Tíminn - 30.03.1940, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.03.1940, Blaðsíða 4
TÍMJL!V!\, langardaginn 30. marz 1940 35. blatS 140 Ylír landamærin 1. Vísir birtir í fyrradag langa skammagrein um samneyti Framsókn- armanna við kommúnista. Tilefnið er það, að þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hafa gerzt meðflutnings- menn Einars Olgeirssonar að þings- ályktunartillögu um innflutning bygg- ingarefnis. Visi finnst þetta að vonum höfuðskömm og svívirðing, enda er það fullkomið brot á þeirri yfirlýsingu þíng- manna, að þeir teldu þingsetu komm- únista smánarblett á þinginu. Til þess að draga athyglina frá þessu, reynir Vísir að skamma Framsóknarmenn fyrir samneyti við kommúnista, en það er bæði tilefnislaust og hefir ekki ann- an árangur en að auka athyglina á samvinnu Einars Olgeirssonar og Reykj avíkurþingmanna Sj álf stæðis- flokksins. 2. Þessi samvinna Reykjavíkurþing- manna íhaldsins við Einar Olgeirsson sannar, að þeir hafa ekkert meint með þeirri yfirlýsingu sinni, að þeir teldu þingsetu kommúnistar smán fyrir þing- ið. Annars gætu þeir ekki haft slíkt samneyti við kommúnista. Hún sýnir líka, að Sjálfstæðisflokkurinn meinar ekkert með baráttu sinni á móti komm- únistum. Þegar þingmenn Sjálfstæðis- flokksins telja sér það gagnlegt, bók- staflega biðja þeir Einar Olgeirsson um samvinnu, eins og þeir hafa gert nú. Eina verklýðsfélagið, Hlíf i Hafnar- flrði, sem Sjálfstæðisflokkurinn ræður yfir, er líka áfram í verklýðssambandi kommúnista. Það er ennþá sú gamla hugsun rikjandi hjá forráðamönnum Sjálfstæðisflokksins, að reyna að efla kommúnismann í laumi og láta hann veikja verklýðssamtökin og frjálslyndu flokkana. 3. Kommúnistablaðið segir í gær, að barátta Framsóknarflokksins fyrir raf- magnsmálum dreifbýlisins sé ekki til annars en „að geta látið smáþorp og jafnvel sveitir fá rafmagn í kosninga- mútur“. Slíkt er mat kommúnista á umbótamálum dreifbýlisins. x+y. Á að eyðileggja íslenzkn skógana? (Framh. af 3. síðu.) þörf, að auka eftirlit með skóg- unum. í sumar siðastliðið gekk ée um skógarsvæði, sem fyrir tíu árum stóð í miklum vexti og blóma. Varð ég heldur felmtr- uð, er ég sá stór svæði svört yf- irlits, með blaðlausum og fúnum trjám. Mér er sagt, að skógarmaðkur hafi farið svona með skóginn. En nú vil ég spyrja: Hafa ekki mannanna hendur hjálpað til ■nrfcwi-S eyðileggja skóginn? Það mun sannreynt, að skóg- armaðkurinn heldur sig helzt í birtu, eða þar sem skógarnir eru mjög gisnir. Ég hefi hvergi séð verulega skemmd eftir maðkinn þar sem skógurinn er hæfilega þéttur. Á Fljótsdalshéraði er talsvert mikið af skógum, en aðeins einn friðaður, Hallormsstaðaskógur, og er hann eins og kunnugt er, einn fegurstur skógur á land- inu. Hinir skógarnir eru margir hart leiknir af ágangi manna og stór svæði liggja fyrir algerðri auðn, ef ekkert verður gert til að sporna við því. Margt fleira mætti um þetta mál segja, en ég læt þetta nægja til að vekja athygli manna á þessu, og skógræktar- stjórans fyrst og fremst. 3. febrúaúr 1940. tJR BÆNIJM Framsóknarskemmtun Framsóknarfélögln í Reykjavík halda skemmtun á Hótel Borg á miðvikudag- inn 3. apríl. Þar verður spiluð Fram- sóknarvist, dans og fleira. — Fjöl- mennið á skemmtunina. Hitaveitan. Síðastl. þriðjudag kom hingað skip með 2000 smál. af efnl tll hitaveitunn- ar. Alls mun innflutt efni til hitaveit- unnar verða um 9000 smál. og eru því um 7000 smál. óinnfluttar. í þessum farmi var um helmingur af pípum þeim, sem fara í götulagnir í bænum. Eru pípurnar þýzkar, en Bretar veittu undanþágu frá hafnbanninu, sem ann- ars hindrar allan útflutning írá Þýzka- landi. — Litið hefir verið unnið við hitaveituna undanfarið, en nú verður strax byrjað á pípulagningum og veður leyfa, og munu margir menn fá þar vinnu. Kvöldvaka blaðamanna. Þriðja og síðasta kvöldvaka blaða- manna á þessum vetri verður að Hótel Borg í kvöld. Að kvöldvökum þessum hefir verið aðsókn mikil i vetur, og er svo enn, enda vel til skemmtiþáttanna vandað. Skemmtiatriði þessarar kvöld- vöku verða: Þáttur úr gamanleik, Brynjólfur Jóhannesson, Alfred Anr- ésson og Lárus Ingólfsson syngja gam- anvísur, Kristmann Guðmundsson les upp smásögu, Sigfús Halldórsson og Bára Sigurjónsdóttir syngja og dansa og loks skemmtir danshljómsveit Jack Quinets. Aðrar fréttir. (Framh. af 1. síðu.) hafa kosið heldur að yfirgefa heimili sín og flytja í burtu, en að komast undir stjórn komm- únista. Ber þetta þess óræk merki, hversu heitt Finnar hafa þráð „frelsun Stalins", en þessir fólksflutningar valda Finnum vitanlega geysilegum örðugleik- um og þurfa þeir áfram á sízt minni hjálp að halda en áður. Franska stjómin hefir kvatt heim alla sendiherra Frakklands erlendis, og enska stjómin hefir kvatt heim alla sendiherra Breta í Balkanlöndum. Er þetta talið merki þess, að ný stjórnmálaleg og viðskiptaleg sókn Banda- manna sé í vændum. Á fundi yfirherráðs Banda- manna síðastl. fimmtudag, var samþykkt að England og Frakk- land mætti ekki semja frið, án samþykkis hins aðilans, og að stríðinu skyldi haldið áfram, unz búið væri að frelsa þjóðir þær, sem nú eru undir oki Þjóðverja. Allir helztu menn ríkisstjórna Breta og Frakka voru viðstaddir. Þýzkur kafbátur strandaði í Noregi síðastl. þriðjudag. Hefir hann verið kyrrsettur. Bretar telja, að kafbáturinn hafi átt að sökkva enskum skipum í norskri landhelgi, enda hafi Þjóðverjar gert það áður. Þjóðverjar segja, að kafbáturinn hafi leitað lands sökum óveðursskemmda, og sé því kyrrsetningin óheimil. Lofthernaður færist nú stöð- ugt í aukana á vesturvígstöðv- unum og hafa báðir styrjaldar- aðilar misst nokkrar flugvélar undanfarna daga. Sérstaklega er rómuð framkoma flugmanns nokkurs frá Nýja-Sjálandi. Hann hefir skotið niður sex þýzkar flugvélar. í seinustu viðureign- inni var flugvél hans skotin niður, en hann bjargaðist í fall- hlíf. Elnar Benedíktsson (Framh. af 3. siðu.) nota vín í hófi 1 veizlum og kynnum við marga af þeim mönnum, sem hann átti fjár- skipti við meðan áhrif hans voru mest í fésýslustarfinu. Hann orti fagurlega um kosti vínsins, en þekkti þó snemma allt eðli þess. í Madrid kann hann vel áhrifum vínsins, er slær eldi í mál manna og gefur kasti augans hvassari odd. Hann full- yrðir þá, að vínnaðran hafi hvorki tönn né sporð. Síðan líða nokkur ár með skini og skúrum. En í Messunni á Mosfelli hefir skáldið sterkari orð og gefur vín- inu heitið „eiturbrunnur“. Og þegar presturinn ber vínir að munni sér, þá er drykkurinn orðinn einasta bölvun og huggun drykkj umannsins. Meðan Einar Benediktsson var á manndómsaldri, virðist hann hafa notað hið blóðdökka vín með svipuðum hætti og veizlu- kærir menn gera í flestum lönd- um. En eftir leguna í Hamborg 1923 tók að þrengjast um fjár- haginn og heilsan að bila. Fór honum þá sem mörgum frænd- um hans og samlöndum, að hann neytti víns svo að sann- reynt var að vínnaðran hafði bæði tennur og sporð. Börn þeirra hjóna voru þá öll uppkomin. Þau höfðu varla verið nema gestir á íslandi á uppvaxt- arárunum og leituðu ekki þang- að heim, nema yngsti sonurinn. Með vaxandi heilsuleysi og fá- tækt varð Einar Benediktsson erfiðari í sambúð. Framan af æfi var hann að jafnaði glaður og mildur við allt sitt heimafólk, en átti þó til að vera mjög ó- sanngjarn í skiptum við vanda- fólk og vini. Ungur rithöfundur, sem var árum saman næstum daglegur gestur á heimili þeirra hjóna, og einlægur aðdáandi skáldsins, sagði að í hvert sinn sem hjónin deildu, hefði sér fundizt konan hafa betri mál- stað. Þar kom að lokum, eftir að börnin höfðu yfirgefið heimilið, að þau' hjón slitu samvistir og sáust sjaldan eða aldrei tólf'síð- ustu árin sem skáldið lifði. Frú Valgerður hafði fengið það hlut- verk, að vera kona tilkomumesta og andríkasta manns sinnar samtíðar, en jafnframt þess ís- lendings, sem erfiðast var að gera til hæfis. Þegar menn lesa ljóð Einars Benediktssonar, mega menn minnast þess, að gimsteinar hans voru dýru verði keyptir. Til að geta gefið ljóðum sínum dýpt og þrótt, varð skáldið að fórna miklu. Þeirra vegna fór hann í útlegð og víkingaferðir. Þeirra vegna eignaðist hann aldrei heimili í eiginlegum skilningi. Þeirra vegna dreifðist ættbálkur hans um fjarlæg lönd. Þeirra vegna gekk hann að lokum einn og óstuddur út að landamerkj- um hins glaða jarðlífs, sem hann hafði unnað svo mjög. XLVII. Einar Benediktsson var í raun og veru fæddur í útlegð vegna yfirburða sinna og skapgerðar. Hann var framsýnni og hug- stærri en samtíðarmenn hans. Hann gat ekki gert að því að vera jafnan nokkrum dagleið- um á undan þjóð sinni. Yfir- burðir hans urðu honum þránd- ur í götu á annan hátt. Minni menn fundu til sársauka í sam- anburði við þetta undarlega skáld, sem hafði til að bera svo marga af þeim eiginleikum, sem skapa hrifning og aðdáun. — Minnimáttarkennd samtíðar- manna olli því, að Einar Bene- diktsson var aldrei látinn njóta verðleika sinna meðan hann lifði. En auk þess átti Einar Bene- diktsson sjálfur nokkra sök á einangrun sinni. Hann horfði heim yfir landið úr fjarlægð eins og Grettir, er hann leit yfir frið- sælar byggðir af brúnum hárra fjalla. Jafnvel hinir þróttmestu útlagar þrá líf hversdagsfólksins í byggðinni. Einar Benediktsson, gat aldrei til fulls gleymt þvl, að hann hefði átt að geta verið forustumaður landa sinna víðar en í heimi bókmenntanna. Hon- um þótti skáldbróðir sinn, Hann- es Hafstein, að sumu leyti taka þann sess, sem hefði borið syni Benedikts Sveinssonar. Margir þættir runnu saman í beiskju hans og kuldalegri gagnrýni. Honum fannst fátt um samtíð- arskáldin, nema sr. Matthías Jochumsson. En alveg sérstak- lega skaut hann beittum örvum að þeim íslendingum, sem ortu á útlendu máli og náðu allmik- illi frægð fyrir verk sín. Hann var engu síður harður í dómum um íslenzka stjórnmálamenn, nema Benedikt Sveinsson yngri. Jón Sigurðsson var jafnvel ekki undanþeginn spjótalögum Ein- ars Benediktssonar, og voru þó tilefni lítil. í sama flokki og skáld og stjórnmálamenn taldi hann ritdómara og bókmennta- fræðinga, og engu síður þá, sem voru honum mjög vinveittir. En hann gat ekki annað en dáðst að andríki og skáldlegum þrótti Matthíasar Jochumssonar og í Benedikts Sveinssyni fann hann meiri einlægni og fórnarvilja í baráttunni fyrir réttindum landsins, heldur en hann þótt- ist verða var við hjá öðrum for- ystumönnum sinnar samtíðar. Gagnrýni Einars Benedikts- sonar á samtíðarmönnum hans var venjulega í einu bitur og frámunaiega ósanngjörn. En hann þekkti jafnaldra sína, og ekki sízt veilur þeirra. Áfellis- dómar hans voru þungir eins og haglélin í Ameríku, sem vara stundum ekki nema nokkur augnablik en fella þó kornöxin svo, að þau eiga sér ekki framar viðreisnarvon. Þegar Einar Benediktsson horfði úr fjarlægð heim til ætt- jarðarinnar þótti honum landið gott og kynstofninn mikilhæfur. Hann trúði þjóðinni til stór- virkja, að ummynda landið sjálft, eignast Grænland að nýju og gera það auðlind ís- lendinga. Hann taldi, að heim- urinn stæði opinn djörfum vík- ingum, einkum hin þéttbyggðu menningarlönd, þar sem hann hafði gerzt væringi. Með for- dæmi sínu hafði hann bent á þá leið, sem jafnan hlaut að vera fær íslenzkum yfirburða-- mönnum. Þessi oftrú á íslenzka kynþættinum kemur glögglega fram í fánakvæðinu. Skáldinu er ekki nóg að lýsa því, að þjóð hans sé sterk. í augum hans er hún líka stór. Það var draum- sýn skáldsins. Þannig vildi hann mega líta á landa sína. En foringjar þjóðarinnar voru að dómi Einars Benediktssonar mesta hindrun á eðlilegum framavegi íslendinga. Hann gerði í þessu efni harðar kröfur. Samanburður við hæfileika hans sjálfs var öðrum erfiður. Auk þess voru foringjarnir með hina seinfæru, og að honum fannst ófullkomnu, stjórn á málefnum landsins, beinlínis hindrun þess, að þjóðin fengi að njóta með- fæddra krafta. Einar Benediktsson hafði í ljóðum sínum lagt mikla stund á að skýra þá trú vísindanna, að efnið gæti myndbreytzt í orku, og öðlazt þar nýjan ódauð- leika. Hann varð sjálfur með nokkrum hætti sönnun þessarar kenningar. í honum bjuggu þær sálarlegu andstæður, sem höfðu valdið skilnaði föður hans og móður. Þessar andstæður voru valdar að tvískiptingunni í hans eigin sál, og lánleysi hans í verk- legum athöfnum. En í ljóðagerð hans kom að lokum fram súsam- Austfirzk kona. 210 Margaret Pedler: hefði hlotið hina föðurlegu blessun og gæti verið opinber. Jane var búin að gefa hænsnunum og komin inn í búr. Hendur hennar kepptust við að strokka, þvo og salta smjör, en hugsanir hennar snerust um það sama og hugsanir Maitlands. Hún sá allt illt við þessa leynilegu trúlofun, og hún óskaði þess innilega, að hún hefði einhvern hjá sér, sem hún gæti talað um þetta við og þegið ráð af. Hún hefði getað flúið til Colins ef öðru vísi hefði staðið á, en trúlofun Elizabetar hefði hún sízt af öllu viljað ræða við hann. „Því í fjandanum kemur Candy ekki heim?“ sagði hún upphátt og lamdi tré- spaðanum í smjörið fyrir framan sig, sem hún var að skipta í punds- og hálf- pundstöflur áður en hún seldi það. Jane hafði varla sleppt orðinu þeg- ar hún tók eftir því, að skuggi féll á hvítar gólfflísarnar. Hún leit hvatlega við og sá þá að Sutherland stóð í dyr- unum. Hann var í óhemju stórum og þykkum ferðafrakka og úti heyrðist taktfast ganghljóðið í bifreið hans. Jane var innilega fegin að sjá hann. „Góðan dag, spekingur. Mér þykir verst að ég er ekkert annað en smjör um hendurnar, svo að ég get ekki heílsað þér með handabandi." Laun þess liðna 211 Sutherland leit brosandi á smjörugar hendurnar, sem hún rétti að honum. „Ég veTð að játa, að ég er alveg á sama máli. Ég sé, að þú átt þarna meira en lítið smjör,“ hélt hann áfram og leit með velþóknan á gullna dyngjuna, sem Jane var að fást við. „Hvernig tekst þér að láta kýrnar þínar gera svona mikið gagn? Þær virðast aldrei standa geldar.“ „Ég gef þeim gott fóður og mjólka þær reglulega,“ svaraði Jane. „Ég legg jafnvel ennþá meiri áherzlu á það síð- arnefnda. Þessa dagana hefi ég óvenju mikla mjólk. Bezta kýrin mín er fyrir skömmu borin og ég færði kaupmann- inum kálfinn, vitanlega gegn „sann- virði“ í peningum. Vildir þú annars ekki fá pund af hinu þekkta Brownleaves- smjöri með þér heim í þína einmana- legu piparsveinsíbúð?" bætti hún glað- lega við. „Jú, það segi ég satt. Ég neita aldrei því, sem er vel boðið, og eins og þú veizt, er ég sérstaklega hrifinn af smjörinu þínu.“ . Jane bjó til laglega töflu, þrykkti á hana merki, vafði hana vandlega inn- an i smjörpappír og rétti Sutherland. Sutherland tók á móti töflunni með annarri hendinni en kafaði í öðrum frakkavasanum með hinni. Loksins kom "“^'^—^’OAMLA BÍÓ— Honolulu Skemmtileg og íburðamik- il amerísk dans og söngva- mynd. Aðalhlutverkin leika: ELEANOR POWELL, ROBERT YOUNG og skopleikaranir GEORGE BURNS og GRACIE ALLAN. NÝJA BÍÓ tiTLAGIM JESSE JAMES Söguleg stórmynd frá Fox | um frægustu og alræmd- ] ustu útilegumenn Ameríku, bræðurnar Frank og Jesse James og félaga þeirra, er hraktir voru með ofbeldi frá búum sínum og í hefnd- arskyni gerðust ræningjar. Aðalhlutverkin leika: Tyrone Power, Nancy KeUy og Henry Fonda. Myndin er tekin í eðlileg- um litum. Börn fá ekki aðgang. -c — >i ■■■ n — n ir— Dýrmætasta höllin, sem maðurinn býr í hér á jörðinn, er líkaminn. ÍRSSéTTASICÓLIIVJV Á ÁLAFOSSI starfar í sumar, eins og að undanförnu, Júní, Júlí, ágúst. Kennt verður fullkomin líkamsrækt. Sérstök áhersla verður lögð á það, að kenna börnunum fagurt líf! Þeir foreldrar, sem hugsa sér að senda börn sín á skólann, og hafa ekki þegar ákveðið sig, tali við mig sem fyrst. Sigurjjón Pétursson, Álafossi. eining hinna meðfæddu kosta, sem aldrei gat notið sín í heimi veTuleikans. Áhugamál Bene- dikts Sveinssonar og Einars son- ar hans: stjórnarskrá, háskóli og háskólabygging, togarar, fossa- virkjanir, námugröftur, járn- brautir og hafnargerðir urðu aldrei að framkvæmd í höndum þeirra feðga. En andi þessara stórvirkja lifir í ljóðum Einars Benediktssonar Honum varð þar að þeirri trú, sem hann lýsti með svo mikill hrifningu í kvæðinu Kvöld í Róm: Perlan ódauðlega í hugans hafi hefjast skal af rústum þjóða og landa. Sökkvi jarðarknörr í myrkva marinn myndasmíðar andans skulu standa. XLVIII. Æfisaga Einars Benediktsson- ar er í tveim þáttum. Annan mætti kenna við fegurð og gæði Elliðavatns. Hinn við auðnir og einangrun Herdísarvíkur. Fyrstu sextíu árin af æfi skáldsins eru hrífandi æfintýri: Glæsilegur námsferill, margvíslegir per- sónulegir sigi'ar, fjölþætt lífs- reynsla, mikil frægð og frami. Öll þessi mörgu ár hefir Einar Benediktsson ástæðu til að þakka örlátri veröld ríkulegar gjafir. En þegar líður að kvöldi verð- ur mikil breyting á högum hans. í ofurmóði æskunnar hafði hann eitt sinn óskað að standa aleinn á beru svæði. Nú varð þessi ósk að veruleika. Hann missti heils- una, hina fáu vini, auð sinn, og Leikfélatf ttetfhjjavíkur „Fjalla-Eyvíndur" Sýning annaff kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. Flokksstarfsemi (Framh. af 1. síðu.) þeir vilja leggja að velli. En samt njóta þessir menn, þrátt fyrir viðhorf sitt til hins stjórnfrjálsa skipulags, afarmikillar verndar og hlunninda, sem fylgismönn- um ,parlamentarismans‘ er neit- að um í þeim löndum, sem hafa afnumið persónufrelsi, grið heimilanna og þingræðisstjórn." jafnvel sjálfa skáldgáfuna. Vandamenn hans voru dreifðir um mörg og fjarlæg lönd. Ör- lögin báru hann nú að nokk- urskonar Elínarey. Maðurinn, sem hafði þráð sólrík lönd, fjöl- menni, stórar borgir, og marg- breytt líf í höfuðbæjum heims- menningarinnar, beið nú dauð- ans í einmanalegasta og af- skekktasta höfuðbóliáíslandi.En í lífi Einars Benediktssonar var dauðinn þýðingarlitill atburður. Andi hans lifir í listaverkum hans, meðan þeir menn, sem Þyggja ísland, skilja þá tungu, sem hann unni heitast og virti mest. J. J.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.