpið var til 3. umræðu í efri deild í fyrradag. Flestum á óvart varð niðurstaðan sú, að það var fellt með jöfnum at- kvæðum, 8:8. Með frumvarpinu greiddu atkvæði allir Framsókn- armenn í deildinni og Árni Jóns- son, en á móti allir Sjálfstæðis- menn í deildinni, nema Árni, báðir jafnaðarmennirnir og Brynjólfur Bjarnason. Það liggur í augum uppi, hversu nauðsynlegar eru bygg- ingar framangreindra stórbrúa — og raunar miklu fleiri — fyrir samgöngulíf landsins. Sumar þeirra — eins og t. d. brúin yfir Jökulsá á Fjöllum — myndi spara kostnaðarverð sitt í er- lendum gjaldeyri á mjög skömm- um tíma. Þessu kynlegra er það, að þingmenn skuli bregða fæti fyrir slíkar framkvæmdir. Andstæðingar frv. hafa fært fram þá ástæðu, að þeir væru á móti öllum auknum álögum. En þessir góðu herrar verða að gæta þess, að landið þarfnast margra framkvæmda, og það er ekki nema um tvennt að velja: Láta þær bíða og bíða, ellegar að láta þjóðina leggja harðar að sér til þess að hægt sé að koma þeim í framkvæmd. Hér verða aldrei neinar teljandi framfarir, nema síðari leiðin sé farin, og með henni eru líka sköpuð skilyrði (Framh. á 4. síQuJ BrynjólíurBjamason fékk kínnhest fyrír strákslegaframkomu Ilanii réðist luu í ráð- herraherbergið, þreif í forsætisráðherra og viðhafði hinn versta muimsöfnuð. Vegna frásagnar í blaði kom- múnista um að forsætisráðherra hafi löðrungað Brynjólf Bjarna- son á þingi í fyrradag, þykir rétt að segja þá sögu eins og hún gekk til: Eftir að fundi var lokið í efri deild voru nokkrir þingmenn staddir i ráðherraherberginu (ekki efrideildarsalnum eins og sagt er í blaði kommúnista), og ræddu þeir um styrjöld Finna og Rússa. Tók forsætisráðherra þátt í samtalinu, en Brynjólfur Bjarnason var að spígspora í dyragættinni og töluðu þing- menn ekki við hann. Umræðurnar snerust m. a. um það, að Rússar hefðu talið það hlutverk sitt að „frelsa“ Finn- land úr böðulshöndum, og yrði nú fróðlegt að sjá, hvernig vald- hafarnir réttlættu það fyrir þjóðinni, að hætta styrjöldinni áður en því marki var náð. Þá var minnzt á aftökur forvígis- manna rússnesku byltingarinn- ar og minnst á það, hvort Kuus- inen myndi hafa verið drepinn. Létu menn þau orð falla, að þessi yrðu oftast endalok svik- ara og skaut forsætisráðherra því inn í, að eiginlega ættu ís- lenzku kommúnistaforingj arnir að taka sér viðurnefnið Kuusin- en, t. d. Brynjólfur Bjainason Kuusinen og Einar Olgeirsson Kuusinen. Þegar hér var komið samtal- inu, vatt Brynjólfur sér inn í ráðherraherbergið. Mun hann hafa hlerað umræðurnar og var auðsjáanlega ofsareiður. Sneri hann sér að forsætisráðherra, þreif í öxl hans og sagði', að það væri óþarfi fyrir hann að búa til lygasögur fyrir' þjóðina, því að lygum hans væri ekki trúað, þar sem hann væri landsfrægur fyrir heimsku og lygi. Forsætis- ráðherra hafði ekki verið að tala neitt til Brynjólfs, því að við kommúnista er yfirleitt ekki tal- að í þinginu. Sneri hann sér hvatskeytlega að Brynjólfi, spurði hver hefði leyft honum að káfa á sér og áv^rpa sig, og laust hann um leið kinnhest með flötum lófa. Brynjólfur kvaðst ekki myndi slá aftur, og sagðist forsætisráðherra ekki undra sig neitt á því, þótt hann væri ekki (Framh. á 4. síSu.J 30. Mað Bandamenn og Finnlandsstyr jöldín íliíssar hefðu undirokað Fiimland, ef [ieir hefðu ekki óltazt Baudamcim. Mjög er um það rætt, hvort telja beri friðarsamning Rússa og Finna ósigur fyrir Banda- menn. Því verður ekki neitað, að það myndi að mörgu leyti hafa orðið hagkvæmt fyrir Bandamenn, ef þeim hefði gefizt tækifæri til að heyja styrjöld við Rússland, ekki sízt ef Noregur og Svíþjóð hefðu fylgt þeim að málum. Málmflutningurinn frá Svíþjóð til Þýzkalands hefði þá stöðvast og Rússum hefði verið gert lítt kleift að selja hráefni til Þýzka- lands. Auk þess er þá líklegt, að Tyrkir hefðu fengizt í bandalag til að ráðast á Rússa að sunnan og hefði þá verði stefnt að því að ná yfirráðum yfir auðugustu olíulindum Rússlands. Hefði þetta allt heppnazt, mátti telja ósigur Þjóðverja óhjákvæmileg- an. Það má telja víst, að Banda- menn hafa gert sér talsverða von um slíka rás viðburðanna og haft nokkurn undirbúning í því skyni. Einkum virðist hinn mikli liðssafnaðúr þeirra í Austurlönd- um benda til þess. Þessar vonir þeirra hafa nú brugðizt, a. m. k. í bili. Hins vegar er það vel ljóst, að styrjöld Bandamanna við Rússa var langt frá því áhættulaus. Líklegust afleiðing hennar var sú, að Þjóðverjar hefðu komið Rússum til hjálpar og þá er ó- víst, hversu mikið Bandamönn- um hefði orðið ágengt. En slík afskipti Þjóðverja myndu hafa leitt til þess, að þeir hefðu getað neytt Rússa til að hjálpa sér miklu meira en þeir gera nú, einkum með útvegun hráefna. Það, sem Stalin mun hafa óttazt mest af Öllu, ef Rússar lentu í styrjöld við Bandamenn, var á- reiðanlega það, að eftir það yrði hann „minni bróðir“ í bandalag- inu við Hitler. Það er því tæpast hægt að telja úrslit Finnlandsstyrjaldar- innar ósigur fyrir Bandamenn. Um raunverulegan ósigur er ekki hægt að tala í þessu sambandi, nema aðstaða þeirra hefði versn- að við þetta. Þegar styrjöldin milli Þjóðverja og Bandamanna hófst, var gert ráð fyrir því, að Norðurlönd drægjust inn í styrjöldina, og það myndi bæta aðstöðu Bandamanna. Samning- ar Finna og Rússa breyttu að engu leyti afstöðunni milli Þjóð- verja og Bandamanna eins og hún var í styrjaldarbyrjun. Það .A. ICROBSöÖTTTI&Æ Leki kemur að togara. - vík. Bruni í línuveiðara. — Síldarverksmiðjan á Húsa- - íslandssýningin í New York. Miðvikudag síðastliðinn kom leki að togaranum Belgaum, er hann var á heimleið frá Englandi. Var hann staddur hátt á annað hundrað sjómílur undan Vestmannaeyjum, er þetta gerð- ist. Náðu skipverjar talsambandi við togarann Arinbjörn hersi, sem einnig var að koma frá Englandi, og kom haim á vettvang og rn-ðu skipin sam- flota til öryggis, ef lekinn ágerðist. Til enn frekari öryggis var Ægir sendur héðan úr Reykjavík með viðbótardælu til móts við togarann. Beið hann Ægis undan Landeyjasandi, en varðskipið kom þangað seint í fyrrakvöld. í nótt komu Belgaum og Arinbjörn hersir til hafnar í Reykjavík. / r r Á fimmtudagsmorgun bar að það óhapp í linuveiðaskipinu Sigrúnu frá Akranesi, er þá var statt 12 sjómflur undan Akranesi, að eldur kom upp í hásetaklefa, er olía úr brúsa helltist á heitan kolaofn. Fjórir menn sváfu í klefanum. Vöknuðu þeir skjótlega og tókst að slökkva eldinn, áður en veru- legar skemmdir urðu á skipinu. En all- ir mennimir hlutu nokkur brunasár. Benedikt Tómasson, sá er fyrstur vakn- aði þeirra félaga, brenndist á andliti, Gísli Jónsson skipstjóri brenndist á hendi, Gunnar Ámason matsveinn á handleggjum báðum og Sveinbjörn Da. víðsson vélamaður litilsháttar á hand- leggjum. t r t Ríkissjóður hefir fest kaup á síldar- verksmiðjunni á Húsavík. Er það gert samkvæmt heimild í fjárlögum yfir- standandi árs. Síldarverksmiðjan var síðastliðið ár rekin af ríkinu undir stjórn síldarverksmiðja ríkisins og var verksmiðjan seld með áhvflandi skuld- um, eins og þær voru í byfjun árs 1939. Var kaupverðið talið 209 þúsund krón- ur, eða sú skuldarupphæð, er á verk- smiðjunni hvfldi umrædd áramót. En raunverulega er kaupverðið nokkru hærra, þar eð við þessa upphæð bætast áfallnir vextir af skuldunum og nokkur hækkun á þeim vegna gengisbreytinga, þar eð nokkuð skuldarinnar er I er- lendri mynt. Hins vegar dregst þar frá ágóði, er varð af rekstri verksmiðj- unnar síðastliðið ár. t t t Sú ákvörðun hefir verið gerð, að ísland verður áfram þátttakandi í heimssýningunni í New York á þessu ári. Mun tilkynning um þeSsa ákvörð- un hafa verið send Bandaríkjastjórn um síðustu helgi. Kostnaður við þessa þátttöku hefir verið áætlaður um 100 þúsund krónur. Síðasta alþing heim- ilaði að verja til þessa 50 þúsund krón- um úr ríkissjóði, gegn framlagi annars staðar frá. Ýms einkafyrirtæki munu hafa heitið um 30 þúsund krónum til að mæta kostnaði af sýningunni, og meiri framlög munu væntanleg úr ýmsum áttum. Sýningin mun verða að mestu óbreytt eins og hún var 1 fyrra, en nokkrar endurbætur munu þó gerð- ar á einstökum þáttum hennar. r r r er meira að segja vafasamt, hvort það er Þjóðverjum nokkuð í hag, að Rússar hafa fengið frið, eftir að hafa tryggt til fullnustu hagsmuni sína við Eystrasalt. Það getur meira að segja valdið því, að Rússar selja stuðning sinn dýrara verði hér eftir. Yfir stefnu Rússa í utanríkis- málum hvílir nú sízt minni þoka en áður. Það er t. d. athyglisvert, að þeir biðja Breta að reyna að miðla málum milli sín og Finna. Það virðist gefa til kynna, að þeir vilji ekki alveg slíta tengslin við Breta. Nokkra eftirtekt hlýt- ur það líka að vekja, að brezka stjórnin er hætt við að birta „bláa bók“ um samningaviðræð- urnar í Moskva. Grunur leikur á, að það sé eftir beiðni Rússa. Það getur því alveg eins farið svo, að Rússar leiki einskonar jafn- vægispólitík á næstunni, en snú- ist ekki alfarið í lið með Þjóð- verjum. Þeir munu ekki frekar erfa árásarfyrirætlanir Banda- manna en Ukrainudrauma Hit- lers, ef þeim bíður svo við að horfa. Það er a. m. k. eins og sakir standa mjög erfitt að spá um afstöðu þeirra í framtíðinni. En svo utanríkismálastefnu Rússa sé sleppt og aftur horfið að Finnlandsstyrjöldinni og Bandamönnum, þá verður því ekki neitað, að hún hefir veitt þeim nokkurn siðferðilegan sig- ur. Þeir hafa undanfarið talið sig verndara smáþjóðanna, en ekki sýnt það í verki. Abessinía, Austurríki, Tékkoslóvakía, Alba- nía og Pólland hafa hrunið, án þess að Bandamenn veittu þeim hjálp, sem kom að haldi. Finn- land er fyrsta smáþjóðin, sem um langt skeið hefir fengið þann stuðning frá Bandamönnum, er bjargar henni frá frelsistapi. Það er Ijóst mál, að styrjaldar- takmark Rússa var að leggja allt Finnland undir sig og koma þar á kommúnistisku stjórnarfari. í því skyni var Terejoki-stjórn- in stofnuð. Frá þessu tak- marki hafa Rússar hvarflað, og gerðu það einmitt á þeim tíma, þegar vörn finnska hersins var að þrotum komin. Ástæðan var engin önnur en óttinn við vopn- aða íhlutun Bandamanna. Ef Bandamenn hefðu ekki verið reiðubúnir að ráðast í Rússa til hjálpar Finnlandi, er fullvíst, að Rússar hefðu fylgt eftir undan- haldi finnska hersins og innan fárra daga hefði sjálfstæði Finna verið úr sögunni og þeir troðnir undir járnhælum komm- únismans. Um það má náttúrlega deila, hvort Bandamenn hefðu ekki getað veitt Finnum meiri hjálp, t. d. með því að ráðast strax á Rússa, en slíkt var tæpast mögu- legt, meðan Finnar báðu ekki sjálfir um slíka hjálp. En hver, sem verður niðurstaðan af þeim deilum, verður því ekki neitað, að stuðningur Bandamanna hef- ir reynzt Finnum mjög mikil- vægur. Sá ótti, sem Rússar virð- ast hafa á vopnum Banda- manna, er ekki ólíklegur til að styrkja afstöðu þeirra á Balkan skaganum. Það er ekki sízt vegna þess, að þýzka útvarpið leggur nú kapp á, að halda því fram, að Finnlandsstyrjöldin sýni, að lof orð Bandamanna séu ekki neins virði fyrir smáþjóðirnar. Tónlistarkvöld hélt Tónlistarfélagið í Gamla Bíó síð- astliðið þriðjudagskvöld, þar sem ein- vörðungu voru leikin og sungin íslenzk tónverk. Karlakórinn Kátir félagar söng, undír stjórn Halls Þorleifssonar, nokkur lög eftir Sigfús Einarsson og tvö lög eftir Karl O. Runólfsson, annað þeirra alveg nýtt. Ennfremur voru leiknar íslenzkar „svítur“, eftir Árna Björnsson og Karl O. Runólfsson. A víðavangi Samband ungra Framsóknar- manna hefir tekið sér fyrir hendur að gefa út um nokkur næstu ár ritsafn Jónasar Jóns- sonar, Komandi ár, til fastra á- skrifenda. Tíminn gaf út fyrsta bindið 1922, og er það löngu uppselt. Það var nokkurskonar tíu ára áætlun Framsóknar- manna um framfaramál lands- ins. Fyrsta bókin, sem ungir Framsóknarmenn gáfu út 1938, var Merkir samtíðarmenn, en nú í vetur komu Vordagar, að- allega ritgerðir úr Skinfaxa frá þeim árum, þegár verið var að undirbúa núverandi flokka- skipun hér á landi. Á næstu ár- um eiga að bætast í safnið nokk- ur bindi, en röðin ekki fyllilega ákveðin. Fegurð lífsins, ritgerð- ir um bókmenntir og listir, Vín- land hið góða, frásögnin um landa í Ameríku og framtið ís- lenzkrar menningar þar í landi, Stríð og friður, greinar úr lands- málabaráttu undangenginna ára,og Andlegt Iíf á íslandi.í því bindi verða ritgerðir um fram- tíðarmál kirkju, skóla, listir, vísindi og bókmenntir. * * * Bókasafn á hverju heimili, er kjörorð menntamálaráðs. Tveir ungir menn, Jón Emil Guðjóns- son og Leifur Auðunsson hafa unnið að því í vetur að safna föstum áskrifendum og orðið vel ágengt. Kaupendum bóka Þjóð- vinafélagsins hefir fjölgað meira en um helming. Samtals verða upplögin að bókum Þjóðvinafé- lagsins og menningarsjóðs stærri en nokkur dæmi eru til áður hér á landi í bókaútgáfu. Viðtökur manna hvarvetna um land eru sérstaklega góðar. Menn tóku vel þeirri hugmynd, að bókasöfn gætu á kostn- aðarlítinn hátt myndazt á hverju heimili. Menn vita, að leiður er bóklaus bær. Nokkuð af vinsældum þessarar útgáfu- starfsemi stendur í sambandi við óbeit manna á útlendum undirróðri í bókagerð hér á landi. Innan skamms mun Leif- ur Auðunsson fara hringferð um land með Esju, og hitta að máli umboðsmenn Þjóðvinafélagsins og menningarsj óðs, þar sem því verður við komið. Um sama leyti verður lokið áskriftasöfnun nú í ár. En þá verður um leið byrj- að að safna áskrifendum, sem vilja bætast við 1941. Fjárlögin Annarri umræðu fjárlaganna var lokið í gær. Atkvæðagreiðsla fór fram og voru allar tillögur fjárveitinganefndar samþykkt- ar. Bjarni Bjarnason var fram- sögumaður nefndarinnar. Gat hann þess sérstaklega, varðandi tillögu nefndarinnar um áukna heimild fyrir ríkisstjórnina til að lækka öll ólögbundin útgjöld, að sú heimildartillaga tæki ekki til útgjalda, er ríkissjóði bæri að inna af höndum sam- kvæmt sérstökum lögum. Heldur hefði alls ekki verið um það rætt í fjárveitinganefnd, hvort rétt væri að Alþing veitti ríkisstjórn- inni slíka heimild með sérstök- um lögum. Stúdentaféiag Reykjavíkur boðar til tveggja umræðufunda um Afstöðu íslands til umheimsins. Verður fyrri fundurtan haldinn í Kaupþings- salnumum n. k. mánud. kl. 8% e. h. Á þeim fundi verður rætt um ísland og Ameríku og hafa framsögu þeir Thor Thors og Ragnar Ólafsson lögfr. Verð- ur rætt um menningarlega, viðskipta- lega og pólitíska samvinnu milli ís- lands og Ameriku. — Á síðari fundin- um, sem haldinn verður um næstu mánaðamót verður umræðuefnið: ts- land og NorSurálfa. Framsögumenn á þeim fundi verða: Stefán Jóh. Stefáns- son, ráðherra og Sig. Einarsson dósent. Má búast við miklum og fróðlegum umræðum á báðum þessum fundum, því hér er um að ræða merkileg mál varðandi framtíð íslands og íslendinga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.