Tíminn - 16.03.1940, Blaðsíða 2
122
TtWlM, langardaginn 16. marz 1940
30. blað
Efiírmælí um jarlsdóm Kuusínens
og „alþýðustjórnina í Terejoki“
---------------------------—--------------------
Vor í Skaéafírði
Tileinkað félagrinu „VARMAHLÍГ.
Nú er vor yfir. jörð.
Yfir fjall, yfir fjörð,
hellast fossar af skínandi, blikandi Ijóma.
Hér er unaður nýr,
þegar. árdagsblœr hlýr
leysir allt, sem að lifir, úr kveljandi dróma.
Hið ónýta og visna að hauðrinu hnigur.
Til himinsins ilmur frá jörðunni stígur.
Yfir bjartsýna þjóð,
með sín bllðustu Ijóð,
vorsins brosandi herskari ástfanginn syngjandi flýgur.
Nú ber. Mœlihnjúk hátt.
Upp í heiðloftið blátt
yfir héraðið rís hann í konungstign sinni.
Eins og vörðum í kring
raðar hamranna hring.
Hvílík tign! Hvilík dýrð yfir sveitinni minni!
Yfir Kaldbak og Tindastól tíbráin glitrar.
Niður. tignfríða Blönduhlíð berglíndin sítrar.
Út við eyjar og sund
sefur Ægir sinn blund.
Yfir öllu eru ríkjandi blessaðar listdísir vitrar.
Ó, þú sólvermda land!
Ó, þú sagnauðga land!
Þú ert sólarbros Guðs, á hans albezta degi!
Þú ert allt, sem er. hlýtt,
sem er fagurt og fritt,
sem er framsœkið, Ijósþyrst, á betrunarvegi.
Þú ert mjúkt eins og Héraðsvötn mildi og friðar.
Þú ert máttugt, sem Hólastóll goðborins siðar.
Yfir Skaga og Fljót,
yfir fald þinn og fót,
breiðist friðarblœr vorsins sem skjólkróna allaufgaðs viðar.
Hér þarf frjálshuga þjóð;
hér þarf framsækna þjóð.
Hér skal forustumenning frá grundvelli risa.
Hér þarf listelska lund,
þó að lúin sé mund.
Hér skal Ijóssœkin œska á brautina vísa.
í Ijóselskar sálír skal guðstraustið grafið,
sem glampandi br.eiður á sólarþyrst hafið!
Hér þarf raunsterka sál!
Hér þarf rammíslenzkt mál!
Þá er ramminn og myndin í samrœmdri einingu vafið.
TRYGGVI H. KVARAN.
Lauyarduginn lG.murz
Maraþon í norðurátt
Nú eru liðin meira en tvö
þúsund ár síðan mesta stórveldi
þeirra tíma, Persaland, sendi
geisimikinn her til að brjóta
niður Aþenu, smáríki í Grikk-
landi, sem þá var mesta menn-
ingarland þeirrar aldar. Enginn
bjóst við að smáþjóðin myndi
geta varið frelsi sitt fyrir hinu
volduga stórveldi. Frændur og
nábúar Aþenumanna, Spart-
verjar, töluðu um að senda
hjálparher, en biðu eftir leyfi
guðanna. Á meðan réðust Pers-
ar á Aþenumenn við Maraþon,
en biðu algeran ósigur. Litla,
stælta menningarþjóðin sigraði
austræna, hálfmenntaða stór-
veldiö.
Sama hefir gerzt nú í vetur.
Rússland, sem er 40 sinnum
mannfleira en Finnland, réðist
með sínum mikla herafla á smá-
þjóðina. Mánuð eftir mánuð hef-
ít stórþjóðin sótt fram með allri
sinni orku. Finnar hrundu
hverju áhlaupinu af öðru, og
unnu oft stórsigra, þar sem bar-
izt var á bersvæði
Rússum tekst að vísu um sinn
að kúga nokkur héruð af Finn-
um, en herinn er ósigraður, og
landið heldur fullkomlega frelsi
sínu. Og vörn Finna er með þeim
ágætum, að hún mun jafnan
verða í hugum manna í frjáls-
um löndum hliðstæð við Mara-
þonsigurinn, sem bjargaði
menningu fornaldarinnar, og
sigur Hollendinga í frelsisstríð-
inu við Spánverja, sem bjargaði
andlegu frelsi í Vesturlöndum
eftir siðabótina.
í augum heimsins hefir Rúss-
land beðið gífurlegan ósigur, og
Finnland unnið stórfelldan sig-
ur. Nú lítur enginn á Rússland
eins og mikið herveldi, sem bera
megi saman við Þýzkaland eða
hin vestrænu lýðræðisstórveldi.
Menn vita, að rússneska þjóðin
er góð og greind. Rússnesku
bændurna hefir ekki langað til
að fara i leiðangra til að brjóta
niður frelsi ágætrar nábúaþjóð-
ar. En stjórnskipun og forstaða
Rússlands er sýnilega ekki
sterk. Kommunisminn hefir
stært sig af því, að hann hafi
skapað mikið herveldi á tuttugu
árum. Reynslan hefir sýnt, að
þetta hefir ekki tekizt.
En hvað hefir gefið Finnum
nálega yfirnáttúrlega orku til
að halda velli mánuðum saman
móti svo gífurlegum liðs- og
fjáraflamun?
Því er fljótsvarað. Undir ró-
legu yfirborði er finnska þjóð-
in full af brennandi ættjarðar-
ást. Finnar höfðu í meira en
öld lotið harðstjóm Rússakeis-
ara. Þeir þekktu kúgun og er-
lenda ánauð. Meðan þeir voru
undir hinu grimma oki Rússa
höfðu þeir lagt meginstund á að
gera hvern einstakling sem fær-
astan, bæði líkamlega og and-
lega. Þegar frelsið var fengið
1917, vissi þjóðin að óvinur var
við austurlandamærin og þeir
þekktu þann óvin. Finnar vissu,
að fyrr eða síðar mundi óveðr-
ið koma. Allir lögðu ítrustu
krafta fram. Finnar guldu
Bandaríkjunum stríðsskuldir
sínar, einir allra Norðurálfu-
þjóða. Heiðarleiki þeirra jók
traust þeirra i Bandaríkjunum,
og kemur það nú að miklu haldi.
Heima fyrir reistu þeir handa
þinginu veglegustu og hentug-
ustu höllina, sem nokkurt þing
hefir yfir að ráða. Þeir létu
metnað sinn og framsýni koma
íram 1 því, að láta fulltrúa lýð-
ræðisskipulagsins hafa svo veg-
legt heimili. í atvinnulífinu voru
stórfelldar framfarir. Samvinnu-
félagsskapurinn gegnsýrði þjóð-
ina í verzlunar og iðnaðarmál-
um. Unga fólkið var alið upp á
spartverskan hátt, við mikla
reglusemi, mikla vinnu og mikla
þjálfun. Þolgæði þjóðarinnar,
bæði karla og kvenna, sem allur
heimurinn dáir nú eftir Mara-
þonsigur Finna, kemur af harð-
fengilegu uppeldi, og stálsettum
vilja borgaranna að meta frels-
ið meira en líf einstaklinganna.
Yfirburðir finnskra einstakl-
inga 1 hinni miklu raun, hafa
bjargað þjóðinni og frelsi henn-
ar. Rússar hafa fengið sig full-
Friðarsamningurinn milliFinna
og Rússa batt enda á tilveru
heillar ríkisstjómar — stjórnar
finnska alþýðulýðveldisins, sem
stofnað var í Terejoki um sama
mund og Finnlandsstyrjöldin
hófst!
Þótt saga þessarar kynlegu
stjómar hafi hvorki orðið löng
né viðburðarík, er hún samt vel
þess verð að henni sé haldið frá
gleymsku.
Sá maður, sem veitti henni
forstöðu, hafði líka nokkra þýð-
ingu fyrir íslendinga. Hann var
um alllangt skeið valdamikill
maður í Alþjóðasambandi kom-
múnista og hafði m. a. með
höndum yfirstjóm hinna komm-
únistisku flokksdeilda á Norður-
löndum. Það var hann, sem
einkum veitti Brynjólfi og Ein-
ari fyrirmæli um „línudans"
þeirra hér úti á íslandi.
Fyrir þá sök eina verðskuldar
hann að gleymast ekki íslend-
ingum til íullnustu, og fyrst hin
gömlu hjú hans verða tæpast til
þess að heiðra minningu hans
eins og nú er komið, verður það
að falla í hlut annara að halda
nafni hans á lofti. Nafn hans
þarf að lifa eins og nokkurskon-
ar áminning til þjóðarinnar um
það, hverra erinda flokksbrot
kommúnista gengur hér á landi.
Maður þessi hét Otto Kuusin-
en. Hann átti sæti í kommún-
istastjórninni, sem gerði upp-
reisnina í Finnlandi 1918. Kom-
múnistar biðu ósigur í þeirri
viðureign og forsprakkarnir
flýðu til Rússlands. Þaðan
stjórnuðu þeir áróðursstarfsemi
í Finnlandi, en varð lítið ágengt.
Vegur þeirra flestra minnkaði
því skjótlega. Rússar hirtu ekki
um að ala þá lengur, og fyrir
nokkrum árum var aðalfor-
sprakkinn, Manner, skotinn í
einni „hreingerningu“ Stalins.
Einum þeirra, Kuusinen, tókst
samt að brjóta sér braut alla
leið að hásæti Stalins og óx
stöðugt i áliti. Varð hann — eins
keypta á styrjöldinni í vetur.
Þeir vita nú hver munur er á
æsku frjálsra og vel menntaðra
landa og þeirri, sem haldið er
til stórræða með kúgun og
njósnum.
Kommúnisminn hefir beðið
óbætanlegt álitstjón í skiptunum
við finnska lýðræðið. Og Finn-
ar hafa um leið og þeir vörðu
land sitt og stöðvuðu framsókn
Rússa að Atlantshafi, varið
menningu og frelsi Norður-
landaþjóðanna, eins og Aþenu-
menn björguðu andlegu lífi
fomaldarinnar með hetjudáð
sinni við Maraþon. J. J.
XXXIX.
Þegar Einar Benediktsson var
á fermingaraldri norður á Héð-
inshöfða, hófst ægilegasti harð-
indakafli 19.aldarinnar.Hafísinn
lagðist að norðurströnd landsins
vetur eftir vetur, og fyllti firði
og flóa. Stundum var ísinn ekki
aðeins fram á vor, heldur fram
á sumar. Siglingar voru á þeim
tíma alltof litlar, einkum til
Norðurlands, en nú tók steininn
úr. Kuldinn læsti landið í helj-
argreipum. Eitt ísavorið náði
norðanvindurinn þvíliku ofsataki
á jarðveginum í efstu byggð í
Rangárvallasýslu, að hann flutti
mold og sand úr mannhæðar-
þykku jarðlagi úr heilli sveit,
eins og öskufok yfir allt héraðið
og út á sjó. Matthías Jochums-
son kom í þessar hörmungar
norður til Akureyrar, og lýsti
átakanlega í hafískvæðinu hin-
um mikla ísjakakirkjugarði, þar
sem björn og refur berjast soltn-
ir um sömu beinagrind.
Meðan þessi ísaöld gekk yfir
landið lauk Einar Benediktsson
námi í Latínuskólanum og byrj-
aði að lesa lögfræði í Kaup-
mannahöfn. Á þeim árum, þeg-
ar menn eru móttækilegastir
fyrir áhrif, sannreyndi hann,
hversu Estrupstjórnin lagði
kalda hönd þrj ózkufullrar kyrr-
stöðu yfir landið. Hann sá,hversu
harðærið svarf að þjóðinni.
Hann sá þúsundir manna hverfa
; og áður segir — gerður yfir-
maður kommúnistaflokkanna á
Norðurlöndum. í finnsk-rúss-
nesku samningunum síðastl.
haust réði hann miklu á bak við
tjöldin og það er talið, að for-
tölur hans hafi ráðið mikiu uti,
að Rússar létu vopnin skeia úr
málum, og voru svo vissir uffl
skjótan sigur, að þerr hófu styrj-
öldina á óheppilegasta tíma
ársins. Kuusinen 1uldi Stalin trú
um, að öll finnska alþýðan liti
á einvaldann í Kreml eins og
endurlausnarann og þessvegna
myndi verða bylting í Finnlandi
jafnskjótt og rauði herinn sýndi
sig við landamærin.
Stalin þótti þetta góð tíðindi
að vonum og var innilega þakk-
látur þeim manni, sem hafði
jafn snilldarlega undirbúið jarð-
veginn. Kuusinen taldi sig líka
verðan nokkurra launa og mun
ekki fjarri lagi að kvöldbæn
hans hafi hljóðað á svipaða leið
og hjá manni nokkrum úti á
ísland:
Jöseph, Joseph, lát mig verða
jarl.
Það olli Kuusinen engra heila-
brota, þótt hann steypti stór-
kostlegustu hörmungum yfir
þjóð sína og sviki hana í hend-
ur verstu fjendum hennar á
hinn níðingslegasta hátt. Átti
kannske „borgaralegur heila-
spuni“ um mannúð og mannorð
að aftra honum frá því að ná
takmarkinu, jarlsdómi yfir
Finnlandi? Kenndu ekki ein-
mitt hin heilögu fræði,kommún-
isminn, að tilgangurinn helgaði
meðalið, hversu viðurstyggilegt,
sem það væri?
Um það skulu ekki höfð fleiri
orð, því að hér hefst frásögn
Þjóðviljans um stjórnina í Tere-
joki.
í Þjóðviljanum 3. des. síðastl.
segir þannig í einkaskeyti frá
Moskva:
„Með samkomulagi milli full-
trúa ýmsra vinstri flokka og
uppreisnarflokka úr finnska
hernum hefir verið stofnuð ný
stjórn í Terejoki á Austur-Finn-
landi, stjórn hins finnska al-
þýðulýðveldis.
Stjórn þessi hefir hlotið við-
urkenningu sovétstjórnarinnar
sem lögleg stjórn Finnlands.
Forsætis- og utanríkisráðherra
hennar er kommúnistinn Otto
Kuusinen. Segir í ávarpi frá
stjóminni að alþýðuuppreisnir
séu hafnar í ýmsum hlutum
Finnlands og hafi nokkur hluti
finnska hersins snúizt á sveif
með henni. Tilætlun stjórnar-
innar sé að gera Finnland að
sjálfstæðu alþýðulýðveldi."
Sama dag birtir Þjóðviljinn
útdrátt úr ávarpi frá Kuusinen
úr harðindum og hungri, frá
hinni fámennu og vanræktu
þjóð, vestur um haf og byggja
sér þar ný heimkynni. Hann
kynntist hörkutaki útlendra
kaupmanna á verzlun landsins
og hinu þóttafulla yfirlæti þeirr-
ar þjóðar, sem taldi sig eiga
ísland og íslendinga. _Sá þáttur
í skiptum Dana og íslendinga
var eftirminnilegur þeim, sem
sigldu með skipum Dana hér við
land.
Einar Benediktsson segir í
Grettisljóði sínu, að mótlætið
skapi mannvitið. Það er lítill
vafi á, að neyð landsins og kúg-
unarstjórn Dana hafði djúp og
varanleg áhrif á lífsstefnu hans.
Ranglát stjórn skapar frelsisást.
Hallæri og hungur elur í brjóst-
um mannanna varanlega löng-
un eftir lífefnum tímanlegra
gæða. Einar Benediktsson bjó
ekki sjálfur við skort og neyð.
En samtíð hans var í einu særð
og eggjuð til dáða af marghátt-
uðum þjáningum, harðrétti og
fátækt.
Var hugsanlegt, að þróttmikill
og gáfaður unglingur, sem fædd-
ist upp á þessum tíma á heim-
ili mesta þjóðskörungs á íslandi,
gæti orðið annað en heitur ætt-
jarðarvinur og með brennandi
löngun til að leiða þjóð sína út
úr húsi eymdar og þjáninga?
Þessi varð líka raunin um Einar
Benediktsson. Gáfur hans,
til finnsku þjóðarinnar", og seg-
ir blaðið, að það hafi borizt því
í einkaskeyti frá Moskva. Þar
segir m. a.:
„Til þátttöku í þessari baráttu
hefir þegar verið mynduð fyrsta
finnska alþýðuhersveitin og
streyma bændur og verkamenn
í hana sem sjálfboðaliðar. Verð-
ur hersveit þessi upphaf að al-
þýðuher Finnlands.
Þessi fyrsta hersveit mun
hljóta þann heiður að bera fána
hins finnska alþýðulýðveldis inn
í höfuðborg landsins og draga
hann að hún á forsetahöllinni.“
í Þjóðviljanum 5. des. síðastl.
segir svo í einkaskeyti frá
Moskva:
„Annan desember var gerður
í Moskva samningur milli Molo-
toff forsætis- og utanríkisþjóð-
fulltrúa og Kuusinen forsætis-
og utanríkisráðherra alþýðu-
stjórnar Finnlands, um gagn-
kvæma hjálp og vináttu milli
Sovétríkjanna og alþýðulýðveld-
isins Finnlands. Auk þeirra tóku
þátt í samningagerðinni Stalin,
Vorosiloff og Sdanoff.
... Skipzt skal á skjölum um
fullnaðarsamþykkt samningsins
í höfuðborg Finnlands eins fljótt
og auðið er.“
Loks segir í Þjóðviljanum 6.
des. síðastl. samkvæmt einka-
skeyti frá Moskva:
„Molotoff forsætis- og þjóð-
fulltrúi Sovétríkjanna hefir
svarað tilkynningu Avenols, að-
alritara þjóðbandalagsins um
samankvaðningu þjóðabanda-
lagsráðsins 9. des. og fundar
bandalagsins 11. des.
Telur sovétstjómin saman-
kvaðningu ráðsins og fundarins
ástæðulausa. Sovétríkin hafi við-
urkennt alþýðustjóm Finnlands
og gert við hana samning, er
útkljái öll þau deilumál, er á-
greiningur hafi verið um við
hina fyrv. ríkisstjórn Finnlands.
Alþýðustjóm Finnlands hafi
1. des. snúið sér til Sovétstjórn-
arinnar með beiðni um hernað-
arhjáíp til að binda enda á það
öngþveitisástand, er fyrv. vald-
hafar Finnlands hafi steypt
landinu í. Sovétstjórnin neitar
því að stjórnin í Helsinki séu
hinir sönnu fulltrúar þjóðarinn-
ar.“
Eftir þetta virðist Þjóðvilj-
inn ekki hafa fengið fleiri
einkaskeyti frá Moskva um
„stjórn hins finnska alþýðulýð-
veldis í Terejoki." í fréttum frá
Rússlandi var hennar líka yf-
irleitt ekki getið eftir þennan
tíma. í stað uppreisnarinnar,
sem Kuusinen hafði spáð að
verða myndi í Finnlandi, mættu
Rússar sameinaðri mótspyrnu
allrar finnsku þjóðarinnar og
reynsla æskuáranna, ástand
lands og þjóðar, gerði hann að
sjálfkjörnum foringja í liði
hinna ungu íslendinga, sem
vildu flytja-þjóðina með heillar
aldar taki yfir í hið fyrirheitna
land nútíma menningar.
XL.
Margir af þeim mönnum, sem
stóðu í blóma lífsins um alda-
mótin síðustu, höfðu tekið nýja
trú, gulltrúna. Þeir vildu flytja
fjármagn inn i landið. Þeir vildu
beizla náttúruöfl íslands.og beita
hraðvirkum vélum til að ná úr
skauti hafsogjarðaráðuróþekkt-
um fjársjóðum. Einar Benedikts-
son varð einskonar æðsti prest-
ur í þessum söfnuði. Hann þekkti
bezt meginstrauma samtíðarinn-
ar. Hann var mest skáld og hug-
sjónamaður í fylkingu fram-
faramannanna. Hann gat í ljóð-
um sínum og ráðagerðum um
stóriðju á íslandi, bezt af öllum
sínum samtíðarmönnum, gert
skiljanlega þá heitu ósk þjóð-
arinnar, að komast varanlega
úr varðveizlu Estrups og hafís-
anna, sem höfðu sameiginlega
spennt hungurgjörð um van-
máttuga og varnarlausa þjóð.
Einar Benediktsson og trúar-
bræður hans stofnuðu íslands-
banka, til að fá nokkurt fjár-
magn inn í landið. í þeirri fram-
kvæmd gætti á vissan hátt víta-
verðrar ógætni, því að um stund
virtust þeir fúsir til að afhenda
útlendu félagi, sem átti bank-
ann, einkarétt á seðlaútgáfu
landsins og peningaverzlun í ná-
lega heila öld. Aðrir menn báru
í þessu efni vit fyrir hinum ungu
„herinn ósigrandi" beið ævar-
andi álitshnekkir. Andúðin gegn
Rússum óx dag frá degi um all-
an heim og í Austurlöndum varð
hersöfnuður Bandamanna stöð-
ugt ískyggilegri. Þeim virtist
ekkert skorta nema átyllu til
styrjaldar við Rússland og þá
voru hinar ríku olíunámur þess
í mikilli hættu.
Stalin lét því ekki valda-
drauma Kuusinens teyma sig
lengra út í ógöngur. Draumur
Kuusinens um að láta hylla sig
fyrir framan forsetahöllina í
Helsingfors meðan fyrstu „al-
þýðuhersveitirnar" drógu rauða
fánann að hún, rættist ekki í
þessu lífi. Honum átti aldrei að
ofurhugum. Bankinn fékk frem-
ur lítið vald en kom með nokk-
urt fjármagn. Stórútgerðin
fæddist upp við það brot af auði
ríku landanna, sem íslandsbanki
flutti til landsins, og höfuðstað-
urinn byggði höfn fyrir flota
sinn. Sársauki skáldsins í ljóð-
inu um Reykjavík, eins og hún
var um aldamótin, skipalaus og
með opna höfn, hvarf að nokkru
leyti, þegar vélamenningin byrj-
aði að gerbreyta lífsskilyrðum
þjóðarinnar.
í kvæðinu „Að Elínarey" lýsir
Einar Benediktsson glögglega
viðhorfi sínu til vélaiðjunnar.
Fulton, faðir eimskipanna, býð-
ur Napoleon keisara uppgötvun
sína. En hinn mikli herkonung-
ur skilur ekki, að honum er boð-
inn Aladínslampi. í blindni neit-
ar hann boði hugvitsmannsins.
Hann neitar vélamenningunni.
Þessvegna bíður keisarinn að
lokum ósigur fyrir drotningu
hafsins og er fluttur fangi að
Elínarey. í augum skáldsins var
það dauðasök, að skilja ekki
töframátt vélaorkunnar, sem
drottnaði með ótakmörkuðuvaldi
yfir hinum sýnilega heimi. í
aldamótaljóðunum prédikaði
hann gulltrúna einlæglega og
afdráttarlaust.
En sýnir ei oss allur siðaður heimur,
hvað sárlegast þarf þessi strjálbyggði
geimur:
að hér er ei stoð að stafkarlsins auð?
Nei, stórfé! Hér dugar ei minna!
Oss vantar hér lykil hins gullna gjalds,
að græða upp landið frá hafi til fjalls.
Hann opnar oss hliðin til heiðanna,
á miðin,
í honum býr kjami þess jarðneska
valds.
auðnast „að skiptast á skjöld-
um í Helsinki". Stalin þurfti fyr-
ir hvern mun að semja við þá
stjórn, sem hann hafði áður
stimplað „ólöglega“ vegna „al-
þýðustjórnarinnar í Terej oki.“
Hann varð að strika yfir stóru
orðin um „glæpahyski Manner-
heims“, „finnsku fasistaböðl-
ana“, og „hvítu blóðhundana“,
sem hinn sigursæli rauði her
átti að má af jörðinni. Hann
varð að hætta við „að frelsa
finnsku þjóðina", eins og hann
hafði lýst yfir í upphafi styrj-
aldarinnar. Hún hafði sýnt þess
svo greinileg merki að hún vildi
ekki slíka „frelsun" og „frelsun-
(Framh. á 3. siðu)
Þann lykil skal ísland á öldinni finna
— fá afl þeirra hluta, er skal vinna.
í þessari einu vísu er fullkom-
in trúarjátning, í einu þrótt-
mikil, tæmandi og auðskilin. ís-
lendingar þurftu að leita að
kjarna valdsins, auðmagninu.
Þjóðina skorti þennan dýrmæta
lykil, hið gullna gjald. En
skáldið var fullviss, að þjóðin
hans, sem þjáðist af marghátt-
uðum lífefnaskorti, myndi finna
töfralykilinn á öldinni, sem var
að hefjast. Þetta varð orð að
sönnu, og enginn ísleridingur
var athafnameiri í leitinni að
kjarna þess jarðneska valds
heldur en höfundur aldamóta-
ljóðanna.
Það leið ekki nema eitt ár,
þar til Einar Benediktsson ját-
aði hina nýju trú í annað sinn
í fögru þjóðhátíðarkvæði í höf-
uðstaðnum. Hann gerist þar
skyggn á auðlindir landsins:
Efni og málmur — allt er grafið,
arðlaust fyrr og síð.
Fljótsins auði henda í hafið
héruð breið og frið.
Arðlaust fossar aflið þreyta
inni í klettaþröng. —
Grannar dreifðir gleyma að beita
gullsins vogarstöng.
Skáldið trúir á, að málmar séu
huldir í ættlandinu og þá skorti
ekki orkuna. Honum sárnar að
sjá fljótin henda auðnum út í
hafið. í næsta erindi kemur
hans úrræði um framtíðarland-
ið:
En í framtið, framtíð raðast
fólksrík héraðslönd.
Vélar stynja, stiflur hlaðast,
stál slær bergsins rönd.
Um sama leyti býður franski
I6NAS JÓIVSSOIV:
Eínar Benedíktsson