Tíminn - 16.03.1940, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.03.1940, Blaðsíða 3
30. blað TtMlM, langardagiim 16. marz 1940 123 DÆGRADVÖL Hér koma enn nokkrar vísur vim vet- urinn. Egill Bjamason frá Dalvík, góð- kunningi Tímamanna um land allt, hefir ort: FERSKEYTLUR. VII. Taflþraut II. Pjólan aldrei lítur ljós, lifir haldin pínum. Gjólan kalda rænir rós rjóðum faldi sínum. • Sveinbjöm heitinn Bjömsson lýsti á þenna veg skýjakólgunni í hryssingstíð að vetrarlagi: Yfir himins yglibrá óravegu langa éljaflókar úfnir á uglum veðra hanga. Hvítt mátar í 2. leik. Reykjamk. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Reykhús. — Frystihús. IViðnrsuðuverksmiðja. — Bjúgnagerð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls- konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Sigurður Breiðfjörð orti þessa vísu: Vetrar bindur mögur mynd SKÁK. Egg frá Eggjasölusamlagi Reykjavíkur. Hlkorið B. B. neftóbak Smásöluverð á skornu B. B. neftóbaki má ekki vera hærra en hér segir: I 2 Vz kg. hlikkdósum . . kr. 35.90 pr. kg. í 1 - — . . - 36.55 - - I i/2 — . . - 36.90 - - t 1/10 - — . . - 41.00 - - f 1/20 - — . . - 44.00 - - Dósirnar eru innifaldar í verðinu, en verða keyptar aftur samkv. auglýsingu á dósunum. Utan Reykjavlkur og Hafnarfjarðar má smásöluverð vera 3% hærra vegna flutn- mjúka lind í fjötra. Hrista vindar hauðurgrind, hrævartindar nötra. Jón Magnússon hefir ort svo um veðrahaminn að vetrinum: Ferðum skynda skýin grá, skekin vindum hörðum. Byljir hrindast ólmir á uppi í tindaskörðum. Enn hefir Jón kveðið: Kaldar hærur kemba fjöll, kylja hlær við dranga. Fjúki slær vun freðinn völl, frostið særir vanga. Og enn er þessi vísa eftir Jón: Hljóð á kvöldi vetrarvöld vefa tjöld úr snævi. Reisa öldur faldafjöld fram á köldum sævi. Andrés heitimi Bjömsson lýsti svo hamförum vetrarveðranna á sjónum: Vinda þengUl viti fjær veltir skeiða grúa. Hrannar engið ólmur slær upp í breiða múga. Steinn K. Steindórsson skrifstofu- maður I Reykjavík sýnir i heima frost- kalds, tunglskinsbjarts norðurljósa- kvölds í þessari visu: Sveipar voga silfurgljá, sindra flogaglæður. Himinboga breiðum á bjartar loga slæðiu: Vestur-íslendingurinn Baldvin HaU- dórsson, ættaður úr Húnavatns- og Skagafjarðar3ýslum, yrkir um góuna í hinu nýja landi: Ekki er góa ennþá hlý, aUtaf snjóar meira, heiftargróin grenjar í gaddað skógareyra. Benedikt Einarsson, er bjó að Hálsi 1 Fnjóskadal, segir um harðindaveturinn, og sýnir þær, er hann sér hylla undir bak við herfylkingar Snæs kommgs og fönmeyti hans: ísavetur óvæginn áfram hvetur sporið. Langra hreta leiðindin læknað getur vorið. KoTbeinn. Skák þá, er hér birtist, tefldu danski taflmaðurinn J. Enevoldsen og A. Ale- chin, heimsmeistari í skák, á skákmót- inu í Buenos Ayres í haust. Enevold- sen leikur hvítu, en Alechin svörtu liði. 1. d2—d4 Rg8—f6 2. c2—c4 e7—e6 3. Rbl—c3 Bf8—b4 4. Ddl—c2 Rb8—c6 5. Rgl—f3 d7—d6 6. Bcl—d2 e6—e5 7. d4—d5 Bb4xc3 8. Bd2xc3 Rc6—e7 9. Rf3—h4 Dd8—d7 10. g2—g3 Dd7—g4 11. Dc2—b3 Re7—g6 12. f2—f3 Dg4—d7 13. Rh4—g2 0—0 14. e2—e4 Dd7—d8 15. Rg2—e3 Rf6—d7 16. Db3—c2 a7—a5 17. Bfl—g2 Rd7—c5 18. 0—0 Bc8—d7 19. b2—b3 b7—b5! 20. Hal—el b5—b4 21. Bc3—d2 Dd8—b8! 22. Hel—bl a5—a4 23. h2—h4 Rg6—e7 24. g3—g4 a4xb3 25. a2xb3 Ha8—a3 26. h4—h5 Db8—b6 27. Kgl—h2 Hf8—a8 28. Hbl—b2 c7—c6 29. f3—f4 e5xf4 30. HflXf4 Ha3—al 31. d5 x c6 Re7xc6 32. Rc3—d5 Db6—d8! 33. Bd2—e3 Dd8—h4t 34. Bgl—h3 Rc6—e5 35. Be3xc5 d6xc5 36. Dc2—f2 Hal—hlt! 37. Kh2 x hl Dh4xh3t Gefið. Skrlfstofa Framsóknarflokksins I Reykjavík er á Lindargötn 1D Framsóknarmenn utan af landi, sem koma til Reykjavíkur, ættu aUtaf að koma á skrifstofuna, þegar þeir geta komið því við. Það er nauðsynlegt fyrir flokksstarfsemina, og skrifstof- unni er mjög mikils virði að hafa sambond við sem flesta flokksmenn utan af landl. Framsóknarmenn! Munið að koma á flokksskrifstofuna á Lindargötu 1D. Mjélkursamsalan vill vekja athygli á því, að skrifstofusími hennar er nú ingskostnaðar. Tóbakseinkasala ríkisins. 16 2 6 (3 línur). Sj úkr asamlag Reykjavíkur tilkynnír: Ákveðið hefir verið, að þeir samlagsmeðlimir, sem skoðaðir eru hjá trúnaðarlækni samlagsins, vegna inngöngu í samlagið, eða endurnýjun réttinda, skuli hér eftir greiða kr. 2.00 fyrir skoðunina. Greiðist gjaldið um leið og réttindaskírteini er afhent. Ennfrmeur skal á það bent, að réttindaskírteini verða ekki afhent, nema læknaval hafi farið fram. Sjákrasamlag Reykjavíkur. Eftírmæli um Kuusinen (Framh. af 2. síðu.) arstarfið“ hafði skapað slíka andúð heimsins, að það var byrjað að hrikta í hinum komm- únistisku valdastólum. En það var erfitt fyrir Stalin að hefja samninga og semja frið við „finnsku kúgunarstjórnina", meðan Terejokistjórnin, sem hann hafði lofað að hjálpa, var ennþá ofanjarðar. Hún varð því að hverfa. Stalin þurfti ekki að grípa til neinna nýrra bragða. Úrræðið var orðið honum gam- alkunnugt. Eitt skot, og jarls- dómur Kuusinens var endanlega úr sögunni. Þannig hljóðar saga Kuusin- ens og „alþýðustjómarinnar í Terejoki“ í aðaldráttum. Ömur- leg saga, en lærdómsrík fyrir þá, sem feta í fótspor Kuusinens og láta sig dreyma um jarlstign hjá Stalin. Þ. Þ. Vinnið ötullega fyrir Tímann. Kaupendur Tímans a- Fyrstu bæknr Mennmgarsjóðs og Þjóðvinafélagslns verða prentaðar í aprílmánnðl. Umboðsmenn og aðrir, er safnað hafa áskrifendum, baróninn á Hvítárvöllum Einari Benediktssyni og frú hans til Borgarfjarðar og sendir skip eftir þeim á yndisfögrum vor- degi. í kvæðinu Haugaeldar lýs- ir skáldið hrifningu sinni yfir svo fögru héraði: Svo opnar sig Hvítáróssins flóð, sem eldport að morgunbjarmans landi. Fegurð náttúrunnar lokar þó ekki augum gulltrúarmannsins fyrir því, að hinn nýi tími hefir enn ekki farið eldi um Borgar- fjörð: Og þó finnst það allt vekja saknandi sorg — því sést hér ei stórbær með ljómandi torg, og eimskip þjótandi um ísvatnsins korg, á aldrei að létta því fargi og dróma? Samt er ekki örvænt um gæði láðs og lagar í þessu héraði: Tómt silfur og gull, eins og mynt við mynt, í málmdysaeldi glitrar öll hjörðin. Frá Hvítárvöllum var viðsýnt um Borgarfjörð. Hugur skálds- ins hvarflaði yfir blað sögunnar til þeirra Borgarfeðga, Skalla- gríms og Egils. Þeir höfðu líka haft gulltrú, eftir ,sið sinnar aldar. En elskir að auð voru Úlfsniðjar forðum; létti Egiis nauð þegar Aðalsteinn bauð einn baug undir borðum. Við silfrið — var sorgin hans dauð. En Skallagrlmur og Egill höfðu það viðhorf til gullsins að grafa það í jörð. Skallagrímur var andaður og hafði fólgið fé sitt, er Egill kom heim: Við bjargþunga hurðu fólst arðurinn — ógrynni fjár. Einar Benediktsson kunni heldur ekki sem bezt meðferð Egils á gullinu frá Aðalsteini konungi. Að konungsins gjöf varð ei gæfa sem skyldi. Um órahöf, alla æfinnar töf, með Agli hún fylgdi, en sökk svo í glataða gröf. Með hvarfi þrælanna voru týnd öll vitni um hvar gull Egils var fólgið. En skáldið var ekki í vafa um, að það var enn vel geymt í íslenzkri jörð. En silfursins sjóð þó vemda hin voldugu rögn. Þjóðin hefir öldum saman varðveitt þá trú að eldur brynni af fjársjóðum í jörðu. Og málmlogans straumur skín sterkt — gegnum örbirgð og ís. Frá sjónarhóli sögunnar finn- ur Einar Benediktsson glögglega hversvegna auðsafn fornaldar- innar er raunverulega gleymt og týnt nútímakynslóðinni. Auðsins jötunafl var dregið aldatug úr kynsins hönd, létt því handtök hafa vegið; hjörð var smá og opið fleyið. Ránsféð eyddist, reyrðust bönd, refsingar um arfans lönd. Silfrið hefír lengi legið. Lifna skal um dal og strönd. Síðasta vísan í kvæðinu um hið fólgna gull í Borgarfirði minnir á málverk ítala frá morgni hinnar endurfæddu list- ar, þegar morgunbjarmi bregður svip vordaganna yfir hverja mynd. Yfir íslandi var líka morgunroði nýrra tíma. Senn mun verðsins veldissproti vekja fræin dauð og köld. Nú er riðið neðst á broti. Neyðin stærsta er á þroti. Næst er morgun. Nú er kvöld. Nýir þegnar, önnur völd. Brennur dys hjá bæ og koti. Bjarmi sést af gullsins öld. Þannig lauk Einar Benedikts- son þessum mikla hvatningaróði sínum. Hann sá hvarvetna loga yfir gröfnu gulli, ekki aðeins því sem Skallagrímur og Egill höfðu fólgið, nærri býlum sínum. Spá- maður gulltrúarinnar sá hvar- vetna bjarma af gulli í landinu. Hann þekkti hinar fólgnu auð- iindir. Hlutverk hans var að sækja sjálfan veldissprota verðs- ins, að sið Egils, til fjarlægra auðlanda. Gamla öldin var kvöldið. Nýja öldin var morgunn framfaranna. Ný kynslóð var að erfa landið. XLI. Þegar Einar Benediktsson orti um málnjloga yfir fjársjóðum fyrri alda,' talaði hann líkinga- mál til að vekja þjóðina til skiln- ings á viðfangsefnum samtíðar sinnar. Fyrir mann, sem skildi undramátt nútímatækninnar, voru hin sönnu verðmæti ekki geymd í fornum kappahaugum, heldur í lífrænum gæðum lands- ins. Iðar djúpt í mold og móðu magn og ííf, sem hefja þarf. Þegar skáldið kemur að Detti- fossi, mestu orkulind ættjarðar- (Framh. á 4. síðu.) Tilkynnið afgr. blaðsins tafar- laust ef vanskil verða á blaðinu. Mun bún gera allt, sem i hennar valdi stendur til þess að bæta úr því. Blöð, sem skilvísa kaup- endur vantar, munu verða send tafarlaust, séu þau ekki upp- gengin. eru beðnir að senda áskriftalistana hið allra bráð- asta og eigi síðar en um næstu mánaðarmót. Nú eru því síðustu forvöð að tryggja sér þessar góðu og ódýru bækur. TÍMINN er víðlesnasta anglýsingablaðið! 196 Margaret Pedler: hans sýndi egghvassa biturð. „Maitland á heilbrigði og auðæfi, og að því er virð- ist dálítið af frægð í viðbót. Það er þá ekki nema eðlilegt að hann hljóti þá konu, sem hann óskar eftir, samkvæmt reglunni „þangað vill fé, sem fé er fyr ir“.“ „Ég skil,“ sagði Jane lágt, en í þessum tveim orðum lá djúpur skiln- ingur og samúð. „Þetta virðist harð- neskjulegt, ákaflega harðneskjulegt, en -----.“ Varir hennar titruðu. Hún hafði aldrei áður, hversu illa sem á Colin lá, notað það vopn, sem hún ætlaði núna að nota, og hún átti erfitt með að nota það. „En — þú ert ekki einasta mann- eskjan, sem hefir misst hið dýrmætasta í lífinu, Colin.“ Nú varð þögn. Svo bráðnaði harðneskj- an í andliti Colins, og það fékk aftur hinn venjulega, góðlega en alvarlega svip. Jane hafði hrært hinn rétta streng með því að áfrýja til meðlíðunar hans með öðrum. „Elsku Jane, ég verð að biðja þig að fyrirgefa mér,“ sagði hann. „Manni liggur stundum við að gleyma, vegna þess hvað þú berð þig vel. Ég fyrirverð mig fyrir sjálfan mig, þegar ég hugsa um þig. En — .“ Hann brosti til hennar, einu af þessum snöggu og hreinu bros- um, sem voru einkennandi fyrir hann Laun þess liðna 193 ósk hennar sjálfrar. Hún vildi ekki skrifa föður sínum um þetta, en ætlaði að segja honum það, þegar hann kæmi til Englands. „Hann verður aðeins á- hyggjufullur og órólegur, ef ég fer að skrifa honum,“ sagði hún. „Hann væri vís til þess að þjóta hingað fyrirvara- laust, aðeins til þess að sjá og heyra hvernig Blair væri. Með því myndi hann eyðileggja alla skemmtun, bæði fyrir sjálfum sér og Fjólu.“ Jane sá, að Elizabet hafði þarna á réttu að standa og þess vegna höfðu þau fallizt á að halda trúlofuninni leyndri, hún og Co- lin. Og nú sá hún því, í huganum, bregða fyrir, að Candy kynni að neita að samþykkja trúlofunina. Ef það kæmi fyrir, ef trúlofuninni yrði slitið, þá gæti skeð að tækifæri Colins rynni upp ein- hversstaðar langt frammi í ókomna tím- anum. Stúlkur gátu alltaf jafnað sig .. . . Hér nam Jane staðar í hugsunum sínum og undraðist hvað sér hafði get- að dottið í hug. Nei, Elizabet var ekki ein af þeim stúlkum, sem voru líklegar til þess að gleyma fljótlega. Hún hlyti að líða mikið, ef eitthvað aðskildi þau, hana og Blair, hún var það lík móður- inni, hinn tilfinninganæmu, ákaflyndu og óstýrilátu írene. Jane vildi ekkert kaupa — jafnvel ekki hamingju Colins — gegn hamingju annarra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.