Tíminn - 30.03.1940, Blaðsíða 2
138
TÍMIM, langardaginn 30. marz 1930
35. Mað
Forystnmeim þjóðaima:
Paul Reynaud
$88
^ímirm
Laugardaginn 30.marz
Er Hallvarður gull-
skór endurSæddur ?
Þeir hinir miklu atburðir, sem
gerast nú úti í heimi víkja allir
að einum punkti. Hin voldugu
stórveldi, Þýzkaland, Frakkland
og Bretland líta svo á, að með
hinni gífurlegu styrjöld, sem nú
er háð, séu þau hvert um sig að
verja frelsi og sjálfstæði sitt, og
fórna öllum þeim verðmætum,
sem dýrmætust eru mönnum,
fyrir þetta takmark.
Þá er mönnum enn í minni
hversu ein af smáþjóðum álf-
unnar, Finnlendingar, vörðu
frelsi sitt, með þeim afburðum,
sem fá dæmi eru um í sögu Norð-
urálfuþjóða. Finnar höfðu búið
sig undir þessi átök í tuttugu ár,
ekki aðeins stjórnin og þingið,
heldur líka þjóðin öll. Hver ein-
staklingur hafði lagt alla sína
krafta fram til að ná því tak-
mark að finnska þjóðin gæti
orðið frjáls og sjálfstæð á ó-
komnum árum.
íslendingar hafa fundið til á
sama hátt. þeir voru eitt sinn
frjáls þjóð og tókst að gera þau
menningarafrek.sem lengiverður
minnst. Síðan reyndi þjóðin að
láta tvær frændþjóðir fara með
æðstu völd í landinu. En það
leiddi til hnignunar og hörm-
unga. Fyrir rúmlega öld byrjuðu
bjartsýnir og drengilegir íslend-
ingar að berjast aftur fyrir fullu
frelsi þjóðarinnar. Og eftir fá ár
mátti búast við að því marki
væri náð, að íslendingar yrðu í
annað sinn frjálsir menn í
frjálsu landi.
En fyrir fáum dögum bar svo
við að einn af íslenzku þing-
mönnunum, Héðinn Valdimars-
son, gerir þá tillögu í blaði, sem
hann gefur út, að íslendingar
hætti við að vera sjálfstæðir og
geri einskonar gamla sáttmála
að nýju, í þetta sinn við Breta-
veldi.
Flestum íslendingum mun
hafa þótt leiðinlegt að þetta at-
vik kom fyrir. Sá maður, sem
setur fram þessa fáránlegu til-
lögu, er að vísu gersamlega á-
hrifalaus í íslenzkum landsmál-
um, og mun með þessu tiltæki
hafa fullkomlega lokað sig úti
frá vandastörfum fyrir þjóð-
félagið. Það mætti heita furða,
ef íslendingar ættu að bjóða
fram sjálfstæði sitt og ganga á
hönd annarri þjóð, eins og gert
var á 13. öld, þar sem sú þjóð,
sem biðja á um ásjá og forustu
er einmitt að sýna hve henni
sjálfri þykir vænt um sitt sjálf-
stæði og sitt frelsi, með fórnum
þeim, sem færðax eru því til
varnar.
Sem betur fer munu Englend-
ingar ekki sinna mikið draum-
órum Héðins Valdimarssonar.
Svo vel vill til að Englendingar
hafa sýnt í reyndinni, að þá
langar ekki til að gleypa okkur.
Þeir hafa stundum haft til þess
beztu tækifæri, og ekki séð á-
stæðu til að nota þau. í Napo-
leonstyrjöldinni voru Englend-
ingar í striði við Dani, og Danir
þóttust eiga okkur með húð og
hári. Ekkert var auðveldara fyr-
ir Englendinga en að taka þessa
eyju af Dönum í því stríði. í
stað þess hjálpuðu þeir forfeðr-
um okkar til að draga fram líf-
ið gegnum hörmungar styrjald-
arinnar, og skiluðu landinu aft-
ur í hinn milda faðm Dana,
þegar stríðinu var lokið. Sama
var reyndin 1914—18. Herskip
Englendinga voru á sveimi kring
um landið. Þeir áttu skipti við
okkur og gættu þess að við
græddum ekki allt of mikið á
stríðinu. En þeir gerðu ekki þá
fremur en endranær minnstu
tilraun til að misbjóða frelsi ís-
lendinga.
Milli Englands og íslands hef-
ir jafnan verið gott nábýli. ís-
lendingar kunna vel við sig í
Englandi og Englendingar á ís-
landi. Gætinn íslendingur hefir
sagt, að íslendingar vildu hafa
mikla samvinnu við Bretaumallt
nema eitt. Þeir vildu vera frjálst
lítið ríki, en ekki í heimsveldinu
mikla.
Það er furðulegt um snúinn
hagfræðing eins og Héðinn
Valdimarsson, að hann skuli
(Framh. á 3. siðuj
Um þriggja ára skeið, 1935—
38, voru þeir Winston Churchill
og Paul Reynaud einskonar
„hrópendur í eyðimörkinni“. Þeir
vöruðu þjóðir sínar við hætt-
unni, sem fyrir dyrum væri, en
hlutu þá ekki verulegar undir-
tektir. Nú virðist traust þessara
þjóða einkum bundið við þessa
tvo menn.
Paul Reynaud er fæddur 1878.
Hann er alinn upp í París og
hefir dvalið þar allan aldur sinn.
Ungur lagði hann stund á lög-
fræðinám og gerðist fljótlega
málafærslumaður. í því starfi
gat hann sér ágætt orð og varð
því greiður vegur inn á svið
stjórnmála. Næstum allir helztu
stjórnmálamenn Frakka hafa
annaðhvort verið úr hópi mála-
færslumanna eða blaðamanna.
Veruleg afskipti af stjórn-
málum hóf Reynaud ekki fyrr en
eftir heimsstyrjöldina. Hann
var fyrst kosinn á þing 1919 og
hefir átt þar sæti síðan, nema
árin 1924—28.
Reynaud fylgdi strax hægri
mönnum að málum. Hann hafði
sig frekar lítið í frammi fyrstu
árin. Það mál, sem hann lét
einna mest til sín taka, var
sambúð Frakka og Þjóðverja.
Hélt hann því fram, að Frakkar
ættu að hafa sem vinsamleg-
asta samvinnu við Þjóðverja og
það væri þeim beinlínis hags-
munamál að gera sitt til þess,
að Weimarlýðveldið treystist í
sessi. Einkum vildi hann auka
viðskiptalega samvinnu land-
anna. Ráðum hans var lítið
skeytt og hann hlaut óvinsæld
ýmsra áhrifamanna, sökum
þessarar stefnu sinnar. En Paul
Reynaud lét það ekki á sig fá og
hann hélt áfram að vinna að
þessu áhugamáli sínu, jafnvel
eftir að nazistar komu til valda.
Honum var þó fljótlega Ijóst
eftir valdatöku þeirra, að við-
horíið var breytt og orðið var
ofseint að fylgja tillögum hans.
Reynaud varð fyrst ráðherra
í ríkisstjórn Taxdieu í marzmán-
uði 1930. Varð hann þá fjármála-
ráðherra, en sú stjórn fór frá í
desembermánuði sama ár. Gat
hann því lítt sýnt hæfileika sína
í því starfi, en hann var þá fyrir
alllöngu búinn að vinna sér mik-
ið álit sem fjármálamaður. Hann
fékk aftur sæti í ríkisstjórninni
í ársbyrjun 1931 og varð þá ný-
lendumálaráðherra. Það ár var
haldin stór nýlendusýning í Par-
ís. Sýndi Raynaud mikinn dugn-
að við undirbúning hennar og
hlaut líka mikið lof fyrir. í
febrúarmánuði 1932 varð hann
dómsmálaráðherra í nýrri stjórn,
en sú stjórn sat skamma hrið.
Eftir þetta hlaut Reynaud ekki
Niðurlag.
Það er mál manna í Frakk-
landi, að hver franskur her-
maður geri ráð fyrir því, að hann
kunni að geyma marskálksstaf-
inn í bakpoka sínum. Frakkar
hafa öldum saman verið yfir-
burðamenn í hernaði. Þjóðin
þekkir styrk sinn, og hver ein-
staklingur getur vænst eftir að
frægðin bíði hans á næsta leyti.
Nokkuð svipað má segja um ís-
lendinga, að því er snertir löng-
un eftir tilhaldslífi. Mikið af því
fólki, sem byggði landið var vant
mannaforráðum og yfirstéttar-
kjörum. Fátæktin sótti að vísu
fast að þjóðinni um margar ald-
ir. En neistinn lifði gegnum
allar hörmungar. Þó að íslend-
ingar séu minnsta þjóð í heimi,
og vafalaust ein sú efnaminnsta,
þá mun í engu landi tiltölulega
jafn almenn þrá eftir yfirstétt-
arlífi eins og á íslandi. Það er
ekki að öllu leyti góð vöggugjöf,
þegar fátæk þjóð vill lifa eins
og væri hver einstaklingur
fæddur til mikilla auðæfa. En sú
tilfinning hins snauða manns,
að logar brenni yfir fólgnum
fjársjóðum, hvar sem hann fer,
getur þó verið manninum eld-
stólpi, sem lýsir erfiðan veg um
dimmar nætun
En af öllum íslendingum, sem
lifað hafa á síðustu mannsöldr-
um var Einar Benediktsson
ráðherraembætti fyrr en í marz-
mánuði 1938, er hann varð fjár-
málaráðherra og gengdi -hann
því starfi þar til hann varð for-
sætis- og utanríkisráðherra fyr-
ir nokkrum dögum síðan.
Þegar Reynaud lét af ráð-
herrastörfum 1932 var hann
orðinn einn af helztu leiðtogum
hægri mann. Hægri menn í
Frakklandi eru ekki saman í
einum flokki, heldur eru þeir
skiptir í nokkur flokksbrot.
Reynaud var i því flokksbrot-
inu, lýðveldisflokknum, sem stóð
einna lengst til vinstri og var
oft í stjórnarsamvinnu við radi-
kala-flokkinn. Var hann leið-
togi þessa flokks um skeið, en
haustið 1935 varð atburður, er
gerði hann að mestu viðskila
við flokkinn. Það voru Hoare-
Laval-tillögurnar svonefndu.
Þær komu af stað hinum mestu
lýðæsingum í Englandi, en i
Frakklandi höfðu þær litla
stjórnmálalega þýðingu I svip-
inn. Eini maðurinn, sem talaði
djarflega gegn þeim í franska
þinginu, var Reynaud, enda þótt
samherjar hans ættu hlut að
máli. Þetta kostaði hann for-
mennskuna í lýðveldisflokknum
og hefir hann eiginlega verið
utanflokka síðan.
Eftir þetta gerðist Paul Reyn-
aud einskonar Churchill Frakk-
lands. Hann varaði við ‘hinni
vaxandi styrjaldarhættu og
hvatti þjóðina til að vera við-
búna, ef ófrið bæri að höndum.
Einkum lagði hann áherslu á,
að þjóðin þyrfti að vera vel stæð
í fjárhagslegum efnum, og var
hann m. a. ákveðinn talsmaður
gengislækkunar. Hann deildi
mjög hvasst á ýmsar fjárhags-
legar ráðstafanir, sem Blum-
stjórnin gerði eftir kosningasig-
ur alþýðufylkingarinnar 1936.
Þótt hann stæði utanflokka á
þessum árum var raunverulega
litið á hann sem aðalleiðtoga
stjórnarandstæðinga, enda þótt
fremstur í þessu efni. Hann
þráði að mega teiga í botn bik-
ar fegurðar og gleði. Og hann
hafði meiri skilyrði en nokkur
af samlöndum hans til að afla
sér margra af þessum gæðum.
Hann var mikill laxveiðimaður
og hefir ritað beztu laxveiðilýs-
ingu, sem til er á íslenzku. Hann
hafði erft gáfu hestamannsins
frá afa sínum, Einari á Reyni-
stað. Þegar hann var sýslumaður
Rangæinga átti hann mikinn
fjölda ágætra hesta, og í Dag-
skrá skrifaði hann skáldlegustu
og nákvæmustu lýsinguna á ís-
lenzkum hestum, sem enn hefir
verið gerð. Skilningur hans á
hestinum og eðli hans kemur
Ijóst fram í Oddi í Miklabæ.
En í Fákum kemst skáldið
hæst í ljóðagerð sinni um ágæti
íslenzkra hesta. Hann virðist
hafa ort kvæðið í útlöndum um
endurminning frá glæsilegum
hópferðum um hina miklu reið-
velli í Rangárþingi. í kappsigl-
ingu lýsir hann með sömu hrifn-
ingu og sömu nákvæmni hin-
um hraðskreiðu, hátimbruðu
skemmtiskútum, sem eru veð-
hlaupahestar á sjónum. Þegar
skáldið er í Feneyjum dáir hann
hlutskipti hins unga ferju-
manns, sem knýr bát sinn létti-
lega eftir vatnsstrætunum milli
marmarahallanna. í London
sýnir ljóð hans um sönglistina
í Dísarhöll aðdáun hans á þeirri
margir þeirra væru andvígir
stefnu hans í utanríkismálum
og gagnrýndu hann fyrir hana.
En utanríkismálastefna hans
gerði hann vinsælan meðal
margra vinstri manna, sem mis-
líkaði hæglæti ríkisstjórnarinn-
ar í þeim efnum. Hinsvegar vann
fjármálastefna hans honum álit
og traust fjármálamanna og
sparifjáreigenda, sem eru marg-
ir í Frakklandi. Reynaud tókst
með þessari baráttu sinni, er
hann háði jafnt í ræðu og riti,
að vinna sér meira álit frönsku
þjóðarinnar en sennilega nokk-
ur annar stjórnmálamaður á
þessum árum.
Áður en langt var liðið af
valdatíma Blumstjórnarinnar
neyddist hún til að fella gengi
frankans, en það úrræði kom
ekki að notum, því að aðrar ráð-
stafanir stjórnarinnar eyðilögðu
þann ávinning og reyndar meira
til. Það fór því svo að lokum, að
Blum varð að láta af völdum og
Chautemps, einn af leiðtogum
radikalaflokksins, myndaði
stjórn. Hann bauð Reynaud
fjármálaráðherraembættið, en
Reynaud þáði það ekki, þar sem
hann mun ekki hafa treyst þess-
ari stjórn til neinna stórræða.
Það var ekki fyrr en Daladier
myndaði stjórn með stuðningi
radikalaflokksins og frjáslynd-
ari hægri manna, sem Reynaud
gaf kost á sér til að taka við
þessu embætti. Það var í marz-
mánuði 1938 eins og áður segir.
Sjaldan hefir verið vanda-
samara að taka við stjórn í
Frakklandi en þá. Ríkisfjárhag-
urinn var í fullkomnu ólagi,
fjárflóttinn var í hröðum vexti,
atvinnureksturinn hafði dreg-
ist saman, sökum 40 klst. vinnu-
vikunnar, og flugvéla- og her-
gagnaiðnaðurinn hafði tæplega
staðið í stað seinustu árin. Á
sama tíma hafði Hitler komið
öllum atvinnuleysingjum í
Þýzkalandi til einhverrar vinnu,
framleiðslan þar hafði á mörg-
um sviðum margfaldast, einkum
í hergagnaiðnaðinum, þýzkar
vörur lögðu undir sig nýja mark-
aði og þýzki herinn var orðinn
mesta vopnavald í Evrópu. Rétt
áður en Daladierstjórnin kom
til valda hafði Hitler lagt Aust-
urríki undir sig í skjóli hinna
þýzku vopna. Ef Frakkland átti
ekki að troðast undir járnhæl-
um nazismans þurfti að verða
fullkomin stefnubreyting frá
stjórnarfari „alþýðufylkingar-
innar“.
Þessi stefnubreyting hefir
heppnast vonum fremur. Ríkis-
fjárhagurinn er kominn 1 sæmi-
legt horf, þrátt fyrir stórum
aukin framlög til hernaðar-
þarfa, fé hefir aftur byrjað að
safnazt í bönkunum, fjárflótt-
inn hefir stöðvast og margir
hafa flutt fé sitt heim á ný.
Framleiðslan hefir stórum auk-
izt, sérstaklega á sviðí hernað-
fegurð, sem veitt er í sönghöll-
um og leikhúsum, en Skuggar,
og mörg önnur ljóð hans sýna
þrá hans, og samúð með gilda-
skálalífi stórbæjanna. Þegar
Einar Benediktsson yrkir um
skip, er það vígdreki stórþjóð-
arinnar, „stálsins steypireyður“,
sem stíngur sér hið fyrsta kaf
í skolgráar öldur fljótsins við
Nýja kastala. Þannig var Einar
Benediktsson. Hann dáir til-
haldslíf menntaþjóðanna, lax-
veiðar, góða hesta, skemmtibáta,
kappsiglingasnekkjur, fögur her-
skip, sönghallir, leikhús, mál-
verk, höggmyndir, skrautleg
hús, fegurð náttúrunnar og
móðurmálsins, listræn ljóð,
veizlur, góð vín og kynni við
fagrar konur. Honum fór eins og
öðru frægu en giftulitlu skáldi.
Hann vildi sitja sólarmegin í til-
verunni og bergja á hverju epli
í aldingarði jarðlífsins, líka
þeim, sem voru forboðin.
XLV.
Einar Benediktsson var tví-
skiptur að eðlisfari, eins og
vænta mátti eftir erfðum og
uppruna. Að honum stóðu tvær
sterkar og gagnólíkar ættir. Fað-
ir hans og móðir áttu ekki sam-
leið nema stutta stund. Frá þeim
erfði hann merkilega en ósam-
rýmanlega eiginleika. Skáld-
skapargáfuna, listhneigðina og
fésýslugáfu frá móður sinni,
en mælsku, ættjarðarást og
stórfelldar umbótahugsjónir frá
föður sínum. Hann var í senn
manna þjóðlegastur enþómestur
heimsborgaTi af löndum sínum.
Hann dáði flestum fremur feg-
arins, þar sem hún hefir í mörg-
um tilfellum margfaldast.
Það yrði oflangt mál að rekja
allar hinar margháttuðu ráð-
stafanir Daladierstjórnarinnar.
En flestum virðist bera saman
um, að Reynaud sé upphafsmað-
ur þeirra flestra, og hann hafi
jafnan sett hnefann í borðið,
hótað afsögn og öðru illu, ef
þær yrðu stöðvaðar eða sýnt
eitthvert undanhald
Er talið að minnstu hafi mun-
að, að Reynaud segði af sér, þeg-
ar Daladier tók þátt í hinum
fræga Munchensamningi, en það
undanhald Breta og Frakka var
Reynaud mjög á móti skapi.
Daladier tókst þó að jafna þann
ágreining, en eftir það var lítil
vinátta milli Reynauds og Bon-
nets utanríkisráðherra, sem var
fylgjandi Munchensamningnum.
Þótt undarlegt kunni að virð-
ast hafa ráðstafanir Daladier-
stjórnarinnar sætt furðu lítilli
mótstöðu. Margar þeirra hafa
þó verið fólgnar í því, að nema
úr gildi ýmsar vinsælar ráðstaf-
anir, er Blumstjórnin hafði kom-
ið í framkvæmd. Þannig hefir
t. d. 40 klst. vinnuvikan verið
afnumin að mestu. En franskur
almenningur hefir yfirleitt skil-
ið, að framtíð Frakklands væri í
veði og því væri óhjákvæmilegt
að leggja á sig auknar byrðar.
Þessvegna varð allsherjarverk-
fallið, sem jafnaðarmenn og
kommúnistar stofnuðu til í
mótmælaskyni haustið 1938,
fullkomlega misheppnað.
Lítil saga skýrir nokkuð þetta
viðhorf franskrar alþýðu. Á síð-
astliðnu sumri fór nefnd frá
verkalýðssamtökunum á fund
Reynauds og hugðist að fá
breytingar á nokkrum ráðstöf-
unum stjórnarinnar. Nefndar-
mennirnir höfðu búið sig vel
undir fundinn og höfðu alls-
konar tölur og röksemdir á reið-
um höndum. Þeir fluttu mál sitt
við ráðherrann af miklum sann-
færingarkrafti og hann hlýddi
á þá með mestu stillingu. Þegar
þeir höfðu lokið máli sínu benti
hann þeim á landabréf, sem
hékk á veggnum andspænis
honum. Það var landabréf, sem
Göbbels hafði gefið út og sýndi
að Tékkóslóvakía var talin einn
hluti Stór-Þýzkalands. Síðan
sagði hann nckkur orð og við-
ræðunni var lokið. Nefndar-
mennirnir fóru algera erindis-
leysu og reyndu ekki eftir þetta
að fá umræddum ráðstöfunum
stjórnarinnar breytt.
Vegna þessa mikla starfs-
árangurs, sem Reynaud hefir
náð þann stutta tíma, er hann
hefir verið í ríkisstjórninni, og
þess álits, sem hann var áður
búinn að vinna sér og síðan
hefir aukizt, mátti ganga að því
vísu, að hann yrði eftirmaður
Daladiers, ef til stjórnarskipta
kæmi. Það hefir nú líka orðið.
(Framh. á 3. síðuj
urð íslands og horfði á auðlind-
ir þess gegnum holt og hæðir.
En samhliða þessum stefku
böndum, sem bundu hann við
landið, var hin meðfædda út-
þrá, sem knúði hann til sífelldra
ferðalaga og langdvala í fram-
andi löndum. Benedikts Sveins-
son og Katrín Einarsdóttir voru
endurborin í þessum tvíráða
syni. Skáldahneigðin og fram-
kvæmdaáhuginn fylltu hug
hans, en voru í óstöðugu jafn-
vægi. Einar Benediktsson sá fyr-
ir með spámannlegri andagift,
hinar vélrænu framfarir lands-
ins. Faðir hans hafði glímt við
Estrupsvaldið mikinn hluta
manndómsára sinna en ekki
unnið á. Sigurinn kom fyrst eft-
ir andlát hans. Einar Benedikts-
son reyndi að flytja vélamenn-
inguna til íslands, og þótti hóf
á, að hann fengi sjálfur mikinn
auð, um leið og hann opnaði
gulllindir landsins fyrir þjóðina.
En honum fór eins og Benedikt
Sveinssyni. Hann var nokkrum
dagleiðum á undan gæfu hvers-
dagsmannsins. En þeir, sem
tóku sér náttból í tj aldstað hans,
fundu nokkuð af þeim gæðum,
sem hann hafði leitað eftir en
ekki náð.
Arfleyfð móður hans varð
honum giftudrjúg. Hann byrj-
aði snemma að yrkja. Enn er til
góð ferskeytla, er hann orti um
vinnumann á Elliðavatni, þegar
hann var sex vetra. Hann bar
við að yrkja i skóla, en vakti
enga eftirtekt. En hann vissi um
gáfu sína og var staðráðinn í að
verða mikið skáld. Fyrstu góð-
kvæði hans eru frá Hafnarárun-
MOLAR
Der Angriff, Berlin.
Hrun Bretaveldis.
* * *
Enski þingmaðurinn Wedgvood vann
nýlega 5 sterlingspund í veðmáli. Hann
hafði haldið því fram að Þjóðverjar
myndu ekki gera loftárás á London
fyrstu sex mánuði styrjaldarinnar.
Hann hefir nýlega skrifað grein um
þetta veðmál og segist hafa byggt
skoðun sína á eftirfarandi ástœðum:
Engin borg hefir fullkomnari loft-
varnir en London.
Loftárás á London myndi gera ensku
þjóðina enn ákveðnari í því, að semja
ekki við Hitler fyr en fullur sigur vœri
unninn.
Það vœri auðveldara fyrir Englend-
inga að koma fram hefndum. Flug-
stöðvar Bandamanna vœru ekki nema
100 km. frá landamœrum Þýzkalands,
en þýzkar flugvélar yrðu að fljúga 800
mílur áður en þeir gastu varpað
sprengjum yfir London.
London liggur svo langt frá Þýzka-
landi að orustuflugvélar geta ekki fylgt
sprengjuflugvélum þangað.
Það er mikill styrkur fyrir Hitler í
taugastríðinu að geta ógnað stöðugt
með stórfelldum loftárásum, hraðsókn
og nýjum œgilegum vopnum. Þesssum
hótunum getur hann ekki beitt nema á
meðan að þýzki herinn hefir ekki sýnt
styrk sinn.
* * *
Sá atburður gerðist nýlega í Black-
pool í Englandi að ófœddu barni voru
dœmdar 5000 kr. í skaðábcetur. Maðwr
nokkur hafði látizt af slysförum á
vinnustaðnum, sökum ófullkomins út-
búnaðar þar. Stúlka, sem var þunguð
af völdum hans og hann cetlaði að
giftast, fór því í mál við atvinnurek-
andann og krafðist skaðabóta fyrir
hönd barnsins, er hefði misst fyrir-
vinnu sína. Dómurinn féll eins og áður
segir.
* * *
Ensk fregn hermir að brezka leyni-
lögreglan muni fá a. m. k. 11 millj.
sterlingspunda til umráða á þessu ári.
* * *
Við húsrannsókn hjá ritstjóra
sœnska kommúnistáblaðsins „Ny Dag“
fann lögreglan marghleypu, sem var
hlaðin með 32 skotum. Hann hafði ekki
leyfi til að hafa byssu, en það þarf
sérstakt leyfi til þess í Svíþjóð.
* * *
Engin göfug liugsjón getur dáið fyr
en önnur göfugri hugsjón er sprottin
af rótum hennar. J. P. Jacobsen.
um og dvalartíma á Héðinshöfða
eftir að hann hafði lokið há-
skólanámi.
Hið innra ósamræmi í eðli
Einars Benediktssonar gerði
honum erfitt að rata hinn gullna
meðalveg borgaralegs lífs, en
varð lífæð í skáldskap hans.
Hann var mikill gæfumaður um
aðstöðu til skáldskapar. Erfið-
leikar lands og þjóðar á upp-
vaxtarárum hans urðu skörp
eggjun ungum íslendingi. Jafn-
hliða því var andrúmsloftið,
bæði heima fyrir og í mennta-
löndum álfunnar, fullt af stór-
um hugsjónum. íslendingar voru
á alla vegu hvattir fram til dáða,
og í heimi vísinda og uppgötv-
ana var fullt af hrífandi við-
fangsefnum. Síðan bætir Einar
Benediktsson við margháttaðri
baráttu, með mikilli hættutil-
finning og von um ávinning. Inn
í þá baráttu blandast minningar
og æfintýri frá ferðum hans, og
hin sífellda leit eftir fegurð og
breytilegum lífsnautnum. Hon-
um tókst ekki að leggja bönd á
tryllta fossa eðá reisa varan-
lega kastala í efnisheiminum.
En það urðu honum ekki von-
brigði nema að nokkru leyti.
Honum þótti skáldgáfan vera
dýrmætasta eign sín og hann
gætti þess arfs með miklu meiri
umhyggju en nokkurra annarra
verðmæta. Hann brendi sjálfur
æskuljóð sín og öll þau kvæði,
sem honum þótti vansnið á og
orti nálega aldrei um hversdags-
leg efni. Fyrir nokkru hafði eitt
af meiTi háttar skáldum landsins
ort um hann ádeilukvæði vegna
athafna hans við að fjötra foss-
,?6NAS JÓXSSON:
Einar Benediktsson
XLIV.